×

Wir verwenden Cookies, um LingQ zu verbessern. Mit dem Besuch der Seite erklärst du dich einverstanden mit unseren Cookie-Richtlinien.


image

Leiðarvísir í ástamálum - Karlmenn, Meira um kurteisi

Meira um kurteisi

Meira um kurteisi.

Eg hefi áður minst á það, hvernig mentaður maður á að umgangast konur, og nú ætla eg að fara um það fáeinum orðum, hvernig heilsa beri konu og haga viðræðum og kynningum.

Áður en þú réttir konu hönd þína, til að heilsa henni, átt þú að hneigja þig ofurlítið og líta í augu hennar. Réttu henni því næst hönd þína og hneigðu þig aftur ofurlítið. Því næst geta samræður byrjað.

Þegar þú talar við konu, átt þú aldrei að hafa hendur í buxnavösum eða stinga hönd á síðu eða krossleggja þær á brjóstinu.

Þegar þú situr til borðs með konu, er það skylda þín að tala við hana. Þú átt þá alt af velja þau umtalsefni, sem konan getur vel fylgst með í, og þú verður að sjá um, að samtalið falli aldrei niður. Það má heldur aldrei verða þvingað.

Kynningum skalt þú haga þannig: Þegar þú kynnir karl og konu, þá skaltu fyrst nefna nafn hans; séu það tveir karlmenn, sem kynna á, þá skaltu fyr nefna þann, sem lægra er settur eða yngri er. Sama gildir, þegar konur eru kyntar.

Þegar þú heilsar konu á götu, þá tekur þú ofan með þeirri höndinni, sem fjær er konunni. En þessi regla gildir eigi, þegar þú ert í fylgd með konu og heilsar annari, sem þú mætir; þá áttu að taka ofan með þeirri höndinni, sem fjær er þeirri konu, sem þú gengur með.

Ef þú rekst á konu á götu, átt þú að nema staðar og afsaka þig kurteislega.

Meira um kurteisi Mehr zum Thema Höflichkeit More on politeness Meer over beleefdheid

**Meira um kurteisi. **

Eg hefi áður minst á það, hvernig mentaður maður á að umgangast konur, og nú ætla eg að fara um það fáeinum orðum, hvernig heilsa beri konu og haga viðræðum og kynningum.

Áður en þú réttir konu hönd þína, til að heilsa henni, átt þú að hneigja þig ofurlítið og líta í augu hennar. Réttu henni því næst hönd þína og hneigðu þig aftur ofurlítið. Því næst geta samræður byrjað.

Þegar þú talar við konu, átt þú aldrei að hafa hendur í buxnavösum eða stinga hönd á síðu eða krossleggja þær á brjóstinu.

Þegar þú situr til borðs með konu, er það skylda þín að tala við hana. Þú átt þá alt af velja þau umtalsefni, sem konan getur vel fylgst með í, og þú verður að sjá um, að samtalið falli aldrei niður. Það má heldur aldrei verða þvingað.

Kynningum skalt þú haga þannig: Þegar þú kynnir karl og konu, þá skaltu fyrst nefna nafn hans; séu það tveir karlmenn, sem kynna á, þá skaltu fyr nefna þann, sem lægra er settur eða yngri er. Sama gildir, þegar konur eru kyntar.

Þegar þú heilsar konu á götu, þá tekur þú ofan með þeirri höndinni, sem fjær er konunni. En þessi regla gildir eigi, þegar þú ert í fylgd með konu og heilsar annari, sem þú mætir; þá áttu að taka ofan með þeirri höndinni, sem fjær er þeirri konu, sem þú gengur með. But this rule does not apply when you are accompanied by a woman and greet someone else you meet; then you should take the top with the hand that is farthest from the woman you are walking with.

Ef þú rekst á konu á götu, átt þú að nema staðar og afsaka þig kurteislega.