×

Wir verwenden Cookies, um LingQ zu verbessern. Mit dem Besuch der Seite erklärst du dich einverstanden mit unseren Cookie-Richtlinien.


image

Íslensk málvísindi. Eiríkur Rögnvaldsson - fyrirlestrar, Formendur (1)

Formendur (1)

Góðan dag.

Í þessum fyrirlestri er fjallað um formendur og hvernig við breytum mögnunareiginleikum hljómholsins í munni og nefholi.

Einnig er fjallað um hljóðrofsrit og hljóðfræðiforritið Praat sem er hægt að nota til þess að gera ýmsar hljóð fræðilegar athuganir.

Í

öðrum fyrirlestri er talað um það

hvernig hljóðið myndast. Grunntónninn myndast í raddböndum,

í barkakýlinu, við titring raddbanda,

en til þess að mynda mismunandi málhljóð

þarf síðan að breyta

þessu hljóði, þannig að við

getum myndað [a:] [i:] [u:] og svo framvegis og greint á milli þessara hljóða.

Það gerum við með því að

breyta eiginleikum magnarans sem tekur við grunntóninum frá raddböndunum.

Það er að segja munnhols og í sumum tilvikum nefhols.

Við getum sem sé

breytt lögun loftsúlunnar sem er í munnholinu og kokinu, og stundum nefholinu, og það ræður því hvaða tíðnisvið raddarinnar,

hvaða yfirtónar eru magnaðir upp og hverjir eru deyfðir þannig við myndum mismunandi málhljóð. Og þetta gerum við með ýmsu móti. Við getum hreyft

sum talfæranna,

neðri kjálkann getum við hreyft og

sem sagt haft munninn mismikið opinn og það veldur auðvitað

breytingum á,

hefur áhrif á stærð loftsúlunnar í munnholinu.

Tungan er ákaflega hreyfanleg

og skiptir máli í myndun flestra málhljóða. Við getum látið tunguna

nálgast góminn eða, eða snerta góminn víða,

alveg frá tönnum og

aftur að kokvegg,

nú síðan eru það,

eru það varirnar, við getum haft

varirnar í mismunandi stöðum, við getum lokað algjörlega fyrir loftstraum við varir

eða þrengt að honum, látið neðrivör snerta tennur í efri góm,

sett stút á varirnar, til að mynda kringd hljóð og svo framvegis.

Og svo er það gómfillan, sem er sem sagt

þetta lok hér sem er hægt að lyfta upp og loka þannig fyrir nefholið. Við venjulega öndun

er gómfillan niðri og, og hleypir loftinu upp

í nefhol og, og við útöndun og, og svo hér niður við innöndun, en

þegar við erum að mynda málhljóð,

önnur en nefhljóð, þá

lokar gómfillan, lyftist hún hér upp

að kokveggnum, lokar fyrir loftstrauminn

og, og er þannig í sem sagt flestum málhljóðum. Hægt er að skipta munnholinu

í tvö hljómhol, að nokkru leyti, sem hvort um sig magna upp

sveiflur af ákveðinni tíðni.

Hér á fyrstu myndinni,

efst til vinstri,

sjáum við tvívaramyndun. Þar er lokun eða þrenging

við varir

gráa svæðið er sem sagt hljómholið þá, munnholið, sem er þá, virkar þá allt sem eitt hljómhol.

Á næstu mynd er tannvaramyndun.

Þar er örlítið hljómhol eða örlítill magnari fyrir framan þrenginguna

og meginhljómholið er aðeins minna heldur en

þegar lokun er eða þrenging milli varanna

þannig að mögnunareiginleikarnir eru svolítið aðrir.

Síðan kemur tannmyndun og þar

kemur enn önnur skipting á hljómholunum og svo má bara líta á þetta áfram. Við tannbergsmyndun lokar tungan eða þrengir að

loftstraumnum, heldur aftar, sem sagt við tannbergið sem er fyrir aftan framtennurnar að ofan,

og þá minnkar meginhljómholið enn, en er komið dálítið hljómhol þarna fyrir framan.

Síðan gómmyndun þar sem að tungan

lyftist upp og þrengir að loftstraumnum eða lokar við, lokar fyrir hann.

Við góminn þá eru komin tvö,

þá er sem sagt meginhljómholið fyrir aftan. Það hefur minnkað talsvert mikið, komið talsvert stórt hljómhol fyrir framan þrenginguna eða lokunina,

og svo að lokum gómfillumyndun þar sem að

tungan lokar fyrir loftstrauminn eða

þrengir að við gómfilluna, þá er hún komin með mjög stórt hljómhol fyrir framan þrenginguna.

Skulum líta hérna á muninn á sérhljóðunum [i:] og [a:].

Þið sjáið hérna að þetta strikaða svæði,

það eru hljómholin

og [i:] er frammælt sérhljóð. Það táknar það að

tunga, tungunni er lyft upp við framanverðan góminn,

myndar þar svona ákveðna þrengingu eða,

og skiptir munnholinu að nokkru leyti í tvö hljómhol.

Það aftara mjög stórt, sem sagt nær alveg frá raddböndum hér

og fram að

tungunni, fram að þeim stað þar sem tungan

nálgast góminn mest.

Hitt hljómholið er tiltölulega lítið þá í samanburðinum

hér fyrir framan.

Svo er hérna á neðri myndinni er [a:] sem er uppmælt sérhljóð.

Þar er þá

stærðarmunur hljómholanna minni eða, þau eru,

þar hefur, vegna þess að tungan

er þar miklu aftar í munninum þá er aftara hljómholið frá raddböndum miklu

minna en fremra hljómholið fyrir framan þann stað þar sem að tungan nálgast kokvegginn,

það hljómhol er stórt.

Þetta endurspeglast svo í því hvaða

yfirtónar magnast upp í þessum tveimur hljóðum.

Þarna er nefnilega

sams konar lögmál og í,

í sambandi við sveiflur raddbandanna þar sem að, að

stutt

og efnislítil og strengd raddbönd

gefa,

gefa háan tón

en löng og efnismikil raddbönd gefa lágan tón.

Á sama hátt magnar lítið hljómhol upp

háa yfirtóna,

en stórt hljómhol magnar upp lága yfirtóna.

Þetta sjáum við ágætlega endurspeglast hérna í

formendum þessara tveggja hljóða, [i:] og [a:]

Í [i:] er fyrsti formandi, sem tengist aftara hljómholinu er, er svona einhvers konar endurspeglun af aftara hljómholinu, [i:] er fyrsti formandi lágur,

og það er vegna þess að hljómholið aftara hljómholið er stórt.

Aftur á móti er mjög langt í annan formanda, annar formandi í [i:] er mjög hár

og það er vegna þess að hann er endurspeglun af

þessu litla hljómholi hérna fyrir framan þrenginguna.

Í [a:] aftur á móti er stærðarmunur hljómholanna miklu minni

og það endurspeglast í því að fyrsti og annar formandi, það er miklu styttra á milli þeirra, það er að segja að

fyrsti formandi er hár vegna þess að,

miklu hærri en í í-inu, vegna þess að aftara hljómholið er miklu minna,

annar formandi aftur á móti miklu lægri en annar formandi í í-inu af því að

fremra hljómholið er miklu stærra.

Athugiði að

hér hefur þetta verið sett upp

eins og það væri bein og einföld samsvörun á milli

hvors

hljómhols um sig og ákveðins formanda. Þetta er miklu flóknara en svo.

Þetta er mjög flókið hvernig staða talfæranna og stærð hljómholanna hefur áhrif á formendur hljóðanna

en svona í stórum dráttum er þetta þó þannig að, að

aftara hljómholið, stærð þess

endurspeglast í fyrsta formanda og

fremra hljómholið í öðrum formanda.

Hér sjáum við

svokallað hljóðrofsrit

af setningunni „Æsa talar við Önnu“.

En

áður en við tölum nánar um það skulum við skoða forrit sem er notað til þess að búa til svona hljóðrofsrit

og vinna með þau

og þetta er, er, er forrit sem

heitir Praat

og er hægt að sækja á netið og kostar ekki neitt

og þið sjáið hér slóðina á það.

Þetta forrit er til fyrir

Macintosh og fyrir Windows og líka fyrir

Linux

þannig að allir ættu að geta

notfært sér það.

Við skulum byrja á að

ræsa þetta forrit

og smella hér á

Keyra.

Hér koma tveir gluggar, við getum

lokað þessum hérna, þessum bleika, ekkert með hann að gera í bili

Vegna þess að þetta er nú bara svona kynning á nokkrum grunnatriðum forritsins og þá getum við stækkað bláa gluggann,

förum við hérna í

New

og veljum hérna Record mono sound

og

hrærum ekkert í þessu. Það eru ýmsar sjálfgefnar stillingar hérna. Við þurfum ekkert að hræra í þeim í bili

en

byrjum bara hérna að smella hérna

á Record

og

prófum.

A, í, ú, e,

þið sjáið hvernig

það kom fram hér í þessum glugga að

það var verið að taka upp og styrkurinn á upptökunni sást og svo ýtti ég á stopp hérna.

gæti ég ef ég ætlaði að geyma þetta eitthvað, eiga þessar upptöku til að vinna með hana síðar meir, þá gæti ég gefið henni hér nafn.

Hér er skrifað

þar sem stendur Untitled en ég

ætla ekkert að gera það, ég ætla bara aðeins að skoða þetta

og henda síðan, þannig að þá segi ég bara hér Save to list and close, smella á það.

þá fáum við hérna

þennan glugga

og þar stendur Sound untitled af því að ég gaf þessu, þessari upptöku ekkert nafn.

Nú getum við smellt hér á View and edit,

þá

fáum við hér

hljóðrofsrit.

Það er að segja við fáum

myndir sem sýna ýmsa eiginleika þessara hljóða sem ég,

sem ég bar fram eða las þarna áðan.

Þetta eru a, í, ú, e

og

við getum, við getum merkt, með því að halda vinstri músarhnappnum niðri og færa músina, getum við merkt þennan hluta hér til dæmis. Þetta er a-ið og með því að ýta svo á Tab

þá spilast sá hluti. Og það sem að, það sem þið sjáið hér eru,

það eru dökk bönd hérna. Þetta er nú svona misjafnlega greinilegt. En það á þó að vera hægt að sjá að hér eru dökk bönd

og

hér í

a-inu eru

tvö dökk bönd,

sem sagt lárétt bönd með stuttu millibili: þið sjáið hérna aðeins á milli þeirra heldur ljósara. Þetta eru semsagt

fyrsti og annar formandi

í a-inu.

Og þið munið það að það er stutt á milli fyrsta og annars formanda í a-inu. Það er að segja

þau tíðnisvið,

sem sagt lægsta og næstlægsta tíðnisviðið sem magnast upp, eru, það er ekki langt á milli þeirra í a.

Prófum svo næsta hljóð.

Merkjum það á sama hátt og við getum spilað það.

Þetta er í, og þá sjáum við að það lítur allt öðruvísi út. Þar er

band hér mjög neðar heldur en í a-inu. En svo það næsta er

miklu, miklu hærra uppi. Þið sjáið að hér á milli er svæði sem er miklu ljósara

þannig að, að vegna þess að hér er langt á milli fyrsta og annars formanda eins og við sáum áðan með í-ið.

Þurfum ekkert í sjálfu sér að að skoða fleiri hljóð í bili af þessum en getum

aðeins prófað aðeins að sýna hérna hvað er hægt að gera, hér í Pitch

er hægt að velja Show pitch.

Það,

hérna,

þá kemur blá lína hér,

neðarlega og hún,

það sem að hérna, hún sýnir, er grunntíðnin, grunntónninn. Ef ég fer nú með

músina hérna einhvers staðar, smelli í, í bláu línuna,

þá get ég lesið grunntóninn hér hægra megin,

hundrað og tuttugu sveiflur sem er alveg eðlilegt miðað við karlmannsrödd,

getið smellt hérna á mismunandi stöðum og en þetta er svona nokkurn veginn

eða nálægt hundrað og tuttugu sem sagt nálægt þessu meðaltali sem við höfum talað um.

Þið getið, við getum slökkt á þessu en farið hérna í Intensity og Show intensity, það, þetta, þá kemur gul lína og hún sýnir styrkinn í, í

hljóðunum.

Ég ætla ekkert að fara meira í það núna en

fer svo hér í Formant og Show formant, sem sagt sýna formendur, þá

dregur forritið

línur, rauðar línur

gegnum

hljóðin

til að sýna formendurna og þið sjáið hérna í a-inu.

Þá er neðsta, neðsta rauða línan er þá fyrsti formandi.

næsta

rauða lína er annar formandi

og þriðji, fjórði og svo framvegis.

Það eru,

venjulega er nú sagt að það séu fyrstu tveir til þrír formendurnir sem skipta meginmáli

til þess að greina milli hljóða,

jafnvel sagt að fyrstu tveir dugi til þess að greina milli allra hljóða. En þriðji formandi líka oft áberandi og skiptir máli,

formendur þar fyrir ofan

skipta í sjálfu sér minna máli til þess að greina milli hljóða. En þeir geta hins vegar skipt máli til að gefa röddinni ákveðin einkenni

en við sjáum sem sagt hér að

það er stutt á milli fyrsta og annars formanda í a-inu, en langt á milli fyrsta og annars formanda í í-inu

og ef við ef við

smellum nú hérna í miðjan fyrsta formanda í a-inu,

þá stendur að hann sé sjö hundruð og nítján komma fimm Hertz eða sveiflur á sekúndu,

annar formandi,

smellum í hann, þá er hann um þrettán hundruð. Samkvæmt þessu

og

hérna

sjáum við að, að þetta passar nokkuð vel við fyrsta og annan formanda í a-inu hér, ef við skoðum svo aftur í-ið þá er fyrsti formandi svona sirka

þrjú hundruð og þrettán, getum lesið það hér vinstra megin, og annar formandi,

tvö þúsund fjögur hundruð sextíu og tvö.

Við skoðum, berum það saman hérna,

þá

virðist það

líka passa nokkuð vel við þessar tölur hér

þannig að

með þessu móti er hægt að lesa ýmsar upplýsingar um hljóðin.


Formendur (1) Vorsitzende (1) Chairpersons (1) Przewodniczący (1) Başkanlar (1)

Góðan dag.

Í þessum fyrirlestri er fjallað um formendur og hvernig við breytum mögnunareiginleikum hljómholsins í munni og nefholi.

Einnig er fjallað um hljóðrofsrit og hljóðfræðiforritið Praat sem er hægt að nota til þess að gera ýmsar hljóð fræðilegar athuganir.

Í

öðrum fyrirlestri er talað um það

hvernig hljóðið myndast. Grunntónninn myndast í raddböndum,

í barkakýlinu, við titring raddbanda,

en til þess að mynda mismunandi málhljóð

þarf síðan að breyta

þessu hljóði, þannig að við

getum myndað [a:] [i:] [u:] og svo framvegis og greint á milli þessara hljóða.

Það gerum við með því að

breyta eiginleikum magnarans sem tekur við grunntóninum frá raddböndunum.

Það er að segja munnhols og í sumum tilvikum nefhols.

Við getum sem sé

breytt lögun loftsúlunnar sem er í munnholinu og kokinu, og stundum nefholinu, og það ræður því hvaða tíðnisvið raddarinnar,

hvaða yfirtónar eru magnaðir upp og hverjir eru deyfðir þannig við myndum mismunandi málhljóð. Og þetta gerum við með ýmsu móti. Við getum hreyft

sum talfæranna,

neðri kjálkann getum við hreyft og

sem sagt haft munninn mismikið opinn og það veldur auðvitað

breytingum á,

hefur áhrif á stærð loftsúlunnar í munnholinu.

Tungan er ákaflega hreyfanleg

og skiptir máli í myndun flestra málhljóða. Við getum látið tunguna

nálgast góminn eða, eða snerta góminn víða,

alveg frá tönnum og

aftur að kokvegg,

nú síðan eru það,

eru það varirnar, við getum haft

varirnar í mismunandi stöðum, við getum lokað algjörlega fyrir loftstraum við varir

eða þrengt að honum, látið neðrivör snerta tennur í efri góm,

sett stút á varirnar, til að mynda kringd hljóð og svo framvegis.

Og svo er það gómfillan, sem er sem sagt

þetta lok hér sem er hægt að lyfta upp og loka þannig fyrir nefholið. Við venjulega öndun

er gómfillan niðri og, og hleypir loftinu upp

í nefhol og, og við útöndun og, og svo hér niður við innöndun, en

þegar við erum að mynda málhljóð,

önnur en nefhljóð, þá

lokar gómfillan, lyftist hún hér upp

að kokveggnum, lokar fyrir loftstrauminn

og, og er þannig í sem sagt flestum málhljóðum. Hægt er að skipta munnholinu

í tvö hljómhol, að nokkru leyti, sem hvort um sig magna upp

sveiflur af ákveðinni tíðni.

Hér á fyrstu myndinni,

efst til vinstri,

sjáum við tvívaramyndun. Þar er lokun eða þrenging

við varir

gráa svæðið er sem sagt hljómholið þá, munnholið, sem er þá, virkar þá allt sem eitt hljómhol.

Á næstu mynd er tannvaramyndun.

Þar er örlítið hljómhol eða örlítill magnari fyrir framan þrenginguna

og meginhljómholið er aðeins minna heldur en

þegar lokun er eða þrenging milli varanna

þannig að mögnunareiginleikarnir eru svolítið aðrir.

Síðan kemur tannmyndun og þar

kemur enn önnur skipting á hljómholunum og svo má bara líta á þetta áfram. Við tannbergsmyndun lokar tungan eða þrengir að

loftstraumnum, heldur aftar, sem sagt við tannbergið sem er fyrir aftan framtennurnar að ofan,

og þá minnkar meginhljómholið enn, en er komið dálítið hljómhol þarna fyrir framan.

Síðan gómmyndun þar sem að tungan

lyftist upp og þrengir að loftstraumnum eða lokar við, lokar fyrir hann.

Við góminn þá eru komin tvö,

þá er sem sagt meginhljómholið fyrir aftan. Það hefur minnkað talsvert mikið, komið talsvert stórt hljómhol fyrir framan þrenginguna eða lokunina,

og svo að lokum gómfillumyndun þar sem að

tungan lokar fyrir loftstrauminn eða

þrengir að við gómfilluna, þá er hún komin með mjög stórt hljómhol fyrir framan þrenginguna.

Skulum líta hérna á muninn á sérhljóðunum [i:] og [a:].

Þið sjáið hérna að þetta strikaða svæði,

það eru hljómholin

og [i:] er frammælt sérhljóð. Það táknar það að

tunga, tungunni er lyft upp við framanverðan góminn,

myndar þar svona ákveðna þrengingu eða,

og skiptir munnholinu að nokkru leyti í tvö hljómhol.

Það aftara mjög stórt, sem sagt nær alveg frá raddböndum hér

og fram að

tungunni, fram að þeim stað þar sem tungan

nálgast góminn mest.

Hitt hljómholið er tiltölulega lítið þá í samanburðinum

hér fyrir framan.

Svo er hérna á neðri myndinni er [a:] sem er uppmælt sérhljóð.

Þar er þá

stærðarmunur hljómholanna minni eða, þau eru,

þar hefur, vegna þess að tungan

er þar miklu aftar í munninum þá er aftara hljómholið frá raddböndum miklu

minna en fremra hljómholið fyrir framan þann stað þar sem að tungan nálgast kokvegginn,

það hljómhol er stórt.

Þetta endurspeglast svo í því hvaða

yfirtónar magnast upp í þessum tveimur hljóðum.

Þarna er nefnilega

sams konar lögmál og í,

í sambandi við sveiflur raddbandanna þar sem að, að

stutt

og efnislítil og strengd raddbönd

gefa,

gefa háan tón

en löng og efnismikil raddbönd gefa lágan tón.

Á sama hátt magnar lítið hljómhol upp

háa yfirtóna,

en stórt hljómhol magnar upp lága yfirtóna.

Þetta sjáum við ágætlega endurspeglast hérna í

formendum þessara tveggja hljóða, [i:] og [a:]

Í [i:] er fyrsti formandi, sem tengist aftara hljómholinu er, er svona einhvers konar endurspeglun af aftara hljómholinu, [i:] er fyrsti formandi lágur,

og það er vegna þess að hljómholið aftara hljómholið er stórt.

Aftur á móti er mjög langt í annan formanda, annar formandi í [i:] er mjög hár

og það er vegna þess að hann er endurspeglun af

þessu litla hljómholi hérna fyrir framan þrenginguna.

Í [a:] aftur á móti er stærðarmunur hljómholanna miklu minni

og það endurspeglast í því að fyrsti og annar formandi, það er miklu styttra á milli þeirra, það er að segja að

fyrsti formandi er hár vegna þess að,

miklu hærri en í í-inu, vegna þess að aftara hljómholið er miklu minna,

annar formandi aftur á móti miklu lægri en annar formandi í í-inu af því að

fremra hljómholið er miklu stærra.

Athugiði að

hér hefur þetta verið sett upp

eins og það væri bein og einföld samsvörun á milli

hvors

hljómhols um sig og ákveðins formanda. Þetta er miklu flóknara en svo.

Þetta er mjög flókið hvernig staða talfæranna og stærð hljómholanna hefur áhrif á formendur hljóðanna

en svona í stórum dráttum er þetta þó þannig að, að but broadly speaking, this is the case

aftara hljómholið, stærð þess

endurspeglast í fyrsta formanda og

fremra hljómholið í öðrum formanda.

Hér sjáum við

svokallað hljóðrofsrit

af setningunni „Æsa talar við Önnu“.

En

áður en við tölum nánar um það skulum við skoða forrit sem er notað til þess að búa til svona hljóðrofsrit

og vinna með þau

og þetta er, er, er forrit sem

heitir Praat

og er hægt að sækja á netið og kostar ekki neitt

og þið sjáið hér slóðina á það.

Þetta forrit er til fyrir

Macintosh og fyrir Windows og líka fyrir

Linux

þannig að allir ættu að geta

notfært sér það.

Við skulum byrja á að

ræsa þetta forrit

og smella hér á

Keyra.

Hér koma tveir gluggar, við getum

lokað þessum hérna, þessum bleika, ekkert með hann að gera í bili

Vegna þess að þetta er nú bara svona kynning á nokkrum grunnatriðum forritsins og þá getum við stækkað bláa gluggann,

förum við hérna í

New

og veljum hérna Record mono sound

og

hrærum ekkert í þessu. Það eru ýmsar sjálfgefnar stillingar hérna. Við þurfum ekkert að hræra í þeim í bili

en

byrjum bara hérna að smella hérna

á Record

og

prófum.

A, í, ú, e,

þið sjáið hvernig

það kom fram hér í þessum glugga að

það var verið að taka upp og styrkurinn á upptökunni sást og svo ýtti ég á stopp hérna.

gæti ég ef ég ætlaði að geyma þetta eitthvað, eiga þessar upptöku til að vinna með hana síðar meir, þá gæti ég gefið henni hér nafn.

Hér er skrifað

þar sem stendur Untitled en ég

ætla ekkert að gera það, ég ætla bara aðeins að skoða þetta

og henda síðan, þannig að þá segi ég bara hér Save to list and close, smella á það.

þá fáum við hérna

þennan glugga

og þar stendur Sound untitled af því að ég gaf þessu, þessari upptöku ekkert nafn.

Nú getum við smellt hér á View and edit,

þá

fáum við hér

hljóðrofsrit.

Það er að segja við fáum

myndir sem sýna ýmsa eiginleika þessara hljóða sem ég,

sem ég bar fram eða las þarna áðan.

Þetta eru a, í, ú, e

og

við getum, við getum merkt, með því að halda vinstri músarhnappnum niðri og færa músina, getum við merkt þennan hluta hér til dæmis. Þetta er a-ið og með því að ýta svo á Tab

þá spilast sá hluti. Og það sem að, það sem þið sjáið hér eru,

það eru dökk bönd hérna. Þetta er nú svona misjafnlega greinilegt. En það á þó að vera hægt að sjá að hér eru dökk bönd

og

hér í

a-inu eru

tvö dökk bönd,

sem sagt lárétt bönd með stuttu millibili: þið sjáið hérna aðeins á milli þeirra heldur ljósara. Þetta eru semsagt

fyrsti og annar formandi

í a-inu.

Og þið munið það að það er stutt á milli fyrsta og annars formanda í a-inu. Það er að segja

þau tíðnisvið,

sem sagt lægsta og næstlægsta tíðnisviðið sem magnast upp, eru, það er ekki langt á milli þeirra í a.

Prófum svo næsta hljóð.

Merkjum það á sama hátt og við getum spilað það.

Þetta er í, og þá sjáum við að það lítur allt öðruvísi út. Þar er

band hér mjög neðar heldur en í a-inu. En svo það næsta er

miklu, miklu hærra uppi. Þið sjáið að hér á milli er svæði sem er miklu ljósara

þannig að, að vegna þess að hér er langt á milli fyrsta og annars formanda eins og við sáum áðan með í-ið.

Þurfum ekkert í sjálfu sér að að skoða fleiri hljóð í bili af þessum en getum

aðeins prófað aðeins að sýna hérna hvað er hægt að gera, hér í Pitch

er hægt að velja Show pitch.

Það,

hérna,

þá kemur blá lína hér,

neðarlega og hún,

það sem að hérna, hún sýnir, er grunntíðnin, grunntónninn. Ef ég fer nú með

músina hérna einhvers staðar, smelli í, í bláu línuna,

þá get ég lesið grunntóninn hér hægra megin,

hundrað og tuttugu sveiflur sem er alveg eðlilegt miðað við karlmannsrödd,

getið smellt hérna á mismunandi stöðum og en þetta er svona nokkurn veginn

eða nálægt hundrað og tuttugu sem sagt nálægt þessu meðaltali sem við höfum talað um.

Þið getið, við getum slökkt á þessu en farið hérna í Intensity og Show intensity, það, þetta, þá kemur gul lína og hún sýnir styrkinn í, í

hljóðunum.

Ég ætla ekkert að fara meira í það núna en

fer svo hér í Formant og Show formant, sem sagt sýna formendur, þá

dregur forritið

línur, rauðar línur

gegnum

hljóðin

til að sýna formendurna og þið sjáið hérna í a-inu.

Þá er neðsta, neðsta rauða línan er þá fyrsti formandi.

næsta

rauða lína er annar formandi

og þriðji, fjórði og svo framvegis.

Það eru,

venjulega er nú sagt að það séu fyrstu tveir til þrír formendurnir sem skipta meginmáli

til þess að greina milli hljóða,

jafnvel sagt að fyrstu tveir dugi til þess að greina milli allra hljóða. En þriðji formandi líka oft áberandi og skiptir máli,

formendur þar fyrir ofan

skipta í sjálfu sér minna máli til þess að greina milli hljóða. En þeir geta hins vegar skipt máli til að gefa röddinni ákveðin einkenni

en við sjáum sem sagt hér að

það er stutt á milli fyrsta og annars formanda í a-inu, en langt á milli fyrsta og annars formanda í í-inu

og ef við ef við

smellum nú hérna í miðjan fyrsta formanda í a-inu,

þá stendur að hann sé sjö hundruð og nítján komma fimm Hertz eða sveiflur á sekúndu,

annar formandi,

smellum í hann, þá er hann um þrettán hundruð. Samkvæmt þessu

og

hérna

sjáum við að, að þetta passar nokkuð vel við fyrsta og annan formanda í a-inu hér, ef við skoðum svo aftur í-ið þá er fyrsti formandi svona sirka

þrjú hundruð og þrettán, getum lesið það hér vinstra megin, og annar formandi,

tvö þúsund fjögur hundruð sextíu og tvö.

Við skoðum, berum það saman hérna,

þá

virðist það

líka passa nokkuð vel við þessar tölur hér

þannig að

með þessu móti er hægt að lesa ýmsar upplýsingar um hljóðin.