×

We gebruiken cookies om LingQ beter te maken. Als u de website bezoekt, gaat u akkoord met onze cookiebeleid.

image

Samfélagið: Pistlar á RÚV, Þurfum að endurhugsa hagvöxt

Þurfum að endurhugsa hagvöxt

Hvað veitir okkur hamingju?

Umsvif okkar mannfólksins undanfarna áratugi, sérstaklega umsvif þeirra okkar sem búum í iðnvæddum ríkjum, hafa skapað neyðarástand í umhverfismálum. Við stöndum frammi fyrir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga, vegna eyðileggingar vistkerfa og vegna taps á líffræðilegri fjölbreytni. Neysla, sóun og tilheyrandi mengun eru helstu orsakir þessa neyðarástands og eru það bjöguð gildi vestrænna ríkja sem hafa ýtt undir þessa þætti.

Til að takast á við þessar gríðarstóru áskoranir þurfum við því að endurhugsa grunngildi okkar sem einstaklinga og sem samfélag. Við þurfum að spyrja okkur sjálf um tilgang lífsins og forgangsraða því sem okkur þykir raunverulega mikilvægt, því sem okkur þykir raunverulega vænt um, og takmarka þar með eyðileggingu á náttúrunni. Við þurfum að spyrja okkur spurninga líkt og: Hvað veitir okkur hamingju?

Persónulega, þá veit ég að það sem veitir mér hamingju er að verja tíma með fjölskyldunni minni, að eiga djúpar samræður með vinum mínum, að upplifa náttúrufegurð, og að leggja vinnu í verkefni sem ég veit að hafa jákvæð áhrif á samfélagið.

Ég held ég tali fyrir okkur flest þegar ég segi að hlutir og peningar séu ekki það sem veiti okkur raunverulega hamingju. Og þegar ég tala um hamingju í þessu samhengi þá á ég við lífsgleði sem við upplifum yfir lengri tíma heldur en þá skammtíma-ánægju sem við finnum fyrir, til dæmis þegar við borðum eitthvað bragðgott.

Að mínu mati er það þessi hamingja, þessi langtíma lífsgleði sem við eigum að sækjast eftir sem einstaklingar og sem samfélag - en þetta virðist ekki vera raunin nú á dögum. Okkar vestrænu gildi virðast snúast um mikinn hraða í daglegu lífi, skilvirkni, einstaklingshyggju, peninga og neysluhyggju. Vegna þessa vinnum við flest mikið, erum alltaf á þeytingi, erum þreytt og höfum takmarkaðan tíma til að vera með þeim sem okkur þykir vænt um og gera annað sem okkur þykir skemmtilegt.

Vissulega eru peningar mikilvægir. Þeir gera okkur kleift að uppfylla okkar grunnþarfir svo sem að fæða okkur og klæða og eiga í hús að venda. Upp að vissu marki geta peningar því aukið vellíðan okkar, en á ákveðnum tímapunkti þá hættir aukinn kaupmáttur að auka hamingju, eða lífsgleði okkar. Það er víst þannig að peningar geta ekki keypt allt. Peningar geta kannski keypt hluti, en neysla, umfram okkar grunnþarfir, skapar ekki langtímahamingju.

Hagvöxturinn ofar öllu

Í núverandi hagkerfi þá veldur hagvöxtur í flestum tilvikum aukinni losun gróðurhúsalofttegunda og/eða eyðileggingu á náttúrunni. Sem dæmi má nefna skaðleg umhverfisáhrif nokkurra stærstu atvinnugreinanna hérna á Íslandi. Fiskveiðar valda losun gróðurhúsalofttegunda vegna brennslu eldsneytis og í sumum tilfellum raski á sjávarvistkerfum. Ferðaþjónustan veldur í mörgum tilfellum losun gróðurhúsalofttegunda, til dæmis vegna flugferða og bílaumferðar auk þess sem mikið álag verður oft á náttúru landsins vegna fjölda ferðamanna. Álframleiðsla losar mikið magn gróðurhúsalofttegunda, þarfnast mikillar raforku sem er yfirleitt fengin með því að sökkva ósnortnum víðernum auk þess sem námugröftur til að útvega súrál veldur miklum umhverfisspjöllum. Svona mætti lengi telja.

Þetta þarf að breytast. Bæði þurfum við að draga úr óþarfa neyslu sem eykur ekki lífsgæði okkar og við þurfum að sjá til þess að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum þeirrar starfsemi sem við þurfum á að halda til að uppfylla okkar grunnþarfir.

Við þurfum að gera okkur grein fyrir að stöðugt loftslag og heilbrigð vistkerfi eru undirstöður alls. Þessir tveir þættir eru grundvallarforsendur okkar tilveru. Ef við ímyndum okkur þessi þrjú stóru kerfi; náttúruna, samfélagið og hagkerfið, þá er náttúran æðsta kerfið þar sem hún er forsenda þess að samfélög okkar geti þrifist og svo situr hagkerfið innan ramma samfélagsins og á að þjóna því. Samfélög okkar og hagkerfið eru því háð mörkum náttúrunnar og þurfum við að virða þetta lögmál.

Þrátt fyrir fögur orð stjórnvalda um þróun og notkun nýrra velsældarvísa þá er hagvöxtur enn sá mælikvarði sem samfélagið og stjórnvöld líta á sem æðsta mælikvarða fyrir þróun og velferð. Þessu þurfum við að breyta til að endurspegla breytt gildi sem við þurfum að tileinka okkur. Við þurfum að tileinka okkur nýja sýn á tilgang hagkerfisins og hvernig við notum það, því hagkerfið er tól sem við eigum að nota í þágu samfélagsins en ekki öfugt.

Breski hagfræðingurinn Kate Raworth hefur hlotið heimsathygli fyrir kenningu sína um kleinuhringjahagfræði sem hún kynnti árið 2017. Þessi kenning gerir akkúrat það sem ég nefni að við þurfum að gera: Hún endurhugsar tilgang hagkerfisins með þarfir samfélagsins og mörk náttúrunar að leiðarljósi. Eins og nafn kenningarinnar gefur til kynna þá myndgerir Raworth þetta nýja hagkerfi í formi kleinuhrings með gati í miðjunni; svolítið eins og íslenska kringlu í laginu. Gatið í miðjunni táknar fátækt og er markmiðið að færa alla í samfélaginu úr gatinu og yfir á kleinuhringjasvæðið þar sem þarfir allra eru uppfylltar. Ytri lína kleinuhringsins eru hins vegar efri mörk sem tákna þolmörk náttúrunnar. Það er því jafn óæskilegt að fara út fyrir hringinn og að vera í miðju hans. Hinn gullni meðalvegur liggur inni í kleinuhringnum.

Þessi kleinuhringjakenning leggur því til að í stað þess að leitast eftir endalausum hagvexti þurfum við að hámarka velferð sem flestra samtímis þess að virða eðlisfræðileg og efnafræðileg mörk náttúrunnar.

Möguleikinn til staðar

Það eru til margar lausnir og það að hrinda þeim í framkvæmd er bráðnauðsynlegt í ljósi þess neyðarástands sem ríkir. Sem samfélag þurfum við að umbreyta grunngildum okkar og með þessari umbyltingu þarf skipulag samfélags okkar einnig að breytast. Þegar talað er um að það þurfi kerfisbreytingar til að leysa loftslagsvandann, þá er átt við einmitt þetta. Vilji stjórnvalda er hins vegar það eina sem vantar upp á. Þó að við sem einstaklingar getum slitið okkur frá úreltum gildum neyslu- og einstaklingshyggjunnar og tileinkað okkur ný og betri gildi í þágu umhverfisins, þá er mjög erfitt fyrir okkur að framfylgja þessum gildum ef stjórnvöld hjálpa ekki til við að umbreyta úreltum kerfum sem byggja á þessum úreltu gildum. Stjórnvöld þurfa markvisst að stuðla að þessum kerfisbreytingum því breytingar á gildum almennings einar og sér framkalla ekki meira fjármagn til Strætó.

Margir telja að slíkar kerfisbreytingar séu ekki raunsæjar, en ég held að við ruglum oft saman og felum okkur á bak við muninn á milli þess sem er líklegt og þess sem er mögulegt. Það er fullkomlega mögulegt að ráðast í þær kerfisbreytingar sem þarf að ráðast í þó það sé kannski ekki líklegt að það gerist samkvæmt núverandi áherslum stjórnvalda.

Eins og margoft hefur verið bent á í samhengi við heimsfaraldurinn, þá eru skjótar kerfisbreytingar mögulegar. Gangi samfélagsins var gjörbreytt með einu pennastriki í þágu heilsu almennings, í þágu samfélagsins og í kjölfarið dróst neysla saman og sömuleiðis dró úr losun gróðurhúsalofftegunda. Núna þurfum við slík pennastrik en í þetta skiptið í þágu loftslagsins, í þágu náttúrunnar, í þágu samfélagsins. Ef við hönnum þessar skjótu kerfisbreytingar vel getum við ekki einungis náð umfangsmiklum samdrætti í losun og dregið úr neikvæðum áhrifum á náttúruna heldur einnig skapað betra samfélag fyrir okkur öll. Til dæmis gætum við bætt heilsu fólks og dregið úr ótímabærum dauðsföllum vegna minni loftmengunar, og gleymum því ekki að tafarlausar loftslagsaðgerðir eru beinlínis hagkvæmari heldur en að takast á við afleiðingarnar sem skella annars á okkur í náinni framtíð.

Kerfisbreytingar eru ekki jafn óhugsandi og við ímyndum okkur. Þorum að gera það sem gera þarf.

[

](http://www.facebook.com/sharer.php?u=http://www.ruv.is/frett/2022/10/18/thurfum-ad-endurhugsa-hagvoxt&t=%C3%9Eurfum%20a%C3%B0%20endurhugsa%20hagv%C3%B6xt)

Learn languages from TV shows, movies, news, articles and more! Try LingQ for FREE

Þurfum að endurhugsa hagvöxt |||экономический рост ||rethink|economic growth Wir müssen das Wirtschaftswachstum neu denken We need to rethink economic growth Nous devons repenser la croissance économique 私たちは経済成長を再考する必要がある We moeten de economische groei heroverwegen Musimy ponownie przemyśleć kwestię wzrostu gospodarczego Нам необходимо переосмыслить экономический рост 我们需要重新思考经济增长

**Hvað veitir okkur hamingju? |gives||happiness What makes us happy? **

Umsvif okkar mannfólksins undanfarna áratugi, sérstaklega umsvif þeirra okkar sem búum í iðnvæddum ríkjum, hafa skapað neyðarástand í umhverfismálum. the activities||of mankind|in recent|decades|especially|activity|of them|||live||industrialized|countries||created|state of emergency||environmental issues Our human activities in recent decades, especially those of us living in industrialized countries, have created an environmental emergency. Við stöndum frammi fyrir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga, vegna eyðileggingar vistkerfa og vegna taps á líffræðilegri fjölbreytni. |stand|in front of||emergency situation||climate change||destruction|ecosystems|||loss||biodiversity|biodiversity We are facing an emergency due to climate change, the destruction of ecosystems and the loss of biodiversity. Neysla, sóun og tilheyrandi mengun eru helstu orsakir þessa neyðarástands og eru það bjöguð gildi vestrænna ríkja sem hafa ýtt undir þessa þætti. consumption|waste||related|pollution||the main|causes||state of emergency||||distorted|values|of Western|countries|||pushed|||factors Consumption, waste and associated pollution are the main causes of this emergency and it is the distorted values of the western countries that have fueled these factors.

Til að takast á við þessar gríðarstóru áskoranir þurfum við því að endurhugsa grunngildi okkar sem einstaklinga og sem samfélag. ||tackle||||||we need|||||core values|||individuals|||society To face these enormous challenges, we therefore need to rethink our basic values as individuals and as a society. Við þurfum að spyrja okkur sjálf um tilgang lífsins og forgangsraða því sem okkur þykir raunverulega mikilvægt, því sem okkur þykir raunverulega vænt um, og takmarka þar með eyðileggingu á náttúrunni. |||ask||||purpose|||prioritize||||seems|truly|important|that||||really|dear|||limit|||destruction|| We need to ask ourselves about the meaning of life and prioritize what we think is really important, what we really care about, and thereby limit the destruction of nature. Við þurfum að spyrja okkur spurninga líkt og: Hvað veitir okkur hamingju? |||||questions|like|||||happiness

Persónulega, þá veit ég að það sem veitir mér hamingju er að verja tíma með fjölskyldunni minni, að eiga djúpar samræður með vinum mínum, að upplifa náttúrufegurð, og að leggja vinnu í verkefni sem ég veit að hafa jákvæð áhrif á samfélagið. personally||I know||||||||||spend|||my family|||have|deep|conversations|||||experience|nature's beauty|||putting|work||projects||||||positive|influence||

Ég held ég tali fyrir okkur flest þegar ég segi að hlutir og peningar séu ekki það sem veiti okkur raunverulega hamingju. ||||||most|||||things||money|||||gives||truly|happiness Og þegar ég tala um hamingju í þessu samhengi þá á ég við lífsgleði sem við upplifum yfir lengri tíma heldur en þá skammtíma-ánægju sem við finnum fyrir, til dæmis þegar við borðum eitthvað bragðgott. ||||||||context||mean|||joy of life|||experience||||||then|short-term|pleasure|||find||||||||tasty And when I talk about happiness in this context, I mean the joy of life that we experience over a longer period of time rather than the short-term pleasure that we feel, for example, when we eat something tasty.

Að mínu mati er það þessi hamingja, þessi langtíma lífsgleði sem við eigum að sækjast eftir sem einstaklingar og sem samfélag - en þetta virðist ekki vera raunin nú á dögum. ||opinion||||happiness||long-term||||||strive|||individuals||||||seems||||||nowadays In my opinion, it is this happiness, this long-term joy in life that we should strive for as individuals and as a society - but this does not seem to be the case nowadays. Okkar vestrænu gildi virðast snúast um mikinn hraða í daglegu lífi, skilvirkni, einstaklingshyggju, peninga og neysluhyggju. |Western|values|seem|to revolve||great|speed||daily||efficiency|individualism|money||consumerism Our Western values seem to revolve around high speed in everyday life, efficiency, individualism, money and consumerism. Vegna þessa vinnum við flest mikið, erum alltaf á þeytingi, erum þreytt og höfum takmarkaðan tíma til að vera með þeim sem okkur þykir vænt um og gera annað sem okkur þykir skemmtilegt. because of||work||most|a lot||||a hurry||tired|||limited|||||||||thinks|dear|||||||| Because of this, most of us work a lot, are always on the go, are tired and have limited time to be with the ones we care about and do other things we enjoy.

Vissulega eru peningar mikilvægir. surely|||important Þeir gera okkur kleift að uppfylla okkar grunnþarfir svo sem að fæða okkur og klæða og eiga í hús að venda. |||able||fulfill||basic needs||||feed|||||||||shelter They enable us to meet our basic needs such as feeding and clothing and housing. Upp að vissu marki geta peningar því aukið vellíðan okkar, en á ákveðnum tímapunkti þá hættir aukinn kaupmáttur að auka hamingju, eða lífsgleði okkar. ||a certain|extent||||increased|well-being||||certain |point in time||stops|increased|purchasing power|||||| Up to a certain point, money can therefore increase our well-being, but at a certain point, increased purchasing power stops increasing our happiness, or our enjoyment of life. Það er víst þannig að peningar geta ekki keypt allt. ||surely||||||| Of course, money can't buy everything. Peningar geta kannski keypt hluti, en neysla, umfram okkar grunnþarfir, skapar ekki langtímahamingju. ||||||consumption|beyond our basic needs||basic needs|creates||long-term happiness

**Hagvöxturinn ofar öllu** the economic growth|above|everything

Í núverandi hagkerfi þá veldur hagvöxtur í flestum tilvikum aukinni losun gróðurhúsalofttegunda og/eða eyðileggingu á náttúrunni. |current|economy||causes|economic growth||most|cases|increased|emission|greenhouse gases|||destruction|| Sem dæmi má nefna skaðleg umhverfisáhrif nokkurra stærstu atvinnugreinanna hérna á Íslandi. ||can|mention|harmful|environmental impacts|of some|largest|of the industries||| Fiskveiðar valda losun gróðurhúsalofttegunda vegna brennslu eldsneytis og í sumum tilfellum raski á sjávarvistkerfum. Fishing|cause||||burning|fuel|||some|cases|disturbance||marine ecosystems Ferðaþjónustan veldur í mörgum tilfellum losun gróðurhúsalofttegunda, til dæmis vegna flugferða og bílaumferðar auk þess sem mikið álag verður oft á náttúru landsins vegna fjölda ferðamanna. Tourism industry|causes|||cases||||||flights||car traffic|in addition to|in addition||a lot of|stress|there is|||nature|of the country||the number of|of tourists Tourism in many cases causes the release of greenhouse gases, for example due to air travel and car traffic, in addition to the fact that the country's nature is often under a lot of pressure due to the number of tourists. Álframleiðsla losar mikið magn gróðurhúsalofttegunda, þarfnast mikillar raforku sem er yfirleitt fengin með því að sökkva ósnortnum víðernum auk þess sem námugröftur til að útvega súrál veldur miklum umhverfisspjöllum. Aluminum production|||||requires|of a great|electricity|||usually|obtained||||sinking|untouched|wilderness||||mining|||obtain|sour ore|causes||environmental damage Aluminum production emits large amounts of greenhouse gases, requires a lot of electricity which is usually obtained by sinking virgin wilderness, and mining to provide alumina causes a lot of environmental damage. Svona mætti lengi telja. |could||count You could count like this for a long time.

Þetta þarf að breytast. |||change Bæði þurfum við að draga úr óþarfa neyslu sem eykur ekki lífsgæði okkar og við þurfum að sjá til þess að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum þeirrar starfsemi sem við þurfum á að halda til að uppfylla okkar grunnþarfir. ||||||unnecessary|consumption||increases||quality of life||||||||||||negative|environmental impacts||activity|||||||||||basic needs We both need to reduce unnecessary consumption that does not increase our quality of life, and we need to reduce the negative environmental impact of the activities we need to fulfill our basic needs.

Við þurfum að gera okkur grein fyrir að stöðugt loftslag og heilbrigð vistkerfi eru undirstöður alls. |||||sense|||constant|climate||healthy|||foundations of| We need to realize that a stable climate and healthy ecosystems are the foundations of everything. Þessir tveir þættir eru grundvallarforsendur okkar tilveru. |||are|fundamental assumptions||existence Ef við ímyndum okkur þessi þrjú stóru kerfi; náttúruna, samfélagið og hagkerfið, þá er náttúran æðsta kerfið þar sem hún er forsenda þess að samfélög okkar geti þrifist og svo situr hagkerfið innan ramma samfélagsins og á að þjóna því. ||imagine|||||systems||||the economy||||the highest|||||||||societies||can|thrive|||sits|the economy|within|of|of the society||||serve| If we imagine these three big systems; nature, society and the economy, then nature is the highest system as it is the prerequisite for our societies to thrive and so the economy sits within the framework of society and should serve it. Samfélög okkar og hagkerfið eru því háð mörkum náttúrunnar og þurfum við að virða þetta lögmál. ||||||dependent on|the limits||||||respect||law

Þrátt fyrir fögur orð stjórnvalda um þróun og notkun nýrra velsældarvísa þá er hagvöxtur enn sá mælikvarði sem samfélagið og stjórnvöld líta á sem æðsta mælikvarða fyrir þróun og velferð. ||beautiful||of the government||development||use of|new|prosperity indicators|then||economic growth|still||measure||||the government|||||indicator||development||welfare Despite the government's good words about the development and use of new prosperity indicators, economic growth is still the measure that society and the government see as the highest measure for development and well-being. Þessu þurfum við að breyta til að endurspegla breytt gildi sem við þurfum að tileinka okkur. ||||change|||reflect|changed|values|||||adapt| This we need to change to reflect the changed values we need to adopt. Við þurfum að tileinka okkur nýja sýn á tilgang hagkerfisins og hvernig við notum það, því hagkerfið er tól sem við eigum að nota í þágu samfélagsins en ekki öfugt. |||dedicate||new|view||purpose|of the economy||how|||||the economy||tool|||||||the benefit of||||the other way around

Breski hagfræðingurinn Kate Raworth hefur hlotið heimsathygli fyrir kenningu sína um kleinuhringjahagfræði sem hún kynnti árið 2017. the British|the economist|Kate|Raworth||received|global attention||her theory|||Doughnut economics|||presented| British economist Kate Raworth has received worldwide attention for her theory of donut economics, which she presented in 2017. Þessi kenning gerir akkúrat það sem ég nefni að við þurfum að gera: Hún endurhugsar tilgang hagkerfisins með þarfir samfélagsins og mörk náttúrunar að leiðarljósi. |theory|does|exactly||||mention|||||||reconsiders|purpose||||||the limits of|of nature||guiding light This theory does exactly what I say we need to do: It rethinks the purpose of the economy with the needs of society and the limits of nature as a guide. Eins og nafn kenningarinnar gefur til kynna þá myndgerir Raworth þetta nýja hagkerfi í formi kleinuhrings með gati í miðjunni; svolítið eins og íslenska kringlu í laginu. |||of the theory|gives||indicates|then|represents||||economy|||a Klein ring||a hole|||a little||||ring||shape As the name of the theory suggests, Raworth visualizes this new economy in the form of a donut with a hole in the middle; a bit like an Icelandic pretzel in shape. Gatið í miðjunni táknar fátækt og er markmiðið að færa alla í samfélaginu úr gatinu og yfir á kleinuhringjasvæðið þar sem þarfir allra eru uppfylltar. the hole|||represents|poverty|||the goal||move|||the community||||||the donut zone||||everyone||fulfilled The hole in the middle represents poverty and the goal is to move everyone in the community out of the hole and into the donut area where everyone's needs are met. Ytri lína kleinuhringsins eru hins vegar efri mörk sem tákna þolmörk náttúrunnar. |line|of the ring road||||upper|limits||indicate|tolerance limits| Það er því jafn óæskilegt að fara út fyrir hringinn og að vera í miðju hans. |||equally|undesirable||||||||||| It is therefore as undesirable to go outside the circle as to be in its center. Hinn gullni meðalvegur liggur inni í kleinuhringnum. |golden|middle way|lies|inside||the donut ring

Þessi kleinuhringjakenning leggur því til að í stað þess að leitast eftir endalausum hagvexti þurfum við að hámarka velferð sem flestra samtímis þess að virða eðlisfræðileg og efnafræðileg mörk náttúrunnar. |small ring theory|suggests||||||||strive||endless|growth||||maximize|||most|simultaneously|||respecting|physical||chemical|| This donut theory therefore suggests that instead of striving for endless economic growth, we need to maximize the welfare of the greatest number of people while respecting the physical and chemical limits of nature.

**Möguleikinn til staðar** the possibility|to|being there

Það eru til margar lausnir og það að hrinda þeim í framkvæmd er bráðnauðsynlegt í ljósi þess neyðarástands sem ríkir. |||many|solutions||||implementing|||execution||urgent||light of||state of emergency||prevails Sem samfélag þurfum við að umbreyta grunngildum okkar og með þessari umbyltingu þarf skipulag samfélags okkar einnig að breytast. |||||transform|our core values|||||upheaval||the organization|of society||also||change Þegar talað er um að það þurfi kerfisbreytingar til að leysa loftslagsvandann, þá er átt við einmitt þetta. when|talked|||||is necessary|system changes|||solve|the climate issue|||||exactly|this Vilji stjórnvalda er hins vegar það eina sem vantar upp á. Þó að við sem einstaklingar getum slitið okkur frá úreltum gildum neyslu- og einstaklingshyggjunnar og tileinkað okkur ný og betri gildi í þágu umhverfisins, þá er mjög erfitt fyrir okkur að framfylgja þessum gildum ef stjórnvöld hjálpa ekki til við að umbreyta úreltum kerfum sem byggja á þessum úreltu gildum. the will|of the authorities|||||the only||is lacking|||though|||as|individuals||severed|||outdated||consumption||individualism||dedicate||new|||||to that|of the environment||||||||to implement||values||the government||||||to transform|outdated|systems||build|||obsolete|values Stjórnvöld þurfa markvisst að stuðla að þessum kerfisbreytingum því breytingar á gildum almennings einar og sér framkalla ekki meira fjármagn til Strætó. The government|need|systematically||promote|||system changes||changes|||of the public|alone|||produce|||funds||Strætó

Margir telja að slíkar kerfisbreytingar séu ekki raunsæjar, en ég held að við ruglum oft saman og felum okkur á bak við muninn á milli þess sem er líklegt og þess sem er mögulegt. |think||such|system changes|||realistic||||||confuse|often|together||fool|||||the difference||between||||likely|||||possible Það er fullkomlega mögulegt að ráðast í þær kerfisbreytingar sem þarf að ráðast í þó það sé kannski ekki líklegt að það gerist samkvæmt núverandi áherslum stjórnvalda. ||perfectly|||embark|||system changes||||to tackle|||||||||||according to|current|emphases|of the government

Eins og margoft hefur verið bent á í samhengi við heimsfaraldurinn, þá eru skjótar kerfisbreytingar mögulegar. ||many times|has||pointed|||the context||the global pandemic|||quick|system changes|possible Gangi samfélagsins var gjörbreytt með einu pennastriki í þágu heilsu almennings, í þágu samfélagsins og í kjölfarið dróst neysla saman og sömuleiðis dró úr losun gróðurhúsalofftegunda. The functioning of|of the society||completely changed|||pencil stroke||in favor of|health|of the public|||of the society||||drew|consumption|together||likewise|drew||emission|greenhouse gases Núna þurfum við slík pennastrik en í þetta skiptið í þágu loftslagsins, í þágu náttúrunnar, í þágu samfélagsins. |||such|pencil strokes|||||||of the climate|||||| Ef við hönnum þessar skjótu kerfisbreytingar vel getum við ekki einungis náð umfangsmiklum samdrætti í losun og dregið úr neikvæðum áhrifum á náttúruna heldur einnig skapað betra samfélag fyrir okkur öll. ||designing||quick|system changes|well||||only|achieve|extensive|reduction||emissions||reduced||negative|effects|||but|also|created||||| Til dæmis gætum við bætt heilsu fólks og dregið úr ótímabærum dauðsföllum vegna minni loftmengunar, og gleymum því ekki að tafarlausar loftslagsaðgerðir eru beinlínis hagkvæmari heldur en að takast á við afleiðingarnar sem skella annars á okkur í náinni framtíð. ||we could||improve|the health of|||reduced||premature|deaths||less|air pollution||let's not forget||||timely|climate actions||directly|more cost-effective||||succeed|||the consequences||to tackle|otherwise||||proximity|

Kerfisbreytingar eru ekki jafn óhugsandi og við ímyndum okkur. system changes|||as|unthinkable|||imagine| Þorum að gera það sem gera þarf. we dare||||||

**[

](http://www.facebook.com/sharer.php?u=http://www.ruv.is/frett/2022/10/18/thurfum-ad-endurhugsa-hagvoxt&t=%C3%9Eurfum%20a%C3%B0%20endurhugsa%20hagv%C3%B6xt)** http|www||com|sharer|php||||ruv||news|we need|to||economic growth|||we must|||||growth|||hagvöxt