×

Wir verwenden Cookies, um LingQ zu verbessern. Mit dem Besuch der Seite erklärst du dich einverstanden mit unseren Cookie-Richtlinien.


image

Íþróttafræði. Sveinn Þorgeirsson - fyrirlestrar, Hnéliðurinn

Hnéliðurinn

Ókei, vika tvö, velkomin. Í þessari viku ætlum við að fara yfir hnéliðinn. Við ætlum að fara yfir fótlegginn, fótinn og ökklaliðinn og eins ætlum við að fara yfir mjaðmagrindina og mjaðmarliðinn. Við skiptum þessu upp, þannig að þessi fyrirlestur er bara um hnéliðinn. Og svo fjöllum við um hitt í öðrum smærri fyrirlestrum, þannig að þetta verða styttri fyrirlestrar, og svona hnitmiðaðri, miðaðri. Nú, ég mun síðan fara yfir verkefnið í sér vídeói. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að að það væri að mörgu leyti flókið, en það er að mörgu leyti líka góð æfing í að skilja hreyfingar og vöðvavirkni við ákveðnar hreyfingar. En ef við byrjum á hnéliðnum, að þá er hnéliðurinn myndaður úr lærlegg og sköflungi og að þessu kemur einnig sperrileggurinn og hnéskélin, eins og við kannski sjáum, hér. Hérna erum við með sköflunginn og hérna ofan á situr síðan lærleggurinn, sjáum það hér. Og hér erum við síðan með hnéskelina, þetta er fremri hliðin eða anterior-hliðin á henni og þetta er þá posterior-hliðin á henni, sem snýr inn að liðnum, og þið sjáið að hérna er svona ákveðin rás, eða ákveðin hæð sem að gengur í þessari rás hérna á lærleggnum, þannig að hún myndast svona spor fyrir hnéskelina til þess að trakka eftir. En hnéliðurinn, hann er skilgreindur sem hjöruliður og við sjáum það kannski best hérna á mynd bé, hreyfingarnar sem hann leyfir eru beygja, eða flexion, og rétta, extension. Beygjan er þá þegar við færum hælinn í átt að rassinum og réttan er þá þegar við erum að rétta úr hnénu. Nú, eðlileg beygja er, frá núll, það er að segja þegar fóturinn er beinn, og í hundrað þrjátíu og fimm gráður, og eðlileg rétta er núll til fimm gráður, það er að segja að við eigum að geta komist í að vera með alveg lærlegginn og sköflunginn alveg í beinni stöðu, en það er alveg eðlilegt að geta yfirrétt hnéð örlítið. Nú, í beygju, að þá býður hnéliðurinn upp á smá svona snúnings element, bæði inn og útsnúning. Útsnúningurinn hlutfallslega meiri heldur en [HIK:innsnúningu] snúningurinn. [HIK:en] En báðir þessir þættir eru, eru mikilvægir í okkar hreyfingu. Nú hnéliður, hnéliðurinn er, eins og allir aðrir liðir, uppbyggður með liðböndum og hlutverk liðbandanna er að auka stöðugleika í liðnum. Nú, í hnéliðnum erum við helst að horfa í [UNK] liðbönd Það er annars vegar, Collateral-liðböndin, en þegar, það eru liðböndin, sem liggja annars vegar á innanverðu hnénu, sem er þá medial collateral ligament og hins vegar, liðbandið sem liggur, [HIK:Ut], á utanverðu hnénu, eða lateral collateral ligament. Nú, síðan erum við með krossböndin, þar erum við þá með fremra krossbandið, sem liggur frá lærlegg og niður á sköflung og hefur það hlutverk að bremsa framskrið á sköflungi gagnvart lærleggnum, og síðan erum við þá með aftara krossbandið, en það hefur það hlutverk að bremsa afturskrið á sköflungi gagnvart lærleggnum, við munum koma aðeins betur á, inn á þetta. Og hér höfum við þetta aftur, þetta vorum við kannski ekki búin að nefna, MCL það vinnur gegn valgus-stöðu á hnjálið en valgus-staða á hnjálið er þegar að lærleggurinn okkar leitar í aðfærslu, eða adduction, og medial snúning, eða innsnúning, nú LCL eða lateral collateral ligament-ið, eða liðbandið, vinnur gegn varus-stöðu á hnjálið sem er þá akkúrat, öfug staða, við, medial stöðu. Nú, og fremra aftara krossbandið vorum við búin að fara í gegnum og munum nefna aðeins áfram í framhaldinu. Við sjáum þetta aðeins betur hér, myndrænt. Hérna sjáum við, horfum við á hliðina utanvert og þar sjáum við lateral collateral liðbandið sem að liggur frá lærleggnum og niður á sperrilegginn og hérna sjáum við á innanverðan hnéliðinn og þar sjáum við medial collateral liðbandið sem að nær frá lærleggnum, og niður á sköflunginn. Takið eftir því að medial liðbandið, að það er töluvert svona öflugra og stærra um sig heldur en lateral liðbandið og það er einfaldlega út af þeirri ástæðu að þetta er átak sem að við erum oftar að glíma við, og er algengara að við séum að kljást við meiðsli út af því. Nú, ef við skoðum aðeins áverkaferli þessara liðbanda að, þá sjáum við hérna lateral collateral liðbandið innrammað í þessum fína rauða hring. Nú, átakið kemur hérna á hnéliðinn og við sjáum að það verður líka oft ákveðinn innsnúningur á sköflungi með, hann gerir það að verkum að við setjum mikið álag á liðbandið, hérna á utanverðu hnénu, það getur orðið fyrir skaða. Nú eins, þá sjáum við medial collateral liðbandið og það er það sama nema í raun og veru bara gagnstæð virkni. Álagið kemur þá utanvert. Við sjáum þá að hérna kemur þá aðfærsla eða adduction í mjöðm og á sama tíma kemur útsnúningur á sköflungi og sem setur þá álag á innra, innra liðbandið, medial liðbandið, sem getur þá leitt til meiðsla, ef, ef það er nógu stórt. Nú, áverkaferli fyrir aftara krossband, hér sjáum við aftara krossbandið, það liggur hérna inni í liðnum, það liggur svona framanvert frá lærleggnum og niður á aftanverðan sköflunginn og hlutverk þess er að hindra það að lærleggurinn gangi hérna aftur, gagnvart, eða, fyrirgefið, að sköflungurinn gangi hérna aftur gagnvart lærleggnum. Fremra krossbandið hefur þá gagnstæða virkni, það liggur héðan og hingað niður og hindrar það að sköflungurinn gangi fram, gagnvart lærleggnum. Við sjáum hérna áverkaferli á fremra krossbandi aðeins skýrar, nú, þetta er þessi valgus-staða sem að ég hef nefnt, þá verður þessi aðfærsla, eða adduction á mjöðm, ásamt innsnúningi á, lærleggnum. Nú, það leiðir af sér að það kemur ákveðinn útsnúningur á sköflunginn sem að setur mesta mögulega álag á fremra krossbandið, fremra krossbandið liggur hérna, eins og þið sjáið hérna horfum við upp í lærlegginn og við erum með hnéð bogið og þá verður hérna ákveðinn snúningur á sköflungnum líka. Nú, hnéliðurinn er einnig uppbyggður með liðþófum, og þeir heita lateral og medial meniscus eða lateral og medial liðþófi, einfaldlega bara eftir þeirri, sinni staðsetningu, þannig að sá sem er meira miðlægur, hann heitir medial liðþófi, og sá sem er meira hliðlægur er þá lateral liðþófi. Nú, þetta eru svona tunglformaðar, eða hálfmánaformaðar brjóskskífur sem liggja ofan á sköflungnum, og þið sjáið það hérna. Það sem þær svo gera er að þeir dýpka liðinn og stækka snertiflöt lærleggsins við sköflunginn, og gera alla vinnslu í liðnum hagkvæmari, bæta kraft, yfirfærslu og auka stöðugleika. Nú, ef við lítum svo aðeins á vöðvana sem að skapa hreyfingu í hnjáliðnum, að þá er stærsti vöðvahópurinn, hérna, okkar hérna, quadricep femoris en sá vöðvahópur er uppbyggður úr: rectus femoris, vastus lateralis, vastus medialis og svo vastus intermedius sem liggur hérna undir. Og þeirra hlutverk er að rétta úr hnénu. Síðan erum við með annan vöðva sem var líka að framkvæma hnéréttu. Það er sartorius vöðvinn, en það er lengsti vöðvi líkamans, hann liggur hérna, frá mjaðmagrindinni og festir hérna á innanverðu hnénu og hans hlutverk er eins og ég sagði að rétta úr hnénu og getur líka skapað innsnúning á fótleggnum. Aftanvert í lærinu, þá erum við með hamstring-vöðvahópinn, en hamstring-vöðvahópurinn samanstendur af: semitendinosus-vöðvanum, semimembranosus-vöðvanum og svo bicep femoris, sem að er vöðvi, sem að er með tvö höfuð, dregur nafn sitt, nafn sitt af því. Biceps. Nú, þessir ágætu vöðvar, eða vöðvahópur, eru ábyrgir fyrir því að beygja hnéð eða, eða flektera hnéð, það er að segja: færa hælinn í átt að rassi. Og eins fá þeir aðstoð frá gracilis-vöðvanum sem að tilheyrir innanverðum lærvöðvum, en kemur einnig að því að beygja hné, og skapa innsnúning á fótleggnum. Nú, í kálfunum erum við einnig með vöðva sem að koma með beinum hætti að því að skapa hreyfingu, um hnjáliðinn og það er af þeirri einföldu ástæðu að þeir festa fyrir ofan hnén. Þar af leiðir að: gastrocnemius-vöðvinn, sem að liggur hérna, með tvö stór höfuð, getur beygt hnéð, en hann getur einnig líka rétt úr ökkla eða plantar flekterað ökklanum. Nú, plantaris-vöðvinn hefur að sama skapi, sömu virkni hann liggur hérna inn undir svolítið dýpra og hans hlutskipti er einnig að beygja hnéð og rétta úr ökklanum. Aðrir þættir sem að er kannski ágætt fyrir ykkur að vera meðvituð um, við erum hérna með mjög svo þykka og massífa himnu, tractus iliotibialis eða IT-bandið sem að liggur frá sköflungnum, hérna niðri og alveg upp í mjaðmakamb, kambinn. Nú, hennar hlutverk, meðal annars, er að styðja við lateral collateral liðbandið og þar af leiðir að, að stuðningurinn gegn þessari varus-hreyfingu verður enn þá meiri og að einhverju leyti getur það útskýrt af hverju lateral collateral liðbandið er þynnra eins og, en medial collateral liðbandið. En hlutverkið er einnig að geyma kraft. Það er að segja, þetta, við hugsum þetta svolítið bara eins og teygjubyssu, að þegar við erum að, að sveifla fætinum aftur að þá strekkjum við á himnunni og svo hjálpar hún til við að sveifla fætinum fram í göngunni okkar, og í hlaupum. Nú, við erum með þekkt álagseinkenni, frá IT-bandi, sem er kallað: Runner's Knee. Sem við sjáum hér. Runner's Knee er álagseinkenni á utanverðu hné, eða festu IT-bands. Við sjáum hérna festa IT-bandsins. Og það sem gerist er að IT-bandið fer að nuddast í þennan beinnabb á lærleggnum sem að veldur ákveðnum pirring og, og getur valdið bólgum og svona álagstengdum einkennum. Nú, fleiri atriði sem er ágætt fyrir okkur að vera meðvituð um og ykkur sem, sem þjálfara. Það er þetta fyrirbrigði, pes anserinus, en pes anserinus er sameiginleg vöðvafesta fyrir þessa þrjá vöðva: sartorius sem að við töluðum um áðan sem liggur hérna alveg niður, semitendinosus sem er hluti af hamstring-vöðvahópnum sem liggur aftan í læri og gracilis-vöðvahópuri, og gracilis-vöðvanum, afsakið sem að er hluti af vöðvanum sem liggja hérna í innanverðu læri og skapa aðfærslu yfir mjaðmarlið. Nú, þeir festa allir á sama stað og oft kvarta íþróttamenn og íþróttamenn og konur yfir eymslum á innanverðu hnénu sem má þá rekja til þess að þessir vöðvar hérna eru stífir og skapa aukið tog í vöðvafestuna og þá er einfaldlega bara spurning um að, að byrja að losa vöðvana og liðka þá upp. En ef við tökum þetta aðeins saman, stutt og laggott, að þá eru beinin sem mynda hnéliðinn: lærleggur, sköflungur, sperrileggur og svo hnéskelin. Nú, við höfum liðbönd sem að viðhalda stöðugleika og bremsa hann í, bæði medial-átt eða medial-hreyfingum og lateral-hreyfingum og svo fram og aftur skriði að sköflungi gagnvart lærlegg. Nú, hlutverk liðþófanna er að dýpka liðinn og stækka snertiflöt lærleggsins á sköflungnum. Hnéliðurinn er hjöruliður og getur framkvæmt beygju og í ákveðinni beygju leyfir hann snúning, á fótlegg. Og svo þeir vöðvar sem skapa hreyfingu í hnjáliðnum eru fyrst og fremst: Aftanverð læri, adductor-ar, sem að framkvæma beygju og snúning. Nú, síðan erum við með en quadricep-vöðvahópinn og sartorios, sem framkvæma allar réttu og snúning. Og síðan erum við með gastrocenimus og plantaris vöðvana sem að liggja í kálfanum og framkalla beygju. Nú, þá er þetta upptalið fyrir hnéliðinn. Ágætt að taka sér smá pásu, melta þetta aðeins og svo höldum við áfram.


Hnéliðurinn Das Kniegelenk The knee joint L'articulation du genou Staw kolanowy

Ókei, vika tvö, velkomin. Okay, week two, welcome. Í þessari viku ætlum við að fara yfir hnéliðinn. Við ætlum að fara yfir fótlegginn, fótinn og ökklaliðinn og eins ætlum við að fara yfir mjaðmagrindina og mjaðmarliðinn. Við skiptum þessu upp, þannig að þessi fyrirlestur er bara um hnéliðinn. Og svo fjöllum við um hitt í öðrum smærri fyrirlestrum, þannig að þetta verða styttri fyrirlestrar, og svona hnitmiðaðri, miðaðri. And then we cover the other in other smaller lectures, so these will be shorter lectures, and thus more concise, targeted. Nú, ég mun síðan fara yfir verkefnið í sér vídeói. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að að það væri að mörgu leyti flókið, en það er að mörgu leyti líka góð æfing í að skilja hreyfingar og vöðvavirkni við ákveðnar hreyfingar. En ef við byrjum á hnéliðnum, að þá er hnéliðurinn myndaður úr lærlegg og sköflungi og að þessu kemur einnig sperrileggurinn og hnéskélin, eins og við kannski sjáum, hér. Hérna erum við með sköflunginn og hérna ofan á situr síðan lærleggurinn, sjáum það hér. Og hér erum við síðan með hnéskelina, þetta er fremri hliðin eða anterior-hliðin á henni og þetta er þá posterior-hliðin á henni, sem snýr inn að liðnum, og þið sjáið að hérna er svona ákveðin rás, eða ákveðin hæð sem að gengur í þessari rás hérna á lærleggnum, þannig að hún myndast svona spor fyrir hnéskelina til þess að trakka eftir. En hnéliðurinn, hann er skilgreindur sem hjöruliður og við sjáum það kannski best hérna á mynd bé, hreyfingarnar sem hann leyfir eru beygja, eða flexion, og rétta, extension. Beygjan er þá þegar við færum hælinn í átt að rassinum og réttan er þá þegar við erum að rétta úr hnénu. Nú, eðlileg beygja er, frá núll, það er að segja þegar fóturinn er beinn, og í hundrað þrjátíu og fimm gráður, og eðlileg rétta er núll til fimm gráður, það er að segja að við eigum að geta komist í að vera með alveg lærlegginn og sköflunginn alveg í beinni stöðu, en það er alveg eðlilegt að geta yfirrétt hnéð örlítið. Nú, í beygju, að þá býður hnéliðurinn upp á smá svona snúnings element, bæði inn og útsnúning. Теперь, при повороте, коленный сустав немного вращается как внутрь, так и наружу. Útsnúningurinn hlutfallslega meiri heldur en [HIK:innsnúningu] snúningurinn. [HIK:en] En báðir þessir þættir eru, eru mikilvægir í okkar hreyfingu. Nú hnéliður, hnéliðurinn er, eins og allir aðrir liðir, uppbyggður með liðböndum og hlutverk liðbandanna er að auka stöðugleika í liðnum. Nú, í hnéliðnum erum við helst að horfa í [UNK] liðbönd Það er annars vegar, Collateral-liðböndin, en þegar, það eru liðböndin, sem liggja annars vegar á innanverðu hnénu, sem er þá medial collateral ligament og hins vegar, liðbandið sem liggur, [HIK:Ut], á utanverðu hnénu, eða lateral collateral ligament. Nú, síðan erum við með krossböndin, þar erum við þá með fremra krossbandið, sem liggur frá lærlegg og niður á sköflung og hefur það hlutverk að bremsa framskrið á sköflungi gagnvart lærleggnum, og síðan erum við þá með aftara krossbandið, en það hefur það hlutverk að bremsa afturskrið á sköflungi gagnvart lærleggnum, við munum koma aðeins betur á, inn á þetta. Og hér höfum við þetta aftur, þetta vorum við kannski ekki búin að nefna, MCL það vinnur gegn valgus-stöðu á hnjálið en valgus-staða á hnjálið er þegar að lærleggurinn okkar leitar í aðfærslu, eða adduction, og medial snúning, eða innsnúning, nú LCL eða lateral collateral ligament-ið, eða liðbandið, vinnur gegn varus-stöðu á hnjálið sem er þá akkúrat, öfug staða, við, medial stöðu. Nú, og fremra aftara krossbandið vorum við búin að fara í gegnum og munum nefna aðeins áfram í framhaldinu. Við sjáum þetta aðeins betur hér, myndrænt. Hérna sjáum við, horfum við á hliðina utanvert og þar sjáum við lateral collateral liðbandið sem að liggur frá lærleggnum og niður á sperrilegginn og hérna sjáum við á innanverðan hnéliðinn og þar sjáum við medial collateral liðbandið sem að nær frá lærleggnum, og niður á sköflunginn. Takið eftir því að medial liðbandið, að það er töluvert svona öflugra og stærra um sig heldur en lateral liðbandið og það er einfaldlega út af þeirri ástæðu að þetta er átak sem að við erum oftar að glíma við, og er algengara að við séum að kljást við meiðsli út af því. Nú, ef við skoðum aðeins áverkaferli þessara liðbanda að, þá sjáum við hérna lateral collateral liðbandið innrammað í þessum fína rauða hring. Nú, átakið kemur hérna á hnéliðinn og við sjáum að það verður líka oft ákveðinn innsnúningur á sköflungi með, hann gerir það að verkum að við setjum mikið álag á liðbandið, hérna á utanverðu hnénu, það getur orðið fyrir skaða. Nú eins, þá sjáum við medial collateral liðbandið og það er það sama nema í raun og veru bara gagnstæð virkni. Álagið kemur þá utanvert. Við sjáum þá að hérna kemur þá aðfærsla eða adduction í mjöðm og á sama tíma kemur útsnúningur á sköflungi og sem setur þá álag á innra, innra liðbandið, medial liðbandið, sem getur þá leitt til meiðsla, ef, ef það er nógu stórt. Nú, áverkaferli fyrir aftara krossband, hér sjáum við aftara krossbandið, það liggur hérna inni í liðnum, það liggur svona framanvert frá lærleggnum og niður á aftanverðan sköflunginn og hlutverk þess er að hindra það að lærleggurinn gangi hérna aftur, gagnvart, eða, fyrirgefið, að sköflungurinn gangi hérna aftur gagnvart lærleggnum. Fremra krossbandið hefur þá gagnstæða virkni, það liggur héðan og hingað niður og hindrar það að sköflungurinn gangi fram, gagnvart lærleggnum. Við sjáum hérna áverkaferli á fremra krossbandi aðeins skýrar, nú, þetta er þessi valgus-staða sem að ég hef nefnt, þá verður þessi aðfærsla, eða adduction á mjöðm, ásamt innsnúningi á, lærleggnum. Nú, það leiðir af sér að það kemur ákveðinn útsnúningur á sköflunginn sem að setur mesta mögulega álag á fremra krossbandið, fremra krossbandið liggur hérna, eins og þið sjáið hérna horfum við upp í lærlegginn og við erum með hnéð bogið og þá verður hérna ákveðinn snúningur á sköflungnum líka. Nú, hnéliðurinn er einnig uppbyggður með liðþófum, og þeir heita lateral og medial meniscus eða lateral og medial liðþófi, einfaldlega bara eftir þeirri, sinni staðsetningu, þannig að sá sem er meira miðlægur, hann heitir medial liðþófi, og sá sem er meira hliðlægur er þá lateral liðþófi. Nú, þetta eru svona tunglformaðar, eða hálfmánaformaðar brjóskskífur sem liggja ofan á sköflungnum, og þið sjáið það hérna. Það sem þær svo gera er að þeir dýpka liðinn og stækka snertiflöt lærleggsins við sköflunginn, og gera alla vinnslu í liðnum hagkvæmari, bæta kraft, yfirfærslu og auka stöðugleika. Nú, ef við lítum svo aðeins á vöðvana sem að skapa hreyfingu í hnjáliðnum, að þá er stærsti vöðvahópurinn, hérna, okkar hérna, quadricep femoris en sá vöðvahópur er uppbyggður úr: rectus femoris, vastus lateralis, vastus medialis og svo vastus intermedius sem liggur hérna undir. Og þeirra hlutverk er að rétta úr hnénu. Síðan erum við með annan vöðva sem var líka að framkvæma hnéréttu. Það er sartorius vöðvinn, en það er lengsti vöðvi líkamans, hann liggur hérna, frá mjaðmagrindinni og festir hérna á innanverðu hnénu og hans hlutverk er eins og ég sagði að rétta úr hnénu og getur líka skapað innsnúning á fótleggnum. Aftanvert í lærinu, þá erum við með hamstring-vöðvahópinn, en hamstring-vöðvahópurinn samanstendur af: semitendinosus-vöðvanum, semimembranosus-vöðvanum og svo bicep femoris, sem að er vöðvi, sem að er með tvö höfuð, dregur nafn sitt, nafn sitt af því. Biceps. Nú, þessir ágætu vöðvar, eða vöðvahópur, eru ábyrgir fyrir því að beygja hnéð eða, eða flektera hnéð, það er að segja: færa hælinn í átt að rassi. Og eins fá þeir aðstoð frá gracilis-vöðvanum sem að tilheyrir innanverðum lærvöðvum, en kemur einnig að því að beygja hné, og skapa innsnúning á fótleggnum. Nú, í kálfunum erum við einnig með vöðva sem að koma með beinum hætti að því að skapa hreyfingu, um hnjáliðinn og það er af þeirri einföldu ástæðu að þeir festa fyrir ofan hnén. Þar af leiðir að: gastrocnemius-vöðvinn, sem að liggur hérna, með tvö stór höfuð, getur beygt hnéð, en hann getur einnig líka rétt úr ökkla eða plantar flekterað ökklanum. Nú, plantaris-vöðvinn hefur að sama skapi, sömu virkni hann liggur hérna inn undir svolítið dýpra og hans hlutskipti er einnig að beygja hnéð og rétta úr ökklanum. Aðrir þættir sem að er kannski ágætt fyrir ykkur að vera meðvituð um, við erum hérna með mjög svo þykka og massífa himnu, tractus iliotibialis eða IT-bandið sem að liggur frá sköflungnum, hérna niðri og alveg upp í mjaðmakamb, kambinn. Nú, hennar hlutverk, meðal annars, er að styðja við lateral collateral liðbandið og þar af leiðir að, að stuðningurinn gegn þessari varus-hreyfingu verður enn þá meiri og að einhverju leyti getur það útskýrt af hverju lateral collateral liðbandið er þynnra eins og, en medial collateral liðbandið. En hlutverkið er einnig að geyma kraft. Það er að segja, þetta, við hugsum þetta svolítið bara eins og teygjubyssu, að þegar við erum að, að sveifla fætinum aftur að þá strekkjum við á himnunni og svo hjálpar hún til við að sveifla fætinum fram í göngunni okkar, og í hlaupum. Nú, við erum með þekkt álagseinkenni, frá IT-bandi, sem er kallað: Runner's Knee. Sem við sjáum hér. Runner's Knee er álagseinkenni á utanverðu hné, eða festu IT-bands. Við sjáum hérna festa IT-bandsins. Og það sem gerist er að IT-bandið fer að nuddast í þennan beinnabb á lærleggnum sem að veldur ákveðnum pirring og, og getur valdið bólgum og svona álagstengdum einkennum. Nú, fleiri atriði sem er ágætt fyrir okkur að vera meðvituð um og ykkur sem, sem þjálfara. Það er þetta fyrirbrigði, pes anserinus, en pes anserinus er sameiginleg vöðvafesta fyrir þessa þrjá vöðva: sartorius sem að við töluðum um áðan sem liggur hérna alveg niður, semitendinosus sem er hluti af hamstring-vöðvahópnum sem liggur aftan í læri og gracilis-vöðvahópuri, og gracilis-vöðvanum, afsakið sem að er hluti af vöðvanum sem liggja hérna í innanverðu læri og skapa aðfærslu yfir mjaðmarlið. Nú, þeir festa allir á sama stað og oft kvarta íþróttamenn og íþróttamenn og konur yfir eymslum á innanverðu hnénu sem má þá rekja til þess að þessir vöðvar hérna eru stífir og skapa aukið tog í vöðvafestuna og þá er einfaldlega bara spurning um að, að byrja að losa vöðvana og liðka þá upp. En ef við tökum þetta aðeins saman, stutt og laggott, að þá eru beinin sem mynda hnéliðinn: lærleggur, sköflungur, sperrileggur og svo hnéskelin. Nú, við höfum liðbönd sem að viðhalda stöðugleika og bremsa hann í, bæði medial-átt eða medial-hreyfingum og lateral-hreyfingum og svo fram og aftur skriði að sköflungi gagnvart lærlegg. Nú, hlutverk liðþófanna er að dýpka liðinn og stækka snertiflöt lærleggsins á sköflungnum. Hnéliðurinn er hjöruliður og getur framkvæmt beygju og í ákveðinni beygju leyfir hann snúning, á fótlegg. Og svo þeir vöðvar sem skapa hreyfingu í hnjáliðnum eru fyrst og fremst: Aftanverð læri, adductor-ar, sem að framkvæma beygju og snúning. Nú, síðan erum við með en quadricep-vöðvahópinn og sartorios, sem framkvæma allar réttu og snúning. Og síðan erum við með gastrocenimus og plantaris vöðvana sem að liggja í kálfanum og framkalla beygju. Nú, þá er þetta upptalið fyrir hnéliðinn. Ágætt að taka sér smá pásu, melta þetta aðeins og svo höldum við áfram.