×

Χρησιμοποιούμε cookies για να βελτιώσουμε τη λειτουργία του LingQ. Επισκέπτοντας τον ιστότοπο, συμφωνείς στην cookie policy.


image

Íslensk málvísindi. Eiríkur Rögnvaldsson - fyrirlestrar, Sveiflur raddbanda, sveiflutíðni, yfirtónar og hljóðrof (2)

Sveiflur raddbanda, sveiflutíðni, yfirtónar og hljóðrof (2)

en eðli munnholsins, það veldur því að það er ekki mjög nákvæmur magnari.

Það er,

það hafa margir sjálfsagt prófað að, að hella vatni í flösku

og

blása yfir stútinn,

heyra hvernig hljóðið, hljóð myndast þá, ef þið hafið ekki prófað þetta skuluð þið gera það,

og hvernig

hljóðið breytist eftir því hversu mikið vatn er í flöskunni.

Það

breytist vegna þess að loftsúlan í flöskunni,

sem sagt frá yfirborði vatnsins upp að stútnum, hún er misstór eftir því hvað er mismikið vatn í flöskunni.

Og þessi loftsúla,

semsagt þegar við blásum yfir stútinn, þá komum við af stað hreyfingum loftsins í þessari loftsúlu, sameindasveiflum,

og

þær sveiflur eru mismunandi eftir því hversu

stór eða hversu löng loftsúlan er.

Og í raun og veru má segja að munnholið verki á svipaðan hátt. Í því er eins konar loftsúla,

að vísu ekki kannski mjög regluleg, en ef við skoðum þessa mynd hér þá getum við

séð þarna loftsúlu

frá raddböndum, raddglufunni hér upp kokið og

gegnum munnholið og fram að vörum.

Og

hér fyrir neðan er í raun og veru búið að, búið að taka þessa loftsúlu út,

svona rétta úr henni, búa til þarna hólk

sem er

um það bil sautján komma fimm sentimetra langur. Það er svona meðalfjarlægð frá raddböndum að vörum á, á karlmanni.

Og

ef

loftsameindunum í hólki af þessu tagi, þessari stærð,

er komið af stað þá fara þær að titra á ákveðinni tíðni

og,

og þá er ákveðin tíðni, eru ákveðin tíðnisvið dempuð niður

en önnur mögnuð upp

og

það

sem að gerist

þegar

það er,

þá,

þau sem eru, tíðnisvið sem eru mögnuð upp eru kölluð formendur.

Formendur eru semsagt þau tíðnisvið sem hafa mestan styrk í hverju málhljóði

og í flestum sérhljóðum eru að minnsta kosti þrír formendur greinilegir, við eigum eftir að skoða þetta heilmikið.

Lægsta tíðnisvið sem hefur einhvern verulegan styrk er kallað fyrsti formandi, og það er táknað með stóru f-i og,

og tölustafnum einum svona litlum og neðan línu eins og þið sjáið hér á glærunni.

Næsta tíðnisvið

sem hefur einhvern verulegan styrk

er kallað annar formandi og svo framvegis.

Og ástæðan fyrir því að við skynjum mun á hljóðum, að við heyrum að [a] er annað hljóð en [ɛ], sem er annað hljóð en [ʏ], sem er annað hljóð en [i], og svo framvegis.

Ástæðan fyrir því að við skynjum þennan mun

eru að hljóðin hafa mismunandi formendur, grunntíðnin, grunnsveiflur raddbandanna eru þær sömu í öllum þessum hljóðum

en,

og yfirtónar barkakýlishljóðsins eru þeir sömu líka.

Það sem að hins vegar gerist er að hljóðið er mótað á mismunandi hátt í talfærunum ofan barkakýlis, þar að segja í munnholinu.

Við breytum stöðu talfæranna í munnholinu og það leiðir til þess að það verða mismunandi tíðnisvið, mismunandi yfirtónar sem magnast upp

og mismunandi yfirtónar sem eru deyfðir.

Við sjáum hérna

hljóðróf. Það er talað um

hljóðróf hljóða, sem er þetta mynstur

af

sveiflum sem einkenna hljóðið,

þetta er hljóðróf

hljóðs sem er kallað schwa,

táknað í hljóðritun svona með e á hvolfi og er einhvern veginn svona: [ə] [ə] [ə],

nokkuð líkt íslensku ö

en það er sagt, þetta er kallað hlutlaust af því að það er sagt að það sé myndað við, svona hlutlausa stöðu munnholsins þar sem að

tungan er svona í einhvers konar hvíldarstöðu. Það er,

það er eins og er sýnt á þessari mynd hér

og

í

þessu hljóði, [ə] [ə] [ə],

þá

eru þrír formendur, þrjú tíðnisvið sem eru sterkust,

fyrsti formandi, fyrsta tíðnisviðið sem kemur sterkt í gegn, er þá kringum fimm hundruð sveiflur á sekúndu. Það þýðir sem sagt að grunntónninn og fyrstu yfirtónarnir þarna,

þeir eru deyfðir niður

en síðan yfirtónar sem er í kringum fimm hundruð sveiflur á sekúndu þeir komast í gegn

af fullum styrk.

Svo eru þeir yfirtónar sem eru í kringum þúsund sveiflur á sekúndu þeir eru

deyfðir heilmikið niður

en þeir sem eru fimmtán hundruð komast í gegn

og svo framvegis þannig að að þetta hljóð, hlutlausa sérhljóðið schwa

hefur þessa þrjá formendur: kringum fimm hundruð, kringum fimmtán hundruð og kringum tvö þúsund og fimm hundruð sveiflur á sekúndu.

Það sem

gerist, og það er rétt að, að

hafa það í huga að það eru

ekki bein tengsl á milli þess

hvaða

yfirtónar magnast upp

og, og tíðni

formendanna, þar að segja að það geta verið mismunandi

yfirtónar sem magnast upp

í

sama formandanum, koma fram í sama formandanum

í, eftir

því hvort, hver grunntíðnin er. Aðeins til þess að reyna að, að skýra þetta,

þá

sjáum við hér að á efri myndinni er það

fyrsti, annar, þriðji, fjórði yfirtónn sem er sterkastur í fyrsta formanda.

Það er þá vegna þess að

grunntíðni raddarinnar er kringum hundrað og tuttugu

og

fjórði yfirtónn er þá

fjögur hundruð og áttatíu, sem að er nálægt þessum fimm hundruð sem er, sem sagt, fyrsti formandi er á.

Í,

hér á neðri myndinni

þá er það aftur á móti fyrsti, annar, þriðji yfirtónn sem er sterkastur í fyrsta formanda.

Það er vegna þess að,

hér er grunntíðnin væntanlega um hundrað og fimmtíu.

Þá er annar formandi þrjú hundruð

og þriðji formandi fjögur hundruð og fimmtíu, sem er þá ekki heldur langt frá

tíðninni fimm hundruð sem einkennir fyrsta formanda hér. Athugið semsagt að, að málið er þetta:

Yfirtónar og formendur

ráðast af

ólíkum atriðum.

Yfirtónarnir, tíðni þeirra ræðst af grunntóninum,

þeir eru heil margfeldi af grunntóninum, þannig að,

ef að, ef að grunntónninn er hundrað og tuttugu, grunntíðnin hundrað og tuttugu,

þá eru yfirtónar margfeldi af því, ef grunntíðnin er hundrað og fimmtíu eru yfirtónar margfeldi af því,og svo framvegis.

Aftur á móti

stjórnast formendatíðnin ekki af grunntíðninni.

Formendatíðni, tíðni einstakra formanda, formenda, ræðst af lögun munnholsins

og, og lögun munnholsins er óháð grunntíðninni. Það er að segja,

lögun munnholsins í körlum og konum

er um það bil sú sama. Að vísu er

höfuðstærð karla að meðaltali svolítið meiri, það er oft, stundum talað um að meðaltali sautján prósent meiri en kvenna.

Og það

þýðir að, að

formendur

kvenna

eru svolítið hærri en í meginatriðum samt er þetta sambærilegt. Þannig að, að áttið ykkur á þessu,

að yfirtónarnir ráðast af grunntíðninni, formendurnir ráðast

af mögnunareiginleikum munnholsins, það er að segja lögun þess og stöðu

hverju tilviki.

Látum þetta duga um yfirtóna að sinni en síðan er fjallað nánar um formendur í öðrum fyrirlestri.


Sveiflur raddbanda, sveiflutíðni, yfirtónar og hljóðrof (2)

en eðli munnholsins, það veldur því að það er ekki mjög nákvæmur magnari.

Það er,

það hafa margir sjálfsagt prófað að, að hella vatni í flösku

og

blása yfir stútinn,

heyra hvernig hljóðið, hljóð myndast þá, ef þið hafið ekki prófað þetta skuluð þið gera það,

og hvernig

hljóðið breytist eftir því hversu mikið vatn er í flöskunni.

Það

breytist vegna þess að loftsúlan í flöskunni,

sem sagt frá yfirborði vatnsins upp að stútnum, hún er misstór eftir því hvað er mismikið vatn í flöskunni.

Og þessi loftsúla,

semsagt þegar við blásum yfir stútinn, þá komum við af stað hreyfingum loftsins í þessari loftsúlu, sameindasveiflum,

og

þær sveiflur eru mismunandi eftir því hversu

stór eða hversu löng loftsúlan er.

Og í raun og veru má segja að munnholið verki á svipaðan hátt. Í því er eins konar loftsúla,

að vísu ekki kannski mjög regluleg, en ef við skoðum þessa mynd hér þá getum við

séð þarna loftsúlu

frá raddböndum, raddglufunni hér upp kokið og

gegnum munnholið og fram að vörum.

Og

hér fyrir neðan er í raun og veru búið að, búið að taka þessa loftsúlu út,

svona rétta úr henni, búa til þarna hólk

sem er

um það bil sautján komma fimm sentimetra langur. Það er svona meðalfjarlægð frá raddböndum að vörum á, á karlmanni.

Og

ef

loftsameindunum í hólki af þessu tagi, þessari stærð,

er komið af stað þá fara þær að titra á ákveðinni tíðni

og,

og þá er ákveðin tíðni, eru ákveðin tíðnisvið dempuð niður

en önnur mögnuð upp

og

það

sem að gerist

þegar

það er,

þá,

þau sem eru, tíðnisvið sem eru mögnuð upp eru kölluð formendur.

Formendur eru semsagt þau tíðnisvið sem hafa mestan styrk í hverju málhljóði

og í flestum sérhljóðum eru að minnsta kosti þrír formendur greinilegir, við eigum eftir að skoða þetta heilmikið.

Lægsta tíðnisvið sem hefur einhvern verulegan styrk er kallað fyrsti formandi, og það er táknað með stóru f-i og,

og tölustafnum einum svona litlum og neðan línu eins og þið sjáið hér á glærunni.

Næsta tíðnisvið

sem hefur einhvern verulegan styrk

er kallað annar formandi og svo framvegis.

Og ástæðan fyrir því að við skynjum mun á hljóðum, að við heyrum að [a] er annað hljóð en [ɛ], sem er annað hljóð en [ʏ], sem er annað hljóð en [i], og svo framvegis.

Ástæðan fyrir því að við skynjum þennan mun

eru að hljóðin hafa mismunandi formendur, grunntíðnin, grunnsveiflur raddbandanna eru þær sömu í öllum þessum hljóðum

en,

og yfirtónar barkakýlishljóðsins eru þeir sömu líka.

Það sem að hins vegar gerist er að hljóðið er mótað á mismunandi hátt í talfærunum ofan barkakýlis, þar að segja í munnholinu.

Við breytum stöðu talfæranna í munnholinu og það leiðir til þess að það verða mismunandi tíðnisvið, mismunandi yfirtónar sem magnast upp

og mismunandi yfirtónar sem eru deyfðir.

Við sjáum hérna

hljóðróf. Það er talað um

hljóðróf hljóða, sem er þetta mynstur

af

sveiflum sem einkenna hljóðið,

þetta er hljóðróf

hljóðs sem er kallað schwa,

táknað í hljóðritun svona með e á hvolfi og er einhvern veginn svona: [ə] [ə] [ə],

nokkuð líkt íslensku ö

en það er sagt, þetta er kallað hlutlaust af því að það er sagt að það sé myndað við, svona hlutlausa stöðu munnholsins þar sem að

tungan er svona í einhvers konar hvíldarstöðu. Það er,

það er eins og er sýnt á þessari mynd hér

og

í

þessu hljóði, [ə] [ə] [ə],

þá

eru þrír formendur, þrjú tíðnisvið sem eru sterkust,

fyrsti formandi, fyrsta tíðnisviðið sem kemur sterkt í gegn, er þá kringum fimm hundruð sveiflur á sekúndu. Það þýðir sem sagt að grunntónninn og fyrstu yfirtónarnir þarna,

þeir eru deyfðir niður

en síðan yfirtónar sem er í kringum fimm hundruð sveiflur á sekúndu þeir komast í gegn

af fullum styrk.

Svo eru þeir yfirtónar sem eru í kringum þúsund sveiflur á sekúndu þeir eru

deyfðir heilmikið niður

en þeir sem eru fimmtán hundruð komast í gegn

og svo framvegis þannig að að þetta hljóð, hlutlausa sérhljóðið schwa

hefur þessa þrjá formendur: kringum fimm hundruð, kringum fimmtán hundruð og kringum tvö þúsund og fimm hundruð sveiflur á sekúndu.

Það sem

gerist, og það er rétt að, að

hafa það í huga að það eru

ekki bein tengsl á milli þess

hvaða

yfirtónar magnast upp

og, og tíðni

formendanna, þar að segja að það geta verið mismunandi

yfirtónar sem magnast upp

í

sama formandanum, koma fram í sama formandanum

í, eftir

því hvort, hver grunntíðnin er. Aðeins til þess að reyna að, að skýra þetta,

þá

sjáum við hér að á efri myndinni er það

fyrsti, annar, þriðji, fjórði yfirtónn sem er sterkastur í fyrsta formanda.

Það er þá vegna þess að

grunntíðni raddarinnar er kringum hundrað og tuttugu

og

fjórði yfirtónn er þá

fjögur hundruð og áttatíu, sem að er nálægt þessum fimm hundruð sem er, sem sagt, fyrsti formandi er á.

Í,

hér á neðri myndinni

þá er það aftur á móti fyrsti, annar, þriðji yfirtónn sem er sterkastur í fyrsta formanda.

Það er vegna þess að,

hér er grunntíðnin væntanlega um hundrað og fimmtíu.

Þá er annar formandi þrjú hundruð

og þriðji formandi fjögur hundruð og fimmtíu, sem er þá ekki heldur langt frá

tíðninni fimm hundruð sem einkennir fyrsta formanda hér. Athugið semsagt að, að málið er þetta:

Yfirtónar og formendur

ráðast af

ólíkum atriðum.

Yfirtónarnir, tíðni þeirra ræðst af grunntóninum,

þeir eru heil margfeldi af grunntóninum, þannig að,

ef að, ef að grunntónninn er hundrað og tuttugu, grunntíðnin hundrað og tuttugu,

þá eru yfirtónar margfeldi af því, ef grunntíðnin er hundrað og fimmtíu eru yfirtónar margfeldi af því,og svo framvegis.

Aftur á móti

stjórnast formendatíðnin ekki af grunntíðninni.

Formendatíðni, tíðni einstakra formanda, formenda, ræðst af lögun munnholsins

og, og lögun munnholsins er óháð grunntíðninni. Það er að segja,

lögun munnholsins í körlum og konum

er um það bil sú sama. Að vísu er

höfuðstærð karla að meðaltali svolítið meiri, það er oft, stundum talað um að meðaltali sautján prósent meiri en kvenna.

Og það

þýðir að, að

formendur

kvenna

eru svolítið hærri en í meginatriðum samt er þetta sambærilegt. Þannig að, að áttið ykkur á þessu,

að yfirtónarnir ráðast af grunntíðninni, formendurnir ráðast

af mögnunareiginleikum munnholsins, það er að segja lögun þess og stöðu

hverju tilviki.

Látum þetta duga um yfirtóna að sinni en síðan er fjallað nánar um formendur í öðrum fyrirlestri.