×

We use cookies to help make LingQ better. By visiting the site, you agree to our cookie policy.


image

Íþróttafræði. Sveinn Þorgeirsson - fyrirlestrar, Hryggjarsúlan

Hryggjarsúlan

Þá ætlum við að taka stutta yfirferð um hryggsúluna, og svona helstu þætti sem að, sem að tengjast henni. Við förum svo sem ekki, ekki mjög djúpt í efnið en, en svona snertum á, á þáttum sem að, sem að eiga að nýtast ykkur í ykkar þjálfun. En hryggsúlan er sem sagt þannig að, að hún er mynduð af sjö hálshryggjum, tólf brjósthryggjarliðum, fimm mjóhryggjarliðum, fimm spjaldhryggjaliðum og svo rófubein sem eru fjórir hryggjaliðir samvaxnir. Og við sjáum það hérna á, á þessari mynd, að hér sjáum við afmarkast hálshrygginn og svo í kjölfarið, tekur svo við brjósthryggurinn. Því næst mjóhryggurinn, spjaldhryggurinn og svo rófubeinið. Og eins og þið takið eftir því að þá eru hryggjaliðirnir líkir í byggingu en breytast svona aðeins eftir því sem að, sem að við færumst. Hvort sem það er upp eða niður hryggjarsúluna og, og það fer í raun og veru eftir því hvaða verkefni eða hvert þeirra hlutskipti er í raun og veru. En ef við skoðum aðeins liðbolina að þá sjáum við hérna ofan á hryggjarliðinn og þetta er þá hérna hryggtindurinn sem að, sem að þið getið í raun og veru þreifað á bakinu hjá ykkur og hér erum við svo með, með liðbolinn sjálfan. Ofan á honum finnið þið yfirleitt hryggþófa sem við komum nú aðeins betur inn á á eftir. Nú, hérna vertebral foramen, þetta er í raun og veru mænugöngin, hér inn í liggur mænan og hún er vel varin af í raun og veru hryggjarliðnum sjálfum. Og svo hér á milli ganga svo taugarnar út frá mænunni og mænugöngunum. En við erum með ákveðnar sveigjur í hryggsúlunni sem að hafa það hlutskipti í raun og veru bara að dempa högg og við erum með í mjóhryggnum, erum við með svona smávegis Lordosu. Lordosa er í raun og veru bara fetta. Þannig að við erum, sjáum hérna að, að það er okkur eðlislagt að hafa smá fettu hérna á mjóbakinu og eins er það okkur eðlislegt, að hafa smá svona kyphosu, eða kryppu á, á brjóstbakinu. Kryppa er nú kannski ekki besta íslenska orðið til þess að lýsa því en ég man nú ekkert betra í, í augnablikinu. Og svo komum við aftur hérna upp í, í hálshrygginn, að þar erum við aftur komin með smá svona fettu í, í hálshrygginn. Nú, en, hreyfingar hryggsúlunnar eru, eru misjafnar. Mesta hreyfingin í hryggsúlunni verður í hálsliðunum og þið getið kannski séð það ef þið rýnið aðeins aftur í þessar myndir að þá eru hálsliðirnir liðbolirnir minnstir. Og leyfa þar af leiðandi mesta hreyfiútslagið. Nú, við munum ekki fjalla neitt sérstaklega um hálsliðina en það er svo sem af nógu að taka þar og ef það er eitthvað sem að, sem að þið viljið skoða frekar þá bara endilega, sendið mér línu. Nú, brjósthryggurinn, hann leyfir minnstu hreyfinguna og það orsakast að, að mörgu leyti að því að rifjabogarnir tengja við hann og, og þar af leiðandi óbein tenging við mikið af vöðvum og öðrum strúktúrum. Brjósthryggurinn leyfir hlutfallslega litla fettu eða extension. Nú, svo erum við með stærstu hryggjarliðina í mjóhrygginum, eða mjóhryggnum. Og þeir leyfa eiginlega engan snúning en þeir leyfa beygju og þeir leyfa fettu og svo leyfa þeir líka hliðbeygju og hliðbeygja er, ja, ef við stöndum bein til dæmis og, og þið svona rennið hendinni eftir lærinu utanverðu niður á, á utanverðan fót, fótlegg að þá er það hliðbeygja í mjóhrygg. Spjaldhryggurinn hann samanstendur af, af fimm samvöxnum hryggjarliðum og, og er hluti af mjaðmargrind, gengur þar inn og, og myndar spjaldlið og svo er það rófubeinið sem að samanstendur af einnig fjórum samvöxnum hryggjarliðum og, og hefur hlutskipti við mikilvægrar festu, við ýmis liðbönd og vöðva. Það er, hreyfingar sem að eru í boði fyrir okkur í, í hryggjarliðunum að það er þá flexion eins og við kannski þekkjum aðallega sem ja, bara getum skoðað það sem uppsetur extension þekkjum við þá sem, sem bakfettur [UNK] aftur. Rotation er þá bara snúningur til annarrar hvorrar hliðarinnar og lateral flexion eða hliðbeygja. Er eins og ég var að lýsa þessu áðan, þá kemur hliðbeygja, þá eins og við myndum taka þennan handlegg og renna honum hérna niður eftir fætinum. Þá kemur hérna hliðbeygja á mjóhrygginn. en við erum með ákveðna vöðvahópa og vöðva sem að vinna saman við að framkvæma þessar hreyfingar og í flexion hreyfingunum þá erum við með hérna, rectus abdominis sem að er bara þekkt sem, sem sixpakkið okkar. Síðan erum við með external oblique hér, og internal oblique. Nú, varðandi extension eða bakfettur að þá erum við með ansi marga vöðva sem að, sem að koma þar að. Þar er ef ég má nefna spinalis, longissimus og iliocstalis multifidi-arnir, rotator-ar og latissimus dorsi kemur inn í þetta líka við ákveðin hlutskipti. Margir vöðvahópar sem koma, koma að þessum extension hreyfingum. Nú, ef við skoðum svo snúninginn, að þá eru það multifid-arnir, multifid-arnir eru vöðvar sem liggja hérna á, á milli liðbolanna, ná yfir mitt, einn liðbol í einu og hafa í raun og veru aðallega það hlutverk að bara stýfa af hryggsúluna í öðrum hreyfingum. Þeir eru svolítið stýrið í hryggsúlunni. En svo erum við einnig með rotator-a og external obliqu-a, ytri obliqu-a vöðvana sem að framkvæma snúning yfir í gagnstæðan, gagnstæða átt. Og internal obliqu-arnir þeir framkvæma snúning í sömu átt. Nú, í hliðbeygjunni, lateral flexion, að þá sjáum við að, að við erum hérna með quadratus lumborum, vöðvi sem að liggur hérna frá mjaðmakambinum og upp að tólfta rifi. Eins koma að þessu spinalis og longissimus, iliocostalis og oblique-arnir og [UNK] koma eins af þessum líka. Með beinum hætti. Nú, hryggþófi, eins og ég kom inn á áðan, liggur ofan á liðbol hvers hryggjarliðar og hefur það hlutskipti að, að dempa högg, og hann, hann viðheldur í raun og veru svona, innan gæsalappa, réttu bili á milli hrygglarliða. Það þarf að vera nægilegt til þess að taugarnar eigi greiða leið út. Ef það verður of mikið, of lítið, afsakið, að þá getur það farið að valda, því að það kemur klemma á taugarnar. En í þessum hryggþófa hérna, þá erum við með ysta lagið sem heitir annulus fibrosus sem að liggur hérna og síðan erum við þá með innsta lagið sem heitir nucleus. Nú, þessir þættir spila stórt hlutskipti þegar að, að hérna brjósklos á sér stað. Og við sjáum það hérna að hér erum við með annulus sem að liggur hérna utan með hryggþófanum og inni í því kemur nucleus. Það sem gerist í raun og veru þegar við fáum brjósklos er að það kemur rifa á nucelus-hluta hryggþófans og annulus skríður þar út og getur farið að valda þrýstingi á ja, ýmist mænuna eða taugarnar út frá henni. Með tilheyrandi óþægindum, verkjum og oft leiðniverkjum og máttminnkun niður í, niður í fætur. Nú, það er almennt talað um að því stærra sem brjósklosið er, þeim mun betra. Það tekur oft skemmri tíma að jafna sig og líkaminn bregst einhverra hluta vegna betur við því. Nú, síðan getum við einnig upplifað að það verði útbungun á hryggþófa, og þá bungar hann út í mænugöngin. Það sjáum við hérna á þessari röntgenmynd eða MRI þess vegna að þá bungar hann hérna út í mænugöngin og veldur þrýstingi á mænu og, og taugar. Nú, og svo að lokum að þá er það liðskrið sem að nefnist spondylolisthesis. Það lýsir sér sem í raun og veru gliðnun á hryggjarlið, yfirleitt neðarlega í hryggnum, og þetta er eitthvað sem við sjáum algengt kannski hjá ja, fimleika- og dansiðkendum en, en klárlega sjáum við þetta einnig líka í, í handbolta af og til og fleiri íþróttum. Það sem gerist er að það verður brot eða sprunga í, í liðnum sem gerir það að verkum að liðbolurinn skríði fram. Og, þetta getur verið eins og ég sagði álagstengt og tengt þá einhverju svona miklu fettumunstri í hreyfingum eins og dansi eða, eða fimleikum. Og einkennin eru svo sem að mörgu leyti ekkert ósvipuð og, og í tengslum við brjósklos allavega í sumum tilfellum að en þá upplifir maður vöðvaspennu á svæðinu og aukinn stirðleika. Margir fá leiðniverki sem að lýsa sér þá að leiða niður fæturnar. Nú, og eða verki í, í, í rassinn og, og mjóhrygginn. Þetta sjáum við hérna getum við séð á, á þessum myndum, hér er svona dæmi um hvar þessi brot geta átt sér stað, hérna. Það gerir það að verkum að liðurinn eða liðbolurinn, afsakið, skríður fram hlutfallslega miðað við þá liðbolinn fyrir ofan eða neðan. Nú, þetta var allt og sumt um, um hryggsúluna og bolinn. Við munum núna skipta yfir í hreyfingafræðina en við munum svo sem alltaf hafa líffærafræðina í bakhöndinni en endilega sendið mér línu ef það er eitthvað sem að, sem að þið viljið kynna ykkur betur.


Hryggjarsúlan The vertebral column Kręgosłup

Þá ætlum við að taka stutta yfirferð um hryggsúluna, og svona helstu þætti sem að, sem að tengjast henni. Við förum svo sem ekki, ekki mjög djúpt í efnið en, en svona snertum á, á þáttum sem að, sem að eiga að nýtast ykkur í ykkar þjálfun. En hryggsúlan er sem sagt þannig að, að hún er mynduð af sjö hálshryggjum, tólf brjósthryggjarliðum, fimm mjóhryggjarliðum, fimm spjaldhryggjaliðum og svo rófubein sem eru fjórir hryggjaliðir samvaxnir. Og við sjáum það hérna á, á þessari mynd, að hér sjáum við afmarkast hálshrygginn og svo í kjölfarið, tekur svo við brjósthryggurinn. Því næst mjóhryggurinn, spjaldhryggurinn og svo rófubeinið. Og eins og þið takið eftir því að þá eru hryggjaliðirnir líkir í byggingu en breytast svona aðeins eftir því sem að, sem að við færumst. Hvort sem það er upp eða niður hryggjarsúluna og, og það fer í raun og veru eftir því hvaða verkefni eða hvert þeirra hlutskipti er í raun og veru. En ef við skoðum aðeins liðbolina að þá sjáum við hérna ofan á hryggjarliðinn og þetta er þá hérna hryggtindurinn sem að, sem að þið getið í raun og veru þreifað á bakinu hjá ykkur og hér erum við svo með, með liðbolinn sjálfan. Ofan á honum finnið þið yfirleitt hryggþófa sem við komum nú aðeins betur inn á á eftir. Nú, hérna vertebral foramen, þetta er í raun og veru mænugöngin, hér inn í liggur mænan og hún er vel varin af í raun og veru hryggjarliðnum sjálfum. Og svo hér á milli ganga svo taugarnar út frá mænunni og mænugöngunum. En við erum með ákveðnar sveigjur í hryggsúlunni sem að hafa það hlutskipti í raun og veru bara að dempa högg og við erum með í mjóhryggnum, erum við með svona smávegis Lordosu. Lordosa er í raun og veru bara fetta. Þannig að við erum, sjáum hérna að, að það er okkur eðlislagt að hafa smá fettu hérna á mjóbakinu og eins er það okkur eðlislegt, að hafa smá svona kyphosu, eða kryppu á, á brjóstbakinu. Kryppa er nú kannski ekki besta íslenska orðið til þess að lýsa því en ég man nú ekkert betra í, í augnablikinu. Og svo komum við aftur hérna upp í, í hálshrygginn, að þar erum við aftur komin með smá svona fettu í, í hálshrygginn. Nú, en, hreyfingar hryggsúlunnar eru, eru misjafnar. Mesta hreyfingin í hryggsúlunni verður í hálsliðunum og þið getið kannski séð það ef þið rýnið aðeins aftur í þessar myndir að þá eru hálsliðirnir liðbolirnir minnstir. Og leyfa þar af leiðandi mesta hreyfiútslagið. Nú, við munum ekki fjalla neitt sérstaklega um hálsliðina en það er svo sem af nógu að taka þar og ef það er eitthvað sem að, sem að þið viljið skoða frekar þá bara endilega, sendið mér línu. Nú, brjósthryggurinn, hann leyfir minnstu hreyfinguna og það orsakast að, að mörgu leyti að því að rifjabogarnir tengja við hann og, og þar af leiðandi óbein tenging við mikið af vöðvum og öðrum strúktúrum. Brjósthryggurinn leyfir hlutfallslega litla fettu eða extension. Nú, svo erum við með stærstu hryggjarliðina í mjóhrygginum, eða mjóhryggnum. Og þeir leyfa eiginlega engan snúning en þeir leyfa beygju og þeir leyfa fettu og svo leyfa þeir líka hliðbeygju og hliðbeygja er, ja, ef við stöndum bein til dæmis og, og þið svona rennið hendinni eftir lærinu utanverðu niður á, á utanverðan fót, fótlegg að þá er það hliðbeygja í mjóhrygg. Spjaldhryggurinn hann samanstendur af, af fimm samvöxnum hryggjarliðum og, og er hluti af mjaðmargrind, gengur þar inn og, og myndar spjaldlið og svo er það rófubeinið sem að samanstendur af einnig fjórum samvöxnum hryggjarliðum og, og hefur hlutskipti við mikilvægrar festu, við ýmis liðbönd og vöðva. Það er, hreyfingar sem að eru í boði fyrir okkur í, í hryggjarliðunum að það er þá flexion eins og við kannski þekkjum aðallega sem ja, bara getum skoðað það sem uppsetur extension þekkjum við þá sem, sem bakfettur [UNK] aftur. Rotation er þá bara snúningur til annarrar hvorrar hliðarinnar og lateral flexion eða hliðbeygja. Er eins og ég var að lýsa þessu áðan, þá kemur hliðbeygja, þá eins og við myndum taka þennan handlegg og renna honum hérna niður eftir fætinum. Þá kemur hérna hliðbeygja á mjóhrygginn. en við erum með ákveðna vöðvahópa og vöðva sem að vinna saman við að framkvæma þessar hreyfingar og í flexion hreyfingunum þá erum við með hérna, rectus abdominis sem að er bara þekkt sem, sem sixpakkið okkar. Síðan erum við með external oblique hér, og internal oblique. Nú, varðandi extension eða bakfettur að þá erum við með ansi marga vöðva sem að, sem að koma þar að. Þar er ef ég má nefna spinalis, longissimus og iliocstalis multifidi-arnir, rotator-ar og latissimus dorsi kemur inn í þetta líka við ákveðin hlutskipti. Margir vöðvahópar sem koma, koma að þessum extension hreyfingum. Nú, ef við skoðum svo snúninginn, að þá eru það multifid-arnir, multifid-arnir eru vöðvar sem liggja hérna á, á milli liðbolanna, ná yfir mitt, einn liðbol í einu og hafa í raun og veru aðallega það hlutverk að bara stýfa af hryggsúluna í öðrum hreyfingum. Þeir eru svolítið stýrið í hryggsúlunni. En svo erum við einnig með rotator-a og external obliqu-a, ytri obliqu-a vöðvana sem að framkvæma snúning yfir í gagnstæðan, gagnstæða átt. Og internal obliqu-arnir þeir framkvæma snúning í sömu átt. Nú, í hliðbeygjunni, lateral flexion, að þá sjáum við að, að við erum hérna með quadratus lumborum, vöðvi sem að liggur hérna frá mjaðmakambinum og upp að tólfta rifi. Eins koma að þessu spinalis og longissimus, iliocostalis og oblique-arnir og [UNK] koma eins af þessum líka. Með beinum hætti. Nú, hryggþófi, eins og ég kom inn á áðan, liggur ofan á liðbol hvers hryggjarliðar og hefur það hlutskipti að, að dempa högg, og hann, hann viðheldur í raun og veru svona, innan gæsalappa, réttu bili á milli hrygglarliða. Það þarf að vera nægilegt til þess að taugarnar eigi greiða leið út. Ef það verður of mikið, of lítið, afsakið, að þá getur það farið að valda, því að það kemur klemma á taugarnar. En í þessum hryggþófa hérna, þá erum við með ysta lagið sem heitir annulus fibrosus sem að liggur hérna og síðan erum við þá með innsta lagið sem heitir nucleus. Nú, þessir þættir spila stórt hlutskipti þegar að, að hérna brjósklos á sér stað. Og við sjáum það hérna að hér erum við með annulus sem að liggur hérna utan með hryggþófanum og inni í því kemur nucleus. Það sem gerist í raun og veru þegar við fáum brjósklos er að það kemur rifa á nucelus-hluta hryggþófans og annulus skríður þar út og getur farið að valda þrýstingi á ja, ýmist mænuna eða taugarnar út frá henni. Með tilheyrandi óþægindum, verkjum og oft leiðniverkjum og máttminnkun niður í, niður í fætur. Nú, það er almennt talað um að því stærra sem brjósklosið er, þeim mun betra. Það tekur oft skemmri tíma að jafna sig og líkaminn bregst einhverra hluta vegna betur við því. Nú, síðan getum við einnig upplifað að það verði útbungun á hryggþófa, og þá bungar hann út í mænugöngin. Það sjáum við hérna á þessari röntgenmynd eða MRI þess vegna að þá bungar hann hérna út í mænugöngin og veldur þrýstingi á mænu og, og taugar. Nú, og svo að lokum að þá er það liðskrið sem að nefnist spondylolisthesis. Það lýsir sér sem í raun og veru gliðnun á hryggjarlið, yfirleitt neðarlega í hryggnum, og þetta er eitthvað sem við sjáum algengt kannski hjá ja, fimleika- og dansiðkendum en, en klárlega sjáum við þetta einnig líka í, í handbolta af og til og fleiri íþróttum. Það sem gerist er að það verður brot eða sprunga í, í liðnum sem gerir það að verkum að liðbolurinn skríði fram. Og, þetta getur verið eins og ég sagði álagstengt og tengt þá einhverju svona miklu fettumunstri í hreyfingum eins og dansi eða, eða fimleikum. Og einkennin eru svo sem að mörgu leyti ekkert ósvipuð og, og í tengslum við brjósklos allavega í sumum tilfellum að en þá upplifir maður vöðvaspennu á svæðinu og aukinn stirðleika. Margir fá leiðniverki sem að lýsa sér þá að leiða niður fæturnar. Nú, og eða verki í, í, í rassinn og, og mjóhrygginn. Þetta sjáum við hérna getum við séð á, á þessum myndum, hér er svona dæmi um hvar þessi brot geta átt sér stað, hérna. Það gerir það að verkum að liðurinn eða liðbolurinn, afsakið, skríður fram hlutfallslega miðað við þá liðbolinn fyrir ofan eða neðan. Nú, þetta var allt og sumt um, um hryggsúluna og bolinn. Við munum núna skipta yfir í hreyfingafræðina en við munum svo sem alltaf hafa líffærafræðina í bakhöndinni en endilega sendið mér línu ef það er eitthvað sem að, sem að þið viljið kynna ykkur betur.