×

We use cookies to help make LingQ better. By visiting the site, you agree to our cookie policy.


image

Leiðarvísir í ástamálum - Karlmenn, Að biðja sér konu

Að biðja sér konu

Að biðja sér konu.

Það er sögn og sannleikur, að mörgum reynist það erfitt, að klæða fyrstu ástarjátningu sína í orð. En hjá því skeri getur þú eigi siglt. Eftir lengri eða skemri umhugsun og fleiri eða færri vökunætur, getur þú loks eigi þagað lengur. Það fer vitanlega eftir atvikum, hvaða orð þú notar og hvernig þú hagar þér, en þó vil eg gefa þér nokkrar bendingar:

Vertu ekki feiminn og stamaðu ekki, en vertu alvarlegur og hátíðlegur á svip og í máli.

Vertu ekki með neinar óþarfa málalengingar eða tvíræðar setningar, en segðu það, sem þér býr í brjósti með fáum og velvöldum orðum.

Fyr á tímum var það siður, að biðlar krupu fyrir þeirri konu, sem þeir játuðu ást sína, en nú mun það lagt niður, enda eru öll ytri lotningarmerki óþörf og fánýt, því að það eru hinar innri tilfinningar, sem verður að byggja á.

Bónorðsbréf munu vera alltíð á vorum dögum, en að mínu áliti ekki að sama skapi eftirbreytnisverð, því að konan, sem í hlut á, fer þar á mis við þann unað, sem hún hefir af því að heyra þig segja þessi orð: „Eg elska þig.“ Þau óma fyrir eyrum hennar eins og himneskur söngur, og engin orð er henni kærara að heyra af vörum þínum.

Bréf geta einnig hæglega komist í annara hendur en hins rétta viðtakanda, og eins og gefur að skilja, getur það haft ýms óþægindi í för með sér.

Dæmi eru til þess, að kona hefir tekið þeim manni, sem hún hefir gefið afsvar, jafnvel oftar en einu sinni.

Að menn hafi beðið sér konu í símskeyti eða símtali hefir komið fyrir, — að sögn fróðra manna, — en eg vil alvarlega ráða þér frá því.

Að biðja sér konu Eine Frau fragen Asking a wife Een vrouw vragen

**Að biðja sér konu. **

Það er sögn og sannleikur, að mörgum reynist það erfitt, að klæða fyrstu ástarjátningu sína í orð. En hjá því skeri getur þú eigi siglt. Eftir lengri eða skemri umhugsun og fleiri eða færri vökunætur, getur þú loks eigi þagað lengur. Það fer vitanlega eftir atvikum, hvaða orð þú notar og hvernig þú hagar þér, en þó vil eg gefa þér nokkrar bendingar:

Vertu ekki feiminn og stamaðu ekki, en vertu alvarlegur og hátíðlegur á svip og í máli.

Vertu ekki með neinar óþarfa málalengingar eða tvíræðar setningar, en segðu það, sem þér býr í brjósti með fáum og velvöldum orðum.

Fyr á tímum var það siður, að biðlar krupu fyrir þeirri konu, sem þeir játuðu ást sína, en nú mun það lagt niður, enda eru öll ytri lotningarmerki óþörf og fánýt, því að það eru hinar innri tilfinningar, sem verður að byggja á.

Bónorðsbréf munu vera alltíð á vorum dögum, en að mínu áliti ekki að sama skapi eftirbreytnisverð, því að konan, sem í hlut á, fer þar á mis við þann unað, sem hún hefir af því að heyra þig segja þessi orð: „Eg elska þig.“ Þau óma fyrir eyrum hennar eins og himneskur söngur, og engin orð er henni kærara að heyra af vörum þínum.

Bréf geta einnig hæglega komist í annara hendur en hins rétta viðtakanda, og eins og gefur að skilja, getur það haft ýms óþægindi í för með sér.

Dæmi eru til þess, að kona hefir tekið þeim manni, sem hún hefir gefið afsvar, jafnvel oftar en einu sinni.

Að menn hafi beðið sér konu í símskeyti eða símtali hefir komið fyrir, — að sögn fróðra manna, — en eg vil alvarlega ráða þér frá því.