×

Mes naudojame slapukus, kad padėtume pagerinti LingQ. Apsilankę avetainėje Jūs sutinkate su mūsų slapukų politika.


image

Leiðarvísir í ástamálum - Karlmenn, Mentun

Mentun

Mentun.

Mentaður maður og víðsýnn er æfinlega eftirlætisgoð kvenna, og honum veitist það auðvelt, að ná hylli þeirra. Konunni finst það eðlilegt, að karlmaðurinn sé henni fremri að mentun, eigi síður en líkamlegu atgervi. Þess vegna getur heimskinginn — þótt fríður sé — aldrei gert sér von um, að standa hinum á sporði í ástamálum.

Þú þarft einnig að hafa ákveðnar skoðanir og eiga andleg áhugamál. Þér er eigi nóg að nota skoðanir Morgunblaðsins og Alþýðublaðsins — sem breytast stundum daglega —, heldur verður þú af eigin dómgreind að gera mun á réttu og röngu. Þú verður að temja þér rökrétta hugsun, því að djarfur hugsunarháttur er mikils virði í augum kvenfólksins.

Íþróttir eru fyrirtaks meðal til þess að læra að hugsa af viti. Glímur, sund og leikfimi stæla eigi að eins vöðvana og glæða eftirtekt augans, en ala einnig af sér táp og vilja. Sálin og líkaminn eru tengd mjög nánum böndum, og sé annaðhvort vanrækt vanrækist hvorttveggja.

Þú hefir nú heyrt, hversu mentun og víðsýni eru gott vopn í höndum karlmanna, þegar þeir ætla að vinna hinn ramgerva kastala: konuhjartað, en að endingu vil eg benda þér á, hvað mörgum hættir við að misbeita því. Það er t.d. ekki sjaldgæft í samkvæmum að heyra menn slá sig til riddara með hinum og þessum afrekssögum um sjálfa sig. Þetta hendir jafnvel hina gáfuðustu menn. En slíkar sögur missa marks. Þú mátt eigi auglýsa sjálfan þig. Og eigi mátt þú heldur vera of margorður, svo að konur geti einnig sagt sitt álit.

Mentun Ausbildung Education Onderwijs

**Mentun. **

Mentaður maður og víðsýnn er æfinlega eftirlætisgoð kvenna, og honum veitist það auðvelt, að ná hylli þeirra. An educated and open-minded man is a favorite idol of women, and it is easy for him to gain their favor. Konunni finst það eðlilegt, að karlmaðurinn sé henni fremri að mentun, eigi síður en líkamlegu atgervi. The woman finds it natural that the man is superior to her in terms of education, no less than physical performance. Þess vegna getur heimskinginn — þótt fríður sé — aldrei gert sér von um, að standa hinum á sporði í ástamálum. That's why the fool - even if he is handsome - can never hope to stand up to others in matters of love.

Þú þarft einnig að hafa ákveðnar skoðanir og eiga andleg áhugamál. You also need to have certain beliefs and spiritual interests. Þér er eigi nóg að nota skoðanir Morgunblaðsins og Alþýðublaðsins — sem breytast stundum daglega —, heldur verður þú af eigin dómgreind að gera mun á réttu og röngu. It is not enough for you to use the opinions of Morgunblaðin and Alðiðublaðin - which sometimes change daily - but you must use your own judgment to distinguish between right and wrong. Þú verður að temja þér rökrétta hugsun, því að djarfur hugsunarháttur er mikils virði í augum kvenfólksins. You must cultivate logical thinking, because a bold way of thinking is of great value in the eyes of women.

Íþróttir eru fyrirtaks meðal til þess að læra að hugsa af viti. Sports are a great way to learn to think wisely. Glímur, sund og leikfimi stæla eigi að eins vöðvana og glæða eftirtekt augans, en ala einnig af sér táp og vilja. Wrestling, swimming and gymnastics should not only tone the muscles and sharpen the attention of the eye, but also produce strength and will. Sálin og líkaminn eru tengd mjög nánum böndum, og sé annaðhvort vanrækt vanrækist hvorttveggja. The soul and the body are very closely connected, and if either is neglected, both are neglected.

Þú hefir nú heyrt, hversu mentun og víðsýni eru gott vopn í höndum karlmanna, þegar þeir ætla að vinna hinn ramgerva kastala: konuhjartað, en að endingu vil eg benda þér á, hvað mörgum hættir við að misbeita því. You have now heard how education and open-mindedness are good weapons in the hands of men when they are going to win the ramshackle castle: the woman's heart, but in conclusion I would like to point out to you how many risk to misuse it. Það er t.d. ekki sjaldgæft í samkvæmum að heyra menn slá sig til riddara með hinum og þessum afrekssögum um sjálfa sig. it's not rare in social gatherings to hear people knighting themselves with stories of their own accomplishments. Þetta hendir jafnvel hina gáfuðustu menn. En slíkar sögur missa marks. But such stories miss the point. Þú mátt eigi auglýsa sjálfan þig. Og eigi mátt þú heldur vera of margorður, svo að konur geti einnig sagt sitt álit.