×

Wir verwenden Cookies, um LingQ zu verbessern. Mit dem Besuch der Seite erklärst du dich einverstanden mit unseren Cookie-Richtlinien.


image

Sálfærði. Brynja Björk Magnúsdóttir - fyrirlestrar, Geðklofi

Geðklofi

Geðklofi, eða schizophrenia, flokkast sem geðrofssjúkdómur. Geðrofssjúkdómar kallast psychosis á ensku. Schizophrenian, eða geðklofinn, er langalgengasti flokkurinn þar innan og það er í raun bara, bara geðklofinn sem er talað um hér í kennslubókinni. Algengi er um eitt prósent, tæplega eitt prósent líklega, í heiminum. Það er mjög stöðugt milli samfélaga, milli landa, milli menningarheima. Þetta er ólíkt til dæmis átröskun eða ýmsum öðrum röskunum sem hafa mjög ólíkt algengi milli samfélaga. En geðklofinn er bara, þetta er, þetta er töluvert stöðugt og hefur verið það lengi. Kostnaðurinn við geðklofa er gríðarlega mikill. Meiri en við öll krabbamein í Bandaríkjunum, er talað um í bókinni. Orðið geðklofi er svolítið ruglandi. Þetta merkir sko svolítið, maður sér þetta fyrir sér sem svona svolítið skiptan, skipta hugsun, eða split mind eða eitthvað slíkt. Þannig að stundum ruglar fólk schizophrenia saman við tvöfaldan persónuleika. En það má alls ekki, alls ekki rugla því saman. Það sem er átt við með hugtakinu er að einstaklingar eru í rauninni með skert tengsl við raunveruleikann. Það er í rauninni það, geðklofi sem, sem og schizophrenia, sem, sem átt er við. Einkenni geðklofa eru nokkuð margvísleg, og þau skiptast yfirleitt í þrjá flokka. Það er það sem við köllum jákvæð einkenni, neikvæð einkenni og vitræn einkenni. Jákvæðu og neikvæðu einkennin heita svo ekki af því að þau séu annars vegar jákvæð og hins vegar neikvæð heldur í rauninni eru það jákvæðu einkenni. Þá er það einhver hegðunareinkenni sem bætast við, eða bætast ofan á þá hegðun sem var fyrir, eru svona til viðbótar, á meðan neikvæðu einkennin eru í rauninni eitthvað sem hverfur. Þá erum við að tala um einhverja hegðun sem var fyrir en, en er þá ekki lengur til staðar hjá einstaklingum. Vitrænu einkennin koma svona eiginlega síðast inn í, inn sem greiningarviðmið fyrir geðklofa og það eru þá svona þessi, þessir vitrænu þættir, eins og minni athygli, einbeitingu og slíkt. Af því að það er gjarnan skerðing á þeim meðal fólks með geðklofa. Ef við byrjum aðeins að fara í jákvæðu einkennin, sem eru svona getum við ekki sagt kennimerki geðklofa. Þau, þær eru, sem sagt jákvæðu einkennin, ranghugmyndir, ofskynjanir og truflun á hugsun. Ranghugmyndir, það eru svona hugmyndir sem standast augljóslega ekki í raunveruleikanum. Þeim er, það eru svona nokkrar tegundir af þessum ranghugmyndum. Algengar eru ofsóknarhugmyndir. Þær ganga þá oft út á það að fólk trúir því að aðrir séu að ofsækja mann, eða svona plotta eitthvað, brugga launráð gegn manni eða eitthvað slíkt og það sem er áhugavert líka við þessar hugmyndir og í rauninni allar þessar ranghugmyndir er að þær eru oft við fyrstu sýn, geta alveg verið kannski hljómað pínu raunverulega. Þær tengjast svo oft tíðarandanum á hverjum tíma. Þannig að kannski voru það nasistarnir sem voru á eftir þér fyrir einhverjum, um, um, um hérna, um miðja síðustu öld. Þetta gæti verið njósnarar frá Sovétríkjunum á tímum kalda stríð stríðsins og svo geta verið talibanar á einhverjum öðrum tímum. Þannig að oft geta, geta ranghugmyndir. Þau þær hafa gjarnan einhver tengsl við það sem er gerast í samtímanum. Geta í sumum tilfellum hljómað raunhæfar við fyrstu fyrstu sýn eða fyrstu hlustun hvað sem maður segir en eru það ekki, þær standast ekki raunveruleikann. Hugmyndir um mikilmennsku eru líka algengar. Þær ganga svolítið út á hugmyndir um eigið mikilvægi, að maður sé kannski með guðlega krafta, búi yfir einhverri mjög mikilvægri þekkingu sem enginn annar hefur, trúa því að maður hafi kannski einhvern hæfileika sem bara enginn annar hefur og maður verði einhvern veginn að nýta til góðs fyrir fyrir fyrir aðra og fyrir fyrir samfélagið. Stjórnunarhugmyndir eru líka líka vel þekktar. Það er í rauninni eins og trúa að einhver annar stjórni hugsun manns. Þetta gæti verið fólk sem gæti ímyndað sér að það hefði verið væri búið að græða í þá í það einhvers konar stjórntæki, einhvers konar smákubb eða elektróðu og það væri að stjórna manni í gegnum það. Þetta gæti verið trú á að þetta væru geimverur sem stýrðu heilanum eða einhver einhver einhver einhver svona ákveðinn hópur sem væri í umræðunni á hverjum tíma. Ofskynjanir, þær flokk eða sem sagt eru í rauninni skilgreindar sem skynjun á áreitum sem eru ekki til staðar í raunveruleikanum, í geðklofa eru heyrnarofskynjanir algengastar og þær eru töluvert algengar en þá oftast heyrir fólk raddir eins og rödd sé að tala, tala við sig. Gjarnan eru þessar raddir að segja segja þér að gera eitthvað. Stundum getur þetta verið tvær raddir eða rödd að tala um einstaklinginn í þriðju persónu, en fyrir einstaklinginn sem heyrir þessar raddir þá eru þær raunverulegar, mjög raunverulegar, og það getur oft tekið, já, þær hafa hafa þess vegna mjög mikil áhrif og geta stjórnað hegðun fólks mikið enda segja þér að gera eitthvað og þú í rauninni heyrir þetta sem sem rödd, sem sem mikilvæga rödd sem sem sem þú verður að fylgja, þetta geta auðvitað verið góðar raddir sem eru bara að segja þér er að gera gera eitthvað eitthvað eitthvað svona sem skiptir kannski ekki öllu máli en en en stundum eru þetta raddir sem eru vondar eða þú veist vilja vilja láta þig gera eitthvað óæskilegt og það getur haft náttúrlega gríðarlega mikil áhrif á á líðan fólks, að vera með, lifa við þessar þessar raddir. Ég, þegar ég var í mínu doktorsnámi þá hitti ég mjög mikið af fólki með með geðrofssjúkdóma og var að leggja svona verkefni og svona vitræn próf fyrir fólk, og ég man sérstaklega eftir tilviki þar sem einstaklingur sat hjá mér, þetta eru náttúrlega kannski tveggja, þriggja, fjögurra tíma fyrirlagnir, og alltaf reglulega sneri hann sér svona við og og var svona eins og hann væri að svara einhverju, þá var hann alltaf í rauninni tala, tala við einhvern þarna og hann einhvern veginn alltaf svona svona svona fannst fannst alltaf að það væri einhver í rauninni á öxlinni á öxlinni á sér, svaraði honum reglulega og hérna, mjög, það var mjög áhugavert og sérstakt í rauninni að sjá það svona skýrt. Af því að þetta var ekkert þetta var svona þetta var svona bara pirrandi pirrandi rödd í því tilviki. En hætti ekki og bara var stöðugt alltaf að koma með einhverjar hugmyndir eða biðja biðja viðkomandi um að gera eitthvað, gera eitthvað annað. Svo erum við með sem sagt truflun og hugsun. Þá eru, verður hugsunarhátturinn svona óskipulagður, oft órökrænn og svona bara erfitt einhvern veginn að ná utan um hugsanir sínar, setja þær fram rökrænt og og hérna þannig að þannig að stundum verða samræður mjög ruglingslegar þegar þegar fólk er með mikla truflun á hugsun vegna þess að einstaklingar eiga bara mjög erfitt með að halda þræði í samtali. Neikvæð einkenni og vitræn einkenni. Ef við byrjum á neikvæðu einkennunum, þá eru þau í rauninni einkenni sem þú getur sagt þetta er svona ákveðin einkenni sem hverfa af eðlilegri hegðun einstaklinga eða minnka. Einstaklingur sem kannski tjáði sínar geðshræringar eðlilega áður fyrr verður með sjúkdómnum mun svona flatari, sýnir ekki eins mikla gleði eða leiða þegar, sveiflast ekki eins með tilfinningum sínum og áður. Tal verður gjarnan gjarnan fátæklegt þannig að það er svona eins og eins og það tengist einmitt slíka skorti á frumkvæði, þannig að það þarf svolítið að hafa fyrir því að fá fólk til þess að tala eða tjá sig og fólk svona hefur sig lítið í frammi, skortur á úthaldi, anhedonia eða gleðileysi hefur nú stundum verið talað um það á íslensku. Þá er í rauninni bara svona: þessi þessi geta einhvern veginn ekki upplifað gleði eins og áður. Gjarnan félagsleg einangrun, fólk, eins og hún dragi sig út úr félagsskap sem það var áður í. Stundum tengist það jákvæðu einkennunum, til dæmis ranghugmyndum um að vinir þínir eða fjölskylda, fjölskylda sé að sé í kannski einhverju vondu liði sem er er að ráðast á þig, en ekkert alltaf en mjög oft dregur fólks sig mikið út úr félagslegum samskiptum. Sem náttúrlega hefur þá líka áhrif á framgang sjúkdómsins og einkennum en það er mjög slæmt að draga sig mikið út úr, út úr samskiptum við fólk. Vitrænu einkennin, þau koma eða svona helsta sem kemur fram er þá skerðing á minni, athygli, svona hraði hugarstarfs verður oft minni líka. Einstaklingar eiga oft erfitt með óhlutbundna hugsun og svona leysa leysa vandamál og annað slíkt. Þannig það eru svona margvísleg einkenni sem koma fram, þessi einkenni öll sem við erum búin að tala um eru samt mjög breytileg á milli fólks með þennan sjúkdóm. Þannig að, þannig að sumir geta verið með meiri jákvæð einkenni meðan aðrir eru með meiri neikvæð og eins og með vitrænu einkennin, þá er svona almennt er, er fólk að standa sig verr en það væri mælt, mælt á svona prófum, taugasálfræðilegum prófum, þessir þættir eins og athygli og minni, en sumir eru alls ekki að sýna, sýna þessi vitrænu einkenni þannig að það er breytileiki innan hópsins. Orsakir geðklofa virðast vera margvíslegar, það virðast vera ákveðinn áhættugen sem geti, sem hafa áhrif og auka líkur á að einstaklingar þrói með sér geðklofa. Umhverfisþættir spila líka nokkuð stóran þátt og þegar við tölum um um sjúkdóma eins og, eins og geðklofa þá er eins og ég segi búið að finna gen og það er ekki bara eitt gen, það eru, það eru nokkur sem virðast spila saman og að því að auka líkur á að einstaklingur þróuðu með sér geðklofa en bara með því að greina erfðamengi einhvers gætum við ekki sagt til um með vissu hvort að viðkomandi þróar með sér geðklofa. Vegna þess að það eru aðrir þættir, samspil milli gena og samspil við umhverfisþætti sem sem í rauninni svo ráða því hvort einstaklingur fær geðklofa eða ekki. Ef við skoðum aðeins tvíburarannsóknir þá eru þar ágætis rök fyrir því að erfðir hafi mikið að segja um þróun geðklofa, en þó ekki allt að segja. Ef við skoðum myndina þarna vinstra megin þá erum við með eineggja tvíbura. Þar eru mjög sterk fylgni á milli tvíburanna það er að segja hvað varðar geðklofann. Hún er samt ekki fullkomin. Það segir okkur einmitt að það eru þá klár og mikil erfðafræðileg áhrif á þróun sjúkdómsins, en það eru samt rými fyrir fyrir aðra áhrifaþætti og það sama ef við horfum á myndina hægra megin þar sem við erum með tvíeggja tvíbura. Þar sjáum þið að að að fylgnin er klárlega miklu minni og hérna, heldur, milli þeirra heldur en, heldur en milli eineggja tvíburana. Aftur á móti er fylgnin hjá tvíeggja tvíburunum meiri heldur en búast mátti við hjá bara öðrum sem ótengdum aðilum. Það er að segja þannig að, þannig að það eru, eru hérna klárlega bæði erfðaþættir og umhverfisþættir sem saman skapa þessa tilhneigingu til þess að þróa með sér geðklofasjúkdóm. Annað sem hefur verið talað um í tengslum við erfðirnar er að aldur föður virðist hafa hafa áhrif á það hvort einstaklingur þróar með sér geðklofa, það er að segja hvað á hvaða aldri faðurinn, faðirinn var þegar þegar barnið var getið. Þetta er vegna þess að það eru frumur sem framleiða sæði. Þær frumur skipta sér mjög reglulega, allt frá bara kynþroskaskeiði og fram eftir fram eftir ævinni. Eftir því sem einstaklingar, karlmenn, eru eldri, þeim mun fleiri skiptingar á þessum frumum hafa átt sér stað og þeim mun fleiri skiptingar sem hafa átt sér stað, þeim mun meiri líkur eru á að einhvers staðar hafi orðið villa í skiptingunni og þess vegna, hérna, þess þess vegna eru meiri líkur á að einstaklingar þrói með sér svona erfða, svona sjúkdóma eins og geðklofa þar sem eru, þar sem er sterkur erfðaþáttur. Sem getur komið fram sem sagt vegna einhvers konar villu í skiptingum á á þessum frumum sem svo framleiða sæðið. En það eru meiri líkur á að þessar villur komi fram ef ef ef feður eru eldri þegar þeir þeir geta börn. Þetta á ekki við hjá konum vegna þess að egg eru ekki, þau eru, það eru engar skiptingar sem eiga sér stað þar. Þannig að þetta á í rauninni bara hvað varðar geðklofann og þennan, þessa erfðafræðilegu áhættu, þá tengist það í rauninni bara aldri föður. Það eru þó nokkrir umhverfisþættir sem hafa verið tengdir við auknar líkur á geðklofa eða að þróa með sér geðklofa. Eitt sem hefur verið nefnt er hvenær einstaklingar eru fæddir, hvenær árs. Þeir sem eru fæddir seint um vetur eða snemma að vori eru virðist vera líklegri til að fá geðklofa en þeir sem eru fæddir á öðrum tímum. Það eru alveg þó nokkrar rannsóknir sem hafa sýnt þetta. Talið er að þetta sé vegna þess að þá eru mæðurnar líklegri til að fá svona árstíðabundnar flensur sem ganga yfirleitt á ákveðnum árstímum. Það er að segja yfir miðjan veturinn þannig að ef kona eignast barn um vor eða seint um vetur þá væri hún líklegri til að hafa fengið flensu á viðkvæmum tíma í fósturþroskanum og það gæti verið geti aukið líkur á á þróun á á geðklofa. Fleiri umhverfisþættir sem hafa verið tengdir við auknar líkur á geðklofa D-vítamínskortur, það hafa verið athuganir sem sýna tengsl D-vítamíns og þroska heilans og talið er að D-vítamínskortur geti geti haft áhrif áhrif á þennan þroska, gæti, geti aukið líkur á að einstaklingur þrói með sér geðklofa. Það hafa verið gerðar rannsóknir á fólki sem býr á norðlægum slóðum, en er upprunnið af á suðsuðsuðlægari slóðum og er þá með dekkri húð, munurinn á dekkri og ljósari hún hvað varðar D-vítamínið er að að þeir sem eru með ljósari húð virðast vinna D-vítamín mun betur úr sólarljósinu, það er að segja þeir þurfa minna minna sólarljós til þess að ná upp D-vítamíni meðan þeir sem eru með dekkri húð þurfa þurfa mun meiri meiri birtu til þess að til þessa til þess að fá D-vítamín. Þannig að fólk með dökka húð sem býr á norðlægum slóðum hefur verið rannsakað og þar það virðist vera með meira D-vítamín skort og það hefur verið tengt við auknar líkur á geðklofa. Vannæring hefur líka verið verið tengd við við geðklofa. Það var mikill matarskortur í Hollandi í lok seinni heimsstyrjaldarinnar, talað um hungurveturinn mikla, konur sem áttu von á barni á þeim tíma. Þeirra börn voru líklegri til þess að þróa með sér geðklofa síðar á ævinni. Eins hefur verið talað um vanda í fæðingu, þegar erfiðleikar í kringum fæðingu þá virðast vera auknar líkur á geðklofa. Reykingar á meðgöngu eru líka áhættuþáttur. Sykursýki á meðgöngu getur verið það líka, þannig að við erum með ýmsa þætti, bæði erfðafræðilega og umhverfisþætti sem saman auka, geta aukið líkur á geðrof, á geðklofa. Ef við skoðum svo aðeins rannsóknir á heilum fólks með geðklofa, geðrofssjúkdóma, samanborið við heilbrigðan, þá sjáum við á þessum myndum hérna vinstra megin er verið að tala um heilahólfin, stærð heilahólfa og þau eru svolítið stærri, eða töluvert stærri þarna á þessari mynd meðal fólks með geðklofa, heilahólfin eru þar sem heila- og mænuvökvinn er og ef þau eru stór eða þau eru að stækka þá þýðir það að heilavefurinn, taugafrumurnar, þeim er að fækka. Heilavefurinn er að minnka eða er minni, þannig að þú vilt ekki að eða það getur getur haft slæm áhrif á virkni heilans eða að minnsta kosti stærð hans. Ef heilahólfin eru stærri og svo hægra megin er verið að skoða þá gráa efnið, við tölum stundum um gráa og hvíta efnið í heilanum, gráa efnið er þá frumubolirnir, taugafrumubolirnir, og við viljum hafa hafa sem mest af því, þarna er verið að skoða svona breytingar annars vegar hjá heilbrigðum og hins vegar hjá fólki með geðklofa af þessu gráa efni og þar, þetta, það verður hrörnun hjá hjá okkur öllum með aldri að einhverju leyti en meiri virðist vera hjá fólki með geðklofa. Samkvæmt þessari rannsókn á þessari mynd erum við líka að horfa á heilahólfin. Þetta er hjá tvíburabræðrum, vinstra megin erum við með einstakling sem er ekki með geðklofa og hægra megin einstakling sem er þá með geðklofa og þar sjáið þið að heilahólfin eru töluvert stærri og það er oft minni heilavefur í rauninni hjá þeim einstakling. Geðklofi aftur á móti kemur fram eða greinist svona í kringum tvítugsaldurinn aldurinn almennt. Oftast eru ekki merki um sjúkdóminn hjá börnum þó að þegar horft er til baka sé stundum hægt að finna einhver eitthvað, eitthvað sem gæti hafa verið vísbending en en en almennt kemur sjúkdómurinn fram bara svona upp úr unglingsárum og og og er að greinast í kringum tvítugsaldurinn. Það eru hugmyndir um það það sé kannski meðfæddur einhvers konar einhvers konar tilhneiging til að þróa með sér þennan sjúkdóm en svo sér það á þessu aldursskeiði það er þarna á á unglingsárum þá er eins og það verði ákveðið eyðing á heilavef hjá þessum einstaklingum miðað við aðra og gjarnan þegar þegar geðklofann sjúkdómur er er greindur. Þá er í rauninni þessi eyðing búinn að eiga sér stað og einstaklingar sem mögulega voru að standa sig ágætlega í námi. Að getan er farin að hrapa svolítið hjá þeim í rauninni áður en að áður en að sjúkdómseinkennin til dæmis jákvæðu einkennin eru að koma fram og þá er verið að að að skýra það með því að það hafi orðið ákveðin eyðing þarna á heilavef upp úr unglingsárunum. Það er svo nokkuð umdeilt hvað gerist í rauninni hjá fólki sem greint hefur verið með geðklofa upp úr tvítugsaldrinum, hvað á sér stað eftir þann aldur. Mjög margir sem greinast á þessum aldri eru eru með krónískan sjúkdóm áfram en það er svona umdeilt hvort það verði versnun, það er að segja hvort það verði meiri eyðing á heilavef og og versnun einkenna eða eða ekki. Við skoðuðum hópa á Íslandi hérna fyrir einhverjum árum og þessi grein kom út í fyrra hjá okkur Vaka Valsdóttir, en hún var einmitt nemandi hérna í sálfræðinni og er nemandi, er doktorsnemandi hjá hjá okkur núna. Þar komumst við að að að þær svona kognitífu breytingar, vitrænu breytingarnar minnið og athyglin og þessir þættir sem almennt eru jú tengdir heila heilanum og heilavefnum almennt virðast þeir þættir þeir hnigna hjá fólki með geðklofa en ekkert meira heldur en hjá okkur hinum. Það var allavega niðurstaða þessarar þessarar rannsóknar og það eru fleiri sem sýna það sama. En það eru einhverjar einhverjar rannsóknir sem sýna að það sé mögulega meiri hnignun hjá hjá fólki með geðklofa og mögulega er þetta eitthvað breytilegt innan hópsins það er að segja hvað varðar þá þessa kognitífu eða vitrænu þætti, hvort þeir hnigna meira og þá þá í rauninni myndi maður vilja tengja það við að einhverju leyti þá eyðingu á heilavef, hvort hún er meiri hjá fólki með geðklofa sjúkdóm en öðrum sem ekki hafa sjúkdóminn. En það er svolítið umdeilt hvort að eða hvað í rauninni gerist eftir að fólk hefur verið greint með geðklofa það er að segja hvort það verður þá áframhaldandi eyðing á heilavef, eða hvort hún stendur bara í stað eða er mögulega svipuð hjá fólki með geðklofa sjúkdóm og hjá okkur hinum. Það verður alltaf einhver einhver hnignun með aldrinum. Við skoðuðum hóp af geðklofa hér á Íslandi fyrir nokkrum árum. Þá vorum við að skoða vitræna þætti, meta minni, athygli og aðra þætti og í rauninni skoða og reyna að álykta út frá þeim gögnum sem við vorum með hvort að þeir sem væru með geðklofa, hvort að þeim færi aftur með aldri, meira en en fólki sem var ekki með geðklofa. Niðurstaðan var sú að gögnin bentu ekki til þess að það væri meiri hnignun með meðal fólks með geðklofasjúkdóm heldur væri hnignun. En hún var ekkert hraðari heldur en hjá fólki með sem var ekki með sjúkdóminn, en það eru þetta þá, það eru fleiri rannsóknir sem hafa sýnt það sama. Það eru einhverjar rannsóknir sem sem hafa sýnt fram á meira hnignun meðal fólks með geðklofa. Mögulega er bara einhver munur á á einstaklingum innan þessara hópa en þetta á klárlega eftir að eftir að rannsaka betur. Þá ætlum við aðeins að skoða mesólimbíska dópamínkerfið sem hefur verið tengt jákvæðu einkennunum í geðklofa. Við vitum ýmislegt um um svona hvað er, hvað er mögulega gerist í heila fólks með geðklofa með jákvæðu einkenni út frá í rauninni tilteknum lyfjum sem sem fólki hefur verið gefið og svo er fylgst með hvaða hvaða einkenni koma fram, við erum annars vegar með lyf sem flokkast sem dópamín tálmar það er með meðal annars gamla, gamalt lyf sem heitir til lyf sem heitir klórprómasín. Það í rauninni kom í ljós að það hamlar eða dregur úr ákveðnum einkennum jákvæðu einkennunum í geðklofa. Þetta eru lyf, lyf sem kallast dópamíntálmar, hamla upptöku hjá dé tveir og dé þrír dópamínviðtökum. Svo hafa verið skoðuð lyf sem virka öfugt eru í rauninni dópamínörvar, þannig að það er auka tiltækt dópamín, til dæmis er þar ell dópa sem er, sem við skoðuðum í tengslum Parkinson hérna í fimmtánda kafla. Ell dópa getur framkallað einkenni lík jákvæðu einkennunum í geðklofa. Það sama má segja um amfetamín og kókaín, þau virka svipað, auka tiltækt dópamín og metýlfenídat líka, þannig að þarna kannski út frá svona rannsóknum er eða það eru þessar rannsóknir eru, eru hluta til rök fyrir dópamínkenningunni í geðklofa, það er að segja að þeir, jákvæðu einkenni geðklofa megi að hluta til skýra þá með umframmagni af dópamíni, tiltæku dópamíni í heilanum. Þannig að við höfum sem sagt ákveðin rök fyrir því, út frá rannsóknum á tilteknum lyfjum, að tiltekin lyf eða tiltekin efni svo sem ell dópa, kókaín og amfetamín sem auka tiltækt dópamín, að þau geti kallað fram einkenni lík geðklofaeinkennum, lík jákvæðu einkennunum í geðklofa. Svo höfum við rök fyrir því að að efni sem eru dópamíntálmar, að þau eins og klórprómasín, að þau geti þá dregið úr þessum jákvæðu einkennum. Dópamínkenningin byggir einmitt á þessu, það er að segja að það sé ofvirkni í taugamótum og að jákvæðu einkennin komi þess vegna fram. Það er talið að þetta sé á semsagt mótun vaff té a svæðis, ventral tegmental area. Taugafrumur þar og í accumbens kjarnanum og möndlunni á þessum svæðum sé í rauninni ofvirkni á taugamótunum, og það er það sem sú kenning gengur út á og rannsóknir sýna að það virðist vera að fólk með geðklofa losi meira dópamín, það hafa líka verið rannsóknir sem hafa sýnt að mögulega hafa fólk með geðklofa fleiri viðtaka til að taka við dópamíni en það virðist þó ekki vera aðalástæða geðklofa heldur meira, meira að það sé meira losað af dópamíninu, og þessar tvær myndir eru úr kennslubókinni, þarna erum við að horfa á samanburð á viðmiðunarhópi og og sjúklingum með geðklofa og við sjáum að meðaltali virðist geðklofahópurinn losa meira dópamín og ef við skoðum hina myndina þá virðist vera ákveðin fylgni á milli jákvæðra einkenna og þá losunar á dópamíni, meiri losun, meiri meiri jákvæð einkenni. Fyrir miðja síðustu öld þá voru í rauninni, þá voru engin lyf, engar meðferðir, sem virkuðu almennilega hjá, fyrir fólk með geðklofasjúkdóm. Það er svona um miðja síðustu öld sem fyrstu lyfin fara að koma og breyttu náttúrlega gríðarlega miklu af því að fyrir þann tíma þá var í rauninni mjög lítið gert og það var kannski nokkuð köld og heit böð og rafstuð og eitthvað slíkt sem læknaði ekki mikið sjúkdóminn og linaði lítið eða sló lítið á einkennin. Fyrstu lyfin, svona gömlu geðrofslyfin, þau virðast þó hafa alvarlegar aukaverkanir sem komu fram eftir langvarandi notkun þeirra og það er þessi síðkomna hreyfitruflun. Þessi mynd á svona að sýna hvernig slík einkenni geta verið, þetta eru svona ósjálfráðar miklar hreyfingar í andliti og háls, hálsinum, þetta er svolítið öfugt við Parkinson-einkenni þar sem fólk á mjög erfitt með að hefja hreyfingar, þarna ertu, ertu hérna, þarna eru þessar, þessar stöðugu, stöðugu kippir og grettur. Það hafa komið, það er hægt að sjá sambærileg einkenni hjá fólki sem fær of mikið af ell dópa þannig að út frá því hefur verið dregin sú ályktun að þetta tengist eitthvað dópamíninu, dópamínviðtökunum, það sem talið er að þegar dópamínviðtakarnir eru blokkeraðir til lengri tíma, sem er þá gert og var gert með þessum geðrofslyfjum, þessum eldri, þessari tegund af lyfjum, ef þeir eru blokkeraðir dópamínviðtakarnir til lengri tíma þá geta þeir orðið ofurviðkvæmir og þá fara þessi þessi einkenni að koma fram, þetta var mjög algengt meðal eldri eldra fólks með geðklofa en með þróun nýrra lyfja þá kemur þetta ekki fram. Þá er efnafræðin önnur og mestu er hætt að, hætt að nota þessi lyf eða alla vega svona í þessu magni eins og þau voru hérna áður fyrr, ef við förum svo aðeins og skoðum mesokortical dópamín ferlið. Þá virðist það tengjast neikvæðu og vitrænu einkennum geðklofa. Áðan vorum við að tala um jákvæðu einkennin og hvernig mesólimbíska dópamínferlið tengist tengist því, nú erum við komin á aðeins annan stað við erum að skoða hérna svæði á á ennisblöðum og það virðist vera að þetta virkni á þessu svæði fremri hluta ennisblaðanna sé sem sagt tengdur neikvæðu og vitrænu einkennunum og það sé minni virkni þar meðan við vorum í rauninni að tala um áðan meiri virkni á öðrum svæðum í hvað varðar dópamínframleiðslu eða tiltækt dópamín, en nú erum við að tala um minni virkni þarna á ennisblöðunum og það sé tengt neikvæðu einkennunum í geðklofa. Við erum þá í rauninni að tala þarna um tvö ferli eða tvö kerfi. Við erum með mesokortical dópamínferlið sem er þá tengist neikvæðu einkennunum, vitrænu einkennunum, og þá erum við að skoða ennisblöðin og skerta virkni eða minni virkni þar, sjáum á myndinni þarna prefrontal cortex og hins vegar erum við þá að tala um mesólímbíska dópamíkerfið sem er þá, sjáum líka á þessari mynd, VTA-svæðið og mandlan og accumbence-kjarninn en þar er ofvirkni á á dópamín taugamótum. Það og það tengist á jákvæðu einkennununum. Það er auðvitað þá svolítill vandi að að meðhöndla það með einhvers konar lyfjum. En það hefur þó tekist að þróa lyf sem hafa þá eiginleika að þeir eru hlutdrægir örvar. Það er að segja það örvar, það er örvi á svæðum þar sem er litið lítið magn á af á eðlilega boðefninu. Þarna værum við að horfa á dópamínið, en virkar sem tálmi á öðrum svæðum þar sem er mikið magn til staðar. Það er einmitt þannig lyf sem þyrfti þá í í í þennan sjúkdóm og hefur verið þróað abilify, þetta er sem sagt lyf sem sem getur þá virkað virkað sem tálmi í limbíska kerfinu þar sem of mikið af dópamíni til staðar en örvi í hérna á fremri ennisblöðunum þar sem vantar meiri virkni og það getur því virkað mjög vel þegar taka þarf á bæði jákvæðu og neikvæðu einkennunum og það hefur sýnt sig að það virðist hafa nokkuð góð áhrif hjá allavega að stórum hluta fólks sem er með geðklofa sjúkdóm. Þetta þessi hlutdrægi örvi sem abilify er. Og ef við rifjum aðeins upp hvað gerist á taugamótum sem við fórum vel í öðrum kafla hérna í fyrra. Þá erum við að tala um að taugaboðefni bindast í svona sérstakt sæti, í jónagöngum og þannig geta þeir opnað eða lokað jónagöngum eftir því sem við á. Ef við horfum hérna á efri myndina þá erum við að tala um mikið mikinn styrk taugaboðefnis, þessir svörtu punktar og ef þið horfið og Jónagöngin sem eru teiknuð þar þessi grænu þá eru þau öll opin upp á gátt þannig það er mjög mikil virkni í taugafrumunni. Svo er þá þessi hlutdrægi örvi gefin það eru þá þessir rauðu punktar og þeir koma þá eða tengjast á sömu staði og og taugaboðefnið, en ef þið horfið á opnunina á jónagöngunum þá Sjáið þið hvernig hvernig þessi hlutdrægi örvi þetta lyf dregur úr þessari opnun þannig það er minni minna flæði jóna í gegnum göngin sem hefur þá áhrif og dregur úr virkni taugafrumunnar. Ef við horfum svo niðri þá erum við með lítinn styrk af taugaboðefninu á neðri myndinni og þar sjáið þið að það er lítil opnun það eru fá jónagöng opinn lítið flæði af jónum og lítil virkni þá í taugafrumunni sem eru að taka við þessum boðum. Hlutdrægi örvinn ef þið horfið á myndina hægra megin niðri. Hann kemur þá til skjalanna, tengist á bindisstaði jóna ganganna og opnar opnar þau meira þannig að þannig að á þá verður meira flæði af jónum og meiri virkni. Þannig að þetta er sú leið sem talið er að þessir hlutdrægi örvi noti getur þá dregið úr virkni á svæðum þar sem er of mikið af af boðefninu eins og dópamínin eins og eins og er við erum að sjá þá í limbíska kerfinu hjá fólki með geðklofa og aukið virkni á svæðum þar sem er of lítil virkni eins og eins og virðist vera á þessum ennisblöðum fremra ennisblöðum hjá hjá fólki með með geðklofasjúkdóm sem hefur þá með neikvæðu einkenni gera, þannig að sama lyfið virðist geta haft áhrif þarna bæði á jákvæðu og neikvæðu einkennin geti haft áhrif á svæðum í heila þar sem er mikill styrkur boðefnis og svæði í heila þar sem er minni styrkur.


Geðklofi Schizophrenie Schizophrenia Schizofrenia Schizofreni

Geðklofi, eða schizophrenia, flokkast sem geðrofssjúkdómur. Geðrofssjúkdómar kallast psychosis á ensku. Schizophrenian, eða geðklofinn, er langalgengasti flokkurinn þar innan og það er í raun bara, bara geðklofinn sem er talað um hér í kennslubókinni. Schizophrenic, or schizophrenic, is by far the most common category within it, and it is really just, just schizophrenia that is talked about here in the textbook. Algengi er um eitt prósent, tæplega eitt prósent líklega, í heiminum. Það er mjög stöðugt milli samfélaga, milli landa, milli menningarheima. Þetta er ólíkt til dæmis átröskun eða ýmsum öðrum röskunum sem hafa mjög ólíkt algengi milli samfélaga. En geðklofinn er bara, þetta er, þetta er töluvert stöðugt og hefur verið það lengi. Kostnaðurinn við geðklofa er gríðarlega mikill. The cost of schizophrenia is enormous. Meiri en við öll krabbamein í Bandaríkjunum, er talað um í bókinni. Orðið geðklofi er svolítið ruglandi. Þetta merkir sko svolítið, maður sér þetta fyrir sér sem svona svolítið skiptan, skipta hugsun, eða split mind eða eitthvað slíkt. Þannig að stundum ruglar fólk schizophrenia saman við tvöfaldan persónuleika. En það má alls ekki, alls ekki rugla því saman. Það sem er átt við með hugtakinu er að einstaklingar eru í rauninni með skert tengsl við raunveruleikann. Það er í rauninni það, geðklofi sem, sem og schizophrenia, sem, sem átt er við. Einkenni geðklofa eru nokkuð margvísleg, og þau skiptast yfirleitt í þrjá flokka. Það er það sem við köllum jákvæð einkenni, neikvæð einkenni og vitræn einkenni. Jákvæðu og neikvæðu einkennin heita svo ekki af því að þau séu annars vegar jákvæð og hins vegar neikvæð heldur í rauninni eru það jákvæðu einkenni. Þá er það einhver hegðunareinkenni sem bætast við, eða bætast ofan á þá hegðun sem var fyrir, eru svona til viðbótar, á meðan neikvæðu einkennin eru í rauninni eitthvað sem hverfur. Þá erum við að tala um einhverja hegðun sem var fyrir en, en er þá ekki lengur til staðar hjá einstaklingum. Vitrænu einkennin koma svona eiginlega síðast inn í, inn sem greiningarviðmið fyrir geðklofa og það eru þá svona þessi, þessir vitrænu þættir, eins og minni athygli, einbeitingu og slíkt. Af því að það er gjarnan skerðing á þeim meðal fólks með geðklofa. Ef við byrjum aðeins að fara í jákvæðu einkennin, sem eru svona getum við ekki sagt kennimerki geðklofa. Þau, þær eru, sem sagt jákvæðu einkennin, ranghugmyndir, ofskynjanir og truflun á hugsun. Ranghugmyndir, það eru svona hugmyndir sem standast augljóslega ekki í raunveruleikanum. Þeim er, það eru svona nokkrar tegundir af þessum ranghugmyndum. Algengar eru ofsóknarhugmyndir. Þær ganga þá oft út á það að fólk trúir því að aðrir séu að ofsækja mann, eða svona plotta eitthvað, brugga launráð gegn manni eða eitthvað slíkt og það sem er áhugavert líka við þessar hugmyndir og í rauninni allar þessar ranghugmyndir er að þær eru oft við fyrstu sýn, geta alveg verið kannski hljómað pínu raunverulega. Þær tengjast svo oft tíðarandanum á hverjum tíma. Þannig að kannski voru það nasistarnir sem voru á eftir þér fyrir einhverjum, um, um, um hérna, um miðja síðustu öld. Þetta gæti verið njósnarar frá Sovétríkjunum á tímum kalda stríð stríðsins og svo geta verið talibanar á einhverjum öðrum tímum. Þannig að oft geta, geta ranghugmyndir. Þau þær hafa gjarnan einhver tengsl við það sem er gerast í samtímanum. Geta í sumum tilfellum hljómað raunhæfar við fyrstu fyrstu sýn eða fyrstu hlustun hvað sem maður segir en eru það ekki, þær standast ekki raunveruleikann. Hugmyndir um mikilmennsku eru líka algengar. Þær ganga svolítið út á hugmyndir um eigið mikilvægi, að maður sé kannski með guðlega krafta, búi yfir einhverri mjög mikilvægri þekkingu sem enginn annar hefur, trúa því að maður hafi kannski einhvern hæfileika sem bara enginn annar hefur og maður verði einhvern veginn að nýta til góðs fyrir fyrir fyrir aðra og fyrir fyrir samfélagið. Stjórnunarhugmyndir eru líka líka vel þekktar. Það er í rauninni eins og trúa að einhver annar stjórni hugsun manns. Þetta gæti verið fólk sem gæti ímyndað sér að það hefði verið væri búið að græða í þá í það einhvers konar stjórntæki, einhvers konar smákubb eða elektróðu og það væri að stjórna manni í gegnum það. Þetta gæti verið trú á að þetta væru geimverur sem stýrðu heilanum eða einhver einhver einhver einhver svona ákveðinn hópur sem væri í umræðunni á hverjum tíma. Ofskynjanir, þær flokk eða sem sagt eru í rauninni skilgreindar sem skynjun á áreitum sem eru ekki til staðar í raunveruleikanum, í geðklofa eru heyrnarofskynjanir algengastar og þær eru töluvert algengar en þá oftast heyrir fólk raddir eins og rödd sé að tala, tala við sig. Gjarnan eru þessar raddir að segja segja þér að gera eitthvað. Stundum getur þetta verið tvær raddir eða rödd að tala um einstaklinginn í þriðju persónu, en fyrir einstaklinginn sem heyrir þessar raddir þá eru þær raunverulegar, mjög raunverulegar, og það getur oft tekið, já, þær hafa hafa þess vegna mjög mikil áhrif og geta stjórnað hegðun fólks mikið enda segja þér að gera eitthvað og þú í rauninni heyrir þetta sem sem rödd, sem sem mikilvæga rödd sem sem sem þú verður að fylgja, þetta geta auðvitað verið góðar raddir sem eru bara að segja þér er að gera gera eitthvað eitthvað eitthvað svona sem skiptir kannski ekki öllu máli en en en stundum eru þetta raddir sem eru vondar eða þú veist vilja vilja láta þig gera eitthvað óæskilegt og það getur haft náttúrlega gríðarlega mikil áhrif á á líðan fólks, að vera með, lifa við þessar þessar raddir. Ég, þegar ég var í mínu doktorsnámi þá hitti ég mjög mikið af fólki með með geðrofssjúkdóma og var að leggja svona verkefni og svona vitræn próf fyrir fólk, og ég man sérstaklega eftir tilviki þar sem einstaklingur sat hjá mér, þetta eru náttúrlega kannski tveggja, þriggja, fjögurra tíma fyrirlagnir, og alltaf reglulega sneri hann sér svona við og og var svona eins og hann væri að svara einhverju, þá var hann alltaf í rauninni tala, tala við einhvern þarna og hann einhvern veginn alltaf svona svona svona fannst fannst alltaf að það væri einhver í rauninni á öxlinni á öxlinni á sér, svaraði honum reglulega og hérna, mjög, það var mjög áhugavert og sérstakt í rauninni að sjá það svona skýrt. Af því að þetta var ekkert þetta var svona þetta var svona bara pirrandi pirrandi rödd í því tilviki. En hætti ekki og bara var stöðugt alltaf að koma með einhverjar hugmyndir eða biðja biðja viðkomandi um að gera eitthvað, gera eitthvað annað. Svo erum við með sem sagt truflun og hugsun. Þá eru, verður hugsunarhátturinn svona óskipulagður, oft órökrænn og svona bara erfitt einhvern veginn að ná utan um hugsanir sínar, setja þær fram rökrænt og og hérna þannig að þannig að stundum verða samræður mjög ruglingslegar þegar þegar fólk er með mikla truflun á hugsun vegna þess að einstaklingar eiga bara mjög erfitt með að halda þræði í samtali. Neikvæð einkenni og vitræn einkenni. Ef við byrjum á neikvæðu einkennunum, þá eru þau í rauninni einkenni sem þú getur sagt þetta er svona ákveðin einkenni sem hverfa af eðlilegri hegðun einstaklinga eða minnka. Einstaklingur sem kannski tjáði sínar geðshræringar eðlilega áður fyrr verður með sjúkdómnum mun svona flatari, sýnir ekki eins mikla gleði eða leiða þegar, sveiflast ekki eins með tilfinningum sínum og áður. Tal verður gjarnan gjarnan fátæklegt þannig að það er svona eins og eins og það tengist einmitt slíka skorti á frumkvæði, þannig að það þarf svolítið að hafa fyrir því að fá fólk til þess að tala eða tjá sig og fólk svona hefur sig lítið í frammi, skortur á úthaldi, anhedonia eða gleðileysi hefur nú stundum verið talað um það á íslensku. Þá er í rauninni bara svona: þessi þessi geta einhvern veginn ekki upplifað gleði eins og áður. Gjarnan félagsleg einangrun, fólk, eins og hún dragi sig út úr félagsskap sem það var áður í. Stundum tengist það jákvæðu einkennunum, til dæmis ranghugmyndum um að vinir þínir eða fjölskylda, fjölskylda sé að sé í kannski einhverju vondu liði sem er er að ráðast á þig, en ekkert alltaf en mjög oft dregur fólks sig mikið út úr félagslegum samskiptum. Sem náttúrlega hefur þá líka áhrif á framgang sjúkdómsins og einkennum en það er mjög slæmt að draga sig mikið út úr, út úr samskiptum við fólk. Vitrænu einkennin, þau koma eða svona helsta sem kemur fram er þá skerðing á minni, athygli, svona hraði hugarstarfs verður oft minni líka. Einstaklingar eiga oft erfitt með óhlutbundna hugsun og svona leysa leysa vandamál og annað slíkt. Þannig það eru svona margvísleg einkenni sem koma fram, þessi einkenni öll sem við erum búin að tala um eru samt mjög breytileg á milli fólks með þennan sjúkdóm. Þannig að, þannig að sumir geta verið með meiri jákvæð einkenni meðan aðrir eru með meiri neikvæð og eins og með vitrænu einkennin, þá er svona almennt er, er fólk að standa sig verr en það væri mælt, mælt á svona prófum, taugasálfræðilegum prófum, þessir þættir eins og athygli og minni, en sumir eru alls ekki að sýna, sýna þessi vitrænu einkenni þannig að það er breytileiki innan hópsins. Orsakir geðklofa virðast vera margvíslegar, það virðast vera ákveðinn áhættugen sem geti, sem hafa áhrif og auka líkur á að einstaklingar þrói með sér geðklofa. Umhverfisþættir spila líka nokkuð stóran þátt og þegar við tölum um um sjúkdóma eins og, eins og geðklofa þá er eins og ég segi búið að finna gen og það er ekki bara eitt gen, það eru, það eru nokkur sem virðast spila saman og að því að auka líkur á að einstaklingur þróuðu með sér geðklofa en bara með því að greina erfðamengi einhvers gætum við ekki sagt til um með vissu hvort að viðkomandi þróar með sér geðklofa. Vegna þess að það eru aðrir þættir, samspil milli gena og samspil við umhverfisþætti sem sem í rauninni svo ráða því hvort einstaklingur fær geðklofa eða ekki. Ef við skoðum aðeins tvíburarannsóknir þá eru þar ágætis rök fyrir því að erfðir hafi mikið að segja um þróun geðklofa, en þó ekki allt að segja. Ef við skoðum myndina þarna vinstra megin þá erum við með eineggja tvíbura. Þar eru mjög sterk fylgni á milli tvíburanna það er að segja hvað varðar geðklofann. Hún er samt ekki fullkomin. Það segir okkur einmitt að það eru þá klár og mikil erfðafræðileg áhrif á þróun sjúkdómsins, en það eru samt rými fyrir fyrir aðra áhrifaþætti og það sama ef við horfum á myndina hægra megin þar sem við erum með tvíeggja tvíbura. Þar sjáum þið að að að fylgnin er klárlega miklu minni og hérna, heldur, milli þeirra heldur en, heldur en milli eineggja tvíburana. Aftur á móti er fylgnin hjá tvíeggja tvíburunum meiri heldur en búast mátti við hjá bara öðrum sem ótengdum aðilum. Það er að segja þannig að, þannig að það eru, eru hérna klárlega bæði erfðaþættir og umhverfisþættir sem saman skapa þessa tilhneigingu til þess að þróa með sér geðklofasjúkdóm. Annað sem hefur verið talað um í tengslum við erfðirnar er að aldur föður virðist hafa hafa áhrif á það hvort einstaklingur þróar með sér geðklofa, það er að segja hvað á hvaða aldri faðurinn, faðirinn var þegar þegar barnið var getið. Þetta er vegna þess að það eru frumur sem framleiða sæði. Þær frumur skipta sér mjög reglulega, allt frá bara kynþroskaskeiði og fram eftir fram eftir ævinni. Eftir því sem einstaklingar, karlmenn, eru eldri, þeim mun fleiri skiptingar á þessum frumum hafa átt sér stað og þeim mun fleiri skiptingar sem hafa átt sér stað, þeim mun meiri líkur eru á að einhvers staðar hafi orðið villa í skiptingunni og þess vegna, hérna, þess þess vegna eru meiri líkur á að einstaklingar þrói með sér svona erfða, svona sjúkdóma eins og geðklofa þar sem eru, þar sem er sterkur erfðaþáttur. Sem getur komið fram sem sagt vegna einhvers konar villu í skiptingum á á þessum frumum sem svo framleiða sæðið. En það eru meiri líkur á að þessar villur komi fram ef ef ef feður eru eldri þegar þeir þeir geta börn. Þetta á ekki við hjá konum vegna þess að egg eru ekki, þau eru, það eru engar skiptingar sem eiga sér stað þar. Þannig að þetta á í rauninni bara hvað varðar geðklofann og þennan, þessa erfðafræðilegu áhættu, þá tengist það í rauninni bara aldri föður. Það eru þó nokkrir umhverfisþættir sem hafa verið tengdir við auknar líkur á geðklofa eða að þróa með sér geðklofa. Eitt sem hefur verið nefnt er hvenær einstaklingar eru fæddir, hvenær árs. Þeir sem eru fæddir seint um vetur eða snemma að vori eru virðist vera líklegri til að fá geðklofa en þeir sem eru fæddir á öðrum tímum. Það eru alveg þó nokkrar rannsóknir sem hafa sýnt þetta. Talið er að þetta sé vegna þess að þá eru mæðurnar líklegri til að fá svona árstíðabundnar flensur sem ganga yfirleitt á ákveðnum árstímum. Það er að segja yfir miðjan veturinn þannig að ef kona eignast barn um vor eða seint um vetur þá væri hún líklegri til að hafa fengið flensu á viðkvæmum tíma í fósturþroskanum og það gæti verið geti aukið líkur á á þróun á á geðklofa. Fleiri umhverfisþættir sem hafa verið tengdir við auknar líkur á geðklofa D-vítamínskortur, það hafa verið athuganir sem sýna tengsl D-vítamíns og þroska heilans og talið er að D-vítamínskortur geti geti haft áhrif áhrif á þennan þroska, gæti, geti aukið líkur á að einstaklingur þrói með sér geðklofa. Það hafa verið gerðar rannsóknir á fólki sem býr á norðlægum slóðum, en er upprunnið af á suðsuðsuðlægari slóðum og er þá með dekkri húð, munurinn á dekkri og ljósari hún hvað varðar D-vítamínið er að að þeir sem eru með ljósari húð virðast vinna D-vítamín mun betur úr sólarljósinu, það er að segja þeir þurfa minna minna sólarljós til þess að ná upp D-vítamíni meðan þeir sem eru með dekkri húð þurfa þurfa mun meiri meiri birtu til þess að til þessa til þess að fá D-vítamín. Þannig að fólk með dökka húð sem býr á norðlægum slóðum hefur verið rannsakað og þar það virðist vera með meira D-vítamín skort og það hefur verið tengt við auknar líkur á geðklofa. Vannæring hefur líka verið verið tengd við við geðklofa. Það var mikill matarskortur í Hollandi í lok seinni heimsstyrjaldarinnar, talað um hungurveturinn mikla, konur sem áttu von á barni á þeim tíma. Þeirra börn voru líklegri til þess að þróa með sér geðklofa síðar á ævinni. Eins hefur verið talað um vanda í fæðingu, þegar erfiðleikar í kringum fæðingu þá virðast vera auknar líkur á geðklofa. Reykingar á meðgöngu eru líka áhættuþáttur. Sykursýki á meðgöngu getur verið það líka, þannig að við erum með ýmsa þætti, bæði erfðafræðilega og umhverfisþætti sem saman auka, geta aukið líkur á geðrof, á geðklofa. Ef við skoðum svo aðeins rannsóknir á heilum fólks með geðklofa, geðrofssjúkdóma, samanborið við heilbrigðan, þá sjáum við á þessum myndum hérna vinstra megin er verið að tala um heilahólfin, stærð heilahólfa og þau eru svolítið stærri, eða töluvert stærri þarna á þessari mynd meðal fólks með geðklofa, heilahólfin eru þar sem heila- og mænuvökvinn er og ef þau eru stór eða þau eru að stækka þá þýðir það að heilavefurinn, taugafrumurnar, þeim er að fækka. Heilavefurinn er að minnka eða er minni, þannig að þú vilt ekki að eða það getur getur haft slæm áhrif á virkni heilans eða að minnsta kosti stærð hans. Ef heilahólfin eru stærri og svo hægra megin er verið að skoða þá gráa efnið, við tölum stundum um gráa og hvíta efnið í heilanum, gráa efnið er þá frumubolirnir, taugafrumubolirnir, og við viljum hafa hafa sem mest af því, þarna er verið að skoða svona breytingar annars vegar hjá heilbrigðum og hins vegar hjá fólki með geðklofa af þessu gráa efni og þar, þetta, það verður hrörnun hjá hjá okkur öllum með aldri að einhverju leyti en meiri virðist vera hjá fólki með geðklofa. Samkvæmt þessari rannsókn á þessari mynd erum við líka að horfa á heilahólfin. Þetta er hjá tvíburabræðrum, vinstra megin erum við með einstakling sem er ekki með geðklofa og hægra megin einstakling sem er þá með geðklofa og þar sjáið þið að heilahólfin eru töluvert stærri og það er oft minni heilavefur í rauninni hjá þeim einstakling. Geðklofi aftur á móti kemur fram eða greinist svona í kringum tvítugsaldurinn aldurinn almennt. Oftast eru ekki merki um sjúkdóminn hjá börnum þó að þegar horft er til baka sé stundum hægt að finna einhver eitthvað, eitthvað sem gæti hafa verið vísbending en en en almennt kemur sjúkdómurinn fram bara svona upp úr unglingsárum og og og er að greinast í kringum tvítugsaldurinn. Það eru hugmyndir um það það sé kannski meðfæddur einhvers konar einhvers konar tilhneiging til að þróa með sér þennan sjúkdóm en svo sér það á þessu aldursskeiði það er þarna á á unglingsárum þá er eins og það verði ákveðið eyðing á heilavef hjá þessum einstaklingum miðað við aðra og gjarnan þegar þegar geðklofann sjúkdómur er er greindur. Þá er í rauninni þessi eyðing búinn að eiga sér stað og einstaklingar sem mögulega voru að standa sig ágætlega í námi. Að getan er farin að hrapa svolítið hjá þeim í rauninni áður en að áður en að sjúkdómseinkennin til dæmis jákvæðu einkennin eru að koma fram og þá er verið að að að skýra það með því að það hafi orðið ákveðin eyðing þarna á heilavef upp úr unglingsárunum. Það er svo nokkuð umdeilt hvað gerist í rauninni hjá fólki sem greint hefur verið með geðklofa upp úr tvítugsaldrinum, hvað á sér stað eftir þann aldur. Mjög margir sem greinast á þessum aldri eru eru með krónískan sjúkdóm áfram en það er svona umdeilt hvort það verði versnun, það er að segja hvort það verði meiri eyðing á heilavef og og versnun einkenna eða eða ekki. Við skoðuðum hópa á Íslandi hérna fyrir einhverjum árum og þessi grein kom út í fyrra hjá okkur Vaka Valsdóttir, en hún var einmitt nemandi hérna í sálfræðinni og er nemandi, er doktorsnemandi hjá hjá okkur núna. Þar komumst við að að að þær svona kognitífu breytingar, vitrænu breytingarnar minnið og athyglin og þessir þættir sem almennt eru jú tengdir heila heilanum og heilavefnum almennt virðast þeir þættir þeir hnigna hjá fólki með geðklofa en ekkert meira heldur en hjá okkur hinum. Það var allavega niðurstaða þessarar þessarar rannsóknar og það eru fleiri sem sýna það sama. En það eru einhverjar einhverjar rannsóknir sem sýna að það sé mögulega meiri hnignun hjá hjá fólki með geðklofa og mögulega er þetta eitthvað breytilegt innan hópsins það er að segja hvað varðar þá þessa kognitífu eða vitrænu þætti, hvort þeir hnigna meira og þá þá í rauninni myndi maður vilja tengja það við að einhverju leyti þá eyðingu á heilavef, hvort hún er meiri hjá fólki með geðklofa sjúkdóm en öðrum sem ekki hafa sjúkdóminn. En það er svolítið umdeilt hvort að eða hvað í rauninni gerist eftir að fólk hefur verið greint með geðklofa það er að segja hvort það verður þá áframhaldandi eyðing á heilavef, eða hvort hún stendur bara í stað eða er mögulega svipuð hjá fólki með geðklofa sjúkdóm og hjá okkur hinum. Það verður alltaf einhver einhver hnignun með aldrinum. Við skoðuðum hóp af geðklofa hér á Íslandi fyrir nokkrum árum. Þá vorum við að skoða vitræna þætti, meta minni, athygli og aðra þætti og í rauninni skoða og reyna að álykta út frá þeim gögnum sem við vorum með hvort að þeir sem væru með geðklofa, hvort að þeim færi aftur með aldri, meira en en fólki sem var ekki með geðklofa. Niðurstaðan var sú að gögnin bentu ekki til þess að það væri meiri hnignun með meðal fólks með geðklofasjúkdóm heldur væri hnignun. En hún var ekkert hraðari heldur en hjá fólki með sem var ekki með sjúkdóminn, en það eru þetta þá, það eru fleiri rannsóknir sem hafa sýnt það sama. Það eru einhverjar rannsóknir sem sem hafa sýnt fram á meira hnignun meðal fólks með geðklofa. Mögulega er bara einhver munur á á einstaklingum innan þessara hópa en þetta á klárlega eftir að eftir að rannsaka betur. Þá ætlum við aðeins að skoða mesólimbíska dópamínkerfið sem hefur verið tengt jákvæðu einkennunum í geðklofa. Við vitum ýmislegt um um svona hvað er, hvað er mögulega gerist í heila fólks með geðklofa með jákvæðu einkenni út frá í rauninni tilteknum lyfjum sem sem fólki hefur verið gefið og svo er fylgst með hvaða hvaða einkenni koma fram, við erum annars vegar með lyf sem flokkast sem dópamín tálmar það er með meðal annars gamla, gamalt lyf sem heitir til lyf sem heitir klórprómasín. Það í rauninni kom í ljós að það hamlar eða dregur úr ákveðnum einkennum jákvæðu einkennunum í geðklofa. Þetta eru lyf, lyf sem kallast dópamíntálmar, hamla upptöku hjá dé tveir og dé þrír dópamínviðtökum. Svo hafa verið skoðuð lyf sem virka öfugt eru í rauninni dópamínörvar, þannig að það er auka tiltækt dópamín, til dæmis er þar ell dópa sem er, sem við skoðuðum í tengslum Parkinson hérna í fimmtánda kafla. Ell dópa getur framkallað einkenni lík jákvæðu einkennunum í geðklofa. Það sama má segja um amfetamín og kókaín, þau virka svipað, auka tiltækt dópamín og metýlfenídat líka, þannig að þarna kannski út frá svona rannsóknum er eða það eru þessar rannsóknir eru, eru hluta til rök fyrir dópamínkenningunni í geðklofa, það er að segja að þeir, jákvæðu einkenni geðklofa megi að hluta til skýra þá með umframmagni af dópamíni, tiltæku dópamíni í heilanum. Þannig að við höfum sem sagt ákveðin rök fyrir því, út frá rannsóknum á tilteknum lyfjum, að tiltekin lyf eða tiltekin efni svo sem ell dópa, kókaín og amfetamín sem auka tiltækt dópamín, að þau geti kallað fram einkenni lík geðklofaeinkennum, lík jákvæðu einkennunum í geðklofa. Svo höfum við rök fyrir því að að efni sem eru dópamíntálmar, að þau eins og klórprómasín, að þau geti þá dregið úr þessum jákvæðu einkennum. Dópamínkenningin byggir einmitt á þessu, það er að segja að það sé ofvirkni í taugamótum og að jákvæðu einkennin komi þess vegna fram. Það er talið að þetta sé á semsagt mótun vaff té a svæðis, ventral tegmental area. Taugafrumur þar og í accumbens kjarnanum og möndlunni á þessum svæðum sé í rauninni ofvirkni á taugamótunum, og það er það sem sú kenning gengur út á og rannsóknir sýna að það virðist vera að fólk með geðklofa losi meira dópamín, það hafa líka verið rannsóknir sem hafa sýnt að mögulega hafa fólk með geðklofa fleiri viðtaka til að taka við dópamíni en það virðist þó ekki vera aðalástæða geðklofa heldur meira, meira að það sé meira losað af dópamíninu, og þessar tvær myndir eru úr kennslubókinni, þarna erum við að horfa á samanburð á viðmiðunarhópi og og sjúklingum með geðklofa og við sjáum að meðaltali virðist geðklofahópurinn losa meira dópamín og ef við skoðum hina myndina þá virðist vera ákveðin fylgni á milli jákvæðra einkenna og þá losunar á dópamíni, meiri losun, meiri meiri jákvæð einkenni. Fyrir miðja síðustu öld þá voru í rauninni, þá voru engin lyf, engar meðferðir, sem virkuðu almennilega hjá, fyrir fólk með geðklofasjúkdóm. Það er svona um miðja síðustu öld sem fyrstu lyfin fara að koma og breyttu náttúrlega gríðarlega miklu af því að fyrir þann tíma þá var í rauninni mjög lítið gert og það var kannski nokkuð köld og heit böð og rafstuð og eitthvað slíkt sem læknaði ekki mikið sjúkdóminn og linaði lítið eða sló lítið á einkennin. Fyrstu lyfin, svona gömlu geðrofslyfin, þau virðast þó hafa alvarlegar aukaverkanir sem komu fram eftir langvarandi notkun þeirra og það er þessi síðkomna hreyfitruflun. Þessi mynd á svona að sýna hvernig slík einkenni geta verið, þetta eru svona ósjálfráðar miklar hreyfingar í andliti og háls, hálsinum, þetta er svolítið öfugt við Parkinson-einkenni þar sem fólk á mjög erfitt með að hefja hreyfingar, þarna ertu, ertu hérna, þarna eru þessar, þessar stöðugu, stöðugu kippir og grettur. Það hafa komið, það er hægt að sjá sambærileg einkenni hjá fólki sem fær of mikið af ell dópa þannig að út frá því hefur verið dregin sú ályktun að þetta tengist eitthvað dópamíninu, dópamínviðtökunum, það sem talið er að þegar dópamínviðtakarnir eru blokkeraðir til lengri tíma, sem er þá gert og var gert með þessum geðrofslyfjum, þessum eldri, þessari tegund af lyfjum, ef þeir eru blokkeraðir dópamínviðtakarnir til lengri tíma þá geta þeir orðið ofurviðkvæmir og þá fara þessi þessi einkenni að koma fram, þetta var mjög algengt meðal eldri eldra fólks með geðklofa en með þróun nýrra lyfja þá kemur þetta ekki fram. Þá er efnafræðin önnur og mestu er hætt að, hætt að nota þessi lyf eða alla vega svona í þessu magni eins og þau voru hérna áður fyrr, ef við förum svo aðeins og skoðum mesokortical dópamín ferlið. Þá virðist það tengjast neikvæðu og vitrænu einkennum geðklofa. Áðan vorum við að tala um jákvæðu einkennin og hvernig mesólimbíska dópamínferlið tengist tengist því, nú erum við komin á aðeins annan stað við erum að skoða hérna svæði á á ennisblöðum og það virðist vera að þetta virkni á þessu svæði fremri hluta ennisblaðanna sé sem sagt tengdur neikvæðu og vitrænu einkennunum og það sé minni virkni þar meðan við vorum í rauninni að tala um áðan meiri virkni á öðrum svæðum í hvað varðar dópamínframleiðslu eða tiltækt dópamín, en nú erum við að tala um minni virkni þarna á ennisblöðunum og það sé tengt neikvæðu einkennunum í geðklofa. Við erum þá í rauninni að tala þarna um tvö ferli eða tvö kerfi. Við erum með mesokortical dópamínferlið sem er þá tengist neikvæðu einkennunum, vitrænu einkennunum, og þá erum við að skoða ennisblöðin og skerta virkni eða minni virkni þar, sjáum á myndinni þarna prefrontal cortex og hins vegar erum við þá að tala um mesólímbíska dópamíkerfið sem er þá, sjáum líka á þessari mynd, VTA-svæðið og mandlan og accumbence-kjarninn en þar er ofvirkni á á dópamín taugamótum. Það og það tengist á jákvæðu einkennununum. Það er auðvitað þá svolítill vandi að að meðhöndla það með einhvers konar lyfjum. En það hefur þó tekist að þróa lyf sem hafa þá eiginleika að þeir eru hlutdrægir örvar. Það er að segja það örvar, það er örvi á svæðum þar sem er litið lítið magn á af á eðlilega boðefninu. Þarna værum við að horfa á dópamínið, en virkar sem tálmi á öðrum svæðum þar sem er mikið magn til staðar. Það er einmitt þannig lyf sem þyrfti þá í í í þennan sjúkdóm og hefur verið þróað abilify, þetta er sem sagt lyf sem sem getur þá virkað virkað sem tálmi í limbíska kerfinu þar sem of mikið af dópamíni til staðar en örvi í hérna á fremri ennisblöðunum þar sem vantar meiri virkni og það getur því virkað mjög vel þegar taka þarf á bæði jákvæðu og neikvæðu einkennunum og það hefur sýnt sig að það virðist hafa nokkuð góð áhrif hjá allavega að stórum hluta fólks sem er með geðklofa sjúkdóm. Þetta þessi hlutdrægi örvi sem abilify er. Og ef við rifjum aðeins upp hvað gerist á taugamótum sem við fórum vel í öðrum kafla hérna í fyrra. Þá erum við að tala um að taugaboðefni bindast í svona sérstakt sæti, í jónagöngum og þannig geta þeir opnað eða lokað jónagöngum eftir því sem við á. Ef við horfum hérna á efri myndina þá erum við að tala um mikið mikinn styrk taugaboðefnis, þessir svörtu punktar og ef þið horfið og Jónagöngin sem eru teiknuð þar þessi grænu þá eru þau öll opin upp á gátt þannig það er mjög mikil virkni í taugafrumunni. Svo er þá þessi hlutdrægi örvi gefin það eru þá þessir rauðu punktar og þeir koma þá eða tengjast á sömu staði og og taugaboðefnið, en ef þið horfið á opnunina á jónagöngunum þá Sjáið þið hvernig hvernig þessi hlutdrægi örvi þetta lyf dregur úr þessari opnun þannig það er minni minna flæði jóna í gegnum göngin sem hefur þá áhrif og dregur úr virkni taugafrumunnar. Ef við horfum svo niðri þá erum við með lítinn styrk af taugaboðefninu á neðri myndinni og þar sjáið þið að það er lítil opnun það eru fá jónagöng opinn lítið flæði af jónum og lítil virkni þá í taugafrumunni sem eru að taka við þessum boðum. Hlutdrægi örvinn ef þið horfið á myndina hægra megin niðri. Hann kemur þá til skjalanna, tengist á bindisstaði jóna ganganna og opnar opnar þau meira þannig að þannig að á þá verður meira flæði af jónum og meiri virkni. Þannig að þetta er sú leið sem talið er að þessir hlutdrægi örvi noti getur þá dregið úr virkni á svæðum þar sem er of mikið af af boðefninu eins og dópamínin eins og eins og er við erum að sjá þá í limbíska kerfinu hjá fólki með geðklofa og aukið virkni á svæðum þar sem er of lítil virkni eins og eins og virðist vera á þessum ennisblöðum fremra ennisblöðum hjá hjá fólki með með geðklofasjúkdóm sem hefur þá með neikvæðu einkenni gera, þannig að sama lyfið virðist geta haft áhrif þarna bæði á jákvæðu og neikvæðu einkennin geti haft áhrif á svæðum í heila þar sem er mikill styrkur boðefnis og svæði í heila þar sem er minni styrkur.