×

LingQをより快適にするためCookieを使用しています。サイトの訪問により同意したと見なされます cookie policy.


image

Lögfræði. Ása Ólafsdóttir - fyrirlestrar, Reglur um skiptastjóra

Reglur um skiptastjóra

Ég ætla þá að ljúka að fara yfir reglurnar um skiptastjóra, eða svona, þetta er þriðji hlutinn af því sem ég vildi segja um skiptastjóra. Og þetta snýr þá að riftunarreglunum, það er skiptastjórinn sem fer með allt ákvörðunarvald og fyrirsvar, sem sagt í öllu, sem lýtur að riftun ráðstafana þrotamanns. Stundum getur skiptastjóri lent í því að hann eigi ekki, að búið eigi ekki fjármuni til þess að höfða riftunarmál. Það breytir því ekki að skiptastjórinn tekur þessa ákvörðun en þá væri eðlilegt að skiptastjóri myndi á fyrsta kröfuhafafundi sem er haldinn eftir að kröfulýsingarfresti líkur, að hann mundi þá stöðu fyrir fundinum og kanna það hvort einhver þrotamanna, einhver, afsakið, einhver kröfuhafa, vildi kosta slíkt riftunarmál. Og eins og við munum fara yfir seinna. Varðandi málshöfðunarfrest hundrað fertugustu og áttundu greinar gjaldþrotaskiptalaga, að þá hefur þetta þá þýðingu að riftunarfresturinn sem er mælt fyrir um í hundrað fertugustu og áttundu grein, upphaf hans frestast til fyrsta skiptafundar, einmitt af því að þetta er fyrsta tækifærið sem skiptastjóri hefur til þess að kanna hvort kröfuhafar geti kostað þessa málsókn. En skiptastjóri, sem sagt, tekur einn ákvörðun. Hann höfðar mál og hann kemur fram fyrir hönd þrotabúsins í dómsmáli til riftunar, og hann þarf ekkert frekar en hann vill að, sem sagt, leita eftir samþykki kröfuhafa eða sem sagt eða skiptafundar til þess að krefjast riftunar eða höfða dómsmál. Það eru samt dæmi og þið munuð sjá það að stundum er það ekki skiptastjórinn eða þrotabúið sem er að höfða riftunarmál, og [UNK] sem sagt það er ákveðið kerfi í gjaldþrotaskiptalögunum þar sem að gert er ráð fyrir því að skiptastjóri geti leitað til annarra kröfuhafa og það er þá þannig að það gæti gerst að hann myndi leita til annarra kröfuhafa ef hann þarf að fá samþykki vegna ráðstafana sem þarf að gera fyrir fyrsta skiptafund, bara til dæmis af því það skortir fé til þess að gera einhverja brýna ráðstöfun, kanna einhver, einhver atvik eða gera einhverja ráðstöfun og ef að fé er ekki til í þrotabúinu til að greiða kostnað af málarekstri og þetta, eins og ég sagði ykkur áðan, tengist beint við hundrað fertugustu og áttundu grein. Það gæti líka verið að skiptastjóri bara vildi tryggja sér það að hafa stuðning kröfuhafa þegar hann fer í dýrt riftunarmál, kannski rándýrt riftunarmál þar sem að hann þarf að leita til endurskoðenda, fá kannski mat dómkvaddra matsmanna og jafnvel einhver sönnunargögn sem geta verið dýr. Það er nú ekkert annað bara, af því að, eins og ég sagði áðan að þá er skiptastjóri með ríka skaðabótaábyrgð, eða sem sagt það er skaðabótaábyrgð eftir sjötugustu og sjöundu grein laganna. Þá kannski vill hann tryggja að allir séu samþykkir því áður en hann leggur út í svona mikinn kostnað, að hann fái að gera það. Og svo gæti líka verið að ef að það þarf að höfða riftunarmál gegn einhverjum stærsta kröfuhafanum í búinu að hann vilji nú tryggja sér það að aðrir kröfuhafar styðji hann á þeirri vegferð. En það breytir engu um heimild hans til þess að höfða riftunarmál sjálfur, það breytir engu um það. Nú, hann fer með þá, það ákvörðunarvald. Hann getur sem sé tekið ákvörðun um að höfða riftunarmál eða að höfða ekki riftunarmál. Ef að hann vill ekki höfða riftunarmál, eða vill ekki fara með hagsmuni, sem sagt, gæta að hagsmunum búsins. Þá er ákveðið kerfi í hundruðustu og þrítugustu grein gjaldþrotaskiptalaganna. Þannig er mál með vexti að á, í hundruðustu og þrítugustu grein segir að ef að skiptastjóri ákveður að halda ekki uppi hagsmunum sem þrotabúið kannað njóta eða getur notið, þá getur lánardrottinn sem hefur lýst kröfu á hendur búinu gert, haldið þessum hagsmunum fram í eigin nafni en til hagsbóta fyrir þrotabúið. Og það var nákvæmlega það sem gerðist í málinu, númer hundrað þrjátíu og tvö, tvö þúsund og fimm sem er þarna á glærunni. Þarna var einstaklingur sem heitir Svavar og bú hans hafði verið tekið til gjaldþrotaskipta. Skiptastjórinn, við skulum segja, Svavar kemur sem sagt með þær upplýsingar, hann lýsir kröfu, hann sem sagt kemur þeim upplýsingum á framfæri við skiptastjóra, að hann hafi verið með verktakasamning við prentsmiðjuna Gutenberg og þeim samningi hafi verið sagt upp og hann hafi orðið fyrir miklu tjóni. Og Svavar vill endilega að skiptastjóri haldi þessum hagsmunum til haga, sem sagt leiti eftir bótum frá Gutenberg vegna þessarar ólögmætu uppsagnar á gagnkvæmum samningi. Skiptastjórinn ákveður að halda ekki uppi þessum hagsmunum. Og þá opnast þessi leið sem er í hundruðustu og þrítugustu grein og hún er, þetta er svona ákveðin goggunarröð. Fyrstir í röðinni eru lánardrottnar, sem sagt kröfuhafar sem hafa lýst kröfu sem hefur ekki verið hafnað. Þeir geta haldið þessum hagsmunum uppi. Vilji þeir það ekki, þá getur þrotamaðurinn gert það en bara ef um er að ræða einstakling, ekki ef um er að ræða félag, þá getur stjórnin ekki tekið þessa hagsmuni og haldið þeim áfram, það er bara ef um er að ræða einstakling. og Svavar var slíkur einstaklingur, og, og þá höfðaði hann riftunarmál, reyndar þá, sem sagt í eigin nafni. Og, og hann, þetta mál snerist sem sagt um það hvort að, að það ætti að vísa málinu frá á grundvelli afsakið, að það ætti að sýkna á grundvelli aðildarskorts, en Hæstiréttur segir í þessu máli: hundrað, það er ákveðið kerfi, aðildarkerfi byggt inn í gjaldþrotaskiptalögin og inn í hundruðustu og þrítugustu grein er gert ráð fyrir því að haldi í þrotabúið ekki fram rétti sínum og ekki kröfuhafar, þá geti þrotamaður gert ef hann er einstaklingur, og það veldur því ekki, það er ekki aðildarskortur, það er beinlínis Svavar, átti rétta aðild að þessu máli gagnvart Gutenberg. Nú, síðan hélt þetta mál áfram og, og við munum koma að niðurstöðunni því að Svavar auðvitað vann málið og þá þurfti að skoða það hvert fjármunirnir runnu í kjölfarið. En ef við tökum aðeins til samanburðar [HIK:þess] þennan dóm, þarna sem heitir fluga, mál númer hundrað, tuttugu og fimm, tvö þúsund og níu, þar var um það að ræða að það þar ekki að nýta sér þetta kerfi, hundruðustu og þrítugustu greinar, til að fara fram með hagsmunina. Þar hafði skiptastjóri bara gefið umboð, almennt um á grundvelli hundrað tuttugustu og annarrar greinar gjaldþrotaskiptalaga. Það umboð, í því stóð að ákveðnum kröfuhafa, sem í reynd var rýmd, hafði komið að stjórnun félagsins, var gefið umboð til þess að höfða mál, en í umboðinu stóð að, að þrotabúið, nú les ég upp sem stóð í umboðinu, þrotabúið tekur ekki neina ábyrgð á kostnaði vegna innheimtumálsins, hvorki til lögmannsins sem fer með málið né heldur dæmdur málskostnaður fari svo að málið tapist. Og þarna var krafist frávísunar af þeim sem var þarna til varnar vegna þess að hann taldi að þetta umboð hefði verið ófullnægjandi. Og það var reyndar niðurstaða Hæstaréttar, sögðu þetta, þarna, þegar menn nýta sér bara almenna heimild, hundrað tuttugustu og annarrar greinar til þess að gefa umboð, í þessu tilviki til að fara fram með hagsmuni búsins fyrir héraðsdómi, að þá er ekki hægt að takmarka það með þessum hætti. Það er ekkert að áskilja, einstaklingur sem fer í dómsmál getur ekki sagt, já ég ætla ekki að borga málskostnað, það gengur ekki. Þannig að þar gilda bara almennar reglur um sem sagt það að, að þarna er þrotabúi þá aðili að málinu verður að þola það og þarf að greiða málskostnað, tapist málið. Þarna var greinilega verið að reyna að komast fram hjá því að þetta fólk sem flutti málið í hundrað tuttugu og fimm, tvö þúsund og níu, gat ekki nýtt sér ákvæði hundruðustu og þrítugustu greinar þar sem þau voru tengd rekstri búsins og þetta var félag.


Reglur um skiptastjóra

Ég ætla þá að ljúka að fara yfir reglurnar um skiptastjóra, eða svona, þetta er þriðji hlutinn af því sem ég vildi segja um skiptastjóra. Og þetta snýr þá að riftunarreglunum, það er skiptastjórinn sem fer með allt ákvörðunarvald og fyrirsvar, sem sagt í öllu, sem lýtur að riftun ráðstafana þrotamanns. Stundum getur skiptastjóri lent í því að hann eigi ekki, að búið eigi ekki fjármuni til þess að höfða riftunarmál. Það breytir því ekki að skiptastjórinn tekur þessa ákvörðun en þá væri eðlilegt að skiptastjóri myndi á fyrsta kröfuhafafundi sem er haldinn eftir að kröfulýsingarfresti líkur, að hann mundi þá stöðu fyrir fundinum og kanna það hvort einhver þrotamanna, einhver, afsakið, einhver kröfuhafa, vildi kosta slíkt riftunarmál. Og eins og við munum fara yfir seinna. Varðandi málshöfðunarfrest hundrað fertugustu og áttundu greinar gjaldþrotaskiptalaga, að þá hefur þetta þá þýðingu að riftunarfresturinn sem er mælt fyrir um í hundrað fertugustu og áttundu grein, upphaf hans frestast til fyrsta skiptafundar, einmitt af því að þetta er fyrsta tækifærið sem skiptastjóri hefur til þess að kanna hvort kröfuhafar geti kostað þessa málsókn. En skiptastjóri, sem sagt, tekur einn ákvörðun. Hann höfðar mál og hann kemur fram fyrir hönd þrotabúsins í dómsmáli til riftunar, og hann þarf ekkert frekar en hann vill að, sem sagt, leita eftir samþykki kröfuhafa eða sem sagt eða skiptafundar til þess að krefjast riftunar eða höfða dómsmál. Það eru samt dæmi og þið munuð sjá það að stundum er það ekki skiptastjórinn eða þrotabúið sem er að höfða riftunarmál, og [UNK] sem sagt það er ákveðið kerfi í gjaldþrotaskiptalögunum þar sem að gert er ráð fyrir því að skiptastjóri geti leitað til annarra kröfuhafa og það er þá þannig að það gæti gerst að hann myndi leita til annarra kröfuhafa ef hann þarf að fá samþykki vegna ráðstafana sem þarf að gera fyrir fyrsta skiptafund, bara til dæmis af því það skortir fé til þess að gera einhverja brýna ráðstöfun, kanna einhver, einhver atvik eða gera einhverja ráðstöfun og ef að fé er ekki til í þrotabúinu til að greiða kostnað af málarekstri og þetta, eins og ég sagði ykkur áðan, tengist beint við hundrað fertugustu og áttundu grein. Það gæti líka verið að skiptastjóri bara vildi tryggja sér það að hafa stuðning kröfuhafa þegar hann fer í dýrt riftunarmál, kannski rándýrt riftunarmál þar sem að hann þarf að leita til endurskoðenda, fá kannski mat dómkvaddra matsmanna og jafnvel einhver sönnunargögn sem geta verið dýr. Það er nú ekkert annað bara, af því að, eins og ég sagði áðan að þá er skiptastjóri með ríka skaðabótaábyrgð, eða sem sagt það er skaðabótaábyrgð eftir sjötugustu og sjöundu grein laganna. Þá kannski vill hann tryggja að allir séu samþykkir því áður en hann leggur út í svona mikinn kostnað, að hann fái að gera það. Og svo gæti líka verið að ef að það þarf að höfða riftunarmál gegn einhverjum stærsta kröfuhafanum í búinu að hann vilji nú tryggja sér það að aðrir kröfuhafar styðji hann á þeirri vegferð. En það breytir engu um heimild hans til þess að höfða riftunarmál sjálfur, það breytir engu um það. Nú, hann fer með þá, það ákvörðunarvald. Hann getur sem sé tekið ákvörðun um að höfða riftunarmál eða að höfða ekki riftunarmál. Ef að hann vill ekki höfða riftunarmál, eða vill ekki fara með hagsmuni, sem sagt, gæta að hagsmunum búsins. Þá er ákveðið kerfi í hundruðustu og þrítugustu grein gjaldþrotaskiptalaganna. Þannig er mál með vexti að á, í hundruðustu og þrítugustu grein segir að ef að skiptastjóri ákveður að halda ekki uppi hagsmunum sem þrotabúið kannað njóta eða getur notið, þá getur lánardrottinn sem hefur lýst kröfu á hendur búinu gert, haldið þessum hagsmunum fram í eigin nafni en til hagsbóta fyrir þrotabúið. Og það var nákvæmlega það sem gerðist í málinu, númer hundrað þrjátíu og tvö, tvö þúsund og fimm sem er þarna á glærunni. Þarna var einstaklingur sem heitir Svavar og bú hans hafði verið tekið til gjaldþrotaskipta. Skiptastjórinn, við skulum segja, Svavar kemur sem sagt með þær upplýsingar, hann lýsir kröfu, hann sem sagt kemur þeim upplýsingum á framfæri við skiptastjóra, að hann hafi verið með verktakasamning við prentsmiðjuna Gutenberg og þeim samningi hafi verið sagt upp og hann hafi orðið fyrir miklu tjóni. Og Svavar vill endilega að skiptastjóri haldi þessum hagsmunum til haga, sem sagt leiti eftir bótum frá Gutenberg vegna þessarar ólögmætu uppsagnar á gagnkvæmum samningi. Skiptastjórinn ákveður að halda ekki uppi þessum hagsmunum. Og þá opnast þessi leið sem er í hundruðustu og þrítugustu grein og hún er, þetta er svona ákveðin goggunarröð. Fyrstir í röðinni eru lánardrottnar, sem sagt kröfuhafar sem hafa lýst kröfu sem hefur ekki verið hafnað. Þeir geta haldið þessum hagsmunum uppi. Vilji þeir það ekki, þá getur þrotamaðurinn gert það en bara ef um er að ræða einstakling, ekki ef um er að ræða félag, þá getur stjórnin ekki tekið þessa hagsmuni og haldið þeim áfram, það er bara ef um er að ræða einstakling. og Svavar var slíkur einstaklingur, og, og þá höfðaði hann riftunarmál, reyndar þá, sem sagt í eigin nafni. Og, og hann, þetta mál snerist sem sagt um það hvort að, að það ætti að vísa málinu frá á grundvelli afsakið, að það ætti að sýkna á grundvelli aðildarskorts, en Hæstiréttur segir í þessu máli: hundrað, það er ákveðið kerfi, aðildarkerfi byggt inn í gjaldþrotaskiptalögin og inn í hundruðustu og þrítugustu grein er gert ráð fyrir því að haldi í þrotabúið ekki fram rétti sínum og ekki kröfuhafar, þá geti þrotamaður gert ef hann er einstaklingur, og það veldur því ekki, það er ekki aðildarskortur, það er beinlínis Svavar, átti rétta aðild að þessu máli gagnvart Gutenberg. Nú, síðan hélt þetta mál áfram og, og við munum koma að niðurstöðunni því að Svavar auðvitað vann málið og þá þurfti að skoða það hvert fjármunirnir runnu í kjölfarið. En ef við tökum aðeins til samanburðar [HIK:þess] þennan dóm, þarna sem heitir fluga, mál númer hundrað, tuttugu og fimm, tvö þúsund og níu, þar var um það að ræða að það þar ekki að nýta sér þetta kerfi, hundruðustu og þrítugustu greinar, til að fara fram með hagsmunina. Þar hafði skiptastjóri bara gefið umboð, almennt um á grundvelli hundrað tuttugustu og annarrar greinar gjaldþrotaskiptalaga. Það umboð, í því stóð að ákveðnum kröfuhafa, sem í reynd var rýmd, hafði komið að stjórnun félagsins, var gefið umboð til þess að höfða mál, en í umboðinu stóð að, að þrotabúið, nú les ég upp sem stóð í umboðinu, þrotabúið tekur ekki neina ábyrgð á kostnaði vegna innheimtumálsins, hvorki til lögmannsins sem fer með málið né heldur dæmdur málskostnaður fari svo að málið tapist. Og þarna var krafist frávísunar af þeim sem var þarna til varnar vegna þess að hann taldi að þetta umboð hefði verið ófullnægjandi. Og það var reyndar niðurstaða Hæstaréttar, sögðu þetta, þarna, þegar menn nýta sér bara almenna heimild, hundrað tuttugustu og annarrar greinar til þess að gefa umboð, í þessu tilviki til að fara fram með hagsmuni búsins fyrir héraðsdómi, að þá er ekki hægt að takmarka það með þessum hætti. Það er ekkert að áskilja, einstaklingur sem fer í dómsmál getur ekki sagt, já ég ætla ekki að borga málskostnað, það gengur ekki. Þannig að þar gilda bara almennar reglur um sem sagt það að, að þarna er þrotabúi þá aðili að málinu verður að þola það og þarf að greiða málskostnað, tapist málið. Þarna var greinilega verið að reyna að komast fram hjá því að þetta fólk sem flutti málið í hundrað tuttugu og fimm, tvö þúsund og níu, gat ekki nýtt sér ákvæði hundruðustu og þrítugustu greinar þar sem þau voru tengd rekstri búsins og þetta var félag.