×

우리는 LingQ를 개선하기 위해서 쿠키를 사용합니다. 사이트를 방문함으로써 당신은 동의합니다 쿠키 정책.


image

Íslensk málvísindi. Eiríkur Rögnvaldsson - fyrirlestrar, Íslensk hljóðritun

Íslensk hljóðritun

Góðan dag. Í þessum fyrirlestri er talað um íslenska hljóðritun og þau hljóðtákn sem eru notuð við venjulega hljóðritun íslensku. Hér eru sýnd dæmi um orð þar sem þessi íslensku málhljóð koma fyrir og bókstafirnir sem standa fyrir þessi hljóð eru auðkenndir með gulum lit. Þetta er þá [pʰ] [pʰ] „pæla“, [tʰ] „toga“, [cʰ] [cʰ] „kjör“ og „ker“. Athugið þið að þó að þarna sé, í orðinu „kjör“ séu tveir bókstafir og margir telji kannski að þarna sé borið fram k og j, þá er þetta eitt hljóð, [cʰ] [cʰ]. Það er fjallað nánar um þetta í fyrirlestri um íslensk lokhljóð. Síðan [kʰ] [kʰ] „kofi“, svo [p] [p] „buna“, [t] [t] „dagur“, [c] [c] „gjöf“ og „gera“. Hér er alveg sama og með „kjör“ að þar er í orðinu gjöf“ notuð, notaðir tveir bókstafir, g og j, en þetta er eitt hljóð. Og svo [k] „gala“. Þarna eru nokkur atriði sem að er rétt að nefna í sambandi við þetta. Í fyrsta lagi eru þarna, er þarna notuð stafmerki sem við nefndum áður þetta litla h ofan línu sem táknar fráblásturinn, [pʰ] [pʰ] „pæla“, vegna þess að grunntáknið, sem sagt p, t, c og k, grunntáknin standa ekki fyrir fráblásin hljóð. Fráblásturinn í íslensku er það mikill að það þarf að tákna hann sérstaklega með þessu litla h-i. Annað er það að, sem kann að virka ruglandi fyrir marga, að, það, fyrir upphafshljóðin í „buna“, „dagur“, „gjöf“, „gera“ og „gala“ eru ekki notuð, notaðir bókstafirnir, eða tákn sem samsvara bókstöfunum b, d og g, heldur eru notuð sömu tákn og, þarna, fyrir fráblásnu hljóðin þarna í dæmunum að ofan, bara án, án þess að það sé nokkurt staðmerki sem táknar fráblástur. Og menn spyrja kannski: Hvers vegna er ekki bara notuð b, d og g? Og ástæðan er sú að í alþjóðlega hljóðritunarkerfinu standa þessi tákn fyrir rödduð hljóð. Íslensk lokhljóð eru hins vegar yfirleitt öll órödduð. Þannig að það væri villandi að nota tákn fyrir rödduðu hljóðin. Það var hins vegar í, áður fyrr venja í íslenskri hljóðritun að nota þau tákn en til þess að sýna að þau væru ekki rödduð, þetta væru ekki rödduð hljóð, þá var notaður hringurinn sem við sáum áðan til að tákna raddleysi, notaður hringur ýmist fyrir ofan eða neðan táknið eftir því hvar var pláss fyrir hann. Núna í íslenskri hljóðritun á síðustu árum hefur þessu hins vegar verið breytt og, og lagað að kerfinu, lagað að alþjóðlega hljóðritunarkerfinu. Ástæðan er sú að meginreglan í hljóðritun er að ef til er í kerfinu, ef að kerfið býður upp á ósamsett tákn, sem sagt grunntákn, tákn án nokkurra stafmerkja fyrir það hljóð sem þarf að tákna, þá á að velja það fremur en nota eitthvert annað tákn sem þarf að bæta stafmerki við til að fá út rétta hljóðið. Þar að segja eins og hér p er óraddað, ófráblásið, varamælt lokhljóð. b er samsvarandi hljóð, nema það er raddað. Það er hægt að láta þetta b tákna sama hljóðið með því að bæta af röddunarhringnum neðan við það. En það er ástæðulaust fyrst við höfum sérstakt tákn fyrir nákvæmlega þetta hljóð. Þannig að ef þið sjáið eldri íslenska hljóðritun þá er hún venjulega svona, það er að segja með b, d og g með afröddunarhring en, en það er óæskilegt, það er, í íslenskri hljóðritun núna er þetta haft eins og þarna er sýnt. Nú, síðan eru önghljóðin [f] [f] [f] „fela“, [v] [v] „vona“, [θ] [θ] „þora“, [ð] [ð] „veður“, [s], [s] „setja“, [ç] [ç] „hjá“, og hér er sama og áður í k j og g j. Maður gæti haldið að í „hjá“ væri borið fram h og svo j, en tilfellið er að þó þetta sé táknað með tveimur bókstöfum í stafsetningunni þá er þetta eitt hljóð [ç] [ç], eins og kemur nánar fram í fyrirlestri um íslensk önghljóð. Síðan kemur, [j] [j] „jata“, [x] [x] „sagt“, [ɣ] [ɣ] „saga“ og svo [h] „hafa“. Þá eru það nefhljóðin, [m] „mala“ og samsvarandi óraddað hljóð, [m̥] [m̥] „hempa, hempa“. Athugið að hér er notað stafmerki, sem sagt notuð afröddunarbollan eða afröddunarhringurinn undir tákninu. Það er vegna þess að í alþjóðlega hljóðritunarkerfinu er ekki til neitt grunntákn. Eitt, eitt sjálfstætt tákn sem táknar óraddað varamælt nefhljóð. Við getum hins vegar búið slíkt hljóð til með því að taka táknið fyrir raddaða nefhljóðið, raddaða varamælta nefhljóðið, og bæta afröddunarhringnum við. Sama máli gegnir um önnur nefhljóð hér. [n] „naga“, [n̥] [n̥] „hné“. Og enn kemur í ljós að, að orð sem í stafsetningu hafa h og svo samhljóða næst á eftir, þau eru, það þarf að gæta sín aðeins á þeim, vegna þess að þetta h plús samhljóð stendur, í stafsetningu, stendur ekki fyrir h plús samhljóð hljóðfræðilega séð, heldur eitt hljóð. Síðan er þarna [ɲ] [ɲ] „angi“ og samsvarandi óraddað „hanki“, [ŋ] [ŋ] „þungur“ og samsvarandi óraddað „hlunkur“. Svo koma hliðarhljóðin [l] „lofa“ og [l̥] [l̥] [l̥] „elta“. Hér er sama og áður að alþjóðlega hljóðritunarkerfið hefur ekkert sérstakt tákn fyrir óraddað hliðarhljóð en það er hægt að búa það til með því að taka táknið fyrir raddaða hljóðið og setja afritunarhring fyrir neðan. Sveifluhljóð, [r] [r] „rífa, rífa“ og samsvarandi óraddað „ört, ört“. Þar með eru komin þau tákn sem eru notuð fyrir samhljóð í venjulegri hljóðritun. Og svo eru það sérhljóðin, [i] í „bíll“ [ɪ] í „liggja“, [ɛ] í „þerra“, [ʏ] í „urð“, [oe] í „möskvi“, [u] í „brúnn“, [ɔ] í „stormur“, [a] í „aska“. Og svo tvíhljóð, [ei] í í „heyrn“, [oei] í „austur“, [ai] í „vætla“, [ʏi] í „hugi“, [oi] í „logi“, [ou] í „ól“ og [au] í „átta“. Ég nefndi áðan að, það, í eldri ritum um hljóðfræði og þar sem að hljóðritun er að finna er vikið dálítið frá alþjóðlega kerfinu í sambandi við lokhljóðin, en það eru fáein, fleiri frávik sem er rétt að nefna. Það er, var áður fyrr oft notað, notaður bókstafurinn þ fyrir hljóðið [θ] [θ] eins og í „þora“. Það er hins vegar ekki hluti af alþjóðlega kerfinu, þ er ekki, ekki hljóðtákn í IPA heldur er það gríski bókstafurinn þeta sem er notaður í staðinn. Það er líka svolítið á reiki hvernig, hvernig ö er hljóðritað, sérhljóðið ö. Það er, stundum er það, er notaður bókstafurinn ö fyrir það. Og það er rétt að vekja athygli á því hér að okkur sýnist þetta vera æ hérna. En það er ekki sama hvernig þetta er skrifað. Þetta er, venjulegt æ í prenti er eins og límingur úr a og e. Þetta hérna er hins vegar límingur úr o og e, og það má ekki rugla því saman vegna þess að þetta eru tvö ólík tákn í hljóðritunarkerfinu. Æ-ið, sem sagt a e límingurinn, það er tákn fyrir allt annað hljóð, það er tákn fyrir fjarlægt eða opið, frammælt, ókringt sérhljóð [æ] [æ] [æ], þannig að þið þurfið að gæta þess vel að nota rétta táknið. Og einhver fleiri frávik eru nú sem, en, en ég held að, frá eldri hljóðritun, en ég held að flest sé nú komið. En það er líka rétt að leggja áherslu á það að þetta er tiltölulega gróf hljóðritun. Það er að segja að þó að þessi tákn hér séu í grundvallaratriðum rétt, og þau séu notuð fyrir hljóð sem samsvara hljóðum í öðrum málum sem sömu tákn eru notuð fyrir þá er, þýðir það ekki að það séu nákvæmlega sömu hljóðin, þar að segja þó að við notum til dæmis s fyrir hljóðið [s] í íslensku og s sé líka notað í hljóðritun, fjölda annarra tungumála þá táknar það ekki að þetta sé alls staðar nákvæmlega sama hljóðið. Það geta verið óteljandi tilbrigði í myndun hljóða, bæði innan tungumáls og milli tungumála. Venjulega skipta þessi tilbrigði ekki miklu máli svona í venjulegri hljóðritun en ef menn þurfa að tákna þau, ef menn þurfa að sýna að, að, sýna hljóðin af meiri nákvæmni heldur en hér er gert ráð fyrir þá eru til aðferðir til þess og það eru, notkun, það er notkun þessara stafmerkja sem ég nefndi áðan. Það er sem sagt hægt að, að, að hliðra grunntákninu til með því að setja á það alls konar stafmerki. Og við kannski sýnum eitthvað af því í fyrirlestri um íslensk, þar sem við förum sérstaklega í íslensk málhljóð. En aðeins hérna meira um notkun, þessi tákn og notkun þeirra, svona vafaatriði í sambandi við þetta, í fyrsta lagi íslenskt v. Það er venjulega flokkað sem önghljóð og önghljóð eru skilgreint þannig að það verði veruleg þrenging á vegi loftstraumsins frá lungunum. Það er samt í mörgum tilvikum, kannski sérstaklega í innstöðu milli sérhljóða, þá hljómar íslenskt v jafnvel nær, nær því að, að vera, vera nálgunarhljóð, það sem heitir approximant á ensku. Og þið getið bara prófað þetta sjálf að, að hlusta á þetta í, sérstaklega í innstöðu og athuga hvort ykkur, hvort ykkur finnst þetta vera, hvort hljóðið ykkur finnst passa bet, betur við íslenskt v. Annað er r. R er alltaf skilgreint sem sveifluhljóð í íslensku, sem er myndað þannig að, að tungubroddurinn myndar sveiflur við tannbergið eins og við, eins og verður rætt nánar um í kafla um, eða fyrirlestri um myndun sveifluhljóða. en, og það er alveg rétt lýsing, minnsta kosti hvað varðar langt r. Stutt r í íslensku er aftur á móti oft aðeins ein sveifla og þess vegna kannski, ætti það kannski frekar að flokkast sem sláttarhljóð, sem heitir tap á ensku, þar sem tungan einmitt snertir tannbergið bara einu sinni. Þið skuluð endilega prófa að hlusta á þetta, þessi hljóð og athuga hvað ykkur finnst. Íslenskt j er yfirleitt flokkað sem önghljóð og það er hins vegar álitamál. Þið skuluð prófa að hlusta hér á önghljóðið og síðan nálgunarhljóðið. Ég held að minnsta kosti í mörgum tilvikum þá standi nálgunarhljóðið nær íslensku j-i heldur en önghljóðið. Þá og þá er spurningin um táknið, í íslenskri hljóðritun notum við j, þetta tákn hér. Og það er í sjálfu sér alveg rétt tákn miðað við hljóðið en, en hins vegar, ef hljóðið væri önghljóð, eins og venja er að flokka það, þá er þetta ekki rétt tákn, strangt tekið, þá ætti að nota þetta tákn hér sem er j líka, en, en, eins konar j, en, en það er hérna krókur, hérna, yfir legginn neðst. Nú, í, með íslenskt óraddað l eins og í [l̥] „elta, elta“, eða [l̥] „hlaupa“. Það er venjulega táknað með grunntákninu fyrir, fyrir l, eins og við höfum nefnt, og, og afröddunarhring bætt við. Hugsanlega ætti alveg eins að tákna það með þessu tákn í hér, fyrir, fyrir hliðmælt önghljóð. Það er að segja að, að, að í staðinn fyrir að líta á l sem, óraddað l sem hliðmælt nálgunarhljóð eins og raddaða ellið þá væri ef til vill réttara að skilgreina það sem hliðmælt önghljóð og nota þetta tákn hér. Þetta er nú svona það helsta sem er rétt að, að skoða, að hafa í huga. En ég legg samt ekki til, svona að svo stöddu, breytingar á þessari venjulegu íslensku hljóðritun. Það er að segja, ég legg til að þið haldið ykkur við það sem hér er sýnt, en rétt samt að vita af öðrum hugsanlegum möguleikum. Og svo með sérhljóðin. Það er nú í flestum tilvikum nokkuð skýrt hvaða tákn á að nota fyrir sérhljóðin. Athugið að í sumum ritum, eldri ritum að minnsta kosti, þá eru notuð, notaðir bókstafirnir e og o fyrir hljóðin [ɛ] og [ɔ]. Hér er hins vegar mælt með að nota frekar þessi tákn sem eru hér neðar, þetta og þetta, vegna þess að, að íslensku hljóðin, þau virðast passa betur við íslensku hljóðin. Íslensku hljóðin eru líklega einhvers staðar þarna á milli en, en samt, að manni virðist, nær þessum sem eru þarna neðar. En ef maður vildi vera mjög nákvæmur í hljóðritun væri hugsanlegt að, að setja einhver stafmerki á þessi tákn til þess að tákna kannski þau væru, þetta væri ekki alveg nákvæmlega það sem grunntáknin segja. Það er líka alltaf dálítið vafamál með íslenskt a. Í hljóðritun er þetta tákn alltaf notað. En vandinn er sá að það stendur fyrir frammælt hljóð en íslenskt a er venjulega skilgreint sem uppmælt, og, og röntgenmyndir af hreyfingu talfæranna sýna það, að það er eðlilegt að flokka það sem uppmælt. Og þá ætti frekar að nota þetta tákn hér. Hvorugt þeirra passar þó almennilega við íslenskt a. Ef maður leitar hér að hljóðum sem passa við íslenskt a þá er það kannski fremur þetta hérna, þetta a á hvolfi hér, eða þetta hér, sem er eins og v á hvolfi. Ég legg samt til að við höldum okkur við það að nota bókstafinn a til að tákna hljóðið, það er svo löng hefð fyrir því, en rétt að hafa í huga að það eru ekki endilega eini möguleikinn. Vandræðagemlingurinn í þessum hópi er þó ö. Hér er notað þetta tákn hér, eins og við nefndum, sem sagt o e límingur. Og, og þið sjáið hér, sem sagt getið prófað að hlusta á a e líminginn og heyrt hvernig hann hljómar en, og meginatriðið er að rugla þessu ekki saman. Þetta hljómar ekki alveg eins og íslenskt ö, en, og ef maður skoðar önnur tákn sem gætu hér komið, komið til greina, þá er erfitt að finna nokkuð sem passar almennilega við íslenskt ö. Þið skuluð endilega prófa þetta, prófa að hlusta, og reyna að meta hvað, hvernig ykkur finnst eðlilegast að hljóðrita íslenskt ö, og þá, það er þá hægt líka að fara í hina síðuna sem ég, sem ég benti á áðan, að hérna, þar sem að, getum farið hér í sérhljóð og prófað þetta, hlustað á þessi hljóð, hvernig þau hljóma hér og athugað hvort maður finnur eitthvað þar. Athugið náttúrulega að í báðum tilvikum þá er það einstaklingur sem ber þetta fram, ekki sami einstaklingurinn, og það er ekkert alltaf alveg nákvæmlega sami framburðurinn, þannig að, að það er erfitt að segja að nákvæmlega svona eigi eitthvert hljóð að vera en, en ekki öðruvísi, þó að þetta sé svona í, nokkurn veginn það sama. En við sem sagt skulum halda okkur við þessi tákn í venjulegri íslenskri hljóðritun. Svo þegar við förum að tala um einstök málhljóð þá bætist eitthvað við af stafmerkjum sem er hægt að setja, og hugsanlega grunntáknum sem er hægt að setja til að tákna einstök hljóð sem eru ekki, svona, í algengasta íslenskum framburði. En það sem að þarf að vara sig sérstaklega á. Og þegar maður er að hljóðrita þá, byrja hljóðrita, þá er óskaplega mikil hætta á því að stafsetningin þvælist fyrir manni. Við erum svo vön stafsetningunni og hljóðritunin er þrátt fyrir allt byggð á henni þó að hún víki frá henni og þess vegna hættir manni til að rugla þessu saman. Og jafnvel þó maður sé æfður, vanur hljóðritari þá er alltaf hætta á að eitthvað læðist inn en það þarf bara að, sem sagt, vera með hugann við það sem maður er að gera. Og ég setti hér niður nokkur atriði sem reynslan sýnir að menn þurfi að vara sig á. Fyrsta lagi hérna, bókstafurinn i, lítið i táknar ekki hljóðið i því það er táknað með stóru i í hljóðritun, IPA. Bókstafurinn i táknar í. Svo a u táknar ekki au, þó svo það geri það í stafsetningu, íslenskri stafsetningu, a u táknar á, tvíhljóðið á. Bókstafurinn u táknar ekki hljóðið u, því það er táknað að með stóru ypsiloni, heldur táknar þetta ú. Það má ekki nota ypsilon, hvorki stórt né lítið, fyrir það sem er skrifað með ypsiloni í stafsetningu. Það sem er skrifað með ypsiloni í stafsetningu er bara i, það er bara, ypsilon er, það er enginn hljóðfræðilegur munur, enginn framburðarmunur á i og ypsiloni. Ef þið notið lítið ypsilon þá, það táknar hljóð, hljóðið [y], sem er ekki til í venjulegri íslensku en, en er til í ýmsum málum í kringum okkur og, sama, nokkurn veginn sama hljóð og í über á þýsku. Æ, sem sagt bókstafinn æ, a e líming, má ekki nota fyrir hljóðið æ því það er tvíhljóð sem er táknað með ai, [a] og [i]. Nú, ég var búinn að tala um e og o og síðan þarf að vara sig hérna á, á þessum lokhljóðstáknum, mörgum. Í, hérna, orð eins og „gæla“, þá er framgómmælt, það byrjar á framgómmæltu hljóði eins og var nefnt áður, og fyrir það notað táknið c, og svo framvegis. Þetta er, er sem sagt svona nokkur, nokkur helstu atriðin sem menn þurfa að vara sig á, og meginatriðið, bara eins og ég sagði, að hafa hugann við efnið. Athugið líka að stafagerðin skiptir máli. Það er ekki sama hvort maður notar upphafsstafi eða lágstafi vegna þess að, að þeir tákna iðulega mismunandi hljóð, eins og hérna, til dæmis, með upphafsstafinn I stendur fyrir hljóðið i, en lágstafurinn i stendur hljóðið í. Og, og athugið þið að jafnvel þó þið séuð að hljóðrita nöfn, sérnöfn sem eru skrifuð með stórum upphafsstaf í stafsetningu, þá notið þið ekki stóran upphafsstaf í hljóðritun vegna þess að, að, við tökum dæmi: mannsnafnið Björn og dýrsheitið björn eru auðvitað ekki borin fram á mismunandi hátt. Þó annað sé skrifað með stóru b og hitti ekki. það er ekki það sem þið eigið að sýna, þið eigið að sýna framburðinn, og hann er sá sami. Það, að lokum ætla ég að benda ykkur á þessa síðu hér, kannski betra að, reyndar að fara inn á hana hér í Firefox, ég var í Google Chrome en það virkar ekki endilega rétt alltaf í því. Þetta er sem sagt síða með öllum hljóðtáknum. Og það er hægt að, hægt að hljóðrita með þeim, það er hægt að skrifa inn í þennan ramma. Maður getur notað lyklaborðið til þess að skrifa þau tákn sem á því eru. En þar sem að, að því sleppir þá getur maður bara fundið táknin hér og ef ég ætla nú til dæmis að að skrifa orðið „bera“ þá byrja ég hér, af því að íslenskt b er hljóðritað svona, e-ið sem er notað í hljóðritun er ekki að finna á lyklaborðinu en það er hér uppi, og ég smelli á það. Síðan þarf það að vera langt og lengdarmerkið hér. R og a eru svo á lyklaborðinu og ég á ekki í neinum vandræðum með að skrifa þau bara. Síðan er hægt bara að afrita þetta og líma inn í ritvinnslu skjal eða hvað sem er, og þannig getið þið auðveldlega hljóðritað hvaða tákn sem er. Það eru líka, það eru ýmsir, hérna ýmsir flýtilyklar sem er hægt að nota í þessu, þið sjáið hérna Keyboards Shortcuts Help, og tiltölulega mjög þægilegt að hljóðrita á þennan hátt. Og þá er rétt að láta þessu lokið.


Íslensk hljóðritun

Góðan dag. Í þessum fyrirlestri er talað um íslenska hljóðritun og þau hljóðtákn sem eru notuð við venjulega hljóðritun íslensku. Hér eru sýnd dæmi um orð þar sem þessi íslensku málhljóð koma fyrir og bókstafirnir sem standa fyrir þessi hljóð eru auðkenndir með gulum lit. Þetta er þá [pʰ] [pʰ] „pæla“, [tʰ] „toga“, [cʰ] [cʰ] „kjör“ og „ker“. Athugið þið að þó að þarna sé, í orðinu „kjör“ séu tveir bókstafir og margir telji kannski að þarna sé borið fram k og j, þá er þetta eitt hljóð, [cʰ] [cʰ]. Það er fjallað nánar um þetta í fyrirlestri um íslensk lokhljóð. Síðan [kʰ] [kʰ] „kofi“, svo [p] [p] „buna“, [t] [t] „dagur“, [c] [c] „gjöf“ og „gera“. Hér er alveg sama og með „kjör“ að þar er í orðinu gjöf“ notuð, notaðir tveir bókstafir, g og j, en þetta er eitt hljóð. Og svo [k] „gala“. Þarna eru nokkur atriði sem að er rétt að nefna í sambandi við þetta. Í fyrsta lagi eru þarna, er þarna notuð stafmerki sem við nefndum áður þetta litla h ofan línu sem táknar fráblásturinn, [pʰ] [pʰ] „pæla“, vegna þess að grunntáknið, sem sagt p, t, c og k, grunntáknin standa ekki fyrir fráblásin hljóð. Fráblásturinn í íslensku er það mikill að það þarf að tákna hann sérstaklega með þessu litla h-i. Annað er það að, sem kann að virka ruglandi fyrir marga, að, það, fyrir upphafshljóðin í „buna“, „dagur“, „gjöf“, „gera“ og „gala“ eru ekki notuð, notaðir bókstafirnir, eða tákn sem samsvara bókstöfunum b, d og g, heldur eru notuð sömu tákn og, þarna, fyrir fráblásnu hljóðin þarna í dæmunum að ofan, bara án, án þess að það sé nokkurt staðmerki sem táknar fráblástur. Og menn spyrja kannski: Hvers vegna er ekki bara notuð b, d og g? Og ástæðan er sú að í alþjóðlega hljóðritunarkerfinu standa þessi tákn fyrir rödduð hljóð. Íslensk lokhljóð eru hins vegar yfirleitt öll órödduð. Þannig að það væri villandi að nota tákn fyrir rödduðu hljóðin. Það var hins vegar í, áður fyrr venja í íslenskri hljóðritun að nota þau tákn en til þess að sýna að þau væru ekki rödduð, þetta væru ekki rödduð hljóð, þá var notaður hringurinn sem við sáum áðan til að tákna raddleysi, notaður hringur ýmist fyrir ofan eða neðan táknið eftir því hvar var pláss fyrir hann. Núna í íslenskri hljóðritun á síðustu árum hefur þessu hins vegar verið breytt og, og lagað að kerfinu, lagað að alþjóðlega hljóðritunarkerfinu. Ástæðan er sú að meginreglan í hljóðritun er að ef til er í kerfinu, ef að kerfið býður upp á ósamsett tákn, sem sagt grunntákn, tákn án nokkurra stafmerkja fyrir það hljóð sem þarf að tákna, þá á að velja það fremur en nota eitthvert annað tákn sem þarf að bæta stafmerki við til að fá út rétta hljóðið. Þar að segja eins og hér p er óraddað, ófráblásið, varamælt lokhljóð. b er samsvarandi hljóð, nema það er raddað. Það er hægt að láta þetta b tákna sama hljóðið með því að bæta af röddunarhringnum neðan við það. En það er ástæðulaust fyrst við höfum sérstakt tákn fyrir nákvæmlega þetta hljóð. Þannig að ef þið sjáið eldri íslenska hljóðritun þá er hún venjulega svona, það er að segja með b, d og g með afröddunarhring en, en það er óæskilegt, það er, í íslenskri hljóðritun núna er þetta haft eins og þarna er sýnt. Nú, síðan eru önghljóðin [f] [f] [f] „fela“, [v] [v] „vona“, [θ] [θ] „þora“, [ð] [ð] „veður“, [s], [s] „setja“, [ç] [ç] „hjá“, og hér er sama og áður í k j og g j. Maður gæti haldið að í „hjá“ væri borið fram h og svo j, en tilfellið er að þó þetta sé táknað með tveimur bókstöfum í stafsetningunni þá er þetta eitt hljóð [ç] [ç], eins og kemur nánar fram í fyrirlestri um íslensk önghljóð. Síðan kemur, [j] [j] „jata“, [x] [x] „sagt“, [ɣ] [ɣ] „saga“ og svo [h] „hafa“. Þá eru það nefhljóðin, [m] „mala“ og samsvarandi óraddað hljóð, [m̥] [m̥] „hempa, hempa“. Athugið að hér er notað stafmerki, sem sagt notuð afröddunarbollan eða afröddunarhringurinn undir tákninu. Það er vegna þess að í alþjóðlega hljóðritunarkerfinu er ekki til neitt grunntákn. Eitt, eitt sjálfstætt tákn sem táknar óraddað varamælt nefhljóð. Við getum hins vegar búið slíkt hljóð til með því að taka táknið fyrir raddaða nefhljóðið, raddaða varamælta nefhljóðið, og bæta afröddunarhringnum við. Sama máli gegnir um önnur nefhljóð hér. [n] „naga“, [n̥] [n̥] „hné“. Og enn kemur í ljós að, að orð sem í stafsetningu hafa h og svo samhljóða næst á eftir, þau eru, það þarf að gæta sín aðeins á þeim, vegna þess að þetta h plús samhljóð stendur, í stafsetningu, stendur ekki fyrir h plús samhljóð hljóðfræðilega séð, heldur eitt hljóð. Síðan er þarna [ɲ] [ɲ] „angi“ og samsvarandi óraddað „hanki“, [ŋ] [ŋ] „þungur“ og samsvarandi óraddað „hlunkur“. Svo koma hliðarhljóðin [l] „lofa“ og [l̥] [l̥] [l̥] „elta“. Hér er sama og áður að alþjóðlega hljóðritunarkerfið hefur ekkert sérstakt tákn fyrir óraddað hliðarhljóð en það er hægt að búa það til með því að taka táknið fyrir raddaða hljóðið og setja afritunarhring fyrir neðan. Sveifluhljóð, [r] [r] „rífa, rífa“ og samsvarandi óraddað „ört, ört“. Þar með eru komin þau tákn sem eru notuð fyrir samhljóð í venjulegri hljóðritun. Og svo eru það sérhljóðin, [i] í „bíll“ [ɪ] í „liggja“, [ɛ] í „þerra“, [ʏ] í „urð“, [oe] í „möskvi“, [u] í „brúnn“, [ɔ] í „stormur“, [a] í „aska“. Og svo tvíhljóð, [ei] í í „heyrn“, [oei] í „austur“, [ai] í „vætla“, [ʏi] í „hugi“, [oi] í „logi“, [ou] í „ól“ og [au] í „átta“. Ég nefndi áðan að, það, í eldri ritum um hljóðfræði og þar sem að hljóðritun er að finna er vikið dálítið frá alþjóðlega kerfinu í sambandi við lokhljóðin, en það eru fáein, fleiri frávik sem er rétt að nefna. Það er, var áður fyrr oft notað, notaður bókstafurinn þ fyrir hljóðið [θ] [θ] eins og í „þora“. Það er hins vegar ekki hluti af alþjóðlega kerfinu, þ er ekki, ekki hljóðtákn í IPA heldur er það gríski bókstafurinn þeta sem er notaður í staðinn. Það er líka svolítið á reiki hvernig, hvernig ö er hljóðritað, sérhljóðið ö. Það er, stundum er það, er notaður bókstafurinn ö fyrir það. Og það er rétt að vekja athygli á því hér að okkur sýnist þetta vera æ hérna. En það er ekki sama hvernig þetta er skrifað. Þetta er, venjulegt æ í prenti er eins og límingur úr a og e. Þetta hérna er hins vegar límingur úr o og e, og það má ekki rugla því saman vegna þess að þetta eru tvö ólík tákn í hljóðritunarkerfinu. Æ-ið, sem sagt a e límingurinn, það er tákn fyrir allt annað hljóð, það er tákn fyrir fjarlægt eða opið, frammælt, ókringt sérhljóð [æ] [æ] [æ], þannig að þið þurfið að gæta þess vel að nota rétta táknið. Og einhver fleiri frávik eru nú sem, en, en ég held að, frá eldri hljóðritun, en ég held að flest sé nú komið. En það er líka rétt að leggja áherslu á það að þetta er tiltölulega gróf hljóðritun. Það er að segja að þó að þessi tákn hér séu í grundvallaratriðum rétt, og þau séu notuð fyrir hljóð sem samsvara hljóðum í öðrum málum sem sömu tákn eru notuð fyrir þá er, þýðir það ekki að það séu nákvæmlega sömu hljóðin, þar að segja þó að við notum til dæmis s fyrir hljóðið [s] í íslensku og s sé líka notað í hljóðritun, fjölda annarra tungumála þá táknar það ekki að þetta sé alls staðar nákvæmlega sama hljóðið. Það geta verið óteljandi tilbrigði í myndun hljóða, bæði innan tungumáls og milli tungumála. Venjulega skipta þessi tilbrigði ekki miklu máli svona í venjulegri hljóðritun en ef menn þurfa að tákna þau, ef menn þurfa að sýna að, að, sýna hljóðin af meiri nákvæmni heldur en hér er gert ráð fyrir þá eru til aðferðir til þess og það eru, notkun, það er notkun þessara stafmerkja sem ég nefndi áðan. Það er sem sagt hægt að, að, að hliðra grunntákninu til með því að setja á það alls konar stafmerki. Og við kannski sýnum eitthvað af því í fyrirlestri um íslensk, þar sem við förum sérstaklega í íslensk málhljóð. En aðeins hérna meira um notkun, þessi tákn og notkun þeirra, svona vafaatriði í sambandi við þetta, í fyrsta lagi íslenskt v. Það er venjulega flokkað sem önghljóð og önghljóð eru skilgreint þannig að það verði veruleg þrenging á vegi loftstraumsins frá lungunum. Það er samt í mörgum tilvikum, kannski sérstaklega í innstöðu milli sérhljóða, þá hljómar íslenskt v jafnvel nær, nær því að, að vera, vera nálgunarhljóð, það sem heitir approximant á ensku. Og þið getið bara prófað þetta sjálf að, að hlusta á þetta í, sérstaklega í innstöðu og athuga hvort ykkur, hvort ykkur finnst þetta vera, hvort hljóðið ykkur finnst passa bet, betur við íslenskt v. Annað er r. R er alltaf skilgreint sem sveifluhljóð í íslensku, sem er myndað þannig að, að tungubroddurinn myndar sveiflur við tannbergið eins og við, eins og verður rætt nánar um í kafla um, eða fyrirlestri um myndun sveifluhljóða. en, og það er alveg rétt lýsing, minnsta kosti hvað varðar langt r. Stutt r í íslensku er aftur á móti oft aðeins ein sveifla og þess vegna kannski, ætti það kannski frekar að flokkast sem sláttarhljóð, sem heitir tap á ensku, þar sem tungan einmitt snertir tannbergið bara einu sinni. Þið skuluð endilega prófa að hlusta á þetta, þessi hljóð og athuga hvað ykkur finnst. Íslenskt j er yfirleitt flokkað sem önghljóð og það er hins vegar álitamál. Þið skuluð prófa að hlusta hér á önghljóðið og síðan nálgunarhljóðið. Ég held að minnsta kosti í mörgum tilvikum þá standi nálgunarhljóðið nær íslensku j-i heldur en önghljóðið. Þá og þá er spurningin um táknið, í íslenskri hljóðritun notum við j, þetta tákn hér. Og það er í sjálfu sér alveg rétt tákn miðað við hljóðið en, en hins vegar, ef hljóðið væri önghljóð, eins og venja er að flokka það, þá er þetta ekki rétt tákn, strangt tekið, þá ætti að nota þetta tákn hér sem er j líka, en, en, eins konar j, en, en það er hérna krókur, hérna, yfir legginn neðst. Nú, í, með íslenskt óraddað l eins og í [l̥] „elta, elta“, eða [l̥] „hlaupa“. Það er venjulega táknað með grunntákninu fyrir, fyrir l, eins og við höfum nefnt, og, og afröddunarhring bætt við. Hugsanlega ætti alveg eins að tákna það með þessu tákn í hér, fyrir, fyrir hliðmælt önghljóð. Það er að segja að, að, að í staðinn fyrir að líta á l sem, óraddað l sem hliðmælt nálgunarhljóð eins og raddaða ellið þá væri ef til vill réttara að skilgreina það sem hliðmælt önghljóð og nota þetta tákn hér. Þetta er nú svona það helsta sem er rétt að, að skoða, að hafa í huga. En ég legg samt ekki til, svona að svo stöddu, breytingar á þessari venjulegu íslensku hljóðritun. Það er að segja, ég legg til að þið haldið ykkur við það sem hér er sýnt, en rétt samt að vita af öðrum hugsanlegum möguleikum. Og svo með sérhljóðin. Það er nú í flestum tilvikum nokkuð skýrt hvaða tákn á að nota fyrir sérhljóðin. Athugið að í sumum ritum, eldri ritum að minnsta kosti, þá eru notuð, notaðir bókstafirnir e og o fyrir hljóðin [ɛ] og [ɔ]. Hér er hins vegar mælt með að nota frekar þessi tákn sem eru hér neðar, þetta og þetta, vegna þess að, að íslensku hljóðin, þau virðast passa betur við íslensku hljóðin. Íslensku hljóðin eru líklega einhvers staðar þarna á milli en, en samt, að manni virðist, nær þessum sem eru þarna neðar. En ef maður vildi vera mjög nákvæmur í hljóðritun væri hugsanlegt að, að setja einhver stafmerki á þessi tákn til þess að tákna kannski þau væru, þetta væri ekki alveg nákvæmlega það sem grunntáknin segja. Það er líka alltaf dálítið vafamál með íslenskt a. Í hljóðritun er þetta tákn alltaf notað. En vandinn er sá að það stendur fyrir frammælt hljóð en íslenskt a er venjulega skilgreint sem uppmælt, og, og röntgenmyndir af hreyfingu talfæranna sýna það, að það er eðlilegt að flokka það sem uppmælt. Og þá ætti frekar að nota þetta tákn hér. Hvorugt þeirra passar þó almennilega við íslenskt a. Ef maður leitar hér að hljóðum sem passa við íslenskt a þá er það kannski fremur þetta hérna, þetta a á hvolfi hér, eða þetta hér, sem er eins og v á hvolfi. Ég legg samt til að við höldum okkur við það að nota bókstafinn a til að tákna hljóðið, það er svo löng hefð fyrir því, en rétt að hafa í huga að það eru ekki endilega eini möguleikinn. Vandræðagemlingurinn í þessum hópi er þó ö. Hér er notað þetta tákn hér, eins og við nefndum, sem sagt o e límingur. Og, og þið sjáið hér, sem sagt getið prófað að hlusta á a e líminginn og heyrt hvernig hann hljómar en, og meginatriðið er að rugla þessu ekki saman. Þetta hljómar ekki alveg eins og íslenskt ö, en, og ef maður skoðar önnur tákn sem gætu hér komið, komið til greina, þá er erfitt að finna nokkuð sem passar almennilega við íslenskt ö. Þið skuluð endilega prófa þetta, prófa að hlusta, og reyna að meta hvað, hvernig ykkur finnst eðlilegast að hljóðrita íslenskt ö, og þá, það er þá hægt líka að fara í hina síðuna sem ég, sem ég benti á áðan, að hérna, þar sem að, getum farið hér í sérhljóð og prófað þetta, hlustað á þessi hljóð, hvernig þau hljóma hér og athugað hvort maður finnur eitthvað þar. Athugið náttúrulega að í báðum tilvikum þá er það einstaklingur sem ber þetta fram, ekki sami einstaklingurinn, og það er ekkert alltaf alveg nákvæmlega sami framburðurinn, þannig að, að það er erfitt að segja að nákvæmlega svona eigi eitthvert hljóð að vera en, en ekki öðruvísi, þó að þetta sé svona í, nokkurn veginn það sama. En við sem sagt skulum halda okkur við þessi tákn í venjulegri íslenskri hljóðritun. Svo þegar við förum að tala um einstök málhljóð þá bætist eitthvað við af stafmerkjum sem er hægt að setja, og hugsanlega grunntáknum sem er hægt að setja til að tákna einstök hljóð sem eru ekki, svona, í algengasta íslenskum framburði. En það sem að þarf að vara sig sérstaklega á. Og þegar maður er að hljóðrita þá, byrja hljóðrita, þá er óskaplega mikil hætta á því að stafsetningin þvælist fyrir manni. Við erum svo vön stafsetningunni og hljóðritunin er þrátt fyrir allt byggð á henni þó að hún víki frá henni og þess vegna hættir manni til að rugla þessu saman. Og jafnvel þó maður sé æfður, vanur hljóðritari þá er alltaf hætta á að eitthvað læðist inn en það þarf bara að, sem sagt, vera með hugann við það sem maður er að gera. Og ég setti hér niður nokkur atriði sem reynslan sýnir að menn þurfi að vara sig á. Fyrsta lagi hérna, bókstafurinn i, lítið i táknar ekki hljóðið i því það er táknað með stóru i í hljóðritun, IPA. Bókstafurinn i táknar í. Svo a u táknar ekki au, þó svo það geri það í stafsetningu, íslenskri stafsetningu, a u táknar á, tvíhljóðið á. Bókstafurinn u táknar ekki hljóðið u, því það er táknað að með stóru ypsiloni, heldur táknar þetta ú. Það má ekki nota ypsilon, hvorki stórt né lítið, fyrir það sem er skrifað með ypsiloni í stafsetningu. Það sem er skrifað með ypsiloni í stafsetningu er bara i, það er bara, ypsilon er, það er enginn hljóðfræðilegur munur, enginn framburðarmunur á i og ypsiloni. Ef þið notið lítið ypsilon þá, það táknar hljóð, hljóðið [y], sem er ekki til í venjulegri íslensku en, en er til í ýmsum málum í kringum okkur og, sama, nokkurn veginn sama hljóð og í über á þýsku. Æ, sem sagt bókstafinn æ, a e líming, má ekki nota fyrir hljóðið æ því það er tvíhljóð sem er táknað með ai, [a] og [i]. Nú, ég var búinn að tala um e og o og síðan þarf að vara sig hérna á, á þessum lokhljóðstáknum, mörgum. Í, hérna, orð eins og „gæla“, þá er framgómmælt, það byrjar á framgómmæltu hljóði eins og var nefnt áður, og fyrir það notað táknið c, og svo framvegis. Þetta er, er sem sagt svona nokkur, nokkur helstu atriðin sem menn þurfa að vara sig á, og meginatriðið, bara eins og ég sagði, að hafa hugann við efnið. Athugið líka að stafagerðin skiptir máli. Það er ekki sama hvort maður notar upphafsstafi eða lágstafi vegna þess að, að þeir tákna iðulega mismunandi hljóð, eins og hérna, til dæmis, með upphafsstafinn I stendur fyrir hljóðið i, en lágstafurinn i stendur hljóðið í. Og, og athugið þið að jafnvel þó þið séuð að hljóðrita nöfn, sérnöfn sem eru skrifuð með stórum upphafsstaf í stafsetningu, þá notið þið ekki stóran upphafsstaf í hljóðritun vegna þess að, að, við tökum dæmi: mannsnafnið Björn og dýrsheitið björn eru auðvitað ekki borin fram á mismunandi hátt. Þó annað sé skrifað með stóru b og hitti ekki. það er ekki það sem þið eigið að sýna, þið eigið að sýna framburðinn, og hann er sá sami. Það, að lokum ætla ég að benda ykkur á þessa síðu hér, kannski betra að, reyndar að fara inn á hana hér í Firefox, ég var í Google Chrome en það virkar ekki endilega rétt alltaf í því. Þetta er sem sagt síða með öllum hljóðtáknum. Og það er hægt að, hægt að hljóðrita með þeim, það er hægt að skrifa inn í þennan ramma. Maður getur notað lyklaborðið til þess að skrifa þau tákn sem á því eru. En þar sem að, að því sleppir þá getur maður bara fundið táknin hér og ef ég ætla nú til dæmis að að skrifa orðið „bera“ þá byrja ég hér, af því að íslenskt b er hljóðritað svona, e-ið sem er notað í hljóðritun er ekki að finna á lyklaborðinu en það er hér uppi, og ég smelli á það. Síðan þarf það að vera langt og lengdarmerkið hér. R og a eru svo á lyklaborðinu og ég á ekki í neinum vandræðum með að skrifa þau bara. Síðan er hægt bara að afrita þetta og líma inn í ritvinnslu skjal eða hvað sem er, og þannig getið þið auðveldlega hljóðritað hvaða tákn sem er. Það eru líka, það eru ýmsir, hérna ýmsir flýtilyklar sem er hægt að nota í þessu, þið sjáið hérna Keyboards Shortcuts Help, og tiltölulega mjög þægilegt að hljóðrita á þennan hátt. Og þá er rétt að láta þessu lokið.