Pizzan - 2.þáttur
Tími til að syngja, leika, læra og hafa gaman. Sólon!
Haha. Hæ krakkar.
Ég og Bína erum búin að vera að baka pönnukökur í allan dag.
Hvað eruð þið búin að vera að gera krakkar.
Gaman að heyra!
En hver er uppáhalds maturinn þinn Sólon.
Heyrðu, uppáhalds maturinn minn er pizza.
Og eins og krakkarnir vita, þá er ég kominn á jörðina til þess að skoða skemmtilega staði og prófa spennandi hluti og í dag langar mig að prófa að búa til uppáhalds matinn minn: pizzu, á alvöru pizzastað. Heldurðu að það sé ekki skemmtilegt Bína?
Jú. Það hljómar sko spennandi. Ég nefnilega elska pizzu líka. Elskið þið pizzu krakkar?
Auðvitað, en ég ætla að fara að drífa mig núna að baka pizzu.
Hlakka til að sjá þig aftur seinna Bína.
Sömuleiðis Sólon og gangi þér vel.
Jæja krakkar muniði hvað við segjum þá? Þá segjum við öll saman: Sólon af stað!
Krakkar núna erum við komin á pizzuna í Garðabænum. Við ætlum að fá að kíkja inn í eldhús og baka okkar eigin pizzu. Hver er uppáhalds pizzan ykkar? Mín líka. Kíkjum á þetta.
En áður en við bökum pizzu, þá er fyrsta reglan: þrífum á okkur hendurnar.
Annað sem við þurfum að gera er að setja á okkur hanska, gúmmíhanska.
Númer þrjú, hárnet, svo það fari ekki hár í matinn. Oj. Það er ógeðslegt.
Svona, núna er ég tilbúinn.
Síðan ætlum við að hitta góðan vin minn, Stefán, sem er alvöru pizzagerðarmaður.
Vúhú, ég er svo spenntur.
Umh, vó, ég get ekki beðið eftir að búa til mína eigin pizzu.
Sjáiði allt þetta álegg, alla þessa liti.
Eigum við ekki að ná í degið? Kíkjum.
Jæja krakkar nú erum við komin með félaga minn, hann Stebba. Hann er alvöru pizzagerðarmaður.
Sólon svo tekurðu deigið
Já
og ýtir varlega niður.
Haha.
Það er gaman að gera þessa pizzu.
Svo þegar þú ert búinn að taka stærðina, tekur svona skrín, setur pizzuna á svo hún festist ekki á færibandinu í ofninn.
Vú það er gaman að búa til pizzu.
Svo förum við að setja sósu á pizzuna.
Alla sósuna?
Alla sósuna.
Ýtir rólega niður og svo ýtir rólega niður og svo ýtir henni út á kanta.
Úbss aðeins út fyrir, það ekki allt í lagi?
Það er allt í lagi.
Eigum við að setja ostinn á?
Ú, mér þykir ostur rosalega góður.
La, la, la, hihi. Vá hvað þetta er gaman.
Vá, það er svo gaman að gera pizzu.
Ok, nú er ég búinn að setja ostinn á.
Við ætlum að gera okkar eigin pizzu þannig að við ætlum að leika okkur aðeins.
Það er svo mikið af áleggjum að við verðum að gera þetta svolítið fallegt. Er það ekki?
Ætlum að byrja á pepperoni. Gera svona hring. Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, sex, sjö, átta, níu. Vá. Þetta er geggjað. Hvað eigum við að gera síðan? Eigum við að taka papriku. Gera svona hjarta. Þetta er bara flott svona. Vá, hvað eigum við síðan að gera? Eigum við að fylla hjartað. Eigum við að gera svona? Setja svona, hvað hvernig ostur er þetta?
Cheddar ostur.
Cheddar ostur. Fyllum þá hjartað inní. Vá.
Ég held að þetta sé besta pizza í heimi.
Stebbi, hvað ætlar þú að gera?
Ég ætla að gera svona pizzu með S-i, fyrir nafnið mitt og fyrir nafnið þitt.
Vá, S fyrir Sólon og Stefán.
Vá hvað þetta eru flottar pizzur. Eruð þið ekki sammála krakkar? Hérna erum við með S og hérna erum við með hjarta. Hehe. Er þá ekki bara eitt í stöðunni?
Jú, bara setja hana inn í ofninn.
Vá, ég get ekki beðið.
Hérna og núna bíðum við í sirka fimm mínútur.
Fimm mínútur, hvað eigum við að gera á meðan?
Eigum við ekki að taka pizzadansinn?
🎵Tökum deig og fletjum hring eftir hring
Og köstum því í loftið
Setjum sósu á og dreifum um allt
Og röðum álegginu
Stingum pizzunni inn í eldofninn, la la la la la la
Stingum pizzunni inn í eldofninn la la la la la la la 🎵
Vá, krakkar sjáiði hvað þetta er girnilegt. Þetta er ekkert smá flott. Ég get ekki beðið eftir að borða.
Eigum við ekki að setja þetta í pizzabox?
Núna ætlum við að skera pizzuna í sneiðar, er það ekki? Þá gerum við svona. Hvað eru þetta margar sneiðar, eigum við að telja? Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, sex, sjö, átta sneiðar haha.
🎵Tökum deig og fletjum hring eftir hring
Og köstum því í loftið
Setjum sósu á og dreifum um allt
Og röðum álegginu
Stingum pizzunni inn í eldofninn, la la la la la la
Stingum pizzunni inn í eldofninn la la la la la la la 🎵
Haha
Jæja krakkar, vá, það var svo rosalega gaman að búa til pizzu með ykkur í dag, en núna ætla ég að fá mér að borða. Ég get ekki beðið. Ég er alveg glorhungraður. En núna getið þið prófað að gera pizzu heima. Er það ekki? Jú, ég held það. En Sólon kveður í bili. Þá segjum við: Sólon af stað!