×

Utilizziamo i cookies per contribuire a migliorare LingQ. Visitando il sito, acconsenti alla nostra politica dei cookie.


image

Icelandic Online Level 4, Kvennafrídagurinn 1975 - Í augsýn er nú frelsið ...

Kvennafrídagurinn 1975 - Í augsýn er nú frelsið ...

„Konur, hittumst á Lækjartorgi kl. 2. Framkvæmdanefnd um kvennafrí.“

Hún lét ekki mikið yfir sér, auglýsingin sem þulurinn las fyrir hádegisfréttatíma útvarpsins, föstudaginn 24. október 1975. Þessi hógværa hvatning var þó lokahnykkurinn á einum stærsta viðburði hér á landi á síðustu öld. Andrúmsloftið var þrungið spennu. Ekkert var vitað með vissu um þátttöku kvenna á þessum fyrsta kvennafrídegi sögunnar. Tugir erlendra fjölmiðlamanna biðu átekta, auk þeirra innlendu. Söguleg stund eða misheppnað frumhlaup?

Upp úr hádegi tóku konur að streyma að Lækjartorgi úr öllum áttum, á öllum aldri og af öllum þrepum samfélagsins. Kröfuspjöldum fór að sama skapi fjölgandi með slagorðum á borð við: Jafnrétti, framþróun, friður, Fleiri dagheimili, Launajafnrétti í raun, Kvennafrí – hvað svo? Áður en yfir lauk höfðu hátt í 30 þúsund konur tekið sér stöðu í miðbænum. Stærsti kröfufundur Íslandssögunnar fram að þessu var í þann mund að hefjast.

Kvennafrídagurinn 1975 - Í augsýn er nú frelsið ... Women's Day 1975 - Freedom is now in sight... Vrouwendag 1975 - De vrijheid is nu in zicht...

„Konur, hittumst á Lækjartorgi kl. 2. Framkvæmdanefnd um kvennafrí.“

Hún lét ekki mikið yfir sér, auglýsingin sem þulurinn las fyrir hádegisfréttatíma útvarpsins, föstudaginn 24. október 1975. Þessi hógværa hvatning var þó lokahnykkurinn á einum stærsta viðburði hér á landi á síðustu öld. Andrúmsloftið var þrungið spennu. Ekkert var vitað með vissu um þátttöku kvenna á þessum fyrsta kvennafrídegi sögunnar. Tugir erlendra fjölmiðlamanna biðu átekta, auk þeirra innlendu. Söguleg stund eða misheppnað frumhlaup?

Upp úr hádegi tóku konur að streyma að Lækjartorgi úr öllum áttum, á öllum aldri og af öllum þrepum samfélagsins. Kröfuspjöldum fór að sama skapi fjölgandi með slagorðum á borð við: Jafnrétti, framþróun, friður, Fleiri dagheimili, Launajafnrétti í raun, Kvennafrí – hvað svo? Áður en yfir lauk höfðu hátt í 30 þúsund konur tekið sér stöðu í miðbænum. Stærsti kröfufundur Íslandssögunnar fram að þessu var í þann mund að hefjast.