×

우리는 LingQ를 개선하기 위해서 쿠키를 사용합니다. 사이트를 방문함으로써 당신은 동의합니다 쿠키 정책.


image

Íslensk málvísindi. Eiríkur Rögnvaldsson - fyrirlestrar, Sérhljóð í íslensku (1)

Sérhljóð í íslensku (1)

Góðan dag. Í

þessum fyrirlestri er fjallað um sérhljóð í íslensku,

en sérhljóðin skiptast í einhljóð og tvíhljóð. Í

íslensku eru átta einhljóð og sjö tvíhljóð.

Sérhljóð eru

flokkuð eftir þremur atriðum.

Í fyrsta lagi þá er hljóðunum skipt í frammælt og uppmælt eftir því hvar í munnholinu tun, tungan nálgast önnur talfæri mest.

Í öðru lagi eru þau flokkuð eftir opnustigi eða eftir því hversu nálæg eða fjarlæg þau eru, það er að segja hversu mikil kjálkaopna er og hversu mikil nálgun tungu og annarra talfæra verður.

Og svo er þeim að lokum skipt í kringd hljóð og ókringd eða gleið,

eftir því hvort að vörunum er skotið

fram og settur á þær stútur eða ekki.

Og öll íslensk sérhljóð nema tvö

tvihljóð, [oi] og [ʏi], geta verið bæði löng og stutt.

Lítum nú fyrst á frammæltu sérhljóðin,

af þeim er

[i] frammæltast og nálægast sérhljóðanna.

Og þar er nálgunin mest, nálgun tungu við góminn, mest svona á mörkum framgóms og hágóms.

[i] er þá, eins og

hefur verið nefnt áður í fyrirlestri um

hljóðritun og önghljóð,

þá er ekki mikill munur alltaf á [i] og,

sem er sérhljóð,

[i] og [j], sem er

hljóð, venjulega flokkað sem samhljóð,

þó að þrengingin sé heldur meiri í j-inu.

Svo er það [ɪ],

sem er myndað svolítið aftar heldur en [i], það er að segja að, að nálgunin er aðeins aftar, en [ɪ] er líka oft svolítið opnara, fjarlægara, sem sagt tungan aðeins fjær gómnum,

kjálkaopna meiri.

[ɛ] er svo myndað enn aftar og þrengingin er þar

minni.

Þessi þrjú eru öll ókringd.

Svo

er það [ʏ] sem er myndað heldur aftar en [ɛ],

en er álíka

nálægt eða fjarlægt og hefur, hefur sem sagt, svipað opnustig, er kringt, og svo [oe], sem myndast, eða þar sem að

nálgunin er mest á mörkum góms og gómfillu.

Það er kringt,

er sem sagt uppmæltast af frammæltu sérhljóðunum, ef svo má segja.

Mætti kannski flokka í það sem miðmælt, ef við værum með

þrefalda flokkun í frammælt, miðmælt og uppmælt, en hefðbundið er nú í íslenskri hljóðfræði að skipta sérhljóðum bara í frammælt og uppmælt.

Við getum séð hér aðeins,

staða tungu, stöðu tungu og snertingu við góm eða

fjarlægð frá gómi, réttara sagt, í frammæltum sérhljóðum.

Nema [oe], sem kemur á næstu mynd, af því það er ekki

pláss fyrir nema fjögur hér á þessari glæru. Hér er [i],

og hér sjáiði sem sagt að tungan

snertir góminn,

þið sjáið, skyggðu svæðin sýna hvar tungan snertir góminn.

Sjáum að, að loftrásin hér í [i] er tiltölulega mjó.

Hér er svo [ɪ],

og þar er loftrásin líka mjó,

og, og, en tungan svona þreng, mesta þrengingin, mesta nálgunin aðeins aftar, tungan liggur aðeins aftar í munnholinu.

Hérna er svo [ɛ],

og þar sjáum við enn að, að loftrásin er talsvert breiðari, [ɛ] er ekki eins nálægt hljóð

og [i] og [ɪ], tungan liggur neðar, það er lengra hér á milli.

Og svo [ʏ],

þar sem að loftrásin er enn orðin breiðari og,

og fjarlægð tungunnar frá gómi meiri.

Svo eru það uppmæltu hljóðin,

uppmæltu sérhljóðin. Þar er

[u],

sem er nálægasta uppmælta hljóðið,

það er svona álíka eða aðeins fjarlægara en [i], sem sagt nálgun tungu er, er næstum því eins mikil, nálgun tungu við góm eða gómfillu er, er næstum því eins mikil og í [i].

Og þessi nálgun er mest svona um miðbik gómfillunnar og [u] er kringt hljóð,

síðan er það [ɔ], sem er talsvert fjarlægara og uppmæltara hljóð heldur en [u], það er svona, hefur svipað opnustig og [ɛ] og [ʏ], og er kringt eins og [u].

Og síðan er það [a], sem er fjarlægast og uppmæltast íslenskra sérhljóða.

Þar er þrengingin mest milli tungurótar og kokveggjar eins og við sjáum hérna á næstu glæru, myndin hér. Hér eru

uppmæltu sérhljóðin og [oe]-ið sem ekki var pláss fyrir meðal frammæltu sérhljóðanna, enda er það

það frammæltu sérhljóðanna sem stendur næst þeim uppmæltu, eins og var nefnt. Hér

sjáum við fyrst [oe]-ið

sem,

og sjáum hvað tungan liggur hér neðarlega, hvað loftrásin er breið.

Sjáum hér að tungan rétt nemur við hér við öftustu jaxla en annars er hér opin loftrás.

Síðan er það

[u]-ið, og

þá sjáum við hvað tungan liggur aftarlega, mest,

mest nálgun hér um miðja gómfillu eða svo.

[ɔ]

er hér svo og,

þar sem tungan er enn aftar og neðar, og svo [a], þar sem þrengingin er mest í raun og veru hér milli tungubaksins og kokveggjarins. Athugiði að gómmyndir er ekki hægt að sýna af

uppmæltu hljóðunum

af því að, að það er ekki um neina slíka sambærilega snertingu tungunnar hérna við góminn að ræða

og í þeim frammæltu.

Þetta voru einhljóðin. Svo erum við hér með tvíhljóð,

og

það, þeim er venjulega skipt í tvo flokka.

Það eru eru ú-tvíhljóð, þar sem að ú er

seinni hlutinn, það eru [au] og [ou],

og

í-tvíhljóð

þar sem að í er seinni hlutinn,

takið eftir að seinni hlutinn er alltaf þessi, annaðhvort af þessum nálægustu hljóðum,

í eða ú.

Í-tvíhljóð eru [ai],

[ei] og [oei]

sem eru,

ja, hafa fjölbreyttasta dreifingu, þar að segja geta komið fyrir í mjög margvíslegu hljóðumhverfi.

Síðan eru

[ʏi] og [oi] sem koma eingöngu fyrir í takmörkuðu umhverfi, það er að segja á undan

j i í orðum eins og „hugi“ og „bogi“.

Og svo eru þarna sett innan sviga tvö hljóð,

[ɪi] og [uɪ], [ui]

sem,

svona, er svolítið kannski umdeilanlegt hvort eigi að gera ráð fyrir sem sérstökum tvíhljóðum íslensku, í orðum eins og „stigi“

og „múgi“, eða eitthvað slíkt.

Það er rétt að leggja áherslu á það að, að þó að tvíhljóðum sé lýst oft sem, sem sambandi tveggja einhljóða, og hljóðritunin gæti bent til þess,

þá,

þá er það ekki nákvæm lýsing, það,

vegna þess að venjulega þá verður einhver, einhver samlögun á milli hlutanna.

Þar að segja, að, getum tekið dæmi hér af [ai],

sem er sérstakt að því leyti að þar koma saman fjarlægasta og nálægasta hljóðið þannig tungan þarf að hreyfast mjög mikið

frá [a] hlutanum yfir í [i] hlutann.

Og það verður ákveðin samlögun, þannig að

[a] hlutinn, hvor hluti um sig dregur hinn til sín, þannig að [au] hlutinn í [ai]

er ekki eins

uppmæltur og fjarlög fjarlægur og [a] er eitt og sér, og [i] hlutinn er ekki eins frammæltur og nálægur og [i] eitt og sér.

Og

þetta kemur til dæmis fram í

hljóðrituninni hérna í,

á [ei] og

[oi] og [ou].

Þið sjáið að þar er ekki notað sama tákn og til að hljóðrita samsvarandi einhljóð, þar að segja, [ɛ] og [ɔ].

Ástæðan er sú að

seinni hlutinn, [i] og [ou], [i] og [u] hlutinn

dregur, togar fyrri hlutann svolítið til sín, gerir hann svolítið nálægari af því að seinni hlutinn er nálægur.

Hann togar

fyrri hlutann svolítið til sín

og, þannig að hann er ekki eins fjarlægur og í hljóðunum einum sér,

og

svona nálgast meira að vera

það hljóð sem þessi hljóðtákn hér

standa fyrir í alþjóðlega kerfinu.

Þess vegna er, er,

og þess vegna eru þau notuð frekar heldur en, heldur en táknin fyrir einhljóðin.

Það er líka

rétt að nefna að, að

samlögun

getur orðið hvað varðar kringingu

í í-tvíhljóðum,

þar sem að, ef að, ef að fyrri hlutinn er kringdur, eins og í [oei] og [ʏi] og [oi] og [ui],

þá

hefur hann oft áhrif á seinni hlutann og kring, þannig að hann verður að nokkru leyti kringdur líka.

Það er hægt og stundum gert að tákna þetta í hljóðritun og er þá gert á þennan hátt, að í staðinn fyrir að, að skrifa au

sem [oei]

þá er það skrifað sem [oey], vegna þess að ypsilon, [y], er tákn fyrir frammælt, nálægt, kringt hljóð, [y].

Þannig að, að það er sem sagt alveg, þetta er alveg fullgild hljóðritun og það er kannski að einhverju leyti smekksatriði hvort er, er notað.

Hér er

tafla um tíðni formenda í íslenskum einhljóðum. Þetta er

tafla úr

rannsókn sem

var gerð fyrir

allmörgum árum á

formendatíðni íslenskra einhljóða og þið sjáið að þarna er,

þarna er

annars vegar

formendatíðni hjá körlum og hins vegar hjá konum.

Hún er ekki alveg,

ekki alveg sú sama vegna þess að að konur eru yfirleitt með

svolítið minna höfuð og þar af leiðandi

eru formendurnir svolítið hærri.

Eins er þarna, eru þarna tölur fyrir bæði löng hljóð

og stutt

vegna þess að, að

það er, það er ekki alveg, ekki alveg sama, það er svolítið önnur formendatíðni í, í löngum hljóðum en en stuttum.

Sjáið til dæmis í

í [i], að þá er fyrsti formandi,

hann er hærri,

og annar formandi lægri

í stutta hljóðinu heldur en í því langa.

En í [a]

þá er aftur á móti fyrsti formandi,

í stuttu [a], sem sagt, fyrsti formandi lægri

og annar formandi hærri en í langa hljóðinu. Og í báðum

tilvikum er skýringin sú sama, að tungan er nær miðju munnholsins í stutta hljóðinu en í því langa

og þess vegna breytast innbyrðis hlutföll hljómholanna.

Tungan skiptir þarna munnholinu að nokkru leyti í tvö hljómhol eins og rætt er í, í öðrum fyrirlestri,

og og þetta hefur áhrif.

Það sem sagt,

þetta hefur áhrif á skiptingu í þessi hljómhol.

Það

er

hægt að setja

þessi

formendagildi inn í talgervil,

það eru til talgervlar þar sem er hægt að bara setja inn formendur og láta talgervlana búa til hljóð

eftir

þeim [HIK: formend] formendaagildum.

Og það er það sem að hefur verið gert hér,

og ef þið

farið á þessa glæru

þá getiði smellt hér á hátalarana

og hlustað á þessi hljóð

og

metið

hversu

vel,

hversu nálægt þetta er íslenskum hljóðum.

Þetta er sem sagt

búið til

með því að setja inn

formendagildi fyrir löng

hljóð í máli karla.

Lítum svo aðeins á hljóðróf sérhljóðanna.

Í, í einhljóðum þá,

þá má vænta þess að, að formendurnir séu svona sæmilega stöðugir út í gegn.

Þeir geta vissulega svignað eitthvað til endanna vegna áhrifa hljóðanna í kring,

en aftur á móti í tvíhljóðum þá,

þá eru miklar formendasveigingar, enda er það náttúrulega skilgreiningaratriði á tvíhljóðum að, að talfærin breyti um stöðu. Þar er samt ekki alltaf mjög mikill munur á, á einhljóðum

og, og tvíhljóðum.

það,

það er

sérstaklega [ɔ]

sem hefur tilhneigingu til að tvíhljóðast

og [ou] hefur tilhneigingu til að einhljóðast eða nálgast einhljóð, þannig að þessi hljóð hafa oft svona álíka mikla sveigingar á hljóðrófsritum,

eins og, eins og við

sjáum hér. Hér er, er

„svo sem“ með framburðinum „svo sum“ „svo sum“

og hér er „sósa“,

og þetta er, þið sjáið hérna heilmiklar sveigingar í [ɔ] formendanna í o-inu.

Þetta er ekki hreint hljóð, þetta er, er einhvers konar tvíhljóð: „svo“, „svo“.

Og eins hérna,

það er ekkert,

það eru ekkert mik, gífurlega miklar sveigingar í ó-inu þó að það sé tvíhljóð, það er ekkert mikill munur á þessu hér.

Hér er svo,

eru svo bara myndir sem að sýna hljóðróf íslenskra einhljóða, formendur þeirra,

og ástæðulaust að fara nákvæmlega í það.

Bara benda á

þetta, hér er sem sagt í-ið þar sem að

er mjög langt á milli fyrsta og annars formanda, í i-inu

er ekki eins langt, e-inu

enn styttra,

og, og svo framvegis.

Ástæðulaust að skoða þetta allt saman en, en um að gera fyrir ykkur að

prófa þetta í Praat-forritinu, búa sjálf til

þessi hljóð og, og skoða hvernig þau birtast þar.

Ég ætla aðeins hér að líta á

myndun tvíhljóðanna. Hér eru

tvíhljóð í spænsku,

sem eru að vísu ekki nákvæmlega eins og íslensku hljóðin. Þetta er, er sem sagt,

þó eru hér

mjög svipuð hljóð, [ai], [au] og [ei], og [oi] og [ou]. Og ef við skoðum þetta hérna aðeins. Hér er [ai] og þessi

bogi hérna undir á að tákna að að þetta sé ekki, [i] hlutinn sé ekki atkvæðisbær, eða sem sagt þetta er eitt atkvæði. Þó það séu tvö tákn.

Hér er [ai].

[au] er hér

og [ei].

Og þið sjáið hérna að, að


Sérhljóð í íslensku (1)

Góðan dag. Í

þessum fyrirlestri er fjallað um sérhljóð í íslensku,

en sérhljóðin skiptast í einhljóð og tvíhljóð. Í

íslensku eru átta einhljóð og sjö tvíhljóð.

Sérhljóð eru

flokkuð eftir þremur atriðum.

Í fyrsta lagi þá er hljóðunum skipt í frammælt og uppmælt eftir því hvar í munnholinu tun, tungan nálgast önnur talfæri mest.

Í öðru lagi eru þau flokkuð eftir opnustigi eða eftir því hversu nálæg eða fjarlæg þau eru, það er að segja hversu mikil kjálkaopna er og hversu mikil nálgun tungu og annarra talfæra verður.

Og svo er þeim að lokum skipt í kringd hljóð og ókringd eða gleið,

eftir því hvort að vörunum er skotið

fram og settur á þær stútur eða ekki.

Og öll íslensk sérhljóð nema tvö

tvihljóð, [oi] og [ʏi], geta verið bæði löng og stutt.

Lítum nú fyrst á frammæltu sérhljóðin,

af þeim er

[i] frammæltast og nálægast sérhljóðanna.

Og þar er nálgunin mest, nálgun tungu við góminn, mest svona á mörkum framgóms og hágóms.

[i] er þá, eins og

hefur verið nefnt áður í fyrirlestri um

hljóðritun og önghljóð,

þá er ekki mikill munur alltaf á [i] og,

sem er sérhljóð,

[i] og [j], sem er

hljóð, venjulega flokkað sem samhljóð,

þó að þrengingin sé heldur meiri í j-inu.

Svo er það [ɪ],

sem er myndað svolítið aftar heldur en [i], það er að segja að, að nálgunin er aðeins aftar, en [ɪ] er líka oft svolítið opnara, fjarlægara, sem sagt tungan aðeins fjær gómnum,

kjálkaopna meiri.

[ɛ] er svo myndað enn aftar og þrengingin er þar

minni.

Þessi þrjú eru öll ókringd.

Svo

er það [ʏ] sem er myndað heldur aftar en [ɛ],

en er álíka

nálægt eða fjarlægt og hefur, hefur sem sagt, svipað opnustig, er kringt, og svo [oe], sem myndast, eða þar sem að

nálgunin er mest á mörkum góms og gómfillu.

Það er kringt,

er sem sagt uppmæltast af frammæltu sérhljóðunum, ef svo má segja.

Mætti kannski flokka í það sem miðmælt, ef við værum með

þrefalda flokkun í frammælt, miðmælt og uppmælt, en hefðbundið er nú í íslenskri hljóðfræði að skipta sérhljóðum bara í frammælt og uppmælt.

Við getum séð hér aðeins,

staða tungu, stöðu tungu og snertingu við góm eða

fjarlægð frá gómi, réttara sagt, í frammæltum sérhljóðum.

Nema [oe], sem kemur á næstu mynd, af því það er ekki

pláss fyrir nema fjögur hér á þessari glæru. Hér er [i],

og hér sjáiði sem sagt að tungan

snertir góminn,

þið sjáið, skyggðu svæðin sýna hvar tungan snertir góminn.

Sjáum að, að loftrásin hér í [i] er tiltölulega mjó.

Hér er svo [ɪ],

og þar er loftrásin líka mjó,

og, og, en tungan svona þreng, mesta þrengingin, mesta nálgunin aðeins aftar, tungan liggur aðeins aftar í munnholinu.

Hérna er svo [ɛ],

og þar sjáum við enn að, að loftrásin er talsvert breiðari, [ɛ] er ekki eins nálægt hljóð

og [i] og [ɪ], tungan liggur neðar, það er lengra hér á milli.

Og svo [ʏ],

þar sem að loftrásin er enn orðin breiðari og,

og fjarlægð tungunnar frá gómi meiri.

Svo eru það uppmæltu hljóðin,

uppmæltu sérhljóðin. Þar er

[u],

sem er nálægasta uppmælta hljóðið,

það er svona álíka eða aðeins fjarlægara en [i], sem sagt nálgun tungu er, er næstum því eins mikil, nálgun tungu við góm eða gómfillu er, er næstum því eins mikil og í [i].

Og þessi nálgun er mest svona um miðbik gómfillunnar og [u] er kringt hljóð,

síðan er það [ɔ], sem er talsvert fjarlægara og uppmæltara hljóð heldur en [u], það er svona, hefur svipað opnustig og [ɛ] og [ʏ], og er kringt eins og [u].

Og síðan er það [a], sem er fjarlægast og uppmæltast íslenskra sérhljóða.

Þar er þrengingin mest milli tungurótar og kokveggjar eins og við sjáum hérna á næstu glæru, myndin hér. Hér eru

uppmæltu sérhljóðin og [oe]-ið sem ekki var pláss fyrir meðal frammæltu sérhljóðanna, enda er það

það frammæltu sérhljóðanna sem stendur næst þeim uppmæltu, eins og var nefnt. Hér

sjáum við fyrst [oe]-ið

sem,

og sjáum hvað tungan liggur hér neðarlega, hvað loftrásin er breið.

Sjáum hér að tungan rétt nemur við hér við öftustu jaxla en annars er hér opin loftrás.

Síðan er það

[u]-ið, og

þá sjáum við hvað tungan liggur aftarlega, mest,

mest nálgun hér um miðja gómfillu eða svo.

[ɔ]

er hér svo og,

þar sem tungan er enn aftar og neðar, og svo [a], þar sem þrengingin er mest í raun og veru hér milli tungubaksins og kokveggjarins. Athugiði að gómmyndir er ekki hægt að sýna af

uppmæltu hljóðunum

af því að, að það er ekki um neina slíka sambærilega snertingu tungunnar hérna við góminn að ræða

og í þeim frammæltu.

Þetta voru einhljóðin. Svo erum við hér með tvíhljóð,

og

það, þeim er venjulega skipt í tvo flokka.

Það eru eru ú-tvíhljóð, þar sem að ú er

seinni hlutinn, það eru [au] og [ou],

og

í-tvíhljóð

þar sem að í er seinni hlutinn,

takið eftir að seinni hlutinn er alltaf þessi, annaðhvort af þessum nálægustu hljóðum,

í eða ú.

Í-tvíhljóð eru [ai],

[ei] og [oei]

sem eru,

ja, hafa fjölbreyttasta dreifingu, þar að segja geta komið fyrir í mjög margvíslegu hljóðumhverfi.

Síðan eru

[ʏi] og [oi] sem koma eingöngu fyrir í takmörkuðu umhverfi, það er að segja á undan

j i í orðum eins og „hugi“ og „bogi“.

Og svo eru þarna sett innan sviga tvö hljóð,

[ɪi] og [uɪ], [ui]

sem,

svona, er svolítið kannski umdeilanlegt hvort eigi að gera ráð fyrir sem sérstökum tvíhljóðum íslensku, í orðum eins og „stigi“

og „múgi“, eða eitthvað slíkt.

Það er rétt að leggja áherslu á það að, að þó að tvíhljóðum sé lýst oft sem, sem sambandi tveggja einhljóða, og hljóðritunin gæti bent til þess,

þá,

þá er það ekki nákvæm lýsing, það,

vegna þess að venjulega þá verður einhver, einhver samlögun á milli hlutanna.

Þar að segja, að, getum tekið dæmi hér af [ai],

sem er sérstakt að því leyti að þar koma saman fjarlægasta og nálægasta hljóðið þannig tungan þarf að hreyfast mjög mikið

frá [a] hlutanum yfir í [i] hlutann.

Og það verður ákveðin samlögun, þannig að

[a] hlutinn, hvor hluti um sig dregur hinn til sín, þannig að [au] hlutinn í [ai]

er ekki eins

uppmæltur og fjarlög fjarlægur og [a] er eitt og sér, og [i] hlutinn er ekki eins frammæltur og nálægur og [i] eitt og sér.

Og

þetta kemur til dæmis fram í

hljóðrituninni hérna í,

á [ei] og

[oi] og [ou].

Þið sjáið að þar er ekki notað sama tákn og til að hljóðrita samsvarandi einhljóð, þar að segja, [ɛ] og [ɔ].

Ástæðan er sú að

seinni hlutinn, [i] og [ou], [i] og [u] hlutinn

dregur, togar fyrri hlutann svolítið til sín, gerir hann svolítið nálægari af því að seinni hlutinn er nálægur.

Hann togar

fyrri hlutann svolítið til sín

og, þannig að hann er ekki eins fjarlægur og í hljóðunum einum sér,

og

svona nálgast meira að vera

það hljóð sem þessi hljóðtákn hér

standa fyrir í alþjóðlega kerfinu.

Þess vegna er, er,

og þess vegna eru þau notuð frekar heldur en, heldur en táknin fyrir einhljóðin.

Það er líka

rétt að nefna að, að

samlögun

getur orðið hvað varðar kringingu

í í-tvíhljóðum,

þar sem að, ef að, ef að fyrri hlutinn er kringdur, eins og í [oei] og [ʏi] og [oi] og [ui],

þá

hefur hann oft áhrif á seinni hlutann og kring, þannig að hann verður að nokkru leyti kringdur líka.

Það er hægt og stundum gert að tákna þetta í hljóðritun og er þá gert á þennan hátt, að í staðinn fyrir að, að skrifa au

sem [oei]

þá er það skrifað sem [oey], vegna þess að ypsilon, [y], er tákn fyrir frammælt, nálægt, kringt hljóð, [y].

Þannig að, að það er sem sagt alveg, þetta er alveg fullgild hljóðritun og það er kannski að einhverju leyti smekksatriði hvort er, er notað.

Hér er

tafla um tíðni formenda í íslenskum einhljóðum. Þetta er

tafla úr

rannsókn sem

var gerð fyrir

allmörgum árum á

formendatíðni íslenskra einhljóða og þið sjáið að þarna er,

þarna er

annars vegar

formendatíðni hjá körlum og hins vegar hjá konum.

Hún er ekki alveg,

ekki alveg sú sama vegna þess að að konur eru yfirleitt með

svolítið minna höfuð og þar af leiðandi

eru formendurnir svolítið hærri.

Eins er þarna, eru þarna tölur fyrir bæði löng hljóð

og stutt

vegna þess að, að

það er, það er ekki alveg, ekki alveg sama, það er svolítið önnur formendatíðni í, í löngum hljóðum en en stuttum.

Sjáið til dæmis í

í [i], að þá er fyrsti formandi,

hann er hærri,

og annar formandi lægri

í stutta hljóðinu heldur en í því langa.

En í [a]

þá er aftur á móti fyrsti formandi,

í stuttu [a], sem sagt, fyrsti formandi lægri

og annar formandi hærri en í langa hljóðinu. Og í báðum

tilvikum er skýringin sú sama, að tungan er nær miðju munnholsins í stutta hljóðinu en í því langa

og þess vegna breytast innbyrðis hlutföll hljómholanna.

Tungan skiptir þarna munnholinu að nokkru leyti í tvö hljómhol eins og rætt er í, í öðrum fyrirlestri,

og og þetta hefur áhrif.

Það sem sagt,

þetta hefur áhrif á skiptingu í þessi hljómhol.

Það

er

hægt að setja

þessi

formendagildi inn í talgervil,

það eru til talgervlar þar sem er hægt að bara setja inn formendur og láta talgervlana búa til hljóð

eftir

þeim [HIK: formend] formendaagildum.

Og það er það sem að hefur verið gert hér,

og ef þið

farið á þessa glæru

þá getiði smellt hér á hátalarana

og hlustað á þessi hljóð

og

metið

hversu

vel,

hversu nálægt þetta er íslenskum hljóðum.

Þetta er sem sagt

búið til

með því að setja inn

formendagildi fyrir löng

hljóð í máli karla.

Lítum svo aðeins á hljóðróf sérhljóðanna.

Í, í einhljóðum þá,

þá má vænta þess að, að formendurnir séu svona sæmilega stöðugir út í gegn.

Þeir geta vissulega svignað eitthvað til endanna vegna áhrifa hljóðanna í kring,

en aftur á móti í tvíhljóðum þá,

þá eru miklar formendasveigingar, enda er það náttúrulega skilgreiningaratriði á tvíhljóðum að, að talfærin breyti um stöðu. Þar er samt ekki alltaf mjög mikill munur á, á einhljóðum

og, og tvíhljóðum.

það,

það er

sérstaklega [ɔ]

sem hefur tilhneigingu til að tvíhljóðast

og [ou] hefur tilhneigingu til að einhljóðast eða nálgast einhljóð, þannig að þessi hljóð hafa oft svona álíka mikla sveigingar á hljóðrófsritum,

eins og, eins og við

sjáum hér. Hér er, er

„svo sem“ með framburðinum „svo sum“ „svo sum“

og hér er „sósa“,

og þetta er, þið sjáið hérna heilmiklar sveigingar í [ɔ] formendanna í o-inu.

Þetta er ekki hreint hljóð, þetta er, er einhvers konar tvíhljóð: „svo“, „svo“.

Og eins hérna,

það er ekkert,

það eru ekkert mik, gífurlega miklar sveigingar í ó-inu þó að það sé tvíhljóð, það er ekkert mikill munur á þessu hér.

Hér er svo,

eru svo bara myndir sem að sýna hljóðróf íslenskra einhljóða, formendur þeirra,

og ástæðulaust að fara nákvæmlega í það.

Bara benda á

þetta, hér er sem sagt í-ið þar sem að

er mjög langt á milli fyrsta og annars formanda, í i-inu

er ekki eins langt, e-inu

enn styttra,

og, og svo framvegis.

Ástæðulaust að skoða þetta allt saman en, en um að gera fyrir ykkur að

prófa þetta í Praat-forritinu, búa sjálf til

þessi hljóð og, og skoða hvernig þau birtast þar.

Ég ætla aðeins hér að líta á

myndun tvíhljóðanna. Hér eru

tvíhljóð í spænsku,

sem eru að vísu ekki nákvæmlega eins og íslensku hljóðin. Þetta er, er sem sagt,

þó eru hér

mjög svipuð hljóð, [ai], [au] og [ei], og [oi] og [ou]. Og ef við skoðum þetta hérna aðeins. Hér er [ai] og þessi

bogi hérna undir á að tákna að að þetta sé ekki, [i] hlutinn sé ekki atkvæðisbær, eða sem sagt þetta er eitt atkvæði. Þó það séu tvö tákn.

Hér er [ai].

[au] er hér

og [ei].

Og þið sjáið hérna að, að