×

Nous utilisons des cookies pour rendre LingQ meilleur. En visitant le site vous acceptez nos Politique des cookies.


image

Lögfræði. Ása Ólafsdóttir - fyrirlestrar, Störf skiptastjóra

Störf skiptastjóra

Ég ætla að fjalla núna um störf skiptastjóra, auðvitað gilda þessar reglur sem ég er að fara yfir almennt um skiptastjóra, þótt að við séum hér kannski meira að fókusera á riftanir við gjaldþrotaskipti. En sem sagt skiptastjóri, þrotabú, þeim er stýrt af skiptastjóra og þegar að þrotabú er tekið til gjaldþrotaskipta, þá stofnast ný lögpersóna og þessari lögpersónu stýrir skiptastjóri og hann tekur þá yfir vald hluthafafundar og hann er framkvæmdastjóri og hann stýrir öllu starfi þessarar nýju lögpersónu sem myndast. Og það, til dæmi, svona áhugavert dæmi um hvernig þetta getur horft við, það er þetta, þessi dómur frá, númer átta hundruð og sjö, tvö þúsund og fimmtán, þar sem að var verið að deila um, um það hvort að riftunarágreiningur eða, sem sagt riftunarmál, hvort að það ætti undir héraðsdóm. En þarna var sem sagt um að ræða, þetta var hérna, þrotabú GM framleiðslu, sem sagt Gunnars majónes, þetta er majónes dómur. Og þarna hafði verið gerðar ráðstafanir og einn, sem sagt framkvæmdastjórinn þar Kleópatra hafði fengið og, og látið kaupa, eða fært eignir yfir í nýtt félag. Það kemur svo sem málinu ekki við hér nema að í kaupsamningnum sagði: þessar eignir fóru yfir nýja félagið úr þrotabúinu, eða sem sagt þrotamanni að ef ekki takist að leysa ágreining í tengslum við framkvæmd eða túlkun samningsins, þá væri hvorum aðila skylt, heimilt, það er að segja, að vísa ágreiningnum í gerð og það stóð í annarri málsgrein, áttundu greinar kaupsamningsins, öll ágreiningsefni sem kunna að rísa vegna eða í tengslum við þennan kaupsamning, túlkun hans eða framkvæmd skal skotið til endanlegrar úrlausnar gerðardóms Viðskiptaráðs Íslands og kaupandinn, sem sagt riftunarþoli, vildi vísa málinu frá héraðsdómi, taldi að ágreiningurinn ætti undir gerðardóm. En Hæstiréttur fellst ekki á það og segir að þarna stofnist við úrskurð um gjaldþrotaskipti, þá stofnist ný lögpersóna og riftunarmál eigi að höfða, innan ákveðins tíma eftir hundrað fertugustu og áttundu grein gjaldþrotaskiptalaga, sem sagt innan málshöfðunarfrests. Og þessu máli verði ekki vísað frá dómi vegna þess að þrotabúið var ekki aðili að samningnum, það er að segja [HIK:lögpers] nýja lögpersónan, þrotabúið, var ekki aðili að þessum kaupsamningi og þess vegna gat ákvæði um gerðardóm ekki bundið hann. Nú, skiptastjóri hefur, eins og stendur þarna á glærunni, hann hefur mjög víðtækar heimildir til að fara með öll málefni þrotabúsins og hann tekur ákvarðanir um þau og hann þarf ekki að boða til skiptafundar til þess að taka ákvörðun um málefni sem varða skiptin, hann gæti gert það en hann hefur ekki, honum ber ekki skylda til þess að gera það. Það er síðan fjallað um úrræði eða hvað þessi skiptastjóri getur gert, bæði í áttugustu, áttugustu og fyrstu og áttugustu og annarri grein gjaldþrotaskiptalaga. Í áttugustu grein er fjallað um það að skiptastjóri tekur við öllum skjölum sem hafa þýðingu fyrir gjaldþrotaskiptin og í annarri málsgrein áttugustu grein er fjallað um það að, að þeir sem að hafi lögvarinna hagsmuna að gæta geti fengið aðgang að þessum skjölum og það reyndi strax á þetta ákvæði í tengslum við hrun bankanna, og í þessu máli, hundrað og átta, tvö þúsund og fjórtán, að þá var það Stapi lífeyrissjóður sem var hluthafi í Landsbankanum. Þeir vildu fá gögn frá skiptastjóra og það reyndi á það hvort að þeir hefðu lögvarinna hagsmuna að gæta. Og Hæstiréttur skýrir þetta ákvæði, aðra málsgrein, áttugustu grein þannig að, að það verði að skýra það að það, undir það falli, sem sagt ef bú hlutafélags hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta, þá veitir það hluthafa í hlutafélagi eða kröfuhafa heimild til aðgangs að skjölunum, hafi hann lögvarinna hagsmuna að gæta. Þarna hafði Stapi sýnt fram á að þeir vildu sem sagt hefðu þá lögvörðu hagsmuni að hugsanlega vilja fara í bótamál vegna ákvarðana sem stjórn Landsbankans hafði tekið í aðdraganda slitanna. Nú, í áttugustu og annarri grein, þar er fjallað um öfugt tilvik. Þá getur skiptastjóri kallaði eftir eignum sem að, eignum þrotabús sem aðrir kunna að hafa í vörslum sínum, eða gögn sem aðrir kunna að hafa og varða skiptin og þá, en sem sagt þessum dómi, Rauði tómaturinn , að þá reyndi á það hvort að skiptastjóri, sem sagt í því tilviki, aftur gerðist það í þessum dómi, eins og gerist í svo mörgum dómum sem við sjáum sem koma upp úr gjaldþrotaskiptum, að það er farið að halla verulega undan fæti í rekstri tiltekins félags, og þá er stofnað nýtt félag, og rekstur, viðskiptavild og, og tæki og tól er allt sett yfir í nýtt félag með kaupsamningi. Þarna hafði það verið gert. Það er að segja nýja fé lagið hét rauði tómaturinn og þrotabúi Barik e há eff og skiptastjóri þrotabúsins krafðist þess að fá afhentar eignir úr, frá nýju lögpersónunni á grundvelli þriðju málsgreinar áttugustu og annarrar greinar. En það, sem sagt, það þarf að skýra þetta ákvæði, þriðja málsgreinar beinlínis eins og það er orðað í, í ákvæðinu og heimild, þessi, þessi krafa eða réttur skiptastjóra til að fá afhentar eignir búsins, þær, hún þessi heimild, í þriðju málsgrein áttugustu og annarri grein tekur bara til þess þegar um er að ræða þrotamanninn eða forráðamann félags sem að neitar að afhenda þessar eignir. Þannig að það var ekki fallist á þessa kröfu í dóminum, sjötíu og níu, tvö þúsund og sex, en hins vegar, þá hefur skiptastjóri alltaf úrræði til þess að fá afhentar eignir með beinni aðfarargerð eftir reglum aðfararlaga ef að, úr höndum þá annarra en, en þrotamanns eða forráðamanns félags sem er til gjaldþrotaskipta. Þá þarf hann náttúrulega alltaf að uppfylla skilyrði aðfararlaga, og, sem sagt um beina aðfarargerð, en í þessu tilviki hefði maður nú frekar haldið að skiptastjóri hefði verið réttar að höfða riftunarmál.


Störf skiptastjóra

Ég ætla að fjalla núna um störf skiptastjóra, auðvitað gilda þessar reglur sem ég er að fara yfir almennt um skiptastjóra, þótt að við séum hér kannski meira að fókusera á riftanir við gjaldþrotaskipti. En sem sagt skiptastjóri, þrotabú, þeim er stýrt af skiptastjóra og þegar að þrotabú er tekið til gjaldþrotaskipta, þá stofnast ný lögpersóna og þessari lögpersónu stýrir skiptastjóri og hann tekur þá yfir vald hluthafafundar og hann er framkvæmdastjóri og hann stýrir öllu starfi þessarar nýju lögpersónu sem myndast. Og það, til dæmi, svona áhugavert dæmi um hvernig þetta getur horft við, það er þetta, þessi dómur frá, númer átta hundruð og sjö, tvö þúsund og fimmtán, þar sem að var verið að deila um, um það hvort að riftunarágreiningur eða, sem sagt riftunarmál, hvort að það ætti undir héraðsdóm. En þarna var sem sagt um að ræða, þetta var hérna, þrotabú GM framleiðslu, sem sagt Gunnars majónes, þetta er majónes dómur. Og þarna hafði verið gerðar ráðstafanir og einn, sem sagt framkvæmdastjórinn þar Kleópatra hafði fengið og, og látið kaupa, eða fært eignir yfir í nýtt félag. Það kemur svo sem málinu ekki við hér nema að í kaupsamningnum sagði: þessar eignir fóru yfir nýja félagið úr þrotabúinu, eða sem sagt þrotamanni að ef ekki takist að leysa ágreining í tengslum við framkvæmd eða túlkun samningsins, þá væri hvorum aðila skylt, heimilt, það er að segja, að vísa ágreiningnum í gerð og það stóð í annarri málsgrein, áttundu greinar kaupsamningsins, öll ágreiningsefni sem kunna að rísa vegna eða í tengslum við þennan kaupsamning, túlkun hans eða framkvæmd skal skotið til endanlegrar úrlausnar gerðardóms Viðskiptaráðs Íslands og kaupandinn, sem sagt riftunarþoli, vildi vísa málinu frá héraðsdómi, taldi að ágreiningurinn ætti undir gerðardóm. En Hæstiréttur fellst ekki á það og segir að þarna stofnist við úrskurð um gjaldþrotaskipti, þá stofnist ný lögpersóna og riftunarmál eigi að höfða, innan ákveðins tíma eftir hundrað fertugustu og áttundu grein gjaldþrotaskiptalaga, sem sagt innan málshöfðunarfrests. Og þessu máli verði ekki vísað frá dómi vegna þess að þrotabúið var ekki aðili að samningnum, það er að segja [HIK:lögpers] nýja lögpersónan, þrotabúið, var ekki aðili að þessum kaupsamningi og þess vegna gat ákvæði um gerðardóm ekki bundið hann. Nú, skiptastjóri hefur, eins og stendur þarna á glærunni, hann hefur mjög víðtækar heimildir til að fara með öll málefni þrotabúsins og hann tekur ákvarðanir um þau og hann þarf ekki að boða til skiptafundar til þess að taka ákvörðun um málefni sem varða skiptin, hann gæti gert það en hann hefur ekki, honum ber ekki skylda til þess að gera það. Það er síðan fjallað um úrræði eða hvað þessi skiptastjóri getur gert, bæði í áttugustu, áttugustu og fyrstu og áttugustu og annarri grein gjaldþrotaskiptalaga. Í áttugustu grein er fjallað um það að skiptastjóri tekur við öllum skjölum sem hafa þýðingu fyrir gjaldþrotaskiptin og í annarri málsgrein áttugustu grein er fjallað um það að, að þeir sem að hafi lögvarinna hagsmuna að gæta geti fengið aðgang að þessum skjölum og það reyndi strax á þetta ákvæði í tengslum við hrun bankanna, og í þessu máli, hundrað og átta, tvö þúsund og fjórtán, að þá var það Stapi lífeyrissjóður sem var hluthafi í Landsbankanum. Þeir vildu fá gögn frá skiptastjóra og það reyndi á það hvort að þeir hefðu lögvarinna hagsmuna að gæta. Og Hæstiréttur skýrir þetta ákvæði, aðra málsgrein, áttugustu grein þannig að, að það verði að skýra það að það, undir það falli, sem sagt ef bú hlutafélags hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta, þá veitir það hluthafa í hlutafélagi eða kröfuhafa heimild til aðgangs að skjölunum, hafi hann lögvarinna hagsmuna að gæta. Þarna hafði Stapi sýnt fram á að þeir vildu sem sagt hefðu þá lögvörðu hagsmuni að hugsanlega vilja fara í bótamál vegna ákvarðana sem stjórn Landsbankans hafði tekið í aðdraganda slitanna. Nú, í áttugustu og annarri grein, þar er fjallað um öfugt tilvik. Þá getur skiptastjóri kallaði eftir eignum sem að, eignum þrotabús sem aðrir kunna að hafa í vörslum sínum, eða gögn sem aðrir kunna að hafa og varða skiptin og þá, en sem sagt þessum dómi, Rauði tómaturinn , að þá reyndi á það hvort að skiptastjóri, sem sagt í því tilviki, aftur gerðist það í þessum dómi, eins og gerist í svo mörgum dómum sem við sjáum sem koma upp úr gjaldþrotaskiptum, að það er farið að halla verulega undan fæti í rekstri tiltekins félags, og þá er stofnað nýtt félag, og rekstur, viðskiptavild og, og tæki og tól er allt sett yfir í nýtt félag með kaupsamningi. Þarna hafði það verið gert. Það er að segja nýja fé lagið hét rauði tómaturinn og þrotabúi Barik e há eff og skiptastjóri þrotabúsins krafðist þess að fá afhentar eignir úr, frá nýju lögpersónunni á grundvelli þriðju málsgreinar áttugustu og annarrar greinar. En það, sem sagt, það þarf að skýra þetta ákvæði, þriðja málsgreinar beinlínis eins og það er orðað í, í ákvæðinu og heimild, þessi, þessi krafa eða réttur skiptastjóra til að fá afhentar eignir búsins, þær, hún þessi heimild, í þriðju málsgrein áttugustu og annarri grein tekur bara til þess þegar um er að ræða þrotamanninn eða forráðamann félags sem að neitar að afhenda þessar eignir. Þannig að það var ekki fallist á þessa kröfu í dóminum, sjötíu og níu, tvö þúsund og sex, en hins vegar, þá hefur skiptastjóri alltaf úrræði til þess að fá afhentar eignir með beinni aðfarargerð eftir reglum aðfararlaga ef að, úr höndum þá annarra en, en þrotamanns eða forráðamanns félags sem er til gjaldþrotaskipta. Þá þarf hann náttúrulega alltaf að uppfylla skilyrði aðfararlaga, og, sem sagt um beina aðfarargerð, en í þessu tilviki hefði maður nú frekar haldið að skiptastjóri hefði verið réttar að höfða riftunarmál.