×

We use cookies to help make LingQ better. By visiting the site, you agree to our cookie policy.


image

Lögfræði. Ása Ólafsdóttir - fyrirlestrar, Ákvæði 141.reglu við gjaldþrotaskipti

Ákvæði 141.reglu við gjaldþrotaskipti

Þá er komið að því, að fara yfir síðustu riftunarregluna við gjaldþrotaskipti, það er að segja ákvæði hundrað fertugustu og fyrstu [UNK] þetta var, þessi regla er búin að vera lengi í gjaldþrotalögum, oft kölluð almenna riftunarreglan, og þarna er sem sagt, þetta er, það eru allar ráðstafanir þarna undir, hún er hins vegar ekki hlutlæg eins og hinar flestar nema náttúrulega mínus hundrað þrítugasta og níunda grein, en hún gerir þá kröfu til þess að sýnt sé fram á ákveðin atriði og þetta geta verið erfiðar sönnunarkröfur, meðal annars um huglæga afstöðu þess sem tekur við greiðslu. Það er náttúrulega enginn tímafrestur í ákvæðinu. Þannig að hugsanlega er hægt að fara langt aftur í tímann og krefjast riftunar, en það er náttúrlega, því lengra aftur sem farið, því erfiðara er að sýna fram á að þessi skilyrði séu til staðar sem gert er ráð fyrir í ákvæðinu. Fyrir tíu árum hefði ég sagt ykkur að það væri lítið byggt á þessu ákvæði og sjaldnast sem fallist sé á riftun á grundvelli ákvæðisins, en þessum málum þar sem henni hefur verið beitt og fallist hefur verið á beitingu ákvæðisins, þeim hefur fjölgað þannig að núna eru mun fleiri dómar sem við förum yfir þegar við skoðum, hérna, hvort að [HIK: hundrað] ráðstöfun sé riftanleg eftir hundrað fertugustu og fyrstu grein gjaldþrotaskiptalaga. Það er kannski af því, af því hún er ekki háð neinum tímafrestum, og þá, auðvitað kom strax dómur þar sem var verið að rifta ráðstöfunum. Þarna var sem sagt bú, þetta voru hjón, ráðstöfun með kaupmála milli hjóna. Og þar var verið að krefjast riftunar ráðstöfunar á grundvelli hundrað fertugustu og fyrstu greinar, með ráðstöfun eigna frá manni til konunnar með kaupmála og þarna var sem sagt ráðstafað með afsölum og kaupmála í janúar tvö þúsund og níu án þess að nokkuð endurgjald hefði komið fyrir. Og þessi krafa er byggð á hundrað fertugustu og fyrstu grein en bú mannsins var tekið til gjaldþrotaskipta tvö þúsund og fjórtán, það er að segja fimm árum síðar. Og þarna var byggt á, á riftunarreglu hundrað fertugustu og fyrstu greinar og eiginmaðurinn, eða sem sagt riftunarþoli taldi að það mætti ekki byggja á þessu ákvæði því að þessar kröfur um riftun kaupmálans væru fyrndar, en, og vísaði þá til almenns fjögurra ára fyrningarfrests fjárkrafna eftir fyrningalögum, það er að segja lögum númer hundrað og fimmtíu, tvö þúsund og sjö um fyrningu. Og Hæstiréttur segir bara um það, almennt við rómverskum þremur að krafa um riftun á ráðstöfun þrotamanns eftir ákvæðum tuttugasta kafla gjaldþrotaskiptalaga, verður eðli máls samkvæmt ekki höfð uppi fyrr en bú þess sem í hlut á hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Þannig að þrotabú geta ekki í skilningi riftunarlaga það er að segja fyrstu málsgreinar annarrar greinar laga um, fyrirgefið, fyrningar laga, það er að segja þrotabú geti ekki í skilningi fyrstu málsgreinar annarrar greinar fyrningarlaga átt rétt til enda, fyrr en í fyrsta lagi að það hefur orðið til, það er að segja við uppkvaðningu úrskurðar um að taka bú til gjaldþrotaskipta, þannig að búið var tekið til gjaldþrotaskipta tuttugasta og sjöunda febrúar, tvö þúsund og fjórtán, og höfðaði málið tuttugasta og fyrsta nóvember og þar með krafan að sjálfsögðu ekki fyrnd. Og svo var í reynd, þið skoðið bara þennan dóm, svo var síðan fallist á riftun á grundvelli hundrað fertugustu og fyrstu greinar, talið að öll skilyrði ákvæðisins væru þarna uppfyllt. Og bara þetta eru náttúrulega, sönnunarbyrðin er á, á þrotabúinu og hér eru söguleg tengsl við skilasvikaákvæði, tvö hundruðustu og fimmtugustu greinar almennra hegningarlaga fyrir þann sem á eftir að, það er sem sagt, það, það væri áhugaverð rannsóknarefni í refsirétti að taka það ákvæði til skoðunar. Nú, það eru, hvað, hverju, hvað felst þá í riftunarreglunni, það eru, þetta er það sem stendur í ákvæðinu má krefjast riftun á ráðstöfunum, sem á ótilhlýðilegan hátt eru kröfuhafa til hagsbóta á kostnað annarra, leiða til þess að eignir þrotamanns verða ekki til reiðu til fullnustu kröfuhöfum, eða leiða til skuldaaukningar kröfuhöfum til tjóns. Ef þrotamaðurinn var ógjaldfær eða varð það vegna ráðstöfunarinnar og sá sem hag hafði af henni vissi eða mátti vita um ógjaldfærni þrotamannsins og þær aðstæður sem leiddu til þess að ráðstöfunin var, væri ótilhlýðileg. Þannig að það er nú býsna margt sem þarf að sýna fram á og þarna eru nokkrir dómar, ef við tökum fyrst þennan dóm, þrjú hundruð, sjötíu og sex, tvö þúsund og fjórtán VBS. Þá er hann nú býsna flókin en þetta snýst um það að Tryggingamiðstöðin hafði verið að lána VBS sem var fjárfestingabanki eða fjárfestingarfyrirtæki, raunverulega var það, hérna, skráð fjárfestingafélag og það hafði, já, sem sagt, sem sagt, skráð eða starfandi fjármálafyrirtæki er rétta orðið, þetta er starfandi fjármálafyrirtæki. Og þeir gátu ekki borgað þetta lán sem að Tryggingamiðstöðin, peningamarkaðslán sem að Tryggingamiðstöðin hafði lánað þeim. Og það er, hérna, sem sagt, þetta gerist rétt áður en að bankarnir féllu, eða rétt eftir, eða sem sagt VBS lifði eftir fall bankanna og fékk, gerði svolitlar bókhaldsæfingar, fékk lán hjá ríkissjóði, lækkaði með lækkuðum vöxtum. Og þar með þá var búin til loftbóluhagnaður í hlutafélaginu þarna um, í árslok tvö þúsund og átta. Það sem gerist síðan er að Tryggingamiðstöðin fer og fær að skoða bókhald VBS og er svona að velta fyrir sér hvað, hvaða eignir henti best til þess að fá greiðslu á þessu peningamarkaðsláni sínu, og það er sem sagt, þetta er náttúrulega flókinn dómur, margt sem gengur á þarna í aðdragandanum, en Tryggingamiðstöðin fær greiðslu á hundrað níutíu og sjö milljónir með veði í fasteign í Ferjuvaði. Þeir fá líka með afhendingu á sex íbúðum í Ásakór og tuttugu íbúðum í Hörðukór og fimmtán íbúðum í Tjarnabraut. Og þetta voru hérna, fjögur hundruð og átján milljónir. Síðan áttu þeir fá hlutabréf í MP banka. Svo fengu þeir hlutabréf í VBS. Og síðan með því að gefa út veðskuldabréf sem tryggt var með, já, þetta voru tryggt með nokkrum fasteignum. Þannig að þetta var svona ýmislegt sem þeir fengu afhent upp í sína skuld og þá síðan [HIK: verð] var bú VBS tekið til slita og þá var farið í þetta riftunarmál og riftunarkrafan byggð á hundrað fertugustu og fyrstu grein gjaldþrotaskiptalaga. Það er, svona, Hæstiréttur skoðar aðdraganda á þessu skuldauppgjöri og tekur, segir sem sagt að það er í október, áttunda október sem að hérna, er sent þarna einhvers konar tölvupóstur á milli aðila um að þarna sé, hérna, að honum sé, að, sem sagt, raunverulega VBS sé ófært um að greiða kröfu TM. Það er í áttunda október tvö þúsund og átta. Þarna tekur Hæstiréttur eftir, tekur þetta fram og segir að þarna hafði VBS, sem var starfandi fjármálafyrirtæki þannig ekki aðeins vanefnt að greiða verulega háa skuld á gjalddaga heldur einnig látið í ljós að hann fengi ekki við hana ráðið. Og síðan í kjölfarið, þá byrjar þessi, samningaviðræður milli aðila þar sem að VBS er að leyfa TM að sjá ýmsar trúnaðarupplýsingar um atriði varðandi eignir og skuldbindingar VBS og þarna er, sem sagt, það leiðir til þessa samkomulags sem er gert átjánda maí, tvö þúsund og níu. Og þegar allt þetta er virt í samhengi, að þá, þá er niðurstaða Hæstaréttar að þessar ráðstafanir sem að kveðið var á um í samkomulaginu frá átjánda maí, þar sem að þessar eignir voru afhentar til greiðslu skulda VBS við TM að þetta hafi verið ótilhlýðilegar ráðstafanir og það hefði ekki farið á milli mála að um þetta hafi Tryggingamiðstöðin verið grandsöm, þetta er alveg ljóst að þeir vissu að þetta var ótilhlýðilegt og þarna líka, að, var spurningin hvort að þeir væru ógjaldfærir, VBS, þegar að þessar greiðslur fóru fram, og þá skýrir Hæstiréttur það og segir: skýra verður fyrirmæli hundrað fertugustu og fyrstu greinar laga um gjaldþrotaskipti þar sem er verið er að gera að skilyrði fyrir riftun um að þrotamaður sé ógjaldfær, það verði að skoða það með hliðsjón af annarri og, samanber fyrstu málsgrein sextugustu og fjórðu greinar laganna. Og þið munið þegar Benedikt var að fara yfir þessi ákvæði, þetta eru ákvæðin sem mæla fyrir um hvenær skuldari sem er bókhaldsskyldur, hvenær honum er skylt að gefa bú sitt upp til gjaldþrotaskipta ef hann getur ekki staðið í fullum skilum við lánardrottna sína. Þegar að kröfur þeirra falla í gjalddaga, eða innan skamms frá, tíma frá því. Þannig að þarna segir Hæstiréttur að VBS sem sendi tölvupóst sjötta október, tvö þúsund og átta, um að þeim sé ófært um að greiða skuldirnar, að það, það í sjálfu sér, og síðan er gert samkomulag sjö mánuðum síðar um að, um að greiða þessa skuld með öðru en peningum. Að það sé hafið yfir vafa að VBS hafi verið ógjaldfær í skilningnum, í skilningi þessa ákvæðis hundrað fertugustu og fyrstu greinar, þegar að samkomulag var gert átjánda maí tvö þúsund og níu. Og það er líka hafið yfir vafa að hann, bæði, sem sagt TM bæði mátti vita um að þessar ráðstafanir væru ótilhlýðilegar og hann mátti vita um ógjaldfærnina. Það er í sjálfu sér. Þarna er fallist á riftun eftir hundrað fertugustu og fyrstu grein, og síðan skoðið þið bara dóminn aðeins nánar, þarna er verið að fallast á endurgreiðslur vegna eigna sem runnu til greiðslu til TM, úr dótturfélagi VBS og þá var fallist á riftun á þeirri ráðstöfun á grundvelli hundrað fertugustu og annarrar greinar og, en síðan var þarna varðandi skil, eftir, við erum búin að fara yfir það, það er hægt að skila greiðslum í staðinn fyrir að greiða bætur. Og þarna vildi TM skila hlutabréfunum sem þeir höfðu fengið í MP banka. Þarna segir Hæstiréttur að það komi ekki til greina, hlutabréfin hafi haft verulegt verðgildi þegar þau voru afhent, þarna í maí, tvö þúsund og níu, en síðan sé verðmæti þeirra núll núna, því að, því að, þau, og þau urðu sem sagt verðlaus í höndum hans, það er að segja, urðu verðlaus í höndum TM, og hann gæti ekki skilað verðlausum hlutabréfum. Þannig að þetta er dæmi um flókin, þarna er þá dæmi um tilvik þar sem að greiðslan er ótilhlýðilega til hagsbóta einum, sem sagt einum kröfuhafa til hagsbóta á kostnað annarra kröfuhafa. Nú, sá sem hafði hag af þessari ráðstöfun þarf að vita eða mega vita af ógjaldfærni þrotamannsins og það er spurningin, og líka, sem sagt, þessi dómur um Tangarhöfða, tvö hundruð áttatíu og átta, tvö þúsund og fimm. Í sjálfu sér, þarna er, sem gerist stundum, þarna er félag sem er að fara á hausinn og það er, hérna aðalfundur, á aðalfundi félagsins í janúar, tvö þúsund og þrjú, þá er ákveðið að fara fram á gjaldþrotaskipti í félaginu og í framhaldi af aðalfundinum er gerður samningur þar sem allar eignir og tilteknar fasteignir og lausafé er selt yfir í nýtt félag sem er stofnað og þær, það er, kaupverðið er ákveðið áttatíu og fjórar milljónir rétt rúmar. Nú, skiptastjórinn vildi rifta þessu, sagði að þarna væri verið að afhenda eignir sem eru þá einum kröfuhafa til hagsbóta á kostnað annarra, og, og þarna sé verið að greiða skuldir tiltekinna aðila. Og Hæstiréttur segir: já, þetta, þarna er, að, sem sagt, skiptastjóri byggir á því að söluandvirðið, að svo miklu leyti sem það rann ekki til greiðslu veðskulda hafi átt að koma inn í þrotabúið og verða þannig til fullnustu öllum kröfuhöfum. Og Hæstiréttur segir bara: þessi samningur var gerður í beinu framhaldi þess að aðalfundur íslenskra ævintýraferða ákvað að fara fram á gjaldþrotaskipti og öllum sem að komu að þessari ákvörðun og svo stóð að samningnum var ljóst að félagið var ógjaldfært. Og þessi tilhögun á greiðslu kaupverðsins sem ákveðin var í samningnum, það er að segja, að þarna var verið að greiða, greiða og velja út tiltekna, tiltekna kröfuhafa sem áttu að fá greiðslur, að frá nýja félaginu með, þá sem sagt kaupverði eignanna, sú, sú fyrirkomulag, þetta, sem sagt samkomulagið fól í sér [HIK: augljós] augsýnilega í sér mismunun kröfuhafa og leiddi til þess að eignir voru ekki til reiðu til fullnustu kröfuhöfum á þann hátt sem mælt er fyrir um skiptir þrotabúa. Og þetta var því ótilhlýðileg ráðstöfun. En síðan segir Hæstiréttur að það er kannski það sem klikkaði í þessu máli, að skiptastjórinn fer í mál við nýja félagið sem að raunverulega var ekkert kröfuhafi, eina sem að nýja félagið gerði var að kaupa eignirnar og borga fyrir þær verð og málið var að nýja félagið hafði keypt eignirnar á áttatíu og fjórar milljónir tæpar, en [HIK: raun] raunverulegt heildarmat sem kom í ljós eftir að, að hérna, tveggja dómkvaddra matsmanna sem voru kvaddir til fyrir dóminn, að þá var verðmæti þessara eigna fimmtíu milljónir í reynd, þannig að nýja félagið hafði borgað yfirverð fyrir þessar eignir. Og Hæstiréttur segir: þetta er riftanlegt eftir hundrað fertugustu og fyrstu grein, en, en, en [HIK: þrotam] eða sem sagt riftunarþolin hefur ekki haft hag af þessari riftanlegu ráðstöfun eins og áskilið er í ákvæðinu og greiðslukröfu varð ekki beint að honum. Þannig að þarna í reynd var ekki fallist á riftun, af því að þessi riftunarþoli, í reynd hafði ekki haft hag af hinni riftanlegu ráðstöfun, hann hafði raunverulega borgað miklu meira fyrir eignir búsins heldur en þær voru virði. Og síðan erum við með Stafnás, sem ég varaði ykkur við að ég mundi vísa, eða fjalla um hér í tengslum við hundrað þrítugustu og níundu grein. Það er að segja, hérna er ósköp einfalt mál, það er sem sagt félag sem er að verða gjaldþrota í, sjöunda janúar, tvö þúsund og átta, þá er gert árangurslaust fjárnám hjá þessu Stafnás, eða félaginu sem heitir Stafnás. Þetta er í janúar tvö þúsund og átta. Í febrúar er, kemur beiðni um að taka búið til gjaldþrotaskipta, og í mars voru þá greiddar tíu milljónir til Lekis, sem er innheimtufélag fyrir Húsasmiðjuna og síðan er bú félagsins tekið til gjaldþrotaskipta í apríl tvö þúsund og átta. [UNK] þarna er verið að borga peninga þannig að það er ekki hægt að, eða það er svo sem byggt á því að þetta væri greiðsla eftir frestdag, hundrað þrítugasta og níunda grein munið þið, frestdagurinn er í febrúar og greiðslan fer fram í mars. En þá sagði fyrirsvarsmaður Húsasmiðjunnar að það félag hafi ekkert haft neina vitneskju um það að félagið væri illa statt og að það væri raunverulega enginn, þeir höfðu vitað jú að, vitað af því að þeir væru komnir í, í svona vandræði, en þeir höfðu ekkert vitað að það væri komin fram krafa um greiðslustöðvun, nauðasamning eða gjaldþrotaskipti. Þeir höfðu bara vitað að þeir væru í vondum málum. Og Hæstiréttur grípur þetta og segir: já, við getum ekki fallist á riftun á grundvelli hundrað þrítugustu og níundu greinar, vegna þess að við vorum, þeir hafa ekkert lýst því yfir að þeir hafi vitað af því, það er náttúrlega, þeir segja að hins vegar var, voru þeir búnir að lýsa því yfir að, að, að þeir vissu að þeir væru komnir í, í hérna greiðsluvandræði, og þess vegna máttu, það var líka annað sko, þegar, til dæmis var það að Húsasmiðjan var, var hætt að leyfa félaginu að taka út í reikning og öll viðskipti ársins, tvö þúsund og átta voru gegn staðgreiðslu og svo af þessu og öðrum yfirlýsingum sem fram komu um meðferð málsins að þá var talið að, að Húsasmiðjunni hafi mátt vera ljóst að Stafnás var komið í greiðsluerfiðleika, og þessir greiðsluerfiðleikar hlutu að vera kunnir, eða sem sagt að Húsasmiðjan hlyti að hafa vitað af þessum greiðsluerfiðleikum þegar að greiðslan var innt af hendi. Og það er ekki spurning, segir Hæstiréttur síðan, að Stafnás var ógjaldfær þegar greiðslan átti sér stað fjórtánda mars og félagið úrskurðað gjaldþrota tuttugasta og annan apríl. Og þarna, að öllu þessu virtu, að þá er þessi greiðsla á ótilhlýðilegan hátt til hagsbóta Húsasmiðjunni á kostnað annarra kröfuhafa. Og þetta mátti Húsasmiðjunni vera ljóst og samkvæmt þessu þá var fallist á riftun og svo segir Hæstiréttur: þegar að þessari niðurstöðu fenginni þá þurfum við ekkert að skoða hvort að Húsasmiðjunni hafi mátt vera ljóst að það hafi verið komin fram krafa um gjaldþrotaskipti þegar greiðslan átti sér stað, samanber fyrsta málsgrein hundrað þrítugustu og níundu greinar. Þannig að það er bara nóg að vita, sönnunarkrafan í hundrað fertugustu og fyrstu grein lýtur bara að því hvort að viðsemjendunum, eða þeim sem fær greiðsluna hafi vitað eða mátt vita um ógjaldfærni þrotamanns og þær aðstæður sem leiddu til þess að ráðstöfunin væri ótilhlýðileg. Það þarf ekkert að vita nánar til tekið að það sé komin fram krafa um gjaldþrotaskipti, bara að hann sé ógjaldfær, þannig að það lá fyrir hér að hann vissi um ógjaldfærnina, hann vissi ekki að vísu um kröfu um gjaldþrotaskipti og það þýddi að það þyrfti, það var hægt að beita hundrað fertugustu og fyrstu grein og rifta þessari greiðslu.


Ákvæði 141.reglu við gjaldþrotaskipti

Þá er komið að því, að fara yfir síðustu riftunarregluna við gjaldþrotaskipti, það er að segja ákvæði hundrað fertugustu og fyrstu [UNK] þetta var, þessi regla er búin að vera lengi í gjaldþrotalögum, oft kölluð almenna riftunarreglan, og þarna er sem sagt, þetta er, það eru allar ráðstafanir þarna undir, hún er hins vegar ekki hlutlæg eins og hinar flestar nema náttúrulega mínus hundrað þrítugasta og níunda grein, en hún gerir þá kröfu til þess að sýnt sé fram á ákveðin atriði og þetta geta verið erfiðar sönnunarkröfur, meðal annars um huglæga afstöðu þess sem tekur við greiðslu. Það er náttúrulega enginn tímafrestur í ákvæðinu. Þannig að hugsanlega er hægt að fara langt aftur í tímann og krefjast riftunar, en það er náttúrlega, því lengra aftur sem farið, því erfiðara er að sýna fram á að þessi skilyrði séu til staðar sem gert er ráð fyrir í ákvæðinu. Fyrir tíu árum hefði ég sagt ykkur að það væri lítið byggt á þessu ákvæði og sjaldnast sem fallist sé á riftun á grundvelli ákvæðisins, en þessum málum þar sem henni hefur verið beitt og fallist hefur verið á beitingu ákvæðisins, þeim hefur fjölgað þannig að núna eru mun fleiri dómar sem við förum yfir þegar við skoðum, hérna, hvort að [HIK: hundrað] ráðstöfun sé riftanleg eftir hundrað fertugustu og fyrstu grein gjaldþrotaskiptalaga. Það er kannski af því, af því hún er ekki háð neinum tímafrestum, og þá, auðvitað kom strax dómur þar sem var verið að rifta ráðstöfunum. Þarna var sem sagt bú, þetta voru hjón, ráðstöfun með kaupmála milli hjóna. Og þar var verið að krefjast riftunar ráðstöfunar á grundvelli hundrað fertugustu og fyrstu greinar, með ráðstöfun eigna frá manni til konunnar með kaupmála og þarna var sem sagt ráðstafað með afsölum og kaupmála í janúar tvö þúsund og níu án þess að nokkuð endurgjald hefði komið fyrir. Og þessi krafa er byggð á hundrað fertugustu og fyrstu grein en bú mannsins var tekið til gjaldþrotaskipta tvö þúsund og fjórtán, það er að segja fimm árum síðar. Og þarna var byggt á, á riftunarreglu hundrað fertugustu og fyrstu greinar og eiginmaðurinn, eða sem sagt riftunarþoli taldi að það mætti ekki byggja á þessu ákvæði því að þessar kröfur um riftun kaupmálans væru fyrndar, en, og vísaði þá til almenns fjögurra ára fyrningarfrests fjárkrafna eftir fyrningalögum, það er að segja lögum númer hundrað og fimmtíu, tvö þúsund og sjö um fyrningu. Og Hæstiréttur segir bara um það, almennt við rómverskum þremur að krafa um riftun á ráðstöfun þrotamanns eftir ákvæðum tuttugasta kafla gjaldþrotaskiptalaga, verður eðli máls samkvæmt ekki höfð uppi fyrr en bú þess sem í hlut á hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Þannig að þrotabú geta ekki í skilningi riftunarlaga það er að segja fyrstu málsgreinar annarrar greinar laga um, fyrirgefið, fyrningar laga, það er að segja þrotabú geti ekki í skilningi fyrstu málsgreinar annarrar greinar fyrningarlaga átt rétt til enda, fyrr en í fyrsta lagi að það hefur orðið til, það er að segja við uppkvaðningu úrskurðar um að taka bú til gjaldþrotaskipta, þannig að búið var tekið til gjaldþrotaskipta tuttugasta og sjöunda febrúar, tvö þúsund og fjórtán, og höfðaði málið tuttugasta og fyrsta nóvember og þar með krafan að sjálfsögðu ekki fyrnd. Og svo var í reynd, þið skoðið bara þennan dóm, svo var síðan fallist á riftun á grundvelli hundrað fertugustu og fyrstu greinar, talið að öll skilyrði ákvæðisins væru þarna uppfyllt. Og bara þetta eru náttúrulega, sönnunarbyrðin er á, á þrotabúinu og hér eru söguleg tengsl við skilasvikaákvæði, tvö hundruðustu og fimmtugustu greinar almennra hegningarlaga fyrir þann sem á eftir að, það er sem sagt, það, það væri áhugaverð rannsóknarefni í refsirétti að taka það ákvæði til skoðunar. Nú, það eru, hvað, hverju, hvað felst þá í riftunarreglunni, það eru, þetta er það sem stendur í ákvæðinu má krefjast riftun á ráðstöfunum, sem á ótilhlýðilegan hátt eru kröfuhafa til hagsbóta á kostnað annarra, leiða til þess að eignir þrotamanns verða ekki til reiðu til fullnustu kröfuhöfum, eða leiða til skuldaaukningar kröfuhöfum til tjóns. Ef þrotamaðurinn var ógjaldfær eða varð það vegna ráðstöfunarinnar og sá sem hag hafði af henni vissi eða mátti vita um ógjaldfærni þrotamannsins og þær aðstæður sem leiddu til þess að ráðstöfunin var, væri ótilhlýðileg. Þannig að það er nú býsna margt sem þarf að sýna fram á og þarna eru nokkrir dómar, ef við tökum fyrst þennan dóm, þrjú hundruð, sjötíu og sex, tvö þúsund og fjórtán VBS. Þá er hann nú býsna flókin en þetta snýst um það að Tryggingamiðstöðin hafði verið að lána VBS sem var fjárfestingabanki eða fjárfestingarfyrirtæki, raunverulega var það, hérna, skráð fjárfestingafélag og það hafði, já, sem sagt, sem sagt, skráð eða starfandi fjármálafyrirtæki er rétta orðið, þetta er starfandi fjármálafyrirtæki. Og þeir gátu ekki borgað þetta lán sem að Tryggingamiðstöðin, peningamarkaðslán sem að Tryggingamiðstöðin hafði lánað þeim. Og það er, hérna, sem sagt, þetta gerist rétt áður en að bankarnir féllu, eða rétt eftir, eða sem sagt VBS lifði eftir fall bankanna og fékk, gerði svolitlar bókhaldsæfingar, fékk lán hjá ríkissjóði, lækkaði með lækkuðum vöxtum. Og þar með þá var búin til loftbóluhagnaður í hlutafélaginu þarna um, í árslok tvö þúsund og átta. Það sem gerist síðan er að Tryggingamiðstöðin fer og fær að skoða bókhald VBS og er svona að velta fyrir sér hvað, hvaða eignir henti best til þess að fá greiðslu á þessu peningamarkaðsláni sínu, og það er sem sagt, þetta er náttúrulega flókinn dómur, margt sem gengur á þarna í aðdragandanum, en Tryggingamiðstöðin fær greiðslu á hundrað níutíu og sjö milljónir með veði í fasteign í Ferjuvaði. Þeir fá líka með afhendingu á sex íbúðum í Ásakór og tuttugu íbúðum í Hörðukór og fimmtán íbúðum í Tjarnabraut. Og þetta voru hérna, fjögur hundruð og átján milljónir. Síðan áttu þeir fá hlutabréf í MP banka. Svo fengu þeir hlutabréf í VBS. Og síðan með því að gefa út veðskuldabréf sem tryggt var með, já, þetta voru tryggt með nokkrum fasteignum. Þannig að þetta var svona ýmislegt sem þeir fengu afhent upp í sína skuld og þá síðan [HIK: verð] var bú VBS tekið til slita og þá var farið í þetta riftunarmál og riftunarkrafan byggð á hundrað fertugustu og fyrstu grein gjaldþrotaskiptalaga. Það er, svona, Hæstiréttur skoðar aðdraganda á þessu skuldauppgjöri og tekur, segir sem sagt að það er í október, áttunda október sem að hérna, er sent þarna einhvers konar tölvupóstur á milli aðila um að þarna sé, hérna, að honum sé, að, sem sagt, raunverulega VBS sé ófært um að greiða kröfu TM. Það er í áttunda október tvö þúsund og átta. Þarna tekur Hæstiréttur eftir, tekur þetta fram og segir að þarna hafði VBS, sem var starfandi fjármálafyrirtæki þannig ekki aðeins vanefnt að greiða verulega háa skuld á gjalddaga heldur einnig látið í ljós að hann fengi ekki við hana ráðið. Og síðan í kjölfarið, þá byrjar þessi, samningaviðræður milli aðila þar sem að VBS er að leyfa TM að sjá ýmsar trúnaðarupplýsingar um atriði varðandi eignir og skuldbindingar VBS og þarna er, sem sagt, það leiðir til þessa samkomulags sem er gert átjánda maí, tvö þúsund og níu. Og þegar allt þetta er virt í samhengi, að þá, þá er niðurstaða Hæstaréttar að þessar ráðstafanir sem að kveðið var á um í samkomulaginu frá átjánda maí, þar sem að þessar eignir voru afhentar til greiðslu skulda VBS við TM að þetta hafi verið ótilhlýðilegar ráðstafanir og það hefði ekki farið á milli mála að um þetta hafi Tryggingamiðstöðin verið grandsöm, þetta er alveg ljóst að þeir vissu að þetta var ótilhlýðilegt og þarna líka, að, var spurningin hvort að þeir væru ógjaldfærir, VBS, þegar að þessar greiðslur fóru fram, og þá skýrir Hæstiréttur það og segir: skýra verður fyrirmæli hundrað fertugustu og fyrstu greinar laga um gjaldþrotaskipti þar sem er verið er að gera að skilyrði fyrir riftun um að þrotamaður sé ógjaldfær, það verði að skoða það með hliðsjón af annarri og, samanber fyrstu málsgrein sextugustu og fjórðu greinar laganna. Og þið munið þegar Benedikt var að fara yfir þessi ákvæði, þetta eru ákvæðin sem mæla fyrir um hvenær skuldari sem er bókhaldsskyldur, hvenær honum er skylt að gefa bú sitt upp til gjaldþrotaskipta ef hann getur ekki staðið í fullum skilum við lánardrottna sína. Þegar að kröfur þeirra falla í gjalddaga, eða innan skamms frá, tíma frá því. Þannig að þarna segir Hæstiréttur að VBS sem sendi tölvupóst sjötta október, tvö þúsund og átta, um að þeim sé ófært um að greiða skuldirnar, að það, það í sjálfu sér, og síðan er gert samkomulag sjö mánuðum síðar um að, um að greiða þessa skuld með öðru en peningum. Að það sé hafið yfir vafa að VBS hafi verið ógjaldfær í skilningnum, í skilningi þessa ákvæðis hundrað fertugustu og fyrstu greinar, þegar að samkomulag var gert átjánda maí tvö þúsund og níu. Og það er líka hafið yfir vafa að hann, bæði, sem sagt TM bæði mátti vita um að þessar ráðstafanir væru ótilhlýðilegar og hann mátti vita um ógjaldfærnina. Það er í sjálfu sér. Þarna er fallist á riftun eftir hundrað fertugustu og fyrstu grein, og síðan skoðið þið bara dóminn aðeins nánar, þarna er verið að fallast á endurgreiðslur vegna eigna sem runnu til greiðslu til TM, úr dótturfélagi VBS og þá var fallist á riftun á þeirri ráðstöfun á grundvelli hundrað fertugustu og annarrar greinar og, en síðan var þarna varðandi skil, eftir, við erum búin að fara yfir það, það er hægt að skila greiðslum í staðinn fyrir að greiða bætur. Og þarna vildi TM skila hlutabréfunum sem þeir höfðu fengið í MP banka. Þarna segir Hæstiréttur að það komi ekki til greina, hlutabréfin hafi haft verulegt verðgildi þegar þau voru afhent, þarna í maí, tvö þúsund og níu, en síðan sé verðmæti þeirra núll núna, því að, því að, þau, og þau urðu sem sagt verðlaus í höndum hans, það er að segja, urðu verðlaus í höndum TM, og hann gæti ekki skilað verðlausum hlutabréfum. Þannig að þetta er dæmi um flókin, þarna er þá dæmi um tilvik þar sem að greiðslan er ótilhlýðilega til hagsbóta einum, sem sagt einum kröfuhafa til hagsbóta á kostnað annarra kröfuhafa. Nú, sá sem hafði hag af þessari ráðstöfun þarf að vita eða mega vita af ógjaldfærni þrotamannsins og það er spurningin, og líka, sem sagt, þessi dómur um Tangarhöfða, tvö hundruð áttatíu og átta, tvö þúsund og fimm. Í sjálfu sér, þarna er, sem gerist stundum, þarna er félag sem er að fara á hausinn og það er, hérna aðalfundur, á aðalfundi félagsins í janúar, tvö þúsund og þrjú, þá er ákveðið að fara fram á gjaldþrotaskipti í félaginu og í framhaldi af aðalfundinum er gerður samningur þar sem allar eignir og tilteknar fasteignir og lausafé er selt yfir í nýtt félag sem er stofnað og þær, það er, kaupverðið er ákveðið áttatíu og fjórar milljónir rétt rúmar. Nú, skiptastjórinn vildi rifta þessu, sagði að þarna væri verið að afhenda eignir sem eru þá einum kröfuhafa til hagsbóta á kostnað annarra, og, og þarna sé verið að greiða skuldir tiltekinna aðila. Og Hæstiréttur segir: já, þetta, þarna er, að, sem sagt, skiptastjóri byggir á því að söluandvirðið, að svo miklu leyti sem það rann ekki til greiðslu veðskulda hafi átt að koma inn í þrotabúið og verða þannig til fullnustu öllum kröfuhöfum. Og Hæstiréttur segir bara: þessi samningur var gerður í beinu framhaldi þess að aðalfundur íslenskra ævintýraferða ákvað að fara fram á gjaldþrotaskipti og öllum sem að komu að þessari ákvörðun og svo stóð að samningnum var ljóst að félagið var ógjaldfært. Og þessi tilhögun á greiðslu kaupverðsins sem ákveðin var í samningnum, það er að segja, að þarna var verið að greiða, greiða og velja út tiltekna, tiltekna kröfuhafa sem áttu að fá greiðslur, að frá nýja félaginu með, þá sem sagt kaupverði eignanna, sú, sú fyrirkomulag, þetta, sem sagt samkomulagið fól í sér [HIK: augljós] augsýnilega í sér mismunun kröfuhafa og leiddi til þess að eignir voru ekki til reiðu til fullnustu kröfuhöfum á þann hátt sem mælt er fyrir um skiptir þrotabúa. Og þetta var því ótilhlýðileg ráðstöfun. En síðan segir Hæstiréttur að það er kannski það sem klikkaði í þessu máli, að skiptastjórinn fer í mál við nýja félagið sem að raunverulega var ekkert kröfuhafi, eina sem að nýja félagið gerði var að kaupa eignirnar og borga fyrir þær verð og málið var að nýja félagið hafði keypt eignirnar á áttatíu og fjórar milljónir tæpar, en [HIK: raun] raunverulegt heildarmat sem kom í ljós eftir að, að hérna, tveggja dómkvaddra matsmanna sem voru kvaddir til fyrir dóminn, að þá var verðmæti þessara eigna fimmtíu milljónir í reynd, þannig að nýja félagið hafði borgað yfirverð fyrir þessar eignir. Og Hæstiréttur segir: þetta er riftanlegt eftir hundrað fertugustu og fyrstu grein, en, en, en [HIK: þrotam] eða sem sagt riftunarþolin hefur ekki haft hag af þessari riftanlegu ráðstöfun eins og áskilið er í ákvæðinu og greiðslukröfu varð ekki beint að honum. Þannig að þarna í reynd var ekki fallist á riftun, af því að þessi riftunarþoli, í reynd hafði ekki haft hag af hinni riftanlegu ráðstöfun, hann hafði raunverulega borgað miklu meira fyrir eignir búsins heldur en þær voru virði. Og síðan erum við með Stafnás, sem ég varaði ykkur við að ég mundi vísa, eða fjalla um hér í tengslum við hundrað þrítugustu og níundu grein. Það er að segja, hérna er ósköp einfalt mál, það er sem sagt félag sem er að verða gjaldþrota í, sjöunda janúar, tvö þúsund og átta, þá er gert árangurslaust fjárnám hjá þessu Stafnás, eða félaginu sem heitir Stafnás. Þetta er í janúar tvö þúsund og átta. Í febrúar er, kemur beiðni um að taka búið til gjaldþrotaskipta, og í mars voru þá greiddar tíu milljónir til Lekis, sem er innheimtufélag fyrir Húsasmiðjuna og síðan er bú félagsins tekið til gjaldþrotaskipta í apríl tvö þúsund og átta. [UNK] þarna er verið að borga peninga þannig að það er ekki hægt að, eða það er svo sem byggt á því að þetta væri greiðsla eftir frestdag, hundrað þrítugasta og níunda grein munið þið, frestdagurinn er í febrúar og greiðslan fer fram í mars. En þá sagði fyrirsvarsmaður Húsasmiðjunnar að það félag hafi ekkert haft neina vitneskju um það að félagið væri illa statt og að það væri raunverulega enginn, þeir höfðu vitað jú að, vitað af því að þeir væru komnir í, í svona vandræði, en þeir höfðu ekkert vitað að það væri komin fram krafa um greiðslustöðvun, nauðasamning eða gjaldþrotaskipti. Þeir höfðu bara vitað að þeir væru í vondum málum. Og Hæstiréttur grípur þetta og segir: já, við getum ekki fallist á riftun á grundvelli hundrað þrítugustu og níundu greinar, vegna þess að við vorum, þeir hafa ekkert lýst því yfir að þeir hafi vitað af því, það er náttúrlega, þeir segja að hins vegar var, voru þeir búnir að lýsa því yfir að, að, að þeir vissu að þeir væru komnir í, í hérna greiðsluvandræði, og þess vegna máttu, það var líka annað sko, þegar, til dæmis var það að Húsasmiðjan var, var hætt að leyfa félaginu að taka út í reikning og öll viðskipti ársins, tvö þúsund og átta voru gegn staðgreiðslu og svo af þessu og öðrum yfirlýsingum sem fram komu um meðferð málsins að þá var talið að, að Húsasmiðjunni hafi mátt vera ljóst að Stafnás var komið í greiðsluerfiðleika, og þessir greiðsluerfiðleikar hlutu að vera kunnir, eða sem sagt að Húsasmiðjan hlyti að hafa vitað af þessum greiðsluerfiðleikum þegar að greiðslan var innt af hendi. Og það er ekki spurning, segir Hæstiréttur síðan, að Stafnás var ógjaldfær þegar greiðslan átti sér stað fjórtánda mars og félagið úrskurðað gjaldþrota tuttugasta og annan apríl. Og þarna, að öllu þessu virtu, að þá er þessi greiðsla á ótilhlýðilegan hátt til hagsbóta Húsasmiðjunni á kostnað annarra kröfuhafa. Og þetta mátti Húsasmiðjunni vera ljóst og samkvæmt þessu þá var fallist á riftun og svo segir Hæstiréttur: þegar að þessari niðurstöðu fenginni þá þurfum við ekkert að skoða hvort að Húsasmiðjunni hafi mátt vera ljóst að það hafi verið komin fram krafa um gjaldþrotaskipti þegar greiðslan átti sér stað, samanber fyrsta málsgrein hundrað þrítugustu og níundu greinar. Þannig að það er bara nóg að vita, sönnunarkrafan í hundrað fertugustu og fyrstu grein lýtur bara að því hvort að viðsemjendunum, eða þeim sem fær greiðsluna hafi vitað eða mátt vita um ógjaldfærni þrotamanns og þær aðstæður sem leiddu til þess að ráðstöfunin væri ótilhlýðileg. Það þarf ekkert að vita nánar til tekið að það sé komin fram krafa um gjaldþrotaskipti, bara að hann sé ógjaldfær, þannig að það lá fyrir hér að hann vissi um ógjaldfærnina, hann vissi ekki að vísu um kröfu um gjaldþrotaskipti og það þýddi að það þyrfti, það var hægt að beita hundrað fertugustu og fyrstu grein og rifta þessari greiðslu.