×

우리는 LingQ를 개선하기 위해서 쿠키를 사용합니다. 사이트를 방문함으로써 당신은 동의합니다 쿠키 정책.


image

Sálfærði. Brynja Björk Magnúsdóttir - fyrirlestrar, Tjáskipti

Tjáskipti

Í þessum fjórtánda kafla í kennslubókinni þá beinum við sjónum okkar að tjáskiptum,

hvernig einstaklingar tjá sig og hvernig þeir

skilja mælt mál.

Eins og gjarnan í þessari kennslubók þá er skoðað hvað í rauninni fer úrskeiðis þegar fólk er með tilteknar raskanir.

Það hefur einfaldlega bara kennt okkur mjög mikið um hvernig starfsemi heilans er að skoða raskanirnar, skoða hvað hefur þá gerst í heilanum, hvað, hvaða

eiginleika eða hæfileikafólk, fólk missir. Og

málstolið, aphasia-n, hún er

skilgreind þannig að það eru erfiðleikar sem sagt við að skilja eða að mynda mál.

Við köllum það ekki málstol þegar erfiðleikarnir stafa af heyrnarleysi, hreyfihömlun eða skort á áhuga, þá er í rauninni verið að tala um svona selective mutism eða eitthvað slíkt.

Þannig að, en annað, þegar

fólk á sem sagt í erfiðleikum með annaðhvort að skilja eða mynda mál af, af öðrum ástæðum, þeim sem nefndum eru, nefndar eru hér þá tölum við um málstol.

Hliðleitni vísar til þess að tiltekin færni eða, eða eiginleikar

eru staðsettir frekar í öðru heilahvelinu en hinu.

Það þýðir ekki að við séum með annað [HIK: heyra] heilahvelið

virkara en hitt eða það, hjá sumu fólki, virki bara vinstra og hjá öðru bara hægra eða eitthvað slíkt. Það þýðir

í rauninni bara það að það er ákveðin sérhæfing í heilanum.

Hjá flestum okkar eru málstöðvarnar frekar staðsettar í vinstra heilahveli.

Það á samt ekki við hjá öllum. Það virðist

að einhverju leyti tengjast því hvort við erum rétthent eða örvhent.

Flestir, langflestir sem eru [HIK: rétthenti] hentir eru með málstöðvar vinstra megin. En það

er samt ákveðin prósenta fólks

sem er rétthent sem, sem hefur málstöðvar hægra megin.

Og ef verið er að skoða fólk sem er örvhent og töluvert hærri prósenta fólks sem er með málstöðvarnar hægra megin en samt sem áður en meiri hluti fólks sem er örvhent með málstöðvar vinstra megin. Þannig það

er ákveðinn breytileiki þarna en klárlega meiri hluti okkar er með málstöðvarnar í vinstra heilahveli.

Við höfum líka séð dæmi um það að ef börn

fá alvarlegan skaða á vinstra heilahveli þegar þau eru ung

þá virðast málstöðvarnar

flytjast í rauninni yfir í hægra heilahvelið eða það er að segja heilahvel, hægra heilahvelið tekur yfir þessa virkni, þessa málvirkni sem er svo mikilvægt fyrir okkur.

En þegar við tölum um að málstöðvarnar séu frekar vinstra megin þá erum við að tala um í rauninni þær stöðvar sem [HIK: stý] stýra myndun og skilningi máls. Þannig að oftast þegar fólk er með málstol þá er það lang oftast vegna skaða í vinstra heilahveli.

Hægra heilahvelið spilar samt mjög stóran, stórt, stóra, stórt hlutverk þegar kemur að því að, að bæði að tjá bara

máltjáningu og skilja mál.

Það er þó meira [HIK: va] varðandi hljómfall og túlkun tilfinninga í málinu, af því það er auðvitað

stór hluti af því þegar við erum að skilja tungumál. Jú, við þurfum að

skilja orðin og við þurfum að vita hvað þau merkja en við þurfum líka að, að ná, ná svona tón, tóninum í, í því sem sagt er og

tilfinningunni, hvað er raunverulega verið að meina með því sem sagt? Og þar kemur þá hægra heilahvelið meira inn í.

Hægra og vinstra heilahvelið vinna klárlega saman í allri þessari úrvinnslu en vinstra, sem sagt, hefur meira að gera með skilning og, og, og tjáningu tungu

málsins meðan hægra hefur þá meira með þessa, þetta hljómfall og, og túlkun tilfinninga og slíkt. Það sem við köllum á

íslensku bragfræði eða prosody [HIK: þa] þá er átt við svona hrynjanda í

tungumálinu, hljóminn og, og áherslur. Í

skrifuðu máli þá táknum við upphaf og endi setninga með punktum, við notum kommur, við notum spurningar þegar það á við. En þegar

við tölum þá notum við í rauninni svona hljómfallið, áherslur til þess að tákna alla, alla þessa hluti. Við hækkum upp

og lækkun eftir því, eftir því hvort við erum að bera fram spurningu, eftir því hvort við erum bara að ljúka setningu eða, eða hvað, hvað það er sem við viljum, viljum túlka.

Og þetta er talið að, að, að þessi hrynjandi, hljómur og áherslurnar að það sé þá meira stýrt hægra megin, það er að segja af hægra heilahvelinu.

Þarna erum við náttúrulega líka að koma þessum tilfinningum frá okkur og, og, og að, að lesa í tilfinningar annarra.

Þegar [HIK: vi], af því í dag þá náttúrlega bara notuð við skrifuð skilaboð heilmikið í svona almennum samskiptum og oft á tíðum, það er oft mjög auðvelt að misskilja þegar fólk skrifar eitthvað versus þegar það segir eitthvað. Sem er auðvitað

ástæðan fyrir því að það eru alls konar emoji og alls konar, alls konar tákn notuð í dag í þessum skrifuðu samskiptum einmitt

að því að í skrifuðum texta þá er erfitt að koma þessum áherslum og svona

tilfinningunni til skila. Þess vegna er oft, oft, oft auðveldara að misskilja eitthvað í, í, í skrifuðum texta en, en, en, en auðvitað hafa verið fundnar, fundnar ýmsar, ýmsar leiðir til þess að koma því til skila á

svipaðan hátt og í töluðu máli.

Og til viðbótar við þessa bragfræði þá er það röddin.

Börn, nýfædd börn, þekkja yfirleitt rödd foreldra sinna. Og

við lærum að þekkja rödd fólks.

Það er til ákveðin skerðing þar sem fólk getur ekki þekkt raddir, fólk á þá samt mjög auðvelt með að skilja allt tungumál og, og, hérna, þekkja

merkingu þess og allt slíkt. Það er í rauninni bara

hæfnin til þess að ,til þess að þekkja raddirnar sem er þá skert. Og það hefur verið

sýnt fram á að, að, að það er yfirleitt skaði á hægra heilahveli, gjarnan á hvirfilblaði eða aftarlega á hægra gagnaugablaði sem veldur þá því að, að fólk missir þessa hæfni, missir hæfni til þess að þekkja röddina.

Og þetta er svona hæfni sem ég held að við lítum á sem alveg sjálfsagða

en við myndum örugglega finna mjög mikið fyrir því og fólk finnur mikið fyrir því ef það missir þessa hæfni. Það hættir að þekkja röddina, einhver kallar í þig og þú veist ekki hvort það er dóttir þín, sonur þinn eða, eða einhver annar. Þannig að það getur haft mjög mikil áhrif að, að þekkja ekki, ekki röddina. Það er ekki,

ekki, þetta er ekki algeng

skerðing en, en, en þó vel þekkt.


Tjáskipti Wortwechsel Exchange of words Wymiana słów

Í þessum fjórtánda kafla í kennslubókinni þá beinum við sjónum okkar að tjáskiptum, In this fourteenth chapter of the textbook, we focus on communication,

hvernig einstaklingar tjá sig og hvernig þeir

skilja mælt mál.

Eins og gjarnan í þessari kennslubók þá er skoðað hvað í rauninni fer úrskeiðis þegar fólk er með tilteknar raskanir.

Það hefur einfaldlega bara kennt okkur mjög mikið um hvernig starfsemi heilans er að skoða raskanirnar, skoða hvað hefur þá gerst í heilanum, hvað, hvaða

eiginleika eða hæfileikafólk, fólk missir. Og

málstolið, aphasia-n, hún er

skilgreind þannig að það eru erfiðleikar sem sagt við að skilja eða að mynda mál.

Við köllum það ekki málstol þegar erfiðleikarnir stafa af heyrnarleysi, hreyfihömlun eða skort á áhuga, þá er í rauninni verið að tala um svona selective mutism eða eitthvað slíkt.

Þannig að, en annað, þegar

fólk á sem sagt í erfiðleikum með annaðhvort að skilja eða mynda mál af, af öðrum ástæðum, þeim sem nefndum eru, nefndar eru hér þá tölum við um málstol.

Hliðleitni vísar til þess að tiltekin færni eða, eða eiginleikar

eru staðsettir frekar í öðru heilahvelinu en hinu.

Það þýðir ekki að við séum með annað [HIK: heyra] heilahvelið

virkara en hitt eða það, hjá sumu fólki, virki bara vinstra og hjá öðru bara hægra eða eitthvað slíkt. Það þýðir

í rauninni bara það að það er ákveðin sérhæfing í heilanum.

Hjá flestum okkar eru málstöðvarnar frekar staðsettar í vinstra heilahveli.

Það á samt ekki við hjá öllum. Það virðist

að einhverju leyti tengjast því hvort við erum rétthent eða örvhent.

Flestir, langflestir sem eru [HIK: rétthenti] hentir eru með málstöðvar vinstra megin. En það

er samt ákveðin prósenta fólks

sem er rétthent sem, sem hefur málstöðvar hægra megin.

Og ef verið er að skoða fólk sem er örvhent og töluvert hærri prósenta fólks sem er með málstöðvarnar hægra megin en samt sem áður en meiri hluti fólks sem er örvhent með málstöðvar vinstra megin. Þannig það

er ákveðinn breytileiki þarna en klárlega meiri hluti okkar er með málstöðvarnar í vinstra heilahveli.

Við höfum líka séð dæmi um það að ef börn

fá alvarlegan skaða á vinstra heilahveli þegar þau eru ung

þá virðast málstöðvarnar

flytjast í rauninni yfir í hægra heilahvelið eða það er að segja heilahvel, hægra heilahvelið tekur yfir þessa virkni, þessa málvirkni sem er svo mikilvægt fyrir okkur.

En þegar við tölum um að málstöðvarnar séu frekar vinstra megin þá erum við að tala um í rauninni þær stöðvar sem [HIK: stý] stýra myndun og skilningi máls. Þannig að oftast þegar fólk er með málstol þá er það lang oftast vegna skaða í vinstra heilahveli.

Hægra heilahvelið spilar samt mjög stóran, stórt, stóra, stórt hlutverk þegar kemur að því að, að bæði að tjá bara

máltjáningu og skilja mál.

Það er þó meira [HIK: va] varðandi hljómfall og túlkun tilfinninga í málinu, af því það er auðvitað

stór hluti af því þegar við erum að skilja tungumál. Jú, við þurfum að

skilja orðin og við þurfum að vita hvað þau merkja en við þurfum líka að, að ná, ná svona tón, tóninum í, í því sem sagt er og

tilfinningunni, hvað er raunverulega verið að meina með því sem sagt? Og þar kemur þá hægra heilahvelið meira inn í.

Hægra og vinstra heilahvelið vinna klárlega saman í allri þessari úrvinnslu en vinstra, sem sagt, hefur meira að gera með skilning og, og, og tjáningu tungu

málsins meðan hægra hefur þá meira með þessa, þetta hljómfall og, og túlkun tilfinninga og slíkt. Það sem við köllum á

íslensku bragfræði eða prosody [HIK: þa] þá er átt við svona hrynjanda í

tungumálinu, hljóminn og, og áherslur. Í

skrifuðu máli þá táknum við upphaf og endi setninga með punktum, við notum kommur, við notum spurningar þegar það á við. En þegar

við tölum þá notum við í rauninni svona hljómfallið, áherslur til þess að tákna alla, alla þessa hluti. Við hækkum upp

og lækkun eftir því, eftir því hvort við erum að bera fram spurningu, eftir því hvort við erum bara að ljúka setningu eða, eða hvað, hvað það er sem við viljum, viljum túlka.

Og þetta er talið að, að, að þessi hrynjandi, hljómur og áherslurnar að það sé þá meira stýrt hægra megin, það er að segja af hægra heilahvelinu.

Þarna erum við náttúrulega líka að koma þessum tilfinningum frá okkur og, og, og að, að lesa í tilfinningar annarra.

Þegar [HIK: vi], af því í dag þá náttúrlega bara notuð við skrifuð skilaboð heilmikið í svona almennum samskiptum og oft á tíðum, það er oft mjög auðvelt að misskilja þegar fólk skrifar eitthvað versus þegar það segir eitthvað. Sem er auðvitað

ástæðan fyrir því að það eru alls konar emoji og alls konar, alls konar tákn notuð í dag í þessum skrifuðu samskiptum einmitt

að því að í skrifuðum texta þá er erfitt að koma þessum áherslum og svona

tilfinningunni til skila. Þess vegna er oft, oft, oft auðveldara að misskilja eitthvað í, í, í skrifuðum texta en, en, en, en auðvitað hafa verið fundnar, fundnar ýmsar, ýmsar leiðir til þess að koma því til skila á

svipaðan hátt og í töluðu máli.

Og til viðbótar við þessa bragfræði þá er það röddin.

Börn, nýfædd börn, þekkja yfirleitt rödd foreldra sinna. Og

við lærum að þekkja rödd fólks.

Það er til ákveðin skerðing þar sem fólk getur ekki þekkt raddir, fólk á þá samt mjög auðvelt með að skilja allt tungumál og, og, hérna, þekkja

merkingu þess og allt slíkt. Það er í rauninni bara

hæfnin til þess að ,til þess að þekkja raddirnar sem er þá skert. Og það hefur verið

sýnt fram á að, að, að það er yfirleitt skaði á hægra heilahveli, gjarnan á hvirfilblaði eða aftarlega á hægra gagnaugablaði sem veldur þá því að, að fólk missir þessa hæfni, missir hæfni til þess að þekkja röddina.

Og þetta er svona hæfni sem ég held að við lítum á sem alveg sjálfsagða

en við myndum örugglega finna mjög mikið fyrir því og fólk finnur mikið fyrir því ef það missir þessa hæfni. Það hættir að þekkja röddina, einhver kallar í þig og þú veist ekki hvort það er dóttir þín, sonur þinn eða, eða einhver annar. Þannig að það getur haft mjög mikil áhrif að, að þekkja ekki, ekki röddina. Það er ekki,

ekki, þetta er ekki algeng

skerðing en, en, en þó vel þekkt.