Málstol (1)
Broca-málstol er í rauninni sú tegund málstols sem kannski þekkjum helst. Þetta lýsir sér
þannig að einstaklingur á erfitt með málmyndun, hann talar hægt,
hann á í erfiðleikum með að finna orð, sérstaklega smáorð það er erfiðara heldur en að finna orð sem svona [HIK: fel] fela í sér merkingu.
Hjá fólki með Broca-málstol þá er málskilningur yfirleitt góður en það er bara
þetta er með að finna réttu orðin, koma þeim rétt frá sér sem er vandamálið.
Þeir sem eru með Broca-málstol eru almennt með einhvern skaða á þessu Broca-svæði sem er staðsett á ennisblöðum
nálægt hreyfiberki
og yfirleitt er skaðinn vinstra megin þar sem
við flest höfum við málstöðvarnar þeim megin. Þannig að ef það er
skaði á þessum, þessu svæði þá kemur gjarnan Broca-málstol fram.
Málstolinu hefur verið skipt líka niður í málreglustol, nefnistol og
svo vandamál með framburð og við ætlum aðeins að kíkja á hvert og eitt þeirra
einkenna.
Málreglustol er þá gjarnan vandi hjá fólki með Broca-málstol. Og ef við
tökum dæmi þá er þetta mynd sem fólk er þá sýnd og það er beðið að lýsa hvað er að gerast á þessari mynd. Og ef þið horfið á
textann hérna hægra megin þá er þetta einstaklingur með Broca-málstol sem er að reyna að lýsa myndinni. Þið sjáið að hann setur fram fullt af orðum sem eiga vel við
en nær ekki að tengja þau saman þannig að það, hann kemur ekki frá sér
í rauninni í því sem er að gerast á myndinni. Við þurfum
öll þessi smáorð til að [HIK: ský] getað lýst eða skýrt frá því hvað væri að gerast, þú veist það væri: strákurinn stendur upp á stólnum, stóllinn er að detta, hann er að ná í, hérna,
sælgæti eða kökur eða eitthvað hérna í skápinn og, og, og allt það, vatnið er að leka út úr vaskinum. Og
þarna lendir fólk sem er með málreglustol í vanda, það
getur kallað fram svona helstu merkingarbæru orðin en að setja þau upp í setningu þar sem þau geta sagt hvað er að gerast, þar er
vandinn. Nefnistol
er þá gjarnan hluti af vandanum í Broca-málstoli en þá eru erfiðleikar við að kalla fram
rétt orð til að lýsa viðunandi hlut.
Stundum eru þetta orð, svona, sem tilheyra einhverjum ákveðnum flokki sem fólk getur átt erfitt með, sumir geta átt erfitt með bara nafnorða eða sagnorði eða eitthvað slíkt.
En þarna aftur, fólk er almennt með ágætan skilning en það finnur bara ekki réttu orðin til þess að, að, að, að lýsa tilteknum hlut, eitthvað sem það kunnir áður, áður en það fékk þá þennan tiltekna skaða.
Staðsetning skaða sem, sem gjarnan kallað fram nefnistol er oftast á vinstra gagnauga eða hvirfilblaði.
Fólk sem er með nefnistol hefur tilhneigingu til þess að umorða hlutina. Vegna þess að
þarna erum við að tala um fólk sem er skilninginn í lagi, það veit hvað það vill segja það bara finnur ekki réttu orðin,
finnur kannski einhver önnur orð þannig að það talar gjarnan í kringum orðið og, og til þess að lýsa því sem er að gerast og það, sjáum einmitt dæmi um það hérna á, á
þessari, þessari glæru þar sem verið er svona að tala, tala í kringum, kringum hlutina þegar, þegar viðkomandi finnur ekki rétta orðið.
Og það þriðja einkenni sem hefur verið nefnt sem hluti af Broca-málstoli er í rauninni hreyfistol við myndun máls. Það er að segja vandinn við bara að mynda þær hreyfingar sem þarf til þess að tjá tiltekin orð.
Það virðist vera að skaði á eyjarblaðið, sem sýnt er þarna á þessari mynd,
hann tengist einmitt þessari þessari skerðingu hjá fólki. Það
að mynda allar þær hreyfingar sem þarf til þess að sjá tiltekið orð það er gríðarlega flókið. Við gerum það öll án, án þess að hugsa um það og án þess að, án þess að þurfa að hugsa fyrir því og skipuleggja það.
En, en það eru mjög margar hreyfingar sem þarf að gera og skipuleggja til þess að koma, koma orðunum rétt frá sér
og það virðist vera að það sé vandi hjá, hjá hluta af fólki sem er þá með Broca-málstol að það eigi erfitt með
að mynda þessar tilteknu hreyfingar svo það komi orðunum rétt frá sér.
Wernicke-málstol er ólíkt Broca-málstolinu, það sem við vorum að skoða áðan. Í Wernicke-málstoli þá getur fólk gjarnan tala reiprennandi
með hljómfalli og áherslum og slíku
en það er engin merking í því sem fólkið segir. Það sama á við ef það er
talað við fólk, þá nær það
ekki að skilja það sem, það sem sagt er við það þó það jafnvel svari einhverju á móti og það sé hljómfallið og allt slíkt sé eðlilegt,
þá er engin engin merking í því. Það
virðist vera að það sé skemmd þá á svæði sem hefur verið kallað Wernicke-svæði og
það er á efri gagnaugafellingu, vinstra megin í heilanum.
Þannig að það svæði virðist vera mjög mikilvægt fyrir þá málskilning annars vegar og hins vegar að mynda merkingarbært mál.
Það er mjög flókið að skilja mál. Þú þarft fyrst að, að, það eru flókin
skynferli sem þurfa að eiga sér stað til þess að þú getir raðað hljóðunum rétt upp og fært þau svo yfir í, í, í, hérna, það
að skilja í rauninni hvaða merkingu tiltekið orð hefur.
Og það virðist vera að, að þeir sem eru með skaða á þessu svæði eigi í erfiðleikum einmitt með að skilja en þeir hafa ekki endilega innsæi í það að þá, að þeir
skilji ekki orðið. Og við sáum það í myndbandinu sem við horfðum á hérna í síðasta tíma að
karlmaðurinn þar, hann talaði og talaði en hann virtist ekki átta sig á endilega eða að, að, að hann væri bara að tala eitthvert bull, þetta væri ekki, það væri engin merkingin í því sem hann segði.
Wernicke-málstol það er ólíkt Broca-málstolinu sem við vorum að skoða áðan
að því leyti að í Wernicke-málstoli þá eiga einstaklingar mjög auðvelt með að tala, þeir geta talað reiprennandi, það er ekkert hik. Nota
hljómfall í máli og annað slíkt.
En þegar betur er að gáð þá er í rauninni engin
merking í því sem fólk segir. Það
sama á við varðandi skilning tungumáls. Þessir einstaklingar virðast hlusta á, og, og, á það sem aðrir eru að segja en þeir ná ekki merkingunni. Þau ná ekki því sem aðrir eru að segja.
Þannig að, þannig að þeir eiga auðvelt með að mynda hljóð og tungumál en, en það er engin, engin merking í því og þeir skilja ekki
það sem, það sem sagt er við þá.
Það að skilja talað tungumál er mjög flókið fyrirbæri. Þú þarft bæði að
umbreyta öllum hljóðum,
setja þau saman og umbreyta þeim yfir, yfir í einhvers konar orð og svo þarftu að, að skilja, sem sagt, það er að segja
finna merkingu tiltekinna orða. Þannig að
þetta virðist vera vandamálið hjá fólki með Wernicke-málstol. En
eins og með Broca-málstol, þá eru svona eins og undir einkenni í Wernicke-málstoli sem, sem saman mynda það sem, það sem almennt er kallað Wernicke-málstol.
Hérna er sett fram svona kannski svolítið ýkt dæmi af Wernicke-málstoli
þar sem einstaklingur er að, er að tjá sig en það í rauninni engin, engin merking í því sem hann segir.
Viðkomandi heldur áfram að tala og tjá sig þannig það má
gefa sér að það sé kannski ekkert innsæi heldur í að það sé ekki merkingu í því sem hann segir. Þannig að viðkomandi
heldur, heldur bara áfram að tala, finnst hann raunverulega var að segja eitthvað með merkingum.
Ef við skoðum aðeins þessa undirþætti eða undirvanda í Wernicke-málstoli þá er það hrein heyrnardeyfa fyrir orðum.
Þetta eru þó einstaklingar sem geta, þeir heyra vel það er ekkert heyrninni þeirra, þeir geta talað og
í flestum tilfellum, geta þeir líka lesið og skrifið, skrifa án þess að geta þó borið kennsl á orð þegar þeir heyra talað mál.
Þannig að ef einstaklingur væri að tala við þá, þeir heyra alveg að viðkomandi er að tala, þeir heyra alveg, alveg og gera sér grein fyrir að það sé verið að tala við þá, en þeir geta
ekki greint hljóðin, þeir geta ekki, ekki, ekki áttað sig á hvaða, hvaða orð er verið að segja.
Það er talað um að þetta orsakist af skemmdum á gagnaugaskor,
efri gagnaugaskor, eða inntaki hljóðs á, á þeim, þeim [HIK: þei] því svæðinu.
Þannig að þarna erum við í rauninni ekki með skort á skilningi sem slíkum vegna þess að einstaklingar skilja það sem þeir lesa, þeir geta talað og
þeir geta skrifað en þeir ná bara ekki að umbreyta málhljóðum yfir í orð sem þeir geta svo umbreytt yfir í, í merkingu og skilið hvað, hvað sagt er við þá.
Það sem við vorum, sem sagt, að skoða hérna áðan er, er þessi hreina
[HIK: heyrnardaufa] deyfa fyrir orðum sem að ég talað um að þetta sé eitt af einkennum í Wernicke-málstoli. Ef við förum og
skoðun hérna mynd af heilanum þá værum við að tala um, ef þið horfið á rauða svæðið, sem kallast Wernicke-svæðið, það virðist vera að það
svæði sé mjög mikilvægt til þess að umbreyta málhljóðum yfir í, í þannig
að skilja merkingu orðanna sem verið er að segja. Og
það virðist þá tengjast þessu rauða svæði sem við sjáum þarna, Wernicke-svæðinu, en aftur á móti, getan til þess að í rauninni koma merkingarbæru málið frá sér eða færa þetta, þessi, þessi orð sem við heyrum, að ná merkingu í þau, að þá
þurfum við á þessu aftara tungumálasvæði að halda. Það er þetta bláa svæði sem þið sjáið hérna á myndinni. Þannig
að í rauninni þegar við erum að tala um
þessi einkenni í Wernicke, þar sem þú nú bæði skilur ekki það sem sagt við þig né getur komið frá þér merkingarbæru máli þá værum við að tala um skaða, bæði á þessu rauða svæði, sem er í rauninni það svæði sem við köllum Wernicke-svæði,
og aftara tungumálasvæðinu sem er blálitað hérna á myndinni og myndar svona eins og skeifu utan um Wernicke-svæðið.
Til þess að átta okkur aðeins betur á því hvað þetta aftara tungumálasvæði gerir, þetta bláa svæði hérna á myndinni,
þá er til röskun sem
hefur verið kölluð transcortical sensory aphasia, TSA.
Ég hef ekki fundið neitt almennilegt íslenskt heiti yfir þetta.
En þar í rauninni á fólk erfitt með að skilja merkingu orða og bara skilja merkingu, það getur ekki komið frá sér merkingarbæru máli. Aftur á móti getur það endurtekið það sem er sagt við það. Þannig að ef þú segir einhver, einhver,
einhver málhljóð eða, eða orð getur fólk endurtek það mjög skýrt og greinilega en skilur ekki hvað er sagt við það.
Þannig að þessir einstaklingar eru þó ekki með skemmd á Wernicke-svæðinu, þessu rauða svæði á myndinni, einungis með skemmd á bláa á svæðinu.
Og þá skortir þá þessa merkingu, þeir hafa, það er engin merking,
hvorki það sem þeir heyra eða endurtaka í rauninni sjálfir. [HIK: Þa]
En það er engin, og þau geta ekki tjáð sig á merkingarbæran hátt en
geta sem sagt endurtekið.
Og ef við horfum aðeins betur á þetta, þessi, þessi tilteknu
svæði í heilanum þá myndum við byrja á því að ef við heyrum orð þá væri það numið í þessum primary auditory cortex, græna svæðinu,
fara yfir í Wernicke-svæðið, rauða svæðið, þar
væri í rauninni orðið greint, málhljóðin greind þannig að einstaklingurinn myndi þekkja orðið, tiltekna orðið sem væri verið að segja við okkur. Til þess
að skilja merkingu þess þá þyrfti, þyrfti að fara yfir í bláa svæðið sem liggur þarna umhverfis Wernicke-svæðið og bláa svæðið, þetta aftara tungumálasvæði, það tengist svæðum aftar í heilanum,
sækir þangað minningar og skynjun og annað til þess í rauninni að, að þekkja þetta orð, skynja merkingu þess, hvað, hvað merkir þetta orð?
Hvar hef ég heyrt það áður? Hverju tengist það og annað slíkt.