1. Þáttur - Gunnar Jökull (2)
Að vissu leyti mætti bera þessa plötu saman við kvikmyndina The Room, sem er af mörgum talin vera versta kvikmynd allra tíma. Sú kvikmynd er unnin af álíka einlægni, þar sem leikstjórinn Tommy Wiseau, einstaklega sérvitur náungi, lagði allt í sölurnar til að koma myndinni út og fjármagnaði hana alveg sjálfur. The Room er alveg einstaklega slæm kvikmynd en þó á hún sér dyggan aðdáendahóp sem elskar hana, fer á kvikmyndasýningar og kastar plastskeiðum á tjaldið. The Room hefur neflilega einhvern eiginleika sem gerir hana alveg ótrúlega skemmtilega, og fólk hefur raunverulegra gaman af henni.
Hamfarir Gunnars Jökuls bera með sér sömu einkenni að mínu mati. Það er sannarlega einhver ástæða fyrir því af hverju fólk vill hlusta á hana aftur og aftur. Það eru ákveðin snilldaraugnablik á plötunni sem fá mann til að hugsa hvort Gunnar Jökull hafi verið misskilinn snillingur.
🎵Kaffið mitt🎵
Það er eitthvað við þessa plötu, einhver X-factor sem erfitt er að skilgreina en gerir plötuna mjög ánægjulega hlustun. Einhver barnaleg einfeldni, einhver falleg einlægni sem skín í gegn. Hamfarir koma beint frá hjartanu og það heyrist.
Það er eitthvað, það er eitthvað við þetta. - Já hún, hún er, hún er skemmtileg sko. Textarnir svona einhvernveginn beint af kúnni og ... - já - En hann náttúrulega trommar ekkert sjálfur sko. Það er kannski leiðinlegt. - Já hann er með einhvern trommuheila þarna. - Ja þetta er dálítið svona skemmtara, skemmtarapopp.
Því miður er erfitt að nálgast plötuna í dag, það eru til nokkur lög á Youtube og nokkur eintök af plötunni í umferð, sem eru ómetanlegur dýrgripur fyrir alla áhugamenn um hamfarapopp. Ég var svo heppinn að geta náð í stafrænt eintak af plötunni í gegnum Tónlist.is fyrir mörgum árum síðan, en þeirri síðu er því miður búið að loka.
Gunnar lést á Landspítalanum við Hringbraut 22.september árið 2001 og skildi eftir sig stóra arfleifð.
Þessi þáttur fjallaði um hið merkilega líf tónlistarmannsins og hamfarapopparans Gunnars Jökuls, og söguna á bak við plötuna Hamfarir. Ef þið viljið koma með ábendingar eða hugmyndir um aðra þætti þá heiti ég @helgijohnson á Twitter. Þið getið einnig lækað Facebooksíðuna mína Hamfarir og smellt á Following-hnappinn, og þá sjáið þið þegar að næsti þáttur kemur út.
Fleira er ekki í þessum þætti. Verið þið sæl.