×

우리는 LingQ를 개선하기 위해서 쿠키를 사용합니다. 사이트를 방문함으로써 당신은 동의합니다 쿠키 정책.


image

Íþróttafræði. Sveinn Þorgeirsson - fyrirlestrar, Grunnhugtök og lögmál í hreyfingafræði (1)

Grunnhugtök og lögmál í hreyfingafræði (1)

Vika fjögur að fara af stað í líffærafræði og hreyfingarfræði.

Nú, blessunarlega erum við búin með líffærafræðina og örugglega mörg ykkar sem að andið aðeins léttar, enda kannski námsefnið svolítið þungt.

En engu að síður að þá getið þið alltaf leitað í þessar glærur og þessa fyrirlestra ef að þið finnið að það eitthvað sem þið viljið dýpka og svona skilja betur, Þá er þar með sagt að það megi bara horfa á þetta einu sinni.

Nú, í þessari viku þá ætlum við að fjalla um grunnhugtök og lögmál í hreyfingarfræði í þessum fyrsta fyrirlestri. Og í seinni fyrirlestri vikunnar munum við svo fjalla um, um stöðugleika og hvernig hann hefur áhrif á okkur, í okkar íþróttum.

Næsta vika, sem er jafnframt síðasta vikan okkar í þessu, að þá munum við skoða

greiningar á hreyfimynstri og fara í gegnum

nokkra þætti sem er gott að hafa í huga við

hvernig við greinum niður og brjótum niður mismunandi hreyfingar og hreyfimunstur og hvernig við svo ja implement-erum breytingu þar á.

Ég veit að þið eruð öll að gera það, þið hafið öll örugglega umtalsvert mikla reynslu í að greina hreyfingar, leiðrétta tækni og hjálpa iðkendum ykkar að bæta sig.

En það getur engu að síður verið gott aðeins að reflektera yfir því og sjá hvaða punkta þið fáið upp úr krafsinu.

En þá byrjum við þetta, lykilhugtök og lögmál í hreyfingarfræði. Nú, fyrsta slæða og fyrsta lykilhugtak sem að við ætlum að nefna er massi.

En massi er einfaldlega efnismagn hlutar og það getur verið stærð eða umfang, sem breytist ekki nema við bætum við hann efni eða tökum frá honum efni. Massi hlutar er alls staðar sá sami, óháð staðsetningu.

Nú, það sem við tölum um í daglegu tali sem, að vera massaður eða mössuð. Það segir í raun og veru til um hversu efnismikil við í raun og veru erum. Nú, hér er áhugaverð þýðing sem að ég fann á Google translate, ég var aðeins að skoða. Massaður er sama og buff, veit ekki hvort það geri eitthvað fyrir ykkur, en ég hafði allavegana gaman af þessu.

Nú, næsta lykilhugtak sem við förum í gegnum til þess að svona aðeins að að byggja undir þennan fyrirlestur um stöðugleika á eftir, að það er tregða.

En tregða er einfaldlega viðnám gegn breytingum eða mótstaða við breytingum. Og það á við um breytingu á hraða og stefnu og þar með talin er kyrrstaða. Það er að segja, hlutur í kyrrstöðu vill samkvæmt tregðulögmálinu vera áfram í kyrrstöðu. Hlutir sem ferðast hratt vill áfram innan gæsalappa ferðast hratt. Nú, ef að hlutur eru að ferðast í ákveðna stefnu að þá vill hann halda óbreyttri stefnu.

Þetta gerir það að verkum að tregða er bæði vinur og óvinur íþróttafólks. Við komum aðeins nánar inn á það eftir smá stund. En það er sem sagt þannig að þeim mun meiri massi, þeim mun meiri tregða. Og þeim mun meiri tregða, þeim mun meiri kraft þurfum við í að skapa eða krafti þurfum við að beita til þess að yfirvinna tregðuna. Þannig við setjum þetta í samhengi við íþróttafólk að eftir því sem að við erum þyngri, þá höfum við meiri tregðu og það gerir að verkum að til dæmis allar stefnubreytingar, allar hröðunarathafnir eða bremsuathafnir krefjast meiri krafts af okkur.

Þar af leiðir að

þungur íþróttamaður í kapphlaupi við léttari einstakling á erfiðara með að fylgja eftir sömu stefnubreytingum og létti einstaklingurinn gerir til þess að segjum að viðkomandi sé að sækja á þyngri einstaklinginn, að þá þarf hann að skapa meiri kraft til þess að geta brugðist við á við sömu hröðun og sá sem er léttari.

En á móti kemur að einstaklingar sem hafa meiri massa og meiri tregðu eru þá betri til þess að standa vörnina oft á tíðum, eru betri í gegnumbrotum, koma með meiri þunga, meiri tregðu, það þarf meira meiri kraft til þess að stoppa þá.

Þar af leiðandi eru ákveðnir kostir og gallar fólgnir í þessu. Og þetta getur kannski að einhverju leyti verið með í að útskýra hvernig leikmenn raðast í leikstöður. Línumenn eru þyngri heldur en hornamenn og svo framvegis.

Nú, hér sjáum við eina mynd,

kannski lýsandi og bara aðeins að leyfa þessa að sökkva inn. Meiri massi þýðir í raun og veru meiri tregða, og tregðan eykur stöðugleika.

Og það eru til dæmis það sem þessir ágætu súmó glímukappar eru að reyna vinna með í sínu fagi, þeim mun þyngri, þeim mun erfiðara er að ýta þeim.

Nú, næsta lykilhugtak og í raun síðasta lykilhugtakið sem að við förum í gegnum hér í dag áður en við skoðum nokkur nokkur lögmál.

Að það er massamiðja eða center of gravity.

Nú, í flestum tilfellum er massamiðja okkar staðsett

við S tvo, það er að segja,

Sacrum tveir annan

hryggjarlið í spjaldhrygg þegar við stöndum í lóðréttri stöðu. En massamiðjan hún getur verið breytileg og getur jafnvel í ákveðnum tilfellum verið fyrir utan líkamann okkar.

Nú, ef við sjáum hérna þessar þrjár myndir að þá sýnir svarti punkturinn hvar massamiðja einstaklingsins er staðsett og

til dæmis hérna þegar við erum í ólympískum lyftingum eða lyfta upp fyrir höfuð þá hækkar massamiðjan hérna í ákveðnum snúnings athöfn, þá getur massamiðjan verið staðsett fyrir utan líkamann.

En þetta eru ja hugtök sem að þið þurfið að hafa svona þefað af áður en við förum í umræðuna okkar um stöðugleikann.

Allir með enn þá, við ætlum að fara í gegnum nokkur lögmál og kíkja síðan á stöðugleikann.

Nú, við ætlum að fara í gegnum lögmál Newtons og ég veit að þetta hljómar þurrt, ég veit að þetta hljómar dull en reynum að hugsa þetta út frá sportinu okkar, reynum að hugsa þetta út frá íþróttum. Þið þurfið ekki að geta rakið þetta ofan í mig en ef þið getið sett þetta í eitthvað samhengi þá getum við aðeins farið að svona hugsa handboltann út frá lögmálum hreyfingarfræði.

En fyrsta lögmálið sem við erum svona þannig lagað búin að búin að snerta á að það er tregðulögmálið. Sem felur eiginlega einfaldlega í sér að sérhver hlutur heldur áfram að vera í kyrrstöðu eða jafnvel hreyfingu eftir beinni línu, nema kraftar verkja á hann og þvinga til þess að breyta því ástandi.

Það er að segja eins og við fórum í áðan,

ef hlutur er í kyrrstöðu að þá vill hann innan gæsalappa vera í kyrrstöðu þangað til að við beitum krafti á hann og gerir það að verkum að við komum hlutunum á hreyfingu.

Ef að hluturinn er á hreyfingu í stefnu eftir beinni línu að þá þurfum við,

þá vill hann vera í þeirri stefnu, á þeim hraða og við þurfum eða það þurfa að koma utanaðkomandi kraftar sem að verka á hlutinn til þess að stefnan breytist eða hann stoppar. Og aftur þeim mun meiri massi, þeim mun meiri tregða.

Nú, annað lögmál Newtons lýtur að krafti og hröðun sem segir í raun og veru að hröðun hún verður í réttu hlutfalli við við kraftinn sem verkar á hana og hún verður í sömu stefnu og krafturinn sem verkar á hana.

Nú, dæmi um það er ef við viljum breyta ástandi hluta. Ef við viljum yfirvinna tregðu að þá þurfum við að beita krafti. Og þeim mun meiri krafti sem við beitum, þeim mun meiri hröðun. Þeim mun léttari sem hlutur er, þeim mun meiri verður hröðunin og þeim mun meiri massi, þeim mun meiri krafti þurfum við að beita.

Hangir nátengt við

fyrsta lögmál Newtons og dæmi um þetta er til dæmis, hlutfallslegur styrkur íþróttafólks. Og að við skoðum það þannig að einstaklingar sem eru báðir hundrað kíló, eða annar er hundrað kíló afsakið og hinn er áttatíu kíló. Lyfta báðir hundrað kílóum í hnébeygju. Þá er einstaklingurinn sem að er áttatíu kíló hlutfallslega sterkari heldur en sá sem að er hundrað kíló.

Sem gerir það að verkum að hann getur beitt sama krafti á minni massa og þar af leiðandi verður hröðun hans meiri. Einstaklingurinn verður aflmeiri, hann getur sprengt hraðar af stað og hann getur hoppað hærra og svo framvegis.

Nú, þriðja lögmálið er lögmálið um átak og gagnátak en

það er einfalt og í raun og veru mjög áhugavert.

Lögmálið segir sem sagt að gagnstætt hverju átaki er jafnstórt gagnátak. Það er að segja, ef að ég pressa í gólfið, þá pressar gólfið á móti með sama krafti í gagnstæða átt.

Og dæmi um þetta er er það sem við köllum ground reaction force.

En það er sá kraftur sem að jörðin eða gólfið beitir okkur við lendingar og hann er jafnstór og við beitum gólfið, nema hvað hann er í gagnstæða stefnu.

Þetta er áhugavert í ljósi til dæmis hlaupastíls.

Sjá mynd hér sem að sýnir í raun og veru tvo mismunandi hlaupastíla, annars vegar erum við með óbrotna línu hérna, við sjáum hér sem að sýnir ground reaction force eða kraftinn sem að jörðin beitir okkur þegar að hlaupastíllinn okkar er þess eðlis að við lendum í hælinn.

Þannig að krafturinn, ground reaction force-ið er hér og þetta er þá tíminn sem tekur okkur til að klára eitt skref frá því vil lendum og þangað til að við tökum af stað í næsta.

Ef við lendum á hælnum, þá er átakið hérna í þessa stefnu og þá fáum við sama gagnátak aftur upp á móti.

Þetta gerir það að verkum að við fáum mikinn kraft upp í fótinn okkar aftur sem fellur svo og

síðan jafnast út og verður ekkert ólíkt því þegar við hlaupum á lendum á miðjum fætinum. Sem við sjáum hér, punktalínan er hérna sýnir að við lendum á miðjan fótinn að þá verkar krafturinn niður og aftur.

Ef við erum ekki að fá átakið gegn okkur, bremsuátak í raun og veru.

Og þar af leiðir að þetta verður miklu mýkra, mýkri ferill.

Við fáum ekki þessi högg, þessi högg geta verið ástæða þess að við séum eða þessi hlaupastíll og þessi endurteknu högg geti verið ástæða þess að við séum að fá beinhimnubólgu til dæmis og aðra álagstengda þætti sem margir eru að díla við en kannski skoða ekki þessa hluti.

Og það getur verið ykkar, að að velta fyrir sér hvernig lendir þú þegar þú ert að hlaupa, lendir þú í hælinn, lendur þú meira í miðjan fótinn, getur þú haft áhrif á hann, getur verið að þetta sé það sem þú gerir?

Ef þú hleypur til dæmis, ja segjum um fjóra, fimm kílómetra á æfingu,

þá eru það ansi mörg skref og ef þú ert alltaf að fá auka högg, það er að segja högg sem að þú þyrftir ekki að vera að fá, út af því þú lendir meira í hælinn heldur en á miðjan fótinn. Að þá gætir þú verið að skapa þér vandræði sem þú þarft svo að díla við í formi einhverskonar meðhöndlunar, sjúkraþjálfunar, meiðsla eða einhvers annars.

Þannig að þetta er dæmi um hvernig átak og gagnátak

þriðja lögmál Newtons hefur áhrif á okkur.

Nú, en ef við skoðum aðeins önnur atriði sem skipta okkur máli, og það eru kraftar.

Ég talaði um í síðasta fyrirlestri að við ætluðum að fjalla aðeins um hvernig innri og ytri kraftar verka á okkur, og hér kemur skilgreining á því.

Innri kraftar eru í raun og veru sú vöðvaspenna sem að við sköpum innra með okkur sem orsakar hreyfingu útlima. Það eru þá vöðvakraftarnir sem við fórum aðeins yfir hérna í síðustu viku sem að valda hreyfingu liðanna er þá mótorinn til dæmis. Eða og viðhalda stöðugleika, það er að segja stýrir okkur.

Nú, vöðvakraftar eru eins og við höfum áður komið inn á aðeins togkraftar, það er að segja vöðvakraftar eru bara samdráttarkraftar.

Nú, liðböndin eru einnig dæmi um innri krafta sem að við þó getum ekki stýrt, það er að segja liðband hafa ekki samdráttareiginleika og þeirra hlutverk er í raun og veru að viðhalda stöðugleika í liðnum.

Nú, þessir innri kraftar að þeir vinna gegn ytri kröftum, sem er í raun og veru þá allt annað sem hefur einhver áhrif á okkur.

Hvort það er þyngdarafl, hvort það eru undirstöðukraftar eins og við vorum að tala um áðan hérna ground reaction force. Er það núningur, er það vindmótsstaða, er það andstæðingur, er ég að fara upp í skot og einhver kemur á móti mér.


Grunnhugtök og lögmál í hreyfingafræði (1)

Vika fjögur að fara af stað í líffærafræði og hreyfingarfræði.

Nú, blessunarlega erum við búin með líffærafræðina og örugglega mörg ykkar sem að andið aðeins léttar, enda kannski námsefnið svolítið þungt.

En engu að síður að þá getið þið alltaf leitað í þessar glærur og þessa fyrirlestra ef að þið finnið að það eitthvað sem þið viljið dýpka og svona skilja betur, Þá er þar með sagt að það megi bara horfa á þetta einu sinni.

Nú, í þessari viku þá ætlum við að fjalla um grunnhugtök og lögmál í hreyfingarfræði í þessum fyrsta fyrirlestri. Og í seinni fyrirlestri vikunnar munum við svo fjalla um, um stöðugleika og hvernig hann hefur áhrif á okkur, í okkar íþróttum.

Næsta vika, sem er jafnframt síðasta vikan okkar í þessu, að þá munum við skoða

greiningar á hreyfimynstri og fara í gegnum

nokkra þætti sem er gott að hafa í huga við

hvernig við greinum niður og brjótum niður mismunandi hreyfingar og hreyfimunstur og hvernig við svo ja implement-erum breytingu þar á.

Ég veit að þið eruð öll að gera það, þið hafið öll örugglega umtalsvert mikla reynslu í að greina hreyfingar, leiðrétta tækni og hjálpa iðkendum ykkar að bæta sig.

En það getur engu að síður verið gott aðeins að reflektera yfir því og sjá hvaða punkta þið fáið upp úr krafsinu.

En þá byrjum við þetta, lykilhugtök og lögmál í hreyfingarfræði. Nú, fyrsta slæða og fyrsta lykilhugtak sem að við ætlum að nefna er massi.

En massi er einfaldlega efnismagn hlutar og það getur verið stærð eða umfang, sem breytist ekki nema við bætum við hann efni eða tökum frá honum efni. Massi hlutar er alls staðar sá sami, óháð staðsetningu.

Nú, það sem við tölum um í daglegu tali sem, að vera massaður eða mössuð. Það segir í raun og veru til um hversu efnismikil við í raun og veru erum. Nú, hér er áhugaverð þýðing sem að ég fann á Google translate, ég var aðeins að skoða. Massaður er sama og buff, veit ekki hvort það geri eitthvað fyrir ykkur, en ég hafði allavegana gaman af þessu.

Nú, næsta lykilhugtak sem við förum í gegnum til þess að svona aðeins að að byggja undir þennan fyrirlestur um stöðugleika á eftir, að það er tregða.

En tregða er einfaldlega viðnám gegn breytingum eða mótstaða við breytingum. Og það á við um breytingu á hraða og stefnu og þar með talin er kyrrstaða. Það er að segja, hlutur í kyrrstöðu vill samkvæmt tregðulögmálinu vera áfram í kyrrstöðu. Hlutir sem ferðast hratt vill áfram innan gæsalappa ferðast hratt. Nú, ef að hlutur eru að ferðast í ákveðna stefnu að þá vill hann halda óbreyttri stefnu.

Þetta gerir það að verkum að tregða er bæði vinur og óvinur íþróttafólks. Við komum aðeins nánar inn á það eftir smá stund. En það er sem sagt þannig að þeim mun meiri massi, þeim mun meiri tregða. Og þeim mun meiri tregða, þeim mun meiri kraft þurfum við í að skapa eða krafti þurfum við að beita til þess að yfirvinna tregðuna. Þannig við setjum þetta í samhengi við íþróttafólk að eftir því sem að við erum þyngri, þá höfum við meiri tregðu og það gerir að verkum að til dæmis allar stefnubreytingar, allar hröðunarathafnir eða bremsuathafnir krefjast meiri krafts af okkur.

Þar af leiðir að

þungur íþróttamaður í kapphlaupi við léttari einstakling á erfiðara með að fylgja eftir sömu stefnubreytingum og létti einstaklingurinn gerir til þess að segjum að viðkomandi sé að sækja á þyngri einstaklinginn, að þá þarf hann að skapa meiri kraft til þess að geta brugðist við á við sömu hröðun og sá sem er léttari.

En á móti kemur að einstaklingar sem hafa meiri massa og meiri tregðu eru þá betri til þess að standa vörnina oft á tíðum, eru betri í gegnumbrotum, koma með meiri þunga, meiri tregðu, það þarf meira meiri kraft til þess að stoppa þá.

Þar af leiðandi eru ákveðnir kostir og gallar fólgnir í þessu. Og þetta getur kannski að einhverju leyti verið með í að útskýra hvernig leikmenn raðast í leikstöður. Línumenn eru þyngri heldur en hornamenn og svo framvegis.

Nú, hér sjáum við eina mynd,

kannski lýsandi og bara aðeins að leyfa þessa að sökkva inn. Meiri massi þýðir í raun og veru meiri tregða, og tregðan eykur stöðugleika.

Og það eru til dæmis það sem þessir ágætu súmó glímukappar eru að reyna vinna með í sínu fagi, þeim mun þyngri, þeim mun erfiðara er að ýta þeim.

Nú, næsta lykilhugtak og í raun síðasta lykilhugtakið sem að við förum í gegnum hér í dag áður en við skoðum nokkur nokkur lögmál.

Að það er massamiðja eða center of gravity.

Nú, í flestum tilfellum er massamiðja okkar staðsett

við S tvo, það er að segja,

Sacrum tveir annan

hryggjarlið í spjaldhrygg þegar við stöndum í lóðréttri stöðu. En massamiðjan hún getur verið breytileg og getur jafnvel í ákveðnum tilfellum verið fyrir utan líkamann okkar.

Nú, ef við sjáum hérna þessar þrjár myndir að þá sýnir svarti punkturinn hvar massamiðja einstaklingsins er staðsett og

til dæmis hérna þegar við erum í ólympískum lyftingum eða lyfta upp fyrir höfuð þá hækkar massamiðjan hérna í ákveðnum snúnings athöfn, þá getur massamiðjan verið staðsett fyrir utan líkamann.

En þetta eru ja hugtök sem að þið þurfið að hafa svona þefað af áður en við förum í umræðuna okkar um stöðugleikann.

Allir með enn þá, við ætlum að fara í gegnum nokkur lögmál og kíkja síðan á stöðugleikann.

Nú, við ætlum að fara í gegnum lögmál Newtons og ég veit að þetta hljómar þurrt, ég veit að þetta hljómar dull en reynum að hugsa þetta út frá sportinu okkar, reynum að hugsa þetta út frá íþróttum. Þið þurfið ekki að geta rakið þetta ofan í mig en ef þið getið sett þetta í eitthvað samhengi þá getum við aðeins farið að svona hugsa handboltann út frá lögmálum hreyfingarfræði.

En fyrsta lögmálið sem við erum svona þannig lagað búin að búin að snerta á að það er tregðulögmálið. Sem felur eiginlega einfaldlega í sér að sérhver hlutur heldur áfram að vera í kyrrstöðu eða jafnvel hreyfingu eftir beinni línu, nema kraftar verkja á hann og þvinga til þess að breyta því ástandi.

Það er að segja eins og við fórum í áðan,

ef hlutur er í kyrrstöðu að þá vill hann innan gæsalappa vera í kyrrstöðu þangað til að við beitum krafti á hann og gerir það að verkum að við komum hlutunum á hreyfingu.

Ef að hluturinn er á hreyfingu í stefnu eftir beinni línu að þá þurfum við,

þá vill hann vera í þeirri stefnu, á þeim hraða og við þurfum eða það þurfa að koma utanaðkomandi kraftar sem að verka á hlutinn til þess að stefnan breytist eða hann stoppar. Og aftur þeim mun meiri massi, þeim mun meiri tregða.

Nú, annað lögmál Newtons lýtur að krafti og hröðun sem segir í raun og veru að hröðun hún verður í réttu hlutfalli við við kraftinn sem verkar á hana og hún verður í sömu stefnu og krafturinn sem verkar á hana.

Nú, dæmi um það er ef við viljum breyta ástandi hluta. Ef við viljum yfirvinna tregðu að þá þurfum við að beita krafti. Og þeim mun meiri krafti sem við beitum, þeim mun meiri hröðun. Þeim mun léttari sem hlutur er, þeim mun meiri verður hröðunin og þeim mun meiri massi, þeim mun meiri krafti þurfum við að beita.

Hangir nátengt við

fyrsta lögmál Newtons og dæmi um þetta er til dæmis, hlutfallslegur styrkur íþróttafólks. Og að við skoðum það þannig að einstaklingar sem eru báðir hundrað kíló, eða annar er hundrað kíló afsakið og hinn er áttatíu kíló. Lyfta báðir hundrað kílóum í hnébeygju. Þá er einstaklingurinn sem að er áttatíu kíló hlutfallslega sterkari heldur en sá sem að er hundrað kíló.

Sem gerir það að verkum að hann getur beitt sama krafti á minni massa og þar af leiðandi verður hröðun hans meiri. Einstaklingurinn verður aflmeiri, hann getur sprengt hraðar af stað og hann getur hoppað hærra og svo framvegis.

Nú, þriðja lögmálið er lögmálið um átak og gagnátak en

það er einfalt og í raun og veru mjög áhugavert.

Lögmálið segir sem sagt að gagnstætt hverju átaki er jafnstórt gagnátak. Það er að segja, ef að ég pressa í gólfið, þá pressar gólfið á móti með sama krafti í gagnstæða átt.

Og dæmi um þetta er er það sem við köllum ground reaction force.

En það er sá kraftur sem að jörðin eða gólfið beitir okkur við lendingar og hann er jafnstór og við beitum gólfið, nema hvað hann er í gagnstæða stefnu.

Þetta er áhugavert í ljósi til dæmis hlaupastíls.

Sjá mynd hér sem að sýnir í raun og veru tvo mismunandi hlaupastíla, annars vegar erum við með óbrotna línu hérna, við sjáum hér sem að sýnir ground reaction force eða kraftinn sem að jörðin beitir okkur þegar að hlaupastíllinn okkar er þess eðlis að við lendum í hælinn.

Þannig að krafturinn, ground reaction force-ið er hér og þetta er þá tíminn sem tekur okkur til að klára eitt skref frá því vil lendum og þangað til að við tökum af stað í næsta.

Ef við lendum á hælnum, þá er átakið hérna í þessa stefnu og þá fáum við sama gagnátak aftur upp á móti.

Þetta gerir það að verkum að við fáum mikinn kraft upp í fótinn okkar aftur sem fellur svo og

síðan jafnast út og verður ekkert ólíkt því þegar við hlaupum á lendum á miðjum fætinum. Sem við sjáum hér, punktalínan er hérna sýnir að við lendum á miðjan fótinn að þá verkar krafturinn niður og aftur.

Ef við erum ekki að fá átakið gegn okkur, bremsuátak í raun og veru.

Og þar af leiðir að þetta verður miklu mýkra, mýkri ferill.

Við fáum ekki þessi högg, þessi högg geta verið ástæða þess að við séum eða þessi hlaupastíll og þessi endurteknu högg geti verið ástæða þess að við séum að fá beinhimnubólgu til dæmis og aðra álagstengda þætti sem margir eru að díla við en kannski skoða ekki þessa hluti.

Og það getur verið ykkar, að að velta fyrir sér hvernig lendir þú þegar þú ert að hlaupa, lendir þú í hælinn, lendur þú meira í miðjan fótinn, getur þú haft áhrif á hann, getur verið að þetta sé það sem þú gerir?

Ef þú hleypur til dæmis, ja segjum um fjóra, fimm kílómetra á æfingu,

þá eru það ansi mörg skref og ef þú ert alltaf að fá auka högg, það er að segja högg sem að þú þyrftir ekki að vera að fá, út af því þú lendir meira í hælinn heldur en á miðjan fótinn. Að þá gætir þú verið að skapa þér vandræði sem þú þarft svo að díla við í formi einhverskonar meðhöndlunar, sjúkraþjálfunar, meiðsla eða einhvers annars.

Þannig að þetta er dæmi um hvernig átak og gagnátak

þriðja lögmál Newtons hefur áhrif á okkur.

Nú, en ef við skoðum aðeins önnur atriði sem skipta okkur máli, og það eru kraftar.

Ég talaði um í síðasta fyrirlestri að við ætluðum að fjalla aðeins um hvernig innri og ytri kraftar verka á okkur, og hér kemur skilgreining á því.

Innri kraftar eru í raun og veru sú vöðvaspenna sem að við sköpum innra með okkur sem orsakar hreyfingu útlima. Það eru þá vöðvakraftarnir sem við fórum aðeins yfir hérna í síðustu viku sem að valda hreyfingu liðanna er þá mótorinn til dæmis. Eða og viðhalda stöðugleika, það er að segja stýrir okkur.

Nú, vöðvakraftar eru eins og við höfum áður komið inn á aðeins togkraftar, það er að segja vöðvakraftar eru bara samdráttarkraftar.

Nú, liðböndin eru einnig dæmi um innri krafta sem að við þó getum ekki stýrt, það er að segja liðband hafa ekki samdráttareiginleika og þeirra hlutverk er í raun og veru að viðhalda stöðugleika í liðnum.

Nú, þessir innri kraftar að þeir vinna gegn ytri kröftum, sem er í raun og veru þá allt annað sem hefur einhver áhrif á okkur.

Hvort það er þyngdarafl, hvort það eru undirstöðukraftar eins og við vorum að tala um áðan hérna ground reaction force. Er það núningur, er það vindmótsstaða, er það andstæðingur, er ég að fara upp í skot og einhver kemur á móti mér.