×

Χρησιμοποιούμε cookies για να βελτιώσουμε τη λειτουργία του LingQ. Επισκέπτοντας τον ιστότοπο, συμφωνείς στην cookie policy.


image

Lögfræði. Ása Ólafsdóttir - fyrirlestrar, 134.regla - framhald

134.regla - framhald

Það er þá komið að því að fjalla um, við erum enn þá í hundrað þrítugustu og fjórðu grein. Munið þið að það eru, þetta er riftunarreglan það má krefjast riftunar á greiðslu skuldar og eru, það er almennt skilyrði það þarf að vera greiðsla skuldar. Síðan eru þessar þrjár riftunarreglu inni í [HIK: re], ákvæðinu með óvenjulegum greiðslueyri fyrr en eðlilegt var eða að hún skerði greiðslugetu þrotamanns verulega. En síðan er hægt að víkjast undan eða getur sem sagt riftunarþoli sýnt fram á að greiðslan kunni að hafa verið venjuleg eftir atvikum. Og þá getur hann sýnt það varðandi allar þessar þrjár riftunarreglur. Ef við skoðum það, við erum aðeins að skoða nokkur atriði varðandi hvað er venjulegt eftir atvikum. Það er að segja greiðslan virðist, sem sagt það er í annarri málsgrein, já það er kannski rétt að, aðeins áður en við förum í, hérna, í [HIK: að] það hvort þetta er venjulegt eftir atvikum þá er þetta svona stutt áminning að riftunarfresturinn er almennt sex mánuðir en það framlengist í allt að tuttugu og fjóra mánuði ef um nákomna er að ræða. Og þá þarf sönnun um gjaldfærni, það sem sagt, þá er það, nema sýnt sé fram á að hann sé gjaldfær og það þrátt fyrir greiðsluna. Og það er þá riftunarþolinn sem þarf að sýna fram á það, sem sagt kröfuhafinn sem fékk greiðsluna. Já, þannig þetta er sem sagt hundrað og [HIK: þrí], þetta með viðbótarfresti þetta á náttúrulega við um, um hérna þessi ákvæði sem eru þarna í hausnum, hundrað þrítugasta og þriðja, þrítugasta og sjöunda, þrítugustu og áttundu, sérákvæði í hundrað þrítugustu og fyrstu hundrað þrítugustu og annarri. En nú erum við að skoða hvort að greiðsla geti virst venjuleg eftir atvikum. Og ef að hún er venjuleg eftir atvikum þá nær riftun ekki fram að ganga. Og ég vísa bara til þessara fimm atriða sem eru í kennslubókinni sem Viðar Már telur upp. Þetta eru samsvarandi atvik og, eða tilvik og eiga við þegar að metið er hvort að greiðsla sé, fari fram með óvenjum greiðslueyri. Þetta eru mjög svipuð atvik eða svipuð, svipaðar mælistikur. Þannig að þið munið bara eftir því þegar að þið eruð að útbúa ykkar svar. En þetta með venjuleg eftir atvikum þarna er, þetta sýnir að [HIK: þett], þau, þann tilgang eða þau varnaðaráhrif sem hundrað þrítugustu og fjórðu grein er ætlað að hafa. Það er, þeim er ætlað, henni er í reynd ætlað að sporna við óvenjulegum greiðslum. Og það, hún, hún getur alveg verið venjuleg ef, sem sagt, hún getur líka verið óvenjuleg það þarf bara að skoða sem sagt aðstæður hverju sinni. Þetta getur verið óvenjulegt þó að aðstæður hefðu verið venjulegar. En, sem sagt, það sem ég reyni að koma þarna á framfæri er að viðskiptin, það þarf bara að skoða þau viðskipti sem þarna eiga sér stað hverju sinni. Og ef við tökum Miklagarðsdóminn, Kólus frá nítján hundruð níutíu og sex. Þá var málið þannig að þetta var Mikligarður sem að er í gjaldþrotaskiptum og hann er kominn í fjárhagsvandræði. Hann hins vegar er, gerir þarna samkomulag við Kólus sem er hérna súkkulaðifyrirtæki. Og þetta er náttúrlega, Kólus þarf sykur í sína framleiðslu og hafði keypt af Miklagarði. Þeir voru búnir að vera í viðskiptum frá apríl til byrjun mars og þá hafði Kólus keypt samtals sjötíu og fimm tonn, rúmlega, af sykri af Miklagarði. Síðan var sko Mikligarður líka í viðskiptum við Kólus og keypti súkkulaði og lakkrís af þeim þannig að stofnaði þar til skuldar. Þannig að þetta var staðan. Kólus keypti af Miklagarði sykur og fleira og Mikligarður keypti súkkulaði og, og lakkrís af Kólusi. En það var alltaf þannig að þeir borguðu sínar skuldir, það var aldrei verið að [HIK: viðs], skuldajafna á milli þessara viðskipta, það er að segja Mikligarður borgaði bara sínar skuldir með peningum eða útgáfu víxla. En síðan gerist það þarna undir lok ársins níutíu og þrjú, þá kaupir Kólus, þetta er í mars, níutíu og þrjú, þá kaupir Kólus samtals fjörutíu og fjögur tonn í [HIK: einu], [HIK: ein], einni bunu af Miklagarði. Og þarna síðan í kjölfarið, þetta er, kaupir fyrir eina milljón, tæpar eina milljón og átta hundruð þúsund og svo lýsa þeir yfir skuldajöfnun og segja að nú séu þeir búnir að kvitta út gagnkvæmar skuldir. Þannig að skuld Miklagarðs við Kólus var eiginlega þarna greidd með sykri. Þá er spurningin: var greitt með óvenjulegum greiðslueyri eða var þetta venjulegt eftir atvikum? Og þetta er í rómverskum þremur [UNK] dómi Hæstaréttar að þá segir Hæstiréttur að frá upphafi þegar þú ert búinn að vera í við skipta sambandi í eitt ár, tæpt, og að þar hafi Kólus keypt af þeim sjötíu og fimm tonn af sykri og jafnaðarlega sex tonn í mánuði. En þarna allt í einu í einum mánuði eru keypt fjörutíu og fjögur tonn af sykri og síðan er þetta sem er sjöfalt sykurmagn sem hann hafði keypt að meðaltali á mánuði. Og síðan nettar hann þetta á móti viðskiptaskuld Miklagarðs við sig sem aldrei hafði verið gert áður og þar með voru félögin orðin skuldlaus. Og þarna fallist á að þetta væri í reynd greiðsla skuldar með vörum og það yrði að teljast óvenjulegur greiðslueyrir. Og það voru ekki talin efni til að líta svo á að greiðslan hafi getað virst venjuleg eftir atvikum. Og þarna var fallist á riftun og endurgreiðslu. En það var fallist á sem sagt, síðan héldu félögin áfram viðskiptum og það var lækkað sem nam úttekt Miklagarðs eftir hinn riftanlega, eftir hina riftanlegu ráðstöfun. Þannig að [HIK: vi vi] sko, það er bara mat hverju sinni. Greiðslan er venjuleg í viðskiptum ef [UNK], ef hún er í samræmi við fyrri viðskipti þó að almennt séð kunni hún að vera óvenjuleg. Og, svona, þetta gæti, maður gæti skoðað, var verulegur afsláttur veittur? Var niðurfelling dráttarvaxta og fleira? Allt þetta gæti haft, þetta eru svona atriði sem að skiptastjóri myndi líta til þegar hann metur hvort hann eigi að fara fram með riftunarkröfu. En þetta með greiðsla getur verið venjulega í viðskiptum milli aðila ef hún er í samræmi við fyrri viðskipti þótt hún kunni almennt séð að vera óvenjuleg það, þar getum við til dæmis skoðað þessa nýrri dóma. Og þetta eru allt dómar sem að við vorum að skoða áðan um, um það hvort að þetta hafi verið greitt fyrr en eðlilegt var. Þetta eru dómar milli bankana. Þetta er sem sagt U B S, sem sagt það eru þarna fleiri dómar. Við getum allt eins vísað til dóm [UNK] númer sex hundruð sjötíu og sjö, tvö þúsund og sextán og sex hundruð tuttugu og eitt, tvö þúsund og sextán. Ég var með það á fyrri glæru þegar við vorum að skoða greitt fyrr en eðlilegt var. Það var [UNK] báðum þessum dómum fallist á að svo háttaði til en síðan var [HIK: se], [HIK: sætt], sýknað vegna þess að hún hefði sem sagt verið alla vega í, í, hérna, í, í, sem sagt, ef við berum saman raun þá er það í máli sex hundruð tuttugu og eitt, tvö þúsund og sextán að þar er fallist á að greiðslan sé venjuleg eftir atvikum. En í máli sex hundruð sjötíu og sjö, tvö þúsund og sextán þá er ekki fallist á að greiðslan væri venjuleg eftir atvikum. Og af hverju [HIK: get] er mismunandi niðurstaða? Þetta er sem sagt bara, Hæstiréttur metur það og gerir það í þessu máli hundrað áttatíu og níu, tvö þúsund og sextán og tvö hundruð, tvö þúsund og sextán, þetta er sem sagt greiðslur samkvæmt útgefnum fjármálagerningum og þetta eru hlutdeildir sem verið er að greiða og greiða inn á, inn á skuldabréf. Og það er gert fyrr en eðlilegt var, fyrir gjalddaga. En Hæstiréttur ef við tökum til dæmis dóminn sem er númer hundrað áttatíu og níu, tvö þúsund og sextán þá segir hæstiréttur í rómverskum tveimur í síðustu málsgreininni þar: að þarna væri sem sagt [HIK: var], við mat um það, hvort því, hvort um sé að ræða að [UNK] ef talið er að greiðslan er venjuleg eftir atvikum þá skoðar Hæstiréttur skilmálana sem giltu samkvæmt, sem sagt, sem giltu um skuldabréfin og í þeim er beinlínis tekið fram að bankinn gæti sjálfur átt svona viðskipti, gæti keypt hlutdeildir í skuldabréfunum og selt hann á ný. Og svo lágu líka fyrir að hann hefði gert það í talsverðum mæli þannig að, og líka það að viðskipti af þessum toga voru alvanalega í tilvikum annarra fjármálafyrirtækja, bæði innlendra og erlendra. Og þegar að [UNK] þá verður að líta svo á að fyrir lægi að þessi viðskipti sem þarna var verið að rifta hefðu verið venjuleg eftir atvikum, Það var sýknað af þessari kröfu um riftun. Og í sjálfu sér sama niðurstaða í dómi tvö hundruð, tvö þúsund og sextán. Þarna er aftur svona hlutdeildir og reyndar stendur fyrir þeim dómi, það er í rómverskum eða það er sem sagt bara í næstneðstu málsgreininni í dómi Hæstaréttar. Að þá segir Hæstiréttur að það verði að leggja hlutlægt mat á hvort að þessu skilyrði, hvort að sem sagt riftunarþola hafi tekist að sanna það að þessu skilyrði sé [HIK: upp], uppfyllt eða fullnægt. Og það var beinlínis samið um það að hann gæti keypt þessar, bankinn gæti keypt hlutdeildir í þessum skuldabréfum, það er að segja útgefnum fjármálagerningum. Og það að hann hafði keypt þær í talsverðum mæli og auk þess væri alvanalegt að fyrirtækið keyptu hlutdeildir í skuldabréfum sem að þau höfðu gefið út áður en til gjalddaga þeirra kæmi. Þannig að það var fallist á þarna að um væri að ræða greiðslu sem væri venjuleg eftir atvikum. Aðeins bara, mér finnst þetta allt saman, það er svo sem kannski þessi dómur þarna, fjögur hundruð níutíu og eitt [UNK] það er bara sama þar. Og ég ætla ekkert að fara að tyggja það neitt hér í þessum litla hlaðvarpsþætti mínum. En það er bara þessi dómur átta hundruð og fjórtán, tvö þúsund og sextán sem að svona fékk mig til að hugsa. Ég setti þess vegna upp orðalagið úr dóminum, það kom mér svolítið á óvart. En, en það er sem sagt þetta að þarna er aftur banki, Kaupþing og Raffheisen Bank og var spurningin: var venjulegt eftir atvikum? Þarna væri verið að borga fyrr en eðlilegt var, aftur. Svona útgefnir skuldagerningar sem var verið að greiða fyrr en eðlilegt var og það var fallist á það. En þarna var smá umfjöllun um það og hvernig greiðsla getur virst venjuleg eftir atvikum og þá er sem sagt þetta sem ég tek upp á glæruna skilyrði um að greiðsla teljist ekki venjuleg eftir atvikum. Vísa til þess að það sé aðeins, og þetta er beint upp úr dómi Hæstaréttar, þannig að ég, hérna, hefði [UNK] átt að segja venjuleg eftir atvikum. En alla vega, vísa til þess að aðeins er rétt að fallast á riftun greiðslu ef hún er óvenjuleg í sjálfu sér eða innt af hendi við óvenjulegar aðstæður. Í því sambandi er rétt að líta til eðlis viðkomandi viðskipta og hvort greiðslan sé óvenjuleg í þeim viðskiptum sem um ræðir. Og við mat á því hvort greiðsla teljist venjuleg eftir atvikum skiptir máli hvort hún hafi á sér þann blæ að með henni sé verið að ívilna móttakanda greiðsluna á kostnað annarra kröfuhafa. Og þarna verða við þau málsatvik heildstætt en því samhengi kunni huglæg afstaða þess sem móttók greiðslu að skipta máli og einkum hvort telja megi að slæm fjárhagsleg staða geti haft áhrif á greiðsluna, jafnvel úrslitin um hana. Og þannig sko kemst þetta, svona þræðir Hæstiréttur sig í, í mark og kemst að því að þarna hafi greiðslan verið venjuleg eftir atvikum og sýknaði af riftunarkröfu. Hér í lokin þá vil ég vekja athygli ykkar á grein sem Viðar Már Matthíasson, hún er ekki á leslista en hann skrifaði grein um [HIK: greiðsl], venjulegar, hvort að greiðsla sé venjuleg eftir atvikum í afmælisrit eða sem sagt, í Stefánsbók sem kom út núna í, í vor. Og hann skrifar þar um hvort að greiðslur geti verið venjuleg eftir atvikum. Þannig að ef þið eruð að undirbúa svar eða velta fyrir ykkur uppsetningu á svari þá er, það er ágætis heimild. Nú, ég ætla síðan hér að endingu að fjalla um hundrað þrítugustu og fimmtu og hundrað þrítugustu og sjöttu grein. Þetta er ekki mjög praktísk ákvæði í hundrað þrítugustu og fimmtu grein. Þar segir að krefjast megi riftunar á, ef, ef, þrotamaður hefur greitt víxil eða tékka þá verði ekki hægt að rifta þeirri ráðstöfun samkvæmt þeim sem þurfa, þurft að halda við víxil eða tékkareikningi. Þannig að sem sagt þetta snýst um það að vera að vernda víxla og tékka sem viðskiptaskjöl en það er engir dómar sem fjalla um þetta og eiginlega hafa víxlar og tékkar fékk svo til horfið úr íslensku viðskiptalífi. Þannig það er ekki ástæða til þess að fjalla nánar um þetta en þið vitið af þessari, þessum reglum. En síðan er það hundrað þrítugasta og sjötta grein. Það er sem sagt aðeins smá, það er, hérna, þarf að hugsa aðeins um samhengið á milli hundruðustu greinar, hundrað þrítugustu og sjöttu greinar og hundrað þrítugustu og fjórðu greinar. Og nú ætla ég aðeins að útskýra þetta betur. Í hundruðustu grein gjaldþrotaskiptalaga er fjallað um rétt til skuldajafna gagnvart þrotabúi. Það gildir almenni rétturinn sem menn hafa samkvæmt ólögfestum reglum um skuldajöfnuð, [UNK] ólögfestar reglur fjármunaréttar en hins vegar þá er þrengt að skuldajöfnunar skilyrðum og sérstaklega varðandi það [HIK: hve su], hversu gömul krafan má vera sem notuð er til skuldajafnaðar gagnvart kröfu þrotabúsins. Þetta er gert til þess að koma í veg fyrir kröfukaup á hendur þrotamanni í aðdraganda gjaldþrotaskipta. Sem sagt gagnkröfuhafinn verður að hafa eignast kröfuna áður en þrír mánuðir voru til frestdags, hvorki vitað né mátt vit mátti þrotamaður átti ekki fyrir skuldum og ekki fengið kröfuna til að skuldajafna. Þannig að það er heimilt að skuldajafna með þessum sér þröngum skilyrðum að gagnkrafan má ekki vera yngri en þriggja mánaða. Og ekki grandsemi gagnkröfuhafa þegar hann kaupir kröfuna. Þá sem sagt segir hundrað þrítugasta og sjötta grein að ákvæði um riftun greiðslu gilda einnig um skuldajöfnuð ef ekki mætti beita honum samkvæmt hundruðustu grein. Nú það er bara sérstakt ákvæði sem sagt í hundrað þrítugustu og sjöttu grein að þá er ekki hægt að komast framhjá riftunarreglunum með því að beita skuldajöfnuði í andstöðu við hundruðustu grein. Og menn hafa sem sagt verið að deila um þetta. Hvað þýðir að þessi, [HIK: hva, hva], hver er víxlverkunin? Segjum að, eins og þið munið í, hérna, í Kólusdómnum, sem ég var að fara yfir áðan. Viðskipti Miklagarðs og Kólusar um sykurkaup. Þar hafði greiðslan raunverulega verið framkvæmd með skuldajöfnuði. Og, en Hæstiréttur, það kom ekkert í veg fyrir það að Hæstiréttur beitti þar hundrað þrítugustu og fjórðu grein gjaldþrotaskiptalaga við riftunina. Byggði riftunina á ákvæðum hundruð þrítugustu og fjórðu greinar sagði jafnvel þótt að greiðslan hafi farið fram með skuldajöfnuði þá var hún raunverulega innt af hendi með óvenjulegum greiðslueyri. Og það er enn nýrri dómur þarna, rekstur níutíu, fjögur hundruð áttatíu og þrjú, tvö þúsund og fjórtán. [UNK] athugið það var önnur niðurstaða í héraðsdómi, þar sýknaði héraðsdómari af því að hann sagði það eru uppfyllt skilyrði hundruðustu greinar og þar með má ekki rifta af því að það stendur hundrað þrítugustu og sjöttu grein að það megi bara rifta skuldajöfnuði ef að, ef að hérna um er að ræða ólögmætan skuldajöfnuð. En þar, því, þeirri niðurstöðu snýr Hæstiréttur við og segir að samkvæmt fyrstu málsgrein hundrað þrítugustu [HIK: fjórð], fjórðu greinar gjaldþrotaskiptalaga má krefjast [HIK: ri] riftunar á greiðslu skuldar á síðustu sex mánuðum ef greitt var með óvenjulegum greiðslueyri. Og í þessu tilviki þá var þetta þrotabú rekstrar níutíu gegn Tæknivörum og skuld þrotabú rekstrar níutíu hafði verið greidd með afhendingu lausafjármuna. Þannig að það var óumdeilt að það hafi verið greitt með afhendingu, sem sagt, þessara vara en síðan var sko viðskiptakvittunin eða reikningurinn vegna sölu á þessum vörum honum var notað til þess að, hann var notaður til að skuldajafna við kröfu Tæknivara. Var þetta skuldajöfnun sem mátti ekki rifta eða var greiðsla með óvenjunum greiðslueyri? Og Hæstiréttur segir bara: á það verður ekki fallist með áfrýjanda, sem sagt, að fartölva, myndavél, sjónvarpstæki og litaprentari sé almennt ekki venjulegur greiðslueyrir. Og ekki heldur höfðu farið fram greiðslur með þessum hætti milli aðilanna fram að því að þessi viðskipti voru gerð. Og stefndi hefur ekki sýnt fram á að þessi, þessar greiðslur hafi verið venjulegar eftir atvikum. Þannig afgreiðir Hæstiréttur það hvort þetta sé riftanlegt sem óeðlilegum greiðslueyri eða venjulegum eftir atvikum. Síðan var spurningin með tengslin við hundrað þrítugustu og sjöttu grein og skuldajöfnunarreglu gjaldþrotaskiptalaga. Hæstiréttur segir bara beint út: við úrlausn um það hvort fallist verði á riftunarkröfu skiptir ekki máli þótt uppgjör aðila hafi verið klætt í búningi skuldajafnaðar, enda verður í því sambandi að líta til þess í hvaða horfi greiðslan var þegar hún fór frá skuldara. Og stendur: ákvæði hundrað þrítugustu og sjöttu greinar gjaldþrotaskiptalaga því ekki í vegi að ráðstöfuninni verði rift á grundvelli hundrað þrítugustu og fjórðu greinar laganna. Þetta þýðir að Hæstiréttur er hér, eins og þið munið, að skoða tímamarkið í hvaða búningi greiðslan var þegar hún fór frá skuldaranum. Hér fer greiðslan frá skuldaranum í formi rafvara ýmiss konar, myndavéla, fartalva, litaprentara, sjónvarpstækja, og [HIK: þa] Hæstiréttur segir: jafnvel þótt að þetta hafi fari með þessum hætti frá skuldaranum til kröfuhafans og síðan verið gefinn út reikningur og honum skuldajafnað þá er það að vera klæða viðskiptin í búning skuldajafnaðar. Við lyftum þessum búningi af og skoðum raunverulega hvernig viðskiptin fóru fram. Þau fóru fram með því að þarna voru afhentar vörur og þær voru í búningi þessara lausafjármuna þegar þær fóru frá þrotabúinu eða þrotamanni og þar með getum við rift greiðslunni á grundvelli hundrað þrítugustu og fjórðu greinar. Og þá kemur hundrað þrítugasta og sjötta grein málinu ekkert við. Þannig hafið þetta í huga þegar að við skoðum, þegar að þið eruð að skoða hundrað þrítugustu og sjöttu grein.


134.regla - framhald

Það er þá komið að því að fjalla um, við erum enn þá í hundrað þrítugustu og fjórðu grein. Munið þið að það eru, þetta er riftunarreglan það má krefjast riftunar á greiðslu skuldar og eru, það er almennt skilyrði það þarf að vera greiðsla skuldar. Síðan eru þessar þrjár riftunarreglu inni í [HIK: re], ákvæðinu með óvenjulegum greiðslueyri fyrr en eðlilegt var eða að hún skerði greiðslugetu þrotamanns verulega. En síðan er hægt að víkjast undan eða getur sem sagt riftunarþoli sýnt fram á að greiðslan kunni að hafa verið venjuleg eftir atvikum. Og þá getur hann sýnt það varðandi allar þessar þrjár riftunarreglur. Ef við skoðum það, við erum aðeins að skoða nokkur atriði varðandi hvað er venjulegt eftir atvikum. Það er að segja greiðslan virðist, sem sagt það er í annarri málsgrein, já það er kannski rétt að, aðeins áður en við förum í, hérna, í [HIK: að] það hvort þetta er venjulegt eftir atvikum þá er þetta svona stutt áminning að riftunarfresturinn er almennt sex mánuðir en það framlengist í allt að tuttugu og fjóra mánuði ef um nákomna er að ræða. Og þá þarf sönnun um gjaldfærni, það sem sagt, þá er það, nema sýnt sé fram á að hann sé gjaldfær og það þrátt fyrir greiðsluna. Og það er þá riftunarþolinn sem þarf að sýna fram á það, sem sagt kröfuhafinn sem fékk greiðsluna. Já, þannig þetta er sem sagt hundrað og [HIK: þrí], þetta með viðbótarfresti þetta á náttúrulega við um, um hérna þessi ákvæði sem eru þarna í hausnum, hundrað þrítugasta og þriðja, þrítugasta og sjöunda, þrítugustu og áttundu, sérákvæði í hundrað þrítugustu og fyrstu hundrað þrítugustu og annarri. En nú erum við að skoða hvort að greiðsla geti virst venjuleg eftir atvikum. Og ef að hún er venjuleg eftir atvikum þá nær riftun ekki fram að ganga. Og ég vísa bara til þessara fimm atriða sem eru í kennslubókinni sem Viðar Már telur upp. Þetta eru samsvarandi atvik og, eða tilvik og eiga við þegar að metið er hvort að greiðsla sé, fari fram með óvenjum greiðslueyri. Þetta eru mjög svipuð atvik eða svipuð, svipaðar mælistikur. Þannig að þið munið bara eftir því þegar að þið eruð að útbúa ykkar svar. En þetta með venjuleg eftir atvikum þarna er, þetta sýnir að [HIK: þett], þau, þann tilgang eða þau varnaðaráhrif sem hundrað þrítugustu og fjórðu grein er ætlað að hafa. Það er, þeim er ætlað, henni er í reynd ætlað að sporna við óvenjulegum greiðslum. Og það, hún, hún getur alveg verið venjuleg ef, sem sagt, hún getur líka verið óvenjuleg það þarf bara að skoða sem sagt aðstæður hverju sinni. Þetta getur verið óvenjulegt þó að aðstæður hefðu verið venjulegar. En, sem sagt, það sem ég reyni að koma þarna á framfæri er að viðskiptin, það þarf bara að skoða þau viðskipti sem þarna eiga sér stað hverju sinni. Og ef við tökum Miklagarðsdóminn, Kólus frá nítján hundruð níutíu og sex. Þá var málið þannig að þetta var Mikligarður sem að er í gjaldþrotaskiptum og hann er kominn í fjárhagsvandræði. Hann hins vegar er, gerir þarna samkomulag við Kólus sem er hérna súkkulaðifyrirtæki. Og þetta er náttúrlega, Kólus þarf sykur í sína framleiðslu og hafði keypt af Miklagarði. Þeir voru búnir að vera í viðskiptum frá apríl til byrjun mars og þá hafði Kólus keypt samtals sjötíu og fimm tonn, rúmlega, af sykri af Miklagarði. Síðan var sko Mikligarður líka í viðskiptum við Kólus og keypti súkkulaði og lakkrís af þeim þannig að stofnaði þar til skuldar. Þannig að þetta var staðan. Kólus keypti af Miklagarði sykur og fleira og Mikligarður keypti súkkulaði og, og lakkrís af Kólusi. En það var alltaf þannig að þeir borguðu sínar skuldir, það var aldrei verið að [HIK: viðs], skuldajafna á milli þessara viðskipta, það er að segja Mikligarður borgaði bara sínar skuldir með peningum eða útgáfu víxla. En síðan gerist það þarna undir lok ársins níutíu og þrjú, þá kaupir Kólus, þetta er í mars, níutíu og þrjú, þá kaupir Kólus samtals fjörutíu og fjögur tonn í [HIK: einu], [HIK: ein], einni bunu af Miklagarði. Og þarna síðan í kjölfarið, þetta er, kaupir fyrir eina milljón, tæpar eina milljón og átta hundruð þúsund og svo lýsa þeir yfir skuldajöfnun og segja að nú séu þeir búnir að kvitta út gagnkvæmar skuldir. Þannig að skuld Miklagarðs við Kólus var eiginlega þarna greidd með sykri. Þá er spurningin: var greitt með óvenjulegum greiðslueyri eða var þetta venjulegt eftir atvikum? Og þetta er í rómverskum þremur [UNK] dómi Hæstaréttar að þá segir Hæstiréttur að frá upphafi þegar þú ert búinn að vera í við skipta sambandi í eitt ár, tæpt, og að þar hafi Kólus keypt af þeim sjötíu og fimm tonn af sykri og jafnaðarlega sex tonn í mánuði. En þarna allt í einu í einum mánuði eru keypt fjörutíu og fjögur tonn af sykri og síðan er þetta sem er sjöfalt sykurmagn sem hann hafði keypt að meðaltali á mánuði. Og síðan nettar hann þetta á móti viðskiptaskuld Miklagarðs við sig sem aldrei hafði verið gert áður og þar með voru félögin orðin skuldlaus. Og þarna fallist á að þetta væri í reynd greiðsla skuldar með vörum og það yrði að teljast óvenjulegur greiðslueyrir. Og það voru ekki talin efni til að líta svo á að greiðslan hafi getað virst venjuleg eftir atvikum. Og þarna var fallist á riftun og endurgreiðslu. En það var fallist á sem sagt, síðan héldu félögin áfram viðskiptum og það var lækkað sem nam úttekt Miklagarðs eftir hinn riftanlega, eftir hina riftanlegu ráðstöfun. Þannig að [HIK: vi vi] sko, það er bara mat hverju sinni. Greiðslan er venjuleg í viðskiptum ef [UNK], ef hún er í samræmi við fyrri viðskipti þó að almennt séð kunni hún að vera óvenjuleg. Og, svona, þetta gæti, maður gæti skoðað, var verulegur afsláttur veittur? Var niðurfelling dráttarvaxta og fleira? Allt þetta gæti haft, þetta eru svona atriði sem að skiptastjóri myndi líta til þegar hann metur hvort hann eigi að fara fram með riftunarkröfu. En þetta með greiðsla getur verið venjulega í viðskiptum milli aðila ef hún er í samræmi við fyrri viðskipti þótt hún kunni almennt séð að vera óvenjuleg það, þar getum við til dæmis skoðað þessa nýrri dóma. Og þetta eru allt dómar sem að við vorum að skoða áðan um, um það hvort að þetta hafi verið greitt fyrr en eðlilegt var. Þetta eru dómar milli bankana. Þetta er sem sagt U B S, sem sagt það eru þarna fleiri dómar. Við getum allt eins vísað til dóm [UNK] númer sex hundruð sjötíu og sjö, tvö þúsund og sextán og sex hundruð tuttugu og eitt, tvö þúsund og sextán. Ég var með það á fyrri glæru þegar við vorum að skoða greitt fyrr en eðlilegt var. Það var [UNK] báðum þessum dómum fallist á að svo háttaði til en síðan var [HIK: se], [HIK: sætt], sýknað vegna þess að hún hefði sem sagt verið alla vega í, í, hérna, í, í, sem sagt, ef við berum saman raun þá er það í máli sex hundruð tuttugu og eitt, tvö þúsund og sextán að þar er fallist á að greiðslan sé venjuleg eftir atvikum. En í máli sex hundruð sjötíu og sjö, tvö þúsund og sextán þá er ekki fallist á að greiðslan væri venjuleg eftir atvikum. Og af hverju [HIK: get] er mismunandi niðurstaða? Þetta er sem sagt bara, Hæstiréttur metur það og gerir það í þessu máli hundrað áttatíu og níu, tvö þúsund og sextán og tvö hundruð, tvö þúsund og sextán, þetta er sem sagt greiðslur samkvæmt útgefnum fjármálagerningum og þetta eru hlutdeildir sem verið er að greiða og greiða inn á, inn á skuldabréf. Og það er gert fyrr en eðlilegt var, fyrir gjalddaga. En Hæstiréttur ef við tökum til dæmis dóminn sem er númer hundrað áttatíu og níu, tvö þúsund og sextán þá segir hæstiréttur í rómverskum tveimur í síðustu málsgreininni þar: að þarna væri sem sagt [HIK: var], við mat um það, hvort því, hvort um sé að ræða að [UNK] ef talið er að greiðslan er venjuleg eftir atvikum þá skoðar Hæstiréttur skilmálana sem giltu samkvæmt, sem sagt, sem giltu um skuldabréfin og í þeim er beinlínis tekið fram að bankinn gæti sjálfur átt svona viðskipti, gæti keypt hlutdeildir í skuldabréfunum og selt hann á ný. Og svo lágu líka fyrir að hann hefði gert það í talsverðum mæli þannig að, og líka það að viðskipti af þessum toga voru alvanalega í tilvikum annarra fjármálafyrirtækja, bæði innlendra og erlendra. Og þegar að [UNK] þá verður að líta svo á að fyrir lægi að þessi viðskipti sem þarna var verið að rifta hefðu verið venjuleg eftir atvikum, Það var sýknað af þessari kröfu um riftun. Og í sjálfu sér sama niðurstaða í dómi tvö hundruð, tvö þúsund og sextán. Þarna er aftur svona hlutdeildir og reyndar stendur fyrir þeim dómi, það er í rómverskum eða það er sem sagt bara í næstneðstu málsgreininni í dómi Hæstaréttar. Að þá segir Hæstiréttur að það verði að leggja hlutlægt mat á hvort að þessu skilyrði, hvort að sem sagt riftunarþola hafi tekist að sanna það að þessu skilyrði sé [HIK: upp], uppfyllt eða fullnægt. Og það var beinlínis samið um það að hann gæti keypt þessar, bankinn gæti keypt hlutdeildir í þessum skuldabréfum, það er að segja útgefnum fjármálagerningum. Og það að hann hafði keypt þær í talsverðum mæli og auk þess væri alvanalegt að fyrirtækið keyptu hlutdeildir í skuldabréfum sem að þau höfðu gefið út áður en til gjalddaga þeirra kæmi. Þannig að það var fallist á þarna að um væri að ræða greiðslu sem væri venjuleg eftir atvikum. Aðeins bara, mér finnst þetta allt saman, það er svo sem kannski þessi dómur þarna, fjögur hundruð níutíu og eitt [UNK] það er bara sama þar. Og ég ætla ekkert að fara að tyggja það neitt hér í þessum litla hlaðvarpsþætti mínum. En það er bara þessi dómur átta hundruð og fjórtán, tvö þúsund og sextán sem að svona fékk mig til að hugsa. Ég setti þess vegna upp orðalagið úr dóminum, það kom mér svolítið á óvart. En, en það er sem sagt þetta að þarna er aftur banki, Kaupþing og Raffheisen Bank og var spurningin: var venjulegt eftir atvikum? Þarna væri verið að borga fyrr en eðlilegt var, aftur. Svona útgefnir skuldagerningar sem var verið að greiða fyrr en eðlilegt var og það var fallist á það. En þarna var smá umfjöllun um það og hvernig greiðsla getur virst venjuleg eftir atvikum og þá er sem sagt þetta sem ég tek upp á glæruna skilyrði um að greiðsla teljist ekki venjuleg eftir atvikum. Vísa til þess að það sé aðeins, og þetta er beint upp úr dómi Hæstaréttar, þannig að ég, hérna, hefði [UNK] átt að segja venjuleg eftir atvikum. En alla vega, vísa til þess að aðeins er rétt að fallast á riftun greiðslu ef hún er óvenjuleg í sjálfu sér eða innt af hendi við óvenjulegar aðstæður. Í því sambandi er rétt að líta til eðlis viðkomandi viðskipta og hvort greiðslan sé óvenjuleg í þeim viðskiptum sem um ræðir. Og við mat á því hvort greiðsla teljist venjuleg eftir atvikum skiptir máli hvort hún hafi á sér þann blæ að með henni sé verið að ívilna móttakanda greiðsluna á kostnað annarra kröfuhafa. Og þarna verða við þau málsatvik heildstætt en því samhengi kunni huglæg afstaða þess sem móttók greiðslu að skipta máli og einkum hvort telja megi að slæm fjárhagsleg staða geti haft áhrif á greiðsluna, jafnvel úrslitin um hana. Og þannig sko kemst þetta, svona þræðir Hæstiréttur sig í, í mark og kemst að því að þarna hafi greiðslan verið venjuleg eftir atvikum og sýknaði af riftunarkröfu. Hér í lokin þá vil ég vekja athygli ykkar á grein sem Viðar Már Matthíasson, hún er ekki á leslista en hann skrifaði grein um [HIK: greiðsl], venjulegar, hvort að greiðsla sé venjuleg eftir atvikum í afmælisrit eða sem sagt, í Stefánsbók sem kom út núna í, í vor. Og hann skrifar þar um hvort að greiðslur geti verið venjuleg eftir atvikum. Þannig að ef þið eruð að undirbúa svar eða velta fyrir ykkur uppsetningu á svari þá er, það er ágætis heimild. Nú, ég ætla síðan hér að endingu að fjalla um hundrað þrítugustu og fimmtu og hundrað þrítugustu og sjöttu grein. Þetta er ekki mjög praktísk ákvæði í hundrað þrítugustu og fimmtu grein. Þar segir að krefjast megi riftunar á, ef, ef, þrotamaður hefur greitt víxil eða tékka þá verði ekki hægt að rifta þeirri ráðstöfun samkvæmt þeim sem þurfa, þurft að halda við víxil eða tékkareikningi. Þannig að sem sagt þetta snýst um það að vera að vernda víxla og tékka sem viðskiptaskjöl en það er engir dómar sem fjalla um þetta og eiginlega hafa víxlar og tékkar fékk svo til horfið úr íslensku viðskiptalífi. Þannig það er ekki ástæða til þess að fjalla nánar um þetta en þið vitið af þessari, þessum reglum. En síðan er það hundrað þrítugasta og sjötta grein. Það er sem sagt aðeins smá, það er, hérna, þarf að hugsa aðeins um samhengið á milli hundruðustu greinar, hundrað þrítugustu og sjöttu greinar og hundrað þrítugustu og fjórðu greinar. Og nú ætla ég aðeins að útskýra þetta betur. Í hundruðustu grein gjaldþrotaskiptalaga er fjallað um rétt til skuldajafna gagnvart þrotabúi. Það gildir almenni rétturinn sem menn hafa samkvæmt ólögfestum reglum um skuldajöfnuð, [UNK] ólögfestar reglur fjármunaréttar en hins vegar þá er þrengt að skuldajöfnunar skilyrðum og sérstaklega varðandi það [HIK: hve su], hversu gömul krafan má vera sem notuð er til skuldajafnaðar gagnvart kröfu þrotabúsins. Þetta er gert til þess að koma í veg fyrir kröfukaup á hendur þrotamanni í aðdraganda gjaldþrotaskipta. Sem sagt gagnkröfuhafinn verður að hafa eignast kröfuna áður en þrír mánuðir voru til frestdags, hvorki vitað né mátt vit mátti þrotamaður átti ekki fyrir skuldum og ekki fengið kröfuna til að skuldajafna. Þannig að það er heimilt að skuldajafna með þessum sér þröngum skilyrðum að gagnkrafan má ekki vera yngri en þriggja mánaða. Og ekki grandsemi gagnkröfuhafa þegar hann kaupir kröfuna. Þá sem sagt segir hundrað þrítugasta og sjötta grein að ákvæði um riftun greiðslu gilda einnig um skuldajöfnuð ef ekki mætti beita honum samkvæmt hundruðustu grein. Nú það er bara sérstakt ákvæði sem sagt í hundrað þrítugustu og sjöttu grein að þá er ekki hægt að komast framhjá riftunarreglunum með því að beita skuldajöfnuði í andstöðu við hundruðustu grein. Og menn hafa sem sagt verið að deila um þetta. Hvað þýðir að þessi, [HIK: hva, hva], hver er víxlverkunin? Segjum að, eins og þið munið í, hérna, í Kólusdómnum, sem ég var að fara yfir áðan. Viðskipti Miklagarðs og Kólusar um sykurkaup. Þar hafði greiðslan raunverulega verið framkvæmd með skuldajöfnuði. Og, en Hæstiréttur, það kom ekkert í veg fyrir það að Hæstiréttur beitti þar hundrað þrítugustu og fjórðu grein gjaldþrotaskiptalaga við riftunina. Byggði riftunina á ákvæðum hundruð þrítugustu og fjórðu greinar sagði jafnvel þótt að greiðslan hafi farið fram með skuldajöfnuði þá var hún raunverulega innt af hendi með óvenjulegum greiðslueyri. Og það er enn nýrri dómur þarna, rekstur níutíu, fjögur hundruð áttatíu og þrjú, tvö þúsund og fjórtán. [UNK] athugið það var önnur niðurstaða í héraðsdómi, þar sýknaði héraðsdómari af því að hann sagði það eru uppfyllt skilyrði hundruðustu greinar og þar með má ekki rifta af því að það stendur hundrað þrítugustu og sjöttu grein að það megi bara rifta skuldajöfnuði ef að, ef að hérna um er að ræða ólögmætan skuldajöfnuð. En þar, því, þeirri niðurstöðu snýr Hæstiréttur við og segir að samkvæmt fyrstu málsgrein hundrað þrítugustu [HIK: fjórð], fjórðu greinar gjaldþrotaskiptalaga má krefjast [HIK: ri] riftunar á greiðslu skuldar á síðustu sex mánuðum ef greitt var með óvenjulegum greiðslueyri. Og í þessu tilviki þá var þetta þrotabú rekstrar níutíu gegn Tæknivörum og skuld þrotabú rekstrar níutíu hafði verið greidd með afhendingu lausafjármuna. Þannig að það var óumdeilt að það hafi verið greitt með afhendingu, sem sagt, þessara vara en síðan var sko viðskiptakvittunin eða reikningurinn vegna sölu á þessum vörum honum var notað til þess að, hann var notaður til að skuldajafna við kröfu Tæknivara. Var þetta skuldajöfnun sem mátti ekki rifta eða var greiðsla með óvenjunum greiðslueyri? Og Hæstiréttur segir bara: á það verður ekki fallist með áfrýjanda, sem sagt, að fartölva, myndavél, sjónvarpstæki og litaprentari sé almennt ekki venjulegur greiðslueyrir. Og ekki heldur höfðu farið fram greiðslur með þessum hætti milli aðilanna fram að því að þessi viðskipti voru gerð. Og stefndi hefur ekki sýnt fram á að þessi, þessar greiðslur hafi verið venjulegar eftir atvikum. Þannig afgreiðir Hæstiréttur það hvort þetta sé riftanlegt sem óeðlilegum greiðslueyri eða venjulegum eftir atvikum. Síðan var spurningin með tengslin við hundrað þrítugustu og sjöttu grein og skuldajöfnunarreglu gjaldþrotaskiptalaga. Hæstiréttur segir bara beint út: við úrlausn um það hvort fallist verði á riftunarkröfu skiptir ekki máli þótt uppgjör aðila hafi verið klætt í búningi skuldajafnaðar, enda verður í því sambandi að líta til þess í hvaða horfi greiðslan var þegar hún fór frá skuldara. Og stendur: ákvæði hundrað þrítugustu og sjöttu greinar gjaldþrotaskiptalaga því ekki í vegi að ráðstöfuninni verði rift á grundvelli hundrað þrítugustu og fjórðu greinar laganna. Þetta þýðir að Hæstiréttur er hér, eins og þið munið, að skoða tímamarkið í hvaða búningi greiðslan var þegar hún fór frá skuldaranum. Hér fer greiðslan frá skuldaranum í formi rafvara ýmiss konar, myndavéla, fartalva, litaprentara, sjónvarpstækja, og [HIK: þa] Hæstiréttur segir: jafnvel þótt að þetta hafi fari með þessum hætti frá skuldaranum til kröfuhafans og síðan verið gefinn út reikningur og honum skuldajafnað þá er það að vera klæða viðskiptin í búning skuldajafnaðar. Við lyftum þessum búningi af og skoðum raunverulega hvernig viðskiptin fóru fram. Þau fóru fram með því að þarna voru afhentar vörur og þær voru í búningi þessara lausafjármuna þegar þær fóru frá þrotabúinu eða þrotamanni og þar með getum við rift greiðslunni á grundvelli hundrað þrítugustu og fjórðu greinar. Og þá kemur hundrað þrítugasta og sjötta grein málinu ekkert við. Þannig hafið þetta í huga þegar að við skoðum, þegar að þið eruð að skoða hundrað þrítugustu og sjöttu grein.