Að fara í sturtu og fara út
2. Að fara í sturtu og fara út
Ég fór í sturtu. Ég er búinn í sturtu. Ég er ekki í neinum fötum. Ég vil fara í föt. Ég fer í hreinar nærbuxur. Ég fer í hreinan bol. Ég fer í buxur. Ég fer í sokka. Ég fer í skyrtu. Ég fer í skó. Ég fer í jakka. Ég set á mig húfu. Ég set á mig vettlinga.
Það er líka hægt að segja þetta svona. Ég var í sturtu áðan. Ég er búinn í sturtu. Ég er allsber. Ég vil klæða mig í föt. Ég klæði mig í hreinar nærbuxur. Ég klæði mig í hreinan bol. Ég klæði mig í buxur. Ég klæði mig í sokka. Ég fer í skó. Ég klæði mig í jakka. Ég set á mig húfu. Ég set á mig vettlinga.