×

Utilizziamo i cookies per contribuire a migliorare LingQ. Visitando il sito, acconsenti alla nostra politica dei cookie.


image

Leiðarvísir í ástamálum - Karlmenn, Að velja konuefnið

Að velja konuefnið

Að velja konuefnið.

„Það er vandi að velja sé

víf í standi þrifa,

því ólánsfjandi, ef illa fer

er í því bandi að lifa“.

Já, það er vandi að velja konuefnið, jafnvel þótt þú hafir þekkingu á ástamálum, eins og margur nútíðarmaður þykist hafa að einhverju leyti. Auðvitað vilt þú, að konan þín verði sem fullkomnust: að hún sé lagleg, gáfuð og góð, hafi gott vald yfir sjálfri sér, kunni að umgangast fólk og vinna sér traust þess; sé stjórnsöm og hirðusöm, sparsöm og hreinleg. Hafi hún alla þessa kosti, þarftu ekki að kvíða sambúð ykkar, þ. e. a. s. ef þú ert slíkri konu samboðinn.

En kostir og gallar konunnar koma oft eigi fyr í ljós en út í búskapinn er komið, þess vegna verður þú að gæta varkárni og athygli áður en þú stígur hið mikla spor.

Eg vil nú gefa þér nokkur góð ráð, er orðið gætu þér nytsöm, ef þú kant með að fara.

Þegar þú hefir kynst stúlku og orðið ástfanginn af henni, verður þú að taka eftir öllu í fari hennar, smáu sem stóru, áður en þú trúlofast henni. Í hinu smærra er oft eigi síður hægt að sjá eiginleika mannsins en í hinu stærra. Vertu því athugull og sleptu engu, er eykur skilning þinn og þekkingu á stúlkunni. Rannsakaðu hjartalag hennar og tilfinningar og gaktu úr skugga um, hvort hún eigi ást þína skilið.

Gott er að kynna sér liðna æfi hennar, fá vitneskju um, hvort hún hafi áður verið mikið við ástamál riðin eða verið trúlofuð. Komstu einnig að því, hverskonar vinstúlkur hún velur sér; máttu af því mikið læra, því að „það dregur hver dám af sínum sessunaut.“

Sjálfsagt er þér og að leita þér upplýsinga um ætt hennar og foreldra, því að „sjaldan fellur eplið langt frá eikinni“. Sumum finst ef til vill óþarft að minnast á þetta atriði, en þótt ljótt sé frá að segja, munu finnast þess dæmi, að menn trúlofi sig án þess að vita nokkuð um ætt og jafnvel foreldra stúlkunnar.

Já, það er mikið óvit að hlaupa eftir augnablikstilfinningum sínum. Með því að gera það, hefir margur sáð illgresi í akur lífs síns og „borið þess sár um æfilöng ár, sem að eins var stundarhlátur.“

Eins og eg hefi áður á vikið, hættir mörgum við því, að líta of mikið á fríðleikann. Satt er það, að hann er góður með öðru góðu, og augað krefst síns. En fáir hafa efni á því, að hafa konur sínar eingöngu sem stofuprýði og til augnagamans. Þess vegna ríður ekki minna á því, að hún bæti heimilið en prýði. Best er að slíkt geti farið saman. Og það getur orðið, ef þú ert skynsamur í vali þínu.

Ef unnusta þín kann eigi að búa til mat, sauma léreftsfatnað o. þ. l., þá skaltu láta hana læra það áður en þú gengur að eiga hana. Henni verða heimilisstörfin þá miklu léttari og fara þau betur úr hendi.

Ýmsir fara einnig eftir ríkidæmi. En margt er að athuga við það. Að vísu er auðurinn afl og aflið léttir erfiðið. En farðu heldur eftir hinum göfugri tilfinningum hjarta þíns. Sel eigi auðnum sál þína, gef hana heldur þeirri konu, sem þú elskar. Og betra er að lifa ánægður við lítil efni, en við allsnægtir með orm í hjarta.

Hið daglega líf og reynsla sanna það, að þau hjónabönd, sem bygð eru á auði einum, eru þyrnar á rós friðarins. Slíkt hjónaband má með réttu kalla „gröf ástarinnar“, eins og rússneskur málsháttur kemst að orði.

Einn dagur er ekki heil mannsæfi, og það er ekki nóg, að ástin nái að eins yfir hveitibrauðsdagana. Í kolum þeim, sem brenna á arni ástarinnar, þarf lengi að lifa.

Til þess að hjónaband þitt verði hamingjusamt, og til þess að þú getir treyst konu þinni og elskað hana, mun þér happasælast, að öðru jöfnu, að velja stúlku, sem að mentun og stöðu er jafnoki þinn. Reynslan hefir sannað það.

Það er óheppilegt að aldursmunur sé mikill á hjónum og er alment álitið, að maðurinn eigi að vera „bónda“-árinu eldri. Að vísu skiftir þetta ekki miklu máli, en komið hefir þó fyrir, að ósamlyndi hjóna stafi beinlínis eða óbeinlínis af aldursmun þeirra.

Að velja konuefnið Auswahl des weiblichen Motivs Choosing the female subject Het vrouwelijke onderwerp kiezen Wybór tematu kobiecego

**Að velja konuefnið. **

__„Það er vandi að velja sé "It is difficult to choose

víf í standi þrifa,

því ólánsfjandi, ef illa fer

er í því bandi að lifa“.__

Já, það er vandi að velja konuefnið, jafnvel þótt þú hafir þekkingu á ástamálum, eins og margur nútíðarmaður þykist hafa að einhverju leyti. Auðvitað vilt þú, að konan þín verði sem fullkomnust: að hún sé lagleg, gáfuð og góð, hafi gott vald yfir sjálfri sér, kunni að umgangast fólk og vinna sér traust þess; sé stjórnsöm og hirðusöm, sparsöm og hreinleg. Hafi hún alla þessa kosti, þarftu ekki að kvíða sambúð ykkar, þ. e. a. s. ef þú ert slíkri konu samboðinn.

En kostir og gallar konunnar koma oft eigi fyr í ljós en út í búskapinn er komið, þess vegna verður þú að gæta varkárni og athygli áður en þú stígur hið mikla spor.

Eg vil nú gefa þér nokkur góð ráð, er orðið gætu þér nytsöm, ef þú kant með að fara.

Þegar þú hefir kynst stúlku og orðið ástfanginn af henni, verður þú að taka eftir öllu í fari hennar, smáu sem stóru, áður en þú trúlofast henni. Í hinu smærra er oft eigi síður hægt að sjá eiginleika mannsins en í hinu stærra. Vertu því athugull og sleptu engu, er eykur skilning þinn og þekkingu á stúlkunni. Rannsakaðu hjartalag hennar og tilfinningar og gaktu úr skugga um, hvort hún eigi ást þína skilið.

Gott er að kynna sér liðna æfi hennar, fá vitneskju um, hvort hún hafi áður verið mikið við ástamál riðin eða verið trúlofuð. Komstu einnig að því, hverskonar vinstúlkur hún velur sér; máttu af því mikið læra, því að „það dregur hver dám af sínum sessunaut.“

Sjálfsagt er þér og að leita þér upplýsinga um ætt hennar og foreldra, því að „sjaldan fellur eplið langt frá eikinni“. Sumum finst ef til vill óþarft að minnast á þetta atriði, en þótt ljótt sé frá að segja, munu finnast þess dæmi, að menn trúlofi sig án þess að vita nokkuð um ætt og jafnvel foreldra stúlkunnar.

Já, það er mikið óvit að hlaupa eftir augnablikstilfinningum sínum. Með því að gera það, hefir margur sáð illgresi í akur lífs síns og „borið þess sár um æfilöng ár, sem að eins var stundarhlátur.“

Eins og eg hefi áður á vikið, hættir mörgum við því, að líta of mikið á fríðleikann. Satt er það, að hann er góður með öðru góðu, og augað krefst síns. En fáir hafa efni á því, að hafa konur sínar eingöngu sem stofuprýði og til augnagamans. Þess vegna ríður ekki minna á því, að hún bæti heimilið en prýði. Best er að slíkt geti farið saman. Og það getur orðið, ef þú ert skynsamur í vali þínu.

Ef unnusta þín kann eigi að búa til mat, sauma léreftsfatnað o. þ. l., þá skaltu láta hana læra það áður en þú gengur að eiga hana. Henni verða heimilisstörfin þá miklu léttari og fara þau betur úr hendi.

Ýmsir fara einnig eftir ríkidæmi. En margt er að athuga við það. Að vísu er auðurinn afl og aflið léttir erfiðið. En farðu heldur eftir hinum göfugri tilfinningum hjarta þíns. Sel eigi auðnum sál þína, gef hana heldur þeirri konu, sem þú elskar. Og betra er að lifa ánægður við lítil efni, en við allsnægtir með orm í hjarta.

Hið daglega líf og reynsla sanna það, að þau hjónabönd, sem bygð eru á auði einum, eru þyrnar á rós friðarins. Slíkt hjónaband má með réttu kalla „gröf ástarinnar“, eins og rússneskur málsháttur kemst að orði.

Einn dagur er ekki heil mannsæfi, og það er ekki nóg, að ástin nái að eins yfir hveitibrauðsdagana. Í kolum þeim, sem brenna á arni ástarinnar, þarf lengi að lifa.

Til þess að hjónaband þitt verði hamingjusamt, og til þess að þú getir treyst konu þinni og elskað hana, mun þér happasælast, að öðru jöfnu, að velja stúlku, sem að mentun og stöðu er jafnoki þinn. Reynslan hefir sannað það.

Það er óheppilegt að aldursmunur sé mikill á hjónum og er alment álitið, að maðurinn eigi að vera „bónda“-árinu eldri. Að vísu skiftir þetta ekki miklu máli, en komið hefir þó fyrir, að ósamlyndi hjóna stafi beinlínis eða óbeinlínis af aldursmun þeirra.