Málstol (2)
Og ef við fylgjum svörtu pílunni sem fer þarna frá Wernicke-svæðinu yfir í bláa svæðið og svo aftur yfir í Broca-svæðið, sjáið þetta appelsínugula sem er þá komið þarna á ennisblöðin, þar,
Broca-svæðið myndi svo virkjast í, í því sem einstaklingurinn mundi segja. Ef það væri til dæmis að svara spurningu eða einhverju slíku, þá færi hún
inn um, um þennan primary
auditory cortex, græna svæðið, mundi
ferðast þarna inn, við myndum
greina hvert orðið væri, myndum greina merkingu þess, sækja okkur
minningar tengdar þessari merkingu
og, og upplýsingarnar færu svo áfram á Broca-svæðið þannig að einstaklingurinn gæti mögulega svarar spurningu tengdu, tengdu þessu orði eða orðum. Og, hérna, þannig að
þetta er svona leiðin sem er talið að, að, að tungumálið okkar fari eða ferðist.
En svona aðeins til að flækja málin þá virtist vera hægt að fara tvær leiðir í heilanum yfir í þá Broca-svæðið þar sem málmyndunin verður.
Þetta hefur komið í ljós vegna
greininga á því sem kallast leiðnimálstol.
Þá eiga einstaklingar erfitt með að
endurtaka orð sem það heyrir. Það, sem sagt, það heyrir eitthvað
orð, það getur ekki endurtekið nákvæmlega orðið, samt sem áður er málmyndun og málskilningur réttur.
Ef einstaklingur myndi segja kannski: sjáðu kofann þarna.
Þá gæti einstaklingur með leiðnimálstol svarað: já, ég sé húsið.
Það myndi ekki endurtaka nákvæmlega orðið af því það gæti ekki [HIK. teki] endurtekið nákvæmlega sama orð og var sagt
við það en það skilur alveg merkinguna. Kofi,
hús. Það væri hægt að
nota, nota það, annaðhvort
orðið yfir, yfir sama fyrirbærið. Þannig að
skilningurinn er alveg óskertur en vandinn
fælist í að endurtaka nákvæmlega sama orð og sagt var.
Þetta hefur sýnt vísindafólki að það er ákveðin leið sem liggur þarna á milli Wernicke- og Broca-svæðisins
og ef það er skemmd akkúrat á þeirri leið þá virðist verða þetta leiðnimálstol sem felur þá bara í sér skerta færni við að endurtaka nákvæmlega það orð sem sagt er.
Og ef við kíkjum þá aftur á myndina af heilanum sem við vorum að skoða áður þá er í rauninni talaði um að það séu þessar tvær leiðir
frá Wernicke- og yfir á Broca-svæðið. Annars vegar er það óbeina leiðin og hún liggur þá frá aftara tungumála svæðinu og að Broca-svæðinu.
Þar er í rauninni verið að
flytja merkingu orðanna.
Ekki hvernig þau hljóma eða slíkt, heldur bara hver merkingin er. Þannig að ef það er skerðing einhvers staðar á þessari leið
þá getur fólk átt erfitt með að skilja orð eða
koma frá sér orðum með tiltekna merkingu.
Aftur á móti,
beina leiðin, það er
þá
þessi, þessi leið sem við vorum að horfa á hérna áðan
sem felur í sér í rauninni að einstaklingur geti endurtekið beint það orð sem sagt var við hann án þess að þurfa að fara, kafa aftur í, í, í hérna orðabankann eða, eða merkingu orðsins. Það getur bara endurtekið beint það orð sem sagt var.
Það köllum við þá beinu leiðina.
Flest höfum við þessar tvær leiðir,
notum mikið auðvitað óbeinu leiðina. Við greinum yfirleitt merkingu þess
sem sagt er við okkur en við getum engu að síður endurtekið orð til dæmis ef við erum að læra ný orð af
erlendu tungumáli sem við skiljum ekki, þá getum við [HIK: endurtö] tekið þau nákvæmlega eins og þau eru sögð þar til við svo getum æfst í að segja þau og, og, og tengt þau svo og skilið þau svo, tengt þau svo við merkingu orðsins.
En þá erum við í rauninni búin að fara í gegnum svona þessu helstu tegundir af málstoli en svo eru til fleiri svona sér, sértækari málstol. Eitt er
túlkunarstol á líkamssvæðum.
Þá eiga einstaklingar, að öllu leyti geta þeir haldið uppi samræðum
og hafa [HIK: skilj] skilja merkingu máls og eiga auðvelt með að finna
orð almennt en
eru ófær um að benda til dæmis á olnboga eða hné ef þau eru beðin um það.
Þannig að, kannski munið þið eftir því í, hérna, myndinni um hann
Kevin Pearce að strákurinn sem, sem hann fór í heimsókn til, sem var nú töluvert mikið mikið skertur reyndar, hann var beðinn um að benda á olnboga og hann, hann gat ekki, ekki bent á neitt af þessu. Sá drengur og vissulega með marga aðra, margs konar aðra skerðingu
en þetta var klárlega eitt af því sem hann hafði. En þetta
getur sem sagt komið fram sem bara svona stakt einkenni ef fólk fær bara svona, [HIK: svon]
svona sértæka skerðingu, mögulega litla blæðingu eða eitthvað slíkt.
Það hafa verið gerðar rannsóknir á málstoli meðal heyrnarlausra og það er svolítið áhugavert að
þær lýsa sér, eða málstol meðal heyrnarlausra, lýsir sér í rauninni nákvæmlega eins og málstol meðal fólks sem talar annað tungumál. Það er að
segja ef það verður skerðing á Broca-svæðinu hjá fólk sem talar táknmál,
þá, þá hefur það áhrif á táknmálið. Það er að segja,
Broca-svæðið virðist vera notað til þess að tjá táknmál nákvæmlega eins og talað mál.
Stam er málröskun sem einkennist af tíðum málhléum. Það er að segja fólk stoppar oft inn í miðjum setningum. Það
lengir tiltekin málhljóð, endurtekur hljóð eða atkvæði. Þannig að
liðleikinn í málinu verður ekki nógu mikill.
Oftast á þetta sér stað svona í byrjun setningar,
fólk á erfitt með að koma sér af stað en svo verður liðleikinn oft meiri þegar, þegar lengra er komið inn í setninguna.
Það virðist vera mjög ríkjandi erfðaþáttur í stami. Stam
er töluvert algengara meðal karlmanna. En
algengi svona í almennu þýði er talað um í kennslubókinni sirka eitt prósent.