×

Χρησιμοποιούμε cookies για να βελτιώσουμε τη λειτουργία του LingQ. Επισκέπτοντας τον ιστότοπο, συμφωνείς στην cookie policy.


image

Lögfræði. Ása Ólafsdóttir - fyrirlestrar, Riftunarreglurnar (riftun, endurheimt)

Riftunarreglurnar (riftun, endurheimt)

Já, komið þið sæl. Ég ætla núna að byrja á að fjalla um riftunarreglurnar. Þetta er undir rómverskir tveir í glærupakkanum. Ég ætla að reyna að nota tæknina og setja inn svona nokkra þætti, það sem er eiginlega bara eins og fyrirlestraform. Við sjáum hvernig þetta gengur. Ég ætla að byrja hér á riftun og endurheimt, það er að segja um hundrað þrítugustu og fyrstu grein gjaldþrotaskiptalaga. Nú, þetta er hlutlæg riftunarregla eins og reglurnar í hundrað þrítugustu og fyrstu til hundrað þrítugustu og áttundu grein gjaldþrotaskiptalaga. Það eru [UNK] rifta gjafagerningi og þetta er orðið sem er notað í ákvæðinu, það skiptir ekki máli hvaða aðferð er notuð við að gefa eins og við munum komast að á eftir. Þá er stundum verið að gera þetta með gagnkvæmum samningum. Þá skiptir heldur ekki máli þó þriðji maður framkvæmi þessa, þennan gerning eða standi að þessum viðskiptum, við skoðum bara fór verðmæti frá þrotamanni til [HIK: vi], viðsemjanda án endurgjalds. Aðeins tengsl riftunarreglurnar og endurgreiðslureglurnar þá munið þið að ef það er rift gjafagerningi, sem sagt hundrað þrítugasta og fyrsta grein, þá myndi hún fara aftast í kröfuhafaröðina eftir hundruðustu og fjórtándu grein laganna. En það skiptir sem sagt, það sem skiptir máli hér er tímafrestirnir. Þarna set ég inn sex mánaða frestinn. Það er síðan í öllum hlutlægu reglunum þannig að þú getur rift á síðustu tuttugu og fjórum mánuðum ef þetta er til nákominna. Ef það er sýnt fram á, nema það sé sýnt fram á að þrotamaðurinn hafi þá verið gjaldfær og það þrátt fyrir gjöfina eða ráðstöfunina. En síðan bara munið að í hundrað þrítugustu og fyrstu grein er viðbótarfrestur, það er sex til tólf mánuði til þeirra sem eru ekki nákomnir og með sömu skilyrðum það er að segja að þá er þetta [UNK] sex til tólf mánuði aftur í tímann og riftun gjafagernings nema leitt er í ljós að þrotamaðurinn hafi þá verið gjaldfær og það þrátt fyrir afhendinguna. Nú, það er ekki rift venjulegum tækifærisgjöfum, brúðkaupsgjöfum, fermingargjöfum, afmælisgjöfum. En auðvitað erum við að skoða bara hvort þetta sé hóflegt miðað við þann sem gefur. En eins og við munum líka komast að á eftir þá eru oftast sem um er að ræða afhendingu verðmæta til nákominna. Og þetta er þá bara Hæstiréttur hefur talið líkindi á því að um sé að ræða riftanlega ráðstöfun þegar um er að ræða afhendingu til nákominna. Nú, hvað er gjöf í skilningi hundrað þrítugustu og fyrstu greinar? Þarna erum við á slóðum fjármunaréttar. Það er samt þannig að þessi, það eru þrír þarna þættir í [HIK: riftunarhug], gjafarhugtaki fjármunaréttar en við erum að fókusera á seinni tvö. En hvort það fari fram rýrnun á eignum skuldara og samsvarandi auðgun móttakanda af því við erum að vinna með hlutlæga riftunarreglu. En þetta huglæga gjafahugtakið gætu hugsanlega skilið að riftanlegar ráðstafanir og óheppilegar viðskiptaákvarðanir en að því komum við seinna. Nú, gögnin skerðast á eignum skuldara en það getur gerst með ýmsum hætti, til dæmis ef að gjafir bara, eru [HIK: látn], við gefum gjöf og það er, það er, fellur augljóslega undir hugtakið. En það eru ýmis önnur aðferð, ýmsar aðferðir sem hægt er að nota til að gefa. til dæmis að það sé veitt lán án vaxta eða krafa er meðvitað látið fyrnast. Það er bara [UNK], hugmyndafluginu eru engin takmörk sett í þessum efnum. Í þessu gripið og greitt, þar var verið að lækka skuld. Það var maður sem heitir Haukur og hann hafði í stuttu máli þá var hann svona [HIK: stjó], kom að stjórn og eða rekstri nokkurra einkahlutafélaga. Þarna var hann að kaupa hlutabréf í félaginu Gripið og greitt. Og hann hafði einhvern veginn þetta var, þetta er ekki mjög einfaldur dómur að skilja, þetta var frekar svona miklar [HIK: bló] bókhalds flækjur og fleira sem reyndi á í dóminum. En hann hafði sem sagt í stuttu máli látið, hann átti sem sagt inneign hjá félagi sem heitir, hét, já Skúlagata e há eff, hann átti inneign í Skúlagötu en hann skuldaði dreifingu. Og hann lét, það sem hann gerði, hann millifærði, hann lét sem sagt fara með viðskiptakröfuna sína á Skúlagötu og notaði hana sem greiðslu á skuld sinni við dreifingu. Tengdi það við að þetta væri [UNK], þetta er gjöf það er sem sagt bara verið að fella niður skuld hans við dreifingu vegna þess að krafan á hendur Skúlagötu var einskis virði. Þetta félag var á leiðinni í þrot. En hann vildi einhvern veginn tengja það við með mjög flóknum bókhaldsæfingum við kaup hans á, á Gripið og greitt en það náði hann ekki að sýna fram á. Hæstiréttur taldi bara að þetta hefði verið lækkun skuldar gagnvart dreifingu án þess að endurgjald kæmi fyrir, ergó þetta var riftanlegt eftir hundrað þrítugustu og fyrstu grein. Ég hlýt að, þið lesið hjá Viðari Má um þessi tilvik, ábyrgðarkröfu fyrir aðra, menn geta svo sem tekist, já [HIK: þe], það eru ýmsar aðferðir við að láta peninga fara úr búi til annarra án þess að endurgjald komi fyrir. Afsal arfs önnur, eftirgjöf réttinda til dæmis í óhagstæðum samningum, þá er það þessi dómur tvö hundruð og tólf, tvö þúsund og sjö, en þar hafði [HIK: véla], það sem sagt það var félag sem var [UNK] orðið illa statt fjárhagslega. Þá var stofnað nýtt félag, það látið kaupa vörubirgðirnar. Síðan var það spurningin [UNK] hafði, höfðu vörubirgðirnar verið seldar á réttu verði? Þær voru seldar á þrjátíu og eina komma eina milljón en samkvæmt matsmönnum, dómkvöddum matsmönnum, voru þær á söludegi að [HIK: min], sem sagt að verðmæti sjötíu og ein milljón króna. Það var þá reyndar síðan lækkað og héraðsdómur og Hæstiréttur byggðu á því að rétt verð fyrir þessar eignir hefði verið fimmtíu og sjö milljónir á söludegi. Þarna er þá mismunur upp á tuttugu og sex milljónir og höfum í huga að kaupverðið var þrjátíu og ein milljón. Héraðsdómur segir um þetta og Hæstiréttur staðfesti það: munurinn er svo verulegur að fallist er á að um gjafagerning hafi verið að ræða að því leyti, það er að segja að þessum mismuni. Þessu var þá rift, ekki sölunni á vörubirgðunum heldur þeirri ráðstöfun að hafa látið svona stóran hluta fara án endurgjalds og endurgreiðslukrafan miðaði við það. Síðan eru þarna fjórir dómar um lækkun kaupverðs. Það er, kannski þurfum við ekkert að segja mikið um [HIK: þa] þetta eru sem sagt, þarna eru dæmi um gjafir sem að eru afhendar án endurgjalds eða með því að lækka kaupverð. Við getum allt eins fært þetta líka undir eftirgjöf réttinda í óhagstæðum samningum. Ég ætla fyrst að segja frá þessum dómi fjögur hundruð fjörutíu og fimm, tvö þúsund og sextán, íbúð og hesthús seld. En þarna var staðan sú að riftunarþola, það var beint að riftunarþolum kröfu um riftun af sölu hesthúsa en í ljós kom að þau hefðu keypt hesthús á fimmtán milljónir en selt það aftur á fimmtán milljónir. Þannig að það var engin eignaaukning, engin auðgun hjá móttakendum í því máli, þannig að þarna var ekki fallist á riftun. En við getum borið það saman við Land Cruiser dóminn, tvö þúsund og tíu, tvö þúsund og eitt. Þarna var Land Cruiser jeppi sjö mánaða gamall seldur, hann hafði verið keyptur til hlutafélags á sex komma fjórar milljónir en síðan seldur á fjórar komma fimm milljónir. Þetta framsal eða sala á sér stað rétt áður en félagið sem keypti jeppann fer í gjaldþrotaskipti. Þarna er, liggur reyndar, ja, sko félagið vildi segja, hélt því fram að jeppinn hefði verið seldur á réttu verði. En hann sem sagt framvísaði, það var framvísað vottorði endurskoðandans sem hafði verið þarna fyrir vestan þegar að þessi viðskipti áttu sér stað. Reyndar sagðist endurskoðandinn ekkert vera sérfróður um, á þessu sviði en átti samt svona svipaðan Land Cruiser og taldi sig geta slegið á þetta. Hæstiréttur segir það er bara að engu hafandi þetta vottorð, hann er ekki sérfróður á sviði bifreiða. Sko, erum bara að miða við markaðsverð eins og það birtist bara í, í opinberum eða svona á þeim mötum sem hægt er að fá, verðmati notaðra bíla. Það eru svona vefsíður og upplýsingar sem hægt er að afla sér um verðmæti notaðra bíla miðað við kílómetra ekna og svo framvegis. Þarna komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að verðmæti bílsins hefði átt að vera fimm milljónir sjö hundruð tuttugu og átta þúsund. Hann var bara seldur á fjórar komma fimm milljónir þannig að mismuninum sem fólst í [HIK: eft] sem sagt í afhendingu eigna án þess að greiðsla kæmi fyrir honum er rift og krafist [UNK] fallist á endurgreiðslukröfu sem því nam. Þá er það síðan Kifjaberg, tvö hundruð og níu, tvö þúsund og fjögur. Þar hafði sem sagt maður, þetta eru allt atvik málsins gerast öll árið tvö þúsund og eitt og þá er maður sem að er gerð hjá það [HIK: stefni], hann er að komast í greiðsluþrot og hann, er gerð hjá honum árangurslaus kyrrsetningargerð í apríl, tvö þúsund og eitt. Tekið síðan til gjaldþrotaskipta í september sama ár. Nú, hann [HIK: seg], gefur út þrjú veðskuldabréf með fyrsta veðrétti í sumarbústað í Kiðjabergi í Grímsnesi. Hann síðan þinglýsir þeim í, í apríl tvö þúsund og eitt. Á sama, svipuðum tíma í mars að þá fer hann til meistarafélags húsasmiða og lætur þá breyta lóðaleigusamningnum og setur lóðaleigusamninginn undir húsinu á börnin sín. Og síðan segist hann hafa selt Sveini nokkrum þessi veðskuldabréf fyrir tvær milljónir og sjö hundruð þúsund þarna í apríl, tvö þúsund og eitt. Skiptastjóri kemur að málinu og selur bústaðinn á, á fimm milljónir til barnanna og snýr sér svo að Sveini með bréfin og krefst riftunar. Sveinn vill ekki fallast á riftun, segir að hann hafi sannarlega greitt fyrir bréfin. Auk þess segir hann að skiptastjórinn hefði einhvern veginn með, með ráðstöfunum sínum við sölu bústaðarins fallist á að þetta hafi allt verið eðlilegt og vísaði þarna í fyrstu málsgrein hundrað tuttugustu og fjórðu greinar gjaldþrotaskiptalaga. Hæstiréttur hendir því út af borðinu, segir: það er ekki verið að krefjast riftunar á sölu sumarhússins heldur riftunar á afhendingu þeirrar ráðstöfunar sem fólst í afhendingu veðskuldabréfanna. Svo heldur Hæstiréttur áfram og segir að allar skýringar Sveins á því að hann hafi fengið greitt fyrir bréfin séu ótrúverðugar. Reyndar hafi hann lagt fram kvittun í apríl, tvö þúsund og eitt, en kvittunin var samt ekki lögð fram fyrir aðalmeðferð málsins þremur árum síðar og þar með löngu eftir að brýnt tilefni var til að gera það. Og veðskuldabréfin voru síðan afhent Sveini í beinu framhaldi af árangurslausri kyrrsetningargerð sem var gerð hjá Jóni og það var engin skýring komin fram á því hvað hann hefði gert við peningana sem því var haldið fram að hann hefði fengið fyrir þessi viðskipti. Þannig að þarna var í rauninni bara ekkert fallist á að [UNK] greiðsla hefði komið fyrir þessi veðskuldabréf og það var fallist á riftun á allri fjárhæðinni og krafist endurgreiðslu á markaðsverði þeirra sem var tæpar fimm milljónir. Nú, að lokum er það þessi dómur fimm hundruð og sjö, tvö þúsund og [HIK: fjö] fjórtán, Johnny Bröger. Ég ætla bara að segja að mér finnst þessi dómur er mjög góður. Það er svona, hann er ítarlegur og hann er vel skrifaður. [UNK], sem þetta mál snýst um það er þetta að, Johnny Bröger er orðinn starfsmaður hjá, hann er starfsmaður hjá Kaupþingi í Lúxembúrg. Hann stýrði því fyrirtæki en gerir samt svona starfssamning við eða svona [UNK] starfskjarasamning við Kaupþing á Íslandi. Og hann, hann gerir hann fyrst tvö þúsund, fyrst gerir hann nítján hundruð níutíu og níu og hann er svo endurnýjaður tvö þúsund og þrjú. Þetta er svona sniðugur samningur sko, hann, hann selur Kaupþingi á Íslandi húsið sitt í Danmörku og innbúið á ákveðnu verði. Fyrsta verðið var, sem sagt já selur og fær þrjár milljónir danskra inn á bankareikninginn sinn. Síðan gerir hann líka samning samhliða um kauprétt, einhliða kauprétt hans á húsinu en verðið fór eftir því hversu lengi hann var í starfi hjá Kaupþingi í Lúxembúrg. Þannig fyrir hvert ár þá lækkaði kaupverðið um þrjú hundruð þúsund. Hann síðan svona endurnýjar þennan samning tvö þúsund og þrjú og hann gilti til tvö þúsund og níu og síðan er [HIK: endur] [UNK] síðan kaupir hann í reynd húsið sitt aftur í október, tvö þúsund og sjö, [UNK] starfslokin. Og þá er spurningin, var þetta hérna var þetta riftanlegt? Og Hæstiréttur fjallar um það í rómverskum þremur hvað er riftanlegt eftir hundrað þrítugustu og fyrstu grein og fjallar um það að, að það er sérhver ráðstöfun sem rýrir eign þrotamanns og leiðir til eignaaukningar sem nýtur góðs af henni, enda búi gjafatilgangur að baki og séu ekki venjulegar tækifærisgjafir. Og [HIK: hæs] Hæstiréttur heldur áfram og segir að undir örlætisgerning er þessum skilningi geti fallið gagnkvæmir samningar og sambærilegar ráðstafanir ef umtalsverður munur á greiðslum þrotamanns og því gagn, gjaldi sem kemur í staðinn. Nú, síðan komst [HIK: hæstirekkjur] Hæstiréttur ekki framhjá því atriði eða fannst það skrýtið að þetta er starfsmaður Kaupþing Lúxembúrg en Kaupþing á Íslandi hafði ekkert endurgjald fengið frá honum þannig að þeir voru látnir kaupa húsið á dýru verði og selja það á lágu verði. Og það hafa engar skýringar komið en það var algjörlega óupplýst af hverju Kaupþing á Íslandi var aðili að þessum samningi. Síðan segir Hæstiréttur að það þýðir ekkert að koma og segja að það hafi verið löngu umsamið, þessi afsláttur, því að það var eitt grundvallarskilyrða við beitingu riftunarreglunnar að réttaráhrif miðuðust ekki við það hvenær gjafaloforð væri gefið eða til skuldbindingar hefði stofnast heldur hvenær það væri efnt eða við afhendingu gjafarinnar. Þannig að þetta er svolítið mikilvæg regla, þetta, þetta er mjög góður dómur hjá Hæstarétti að fjalla, sem sagt þar sem fjallað er um hugtakið gjöf og framkvæmd á þessari riftunarreglu. Þannig að þetta er í sjálfu sér, það var fallist á riftun á því endurgjaldi. Sem sagt það var fallist á því, riftun á því, þeirri lækkun sem hann fékk með því að hafa fengið að kaupa eignina, fasteignina, lægra verði. Hins vegar var [HIK: ekk], var, það var líka fallist á riftun á, á endurgjaldi sem átti að koma fyrir að þeirri afhendingu sem sagt að hann fékk húsgögnin aftur en það var óljóst hversu mikils virði þau hefðu verið þannig að það fjárkröfu vegna þess var vísað frá en fallist á fyrri hlutann, það er að segja riftun.


Riftunarreglurnar (riftun, endurheimt)

Já, komið þið sæl. Ég ætla núna að byrja á að fjalla um riftunarreglurnar. Þetta er undir rómverskir tveir í glærupakkanum. Ég ætla að reyna að nota tæknina og setja inn svona nokkra þætti, það sem er eiginlega bara eins og fyrirlestraform. Við sjáum hvernig þetta gengur. Ég ætla að byrja hér á riftun og endurheimt, það er að segja um hundrað þrítugustu og fyrstu grein gjaldþrotaskiptalaga. Nú, þetta er hlutlæg riftunarregla eins og reglurnar í hundrað þrítugustu og fyrstu til hundrað þrítugustu og áttundu grein gjaldþrotaskiptalaga. Það eru [UNK] rifta gjafagerningi og þetta er orðið sem er notað í ákvæðinu, það skiptir ekki máli hvaða aðferð er notuð við að gefa eins og við munum komast að á eftir. Þá er stundum verið að gera þetta með gagnkvæmum samningum. Þá skiptir heldur ekki máli þó þriðji maður framkvæmi þessa, þennan gerning eða standi að þessum viðskiptum, við skoðum bara fór verðmæti frá þrotamanni til [HIK: vi], viðsemjanda án endurgjalds. Aðeins tengsl riftunarreglurnar og endurgreiðslureglurnar þá munið þið að ef það er rift gjafagerningi, sem sagt hundrað þrítugasta og fyrsta grein, þá myndi hún fara aftast í kröfuhafaröðina eftir hundruðustu og fjórtándu grein laganna. En það skiptir sem sagt, það sem skiptir máli hér er tímafrestirnir. Þarna set ég inn sex mánaða frestinn. Það er síðan í öllum hlutlægu reglunum þannig að þú getur rift á síðustu tuttugu og fjórum mánuðum ef þetta er til nákominna. Ef það er sýnt fram á, nema það sé sýnt fram á að þrotamaðurinn hafi þá verið gjaldfær og það þrátt fyrir gjöfina eða ráðstöfunina. En síðan bara munið að í hundrað þrítugustu og fyrstu grein er viðbótarfrestur, það er sex til tólf mánuði til þeirra sem eru ekki nákomnir og með sömu skilyrðum það er að segja að þá er þetta [UNK] sex til tólf mánuði aftur í tímann og riftun gjafagernings nema leitt er í ljós að þrotamaðurinn hafi þá verið gjaldfær og það þrátt fyrir afhendinguna. Nú, það er ekki rift venjulegum tækifærisgjöfum, brúðkaupsgjöfum, fermingargjöfum, afmælisgjöfum. En auðvitað erum við að skoða bara hvort þetta sé hóflegt miðað við þann sem gefur. En eins og við munum líka komast að á eftir þá eru oftast sem um er að ræða afhendingu verðmæta til nákominna. Og þetta er þá bara Hæstiréttur hefur talið líkindi á því að um sé að ræða riftanlega ráðstöfun þegar um er að ræða afhendingu til nákominna. Nú, hvað er gjöf í skilningi hundrað þrítugustu og fyrstu greinar? Þarna erum við á slóðum fjármunaréttar. Það er samt þannig að þessi, það eru þrír þarna þættir í [HIK: riftunarhug], gjafarhugtaki fjármunaréttar en við erum að fókusera á seinni tvö. En hvort það fari fram rýrnun á eignum skuldara og samsvarandi auðgun móttakanda af því við erum að vinna með hlutlæga riftunarreglu. En þetta huglæga gjafahugtakið gætu hugsanlega skilið að riftanlegar ráðstafanir og óheppilegar viðskiptaákvarðanir en að því komum við seinna. Nú, gögnin skerðast á eignum skuldara en það getur gerst með ýmsum hætti, til dæmis ef að gjafir bara, eru [HIK: látn], við gefum gjöf og það er, það er, fellur augljóslega undir hugtakið. En það eru ýmis önnur aðferð, ýmsar aðferðir sem hægt er að nota til að gefa. til dæmis að það sé veitt lán án vaxta eða krafa er meðvitað látið fyrnast. Það er bara [UNK], hugmyndafluginu eru engin takmörk sett í þessum efnum. Í þessu gripið og greitt, þar var verið að lækka skuld. Það var maður sem heitir Haukur og hann hafði í stuttu máli þá var hann svona [HIK: stjó], kom að stjórn og eða rekstri nokkurra einkahlutafélaga. Þarna var hann að kaupa hlutabréf í félaginu Gripið og greitt. Og hann hafði einhvern veginn þetta var, þetta er ekki mjög einfaldur dómur að skilja, þetta var frekar svona miklar [HIK: bló] bókhalds flækjur og fleira sem reyndi á í dóminum. En hann hafði sem sagt í stuttu máli látið, hann átti sem sagt inneign hjá félagi sem heitir, hét, já Skúlagata e há eff, hann átti inneign í Skúlagötu en hann skuldaði dreifingu. Og hann lét, það sem hann gerði, hann millifærði, hann lét sem sagt fara með viðskiptakröfuna sína á Skúlagötu og notaði hana sem greiðslu á skuld sinni við dreifingu. Tengdi það við að þetta væri [UNK], þetta er gjöf það er sem sagt bara verið að fella niður skuld hans við dreifingu vegna þess að krafan á hendur Skúlagötu var einskis virði. Þetta félag var á leiðinni í þrot. En hann vildi einhvern veginn tengja það við með mjög flóknum bókhaldsæfingum við kaup hans á, á Gripið og greitt en það náði hann ekki að sýna fram á. Hæstiréttur taldi bara að þetta hefði verið lækkun skuldar gagnvart dreifingu án þess að endurgjald kæmi fyrir, ergó þetta var riftanlegt eftir hundrað þrítugustu og fyrstu grein. Ég hlýt að, þið lesið hjá Viðari Má um þessi tilvik, ábyrgðarkröfu fyrir aðra, menn geta svo sem tekist, já [HIK: þe], það eru ýmsar aðferðir við að láta peninga fara úr búi til annarra án þess að endurgjald komi fyrir. Afsal arfs önnur, eftirgjöf réttinda til dæmis í óhagstæðum samningum, þá er það þessi dómur tvö hundruð og tólf, tvö þúsund og sjö, en þar hafði [HIK: véla], það sem sagt það var félag sem var [UNK] orðið illa statt fjárhagslega. Þá var stofnað nýtt félag, það látið kaupa vörubirgðirnar. Síðan var það spurningin [UNK] hafði, höfðu vörubirgðirnar verið seldar á réttu verði? Þær voru seldar á þrjátíu og eina komma eina milljón en samkvæmt matsmönnum, dómkvöddum matsmönnum, voru þær á söludegi að [HIK: min], sem sagt að verðmæti sjötíu og ein milljón króna. Það var þá reyndar síðan lækkað og héraðsdómur og Hæstiréttur byggðu á því að rétt verð fyrir þessar eignir hefði verið fimmtíu og sjö milljónir á söludegi. Þarna er þá mismunur upp á tuttugu og sex milljónir og höfum í huga að kaupverðið var þrjátíu og ein milljón. Héraðsdómur segir um þetta og Hæstiréttur staðfesti það: munurinn er svo verulegur að fallist er á að um gjafagerning hafi verið að ræða að því leyti, það er að segja að þessum mismuni. Þessu var þá rift, ekki sölunni á vörubirgðunum heldur þeirri ráðstöfun að hafa látið svona stóran hluta fara án endurgjalds og endurgreiðslukrafan miðaði við það. Síðan eru þarna fjórir dómar um lækkun kaupverðs. Það er, kannski þurfum við ekkert að segja mikið um [HIK: þa] þetta eru sem sagt, þarna eru dæmi um gjafir sem að eru afhendar án endurgjalds eða með því að lækka kaupverð. Við getum allt eins fært þetta líka undir eftirgjöf réttinda í óhagstæðum samningum. Ég ætla fyrst að segja frá þessum dómi fjögur hundruð fjörutíu og fimm, tvö þúsund og sextán, íbúð og hesthús seld. En þarna var staðan sú að riftunarþola, það var beint að riftunarþolum kröfu um riftun af sölu hesthúsa en í ljós kom að þau hefðu keypt hesthús á fimmtán milljónir en selt það aftur á fimmtán milljónir. Þannig að það var engin eignaaukning, engin auðgun hjá móttakendum í því máli, þannig að þarna var ekki fallist á riftun. En við getum borið það saman við Land Cruiser dóminn, tvö þúsund og tíu, tvö þúsund og eitt. Þarna var Land Cruiser jeppi sjö mánaða gamall seldur, hann hafði verið keyptur til hlutafélags á sex komma fjórar milljónir en síðan seldur á fjórar komma fimm milljónir. Þetta framsal eða sala á sér stað rétt áður en félagið sem keypti jeppann fer í gjaldþrotaskipti. Þarna er, liggur reyndar, ja, sko félagið vildi segja, hélt því fram að jeppinn hefði verið seldur á réttu verði. En hann sem sagt framvísaði, það var framvísað vottorði endurskoðandans sem hafði verið þarna fyrir vestan þegar að þessi viðskipti áttu sér stað. Reyndar sagðist endurskoðandinn ekkert vera sérfróður um, á þessu sviði en átti samt svona svipaðan Land Cruiser og taldi sig geta slegið á þetta. Hæstiréttur segir það er bara að engu hafandi þetta vottorð, hann er ekki sérfróður á sviði bifreiða. Sko, erum bara að miða við markaðsverð eins og það birtist bara í, í opinberum eða svona á þeim mötum sem hægt er að fá, verðmati notaðra bíla. Það eru svona vefsíður og upplýsingar sem hægt er að afla sér um verðmæti notaðra bíla miðað við kílómetra ekna og svo framvegis. Þarna komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að verðmæti bílsins hefði átt að vera fimm milljónir sjö hundruð tuttugu og átta þúsund. Hann var bara seldur á fjórar komma fimm milljónir þannig að mismuninum sem fólst í [HIK: eft] sem sagt í afhendingu eigna án þess að greiðsla kæmi fyrir honum er rift og krafist [UNK] fallist á endurgreiðslukröfu sem því nam. Þá er það síðan Kifjaberg, tvö hundruð og níu, tvö þúsund og fjögur. Þar hafði sem sagt maður, þetta eru allt atvik málsins gerast öll árið tvö þúsund og eitt og þá er maður sem að er gerð hjá það [HIK: stefni], hann er að komast í greiðsluþrot og hann, er gerð hjá honum árangurslaus kyrrsetningargerð í apríl, tvö þúsund og eitt. Tekið síðan til gjaldþrotaskipta í september sama ár. Nú, hann [HIK: seg], gefur út þrjú veðskuldabréf með fyrsta veðrétti í sumarbústað í Kiðjabergi í Grímsnesi. Hann síðan þinglýsir þeim í, í apríl tvö þúsund og eitt. Á sama, svipuðum tíma í mars að þá fer hann til meistarafélags húsasmiða og lætur þá breyta lóðaleigusamningnum og setur lóðaleigusamninginn undir húsinu á börnin sín. Og síðan segist hann hafa selt Sveini nokkrum þessi veðskuldabréf fyrir tvær milljónir og sjö hundruð þúsund þarna í apríl, tvö þúsund og eitt. Skiptastjóri kemur að málinu og selur bústaðinn á, á fimm milljónir til barnanna og snýr sér svo að Sveini með bréfin og krefst riftunar. Sveinn vill ekki fallast á riftun, segir að hann hafi sannarlega greitt fyrir bréfin. Auk þess segir hann að skiptastjórinn hefði einhvern veginn með, með ráðstöfunum sínum við sölu bústaðarins fallist á að þetta hafi allt verið eðlilegt og vísaði þarna í fyrstu málsgrein hundrað tuttugustu og fjórðu greinar gjaldþrotaskiptalaga. Hæstiréttur hendir því út af borðinu, segir: það er ekki verið að krefjast riftunar á sölu sumarhússins heldur riftunar á afhendingu þeirrar ráðstöfunar sem fólst í afhendingu veðskuldabréfanna. Svo heldur Hæstiréttur áfram og segir að allar skýringar Sveins á því að hann hafi fengið greitt fyrir bréfin séu ótrúverðugar. Reyndar hafi hann lagt fram kvittun í apríl, tvö þúsund og eitt, en kvittunin var samt ekki lögð fram fyrir aðalmeðferð málsins þremur árum síðar og þar með löngu eftir að brýnt tilefni var til að gera það. Og veðskuldabréfin voru síðan afhent Sveini í beinu framhaldi af árangurslausri kyrrsetningargerð sem var gerð hjá Jóni og það var engin skýring komin fram á því hvað hann hefði gert við peningana sem því var haldið fram að hann hefði fengið fyrir þessi viðskipti. Þannig að þarna var í rauninni bara ekkert fallist á að [UNK] greiðsla hefði komið fyrir þessi veðskuldabréf og það var fallist á riftun á allri fjárhæðinni og krafist endurgreiðslu á markaðsverði þeirra sem var tæpar fimm milljónir. Nú, að lokum er það þessi dómur fimm hundruð og sjö, tvö þúsund og [HIK: fjö] fjórtán, Johnny Bröger. Ég ætla bara að segja að mér finnst þessi dómur er mjög góður. Það er svona, hann er ítarlegur og hann er vel skrifaður. [UNK], sem þetta mál snýst um það er þetta að, Johnny Bröger er orðinn starfsmaður hjá, hann er starfsmaður hjá Kaupþingi í Lúxembúrg. Hann stýrði því fyrirtæki en gerir samt svona starfssamning við eða svona [UNK] starfskjarasamning við Kaupþing á Íslandi. Og hann, hann gerir hann fyrst tvö þúsund, fyrst gerir hann nítján hundruð níutíu og níu og hann er svo endurnýjaður tvö þúsund og þrjú. Þetta er svona sniðugur samningur sko, hann, hann selur Kaupþingi á Íslandi húsið sitt í Danmörku og innbúið á ákveðnu verði. Fyrsta verðið var, sem sagt já selur og fær þrjár milljónir danskra inn á bankareikninginn sinn. Síðan gerir hann líka samning samhliða um kauprétt, einhliða kauprétt hans á húsinu en verðið fór eftir því hversu lengi hann var í starfi hjá Kaupþingi í Lúxembúrg. Þannig fyrir hvert ár þá lækkaði kaupverðið um þrjú hundruð þúsund. Hann síðan svona endurnýjar þennan samning tvö þúsund og þrjú og hann gilti til tvö þúsund og níu og síðan er [HIK: endur] [UNK] síðan kaupir hann í reynd húsið sitt aftur í október, tvö þúsund og sjö, [UNK] starfslokin. Og þá er spurningin, var þetta hérna var þetta riftanlegt? Og Hæstiréttur fjallar um það í rómverskum þremur hvað er riftanlegt eftir hundrað þrítugustu og fyrstu grein og fjallar um það að, að það er sérhver ráðstöfun sem rýrir eign þrotamanns og leiðir til eignaaukningar sem nýtur góðs af henni, enda búi gjafatilgangur að baki og séu ekki venjulegar tækifærisgjafir. Og [HIK: hæs] Hæstiréttur heldur áfram og segir að undir örlætisgerning er þessum skilningi geti fallið gagnkvæmir samningar og sambærilegar ráðstafanir ef umtalsverður munur á greiðslum þrotamanns og því gagn, gjaldi sem kemur í staðinn. Nú, síðan komst [HIK: hæstirekkjur] Hæstiréttur ekki framhjá því atriði eða fannst það skrýtið að þetta er starfsmaður Kaupþing Lúxembúrg en Kaupþing á Íslandi hafði ekkert endurgjald fengið frá honum þannig að þeir voru látnir kaupa húsið á dýru verði og selja það á lágu verði. Og það hafa engar skýringar komið en það var algjörlega óupplýst af hverju Kaupþing á Íslandi var aðili að þessum samningi. Síðan segir Hæstiréttur að það þýðir ekkert að koma og segja að það hafi verið löngu umsamið, þessi afsláttur, því að það var eitt grundvallarskilyrða við beitingu riftunarreglunnar að réttaráhrif miðuðust ekki við það hvenær gjafaloforð væri gefið eða til skuldbindingar hefði stofnast heldur hvenær það væri efnt eða við afhendingu gjafarinnar. Þannig að þetta er svolítið mikilvæg regla, þetta, þetta er mjög góður dómur hjá Hæstarétti að fjalla, sem sagt þar sem fjallað er um hugtakið gjöf og framkvæmd á þessari riftunarreglu. Þannig að þetta er í sjálfu sér, það var fallist á riftun á því endurgjaldi. Sem sagt það var fallist á því, riftun á því, þeirri lækkun sem hann fékk með því að hafa fengið að kaupa eignina, fasteignina, lægra verði. Hins vegar var [HIK: ekk], var, það var líka fallist á riftun á, á endurgjaldi sem átti að koma fyrir að þeirri afhendingu sem sagt að hann fékk húsgögnin aftur en það var óljóst hversu mikils virði þau hefðu verið þannig að það fjárkröfu vegna þess var vísað frá en fallist á fyrri hlutann, það er að segja riftun.