Líffærafræði, öxlin, olnboginn og úlnliðurinn (1)
Jæja, vika þrjú. Verið þið hjartanlega velkomin. Nú, þetta er síðasta vikan þar sem að við, við tökum svona líffærafræðina fyrir með beinum hætti og við ætlum að skoða í þessum fyrirlestri öxlina, olnbogann og úlnliðinn og svona allt sem að því tengist. Nú, ég geri mér grein fyrir því að fyrir mörg ykkar er þetta þungt efni og eðlilega. Hugmyndin er kannski að þið getið leitað í þetta námsefni og þið byggið, eða bætið við einhverri þekkingu sem að kannski auðveldar ykkur að skilja sérfræðiþekkingu lækna, sjúkraþjálfara og margra styrktarþjálfara sem að gerir ykkur færari í, í þeim samskiptum og getið tekið þátt í ákveðnum hugleiðingum og vangaveltum með, með krítískum hætti. En, við ætlum að byrja á því að skoða hérna öxlina og axlargrindina og setjum svolítið gott púður í það enda um gríðarlega mikilvægan lið að ræða og að mörgu leyti flókinn og margt sem að getur farið úrskeiðis í axlarliðnum. En öxlin, hún er uppbyggð af viðbeini, herðablaði og upphandlegg nú axlarliðurinn sjálfur eða glenohumeral liðurinn að hann samanstendur af upphandleggnum sem er hérna og síðan er það herðablaðið sem að myndar hérna liðskál fyrir upphandlegginn. Nú, axlargrindin samanstendur síðan af viðbeininu sem að kemur þá hérna framan við og svo herðablaðinu sjálfu. Nú, hlutverk axlargrindarinnar er að staðsetja sig, til að hreyfingar axlarliðarins verði sem auðveldastar. Og við munum koma aðeins dýpra inn í það hérna á næstu glæru. En við sjáum svona aðeins hvernig þetta lítur út að þá er hérna glenoid fossa sem að er í raun og veru liðskálin og það sem kannski áhugavert að velta fyrir sér er að hún er ekkert sérstaklega djúp sem gerir það að verkum að liðurinn verður mjög hreyfanlegur. Hann leyfir miklar hreyfingar en á sama tíma og það gerist að þá þurfum við að stabílísera hann með einhverjum hætti svo hann haldist nú kyrr, liðhöfuðið eða upphandleggurinn, í liðskálinni. Nú, aðrir þættir kannski hérna, acromion process, þetta er eitthvað sem að, sem að við munum koma aftur til baka og processus coracoideus hér festir til dæmis brjóstvöðvarnir. Nú, hér sjáum við síðan innan á herðablaðið og hér sjáum við svo aftan á herðablaðið og þar sjáum við spinu, scapula, sem liggur hérna og aðskilur sem sagt superior eða efri hluta herðablaðsins og inferior eða neðri hluta herðablaðsins. Það er svo héðan sem að vöðvarnir eða supraspinatus sem er þá fyrir supra, fyrir ofan spina, og svo infraspinatus sem er fyrir neðan spina. Þeir festa hér. Nú, eins og áður segir að þá erum við með nokkur liðamót í öxlinni og axlargrindinni. Þar erum við fyrst með [HIK: sternoclaviculi, lar] liðinn, sternum þýðir bringubein og clavicula þýðir viðbein þannig að þetta er í raun og veru liðurinn sem mótast á milli bringubeinsins og viðbeinsins. Og í raun og veru kannski eini liðurinn sem að þá festir með beinum hætti við ja, aðra hluta stoðkerfisins því að herðablaðið er í raun og veru fest bara með vöðvum við stoðkerfið sem er þá hryggsúlan og, og rifjaboginn og annað slíkt. Nú, síðan erum við með acromioclavicular liðinn en það er liður sem að mótast hérna á milli acromion sem er þá hluti af herðablaðinu sem ég benti ykkur á hérna á síðustu glæru og viðbeinsins og svo glenohumeral liðurinn eða axlarliðurinn sjálfur en það er sá liður sem mótast af humerus eða upphandleggnum og glenoid sem er þá liðskálin á herðablaðinu. Nú, hér sjáum við þá myndir af þessum ágætu liðum. Hér erum við með [HIK: sternoclavucar-lið] clavicular liðinn. Þá sjáum við hérna á fyrstu myndinni, hér er þá bringubeinið og hérna ganga út rifin, hérna er fyrsta rif og annað rif og hérna kemur þá viðbeinið og tengir hérna beint inn á. Nú, sternoclavicular-liðurinn er svo umlukin liðböndum til þess að viðhalda stöðugleika í liðnum. Nú, [UNK] eru þá með axlarliðinn sjálfan eða glenohumeral liðinn. Hann er umlukinn þykkri, ja, þykkum liðpoka og, og síðan liðböndum þar utan um. Og síðan erum við þá hérna á milli, hérna kemur viðbeinið inn á og tengir hérna inn á acromion sem hluti af herðablaðinu. Það er þá acromioclavicular-liðurinn sem að er styrktur hérna með acromioclavicular-liðböndunum sem [UNK] liggja hérna, skiptast í acromioclavicular-liðbandið og svo corcoclavicular-liðbandið eða liðböndin getum við sagt, afsakið. En hreyfingar axlarliðarins eins og við höfum svo sem aðeins komið inn á og, og þið hafi skoðað í, í verkefninu ykkar að þá erum við með flexion þegar við beygjum axlarliðinn og svo extension þegar við, við réttum úr axlarliðnum. Nú, takið eftir að, að extension á sér líka stað þó að þú byrjir hérna uppi og ferð alveg hérna niður þá er það líka extension hreyfing. Adduction eða aðfærsla er þegar við færum handleggina niður í átt að bolnum, abduction eða fráfærsla er þá þegar við færum handleggina í átt frá bolnum, upp. Nú, síðan erum við með þá þessar tvær hreyfingar, adduction og abduction í horizontal-plani og horizontal adduction er þá þegar að hreyfingin kemur beint út frá axlarliðnum, gengur hérna yfir. Og abduction þá gagnstæð hreyfing við það. Og loks erum við með innsnúning á upphandleggnum median rotation og útsnúning á upphandleggnum eða lateral rotation sem við [UNK]. Nú, þá spilar herðablað mikilvæga rullu í hreyfingum axlarliðarins. Og [HIK:He, herðablaðið] getur að sjálfsögðu hreyfst á marga mismunandi vegu, elevation er þegar að herðablaðið færist hérna upp í átt að loftinu. Gott dæmi um það er kannski þegar við [UNK] öxlum, og gagnstæð hreyfing við það er þá depression, þegar við þrýstum herðablöðunum niður. Nú, síðan erum við með af adduction. Stundum kallað retraction af herðablöðunum þegar við drögum herðablöðin í átt að hryggsúlunni og abduction eða protraction stundum kallað líka þegar herðablaðið færist í átt frá hryggsúlunni. Nú síðast og alls ekki síst og kannski það sem við munum setja púður í, að þá erum við með upward rotation á herðablaðinu eða uppsnúning af herðablaðinu, en herðablaðið, þar sem það myndar liðskál axlarliðarins að það fylgir alltaf og byggir undir upphandlegginn í öllum hreyfingum með þessum uppsnúningi og svo gagnstætt því þá erum við með, downward rotation eða niðursnúning á herðablaðinu. En, það er sem sagt þannig, eins og eins og ég nefndi við ykkur, að það er gríðarlega mikilvægt samspil á milli upphandleggsins og herðablaðsins og eins náttúrulega viðbeinsins sem er hluti af axlargrindinni. Og við sjáum það að, þeir vöðvar sem skapa uppsnúning á herðablaðið hérna, að það er efsti hluti trapezius vöðvans og neðsti hluti trapezius vöðvans, og síðan er það [UNK] sem liggur hérna úr af innanverðu herðablaðinu og fram [UNK]. Nú, vöðvarnir sem vinna þá gagnstæða hreyfingu, að það eru rhomboid-vöðvarnir, levator scapulae sem liggur héðan og upp í hnakka og síðast en alls ekki síst er latissimus dorsi. Og, hlutverk herðablaðsins eða þessi svona, ja, tala um [UNK] humoral ryþma eða sem sagt samspil, axlarliðsins og axlargrindarinnar, virkar þannig að, ef við erum hér með, axlarliðinn og ef við ætlum að lyfta [HIK: hánum], honum að handleggnum þannig að hann fari hundrað og áttatíu gráður og við séum með hendina beina upp í loftið, að þá framkvæmdum við hundrað og tuttugu gráður hérna í axlarliðnum og herðablaðið sjálft þarf byggja undir og fylgja, um sextíu gráður til að fá þessar heildar, hundrað og áttatíu gráður. Þannig að fyrir hverjar tvær gráður sem að axlarliðurinn, hérna, hreyfist þá hreyfist axlargrindin, herðablaðið og viðbeinið um eina gráðu. Nú, ef við náum ekki að fylgja þessum ryþma, sem er gríðarlega algengt, þegar við erum kannski með stífa vöðva í sem að koma [UNK] herðablaðs, rhomboida og lattsa að þá förum við að mynda ákveðna axlarklemmu. Við förum að leita úr þessu hreyfi-mynstri sem er það hagkvæmasta og gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að hafa. Og það gerist þá að það fer að koma pirringur í öxlina ef að herðablaðið fylgir ekki alltaf með og þar af leiðir að við förum að fá verki í öxlina, við förum að fá ýmiss konar óþægindi sem valda bólgum í sinum sem geta valdið kölkun og öðru slíku og tekið okkur úr umferð í okkar sporti og svo sem okkar daglega lífi í lengri tíma. Nú, fyrir þessu eru margar ástæður, ekki síst nútíma lifnaðarhættir sem að, sem að, ýta dálítið undir það að við sitjum í svona stöðu sem gerir það að verkum að herðablaðið er svolítið framhallandi, niðursnúið og depressað, lengri tíma á dag. Síðan förum við í ræktina og lyftum á brjóstvöðva og við lyftum niðurtog sem styrkir lattsana okkar og við tökum róður sem styrkir rhomboid-ana okkar. En við höfum kannski ekki endilega að sama skapi að vöðvarnir sem koma að uppsnúningi á herðablaðinu. Það gefur þá auga leið að það skapast ójafnvægi, sem að, sem að, [HIK: hé], oftar en ekki er orsakavaldur í þessu, [HIK: íja], verkjum og óþægindum út frá öxl. Hér sjáum við dæmi um þetta. Hér [HIK, er, er], er mynd sem að ég, meira að segja, teiknaði sjálfur. Hún sýnir hérna höfuð og hryggsúlu og hér erum við þá með mjaðmargrind. Þetta er sem sagt besta mögulega staða á herðablaði. Herðablaðið er aðeins uppsnúið, það er svona mátulega nálægt hryggsúlunni, það er oft talað um svona sjö til sjö [HIK: og hálfa, e], sjö til átta sentimetra. Og í rauninni er allt í blóma. Nú, hér á þessari mynd sjáum við, algengt, algenga hvíldarstöðu sem mótast af okkar nútíma lifnaðarháttum. Að sjálfsögðu er þetta svolítið ýkt. Það sem við sjáum að herðablaðið hérna, teiknað með rauðum punktalínum. Það kemur aukinn niðursnúningur á herðablaðið, og þó það sjáist kannski ekki nógu vel, þá kemur aukið svona abduction, herðablaðið er lengra frá hryggsúlunni heldur en æskilegt er. Nú, þetta orsakast af stífleika í latissimus vöðvanum sem að liggja héðan frá upphandlegg og hingað niður og toga okkur í niðursnúning. Rhomboid vöðvarnir toga okkur hérna í niðursnúning og eins levator scapulae sem við sáum hérna áðan, og þar af leiðir að það kemur stanslaust tog og spenna á vöðvana sem skapa þennan svokallaða uppsnúning á herðablaði þannig að við fáum oft svona stífleika í hálsi og vöðvabólgu og annað slíkt sem að, sem að, ja margir og ef ekki flestir eru að kljást við eða hafa verið að kljást við á einhverjum tímapunkti. Já, hérna er ég þá búinn að teikna vöðvana inn. Hérna liggur rhomboid-inn, trefjarnar á honum toga svona skáhallt upp á við. Hérna liggur levator scapulae og trefjarnar á honum toga líka skáhallt upp á við. Þar af leiðir að það verður ákveðinn niðursnúningur. Latissimus, hann festir hérna og togar skáhallt niður á við. Efri hlutinn á [UNK] verður alltaf fyrir stöðugu togi. Við, svona, kennum honum um sem einhverjum sökudólgi á vöðvabólgu og spennu. En í raun og veru er hann bara síðasta hálmstráið að reyna að berjast á móti okkar lifnaðarháttum, þyngdaraflinu og öðru slíku. Nú, síðasta myndin sem ég ætla að sýna ykkur hérna af þessu er líka, sýnir sem sagt herðablaðið hér á hlið, og þetta sem sagt sýnir togstefnu brjóstvöðvana og hvernig [HIK: það], þeir toga okkur hérna í svona aukinn fram-halla á herðablaðinu, sem gerir það að verkum að herðablaðið svona lyftist aðeins frá á neðri brún, og setur svona [UNK] aðeins úr jafnvægi. En ef við skoðum aðeins vöðvana sem skapa hreyfingu í axlarliðnum, að, þá erum við með, deltoid vöðvana sem liggja hérna ofan á öxlinni og móta í raun og veru svolítið öxlina. Að Þeir skapa abduction eða fráfærslu í axlarlið ásamt supra spinatus vöðvanum sem liggur ofan á herðablaðinu tengir hérna niður á humerus eða upphandlegginn. Nú vöðvarnir sem að, sem að, skapa aðfærslu í axlarliðnum, að það eru þá latissimus vöðvarnir sem liggja hér, eða latissimus vöðvinn sem liggur hér tengir hérna framan á upphandleggi. Teres major og teres minor og infraspinatus sem liggja hér. Hluti of þríhöfðanum, kemur einnig að abduction og brjóstvöðvinn síðast en alls ekki síst. Nú, til að skapa flexion eða beygju um öxl þegar við hreyfum handlegginn hérna upp á við, í átt að loftinu að þá erum við með fremsta hluta deltoid vöðvans, eða fremri trefjarnar af deltoid vöðvanum. Við erum með efri trefjarnar, af, af, brjóstvöðvanum og svo erum við með bicep brachi og svo coracobrachialis sem er vöðvi sem við sjáum svo sem ekki hér í mynd en þetta eru vöðvarnir sem skapa flexion í axlarlið. Nú extension að þá er að mörgu leyti sömu vöðvar og koma að abduction í axlarliðnum. Extension er þessi hreyfing þá þegar að, Þú sagt þegar þú ert, skothreyfingin þegar þú ert búinn að hlaða í [HIK: skoðið], skotið og ert að sleppa boltanum í handbolta. En þar eru við með aftari trefjarnar af deltoid vöðvunum. Sjáum þær afmarkaðar hér, erum með latissimus vöðvann. Við erum með teres major, infraspinatus og svo neðri hluta brjóstvöðvans og hluta af þríhöfðanum. Nú í þessu svokallaða horizontal plani, þá erum við með abduction eða horizontal fráfærslu, það er þá hluti af deltoid vöðvanum, aftari trefjarnar, infraspinatus og teres minor. Og svo gagnstætt erum við þá með fremri hluta deltoid vöðvans eða [UNK] taugarnar og efri hluta brjóstvöðvans. Útsnúningur, gríðarlega mikið þjálfuð æfing og ég efast ekki um að allir handboltamenn hafi fengið hana einhvern tímann á lífsleiðinni. Hún er er vandmeðfarin og að mörgu leyti þykir mér ónotuð. En eitthvað sem að, sem að, hefur verið mikið notað í gegnum tíðina. En þar erum við að fá inn deltoid, aftari trefjarnar. Við erum að fá inn infraspinatus vöðvann og teres minor vöðvann sem eru báðir hluti af rotator cuff stöðugleika vöðvum axlarliðarins. Nú gagnstæð hreyfing, innsnúningur eða medial-snúningur að axlarliðnum að þá erum við með fremri hluta deltoid-vöðvans við erum með latissimus, teres major, subscapularis sem er einnig hluti af rotator cuff vöðvunum, og brjóstavöðva, stóra brjóstvöðvanum. Nú, þið sjáið kannski, ef við skoðum þessa vöðva-grúppu samanborið við útsnúningsvöðvahópinn að þá eru þetta töluvert, [HIK:öfluglag], öflugra lið sem kemur að þessu verkefni. Þrátt fyrir að við séum í innsnúningi á axlarlið meira og minna allan daginn, alla daga að, að hérna, þannig að þá þurfum við svolítið mikið að leggja á út útsnúningsvöðvana, lateral rotatorana, samanborið við þessar [UNK], ef þær eiga að halda upp einhverju jafnvægi í kringum axlarliðinn. En, rotator cuff vöðvarnir, stöðugleikavöðvar axlarliðsins, hef ég, hef ég, skrifað hér og sett gæsalappa stýrið. Ég tók dæmi í fyrsta fyrirlestri þar sem að, að, ég talaði um að mér þætti gott að hugsa vöðva út frá kappakstursbíl ef við værum með ákveðna vöðva sem væru mótorinn sem að sköpuðu þá orkuna eða hreyfinguna fram á við. Við værum með bremsurnar sem að sæi til þess að, að, vinna á móti og það er þá agonistarnir, nei, fyrirgefðu, antagonistarnir, sem framkvæma gagnstæðum hreyfingu við vöðvann sem er að vinna. Og svo erum við með stýri, og það eru svona vöðvarnir sem sjá til þess að halda okkur á brautinni, að við séum keyra út af, að við séum ekki að fara úr lið eða skapa óhagkvæmt álag á liðinn. Og dæmi um það er rotator cuff vöðvahópurinn, sem samanstendur af supraspinatus, infraspinatus, teres minor og subscapularis. Nú, supraspinatus sem við sjáum hérna efstan á blaði, sennilega mest í umræðunni af öllum þessum vöðvum, alltaf út af því hversu löng sinin er frá honum hérna og verður oft fyrir ýmiss konar óþægindum. Á það til að trosna eða rifna, og, eins þykkna og bólgna sem veldur tilheyrandi óþægindum í öxlinni. En hlutverk hans er að aðstoða við aðfærslu, en í raun hefur hann ekki getuna til þess að. Ja, þetta á reyndar að vera fráfærslu. Hlutverk hans er að aðstoða við fráfærslu en í raun hefur hann ekki kannski getuna til þess abdusera eða lyfta handleiknum, heldur er hlutverk hans kannski fyrst og fremst að draga liðhöfuðið hérna inn í liðskálina og sjá til þess að það sitji á sínum stað í gegnum allar hreyfingar á meðan að þá stærri vöðvarnir, mótorinn sér um að framkvæma hreyfinguna. Nú, Síðan erum við með infraspinatus sem liggur hérna, supraspinatus og hann framkvæmir útsnúninga á handlegg og hann dregur, afsakið þetta, liðhöfuðið niður í axlarliðnum til .þess að vinna á móti í raun og veru kraftinum sem að deltoid vöðvarnir mynda og draga átómatískt liðhöfuðið upp og þá framkvæmir indraspinatus gagnstæða hreyfingu til þess að halda liðhöfðinu í miðri liðskálinni. Nú teres minor hefur sambærilegt hlutverk og infraspinatus og síðan hefur subscapular vöðvin aðeins öfugt hlutverk út af sinni festu, sjáið, hann festir hérna frá innanverðu herðablaðinu, subscapularis sem liggur undir herðablaðinu hérna framan í, þannig að þegar hann dregur sig saman, að þá verður innsnúningur á handleggnum. Og hann dregur liðhöfuðið niður eins og teres minor og infraspinatus. Nú. Eins og ég hef komið inn á, þá eru vandamál í axlarliðnum gríðarlega algeng, og þau einkennast kannski af því að það er svo lítið pláss í axlarliðnum. Það er pláss fyrir akkúrat það sem á að vera þar. Ein engin frávik, þannig að allar bólgur, eða einhver bein-napa myndun eða eitthvað slíkt, mun sjálfkrafa valda töluverðum óþægindum. Sem við flokkum oft sem axlarklemmu. Nú, Við getum skipt þessum ástæðum axlarklemmu í nokkra þætti og, og það er þá fyrst og fremst kannski að byrjað að nefna bólgu viðbrögð í sin vegna langvarandi álags. Við munum myndina kannski úr, úr fyrsta fyrirlestrinum þar sem að ég sýndi ykkur þverskurð á sin þar sem við vorum að skoða annars vegar heilbrigða sin, sem var svona einsleit og með svona, [HIK: vöðva], eða trefjarnar, fyrirgefiði, voru, voru samfelldar og, og hún leit, ja, snyrtilega út meðan að við hliðina þá erum við með sin sem að var með bólgu viðbragð þar sem vaxa inn taugar og æðar og vöxturinn í henni var orðinn óreglulegur og þar af leiðandi var rúmmál hennar aukið og meira. Það eðlilega er ekki gott fyrir axlarlið, þar sem að er lítið pláss. Nú, aðrar ástæður sem skapa lítið pláss er kölkun og þá erum við oft að tala um það kemur kölkun hérna undir [UNK] sem að myndi svona [UNK]. Þð getur líka komið bólga í slímsekk og þá erum við yfirleitt með þessa subabcromial búrsu, eða subdeltoid búrsu sem liggur undir deltoid vöðvanum. Oft er þetta sprautað, eins og við höfum nefnt einhvern tímann, en oft er þetta líka bara fjarlægt. Og í tilfelli þess þegar það kemur til kölkunar á [UNK] beininu, að þá er oft farið inn og bara fræst af því, tekið aðeins af því. Það er heldur ekki gott að hafa of [HIK: hreyfa], hreyfanlegan lið, og jafnvel er oftar verra að vera of liðugur og heldur en of stirður. Það gerir það að verkum að það skapast svona innri árekstrar á liðnum sem valda bólgum og tilheyrandi óþægindum. Rangt hreyfimynstur, það hefur líka áhrif, eins og ég kom inn á áðan. Samspil axlarliðar og axlargrindar. Ef að það er ekki rétt út af einhverjum sökum sem er þá oftast það að hlutfallslegur styrkleiki vöðva sem valda uppsnúningi á herðablaðinu er ekki nægur samanborið við þá vöðva sem valda niðursnúning. Nú, síðan getum við einnig fengið svona innri axlarklemmu, og það sjáum við kannski hér. Hér sjáum við acromion, þetta er acromio clavicular liðurinn sem liggur hérna yfir, hérna er [HIK: liðba], viðbeinið, fyrirgefiði. Hér kemur deltavöðvinn, upphandleggurinn og herðablaðið, sem mótar hérna liðskálina. Það sem gerist oft er að við ákveðnar aðstæður að þá myndast árekstur hérna liðskálarinnar og supraspinatus sinarinnar, sem að til lengri tíma verður til þess að það koma bólgur og óþægindi í supraspinatus sinanna, og stundum án tillaga að trosna eða rifna. Það er eitthvað sem ekki sérstaklega gott fyrir okkur. Nú, annað vandamál sem maður heyrir oft af það er þegar fólk fer úr axlarlið, og það flokkast eftir því, við flokkum það að fara úr axlarlið eftir því hvert lið höfum við leitar gagnvart liðskálinni. Það sem algengast í þessum efnum er að liðhöfuðið leitar fram. Við sjáum það hérna á, á myndinni hérna fyrir miðju. Þá sjáum við að liðhöfuðið að það rennur hérna fram á við. Og hreyfimynstrið sem það gerist við, er það að við erum í abduction, eða fráfærslu og lateral snúningi á öxlinni eða útsnúningi á öxlinni. Nú, þá erum við einnig með posterior, eða [HIK: eða, þar eru, ja], posterior [UNK], það er að segja þegar við axlarlið og liðhöfuð leitar aftur. Það gerist við aðfærslu á upphandlegg og innsnúning í raun og veru gagnstætt við það sem gerist þegar við erum með anterior axlar [UNK], þegar öxlin fer úr lið, er talað um [UNK]. Við sjáum það hérna. Að þá leitar liðhöfuð aftur og við sjáum bara í liðskálina. Auðvitað lítur þetta ekki svona út í raunveruleikanum það eru ansi margir aðrir strúktúrar, en það gefur ansi góða mynd af því hvað er í gangi. Nú, loks erum við þá með inferior, axlar [UNK], það er að segja að við förum úr lið og liðhöfuðið leitar niður gagnvart liðskálina. Það gerist þegar að, við erum í abduction eða fráfærslu og upphandleggurinn er hérna beint undir acromion og það kemur þrýstingur niður. Sem er svona algengasta hreyfimynstrið sem ræður þessu. Það þarf nú kannski ekkert endilega að fara sérstaklega út í það að, að ef við sjáum fyrir okkur þessi mismunandi munstur og hvernig við getum farið úr lið, að það er ansi margt sem, sem að skemmist. Liðbönd, liðpoki, liðskálin sem að svona dýpkar axlarliðinn, verður fyrir töluvert miklum óþægindum og það verður rosalega mikið los, í axlarliðnum. Þannig að um leið og þú hefur farið úr axlarlið einu sinni þá ert þú gríðarlega líklegur til að vera að kljást við það vandamál til, til lengri tíma. En þetta var svona sem við vildum fara yfir í, í tengslin við öxlina. Ég mæli með því kannski að þið standið aðeins upp og takið smá pásu, áður en við höldum áfram og skoðum olnbogann og framhandlegginn.