×

Mes naudojame slapukus, kad padėtume pagerinti LingQ. Apsilankę avetainėje Jūs sutinkate su mūsų slapukų politika.


image

Íþróttafræði. Sveinn Þorgeirsson - fyrirlestrar, Stöðugleiki

Stöðugleiki

Áfram höldum við, seinni fyrirlesturinn í þessari viku fjallar um stöðugleika. Nú, stöðugleiki eða stability er nátengdur því sem við höfum verið að fjalla um núna í síðasta fyrirlestri. Það er að segja kraftvægjum, massa og tregðum. Það er þannig að því meiri stöðugleika sem við getum skapað þeim mun stærri ytri kröftum getum við unnið gegn. Og munið þið að ytri kraftar eru í raun og veru allir kraftar sem verka á okkur hvort sem það verka á okkur hvort um að það er andstæðingur eða þyngdaraflið eða mótvindur eða hvað það nú heitir. Nú, það er sumum íþróttamönnum eðlislægt og ég er sannfærður um að þið þekkið öll einhvern eða einhverja sem að vita hvernig er best er að hreyfa sig og hvernig best er að bregðast við mismunandi aðstæðum til þess að viðhalda sem mestum stöðugleika. Nú, því miður á það alls ekki við um alla og margir einstaklingar eiga erfitt með að finna sér stöður. Það er auðvelt að ýta þeim, það er auðvelt að stíga þá út eða koma þeim úr jafnvægi og margir hverjir eiga oft í erfiðleikum með að finna jafnvægi aftur. Nú, jafnvægi er í raun og veru eitthvað sem við getum skilgreint sem getu einstaklingsins til þess að aðlagast ytri kröftum og skapa eða viðhalda stöðugleika. Nú, kröfur til jafnvægis er eins og þið kannski sjáið á þessum tveimur myndum, misjafnar eftir kröfum íþróttagreinanna. Stundum þurfum við að geta haldið jafnvægi á stóru tánni, eða táberginu og bara velta fyrir okkur þyngdaraflinu, í öðrum stöðum höfum við stærri undirstöðuflöt til þess að vinna með. En við erum líka að fá einstakling á okkur sem að við þurfum að bregðast við. Við þurfum að aðlagast þeim kröftum sem að verka á okkur til þess að viðhalda stöðugleika og þar með jafnvægi. Nú, þegar við skoðum hugtakið stöðugleiki og hugtakið óstöðugleiki að þá eru þessar tvær myndir mjög góðar til þess að lýsa því og þær eru í raun og veru ekkert ósvipaður myndunum sem við sáum á síðustu glæru. Hér erum við með mjög stöðugan þríhyrning ef við segjum sem svo. Hérna erum við með þyngdarmiðjuna og hérna er lína aðdráttarkrafts eða gravity line, center of gravity liggur hér og undirstöðuflöturinn, það er að segja sá hluti þríhyrningsins sem snertir jörðina er mjög stór. Hérna aftur á móti erum við með óstöðugan þríhyrning eða óstöðugleika, ekkert ósvipað og ballettdansarinn okkar hérna áðan. Þar sem við erum með mjög lítinn undirstöðuflöt, center of gravity eða lína aðdráttarkrafts gengur hérna beint í gegn og hún hefur lítið svigrúm til hliðanna. Á móti því hérna megin höfum við mikið svigrúm til hliðanna án þess að við förum út fyrir undirstöðuflötinn okkar en smá hliðarskref hér gerir það að verkum að við erum kominn með línu aðdráttarkrafts eða center of gravity línuna okkar, út fyrir undirstöðuflötin og þar af leiðir að við þurfum að fara bregðast við, til dæmis með því að færa fótinn fram fyrir okkur eða eitthvað slíkt til þess að halda jafnvægi og færa undirstöðuflötinn okkar aftur, undir center of gravity. Komum aðeins nánar inn á það síðar. En svona í íþróttum að þá tölum við um línulegan stöðugleika, og línulegur stöðugleiki er nátengdur tregðunni sem við vorum að fjalla um. Og línulegur stöðugleiki er einfaldlega mótstaða gegn hreyfingu í ákveðna átt og mótstaða gegn því að vera stoppaður eða breyta um stefnu. Þetta er tregða og í kyrrstöðu að þá tengist þetta massa og svo núningsmótstöðu. Það er að segja hversu efnismikil, hversu þung erum við og hversu gott við innan höfum við það er að segja, er gott grip þar sem við stöndum, gott grip undir skónum okkar á parketinu eða eitthvað slíkt. Á ferð þá tengist þetta skriðþunga, þeim meiri skriðþunga sem við höfum, þeim mun meiri línulegan stöðugleika höfum við. Nú, aftur ekkert ósvipuð spurning og við ræddum um tengslin við tregðuna í tengslum við massann við tengslum við skriðþungann. Hvenær verður of mikill línulegur stöðugleiki ókostur? Og fyrst og fremst að þá er það í stefnubreytingum. Þeim mun meiri massi, þeim mun erfiðara er með meiri krafta þurfum við til þess að breyta um stefnu. Við þurfum að yfirvinna meiri tregðu, og þar af leiðandi getur línulegur stöðugleiki í of miklu magni orðið okkur dragbítur svo að segja. Ef að við erum að berjast á móti kvikari einstaklingum, það er að segja léttari og hreyfanlegri einstaklingum sem eru minni línulegan stöðugleika, og eiga þar af leiðandi auðveldara með að skipta um áttir, þá geti það orðið ókostur. Þannig að þetta snýst alltaf um að finna bestu mögulegu þyngdina fyrir okkar íþróttagrein, fyrir okkar leikstöðu. Ég skrifaði hér stefnubreytingar og dæmi um það er þá línumenn. Þannig að við þurfum að finna jafnvægi í okkar línulega stöðugleika og við þurfum að hugsa út í þessa þætti að ef það er mikill massi þá er mikil tregða. Ef það er mikil tregða þá þurfum við mikla krafta til að komast af stað og við þurfum að vera hlutfallslega mjög sterk. Það er að segja hlutfallslegur styrkur að það er hversu mörgum kílógrömmum getur þú lyft, per kílógramm þinnar líkamsþyngdar. Þannig að ef ég er hundrað kíló og ég lyfti hundrað kílóum þá er minn hlutfallslegi styrkur, segjum í hnébeygju, eitt kíló per eitt kíló líkamsþyngdar. Þannig að við þurfum að vera mjög sterk til þess að finna jafnvægi ef við erum með mikinn massa. Aftur er mikill línulegur stöðugleiki, dragbítur í íþróttagreinum sem krefjast háhraða athafna með snöggum stefnubreytingum. Þá skiljum við alltaf eftir spurninguna og ég vil gjarnan að þið veltið þessu aðeins fyrir ykkur, hver er hagkvæmasti massinn fyrir handbolta, hver er hagkvæmasta þyngdin fyrir handboltamann og skiptir leikstaðan máli. Skiptir máli hvort þú ert skytta, skiptir máli hvort þú ert línumaður, skiptir máli hvort þú ert hornamaður eða leikstjórnandi. Hvaða þýðingu hefur líkamsþyngd fyrir leikstöðuna þína. Hér er dæmi sem mig langaði að nefna við ykkur um leikmann í NFL með mikinn línulegan stöðugleika. Hans hlutverk er einfaldlega að bara hlaupa í gegnum varnarmenn og í gegnum tæklingar. Þar af leiðandi er Marshall Lynch einn áttatíu á hæð og níutíu og átta kíló. Það er ekkert spik á þessum gæja. Endilega kíkið á hann ef þið viljið skoða þetta, en þetta er sennilega besta dæmið um sportið sem ég get gefið ykkur um línulegan stöðugleika. Nú, við tölum einnig um snúningsstöðugleika, sem er þá mótstaðan gegn því að láta velta sér gegn því að láta sporðreisa sér eða kasta. Fjallar um það hvernig við verjumst ytri kröftum. Þetta er í raun og veru barátta kraftvægja og það sem við erum að horfa í er: hvernig get ég sem einstaklingur skapað stærra kraftvægi, til þess að mynda meiri snúningsstöðugleika hjá mér, og sigrast á andstæðingnum. Dæmi um það er kannski varnarleikur í handbolta eða eitthvað slíkt. Hvernig get ég komið mér í þannig stöðu og nýtt mér kraftana sem ég er að beita og kraftana sem einstaklingurinn er að beita með þeim hætti að ég hef betur í baráttunni um stöðuna. Að ég vinn návígið. Ég leitaði að þó nokkuð af góðum myndum fyrir handboltann, eða dæmi úr handbolta en fann kannski engar sem voru kannski ekki nógu skýrar. En ég vona að þið getið tengt við þetta. Það sem ég er að horfa í hérna er barátta krafta. Þá erum við svolítið að skoða vogararmana hérna. Hér er einn langur vogararmur, þessi er styttri. Þá snýst þetta um að þessi einstaklingur hér, hann þarf að skapa minni kraft af því hann er með lengri vogararm til þess að kasta þessum einstaklingi, á meðan einstaklingurinn hérna er í þeirri stöðu, að hann þarf að skapa meiri kraft af því hann er með styttri vogararm til þess að yfirvinna kraftinn sem er verið að beita hann hér. Nú en við ætlum að fara í gegnum ja, sjö punkta, held ég að þeir séu. Sjö punkta, sem hafa áhrif á stöðugleikann okkar. Og það hvernig við beitum okkur í já okkar sporti eða okkar daglegu athöfnum, svo sem getum við líka haft. Til þess að skapa eins mikinn stöðugleika og mögulegt er. Fyrsti punktur er stærð undirstöðuflatar. Og undirstöðuflöturinn er í raun og veru afmarkaður af þeim pörtum líkamans sem að snerta fast undirlag. Þannig að ef við sjáum hérna þessa tvo ágætu herramenn, þá myndum við reikna með að undirstöðuflöturinn er sem sagt, þegar báðir fætur snerta jörðina og þá er undirstöðuflöturinn, hérna teiknar þeir utan um fæturna á þeim og þeim mun stærri sem hann er. Það er að segja því mun gleiðari stöðu sem viðkomandi er með, þeim mun meiri stöðugleika. Þannig að stærri undirstöðuflötur þýðir meiri stöðugleiki. Og því mun meiri stöðugleiki þeim mun erfiðara er að eiga við leikmenn. Nú, undirstöðuflötur getur verið til dæmis að líka að nýta sér gólf og nýta sér veggi þó að það eigi kannski ekki við í handbolta. Og þá erum við með frábært dæmi í Gunnari Nelson, sem mig langar að sýna ykkur. Þetta er, eru tilvitnanir í okkar annars ágæta Dóra DNA úr bardaga Gunnars Nelson við Omari Akhmedov fyrir þó nokkru síðan. Hér segir Dóri: Menn segja að mjaðmirnar á Gunnari, þetta sé eins og að láta leggja Volkswagen Polo ofan á sér. Sko málið er, það er svo erfitt að losna undan Gunnari, hann er eins og teppi á þér. Og hvað á hann við með þessu? Gunnar Nelson er geggjaður í að skapa stóran undirstöðuflöt, munið þið undirstöðuflöturinn er í raun og veru þeir hlutar líkamans sem eru í snertingu við gólfið. Og þeim mun stærri undirstöðuflötur, þeim mun betra er jafnvægið, þeim mun betri er meiri er stöðugleikinn. Ég klippti hérna nokkur atriði út og þið sjáið hér er hann með fótinn, hér er hann með höfuðið, það snertir hérna niður og svo hér er hnéð að koma niður í stöðu. Þannig að hann er búinn að búa sér til hérna risastóran undirstöðuflöt til þess að vinna á. Þar af leiðandi er gríðarlega erfitt fyrir okkar annars ágæta Omari Akhmedov að reyna að koma sér úr þeirri stöðu. Fleiri klippur um það að sýna hvernig hversu vel Gunnari tekst að halda honum niðri, hér er hann með fæturna niðri, höfuðið keyrir hann ofan í brjóstkassann á honum, hér er annar fótur og aftur er hann búinn að búa sér til einhvers konar, einhvern góðan fermeter eða meira í undirstöðuflöt, og það er rosalega erfitt að eiga við það. Nú, þriðja og síðasta myndin úr þessum bardaga, síðasta dæmið. Hér sjáum við hann fótinn langt úti, með hnéð hérna niðri, þetta er stór undirstöðuflötur sem er erfitt við að eiga við. Ef við skoðum nokkur dæmi um undirstöðuflöt og til þess að kannski útskýra þetta aðeins betur fyrir ykkur. Að hér eru þá með fæturna og undirstöðuflöturinn afmarkast af utanmálinu hérna. Eftir því sem þessi flötur er stærri, þeim mun meiri stöðugleika höfum við. Hér sjáum við ef maður stendur á öðrum fæti þá er eðlilega undirstöðuflöturinn minni, hann er náttúrulega bara stærðin á fætinum á þér og þar af leiðandi höfum við minni stöðugleika þegar við stöndum í annan fótinn. Hér erum við svo komin með stöðu þar sem að viðkomandi er farinn að nota hendurnar með, tylla þeim niður annarri hendi eða báðum, og þar af leiðir að undirstöðuflöturinn verður töluvert stærri og við verðum stabílli. Nú þetta dæmi hérna kannski, bé liðurinn er dæmi um stöðu sem að við myndum ja sjá í handboltavörn, þar sem að þú stígur fram með annan fótinn. Sjáum það kannski hér á þessari mynd. Hér er undirstöðuflöturinn töluvert stærri heldur en ef við stöndum með fæturna saman, með mjaðmabreidd á milli fóta eða eitthvað svoleiðis. Sem gerir það að verkum að stöðugleikinn okkar er meiri. Nú, annað atriði sem að hjálpar okkur við að viðhalda stöðugleika er stefnulína aðdráttarafls og ég geri mér grein fyrir að þetta er ekki þægileg eða þjál íslensk þýðing en þetta er það besta sem ég get boðið. Þar að segja við erum með massamiðjuna okkar, center of gravity þar sem að við töluðum um hérna í upphafi, hún liggur svona sirka við S tvo í spjaldhryggnum og línan frá massamiðjunni, þyngdarpunktinum okkar og niður, það er stefnulína aðdráttarafls. Hérna sjáum við þá stefnulína aðdráttarafls er hérna beint niður og ef að þetta er undirstöðuflöturinn okkar að þá liggur hún hérna við miðjan undirstöðuflötinn. Það er mesti stöðugleikinn þegar stefnulína aðdráttarafls fer í gegnum miðja undirstöðuna og á ákveðnum tímapunktum er kostur fyrir okkur að færa stefnulínuna alveg í ystu brún undirstöðuflatar. Og það á kannski við um marga þætti, til dæmis ef við sjáum hér að ef við ætlum að ef við erum hérna með stefnulínu aðdráttarafls hérna í miðjunni að þá er stöðugleikinn mestur hjá okkur. En við ætlum okkur að stöðva andstæðing sem var að sækja að okkur úr þessari átt að þá er kostur fyrir okkur að færa stefnulínuna hérna alveg fram á brúnina, jafnvel aðeins fram fyrir án þess að missa jafnvægið til þess að við höfum lengra svæði hérna innan undirstöðuflatarins okkar til þess að vinna með þyngdaraflið okkar. Þannig að massamiðjan okkar geti færst alveg hingað aftur án þess að við missum jafnvægið, við erum búin að koma henni lengra fram þannig við getum mætt andstæðingnum okkar. Nú eins ef við erum að sækja ruðning eða eitthvað svoleiðis sem við erum búin að koma okkur í stöðu, andstæðingurinn er að koma á meiri ferðinni ef við myndum færa stefnulínu aðdráttaraflsins hérna alveg við ytri brún. Að þá væri auðveldara fyrir okkur að detta. Það þyrfti að við værum ekki eins stöðug í þá stefnu sem að er verið að sækja á okkur og þar af leiðir að við þurfum ekki að sækja brotið eins mikið og við hefðum annars þurft ef að massamiðjan okkar eða stefnulína aðdráttarafls væri fyrir miðju ef hún væri hérna fyrir framan. Nú annar þáttur, eða þriðji þátturinn sem að við fjöllum um sem að, sem að hefur áhrif á stöðugleikann okkar og það er hæð massamiðju frá jörðu. Og eins og þið sjáið á þessum ágætu myndum hérna að með því að lækka stöðu þyngdarpunktsins að þá eykst stöðugleikinn okkar. Sjáum hér ef við teiknum hérna upp þríhyrning hérna úr massamiðjunni okkar hérna niður á undirstöðuflötinn að þá fáum við þríhyrning sem er með stærri undirstöðuflöt, þar af leiðandi stöðugri ef að við erum búin að lækka massamiðjuna. Nú í flestum tilfellum eða í mörgum tilfellum eru lægri íþróttamenn stöðugri heldur en hærri íþróttamenn. Og við sjáum það kannski mjög glögglega í enska boltanum eða fótbolta svo sem almennt. Aguero einn sjötíu og þrír eitthvað svoleiðis, Mohamed Salah einn sjötíu og fimm, Messi í kringum einn og sjötíu. Þessir leikmenn sem að er svo erfitt að ýta, er svo erfitt að koma úr stöðu af því að massamiðjan þeirra er frá náttúrunnar henni nálægt jörðinni þá er erfiðara að ýta þeim heldur en ef þeir væru hávaxnari og gætu ekki beitt sér að sama skapi. Þannig að eftir því sem við erum nær jörðinni, þeim mun betra jafnvægi höfum við og ég var svona að velta fyrir mér til dæmis ef maður sæi fyrir sér línumann taka sér stöðu þar sem hann lækkar þyngdarhliðina, kemur sér niður, eykur stöðugleika sinn þar af leiðandi til þess að geta tekið á móti andstæðingnum á sama tíma og hann reynir að ýmist [UNK] eða þá grípa boltann og koma sér í skot. Nú og hér sjáum við svo í raun og veru bara þessa útfærslu af sömu myndum og við vorum að skoða hérna á síðustu glæru að ef í raun og veru höllum einstaklingnum jafnmikið að þá sjáum við að stefnulína aðdráttarafls er kominn út fyrir undirstöðuflötinn. Það segir okkur að þessi einstaklingur hér í þessari stöðu er búinn að missa jafnvægið og þarf að bregðast við með því að taka skref til hliðar eða eitthvað slíkt á meðan að þessi einstaklingur hér sem að fær sama halla er enn þá með stefnulínu aðdráttarafls fyrir innan undirstöðuflötinn og þar af leiðandi enn þá í jafnvægi. Annar hluti og nátengt tregðulögmálinu og tregðunni sem við vorum að tala um áðan, að við getum aukið stöðugleikann okkar með því að auka massann. Þungur einstaklingur með mikinn massa hefur meiri stöðugleika en léttur einstaklingur með lítinn massa. Þeim mun þyngri sem þú ert þeim mun erfiðara er að koma þér úr stöðu. Og aftur tregðulögmálið, ef þú ert mjög þungur að þá þarf stærri kraft til þess að yfirvinna tregðuna. Nú eitt dæmi um þetta er þessi ágæti herramaður ég veit ekki hversu vel þið fylgist með bandarískum körfubolta en þetta er Zion Williamson sem var valinn númer eitt í NBA draftinu í ár. Hann er tvö hundruð og einn sentimetrar og hundrað og tuttugu og níu kíló. Núll, núll módel og er mjög duglegur að borða skyr hef ég heyrt. En þið getið rétt ímyndað ykkur, leikmaður eins og hann tvöhundruð og einn sentimeter hundrað og tuttugu og níu kíló og gríðarlegan mikinn massa. Þannig það er gríðarlega erfitt að koma honum úr stöðu af því þú þarft að skapa svo mikinn kraft til þess að yfirvinna tregðuna sem að massinn hans býr til. Ef þú skoðar leikmenn eins og Karabatic sem er einn, níutíu og sex held ég að það sé, ég var eitthvað aðeins að gúggla og níutíu og fjögur kíló en hann er sko, hann er næstum því fjörutíu kílóum léttari heldur en Zion Williamson og bara fimm sentimetrum eða sex sentimetrum lægri. Þannig að hlutfallslega þá er þetta náttúrulega bara skrímsli þessi gæi. Plús það að hann hreyfir sig eins og köttur. En ef við skoðum þetta með massann aðeins og skoðum aðeins þessar vangaveltur okkar um, ja hver er besta þyngdin fyrir okkur sem handboltamenn eða besta þyngdin fyrir okkar leikstöðu. Þá var hérna smá samantekt frá heimsmeistaramótinu tvö þúsund og þrettán sem sýnir okkur að á heimsmeistaramótinu tvö þúsund og þrettán voru línumenn þyngstir, voru hlutfallslega marktækt þyngri heldur en aðrir leikmenn á mótinu. Skyttur, leikstjórnendurnir og línumenn eru hávaxnastir og hornamenn eru lægstir og léttastir. Og við setjum þetta aðeins í samhengi við hvaða kröfur gerir hver leikstaða fyrir okkur. Línumenn þurfa mikinn stöðugleika, þeir þurfa að geta að geta tekið sér stöðu, þeir þurfa að geta búið til blokkeringar, þeir þurfa að geta tekið þátt í ákveðnum slagsmálum, ákveðinni baráttu og þar af leiðandi er það hjálp fyrir þá að vera þyngri. Á meðan að hornamenn til dæmis þurfa að vera liprari, þurfa að koma taka fleiri stefnubreytingar, fleiri hröðunar og afhröðunar moment í hverjum leik, og þar af leiðandi getur maður áætlað að þeirra besta þyngd eða besta líkamssamsetning sé að vera lægri og aðeins léttari til þess að vera kvikari. Nú, aðrar áhugaverðar vangaveltur úr þessari grein og ég get látið ykkur hafa hana ef þið viljið, er að afrekshandboltamenn eru hærri og þyngri heldur en áhugamenn þannig að það hefur væntanlega eitthvað forspárgildi fyrir það hvort þú munt ná árangri eða hvort hversu líklegur þú ert til að ná árangri í handbolta er hversu hár og hversu þungur þú ert eða getur orðið. Og líka afrekshandboltamenn eru með lægri fitufrían massa en áhugamenn. Eðlilega kannski segir maður, en lægri fitufrír massi, þetta er nú einhver vitleysa hjá mér. Hærri fitufrír massi á þetta að vera, það er að segja að afrekshandboltamenn eru með hærri fitufrían massa og þar af leiðandi lægri fituprósentu en áhugamenn og það er mjög rökrétt þar sem að þeir ættu að vera með hærra hlutfall vöðvamassa, þeir ættu að vera sterkari, þeir ættu að vera betri til þess að mynda kraft. Þar af leiðandi ættu þeir að ná meiri skriðþunga, það ætti að vera erfiðara að verjast þeim og svo koll af kolli. Næsta atriði sem við ætlum að skoða er hvernig við getum aukið stöðugleika okkur með því að stækka undirstöðuflötinn í stefnu kraftanna sem að verka á okkur. Það er að segja stefnu ytri kraftana sem að verka á okkur. Það er sem sagt þannig að með því að stækka undirstöðu í átta aðkomandi krafti eykst stöðugleikinn og við getum séð til dæmis leikmaður hallar sér inn í höggið eða sóknarmanninn hérna. Stígur fram, hallar sér inn í sóknarmanninn og þar að leiðandi eykur stöðugleikann þinn. Þú ert búinn að stækka undirstöðuflötinn þinn í átt að kraftinum, þú ert búinn að færa línu aðdráttarafls hérna niður í átt að kraftinum og þar af leiðandi ertu búinn að auka stöðugleikann þinn og það eru minni líkur á að viðkomandi geti keyrt þig um koll. Nú, þetta á líka við um kraftmyndandi athafnir, til dæmis þegar við erum að kasta. Ef að við stækkum undirstöðuflötinn í þá stefnu sem við erum til dæmis að kasta, að þá gefur það okkur meiri stöðugleika og það gefur okkur meiri og lengri tíma til þess að beita krafti. Og þar af leiðandi fáum við stærra atlag. Dæmi hérna úr hafnabolta sjáum við að kastarinn, hann stækkar undirstöðuflötinn sinn í áttina að þeim sem hann ætlar að kasta boltanum til. Til þess að gefa honum lengri tíma til þess að vinna boltann. Þar af leiðandi getur hann beitt kraftinum, meiri krafti, lengri tíma, fengið stærra atlag og meiri hraða. Sama á við í handbolta en ég hafði baseball myndina með því að hún er svolítið skýrari. En hér sjáum við leikmann koma í skot og hann stækkar undirstöðuflötinn í áttina sem hann er að kasta. Nú við höfum svo sem aðeins kannski komið inná þetta, eðlilega þar sem að þetta svolítið blandast allt saman. Færsla á stefnulínu aðdráttarafls. Við erum búinn að fara aðeins yfir sem stefnulínu aðdráttarafls og við getum aukið stöðugleika okkar með því að færa stefnulínu aðdráttarafls í átt að aðkomandi krafti. Gefur okkur meiri tíma til að vinna gegn kraftinum eins og hér til dæmis, sama mynd og áðan hér erum við búin að stækka undirstöðuflötinn og stefnulína aðdráttarafls er komin framar, við erum að halla okkur inn í sóknarmanninn. Og það gefur okkur lengri tíma til þess að láta kraftinn verka á okkur og það dregur úr þá högginu sem við upplifum þegar að við fáum sóknarmanninn á okkur. Þetta eykur stöðugleika í eina átt það er að segja áttina sem að við erum að vinna á móti. En það dregur líka úr stöðugleikanum þá í gagnstæða átt þar sem við erum kominn með stefnulínu aðdráttarafls í, alveg í útjaðri undirstöðuflatarins eða þá út fyrir og þar af leiðandi þarf ekkert rosalega mikinn kraft úr sömu átt það er að segja sömu átt og við erum að beita kröftum til svo að við missum jafnvægið. Nú, þegar við erum að setja kraft í hlut, kasta eða eitthvað slíkt. Þá er best að að gera þetta öfugt það er að segja að byrja á því að færa stefnulínu aðdráttarafls hérna aftur fyrir undirstöðuflötinn til þess að gefa okkur lengri tíma til þess að færa þyngdarpunktinn okkar hérna fram fyrir. Og getum þá búið okkur til stærra atlag í kastinu. Sama dæmi hér sjáum við svona gróflega erum við búin að setja upp línu hérna þar sem að stefnulína aðdráttarafls virkar hérna beint niður. Fyrsta örin, og hún er í raun og veru fyrir utan undirstöðuflötinn og færist svo inn í eftir því sem að líður á kastið. Nú, þetta voru atriðin sem við vorum að fara í gegnum og eðlilega verður þetta ákveðin hrærigrautur en það sem að við þurfum að hafa í huga er stærð undirstöðuflatar. Við þurfum að hafa í huga stefnulínu aðdráttarafls, það er að segja erum við að halla okkur inn í, eða hvar erum við staðsett, hvar er massamiðjan okkar staðsett. Nú, hversu hár er þyngdarpunkturinn okkar? Er hann mjög hátt uppi og þar af leiðandi erum við ekki í jafn góðri stöðu til þess að mynda stöðugleika og ef við myndum lækka okkur, beygja okkur í hnjánum, beygja mjaðmirnar, koma okkur í betri stöðu og auka stöðugleikann okkar. Nú við getum aukið massann okkar til þess að auka stöðugleikann en þá þurfum við líka að vera meðvituð um að við séum ekki of þung og það sé ekki að koma niður á getu okkar til stefnubreytinga og aðra, annarra hluta sem að íþróttin okkar gerir kröfu um. Við getum aukið stærð undirstöðuflatarins í stefnu ytri krafta, tökum skrefið á móti skyttunni til dæmis og við getum hallað okkur inn í þá stöðu líka. Fært stefnulínu aðdráttarafls á móti andstæðingnum okkar og þar af leiðandi aukið stöðugleika. Nú þetta var þessi fyrirlestur, seinni fyrirlestur þessarar viku þannig að ég mun setja inn verkefni sem að þið munið leysa með hefðbundnum hætti og endilega eins og áfram ekki vera feimin við að hafa samband ef að eitthvað er. Í næstu viku þá munum við fara í gegnum greiningar á hreyfimunstri og svona skoða ákveðna þætti sem að er gott að hafa í huga þegar að við erum að greina hreyfingar, brjóta niður tækni og reyna að bæta iðkendur okkar tæknilega. Þangað til næst, takk fyrir.

Stöðugleiki

Áfram höldum við, seinni fyrirlesturinn í þessari viku fjallar um stöðugleika. Nú, stöðugleiki eða stability er nátengdur því sem við höfum verið að fjalla um núna í síðasta fyrirlestri. Það er að segja kraftvægjum, massa og tregðum. Það er þannig að því meiri stöðugleika sem við getum skapað þeim mun stærri ytri kröftum getum við unnið gegn. Og munið þið að ytri kraftar eru í raun og veru allir kraftar sem verka á okkur hvort sem það verka á okkur hvort um að það er andstæðingur eða þyngdaraflið eða mótvindur eða hvað það nú heitir. Nú, það er sumum íþróttamönnum eðlislægt og ég er sannfærður um að þið þekkið öll einhvern eða einhverja sem að vita hvernig er best er að hreyfa sig og hvernig best er að bregðast við mismunandi aðstæðum til þess að viðhalda sem mestum stöðugleika. Nú, því miður á það alls ekki við um alla og margir einstaklingar eiga erfitt með að finna sér stöður. Það er auðvelt að ýta þeim, það er auðvelt að stíga þá út eða koma þeim úr jafnvægi og margir hverjir eiga oft í erfiðleikum með að finna jafnvægi aftur. Nú, jafnvægi er í raun og veru eitthvað sem við getum skilgreint sem getu einstaklingsins til þess að aðlagast ytri kröftum og skapa eða viðhalda stöðugleika. Nú, kröfur til jafnvægis er eins og þið kannski sjáið á þessum tveimur myndum, misjafnar eftir kröfum íþróttagreinanna. Stundum þurfum við að geta haldið jafnvægi á stóru tánni, eða táberginu og bara velta fyrir okkur þyngdaraflinu, í öðrum stöðum höfum við stærri undirstöðuflöt til þess að vinna með. En við erum líka að fá einstakling á okkur sem að við þurfum að bregðast við. Við þurfum að aðlagast þeim kröftum sem að verka á okkur til þess að viðhalda stöðugleika og þar með jafnvægi. Nú, þegar við skoðum hugtakið stöðugleiki og hugtakið óstöðugleiki að þá eru þessar tvær myndir mjög góðar til þess að lýsa því og þær eru í raun og veru ekkert ósvipaður myndunum sem við sáum á síðustu glæru. Hér erum við með mjög stöðugan þríhyrning ef við segjum sem svo. Hérna erum við með þyngdarmiðjuna og hérna er lína aðdráttarkrafts eða gravity line, center of gravity liggur hér og undirstöðuflöturinn, það er að segja sá hluti þríhyrningsins sem snertir jörðina er mjög stór. Hérna aftur á móti erum við með óstöðugan þríhyrning eða óstöðugleika, ekkert ósvipað og ballettdansarinn okkar hérna áðan. Þar sem við erum með mjög lítinn undirstöðuflöt, center of gravity eða lína aðdráttarkrafts gengur hérna beint í gegn og hún hefur lítið svigrúm til hliðanna. Á móti því hérna megin höfum við mikið svigrúm til hliðanna án þess að við förum út fyrir undirstöðuflötinn okkar en smá hliðarskref hér gerir það að verkum að við erum kominn með línu aðdráttarkrafts eða center of gravity línuna okkar, út fyrir undirstöðuflötin og þar af leiðir að við þurfum að fara bregðast við, til dæmis með því að færa fótinn fram fyrir okkur eða eitthvað slíkt til þess að halda jafnvægi og færa undirstöðuflötinn okkar aftur, undir center of gravity. Komum aðeins nánar inn á það síðar. En svona í íþróttum að þá tölum við um línulegan stöðugleika, og línulegur stöðugleiki er nátengdur tregðunni sem við vorum að fjalla um. Og línulegur stöðugleiki er einfaldlega mótstaða gegn hreyfingu í ákveðna átt og mótstaða gegn því að vera stoppaður eða breyta um stefnu. Þetta er tregða og í kyrrstöðu að þá tengist þetta massa og svo núningsmótstöðu. Það er að segja hversu efnismikil, hversu þung erum við og hversu gott við innan höfum við það er að segja, er gott grip þar sem við stöndum, gott grip undir skónum okkar á parketinu eða eitthvað slíkt. Á ferð þá tengist þetta skriðþunga, þeim meiri skriðþunga sem við höfum, þeim mun meiri línulegan stöðugleika höfum við. Nú, aftur ekkert ósvipuð spurning og við ræddum um tengslin við tregðuna í tengslum við massann við tengslum við skriðþungann. Hvenær verður of mikill línulegur stöðugleiki ókostur? Og fyrst og fremst að þá er það í stefnubreytingum. Þeim mun meiri massi, þeim mun erfiðara er með meiri krafta þurfum við til þess að breyta um stefnu. Við þurfum að yfirvinna meiri tregðu, og þar af leiðandi getur línulegur stöðugleiki í of miklu magni orðið okkur dragbítur svo að segja. Ef að við erum að berjast á móti kvikari einstaklingum, það er að segja léttari og hreyfanlegri einstaklingum sem eru minni línulegan stöðugleika, og eiga þar af leiðandi auðveldara með að skipta um áttir, þá geti það orðið ókostur. Þannig að þetta snýst alltaf um að finna bestu mögulegu þyngdina fyrir okkar íþróttagrein, fyrir okkar leikstöðu. Ég skrifaði hér stefnubreytingar og dæmi um það er þá línumenn. Þannig að við þurfum að finna jafnvægi í okkar línulega stöðugleika og við þurfum að hugsa út í þessa þætti að ef það er mikill massi þá er mikil tregða. Ef það er mikil tregða þá þurfum við mikla krafta til að komast af stað og við þurfum að vera hlutfallslega mjög sterk. Það er að segja hlutfallslegur styrkur að það er hversu mörgum kílógrömmum getur þú lyft, per kílógramm þinnar líkamsþyngdar. Þannig að ef ég er hundrað kíló og ég lyfti hundrað kílóum þá er minn hlutfallslegi styrkur, segjum í hnébeygju, eitt kíló per eitt kíló líkamsþyngdar. Þannig að við þurfum að vera mjög sterk til þess að finna jafnvægi ef við erum með mikinn massa. Aftur er mikill línulegur stöðugleiki, dragbítur í íþróttagreinum sem krefjast háhraða athafna með snöggum stefnubreytingum. Þá skiljum við alltaf eftir spurninguna og ég vil gjarnan að þið veltið þessu aðeins fyrir ykkur, hver er hagkvæmasti massinn fyrir handbolta, hver er hagkvæmasta þyngdin fyrir handboltamann og skiptir leikstaðan máli. Skiptir máli hvort þú ert skytta, skiptir máli hvort þú ert línumaður, skiptir máli hvort þú ert hornamaður eða leikstjórnandi. Hvaða þýðingu hefur líkamsþyngd fyrir leikstöðuna þína. Hér er dæmi sem mig langaði að nefna við ykkur um leikmann í NFL með mikinn línulegan stöðugleika. Hans hlutverk er einfaldlega að bara hlaupa í gegnum varnarmenn og í gegnum tæklingar. Þar af leiðandi er Marshall Lynch einn áttatíu á hæð og níutíu og átta kíló. Það er ekkert spik á þessum gæja. Endilega kíkið á hann ef þið viljið skoða þetta, en þetta er sennilega besta dæmið um sportið sem ég get gefið ykkur um línulegan stöðugleika. Nú, við tölum einnig um snúningsstöðugleika, sem er þá mótstaðan gegn því að láta velta sér gegn því að láta sporðreisa sér eða kasta. Fjallar um það hvernig við verjumst ytri kröftum. Þetta er í raun og veru barátta kraftvægja og það sem við erum að horfa í er: hvernig get ég sem einstaklingur skapað stærra kraftvægi, til þess að mynda meiri snúningsstöðugleika hjá mér, og sigrast á andstæðingnum. Dæmi um það er kannski varnarleikur í handbolta eða eitthvað slíkt. Hvernig get ég komið mér í þannig stöðu og nýtt mér kraftana sem ég er að beita og kraftana sem einstaklingurinn er að beita með þeim hætti að ég hef betur í baráttunni um stöðuna. Að ég vinn návígið. Ég leitaði að þó nokkuð af góðum myndum fyrir handboltann, eða dæmi úr handbolta en fann kannski engar sem voru kannski ekki nógu skýrar. En ég vona að þið getið tengt við þetta. Það sem ég er að horfa í hérna er barátta krafta. Þá erum við svolítið að skoða vogararmana hérna. Hér er einn langur vogararmur, þessi er styttri. Þá snýst þetta um að þessi einstaklingur hér, hann þarf að skapa minni kraft af því hann er með lengri vogararm til þess að kasta þessum einstaklingi, á meðan einstaklingurinn hérna er í þeirri stöðu, að hann þarf að skapa meiri kraft af því hann er með styttri vogararm til þess að yfirvinna kraftinn sem er verið að beita hann hér. Nú en við ætlum að fara í gegnum ja, sjö punkta, held ég að þeir séu. Sjö punkta, sem hafa áhrif á stöðugleikann okkar. Og það hvernig við beitum okkur í já okkar sporti eða okkar daglegu athöfnum, svo sem getum við líka haft. Til þess að skapa eins mikinn stöðugleika og mögulegt er. Fyrsti punktur er stærð undirstöðuflatar. Og undirstöðuflöturinn er í raun og veru afmarkaður af þeim pörtum líkamans sem að snerta fast undirlag. Þannig að ef við sjáum hérna þessa tvo ágætu herramenn, þá myndum við reikna með að undirstöðuflöturinn er sem sagt, þegar báðir fætur snerta jörðina og þá er undirstöðuflöturinn, hérna teiknar þeir utan um fæturna á þeim og þeim mun stærri sem hann er. Það er að segja því mun gleiðari stöðu sem viðkomandi er með, þeim mun meiri stöðugleika. Þannig að stærri undirstöðuflötur þýðir meiri stöðugleiki. Og því mun meiri stöðugleiki þeim mun erfiðara er að eiga við leikmenn. Nú, undirstöðuflötur getur verið til dæmis að líka að nýta sér gólf og nýta sér veggi þó að það eigi kannski ekki við í handbolta. Og þá erum við með frábært dæmi í Gunnari Nelson, sem mig langar að sýna ykkur. Þetta er, eru tilvitnanir í okkar annars ágæta Dóra DNA úr bardaga Gunnars Nelson við Omari Akhmedov fyrir þó nokkru síðan. Hér segir Dóri: Menn segja að mjaðmirnar á Gunnari, þetta sé eins og að láta leggja Volkswagen Polo ofan á sér. Sko málið er, það er svo erfitt að losna undan Gunnari, hann er eins og teppi á þér. Og hvað á hann við með þessu? Gunnar Nelson er geggjaður í að skapa stóran undirstöðuflöt, munið þið undirstöðuflöturinn er í raun og veru þeir hlutar líkamans sem eru í snertingu við gólfið. Og þeim mun stærri undirstöðuflötur, þeim mun betra er jafnvægið, þeim mun betri er meiri er stöðugleikinn. Ég klippti hérna nokkur atriði út og þið sjáið hér er hann með fótinn, hér er hann með höfuðið, það snertir hérna niður og svo hér er hnéð að koma niður í stöðu. Þannig að hann er búinn að búa sér til hérna risastóran undirstöðuflöt til þess að vinna á. Þar af leiðandi er gríðarlega erfitt fyrir okkar annars ágæta Omari Akhmedov að reyna að koma sér úr þeirri stöðu. Fleiri klippur um það að sýna hvernig hversu vel Gunnari tekst að halda honum niðri, hér er hann með fæturna niðri, höfuðið keyrir hann ofan í brjóstkassann á honum, hér er annar fótur og aftur er hann búinn að búa sér til einhvers konar, einhvern góðan fermeter eða meira í undirstöðuflöt, og það er rosalega erfitt að eiga við það. Nú, þriðja og síðasta myndin úr þessum bardaga, síðasta dæmið. Hér sjáum við hann fótinn langt úti, með hnéð hérna niðri, þetta er stór undirstöðuflötur sem er erfitt við að eiga við. Ef við skoðum nokkur dæmi um undirstöðuflöt og til þess að kannski útskýra þetta aðeins betur fyrir ykkur. Að hér eru þá með fæturna og undirstöðuflöturinn afmarkast af utanmálinu hérna. Eftir því sem þessi flötur er stærri, þeim mun meiri stöðugleika höfum við. Hér sjáum við ef maður stendur á öðrum fæti þá er eðlilega undirstöðuflöturinn minni, hann er náttúrulega bara stærðin á fætinum á þér og þar af leiðandi höfum við minni stöðugleika þegar við stöndum í annan fótinn. Hér erum við svo komin með stöðu þar sem að viðkomandi er farinn að nota hendurnar með, tylla þeim niður annarri hendi eða báðum, og þar af leiðir að undirstöðuflöturinn verður töluvert stærri og við verðum stabílli. Nú þetta dæmi hérna kannski, bé liðurinn er dæmi um stöðu sem að við myndum ja sjá í handboltavörn, þar sem að þú stígur fram með annan fótinn. Sjáum það kannski hér á þessari mynd. Hér er undirstöðuflöturinn töluvert stærri heldur en ef við stöndum með fæturna saman, með mjaðmabreidd á milli fóta eða eitthvað svoleiðis. Sem gerir það að verkum að stöðugleikinn okkar er meiri. Nú, annað atriði sem að hjálpar okkur við að viðhalda stöðugleika er stefnulína aðdráttarafls og ég geri mér grein fyrir að þetta er ekki þægileg eða þjál íslensk þýðing en þetta er það besta sem ég get boðið. Þar að segja við erum með massamiðjuna okkar, center of gravity þar sem að við töluðum um hérna í upphafi, hún liggur svona sirka við S tvo í spjaldhryggnum og línan frá massamiðjunni, þyngdarpunktinum okkar og niður, það er stefnulína aðdráttarafls. Hérna sjáum við þá stefnulína aðdráttarafls er hérna beint niður og ef að þetta er undirstöðuflöturinn okkar að þá liggur hún hérna við miðjan undirstöðuflötinn. Það er mesti stöðugleikinn þegar stefnulína aðdráttarafls fer í gegnum miðja undirstöðuna og á ákveðnum tímapunktum er kostur fyrir okkur að færa stefnulínuna alveg í ystu brún undirstöðuflatar. Og það á kannski við um marga þætti, til dæmis ef við sjáum hér að ef við ætlum að ef við erum hérna með stefnulínu aðdráttarafls hérna í miðjunni að þá er stöðugleikinn mestur hjá okkur. En við ætlum okkur að stöðva andstæðing sem var að sækja að okkur úr þessari átt að þá er kostur fyrir okkur að færa stefnulínuna hérna alveg fram á brúnina, jafnvel aðeins fram fyrir án þess að missa jafnvægið til þess að við höfum lengra svæði hérna innan undirstöðuflatarins okkar til þess að vinna með þyngdaraflið okkar. Þannig að massamiðjan okkar geti færst alveg hingað aftur án þess að við missum jafnvægið, við erum búin að koma henni lengra fram þannig við getum mætt andstæðingnum okkar. Nú eins ef við erum að sækja ruðning eða eitthvað svoleiðis sem við erum búin að koma okkur í stöðu, andstæðingurinn er að koma á meiri ferðinni ef við myndum færa stefnulínu aðdráttaraflsins hérna alveg við ytri brún. Að þá væri auðveldara fyrir okkur að detta. Það þyrfti að við værum ekki eins stöðug í þá stefnu sem að er verið að sækja á okkur og þar af leiðir að við þurfum ekki að sækja brotið eins mikið og við hefðum annars þurft ef að massamiðjan okkar eða stefnulína aðdráttarafls væri fyrir miðju ef hún væri hérna fyrir framan. Nú annar þáttur, eða þriðji þátturinn sem að við fjöllum um sem að, sem að hefur áhrif á stöðugleikann okkar og það er hæð massamiðju frá jörðu. Og eins og þið sjáið á þessum ágætu myndum hérna að með því að lækka stöðu þyngdarpunktsins að þá eykst stöðugleikinn okkar. Sjáum hér ef við teiknum hérna upp þríhyrning hérna úr massamiðjunni okkar hérna niður á undirstöðuflötinn að þá fáum við þríhyrning sem er með stærri undirstöðuflöt, þar af leiðandi stöðugri ef að við erum búin að lækka massamiðjuna. Nú í flestum tilfellum eða í mörgum tilfellum eru lægri íþróttamenn stöðugri heldur en hærri íþróttamenn. Og við sjáum það kannski mjög glögglega í enska boltanum eða fótbolta svo sem almennt. Aguero einn sjötíu og þrír eitthvað svoleiðis, Mohamed Salah einn sjötíu og fimm, Messi í kringum einn og sjötíu. Þessir leikmenn sem að er svo erfitt að ýta, er svo erfitt að koma úr stöðu af því að massamiðjan þeirra er frá náttúrunnar henni nálægt jörðinni þá er erfiðara að ýta þeim heldur en ef þeir væru hávaxnari og gætu ekki beitt sér að sama skapi. Þannig að eftir því sem við erum nær jörðinni, þeim mun betra jafnvægi höfum við og ég var svona að velta fyrir mér til dæmis ef maður sæi fyrir sér línumann taka sér stöðu þar sem hann lækkar þyngdarhliðina, kemur sér niður, eykur stöðugleika sinn þar af leiðandi til þess að geta tekið á móti andstæðingnum á sama tíma og hann reynir að ýmist [UNK] eða þá grípa boltann og koma sér í skot. Nú og hér sjáum við svo í raun og veru bara þessa útfærslu af sömu myndum og við vorum að skoða hérna á síðustu glæru að ef í raun og veru höllum einstaklingnum jafnmikið að þá sjáum við að stefnulína aðdráttarafls er kominn út fyrir undirstöðuflötinn. Það segir okkur að þessi einstaklingur hér í þessari stöðu er búinn að missa jafnvægið og þarf að bregðast við með því að taka skref til hliðar eða eitthvað slíkt á meðan að þessi einstaklingur hér sem að fær sama halla er enn þá með stefnulínu aðdráttarafls fyrir innan undirstöðuflötinn og þar af leiðandi enn þá í jafnvægi. Annar hluti og nátengt tregðulögmálinu og tregðunni sem við vorum að tala um áðan, að við getum aukið stöðugleikann okkar með því að auka massann. Þungur einstaklingur með mikinn massa hefur meiri stöðugleika en léttur einstaklingur með lítinn massa. Þeim mun þyngri sem þú ert þeim mun erfiðara er að koma þér úr stöðu. Og aftur tregðulögmálið, ef þú ert mjög þungur að þá þarf stærri kraft til þess að yfirvinna tregðuna. Nú eitt dæmi um þetta er þessi ágæti herramaður ég veit ekki hversu vel þið fylgist með bandarískum körfubolta en þetta er Zion Williamson sem var valinn númer eitt í NBA draftinu í ár. Hann er tvö hundruð og einn sentimetrar og hundrað og tuttugu og níu kíló. Núll, núll módel og er mjög duglegur að borða skyr hef ég heyrt. En þið getið rétt ímyndað ykkur, leikmaður eins og hann tvöhundruð og einn sentimeter hundrað og tuttugu og níu kíló og gríðarlegan mikinn massa. Þannig það er gríðarlega erfitt að koma honum úr stöðu af því þú þarft að skapa svo mikinn kraft til þess að yfirvinna tregðuna sem að massinn hans býr til. Ef þú skoðar leikmenn eins og Karabatic sem er einn, níutíu og sex held ég að það sé, ég var eitthvað aðeins að gúggla og níutíu og fjögur kíló en hann er sko, hann er næstum því fjörutíu kílóum léttari heldur en Zion Williamson og bara fimm sentimetrum eða sex sentimetrum lægri. Þannig að hlutfallslega þá er þetta náttúrulega bara skrímsli þessi gæi. Plús það að hann hreyfir sig eins og köttur. En ef við skoðum þetta með massann aðeins og skoðum aðeins þessar vangaveltur okkar um, ja hver er besta þyngdin fyrir okkur sem handboltamenn eða besta þyngdin fyrir okkar leikstöðu. Þá var hérna smá samantekt frá heimsmeistaramótinu tvö þúsund og þrettán sem sýnir okkur að á heimsmeistaramótinu tvö þúsund og þrettán voru línumenn þyngstir, voru hlutfallslega marktækt þyngri heldur en aðrir leikmenn á mótinu. Skyttur, leikstjórnendurnir og línumenn eru hávaxnastir og hornamenn eru lægstir og léttastir. Og við setjum þetta aðeins í samhengi við hvaða kröfur gerir hver leikstaða fyrir okkur. Línumenn þurfa mikinn stöðugleika, þeir þurfa að geta að geta tekið sér stöðu, þeir þurfa að geta búið til blokkeringar, þeir þurfa að geta tekið þátt í ákveðnum slagsmálum, ákveðinni baráttu og þar af leiðandi er það hjálp fyrir þá að vera þyngri. Á meðan að hornamenn til dæmis þurfa að vera liprari, þurfa að koma taka fleiri stefnubreytingar, fleiri hröðunar og afhröðunar moment í hverjum leik, og þar af leiðandi getur maður áætlað að þeirra besta þyngd eða besta líkamssamsetning sé að vera lægri og aðeins léttari til þess að vera kvikari. Nú, aðrar áhugaverðar vangaveltur úr þessari grein og ég get látið ykkur hafa hana ef þið viljið, er að afrekshandboltamenn eru hærri og þyngri heldur en áhugamenn þannig að það hefur væntanlega eitthvað forspárgildi fyrir það hvort þú munt ná árangri eða hvort hversu líklegur þú ert til að ná árangri í handbolta er hversu hár og hversu þungur þú ert eða getur orðið. Og líka afrekshandboltamenn eru með lægri fitufrían massa en áhugamenn. Eðlilega kannski segir maður, en lægri fitufrír massi, þetta er nú einhver vitleysa hjá mér. Hærri fitufrír massi á þetta að vera, það er að segja að afrekshandboltamenn eru með hærri fitufrían massa og þar af leiðandi lægri fituprósentu en áhugamenn og það er mjög rökrétt þar sem að þeir ættu að vera með hærra hlutfall vöðvamassa, þeir ættu að vera sterkari, þeir ættu að vera betri til þess að mynda kraft. Þar af leiðandi ættu þeir að ná meiri skriðþunga, það ætti að vera erfiðara að verjast þeim og svo koll af kolli. Næsta atriði sem við ætlum að skoða er hvernig við getum aukið stöðugleika okkur með því að stækka undirstöðuflötinn í stefnu kraftanna sem að verka á okkur. Það er að segja stefnu ytri kraftana sem að verka á okkur. Það er sem sagt þannig að með því að stækka undirstöðu í átta aðkomandi krafti eykst stöðugleikinn og við getum séð til dæmis leikmaður hallar sér inn í höggið eða sóknarmanninn hérna. Stígur fram, hallar sér inn í sóknarmanninn og þar að leiðandi eykur stöðugleikann þinn. Þú ert búinn að stækka undirstöðuflötinn þinn í átt að kraftinum, þú ert búinn að færa línu aðdráttarafls hérna niður í átt að kraftinum og þar af leiðandi ertu búinn að auka stöðugleikann þinn og það eru minni líkur á að viðkomandi geti keyrt þig um koll. Nú, þetta á líka við um kraftmyndandi athafnir, til dæmis þegar við erum að kasta. Ef að við stækkum undirstöðuflötinn í þá stefnu sem við erum til dæmis að kasta, að þá gefur það okkur meiri stöðugleika og það gefur okkur meiri og lengri tíma til þess að beita krafti. Og þar af leiðandi fáum við stærra atlag. Dæmi hérna úr hafnabolta sjáum við að kastarinn, hann stækkar undirstöðuflötinn sinn í áttina að þeim sem hann ætlar að kasta boltanum til. Til þess að gefa honum lengri tíma til þess að vinna boltann. Þar af leiðandi getur hann beitt kraftinum, meiri krafti, lengri tíma, fengið stærra atlag og meiri hraða. Sama á við í handbolta en ég hafði baseball myndina með því að hún er svolítið skýrari. En hér sjáum við leikmann koma í skot og hann stækkar undirstöðuflötinn í áttina sem hann er að kasta. Nú við höfum svo sem aðeins kannski komið inná þetta, eðlilega þar sem að þetta svolítið blandast allt saman. Færsla á stefnulínu aðdráttarafls. Við erum búinn að fara aðeins yfir sem stefnulínu aðdráttarafls og við getum aukið stöðugleika okkar með því að færa stefnulínu aðdráttarafls í átt að aðkomandi krafti. Gefur okkur meiri tíma til að vinna gegn kraftinum eins og hér til dæmis, sama mynd og áðan hér erum við búin að stækka undirstöðuflötinn og stefnulína aðdráttarafls er komin framar, við erum að halla okkur inn í sóknarmanninn. Og það gefur okkur lengri tíma til þess að láta kraftinn verka á okkur og það dregur úr þá högginu sem við upplifum þegar að við fáum sóknarmanninn á okkur. Þetta eykur stöðugleika í eina átt það er að segja áttina sem að við erum að vinna á móti. En það dregur líka úr stöðugleikanum þá í gagnstæða átt þar sem við erum kominn með stefnulínu aðdráttarafls í, alveg í útjaðri undirstöðuflatarins eða þá út fyrir og þar af leiðandi þarf ekkert rosalega mikinn kraft úr sömu átt það er að segja sömu átt og við erum að beita kröftum til svo að við missum jafnvægið. Nú, þegar við erum að setja kraft í hlut, kasta eða eitthvað slíkt. Þá er best að að gera þetta öfugt það er að segja að byrja á því að færa stefnulínu aðdráttarafls hérna aftur fyrir undirstöðuflötinn til þess að gefa okkur lengri tíma til þess að færa þyngdarpunktinn okkar hérna fram fyrir. Og getum þá búið okkur til stærra atlag í kastinu. Sama dæmi hér sjáum við svona gróflega erum við búin að setja upp línu hérna þar sem að stefnulína aðdráttarafls virkar hérna beint niður. Fyrsta örin, og hún er í raun og veru fyrir utan undirstöðuflötinn og færist svo inn í eftir því sem að líður á kastið. Nú, þetta voru atriðin sem við vorum að fara í gegnum og eðlilega verður þetta ákveðin hrærigrautur en það sem að við þurfum að hafa í huga er stærð undirstöðuflatar. Við þurfum að hafa í huga stefnulínu aðdráttarafls, það er að segja erum við að halla okkur inn í, eða hvar erum við staðsett, hvar er massamiðjan okkar staðsett. Nú, hversu hár er þyngdarpunkturinn okkar? Er hann mjög hátt uppi og þar af leiðandi erum við ekki í jafn góðri stöðu til þess að mynda stöðugleika og ef við myndum lækka okkur, beygja okkur í hnjánum, beygja mjaðmirnar, koma okkur í betri stöðu og auka stöðugleikann okkar. Nú við getum aukið massann okkar til þess að auka stöðugleikann en þá þurfum við líka að vera meðvituð um að við séum ekki of þung og það sé ekki að koma niður á getu okkar til stefnubreytinga og aðra, annarra hluta sem að íþróttin okkar gerir kröfu um. Við getum aukið stærð undirstöðuflatarins í stefnu ytri krafta, tökum skrefið á móti skyttunni til dæmis og við getum hallað okkur inn í þá stöðu líka. Fært stefnulínu aðdráttarafls á móti andstæðingnum okkar og þar af leiðandi aukið stöðugleika. Nú þetta var þessi fyrirlestur, seinni fyrirlestur þessarar viku þannig að ég mun setja inn verkefni sem að þið munið leysa með hefðbundnum hætti og endilega eins og áfram ekki vera feimin við að hafa samband ef að eitthvað er. Í næstu viku þá munum við fara í gegnum greiningar á hreyfimunstri og svona skoða ákveðna þætti sem að er gott að hafa í huga þegar að við erum að greina hreyfingar, brjóta niður tækni og reyna að bæta iðkendur okkar tæknilega. Þangað til næst, takk fyrir.