Reykjavík
Eins og flestir Íslendingar bý ég í Reykjavík. Það búa þrjú hundruð og sextíu þúsund manns á Íslandi og þar af búa tvö hundruð og þrjátíu þúsund manns í eða nálægt Reykjavík. Það eru sextíu og fimm prósent! Ég veit alveg að útlendingar hlæja að því hvað það búa fáir í Reykjavík, en mér finnst Reykjavík vera of stór. Mig langar svolítið að búa úti á landi. Vera einn.