×

We use cookies to help make LingQ better. By visiting the site, you agree to our cookie policy.


image

Lögfræði. Ása Ólafsdóttir - fyrirlestrar, Riftunarreglurnar

Riftunarreglurnar

Ég ætla hér núna aðeins að fjalla um riftunarreglurnar. Þetta er almenn kynning og við förum betur yfir þær í kennslu. En, en það er sem sagt bara smá forsaga, að það hafa verið riftunarreglur í lögum um gjaldþrotaskipti og reyndar um nauðasamninga, allt frá því að þessi, sem sagt, fyrstu lögin tóku hér gildi árið átján hundruð níutíu og fjögur. Þær hafa verið með einum eða öðrum hætti í lögum og þær hafa tekið ýmsum breytingum. Og þar hafa menn verið að reyna að laga þessar riftunarreglur að því hvernig viðskiptahættir hafa þróast og maður sér með því að bera saman frumvörp á ákveðnum tímum þegar að verið er að skoða þessa, þessar riftunarreglur. Að það hefur alltaf verið að reyna að grípa einhverja viðskiptahætti sem eru óeðlilegir, að menn telja, eða koma og það eru aðallega verið að reyna að koma í veg fyrir undanskot eigna. Menn hafa séð það að félög eru tekin til gjaldþrotaskipta, og þá er hugsanlega búið að skjóta undan eignum og menn byrja aftur upp á nýtt með fullar hendur fjár. Þetta er svona sagan, rauði þráðurinn, riftunarreglum er ætlað að sporna við því, það er að segja við ætlum að stuðla að jafnri stöðu kröfuhafa. Við byggjum á reglunni um jafnræði kröfuhafa við þessa sameiginlegu fullnustugerð. Fram til þess að gjaldþrotaskiptalög voru sett árið nítján hundruð sjötíu og átta, þá voru þessar reglur að mestum parti til huglægar, sem þýddi það þyrfti að sýna fram á huglæga afstöðu þess sem gerði þessa ráðstöfun, það er að segja þrotamanns. En það var tekin þessi afdráttarlausa stefna nítján hundruð, sjötíu og átta að hafa þær að mestu leyti til hlutlægar og það þýðir, í reynd, að það er búið að taka út úr jöfnunni huglæga afstöðu þess sem gerir ráðstöfunina. Þannig að það er þá bara skoðað hvaða ráðstöfun átti sér stað og ekkert verið að skoða af hverju, svona, þetta er í grófum dráttum. En við skoðuðum þetta auðvitað miklu betur. Það þýðir aftur að það er mjög auðvelt að sýna fram á að riftanleg ráðstöfun hafi átt sér stað eða riftanleg ráðstöfun hafi ekki átt sér stað. Hins vegar getur verið flóknara og það er reynt að koma, sem sagt, til móts við það að þetta getur haft harkalegar afleiðingar í för með sér. Sumir dómar sem við skoðum, þeir, það sést greinilega á þeim að kröfuhafarnir sem fengu riftanlega greiðslu, þeir, þeir voru ekkert endilega að sækjast eftir því að fá þessar greiðslur, það var kannski riftunar, sem sagt þrotamaðurinn sem sóttist eftir því að fá að borga með þessum hætti og riftunarþoli [UNK] Jú, jú tekur við greiðslunni og svo heldur hann áfram eiga viðskipti við [HIK: rift] við þrotamanninn, eftir hina riftanlegu ráðstöfun. Og þetta getur komið mjög illa við þá sem taka við greiðslum við þessar kringumstæður, kannski löngu seinna, að þá eru þeir krafðir um endurgreiðslu á þessum riftanlegu ráðstöfunum. Þess vegna var samtímis því, að þær voru gerðar hlutlægar, þessa riftunarreglur, nítján hundruð, sjötíu og átta, að þá var verið að, að koma, svona, koma til móts við þessi sjónarmið og endurgreiðslureglurnar í hundrað fertugustu og annarri grein gjaldþrotaskiptalaga eru að mestum parti til byggðar á reglum fjármunaréttar um óréttmæta auðgun. Þannig að það er ekki verið að bæta tjónið að fullu. það er að segja það, þá fjármuni sem fóru á milli aðila þegar hin riftanlega ráðstöfun á sér stað heldur raunverulega bara tjón þrotabúsins. Það hefur, getur haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér og mjög til mildunar oft fyrir þann sem verður fyrir því að greiðslu hans er rift. Það, það er þannig, við munum skoða þessa riftunarfresti síðar en, en það þýðir að, að, að sérstaklega innan þessa sex mánaða frests, þá er mjög auðvelt að sýna fram á þessa riftanlegu ráðstöfun. En síðan er ein, einungis ein riftunarregla sem er huglæg, það má segja ein sem er algerlega huglæg og hundrað fertugasta og fyrsta grein almenna riftunarreglan og svo hundrað þrítugasta og níunda grein sem fjallar um greiðslur eftir frestdag. Aðeins bara varðandi hlutverk riftunarreglnanna, að þarna er verið að, eins og ég sagði, ykkur að jafna stöðu kröfuhafa. Gjaldþrotaskiptin eru sameiginleg fullnustugerð allra kröfuhafa í þrotabúi, og það á að vera jafnræði meðal kröfuhafa, og þessar reglur tryggja það, og þarna er verið að leiðrétta þá með afturvirkum hætti, þetta misrétti sem verður vegna þess að einn kröfuhafi knýr fram greiðslu á kostnað þá annarra. Það er þá minna eftir til skiptanna milli allra hinna. Og þarna erum við að telja aftur á bak, eins og ég sagði varðandi frestdaginn, það er talið afturábak frá frestdegi og hann getur verið fremstur í keðju eins og í McDonald's dómnum sem ég fór yfir áðan, og þarna, þarna er svona almennt, það er almennt sex mánaða riftunarfrestur, sex mánaða frestur í þessum hlutlægu riftunarreglum, hann getur farið allt upp í tuttugu og fjóra mánuði fyrir frestdag ef um er að ræða greiðslu til, hérna, nákominna. En, það er hins vegar sérstök regla í hundrað þrítugustu og fyrstu grein. Þar er fresturinn sex mánuðir, tólf mánuðir og tuttugu og fjórir mánuðir. Regla hundrað fertugustu og fyrstu greinar er hins vegar ekki með neinn frestdag. Það er, hérna, það er hins vegar, það er spurning hvernig á að skýra þessar reglur. Það er að segja hversu langt aftur þessi frestur getur verið, [UNK] sagði ykkur áðan, þið hafið það í huga að frestdagurinn, eins og til dæmis í, í þrotabúum McDonald's, þá var frestdagurinn, sem sagt dómurinn sem fjallaði um, það var dómurinn sem var númer sex hundruð, þrjátíu og sex, tvö þúsund og ellefu, að þar höfðu komið inn þrjár gjaldþrotaskiptabeiðnir og það var miðað við fyrstu gjaldþrotaskiptabeiðnina sem hafði komið fram í nóvember tvö þúsund og níu þótt að gjaldþrotaskiptaúrskurð, þótt að nýjasta, þriðja beiðnin hefði komið fram eiginlega hálfu ári seinna. Þá var talið sem sagt afturábak, sex, tólf eða tuttugu og fjóra mánuði frá fjórða nóvember, tvö þúsund og níu. Þannig að þetta getur verið ansi langur tími sem er verið að skoða þegar metið er hvort eigi að rifta.


Riftunarreglurnar The cancellation rules

Ég ætla hér núna aðeins að fjalla um riftunarreglurnar. Þetta er almenn kynning og við förum betur yfir þær í kennslu. En, en það er sem sagt bara smá forsaga, að það hafa verið riftunarreglur í lögum um gjaldþrotaskipti og reyndar um nauðasamninga, allt frá því að þessi, sem sagt, fyrstu lögin tóku hér gildi árið átján hundruð níutíu og fjögur. Þær hafa verið með einum eða öðrum hætti í lögum og þær hafa tekið ýmsum breytingum. Og þar hafa menn verið að reyna að laga þessar riftunarreglur að því hvernig viðskiptahættir hafa þróast og maður sér með því að bera saman frumvörp á ákveðnum tímum þegar að verið er að skoða þessa, þessar riftunarreglur. Að það hefur alltaf verið að reyna að grípa einhverja viðskiptahætti sem eru óeðlilegir, að menn telja, eða koma og það eru aðallega verið að reyna að koma í veg fyrir undanskot eigna. Menn hafa séð það að félög eru tekin til gjaldþrotaskipta, og þá er hugsanlega búið að skjóta undan eignum og menn byrja aftur upp á nýtt með fullar hendur fjár. Þetta er svona sagan, rauði þráðurinn, riftunarreglum er ætlað að sporna við því, það er að segja við ætlum að stuðla að jafnri stöðu kröfuhafa. Við byggjum á reglunni um jafnræði kröfuhafa við þessa sameiginlegu fullnustugerð. Fram til þess að gjaldþrotaskiptalög voru sett árið nítján hundruð sjötíu og átta, þá voru þessar reglur að mestum parti til huglægar, sem þýddi það þyrfti að sýna fram á huglæga afstöðu þess sem gerði þessa ráðstöfun, það er að segja þrotamanns. En það var tekin þessi afdráttarlausa stefna nítján hundruð, sjötíu og átta að hafa þær að mestu leyti til hlutlægar og það þýðir, í reynd, að það er búið að taka út úr jöfnunni huglæga afstöðu þess sem gerir ráðstöfunina. Þannig að það er þá bara skoðað hvaða ráðstöfun átti sér stað og ekkert verið að skoða af hverju, svona, þetta er í grófum dráttum. En við skoðuðum þetta auðvitað miklu betur. Það þýðir aftur að það er mjög auðvelt að sýna fram á að riftanleg ráðstöfun hafi átt sér stað eða riftanleg ráðstöfun hafi ekki átt sér stað. Hins vegar getur verið flóknara og það er reynt að koma, sem sagt, til móts við það að þetta getur haft harkalegar afleiðingar í för með sér. Sumir dómar sem við skoðum, þeir, það sést greinilega á þeim að kröfuhafarnir sem fengu riftanlega greiðslu, þeir, þeir voru ekkert endilega að sækjast eftir því að fá þessar greiðslur, það var kannski riftunar, sem sagt þrotamaðurinn sem sóttist eftir því að fá að borga með þessum hætti og riftunarþoli [UNK] Jú, jú tekur við greiðslunni og svo heldur hann áfram eiga viðskipti við [HIK: rift] við þrotamanninn, eftir hina riftanlegu ráðstöfun. Og þetta getur komið mjög illa við þá sem taka við greiðslum við þessar kringumstæður, kannski löngu seinna, að þá eru þeir krafðir um endurgreiðslu á þessum riftanlegu ráðstöfunum. Þess vegna var samtímis því, að þær voru gerðar hlutlægar, þessa riftunarreglur, nítján hundruð, sjötíu og átta, að þá var verið að, að koma, svona, koma til móts við þessi sjónarmið og endurgreiðslureglurnar í hundrað fertugustu og annarri grein gjaldþrotaskiptalaga eru að mestum parti til byggðar á reglum fjármunaréttar um óréttmæta auðgun. Þannig að það er ekki verið að bæta tjónið að fullu. það er að segja það, þá fjármuni sem fóru á milli aðila þegar hin riftanlega ráðstöfun á sér stað heldur raunverulega bara tjón þrotabúsins. Það hefur, getur haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér og mjög til mildunar oft fyrir þann sem verður fyrir því að greiðslu hans er rift. Það, það er þannig, við munum skoða þessa riftunarfresti síðar en, en það þýðir að, að, að sérstaklega innan þessa sex mánaða frests, þá er mjög auðvelt að sýna fram á þessa riftanlegu ráðstöfun. En síðan er ein, einungis ein riftunarregla sem er huglæg, það má segja ein sem er algerlega huglæg og hundrað fertugasta og fyrsta grein almenna riftunarreglan og svo hundrað þrítugasta og níunda grein sem fjallar um greiðslur eftir frestdag. Aðeins bara varðandi hlutverk riftunarreglnanna, að þarna er verið að, eins og ég sagði, ykkur að jafna stöðu kröfuhafa. Gjaldþrotaskiptin eru sameiginleg fullnustugerð allra kröfuhafa í þrotabúi, og það á að vera jafnræði meðal kröfuhafa, og þessar reglur tryggja það, og þarna er verið að leiðrétta þá með afturvirkum hætti, þetta misrétti sem verður vegna þess að einn kröfuhafi knýr fram greiðslu á kostnað þá annarra. Það er þá minna eftir til skiptanna milli allra hinna. Og þarna erum við að telja aftur á bak, eins og ég sagði varðandi frestdaginn, það er talið afturábak frá frestdegi og hann getur verið fremstur í keðju eins og í McDonald's dómnum sem ég fór yfir áðan, og þarna, þarna er svona almennt, það er almennt sex mánaða riftunarfrestur, sex mánaða frestur í þessum hlutlægu riftunarreglum, hann getur farið allt upp í tuttugu og fjóra mánuði fyrir frestdag ef um er að ræða greiðslu til, hérna, nákominna. En, það er hins vegar sérstök regla í hundrað þrítugustu og fyrstu grein. Þar er fresturinn sex mánuðir, tólf mánuðir og tuttugu og fjórir mánuðir. Regla hundrað fertugustu og fyrstu greinar er hins vegar ekki með neinn frestdag. Það er, hérna, það er hins vegar, það er spurning hvernig á að skýra þessar reglur. Það er að segja hversu langt aftur þessi frestur getur verið, [UNK] sagði ykkur áðan, þið hafið það í huga að frestdagurinn, eins og til dæmis í, í þrotabúum McDonald's, þá var frestdagurinn, sem sagt dómurinn sem fjallaði um, það var dómurinn sem var númer sex hundruð, þrjátíu og sex, tvö þúsund og ellefu, að þar höfðu komið inn þrjár gjaldþrotaskiptabeiðnir og það var miðað við fyrstu gjaldþrotaskiptabeiðnina sem hafði komið fram í nóvember tvö þúsund og níu þótt að gjaldþrotaskiptaúrskurð, þótt að nýjasta, þriðja beiðnin hefði komið fram eiginlega hálfu ári seinna. Þá var talið sem sagt afturábak, sex, tólf eða tuttugu og fjóra mánuði frá fjórða nóvember, tvö þúsund og níu. Þannig að þetta getur verið ansi langur tími sem er verið að skoða þegar metið er hvort eigi að rifta.