×

We use cookies to help make LingQ better. By visiting the site, you agree to our cookie policy.


image

Íþróttafræði. Sveinn Þorgeirsson - fyrirlestrar, Hreyfigreining í íþróttum

Hreyfigreining í íþróttum

Þá er síðasta vikan að hefjast og hún verður með örlítið, ja breyttu sniði, kannski aðeins öðruvísi hlutföll en, en við erum vön. Innlögnin, það er að segja fyrirlestrar af minni hálfu verður, verður í styttra lagi og þar af leiðir að verkefni ykkar verður örlítið umfangsmeira. Þannig að á dagskránni hjá okkur í dag eru í raun og veru þrjú atriði. Við ætlum að fara yfir svona mjög almennt hreyfigreiningu í íþróttum, hvernig brjótum við niður hreyfingu, skref fyrir skref og við tölum um það almennt. Við tökum dæmi úr mismunandi íþróttum og ég vil að þið svolítið svona tengið það inn í handboltann inn í það sem þið eruð að gera og af því að þetta hangir í raun og veru alltaf saman. Þú þarft styrktarþjálfun, þú þarft að geta brotið niður lyftingarnar þínar, þú þarf að geta brotið niður hlaupastíl og svo þarftu að geta brotið niður handbolta spesifísk atriði eins og skot, fintur og annað slíkt. Nú, síðan tökum við aðeins annan vinkil á hreyfigreininguna og förum að skoða hvernig við greinum frávik frá þessum svona bestu hreyfimynstrum og leiðréttum villurnar. Hvernig, hvernig leiðbeinum við iðkendum okkar í að verða betri og þróa með sér betri tækni, betri hreyfimynstur. Og svo þriðji og síðasti punkturinn er þá að ég mun fara aðeins yfir verkefni sem ég vil að þið vinnið og tölum aðeins um það og síðan getið þið þá sent mér tölvupóst ef út í það fer og það vakna einhverjar spurningar. Það sem mig langar að biðja ykkur um að hafa í huga í þessu er efni sem Sveinn fór í í tengslum við hreyfinám og tækniþjálfun og eiginleika og færni og aðra slíka hluti. Endilega, ef það eru einhverjar vangaveltur eftir þennan fyrirlestur, skerpið aðeins á því sem að Svenni fór í gegnum. Margt af hrikalega flottu efni frá honum sem að þið getið nýtt ykkur og tekið með ykkur inn í ykkar þjálfun og inn í þessi, þessa þætti og þetta verkefni. En hreyfigreining í íþróttum er eitthvað sem að hefur svona í kennslunni verið brotið niður í sex skref. Og, við ætlum að fara í gegnum þetta lið fyrir lið en ef við rennum yfir þessa upptalningu hérna, þá er fyrsta skrefið í raun og veru að ákvarða markmið hreyfingarinnar. Næsta skrefið er þá að ákvarða séreinkenni hreyfingarinnar. Nú, þriðja skrefið er að skoða hvernig topp íþróttafólk framkvæmir hreyfinguna, hvað er í raun og veru best? Hvernig næ ég bestum árangri? Og eðlilega ef að topp íþróttafólkið er að gera þetta á einhvern ákveðinn hátt þá hlýtur að vera að það sé skilvirkasta leiðin, allavegana sem er þekkt. En svo eru náttúrlega mögulega einhverjar leiðir til þess að bæta þá frammistöðu enn frekar. Fjórða skrefið er að brjóta hreyfinguna niður í parta. Fimmta skrefið er að greina lykilþætti hvers parts og svo sjötta skrefið er þá að skilja tilgang þessara lykilþátta í fimmta skrefi út frá aflfræði eða lífaflfræði. Nú, þetta eru hlutir sem þið gerið held ég öll ómeðvitað. Þið eruð öll að þjálfa, þið eruð öll að kenna, þið eruð öll að skoða hreyfingar, þið eruð öll að segja til í ykkar starfi. En, en kannski ekki endilega vön að brjóta þetta niður í sex mismunandi skref eða fasa. En við skulum kíkja á þetta. Fyrsta skrefið, að ákvarða markmið hreyfingarinnar. Nú, það er mikilvægt að átta sig á hver markmið ákveðinnar hreyfingar eru því að þau ákvarða í raun og veru tæknina og aflfræðina eða lífaflfræðina sem þarf til þess að framkvæma hreyfinguna. Þannig að við þurfum svolítið að spyrja okkur: hvert er markmiðið með hreyfingunni? Og á hverju byggist hún, byggist hún á nákvæmni, krafti, styrk eða hraða eða öllu ofantöldu? Dæmi um slíkt væri til dæmis að skjóta á markið byggist á nákvæmni, það byggist líka á krafti og styrk og hraða. Þannig að nákvæmnin er í þessari tæknilegu útfærslu á skotinu. Styrkurinn og hraðinn er þá kannski að búa sér til plássið að hoppa nógu hátt, að koma á nógu mikilli ferð til þess að skapa sér möguleikann á því að eiga gott skot í [HIK:mar] markið. Annað skrefið er þá að ákvarða hvert séreinkenni hreyfingarinnar er og við brjótum það svolítið upp í þessi ákveðnu element hérna, Non-repetitive skills, Repetitive skills, Serial skills, Closed skills og svo Open skills. Non-reptitive skills er þá í raun og veru ein afmörkuð hreyfing með ákveðna byrjun og ákveðinn endapunkt. Kúluvarp eða spyrnur eða skot á markið. Þetta er afmörkuð hreyfing eða afmarkað hreyfimynstur sem á sér upphaf og endi en við endurtökum samt oft í keppni en þó alltaf með einhverri pásu á milli. Nú, endurtekið hreyfimynstur er þá til dæmis að hlaupa. Þannig að við erum með óskilgreinda byrjun, við erum með óskilgreindan endapunkt og við erum alltaf að endurtaka sama hreyfimynstrið. Nú, Serial skills væri þá röð afmarkaðra hreyfinga eins og við fórum yfir hérna áðan, sem við tengjum saman í eina hreyfingu. Það getur til dæmis verið ef við erum búin að drilla okkur í einhverja ákveðna fintu sem leiðir svo af sér skot. Þannig að þá værum við búin að taka margar afmarkaðar hreyfingar, tengja þær saman og notum það sem kannski okkar signature move, til dæmis. Annað dæmi sem ég er með hérna, þrístökk gæti einnig verið það. En svona ákveðin hreyfing, ákveðin safn af afmörkuðum hreyfingum sem við búum til í eina fléttu. Closed skills er þá hreyfingar þar sem aðstæður breytast ekkert og Open skills er þá gagnstætt þar sem aðstæður breytast og þar erum við að kljást við andstæðing sem við þurfum að taka afstöðu til og fleiri slíka þætti. Nú, þriðja skrefið og það sem kannski mér þykir áhugaverðast í þessu er að skoða hvernig topp íþróttafólk framkvæmir hreyfinguna. Hvað eru þeir bestu að gera, sem gerir það að verkum að þeir ná svona góðum árangri? Með því að stúdera þetta og pæla aðeins í þessu að, að þá fáum við ákveðna hugmynd um hraðann, fáum ákveðna hugmynd um ryþma, hversu mikinn kraft, hvernig eigum við að beita okkur? Og fleiri þætti sem að hjálpa okkur að framkvæma hreyfinguna með hámarksárangri. Þannig að miðlum til iðkenda okkar, þannig lagað sama á hvaða aldri þeir eru, að skoða hreyfingar hjá þeim sem eru bestir í heimi. Hvað eru þeir að gera, hvernig gera þeir það? Er þetta eitthvað sem ég gæti nýtt til þess að bæta minn leik eða bæta mína tækni í því sem ég er að gera, hvort sem að það eru ólympískar lyftingar eða handbolti eða hvað það nú heitir? Þannig að þetta hjálpar með skilning á þeirri tækni sem þarf eða þeirri tækni sem er ríkjandi á þeim tímapunkti og þetta er kannski svolítið mikilvægt atriði að koma inn á, ríkjandi á þeim tímapunkti, er að sem betur fer að þá þróumst við og tæknin batnar og við verðum betri og þar af leiðandi eru, jú má alltaf finna kannski finna ákveðin element í því sem að eldri leikmenn eða kynslóðir, eldri kynslóðir og voru að gera en það eru mjög miklar líkur á því að við séum komin með betri aðferðir til þess að framkvæma hlutinn. Eða þá að leikurinn hafi breyst, að við séum komin með öðruvísi bolta eða betri skó eða eitthvað slíkt. Nú, fyrir mig persónulega þá var svona þessi punktur svolítil hugljómun þegar ég var að svona byrja að stúdera ólympískar lyftingar. Og, ég vona að þetta vídeó virki hérna. Hérna sjáum við heimsmet í samanlögðum, ja lyftingum þar sem að við erum búin að sjá hérna sjá, spila þetta fyrir ykkur. Hérna er þessi clean og jerk og jafnhattar þetta upp og sprengir síðan, heimsmet. Brjótum þetta niður og skoðum þetta hægt og rólega. Að það opnast svo, opnar nýja vídd í hvernig hreyfingin er framkvæmd. Hann togar stöngina í raun og veru aldrei hærra en upp á nafla og síðan sprengir hann bara undir, stöngin stoppar og viðkomandi nýtir sinn sprengikraft til þess að toga sig niður, aftur hér, bara rétt kemur stönginni af stað til þess að skapa sér smá rými, til að stinga sér undir stöngina. Fyrir einhvern sem er að læra þetta, þeir eru að læra ólympískar lyftingar að sjá þetta hann gerir sér grein fyrir því hvað er í gangi. Hvernig hreyfingin er, hvernig er leikmaðurinn að hreyfa sig. Það getur breytt ansi miklu. Nú, skref fjögur er þá að brjóta hreyfinguna niður í aðskilda parta, eða fasa, fer svolítið eftir því bara hvað þið viljið kalla þetta, og við gerum það, við skiptum þessu niður eftir því hvað er að gerast í hreyfingunni. Það eru ákveðnir fastir punktar í hreyfingunni sem við getum nýtt okkur til þess að ákvarða hvernig hreyfingin er brotin niður. Og það þarf ekkert endilega vera að það sé eitthvað eitt rétt í því. En þið getið brotið niður til dæmis handboltakast í mismunandi parta eftir því hvað ykkur finnst viðeigandi og hvernig ykkur finnst þægilegast að brjóta kastið upp. En ef við tökum dæmi úr spretthlaupi að þá er það í raun og veru mjög einföld nálgun. Við erum með start, við erum svo með hröðunarfasa, við erum svo með fasa þar sem að viðkomandi er kominn á hámarkshraða. Og svo tekur við í raun og veru hraðaúthald. Hversu vel geturðu haldið hámarkshraðanum þínum út sprettinn? Nú, þetta er repetitive skill og breytist þar af leiðandi kannski ekkert rosalega mikið frá einum fasa yfir í annan. En við getum skoðað dæmi og hér er ansi skemmtilegt graf eða mynd sem að sýnir Usain Bolt í Berlín tvö þúsund og níu þegar hann hljóp sinn hraðasta tíma, níu komma fimmtíu og átta. Hér á myndinni sjáið þið hraðann í metrum á sekúndu og hérna sjáum við þá heildarvegalengdina. Þetta sýnir okkur prósentur af hámarkshraða, þetta sýnir okkur hversu mörg skref hann tók, þetta sýnir okkur í raun og veru hornið á sköflungnum samanborið við jörðina. Hérna sýnir, þetta sýnir okkur í raun og veru hornið á efri búknum eða stefnuna. Þannig að við sjáum að þegar hann er í startinu og kemur hérna hröðunarfasinn í raun og veru, alveg þangað til hann nær hámarkshraða hérna við þrjátíu og fimm til fimmtíu metra bilið og við sjáum að meðan hann er að komast af stað. Að, þá er hann með fjörutíu og fimm gráðu horn á sköflungnum gagnvart jörðinni til þess að spyrna af eins miklum krafti og hann getur og yfirvinna tregðuna sem að, sem hann skapar. Hann tekur hérna sjö skref á fyrstu ellefu, tólf metrunum og svo á næstu fimmtíu metrum tekur hann bara tuttugu og í heildina tekur hann fjörutíu og eitt skref á hundrað metrum. Þannig að skreflengdin hans, er, ég held hún sé í kringum tveir og níutíu þar sem hún er lengst. Og, hérna sjáum við eftir því sem að hraðinn eykst að þá verður sköflungshornið, lá, nei hornrétt á jörðina og hann fer að hlaupa líka meira uppréttur. Hann nær hérna hámarkshraða á sextíu metrum og nær að halda því svona nokkurn veginn út þessa hundrað metra sína. Þetta var fjórði partur. Fimmti þáttur tekur svo þessa fasa sem við brutum niður í, ja eigum við að segja spretthlaupinu okkar, í start og hröðun og hámarkshraða og hraðaþol og leyfir okkur að skoða hverjir eru lykilþættir hvers parts í hreyfingunni. Og við þurfum að skilgreina það svolítið sjálf. Við þurfum að ákveða og pæla í út frá okkar reynslu, út frá okkar þekkingu. Hvað er það sem skiptir máli í þessari hreyfingu? Af hverju skiptir það máli? Og hvað þarf að bæta í þessum lykilþáttum? Það er eitthvað sem við þurfum aðeins að pikka út. Ókei, við erum með þessa fasa, ég er með hérna startfasann minn. Hverjir eru lykilþættirnir í honum? Eða þá að ég er með uppstökksfasann minn í skoti, hverjir eru lykilþættir í honum? Hvernig á ég að tímasetja mig, hvernig á ég að vera í loftinu? Eða hvað á ég að gera? Þetta eru þættir sem við þurfum að vera klár á, hvað við viljum fá út úr okkar iðkanda og hvernig við ætlum síðan að miðla þessu til viðkomandi aðila. Nú, síðan er það sjötta og síðasta skrefið í, í þessari lotu að það er að skilja ástæður lykilþátta út frá aflfræði eða lífaflfræði og það er eitthvað sem er kannski gott fyrir ykkur að pæla í, ekkert endilega nauðsynlegt fyrir ykkur að þekkja lífaflfræðina nákvæmlega. En eins og við fórum í gegnum stöðugleikann síðast, þið getið alveg sagt hvernig á að, hvernig ég á að vinna barnavinnuna mína, í hvernig stöðu ég á að vera eða í hvernig stöðu ég á að vera þegar ég er að finta til þess að halda sem mestum stöðugleika. Hvar á þyngdarpunkturinn minn að vera? Þannig að þið þurfið kannski ekkert endilega að geta útskýrt nákvæmlega lögmál lífaflfræði eða, eða eitthvað slíkt. En þetta eru svona hvers vegna spurningar. Hvers vegna er mikilvægt að stækka undirstöðuflötinn í undirhandarskoti? Lífaflfræðin segir, þá ertu með meiri stöðugleika og þá færðu lengri tíma til þess að beita krafti á boltann og þar af leiðandi verið skotið þitt fastar. That's it, þannig að það er í raun og veru upptalið og aftur komum við að [UNK] kvótinu sem við fórum í gegnum hérna fyrir tveimur vikum. Við erum ekkert endilega svo mikið að pæla í þessu. Við erum ekkert endilega svo mikið að pæla í hvernig við hreyfum okkur. Við erum í raun og veru bara að hugsa um að spila leikinn, að framkvæma næsta múv. En þegar við fáum tækifæri til þess að leiðrétta og pæla í af hverju geri ég þetta, af hverju lendi ég svona? Að, þá þurfum við virkilega aðeins að geta brotið hlutina niður og sagt: heyrðu vinur, þú þarft að beita þér svona, þá færðu meiri tíma til þess að vinna boltann, þú getur sett meiri kraft á bak við boltann og þar af leiðandi færðu fastara skot og svo framvegis. Þannig að þetta voru þessi sex skref sem við ætlum að fara í gegnum og þá ætlum við svo að fara í gegnum, Í raun og veru, hreyfigreiningu þar sem að við í raun og veru byggjum ofan á þessi sex skref og förum að pæla í hvernig greinum við frávik frá þessu best case scenario mynstri og hvernig leiðréttum við þetta. Þetta eru bara nokkrir punktar sem að ég vil að þið hafið bak við eyrun og takið til greina. Nú, ef við ætlum að greina alla parta mjög ítarlega og hvern part sérstaklega fyrir sig að þá getur það verið mjög flókið og við kannski höfum ekkert endilega rosalega mikinn tíma til þess að fara í einhverja díteila eða vinna míkróskópískt með leikmönnum, einn og einn. Því miður eru fæst okkar í þeirri aðstöðu, þannig að við þurfum aðeins svolítið að velja og hafna. Það eru ákveðin tilefni sem krefjast þess að við förum í ítarlegar greiningar, og það er kannski fyrst og fremst ef við erum að horfa í einhver ítrekuð meiðsli, sem geta komið út frá einhverju óeðlilegu álagi, einhverju óeðlilegu hreyfimynstri sem við höfum svo sem farið í gegnum í líffærafræðinni okkar. Lendingartækni, ef við lendum í, og yfirprónum það er að iljaboginn okkar fellur. Að þá getum verið að þróa með okkur álagsbrot, beinhimnubólgu og annað slíkt. Nú, og eins líka líkamsbeiting við lendingar úr hoppum eða fintur. Erum við að stýra hnénu okkar rétt eða erum við að leita í þessa svokölluðu valgusstöðu sem við fórum í og þar af leiðandi að auka áhættuna okkar á því að, að slíta krossbönd eða valda okkur einhverjum liðbrjósk- eða liðbandaáverka. Það er í ákveðnum tilfellum þurfum við að fara í gegnum ítarlega greiningu til þess að fyrirbyggja meiðsli, það er svona eitt af því sem er svona pæling. En það er ekki nauðsynlegt alltaf að greina alla parta ítarlega heldur þurfum við bara að vera með þessa lykilþætti hvers og eins og það er eitthvað sem að við þurfum svolítið að við erum búin að móta okkur skoðanir á sem þjálfarar. Hvað er lykilatriði í kastinu okkar? Hvað er lykilatriði í hvernig við stöndum í varnarleiknum okkar og annað slíkt? Þannig að þegar að við greinum hreina, hreyfingar að þá þarf sú greining að vera nógu ítarleg til þess að við getum gert greinarmun á réttri og rangri hreyfingu og til þess að geta sagt: hvað er rangt? Að þá þurfum við eðlilega að vita hvað er rétt og þar getum við skoðað aftur, með kannski tilliti til stöðugleika, með tilliti til líkamsbeitingar, meiðslaáhættu eða annað slíkt. Þannig að við erum að horfa í að minnka álag eða bæta frammistöðu eða eitthvað í þeim dúr. Nú, og svo náttúrlega er spilunum bara svolítið misjafnlega gefið. Hér sjáum við mynd af Usain Bolt. Það er enginn sem segir að hlaupararnir sem kom á eftir honum séu með einhverja lakari tækni en hann. Hann er einfaldlega bara anatómískt viðundur. Hann er bara betur skapaður til þess að hlaupa hratt og þar af leiðandi kemstu ex, langt á einhverri ákveðinni tækni. Og síðan þarftu að vinna með þann skrokk sem að þér var í raun og veru útdeilt. Þannig að við náum, þó að við höfum kannski fullkomna tækni að þá kannski náum við ekki endilega besta árangrinum af því að það eru aðrir sem að eru betur í stakk búnir, hafa betri skrokk, betri líkamlega eiginleika en við. Og það kannski kemur inn á það sem að Svenni var að tala um í, í sínum fyrirlestri sem að ég held að hafi verið hérna bara síðasti fyrirlesturinn sem lagði inn eitthvað svoleiðis. Þar sem hann var að tala um eiginleika eða abilities og færni og var þarna með mynd af, af körfu, og svo körfu með eplum. Þannig að eiginleiki er í raun og veru karfan, stærð körfunnar og færnin er. Usain Bolt er einfaldlega með stærri körfu, hann getur safnað fleiri eplum og þar af leiðandi nær hann betri árangri heldur en þeir sem á eftir honum koma. Og þeir geta æft ex mikið, þeir geta náð fullkomnum tökum á tækninni en þeir hafa bara ekki sömu spil á hendi og hann, því miður. En eins og við vorum með sex skrefa hreyfigreiningu áðan að þá, til þess að greina hreyfingu og leiðrétta villur þá erum við með svona fimm stig, fimm skref sem að við getum svona notað til þess að skoða og fylgja eftir. Fyrsta stigið er í raun og veru bara að við viljum greina heildarhreyfinguna, við viljum skoða hana á réttum hraða. Við viljum skoða hana í heild sinni og fá góða mynd af því hvað viðkomandi er að gera. Nú, í kjölfarið á því viljum við velja þætti sem við viljum skoða og það eru þá þessir lykilþættir sem við höfum einhverjar meiningar um hvernig eigi að vera. Síðan viljum við beita þekkingu á aflfræði, sem að þannig lagað er til staðar en, eins og, eins og mörg ykkar hafa komið inn á í ykkar hugleiðingum, að þá kannski þó að fræðileg heiti og kenningar sitji ekki alveg á sínum stað þá vitið þið hvað virkar og reynslan segir ykkur af hverju það virkar og það er bara frábært, það er bara það sem þarf. Nú, þið þurfið síðan að velja villur sem þið viljið leiðrétta og ákvarða aðferðir til þess að lagfæra villurnar. Nú, ég setti hérna í hornið mynd af appi sem að ég nota töluvert mikið og það eru svo sem til tvær útgáfur af því. Anna, önnur er borguð kosta, kostar svo sem þannig lagað ekki neitt og hin er ókeypis. Þannig ef þið farið í App Store eða Google Play að þá getið þið skoðað hérna Coach's Eye sem í raun og veru bara upptökuforrit sem að gerir okkur kleift að, að skrolla í gegnum myndina í slow motion, gerir okkur kleift að mæla horn, teikna inn á, taka tíma að setja skeiðklukku inn á ramma og mæla hvað þú ert lengi að framkvæma einhverja ákveðna hreyfingu og svo koll af kolli. Frábært apparat til þess að gefa feedback fyrir iðkendur og fyrir ykkur til þess að skoða og brjóta niður hreyfinguna hægt og rólega. Þægilegt að vera með þetta í símanum og geta gripið í þetta og þetta er frábært, líka bara kennslutól fyrir ykkur, til þess að sýna iðkendunum ykkar, í slow motion, til þess að geta teiknað inn, einhverjar línur, einhverjar stefnur og sýnt fram á hvernig viðkomandi getur bætt sig. Útúrdúr en engu að síður eitthvað sem ég held að geti hjálpað [UNK: re]. Nú, þegar við erum að ákvarða aðferð til þess að lagfæra villur, og þetta er svolítið mikilvægt, að þá þurfum við að geta einangrað villuna í hreyfingunni og þurfum að geta unnið okkur út frá því. Það þýðir í raun og veru þurfum við að þekkja þann hluta hreyfingarinnar sem er rangur, eins og við komum inn á áðan. Til þess að geta sagt hvað á að vera rétt þá þurfum við að vita hvað er rangt. Og við þurfum að geta greint röngu hreyfinguna okkar niður í minni parta og þurfum að geta fundið mögulegar ástæður. Og þá þurfum við að þekkja okkar lykilþætti og við þurfum að þekkja af hverju einhver ákveðin framkvæmd er betri og hvernig er þessi framkvæmd sem við erum að reyna að lagfæra frábrugðin hinni? Þannig að það getur verið ýmislegt, það getur verið léleg samhæfing, það getur verið röng tímasetning, röng staðsetning tæknilega. Það getur líka verið bara ójafnvægi í styrk til dæmis, að við náum ekki einhverri ákveðinni tækni af því við höfum ekki styrkinn til þess að valda því og svo koll af kolli. Nú þegar að við erum búin að greina þessa röngu hreyfingu niðri í minni parta og finna ástæður, að þá þurfum við að finna aðferð sem að gæti verið hjálpleg með að kenna réttar hreyfingar. Og þá þurfum við að hafa í huga að það virka ekki sömu aðferðir og alla og við þurfum að vera sveigjanleg. Þetta er náttúrlega hlutur sem þið í raun og veru bara vitið. Þannig að við byrjum allar hreyfingar rólega, við veljum okkur kennslufræði, við veljum okkur hvað virkar fyrir okkur, hvað virkar fyrir iðkendurna okkar og förum í gegnum hreyfinguna skref fyrir skref. Nú, ákveðnir þættir í þessu gætu til dæmis verið að láta íþróttamanninn endurtaka þann hluta hreyfingarinnar sem var rangur. Á minni hraða, feedback um leið og svo auka hraðann þegar að fullri færni eða hæfni er náð í hreyfingunni. Þannig að brjóta niður þessi element sem að eru ekki að virka, vinna í veikleikunum og setja þau svo aftur inn í hreyfinguna og fara að drilla það sem heild. Þetta gerum við eða getum við gert og svo aukið hraða og ákefð rólega með þessari réttu tækni og unnið okkur inn í það skref fyrir skref. Nú, önnur atriði sem við þurfum aðeins að hafa í huga og það kemur inn á það að það virka ekki sömu aðferðirnar fyrir alla. Hvaða aðferð ætlum við að nota við feedback eða endurgjöf? Og hvað ætlum við að hafa í huga varðandi það hvernig við ákveðum hvaða feedback við ætlum að gefa og hvernig? Nokkrir punktar, er þetta byrjandi eða lengra kominn? Hvað er viðkomandi gamall og hversu einfaldar skýringar getum við í raun og veru gefið? Hér kemur svo verkefnið ykkar og verkefnið lýtur í raun og veru að þessari hreyfigreiningu sem við vorum að fara í gegnum, fimm skrefa eða fimm stiga hreyfigreiningu, þar sem að við leiðréttum villur í hreyfingu eða greinum villur í hreyfingu og leiðréttum þær svo hjá okkar einstaklingi. Það sem ég vil að þið gerið er að ég vil að þið gefið ykkur svolítinn tíma í þetta, mér er í raun og veru svolítið sama hvernig þið skilið þessu af ykkur. Þetta má vera skrifað á blaði og myndskreytt, þetta má líka vera vídeóupptaka sem að, sem að þið talið inn á og segið mér hvernig þetta á að vera framkvæmt. En eitthvað sem að ykkur þykir þægilegt og gerir verkefninu ykkar góð skil. Nú, þannig að þið þurfið að fara í gegnum þessi fimm stig, þið þurfið að skoða heildarhreyfinguna hjá ykkar iðkanda og bera hana saman við hvernig toppleikmaður framkvæmir þessa sömu hreyfingu. Í framhaldinu þá þurfið þið svo að ákveða hvaða þætti á að skoða og geta fært rök fyrir því hvers vegna þarf að bæta þetta. Það þarf ekki að, endilega skreyta það með einhverjum krúsidúllum en þið getið sagt: það þarf að bæta þetta atriði af því að ef ég ber minn leikmann samanborið við atvinnumann eða besta í heimi í þessu atriði að þá sé ég að það er munur á því hvernig leik, viðkomandi ber sig að, hvernig staðan á fótunum er. Og það þýðir að minn leikmaður er ekki eins stöðugur eða eitthvað í þeim dúr. Svo vil ég að þið veljið villurnar sem þið ætlið að leiðrétta, ætlið þið að leiðrétta allt eða er þetta ein villa, ætlið þið að forgangsraða einhvern veginn, ætlið þið að hafa þetta þannig að, að við tökum út stærstu villurnar eða er þetta iðkandi sem er langt kominn og þar af leiðandi þarf bara aðeins að fínpússa nokkur atriði. Og svo þurfið þið að ákvarða, ákveða aðferð til þess að lagfæra villunnar. Og þá vil ég setja upp dæmi um val á æfingum eða val á endurgjöf og hvernig þið ætlið að vinna í þessu atriði. Sýna fram á, hvernig ætla ég að hjálpa þessum iðkanda að bæta þetta tækniatriði og segja hvernig við ætlum að vinna í því. Verkefnalýsingin kemur svo skrifleg, skrifleg líka inn á Canvas að sjálfsögðu, og ykkur er frjálst að senda mér skilaboð, hringja í mig whatever, eftir því hvað ykkur hentar. En skoðum þetta aðeins. Þetta eru hlutir sem þið gerið dags daglega og ég vil gjarnan aðeins fá innsýn í hvernig þið vinnið, þið kannski horfir svolítið krítískt á hvað þið eruð að gera og hvort þið gætuð gert hlutina öðruvísi, eða ef það er eitthvað sem að, sem að mætti taka til endurskoðunar, umhugsunar. Ókei, gangi ykkur vel.


Hreyfigreining í íþróttum Kinesiologie im Sport Kinesiology in sports Kinezjologia w sporcie

Þá er síðasta vikan að hefjast og hún verður með örlítið, ja breyttu sniði, kannski aðeins öðruvísi hlutföll en, en við erum vön. Innlögnin, það er að segja fyrirlestrar af minni hálfu verður, verður í styttra lagi og þar af leiðir að verkefni ykkar verður örlítið umfangsmeira. Þannig að á dagskránni hjá okkur í dag eru í raun og veru þrjú atriði. Við ætlum að fara yfir svona mjög almennt hreyfigreiningu í íþróttum, hvernig brjótum við niður hreyfingu, skref fyrir skref og við tölum um það almennt. Við tökum dæmi úr mismunandi íþróttum og ég vil að þið svolítið svona tengið það inn í handboltann inn í það sem þið eruð að gera og af því að þetta hangir í raun og veru alltaf saman. Þú þarft styrktarþjálfun, þú þarft að geta brotið niður lyftingarnar þínar, þú þarf að geta brotið niður hlaupastíl og svo þarftu að geta brotið niður handbolta spesifísk atriði eins og skot, fintur og annað slíkt. Nú, síðan tökum við aðeins annan vinkil á hreyfigreininguna og förum að skoða hvernig við greinum frávik frá þessum svona bestu hreyfimynstrum og leiðréttum villurnar. Hvernig, hvernig leiðbeinum við iðkendum okkar í að verða betri og þróa með sér betri tækni, betri hreyfimynstur. Og svo þriðji og síðasti punkturinn er þá að ég mun fara aðeins yfir verkefni sem ég vil að þið vinnið og tölum aðeins um það og síðan getið þið þá sent mér tölvupóst ef út í það fer og það vakna einhverjar spurningar. Það sem mig langar að biðja ykkur um að hafa í huga í þessu er efni sem Sveinn fór í í tengslum við hreyfinám og tækniþjálfun og eiginleika og færni og aðra slíka hluti. Endilega, ef það eru einhverjar vangaveltur eftir þennan fyrirlestur, skerpið aðeins á því sem að Svenni fór í gegnum. Margt af hrikalega flottu efni frá honum sem að þið getið nýtt ykkur og tekið með ykkur inn í ykkar þjálfun og inn í þessi, þessa þætti og þetta verkefni. En hreyfigreining í íþróttum er eitthvað sem að hefur svona í kennslunni verið brotið niður í sex skref. Og, við ætlum að fara í gegnum þetta lið fyrir lið en ef við rennum yfir þessa upptalningu hérna, þá er fyrsta skrefið í raun og veru að ákvarða markmið hreyfingarinnar. Næsta skrefið er þá að ákvarða séreinkenni hreyfingarinnar. Nú, þriðja skrefið er að skoða hvernig topp íþróttafólk framkvæmir hreyfinguna, hvað er í raun og veru best? Hvernig næ ég bestum árangri? Og eðlilega ef að topp íþróttafólkið er að gera þetta á einhvern ákveðinn hátt þá hlýtur að vera að það sé skilvirkasta leiðin, allavegana sem er þekkt. En svo eru náttúrlega mögulega einhverjar leiðir til þess að bæta þá frammistöðu enn frekar. Fjórða skrefið er að brjóta hreyfinguna niður í parta. Fimmta skrefið er að greina lykilþætti hvers parts og svo sjötta skrefið er þá að skilja tilgang þessara lykilþátta í fimmta skrefi út frá aflfræði eða lífaflfræði. Nú, þetta eru hlutir sem þið gerið held ég öll ómeðvitað. Þið eruð öll að þjálfa, þið eruð öll að kenna, þið eruð öll að skoða hreyfingar, þið eruð öll að segja til í ykkar starfi. En, en kannski ekki endilega vön að brjóta þetta niður í sex mismunandi skref eða fasa. En við skulum kíkja á þetta. Fyrsta skrefið, að ákvarða markmið hreyfingarinnar. Nú, það er mikilvægt að átta sig á hver markmið ákveðinnar hreyfingar eru því að þau ákvarða í raun og veru tæknina og aflfræðina eða lífaflfræðina sem þarf til þess að framkvæma hreyfinguna. Þannig að við þurfum svolítið að spyrja okkur: hvert er markmiðið með hreyfingunni? Og á hverju byggist hún, byggist hún á nákvæmni, krafti, styrk eða hraða eða öllu ofantöldu? Dæmi um slíkt væri til dæmis að skjóta á markið byggist á nákvæmni, það byggist líka á krafti og styrk og hraða. Þannig að nákvæmnin er í þessari tæknilegu útfærslu á skotinu. Styrkurinn og hraðinn er þá kannski að búa sér til plássið að hoppa nógu hátt, að koma á nógu mikilli ferð til þess að skapa sér möguleikann á því að eiga gott skot í [HIK:mar] markið. Annað skrefið er þá að ákvarða hvert séreinkenni hreyfingarinnar er og við brjótum það svolítið upp í þessi ákveðnu element hérna, Non-repetitive skills, Repetitive skills, Serial skills, Closed skills og svo Open skills. Non-reptitive skills er þá í raun og veru ein afmörkuð hreyfing með ákveðna byrjun og ákveðinn endapunkt. Kúluvarp eða spyrnur eða skot á markið. Þetta er afmörkuð hreyfing eða afmarkað hreyfimynstur sem á sér upphaf og endi en við endurtökum samt oft í keppni en þó alltaf með einhverri pásu á milli. Nú, endurtekið hreyfimynstur er þá til dæmis að hlaupa. Þannig að við erum með óskilgreinda byrjun, við erum með óskilgreindan endapunkt og við erum alltaf að endurtaka sama hreyfimynstrið. Nú, Serial skills væri þá röð afmarkaðra hreyfinga eins og við fórum yfir hérna áðan, sem við tengjum saman í eina hreyfingu. Það getur til dæmis verið ef við erum búin að drilla okkur í einhverja ákveðna fintu sem leiðir svo af sér skot. Þannig að þá værum við búin að taka margar afmarkaðar hreyfingar, tengja þær saman og notum það sem kannski okkar signature move, til dæmis. Annað dæmi sem ég er með hérna, þrístökk gæti einnig verið það. En svona ákveðin hreyfing, ákveðin safn af afmörkuðum hreyfingum sem við búum til í eina fléttu. Closed skills er þá hreyfingar þar sem aðstæður breytast ekkert og Open skills er þá gagnstætt þar sem aðstæður breytast og þar erum við að kljást við andstæðing sem við þurfum að taka afstöðu til og fleiri slíka þætti. Nú, þriðja skrefið og það sem kannski mér þykir áhugaverðast í þessu er að skoða hvernig topp íþróttafólk framkvæmir hreyfinguna. Hvað eru þeir bestu að gera, sem gerir það að verkum að þeir ná svona góðum árangri? Með því að stúdera þetta og pæla aðeins í þessu að, að þá fáum við ákveðna hugmynd um hraðann, fáum ákveðna hugmynd um ryþma, hversu mikinn kraft, hvernig eigum við að beita okkur? Og fleiri þætti sem að hjálpa okkur að framkvæma hreyfinguna með hámarksárangri. Þannig að miðlum til iðkenda okkar, þannig lagað sama á hvaða aldri þeir eru, að skoða hreyfingar hjá þeim sem eru bestir í heimi. Hvað eru þeir að gera, hvernig gera þeir það? Er þetta eitthvað sem ég gæti nýtt til þess að bæta minn leik eða bæta mína tækni í því sem ég er að gera, hvort sem að það eru ólympískar lyftingar eða handbolti eða hvað það nú heitir? Þannig að þetta hjálpar með skilning á þeirri tækni sem þarf eða þeirri tækni sem er ríkjandi á þeim tímapunkti og þetta er kannski svolítið mikilvægt atriði að koma inn á, ríkjandi á þeim tímapunkti, er að sem betur fer að þá þróumst við og tæknin batnar og við verðum betri og þar af leiðandi eru, jú má alltaf finna kannski finna ákveðin element í því sem að eldri leikmenn eða kynslóðir, eldri kynslóðir og voru að gera en það eru mjög miklar líkur á því að við séum komin með betri aðferðir til þess að framkvæma hlutinn. Eða þá að leikurinn hafi breyst, að við séum komin með öðruvísi bolta eða betri skó eða eitthvað slíkt. Nú, fyrir mig persónulega þá var svona þessi punktur svolítil hugljómun þegar ég var að svona byrja að stúdera ólympískar lyftingar. Og, ég vona að þetta vídeó virki hérna. Hérna sjáum við heimsmet í samanlögðum, ja lyftingum þar sem að við erum búin að sjá hérna sjá, spila þetta fyrir ykkur. Hérna er þessi clean og jerk og jafnhattar þetta upp og sprengir síðan, heimsmet. Brjótum þetta niður og skoðum þetta hægt og rólega. Að það opnast svo, opnar nýja vídd í hvernig hreyfingin er framkvæmd. Hann togar stöngina í raun og veru aldrei hærra en upp á nafla og síðan sprengir hann bara undir, stöngin stoppar og viðkomandi nýtir sinn sprengikraft til þess að toga sig niður, aftur hér, bara rétt kemur stönginni af stað til þess að skapa sér smá rými, til að stinga sér undir stöngina. Fyrir einhvern sem er að læra þetta, þeir eru að læra ólympískar lyftingar að sjá þetta hann gerir sér grein fyrir því hvað er í gangi. Hvernig hreyfingin er, hvernig er leikmaðurinn að hreyfa sig. Það getur breytt ansi miklu. Nú, skref fjögur er þá að brjóta hreyfinguna niður í aðskilda parta, eða fasa, fer svolítið eftir því bara hvað þið viljið kalla þetta, og við gerum það, við skiptum þessu niður eftir því hvað er að gerast í hreyfingunni. Það eru ákveðnir fastir punktar í hreyfingunni sem við getum nýtt okkur til þess að ákvarða hvernig hreyfingin er brotin niður. Og það þarf ekkert endilega vera að það sé eitthvað eitt rétt í því. En þið getið brotið niður til dæmis handboltakast í mismunandi parta eftir því hvað ykkur finnst viðeigandi og hvernig ykkur finnst þægilegast að brjóta kastið upp. En ef við tökum dæmi úr spretthlaupi að þá er það í raun og veru mjög einföld nálgun. Við erum með start, við erum svo með hröðunarfasa, við erum svo með fasa þar sem að viðkomandi er kominn á hámarkshraða. Og svo tekur við í raun og veru hraðaúthald. Hversu vel geturðu haldið hámarkshraðanum þínum út sprettinn? Nú, þetta er repetitive skill og breytist þar af leiðandi kannski ekkert rosalega mikið frá einum fasa yfir í annan. En við getum skoðað dæmi og hér er ansi skemmtilegt graf eða mynd sem að sýnir Usain Bolt í Berlín tvö þúsund og níu þegar hann hljóp sinn hraðasta tíma, níu komma fimmtíu og átta. Hér á myndinni sjáið þið hraðann í metrum á sekúndu og hérna sjáum við þá heildarvegalengdina. Þetta sýnir okkur prósentur af hámarkshraða, þetta sýnir okkur hversu mörg skref hann tók, þetta sýnir okkur í raun og veru hornið á sköflungnum samanborið við jörðina. Hérna sýnir, þetta sýnir okkur í raun og veru hornið á efri búknum eða stefnuna. Þannig að við sjáum að þegar hann er í startinu og kemur hérna hröðunarfasinn í raun og veru, alveg þangað til hann nær hámarkshraða hérna við þrjátíu og fimm til fimmtíu metra bilið og við sjáum að meðan hann er að komast af stað. Að, þá er hann með fjörutíu og fimm gráðu horn á sköflungnum gagnvart jörðinni til þess að spyrna af eins miklum krafti og hann getur og yfirvinna tregðuna sem að, sem hann skapar. Hann tekur hérna sjö skref á fyrstu ellefu, tólf metrunum og svo á næstu fimmtíu metrum tekur hann bara tuttugu og í heildina tekur hann fjörutíu og eitt skref á hundrað metrum. Þannig að skreflengdin hans, er, ég held hún sé í kringum tveir og níutíu þar sem hún er lengst. Og, hérna sjáum við eftir því sem að hraðinn eykst að þá verður sköflungshornið, lá, nei hornrétt á jörðina og hann fer að hlaupa líka meira uppréttur. Hann nær hérna hámarkshraða á sextíu metrum og nær að halda því svona nokkurn veginn út þessa hundrað metra sína. Þetta var fjórði partur. Fimmti þáttur tekur svo þessa fasa sem við brutum niður í, ja eigum við að segja spretthlaupinu okkar, í start og hröðun og hámarkshraða og hraðaþol og leyfir okkur að skoða hverjir eru lykilþættir hvers parts í hreyfingunni. Og við þurfum að skilgreina það svolítið sjálf. Við þurfum að ákveða og pæla í út frá okkar reynslu, út frá okkar þekkingu. Hvað er það sem skiptir máli í þessari hreyfingu? Af hverju skiptir það máli? Og hvað þarf að bæta í þessum lykilþáttum? Það er eitthvað sem við þurfum aðeins að pikka út. Ókei, við erum með þessa fasa, ég er með hérna startfasann minn. Hverjir eru lykilþættirnir í honum? Eða þá að ég er með uppstökksfasann minn í skoti, hverjir eru lykilþættir í honum? Hvernig á ég að tímasetja mig, hvernig á ég að vera í loftinu? Eða hvað á ég að gera? Þetta eru þættir sem við þurfum að vera klár á, hvað við viljum fá út úr okkar iðkanda og hvernig við ætlum síðan að miðla þessu til viðkomandi aðila. Nú, síðan er það sjötta og síðasta skrefið í, í þessari lotu að það er að skilja ástæður lykilþátta út frá aflfræði eða lífaflfræði og það er eitthvað sem er kannski gott fyrir ykkur að pæla í, ekkert endilega nauðsynlegt fyrir ykkur að þekkja lífaflfræðina nákvæmlega. En eins og við fórum í gegnum stöðugleikann síðast, þið getið alveg sagt hvernig á að, hvernig ég á að vinna barnavinnuna mína, í hvernig stöðu ég á að vera eða í hvernig stöðu ég á að vera þegar ég er að finta til þess að halda sem mestum stöðugleika. Hvar á þyngdarpunkturinn minn að vera? Þannig að þið þurfið kannski ekkert endilega að geta útskýrt nákvæmlega lögmál lífaflfræði eða, eða eitthvað slíkt. En þetta eru svona hvers vegna spurningar. Hvers vegna er mikilvægt að stækka undirstöðuflötinn í undirhandarskoti? Lífaflfræðin segir, þá ertu með meiri stöðugleika og þá færðu lengri tíma til þess að beita krafti á boltann og þar af leiðandi verið skotið þitt fastar. That's it, þannig að það er í raun og veru upptalið og aftur komum við að [UNK] kvótinu sem við fórum í gegnum hérna fyrir tveimur vikum. Við erum ekkert endilega svo mikið að pæla í þessu. Við erum ekkert endilega svo mikið að pæla í hvernig við hreyfum okkur. Við erum í raun og veru bara að hugsa um að spila leikinn, að framkvæma næsta múv. En þegar við fáum tækifæri til þess að leiðrétta og pæla í af hverju geri ég þetta, af hverju lendi ég svona? Að, þá þurfum við virkilega aðeins að geta brotið hlutina niður og sagt: heyrðu vinur, þú þarft að beita þér svona, þá færðu meiri tíma til þess að vinna boltann, þú getur sett meiri kraft á bak við boltann og þar af leiðandi færðu fastara skot og svo framvegis. Þannig að þetta voru þessi sex skref sem við ætlum að fara í gegnum og þá ætlum við svo að fara í gegnum, Í raun og veru, hreyfigreiningu þar sem að við í raun og veru byggjum ofan á þessi sex skref og förum að pæla í hvernig greinum við frávik frá þessu best case scenario mynstri og hvernig leiðréttum við þetta. Þetta eru bara nokkrir punktar sem að ég vil að þið hafið bak við eyrun og takið til greina. Nú, ef við ætlum að greina alla parta mjög ítarlega og hvern part sérstaklega fyrir sig að þá getur það verið mjög flókið og við kannski höfum ekkert endilega rosalega mikinn tíma til þess að fara í einhverja díteila eða vinna míkróskópískt með leikmönnum, einn og einn. Því miður eru fæst okkar í þeirri aðstöðu, þannig að við þurfum aðeins svolítið að velja og hafna. Það eru ákveðin tilefni sem krefjast þess að við förum í ítarlegar greiningar, og það er kannski fyrst og fremst ef við erum að horfa í einhver ítrekuð meiðsli, sem geta komið út frá einhverju óeðlilegu álagi, einhverju óeðlilegu hreyfimynstri sem við höfum svo sem farið í gegnum í líffærafræðinni okkar. Lendingartækni, ef við lendum í, og yfirprónum það er að iljaboginn okkar fellur. Að þá getum verið að þróa með okkur álagsbrot, beinhimnubólgu og annað slíkt. Nú, og eins líka líkamsbeiting við lendingar úr hoppum eða fintur. Erum við að stýra hnénu okkar rétt eða erum við að leita í þessa svokölluðu valgusstöðu sem við fórum í og þar af leiðandi að auka áhættuna okkar á því að, að slíta krossbönd eða valda okkur einhverjum liðbrjósk- eða liðbandaáverka. Það er í ákveðnum tilfellum þurfum við að fara í gegnum ítarlega greiningu til þess að fyrirbyggja meiðsli, það er svona eitt af því sem er svona pæling. En það er ekki nauðsynlegt alltaf að greina alla parta ítarlega heldur þurfum við bara að vera með þessa lykilþætti hvers og eins og það er eitthvað sem að við þurfum svolítið að við erum búin að móta okkur skoðanir á sem þjálfarar. Hvað er lykilatriði í kastinu okkar? Hvað er lykilatriði í hvernig við stöndum í varnarleiknum okkar og annað slíkt? Þannig að þegar að við greinum hreina, hreyfingar að þá þarf sú greining að vera nógu ítarleg til þess að við getum gert greinarmun á réttri og rangri hreyfingu og til þess að geta sagt: hvað er rangt? Að þá þurfum við eðlilega að vita hvað er rétt og þar getum við skoðað aftur, með kannski tilliti til stöðugleika, með tilliti til líkamsbeitingar, meiðslaáhættu eða annað slíkt. Þannig að við erum að horfa í að minnka álag eða bæta frammistöðu eða eitthvað í þeim dúr. Nú, og svo náttúrlega er spilunum bara svolítið misjafnlega gefið. Hér sjáum við mynd af Usain Bolt. Það er enginn sem segir að hlaupararnir sem kom á eftir honum séu með einhverja lakari tækni en hann. Hann er einfaldlega bara anatómískt viðundur. Hann er bara betur skapaður til þess að hlaupa hratt og þar af leiðandi kemstu ex, langt á einhverri ákveðinni tækni. Og síðan þarftu að vinna með þann skrokk sem að þér var í raun og veru útdeilt. Þannig að við náum, þó að við höfum kannski fullkomna tækni að þá kannski náum við ekki endilega besta árangrinum af því að það eru aðrir sem að eru betur í stakk búnir, hafa betri skrokk, betri líkamlega eiginleika en við. Og það kannski kemur inn á það sem að Svenni var að tala um í, í sínum fyrirlestri sem að ég held að hafi verið hérna bara síðasti fyrirlesturinn sem lagði inn eitthvað svoleiðis. Þar sem hann var að tala um eiginleika eða abilities og færni og var þarna með mynd af, af körfu, og svo körfu með eplum. Þannig að eiginleiki er í raun og veru karfan, stærð körfunnar og færnin er. Usain Bolt er einfaldlega með stærri körfu, hann getur safnað fleiri eplum og þar af leiðandi nær hann betri árangri heldur en þeir sem á eftir honum koma. Og þeir geta æft ex mikið, þeir geta náð fullkomnum tökum á tækninni en þeir hafa bara ekki sömu spil á hendi og hann, því miður. En eins og við vorum með sex skrefa hreyfigreiningu áðan að þá, til þess að greina hreyfingu og leiðrétta villur þá erum við með svona fimm stig, fimm skref sem að við getum svona notað til þess að skoða og fylgja eftir. Fyrsta stigið er í raun og veru bara að við viljum greina heildarhreyfinguna, við viljum skoða hana á réttum hraða. Við viljum skoða hana í heild sinni og fá góða mynd af því hvað viðkomandi er að gera. Nú, í kjölfarið á því viljum við velja þætti sem við viljum skoða og það eru þá þessir lykilþættir sem við höfum einhverjar meiningar um hvernig eigi að vera. Síðan viljum við beita þekkingu á aflfræði, sem að þannig lagað er til staðar en, eins og, eins og mörg ykkar hafa komið inn á í ykkar hugleiðingum, að þá kannski þó að fræðileg heiti og kenningar sitji ekki alveg á sínum stað þá vitið þið hvað virkar og reynslan segir ykkur af hverju það virkar og það er bara frábært, það er bara það sem þarf. Nú, þið þurfið síðan að velja villur sem þið viljið leiðrétta og ákvarða aðferðir til þess að lagfæra villurnar. Nú, ég setti hérna í hornið mynd af appi sem að ég nota töluvert mikið og það eru svo sem til tvær útgáfur af því. Anna, önnur er borguð kosta, kostar svo sem þannig lagað ekki neitt og hin er ókeypis. Þannig ef þið farið í App Store eða Google Play að þá getið þið skoðað hérna Coach's Eye sem í raun og veru bara upptökuforrit sem að gerir okkur kleift að, að skrolla í gegnum myndina í slow motion, gerir okkur kleift að mæla horn, teikna inn á, taka tíma að setja skeiðklukku inn á ramma og mæla hvað þú ert lengi að framkvæma einhverja ákveðna hreyfingu og svo koll af kolli. Frábært apparat til þess að gefa feedback fyrir iðkendur og fyrir ykkur til þess að skoða og brjóta niður hreyfinguna hægt og rólega. Þægilegt að vera með þetta í símanum og geta gripið í þetta og þetta er frábært, líka bara kennslutól fyrir ykkur, til þess að sýna iðkendunum ykkar, í slow motion, til þess að geta teiknað inn, einhverjar línur, einhverjar stefnur og sýnt fram á hvernig viðkomandi getur bætt sig. Útúrdúr en engu að síður eitthvað sem ég held að geti hjálpað [UNK: re]. Nú, þegar við erum að ákvarða aðferð til þess að lagfæra villur, og þetta er svolítið mikilvægt, að þá þurfum við að geta einangrað villuna í hreyfingunni og þurfum að geta unnið okkur út frá því. Það þýðir í raun og veru þurfum við að þekkja þann hluta hreyfingarinnar sem er rangur, eins og við komum inn á áðan. Til þess að geta sagt hvað á að vera rétt þá þurfum við að vita hvað er rangt. Og við þurfum að geta greint röngu hreyfinguna okkar niður í minni parta og þurfum að geta fundið mögulegar ástæður. Og þá þurfum við að þekkja okkar lykilþætti og við þurfum að þekkja af hverju einhver ákveðin framkvæmd er betri og hvernig er þessi framkvæmd sem við erum að reyna að lagfæra frábrugðin hinni? Þannig að það getur verið ýmislegt, það getur verið léleg samhæfing, það getur verið röng tímasetning, röng staðsetning tæknilega. Það getur líka verið bara ójafnvægi í styrk til dæmis, að við náum ekki einhverri ákveðinni tækni af því við höfum ekki styrkinn til þess að valda því og svo koll af kolli. Nú þegar að við erum búin að greina þessa röngu hreyfingu niðri í minni parta og finna ástæður, að þá þurfum við að finna aðferð sem að gæti verið hjálpleg með að kenna réttar hreyfingar. Og þá þurfum við að hafa í huga að það virka ekki sömu aðferðir og alla og við þurfum að vera sveigjanleg. Þetta er náttúrlega hlutur sem þið í raun og veru bara vitið. Þannig að við byrjum allar hreyfingar rólega, við veljum okkur kennslufræði, við veljum okkur hvað virkar fyrir okkur, hvað virkar fyrir iðkendurna okkar og förum í gegnum hreyfinguna skref fyrir skref. Nú, ákveðnir þættir í þessu gætu til dæmis verið að láta íþróttamanninn endurtaka þann hluta hreyfingarinnar sem var rangur. Á minni hraða, feedback um leið og svo auka hraðann þegar að fullri færni eða hæfni er náð í hreyfingunni. Þannig að brjóta niður þessi element sem að eru ekki að virka, vinna í veikleikunum og setja þau svo aftur inn í hreyfinguna og fara að drilla það sem heild. Þetta gerum við eða getum við gert og svo aukið hraða og ákefð rólega með þessari réttu tækni og unnið okkur inn í það skref fyrir skref. Nú, önnur atriði sem við þurfum aðeins að hafa í huga og það kemur inn á það að það virka ekki sömu aðferðirnar fyrir alla. Hvaða aðferð ætlum við að nota við feedback eða endurgjöf? Og hvað ætlum við að hafa í huga varðandi það hvernig við ákveðum hvaða feedback við ætlum að gefa og hvernig? Nokkrir punktar, er þetta byrjandi eða lengra kominn? Hvað er viðkomandi gamall og hversu einfaldar skýringar getum við í raun og veru gefið? Hér kemur svo verkefnið ykkar og verkefnið lýtur í raun og veru að þessari hreyfigreiningu sem við vorum að fara í gegnum, fimm skrefa eða fimm stiga hreyfigreiningu, þar sem að við leiðréttum villur í hreyfingu eða greinum villur í hreyfingu og leiðréttum þær svo hjá okkar einstaklingi. Það sem ég vil að þið gerið er að ég vil að þið gefið ykkur svolítinn tíma í þetta, mér er í raun og veru svolítið sama hvernig þið skilið þessu af ykkur. Þetta má vera skrifað á blaði og myndskreytt, þetta má líka vera vídeóupptaka sem að, sem að þið talið inn á og segið mér hvernig þetta á að vera framkvæmt. En eitthvað sem að ykkur þykir þægilegt og gerir verkefninu ykkar góð skil. Nú, þannig að þið þurfið að fara í gegnum þessi fimm stig, þið þurfið að skoða heildarhreyfinguna hjá ykkar iðkanda og bera hana saman við hvernig toppleikmaður framkvæmir þessa sömu hreyfingu. Í framhaldinu þá þurfið þið svo að ákveða hvaða þætti á að skoða og geta fært rök fyrir því hvers vegna þarf að bæta þetta. Það þarf ekki að, endilega skreyta það með einhverjum krúsidúllum en þið getið sagt: það þarf að bæta þetta atriði af því að ef ég ber minn leikmann samanborið við atvinnumann eða besta í heimi í þessu atriði að þá sé ég að það er munur á því hvernig leik, viðkomandi ber sig að, hvernig staðan á fótunum er. Og það þýðir að minn leikmaður er ekki eins stöðugur eða eitthvað í þeim dúr. Svo vil ég að þið veljið villurnar sem þið ætlið að leiðrétta, ætlið þið að leiðrétta allt eða er þetta ein villa, ætlið þið að forgangsraða einhvern veginn, ætlið þið að hafa þetta þannig að, að við tökum út stærstu villurnar eða er þetta iðkandi sem er langt kominn og þar af leiðandi þarf bara aðeins að fínpússa nokkur atriði. Og svo þurfið þið að ákvarða, ákveða aðferð til þess að lagfæra villunnar. Og þá vil ég setja upp dæmi um val á æfingum eða val á endurgjöf og hvernig þið ætlið að vinna í þessu atriði. Sýna fram á, hvernig ætla ég að hjálpa þessum iðkanda að bæta þetta tækniatriði og segja hvernig við ætlum að vinna í því. Verkefnalýsingin kemur svo skrifleg, skrifleg líka inn á Canvas að sjálfsögðu, og ykkur er frjálst að senda mér skilaboð, hringja í mig whatever, eftir því hvað ykkur hentar. En skoðum þetta aðeins. Þetta eru hlutir sem þið gerið dags daglega og ég vil gjarnan aðeins fá innsýn í hvernig þið vinnið, þið kannski horfir svolítið krítískt á hvað þið eruð að gera og hvort þið gætuð gert hlutina öðruvísi, eða ef það er eitthvað sem að, sem að mætti taka til endurskoðunar, umhugsunar. Ókei, gangi ykkur vel.