×

Usamos cookies para ayudar a mejorar LingQ. Al visitar este sitio, aceptas nuestras politicas de cookie.

image

Samfélagið: Pistlar á RÚV, Innantóm markmið og ófullnægjandi aðgerðir

Innantóm markmið og ófullnægjandi aðgerðir

,,Markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 eru óljós og ófullnægjandi. Nauðsynlegt er að stjórnvöld skýri og útfæri þessi markmið nánar. Framkvæmd aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum er ómarkviss og auka þarf samdrátt hratt með samstilltu og vel skipulögðu átaki allra.''

Þetta eru orð úr áliti Loftslagsráðs Íslands frá júní síðastliðnum. Með álitinu sendi ráðið skýr skilaboð til stjórnvalda: þið eruð ekki að gera nóg og þið þurfið nauðsynlega að gera eitthvað til að bæta úr því undir eins. Loftslagsráð er sjálfstætt starfandi ráð sem hefur það meginhlutverk að veita stjórnvöldum aðhald með faglegri ráðgjöf um loftslagsmál og ber að taka áliti þeirra alvarlega. Hins vegar eru skilaboð um ófullnægjandi loftslagsaðgerðir stjórnvalda ekki ný af nálinni því umhverfisverndarsamtök landsins hafa bent á þessa staðreynd árum saman án mikils árangurs.

Gera meira strax

Fleiri vísbendingar um að aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum séu ófullnægjandi hafa komið fram á undanförnum mánuðum. Fyrr á árinu hélt Umhverfisstofnun fyrsta Loftslagsdaginn á Íslandi og var þar m.a. fjallað um nýja framreikninga sem spá til um losun Íslands næstu tvo áratugina. Þessir framreikningar byggja á núverandi aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og sýna þeir það svart á hvítu hve langt stjórnvöld eru frá því að ná eigin markmiðum. Ef fram fer sem horfir mun heildarlosun Íslands árið 2030 einungis hafa dregist saman um einn tíunda þess sem alþjóða vísindasamfélagið segir að sé nauðsynlegt. Þetta samsvarar því að fá einn í einkunn af 10 mögulegum stigum á prófi og skilst mér að það teljist yfirleitt sem falleinkunn. Ef við horfum síðan til ársins 2040 mun heildarlosun einungis hafa dregist saman um tæp 10% miðað við 2005 og vantar því 90% samdrátt upp á til að markmiði stjórnvalda um kolefnishlutleysi 2040 náist. Aftur samsvarar þetta falleinkunn þar sem að langmesti samdrátturinn stendur eftir. Þessar tölur eru kannski ekki mjög aðgengilegar en þær sýna það að ef við ætlum að standast markmið okkar í loftslagsmálum þarf að gefa verulega í.

Fleiri tölur sem benda til þess að spýta þurfi í lófana eru bráðabirgðatölur Umhverfisstofnunar fyrir losun Íslands árið 2021 sem birtar voru í síðustu viku. Þessar tölur benda til þess að losun án landnotkunar hafi aukist um 3% milli 2020 og 2021. Auðvitað hafði heimsfaraldurinn sem geysaði árið 2020 þau áhrif að losun það árið var minni en búast hefði mátt við, en ef miðað er við árið 2019 sem telst sem venjulegt ár dróst samt sem áður mjög takmarkað úr losun fram til 2021.

Ný stöðuskýrsla umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um aðgerðaráætlun í loftslagsmálum sem kom út síðastliðinn ágúst kemst að sömu niðurstöðu og Loftslagsráð og Umhverfisstofnun um að núverandi aðgerðaráætlun sé ófullnægjandi og að nauðsynlegt sé að uppfæra hana sem allra fyrst til að hún stuðli að nægum samdrætti í losun.

18 ár ekki langur tími

Í ljósi allra þessara vísbendinga um ófullnægjandi aðgerðir vaknar spurningin: til hvers að setja sér markmið ef ekki er gert nærri því nóg til að uppfylla þau? Ég vil alls ekki gera lítið úr því sem stjórnvöld hafa gert hingað til til að draga úr losun því miklar framfarir hafa orðið frá því fyrir 10 eða jafnvel 5 árum og ný áætlun matvælaráðherra um landgræðslu og skógrækt á Íslandi er gott skref í rétta átt, en þessar framfarir duga einfaldlega ekki til. Eins og Loftslagsráð tekur fram síðar í áliti sínu sem ég minntist á í upphafi pistils, þarf að ráðast í kerfislægar breytingar og verða stjórnvöld að skapa umgjörð sem stuðlar að jákvæðum breytingum með markvissri stefnumótun án tafar.

Það eru tæp 18 ár til stefnu. 18 ár þar til Ísland á að vera kolefnishlutlaust. 18 ár þar til heildarlosun Íslands má ekki nema meiru en sú binding sem á sér stað í landinu. 18 ár; þetta er ekki langur tími. Það þarf mikið ímyndunarafl til að ímynda sér hvernig þessi nálæga framtíð mun líta út og hvernig við ætlum að komast þangað.

Einnig þurfum við að nýta ímyndunaraflið og skapandi hugsun okkar í auknum mæli til að ná meiri árangri í loftslagsmálum. Nýsköpun er fyrirbæri sem er oft talað um að þurfi að efla til að leysa loftslagsvandann, og það er alveg rétt því upp að vissu marki þurfum við á nýrri tækni að halda. En við þurfum líka að virkja ímyndunaraflið til þess að umbylta úreltum kerfum sem halda aftur af samdrætti í losun og gefa þannig öðrum og betri kerfum, eða lausnum sem við vitum þegar um en erum ekki að nýta til fulls, meira pláss til að blómstra.

Sem dæmi er ófullnægjandi að viðhalda núverandi samgönguvenjum, sem einkennast að langmestu leiti af notkun einkabílsins, með því að rafvæða allan bílaflotann þar sem framleiðsluferli rafbíla er mjög auðlinda- og orkufrekt og þarfnast auk þess að við fórnum ósnortinni náttúru fyrir raforkuframleiðslu. Í staðin ætti megináherslan að vera á að breyta kerfinu til að það sé auðveldara, ódýrara og ákjósanlegra að ferðast með almenningssamgöngum og virkum ferðamátum.

Einnig þarf að draga markvisst úr framleiðslu og neyslu dýraafurða og hvetja fólk til að neyta í staðin matvæla úr plönturíkinu sem eru í flestum tilfellum mun umhverfis- og loftslagsvænni. Núverandi aðgerðir stjórnvalda gera lítið sem ekkert til að ýta undir þessa nauðsynlegu kerfisbreytingu. Við breytingar sem þessa þarf auðvitað að hafa réttlát umskipti að leiðarljósi til að enginn verði fyrir skaðlegum afleiðingum þeirra.

Innleiðing vistgreiðsla til bænda eru annað dæmi um kerfisbreytingu sem myndi bæði hjálpa til við réttlát umskipti í landbúnaði sem og stuðla að aukinni náttúruvernd og endurheimt vistkerfa.

Eins og þessi dæmi sýna þá er vandamálið ekki úrræðaleysi heldur aðgerðarleysi þar sem til eru ótal lausnir við loftslagsvánni en það er ekki verið að nýta nærri því allar þær lausnir sem við gætum og ættum að vera að nýta.

Stjórnvöld verða að gera betur

Það er ljóst að þörf er á kerfisbreytingum til að ná markmiðum og skuldbindingum okkar í loftslagsmálum; til að ná að standa við markmið alþjóðasamfélagsins um að takmarka hnattræna hlýnun við 1.5 gráðu frá iðnbyltingu; til að koma í veg fyrir að heil smáeyríki sökkvi vegna hækkunar sjávarborðs með tilheyrandi tilvistarkreppu þjóða þeirra. Þrátt fyrir að þetta sé samvinnuverkefni og að við þurfum öll að leggja okkar af mörkum liggur boltinn nú að mestu leyti hjá ríkisstjórninni. Til að ná fram breytingum þarf að vera vilji meðal almennings og svo þurfa stjórnvöld að liðka til fyrir breytingunum. Nú eru mörg okkar í þeirri stöðu að við viljum og erum tilbúin fyrir nauðsynlegar breytingar en stjórnvöld koma ekki nægilega til móts við okkur til að hægt sé að framkvæma þær. Ríkisstjórnin þarf bráðnauðsynlega að uppfæra aðgerðaráætlun sína í loftslagsmálum og sjá til þess að hertar aðgerðir skili nægum samdrætti fram til 2030 og 2040.

Fögur markmið ein og sér duga einfaldlega ekki til. Ef ríkisstjórnin vill standa við fyrirheit sitt sem fram kemur í stjórnarsáttmálanum um að vera leiðandi í loftslagsmálum á heimsvísu þurfa gjörðir þeirra á þinginu á næstu mánuðum að snúast fyrst og fremst um róttækari loftslagsaðgerðir. Augu ungs fólks, smáeyríkjaþjóða og framtíðarkynslóða hvíla á ykkur, ekki bregðast okkur.

Learn languages from TV shows, movies, news, articles and more! Try LingQ for FREE

Innantóm markmið og ófullnægjandi aðgerðir internal emptiness|goals||unsatisfactory|actions Empty goals and inadequate actions Metas vacías y acciones inadecuadas Puste cele i nieadekwatne działania

,,Markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 eru óljós og ófullnægjandi. ||reduction||emissions|greenhouse gases|||unclear||unsatisfactory "Goals for the reduction of greenhouse gas emissions for 2030 are unclear and insufficient. Nauðsynlegt er að stjórnvöld skýri og útfæri þessi markmið nánar. necessary|||the government|clarify||elaborate on|||further It is necessary for the government to clarify and implement these goals in more detail. Framkvæmd aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum er ómarkviss og auka þarf samdrátt hratt með samstilltu og vel skipulögðu átaki allra.'' The implementation|action plan||climate issues||unfocused||increasing|needs|contraction|quickly||coordinated|||planned|effort|of all The implementation of the action plan in climate matters is ineffective and the recession needs to be increased quickly with a coordinated and well-planned effort by everyone.''

Þetta eru orð úr áliti Loftslagsráðs Íslands frá júní síðastliðnum. ||||the opinion of|of the Climate Council||||last These are words from the opinion of the Climate Council of Iceland from last June. Með álitinu sendi ráðið skýr skilaboð til stjórnvalda: þið eruð ekki að gera nóg og þið þurfið nauðsynlega að gera eitthvað til að bæta úr því undir eins. ||||||||||||||||vous devez||||||||||| |the opinion|sent|the council|clear|message||||||||||||necessarily||||||make better|||under|at once With the opinion, the council sent a clear message to the government: you are not doing enough and you absolutely need to do something to improve it. Loftslagsráð er sjálfstætt starfandi ráð sem hefur það meginhlutverk að veita stjórnvöldum aðhald með faglegri ráðgjöf um loftslagsmál og ber að taka áliti þeirra alvarlega. ||indépendant|fonctionnant|||||||donner||||professionnelle|conseil||||||||| the Climate Council||independent|functioning|||||main role||provide||guidance||professional|advice||||it is|||opinion||seriously The Climate Council is an independent council whose main role is to provide restraint to the government through professional advice on climate issues, and their opinion should be taken seriously. Hins vegar eru skilaboð um ófullnægjandi loftslagsaðgerðir stjórnvalda ekki ný af nálinni því umhverfisverndarsamtök landsins hafa bent á þessa staðreynd árum saman án mikils árangurs. ||||||||||||||||a signalé|||||||| |||messages||unsatisfactory||||||the needle||environmental protection organizations|||pointed|||fact|for years|for years|without|great|success However, messages about the government's insufficient climate actions are not new, because the country's environmental protection organizations have pointed out this fact for years without much success.

**Gera meira strax** Do more now

Fleiri vísbendingar um að aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum séu ófullnægjandi hafa komið fram á undanförnum mánuðum. ||||actions|||||unsatisfactory|||||| More evidence that the government's climate action is insufficient has emerged in recent months. Fyrr á árinu hélt Umhverfisstofnun fyrsta Loftslagsdaginn á Íslandi og var þar m.a. Earlier in the year, the Environment Agency held the first Climate Day in Iceland and was there, among other things fjallað um nýja framreikninga sem spá til um losun Íslands næstu tvo áratugina. discussed|||forecasts||forecasts||||||| discusses new extrapolations that predict Iceland's emissions over the next two decades. Þessir framreikningar byggja á núverandi aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og sýna þeir það svart á hvítu hve langt stjórnvöld eru frá því að ná eigin markmiðum. |forecasts|are based||current|action plan||||||||black||||||||||reach|own|goals These projections are based on the government's current climate action plan, and they show in black and white how far the government is from achieving its own goals. Ef fram fer sem horfir mun heildarlosun Íslands árið 2030 einungis hafa dregist saman um einn tíunda þess sem alþjóða vísindasamfélagið segir að sé nauðsynlegt. |goes|goes||looks|will|total emissions|||only||dropped||||tenth|||international|the scientific community||||necessary If things go according to plan, Iceland's total emissions in 2030 will only have shrunk by one-tenth of what the international scientific community says is necessary. Þetta samsvarar því að fá einn í einkunn af 10 mögulegum stigum á prófi og skilst mér að það teljist yfirleitt sem falleinkunn. |corresponds to||||||grade||possible|points||test||it seems||||counts|generally||failing grade This corresponds to getting a grade of one out of 10 possible points on an exam, and I understand that it usually counts as a failing grade. Ef við horfum síðan til ársins 2040 mun heildarlosun einungis hafa dregist saman um tæp 10% miðað við 2005 og vantar því 90% samdrátt upp á til að markmiði stjórnvalda um kolefnishlutleysi 2040 náist. |||||||total emissions|only|||||just under|based on|||||contraction|||||the goal|||carbon neutrality| If we then look to the year 2040, total emissions will have only decreased by almost 10% compared to 2005, and therefore a 90% reduction is needed to achieve the government's goal of carbon neutrality in 2040. Aftur samsvarar þetta falleinkunn þar sem að langmesti samdrátturinn stendur eftir. |corresponds||||||the longest|the decline|remains|remaining Again, this corresponds to a failing grade as the longest recession remains. Þessar tölur eru kannski ekki mjög aðgengilegar en þær sýna það að ef við ætlum að standast markmið okkar í loftslagsmálum þarf að gefa verulega í. |numbers|||||accessible||||||||||meet||||climate issues||||significantly| These numbers may not be very accessible, but they show that if we are going to meet our climate goals, we need to make significant contributions.

Fleiri tölur sem benda til þess að spýta þurfi í lófana eru bráðabirgðatölur Umhverfisstofnunar fyrir losun Íslands árið 2021 sem birtar voru í síðustu viku. |||indicate||||spitting|||the palms||provisional figures|of the Environment Agency||||||were published|||| More figures that indicate that there is a need to spit on the palms are the Environmental Agency's preliminary figures for Iceland's emissions in 2021, which were published last week. Þessar tölur benda til þess að losun án landnotkunar hafi aukist um 3% milli 2020 og 2021. ||||||||land use||||between| These figures indicate that emissions without land use increased by 3% between 2020 and 2021. Auðvitað hafði heimsfaraldurinn sem geysaði árið 2020 þau áhrif að losun það árið var minni en búast hefði mátt við, en ef miðað er við árið 2019 sem telst sem venjulegt ár dróst samt sem áður mjög takmarkað úr losun fram til 2021. of course||the pandemic||raged|||||||||||to expect||might||||measured|||||is considered||normal||drew|||||limited|||| Of course, the pandemic that raged in 2020 had the effect of lower emissions that year than would have been expected, but if you compare 2019 as a normal year, there was still a very limited reduction in emissions until 2021.

Ný stöðuskýrsla umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um aðgerðaráætlun í loftslagsmálum sem kom út síðastliðinn ágúst kemst að sömu niðurstöðu og Loftslagsráð og Umhverfisstofnun um að núverandi aðgerðaráætlun sé ófullnægjandi og að nauðsynlegt sé að uppfæra hana sem allra fyrst til að hún stuðli að nægum samdrætti í losun. |status report|of the environment|energy||of the Ministry of Climate||action plan||||||||comes|||conclusion|||||||||||||||||||of all|first||||||sufficient|reduction|| The new status report of the Ministry of the Environment, Energy and Climate on the action plan in climate matters, which was published last August, reaches the same conclusion as the Climate Council and the Environment Agency, that the current action plan is insufficient and that it is necessary to update it as soon as possible so that it contributes to a sufficient reduction in release

**18 ár ekki langur tími**

Í ljósi allra þessara vísbendinga um ófullnægjandi aðgerðir vaknar spurningin: til hvers að setja sér markmið ef ekki er gert nærri því nóg til að uppfylla þau? ||||indications||||arises|the question||||||||||||||||| In light of all this evidence of insufficient action, the question arises: why set goals if not nearly enough is being done to meet them? Ég vil alls ekki gera lítið úr því sem stjórnvöld hafa gert hingað til til að draga úr losun því miklar framfarir hafa orðið frá því fyrir 10 eða jafnvel 5 árum og ný áætlun matvælaráðherra um landgræðslu og skógrækt á Íslandi er gott skref í rétta átt, en þessar framfarir duga einfaldlega ekki til. |want||||little||||||||||||||||progress||happened|||||||||plan|Minister of Food||land reclamation||forestry|||||steps|||eight|||progress|suffice|simply|| I don't want to downplay what the government has done so far to reduce emissions, because a lot of progress has been made since 10 or even 5 years ago, and the new plan by the Minister of Food for land reclamation and forestry in Iceland is a good step in the right direction, but these advances are simply not enough. Eins og Loftslagsráð tekur fram síðar í áliti sínu sem ég minntist á í upphafi pistils, þarf að ráðast í kerfislægar breytingar og verða stjórnvöld að skapa umgjörð sem stuðlar að jákvæðum breytingum með markvissri stefnumótun án tafar. |||||||||||||||column|||embark||systemic|changes|||||create|framework||contributes||positive|changes||marking certain|policy-making||must As the Climate Council states later in its opinion that I mentioned at the beginning of the column, systemic changes need to be undertaken and the government must create a framework that promotes positive changes through targeted strategic planning without delay.

Það eru tæp 18 ár til stefnu. ||almost|||deadline There are almost 18 years to go. 18 ár þar til Ísland á að vera kolefnishlutlaust. |||||||carbon neutral 18 years until Iceland is supposed to be carbon neutral. 18 ár þar til heildarlosun Íslands má ekki nema meiru en sú binding sem á sér stað í landinu. |||total emissions|||||more|||||||takes place|| 18 years until Iceland's total emission cannot be more than the binding that takes place in the country. 18 ár; þetta er ekki langur tími. Það þarf mikið ímyndunarafl til að ímynda sér hvernig þessi nálæga framtíð mun líta út og hvernig við ætlum að komast þangað. |||imagination|||||||nearby|||||||||||there It takes a lot of imagination to imagine what this near future will look like and how we're going to get there.

Einnig þurfum við að nýta ímyndunaraflið og skapandi hugsun okkar í auknum mæli til að ná meiri árangri í loftslagsmálum. also||||utilize|the imagination||creative|thinking|||increased|measure|||||success|| We also need to use our imagination and creative thinking more and more to make more progress on climate issues. Nýsköpun er fyrirbæri sem er oft talað um að þurfi að efla til að leysa loftslagsvandann, og það er alveg rétt því upp að vissu marki þurfum við á nýrri tækni að halda. innovation||phenomenon|||||||||strengthen|||solve|the climate issue|||||||||a certain||||||technology||hold Innovation is a phenomenon that is often talked about as having to be promoted in order to solve the climate problem, and it is quite right because up to a certain point we need new technologies. En við þurfum líka að virkja ímyndunaraflið til þess að umbylta úreltum kerfum sem halda aftur af samdrætti í losun og gefa þannig öðrum og betri kerfum, eða lausnum sem við vitum þegar um en erum ekki að nýta til fulls, meira pláss til að blómstra. |||||activate|the imagination||||overhaul|outdated|systems|||back||contraction|||||thus|||||||||know|||||||||fulls||space|||flourish But we also need to harness our imaginations to revolutionize outdated systems that are holding back emissions declines, giving other and better systems, or solutions we already know about but aren't fully exploiting, more room to flourish.

Sem dæmi er ófullnægjandi að viðhalda núverandi samgönguvenjum, sem einkennast að langmestu leiti af notkun einkabílsins, með því að rafvæða allan bílaflotann þar sem framleiðsluferli rafbíla er mjög auðlinda- og orkufrekt og þarfnast auk þess að við fórnum ósnortinni náttúru fyrir raforkuframleiðslu. |||unsatisfactory||maintain|current|transportation habits||is characterized||most|to a large extent||use of|of the private car||||electrify||the car fleet|||production process|electric cars|||sustainable||energy-intensive||necessary|||||fórnum|untouched|||electricity production For example, it is insufficient to maintain the current transport habits, which are characterized for the most part by the use of the private car, by electrifying the entire car fleet, since the production process of electric cars is very resource- and energy-intensive and also requires us to sacrifice untouched nature for electricity production. Í staðin ætti megináherslan að vera á að breyta kerfinu til að það sé auðveldara, ódýrara og ákjósanlegra að ferðast með almenningssamgöngum og virkum ferðamátum. |instead|should|the main emphasis|||||change|the system|||||easier|||more desirable||travel||public transport||active|modes of travel Instead, the main focus should be on changing the system to make it easier, cheaper and more desirable to travel by public transport and active modes of transport.

Einnig þarf að draga markvisst úr framleiðslu og neyslu dýraafurða og hvetja fólk til að neyta í staðin matvæla úr plönturíkinu sem eru í flestum tilfellum mun umhverfis- og loftslagsvænni. also|it is necessary|||deliberately||production||consumption|animal products||encourage||||consume|||food||the plant kingdom|||||cases|much|||climate-friendly It is also necessary to systematically reduce the production and consumption of animal products and encourage people to instead consume foods from the plant kingdom, which in most cases are much more environmentally and climate friendly. Núverandi aðgerðir stjórnvalda gera lítið sem ekkert til að ýta undir þessa nauðsynlegu kerfisbreytingu. current|actions|of the government||little|as|nothing|||push|||necessary|system change Current government actions do little or nothing to promote this necessary systemic change. Við breytingar sem þessa þarf auðvitað að hafa réttlát umskipti að leiðarljósi til að enginn verði fyrir skaðlegum afleiðingum þeirra. |||||of course|||juste|transitions||guiding light|||no one|be||harmful|consequences| Changes like this must of course be guided by a just transition so that no one suffers from its harmful consequences.

Innleiðing vistgreiðsla til bænda eru annað dæmi um kerfisbreytingu sem myndi bæði hjálpa til við réttlát umskipti í landbúnaði sem og stuðla að aukinni náttúruvernd og endurheimt vistkerfa. introduction|payment for ecosystem services||farmers||another|||system change|||both||||juste|transitions||agriculture|||contribute|||||restoration|ecosystems The introduction of subsistence payments to farmers is another example of a system change that would both help with a just transition in agriculture as well as contribute to increased nature conservation and restoration of ecosystems.

Eins og þessi dæmi sýna þá er vandamálið ekki úrræðaleysi heldur aðgerðarleysi þar sem til eru ótal lausnir við loftslagsvánni en það er ekki verið að nýta nærri því allar þær lausnir sem við gætum og ættum að vera að nýta. |||||||the problem||helplessness||inactivity|||||countless|solutions||climate crisis|||||||utilizing|nearby||all||||||||||| As these examples show, the problem is not a lack of resources, but a lack of action, as there are countless solutions to the climate problem, but not nearly all of the solutions that we could and should be using are being used.

**Stjórnvöld verða að gera betur** The government must do better

Það er ljóst að þörf er á kerfisbreytingum til að ná markmiðum og skuldbindingum okkar í loftslagsmálum; til að ná að standa við markmið alþjóðasamfélagsins um að takmarka hnattræna hlýnun við 1.5 gráðu frá iðnbyltingu; til að koma í veg fyrir að heil smáeyríki sökkvi vegna hækkunar sjávarborðs með tilheyrandi tilvistarkreppu þjóða þeirra. ||clear||need|||system changes|||reach|goals||commitments||||||||stand||goals|of the international community|||limit|global|warming||||industrial revolution||||||||healing|small empire|sinking|due to|of increase|||belonging|existential crisis|of the nations| It is clear that systemic change is needed to achieve our climate goals and commitments; to meet the international community's goal of limiting global warming to 1.5 degrees since the industrial revolution; to prevent entire small island states from sinking due to sea level rise with the attendant existential crisis of their peoples. Þrátt fyrir að þetta sé samvinnuverkefni og að við þurfum öll að leggja okkar af mörkum liggur boltinn nú að mestu leyti hjá ríkisstjórninni. |||||a collaborative project|||||||contribute|our||contribution|lies|the ball||||to a large extent|with|the government Although this is a collaborative project and we all need to do our part, the ball is now mostly in the government's court. Til að ná fram breytingum þarf að vera vilji meðal almennings og svo þurfa stjórnvöld að liðka til fyrir breytingunum. |||achieve|changes|||||among|the public||||||make way|||the changes In order to achieve change, there needs to be a will among the public, and then the government needs to facilitate the change. Nú eru mörg okkar í þeirri stöðu að við viljum og erum tilbúin fyrir nauðsynlegar breytingar en stjórnvöld koma ekki nægilega til móts við okkur til að hægt sé að framkvæma þær. ||||||||||||ready||necessary||||||sufficiently||meet||||||||carry out| Now many of us are in a position where we want and are ready for the necessary changes, but the government does not accommodate us enough to make them happen. Ríkisstjórnin þarf bráðnauðsynlega að uppfæra aðgerðaráætlun sína í loftslagsmálum og sjá til þess að hertar aðgerðir skili nægum samdrætti fram til 2030 og 2040. The government||urgently||update|action plan|||||||||harsher|measures|yield|sufficient|reduction|forward|| The government urgently needs to update its climate action plan and ensure that tougher action delivers sufficient reductions up to the 2030s and 2040s.

Fögur markmið ein og sér duga einfaldlega ekki til. beautiful|goals|one||by themselves|are enough|simply|| Beautiful goals alone are simply not enough. Ef ríkisstjórnin vill standa við fyrirheit sitt sem fram kemur í stjórnarsáttmálanum um að vera leiðandi í loftslagsmálum á heimsvísu þurfa gjörðir þeirra á þinginu á næstu mánuðum að snúast fyrst og fremst um róttækari loftslagsaðgerðir. ||wants|||promise||||||||||leading||||global scale||actions|||the parliament|||||turn|first||first||more radical| If the government wants to keep its promise in the charter to be a global leader on climate issues, its actions in parliament in the coming months need to focus primarily on more radical climate action. Augu ungs fólks, smáeyríkjaþjóða og framtíðarkynslóða hvíla á ykkur, ekki bregðast okkur. the eyes of|of young||of small island nations||future generations|rests||||fail| The eyes of young people, small island nations and future generations rest on you, do not fail us.