Flokkun íslenskra málhljóða (1)
Góðan dag. Í þessum fyrirlestri verður talað um
flokkun íslenskra málhljóða,
grunnflokkun þeirra í sérhljóð og samhljóð og síðan flokkun eftir myndunarstöðum, myndunarháttum og
stöðu
vara og fleiri þáttum
sem
hafa áhrif á það hvað, hvaða hljóð eru mynduð.
Lítum fyrst á þessa grunnflokkun í sérhljóð og samhljóð.
Yfirleitt er sagt að hún byggist á því að sérhljóð séu atkvæðisbær, þ
að er að segja að þau eru fær um að bera uppi heilt atkvæði, mynda kjarna atkvæðis.
Stundum er sagt að sérhljóð geti sagt nafnið sitt sjálf,
á í ó æ, og
geta verið í íslensku heil orð,
en samhljóð aftur á móti geta
ekki borið uppi atkvæði.
Það þarf alltaf, í hverju orði í íslensku, þarf alltaf að minnsta kosti eitt sérhljóð.
En samhljóð eru ekki nauðsynleg.
Það er samt ekki þannig að
það sé
alveg skýr
munur alltaf á milli sérhljóða og samhljóða.
Meginmunurinn er sá, svona myndunarlega séð, að í samhljóðum er annaðhvort þrengt verulega að loftstraumnum einhvers staðar á leið hans frá lungunum og út úr líkamanum eða lokað algjörlega fyrir hann.
Í sérhljóðum aftur á móti er ekki, ekki þrengt jafnmikið að loftstraumnum en munurinn getur samt verið lítill.
Það er
mjög stuttt á milli sérhljóðsins [i]
og samhljóðsins [j] [j],
í j sem sagt.
Það
er, er kannski meginmunurinn sá að, að
j er ekki atkvæðisbært,
það er,
en í er það.
Það er,
eins og sést á þessari töflu hér, þá er j flokkað í alþjóðlega kerfinu sem nálgunarhljóð.
Það er talað um þetta í öðrum fyrirlestri, venja er að líta svo á í íslensku að j sé önghljóð, en
kannski er réttara að líta á það sem nálgunarhljóð
og nálgunarhljóð eru sem sagt
hljóð sem,
ja, þar sem þrengingin er minni, þrengingin á vegi loftstraumsins er
minni en í önghljóðum, nálgast fremur það sem er í sérhljóðum.
Og
það er
þannig að, að, það er rétt að nefna það að í
mörgum málum eru
til svokölluð hálfsérhljóð,
semi vowels eða glides heita þau á ensku, sem er einhvers konar millistig milli sérhljóða og samhljóða.
Í
forníslensku
var j slíkt hljóð og v reyndar líka
og það passar vel við það sem er nefnt í öðrum fyrirlestri,
að j og jafnvel v
eru ekki alltaf sérlega mikil önghljóð, þau eru
kannski frekar nálgunarhljóð eins og ég var að segja með j-ið.
Eðli þeirra hefur breyst.
Venjulega er sagt að eðli þeirra hafi breyst frá fornu máli, það er að segja breyst frá því að vera
hálfsérhljóð yfir í að vera önghljóð, en kannski hefur það ekki
algerlega breyst. Kannski eimir ennþá eftir svolítið af þessu gamla eðli þeirra.
Hér eru
sýnd þessi,
sýndar myndir af, af munnholinu, sem sagt annars vegar
hérna vinstra megin séð frá hlið,
séð frá vinstri hlið,
og hins vegar hér horft upp í góminn.
Hér er
verið að sýna helstu myndunarstaði íslenskra málhljóða.
Við erum hér með varir,
efri og neðri vör,
og við getum myndað hljóð
milli varanna, eða þar að segja með því að varirnar
loki algerlega fyrir loftstrauminn. Eins og í,
þá er talað um tvívaramælt lokhljóð þegar báðar varirnar taka þátt í,
í hljóðmynduninni,
og einnig eru til
tannvaramælt hljóð
þar sem að neðri vörin
nálgast þá, eða nemur við framtennurnar
hér að ofan.
Síðan er
hér, fyrir aftan
framtennurnar að ofan er stallur sem maður getur fundið fyrir, þreifað með tungubroddinum, fundið þennan stall, og hann heitir tannberg.
Og mörg hljóð eru mynduð með því að tungan,
yfirleitt
tungubroddurinn, en í sumum tilvikum einnig
tungubakið hér aftar,
nálgast tannbergið, þrengir þar loftstraum.
Svo er hér
framgómur og há
gómur, sem sagt niðurhluti gómsins, og uppgómur,
það er ekkert, ekki nein skörp skil þar á milli en, en gómnum er oft skipt svona í þessa, þessa meginhluta.
Og tungan getur lyfst upp og lokað fyrir loftstrauminn eða þrengt að loftstraumnum hér á mismunandi stöð, stöðum í gómnum.
Fyrir aftan góminn, sem sagt,
hér er bein undir. En hér aftast í munnholinu er ekki, ekki bein undir heldur er þetta bara mjúk
felling sem, gómfilla,
sem hægt er að
láta loka fyrir loftstrauminn. Hún nemur hér, eins og þið sjáið á þessari mynd, nemur gómfillan við kokvegginn að aftan, lokar fyrir loftstrauminn, frá lungum og upp í nefhol.
En það er líka hægt að láta gómfilluna síga
og opna fyrir þennan loftstraum. Þannig er það við venjulega öndun en, en við myndun munnhljóða þá lokar gómfillan upp í nefhol.
Hér er svo úfurinn hérna neðst í gómfillunni.
Hérna er, er sem sagt horft upp í góminn, tannbergið hér fyrir aftan framtennurnar að ofan,
framgómur, hágómur, uppgómur, gómfilla og úfur. Sem sagt gómfillan tekur við svona, á móts við öftustu jaxla.
Það er rétt að, að leggja áherslu á það að þó að sé talað um myndunarstaði og hljóð séu flokkuð eftir myndunarstöðum, þá er það alls ekkert þannig að hljóðið myndist bara á þessum tiltekna stað.
Það er ekki þannig að varamælt hljóð séu myndu bara við varir eða uppgómmælt hljóð mynduð bara við uppgóm.
Hljóðin
myndast, grunnhljóðið myndast í barkakýlinu,
en síðan er það mótað, síðan er, eru hljóðbylgjurnar mótaðar,
yfirtónar ýmist magnaðir upp eða deyfðir
á leið loftsins, leið hljóðbylgnanna, loftsveiflnanna, út úr líkamanum.
Það er hins vegar á,
það sem við köllum myndunarstaði, er staðir þar sem að eitthvað
gerist sem hefur megin, hefur úrslitaatriði um það hvers konar hljóð myndast.
Við segjum
varamælt hljóð, við köllum, köllum þau varamælt og segjum að myndunarstaðurinn séu varir, af því að það er varalokunin eða þrengingin við varir sem hefur úrslitaáhrif á það hvernig hljóðið verður, hefur, svona,
setur sterkustu einkennin á hljóðið,
en, en myndunar, en strangt tekið myndast hljóðið
í öllu,
öllu munnholinu frá,
frá barkakýli og, og
sem sagt fram að vörum.
Rétt að hafa þetta í huga að myndunarstaður, þó það sé ágætt hugtak, gagnlegt þá er það,
má ekki taka það of bókstaflega.
Það er rétt eins og ef að
þrýst er fingri einhvers staðar á gítarstreng,
þá hefur það áhrif á það hvernig hljóð strengurinn gefur frá sér en það táknar ekki að hljóðið myndist á þeim stað sem fingri er þrýst á strenginn.
Sem sagt með myndunarstað er átt við það hvar einhver þrenging eða lokun verður á leið loftstraumsins frá lungunum.
Og í
íslensku,
íslenskum samhljóðum er yfirleitt gert ráð fyrir þessum sex myndunarstöðum.
tvívaramælt hljóð
eins og p og m, athugið þið að upptalningin þarna lengst til hægri er ekki tæmandi, þetta bara dæmi um hljóð með þessum myndunarstöðum.
Síðan eru það
tannvaramælt hljóð, þar sem
neðri vörin nemur við, nálgast eða nemur við framtennur í efri góm,
tannmælt eða tannbergsmælt, yfirleitt talað um tannbergsmælt hljóð,
þar sem tungan lokar fyrir loftstrauminn eða, eða nálgast
tannbergið,
annaðhvort lokar fyrir loftstrauminn eða þrengir að honum við tannbergið.
Getur verið svolítið misjafnt
nákvæmlega hvar við tannbergið þetta er, hugsanleg stundum fram við tennurnar að framan.
Svo er það framgómmælt hljóð þar sem tungan lyftist upp að framgómi,
tungubakið lyftist upp að framgómi og lokar fyrir loftstrauminn eða þrengir að honum þar,
uppgómmælt hljóð eða gómfillumælt hljóð, þar sem tungan lyftist upp að
uppgómi eða gómfillu, það getur leikið á dálitlu bili,
og svo
raddbandahljóð þar sem að er í raun og veru ekkert ofan raddbanda, engin sérstök þrenging eða lokun ofan raddbanda.
Ef við lítum hérna á alþjóðlega kerfið þá sjáum við að þar er
eru fleiri
myndunarstaðir
nefndir.
Hér er
skipt, þessu sem var, er flokkað í íslensku sem tannbergsmælt hljóð er skipt hér í þrennt eða, möguleiki á þrískiptingu, tannmælt, þar sem að lokun eða þrengingin er alveg við,
fram við tennur eða milli tanna jafnvel,
síðan tannbergsmælt hljóð og svo tannbergs skástrik gómmælt, það heitir palato-alveolar á ensku,
þar sem að, að lokun eða þrenging er á mörkum tannbergs og góms.
Svo er hér rismælt hljóð þar sem að tungubroddurinn er, broddurinn er sveigður aftur, slík hljóð eru ekki til í íslensku.
Gómmælt eða framgómmælt hljóð, gómfillumælt eða uppgómmælt hljóð.
Svo eru
úfmælt og kokmælt hljóð.
Hvorug
koma fyrir í íslensku.
Svo er raddbandahljóð.
Hin meginflokkun samhljóða er eftir myndunarhætti.
Það er að segja það er þá hvers konar hindrun verður á vegi loftstraumsins, hvort að,
hvort að þessi hindrun er, er alger lokun eins og í lokhljóðum
eða hvort
um er að ræða
þrengingu eða öng, og orðið öng merki
þrengsli, þannig að önghljóð merkir þrengslahljóð.
Athugið enn að þessi
upptalning hérna lengst til hægri er ekki tæmandi, þetta er bara dæmi um hljóð af þessu tagi.
Nú, seinni myndunarhátturinn er svo munnlokun, það er að segja opið upp í nefhol, gómfillan sígur þá, í nefhljóðum.
Og síðan er það hliðarhljóð þar sem að er opið
fyrir loftstrauminn
til hliðar við tunguna,
og svo sveifluhljóð þar sem
tungubroddurinn
sveiflast við tannbergið eða
hugsanlega annars staðar,
verður rætt um það nánar í, í fyrirlestri um sveifluhljóð.
Í, það er venja sem sagt í íslensku að tala um,
bara um þessa,
þessa fimm myndunarhætti samhljóða,
tala um hliðarhljóð og sveifluhljóð. Hér í alþjóðlega kerfinu
er l eins og þið sjáið hér flokkað sem, ekki sem hliðarhljóð beinlínis heldur sem hliðmælt nálgunarhljóð.
Sem sé,
nefndu það nálgunarhljóð eru hljóð sem eru einhvers konar svona, standa að nokkru leyti á milli önghljóða og sérhljóða, þar að segja, það er þrengt að loftstraumnum en ekki jafnmikið og, og venjulega í önghljóðum. Og hugsanlega,
sem sagt, væri, er, er réttara að tala um, eðlilegra að tala um l sem hliðmælt nálgunarhljóð heldur en sem hliðarhljóð en, en við getum nú, skulum nú halda okkur við það samt.
En
eins og nefnt er í fyrirlestri um,
um hljóðritun þá er óraddað l, það er kannski nær því að vera önghljóð,
hliðmælt önghljóð. Þetta hérna er kannski
nokkuð nálægt því að vera íslenskt óraddað l.
En við skulum nú halda okkur við
þá skilgreiningu að þetta, kalla þetta bara
hliðarhljóð eins og, eins og venja er.
Hér er þá yfirlit yfir íslensk samhljóð. Við höfum hérna
tvívara mæltu hljóðin, lokhljóð.
[pʰ] „pera“ og „bera“.
Og nefhljóð, þar sem að lokað er fyrir loftstrauminn við varir
en, en opið upp í nef, þannig að loftið fer
út um, opið upp í nefhol þannig að loftið fer út um nefið, [m] og [m̥]. Sem sagt „meira“ og „heimt“ „heimta“.
Svo eru hér tannvaramælt hljóð þar sem að, að neðri vörin
nemur við eða nálgast
framtennur í efri gómi, [v] [v]
„vera“ og „fara“.
Og eins og hefur verið nefnt þá er kannski
„vera“, eða kannski [v] [v],
sérstaklega í innstöðu,
nær því að vera nálgunarhljóð heldur en önghljóð.
Svo er,
það eru mörg hljóð mynduð við tannberg, sem sagt með því að tungan lyftist upp að tannbergi og lokar fyrir loftstrauminn eða, eða þrengir að honum. [tʰ]
„tala“ og „dala“
í lokhljóðunum, í önghljóðunum eru
[ð] „viður“ og [θ] „það“.
Og líka [s],
bæði s og þ, [s] og [θ], eru
órödduð tannbergsmælt önghljóð. En það er dálítill munur á myndun þeirra, sem verður rætt um
í fyrirlestri um önghljóð.
Nefhljóðin [n] og [n̥],
„vanur“ og „vanta“,
eru mynduð líka með því að tungan lokar fyrir
loftstrauminn í munnholi við tannberg en, en gómfillan sígur og loftið fer upp í nefhol og út um nef.
Hliðarhljóðin [l] og [l̥],
mynduð með
því að tungan lokar um mitt munnholið en, en loftinu er hleypt út til hliðar.
Og svo sveifluhljóð,
[r] og [r̥], raddað og óraddað,
mynduð með sveiflum tungubroddsins við tannbergið.
Framgómmælt hljóð,
[cʰ]
„keyra“ og [c] „gera“,
tungan leggst upp að
framgómnum
á nokkuð stóru svæði.
[j], önghljóðin [j] og [ç],
„já“ og „hjá“,
þar sem að tungan myndar þrengingu eða öng á svipuðu svæði, og eins og áður hefur nefnt er j hugsanlega frekar nálgunarhljóð heldur en önghljóð.
Framgómmælt nefhljóð, [ɲ], [ɲ],
[ɲ]
„Ingi, Ingi“
og,
og „þenkja“.
Svo eru
uppgómmæltu eða gómfillumæltu hljóðin, [kʰ],
„kala“ og „gala“,
önghljóð, samsvarandi önghljóð, [ɣ] og [x],
„saga“ og „sagt“.
Síðan
samsvarandi nefhljóð,
„langur“ og „þankar“,
Raddbandaönghljóðið h, [h], „hafa“
og svo
hér inn er hér, sett hér innan sviga
raddbandalokhljóð sem ekki er nú
venjulegt, eðlilegt íslenskt málhljóð en kemur oft fyrir og, og verður fjallað um það í fyrirlestri um lokhljóð.