×

Używamy ciasteczek, aby ulepszyć LingQ. Odwiedzając stronę wyrażasz zgodę na nasze polityka Cookie.


image

Íslensk málvísindi. Eiríkur Rögnvaldsson - fyrirlestrar, Flokkun íslenskra málhljóða (2)

Flokkun íslenskra málhljóða (2)

Þá er það

flokkun sérhljóða.

Þau eru flokkuð eftir þremur atriðum eða stundum fjórum.

Í fyrsta lagi eru þau flokkuð eftir, eftir stöðu í munni, þar að segja hvar

í munnholinu tungan

nálgast önnur talfæri.

Við nefndum það að, að í sérhljóðun er ekki þrengt

verulega að loftstraumnum, að minnsta kosti ekki eins mikið og í samhljóðum. En það er samt

þrengt svolítið að honum. Það er að segja að, að loftrásin er mjókkuð

og, á mismunandi stöðum, og það er hægt að, getur verið við góm

eða gómfillu eða við kokvegg.

Síðan, og þá er talað um, um sem sagt frammælt og uppmælt sérhljóð, stundum frammælt, miðmælt og uppmælt líka.

Síðan eru sérhljóð flokkuð eftir nálægð eða opnustigi.

Það er sem sagt hversu, hversu mjög tungan nálgast þá önnur talfæri

og hversu mikið

kjálkaopnan er, hversu mikið, já, hversu gleiðir kjálkarnir eru.

Og þá er talað um nálæg hljóð, og fjarlæg,

eða nálæg, miðlæg og fjarlæg, eða nálæg,

hálfnálæg, hálffjarlæg og,

og fjarlæg, svona eftir því hvað menn vilja hafa og þurfa að hafa mörg opnustig.

Og svo eru

sérhljóð líka flokkuð eftir kringingu. Það er að segja hvort að vörum er eitthvað skotið fram

við myndun sérhljóðanna og settur á þær stútur eins og í [u] [u] [u] [u],

þá er talað um kringd hljóð, og þau hljóð sem ekki eru kringd eru þá kölluð gleið.

Stundum eru sérhljóð líka flokkuð eftir því sem að er kallað þan, þar sem [i]

er kallað talið þanið en [ɪ] óþanið og það fer þá eftir svona,

spennu í vöðvum, en

við þurfum ekki að fara í það að svo stöddu.

Lítum hérna aðeins á þessa

mynd úr alþjóðlega kerfinu

af, af sérhljóðum.

þessi flokkun í frammælt, miðmælt og uppmælt og hér eru fjögur opnu stig.

Engin íslensk hljóð eru, eða það er ekki venja að flokka íslensk hljóð sem miðmælt en, en það kæmi þó til greina með hljóð eins og [oe]

að minnsta kosti,

en svona er venja að setja íslenska sérhljóðakerfið upp.

Það er sem sagt tvískipting þá í, í frammælt og uppmælt og skilin eru hér, þar að segja [i] [ɪ] [ɛ] [ʏ] og [oe]

eru talin frammælt,

þó að það sé nú spurning með, með [oe] eins og ég nefndi.

[u] [ɔ] og [a] eru talin uppmælt.

Síðan eru [i] og [u] talin fjarlæg, talin nálæg, fyrirgefið þið,

[a] er talið fjarlægt,

önnur hljóð eru þá miðlæg en

það kæmi til greina að tala um fleiri opnustig þarna, tala um hálfnálæg og hálffjarlæg og svo framvegis. En

þessi mynd hér svona,

eða þessi tafla hér svarar nokkuð til,

sem sagt stöðu tungunnar, mismunandi stöðu tungunnar við myndun hljóðanna,

eins og nánar er fjallað um í fyrirlestri um sérhljóð.

Og þá

látum við þessu lokið.

Flokkun íslenskra málhljóða (2) Classification of Icelandic phonemes (2)

Þá er það

flokkun sérhljóða.

Þau eru flokkuð eftir þremur atriðum eða stundum fjórum.

Í fyrsta lagi eru þau flokkuð eftir, eftir stöðu í munni, þar að segja hvar

í munnholinu tungan

nálgast önnur talfæri.

Við nefndum það að, að í sérhljóðun er ekki þrengt

verulega að loftstraumnum, að minnsta kosti ekki eins mikið og í samhljóðum. En það er samt

þrengt svolítið að honum. Það er að segja að, að loftrásin er mjókkuð

og, á mismunandi stöðum, og það er hægt að, getur verið við góm

eða gómfillu eða við kokvegg.

Síðan, og þá er talað um, um sem sagt frammælt og uppmælt sérhljóð, stundum frammælt, miðmælt og uppmælt líka.

Síðan eru sérhljóð flokkuð eftir nálægð eða opnustigi.

Það er sem sagt hversu, hversu mjög tungan nálgast þá önnur talfæri

og hversu mikið

kjálkaopnan er, hversu mikið, já, hversu gleiðir kjálkarnir eru.

Og þá er talað um nálæg hljóð, og fjarlæg,

eða nálæg, miðlæg og fjarlæg, eða nálæg,

hálfnálæg, hálffjarlæg og,

og fjarlæg, svona eftir því hvað menn vilja hafa og þurfa að hafa mörg opnustig.

Og svo eru

sérhljóð líka flokkuð eftir kringingu. Það er að segja hvort að vörum er eitthvað skotið fram

við myndun sérhljóðanna og settur á þær stútur eins og í [u] [u] [u] [u],

þá er talað um kringd hljóð, og þau hljóð sem ekki eru kringd eru þá kölluð gleið.

Stundum eru sérhljóð líka flokkuð eftir því sem að er kallað þan, þar sem [i]

er kallað talið þanið en [ɪ] óþanið og það fer þá eftir svona,

spennu í vöðvum, en

við þurfum ekki að fara í það að svo stöddu.

Lítum hérna aðeins á þessa

mynd úr alþjóðlega kerfinu

af, af sérhljóðum.

þessi flokkun í frammælt, miðmælt og uppmælt og hér eru fjögur opnu stig.

Engin íslensk hljóð eru, eða það er ekki venja að flokka íslensk hljóð sem miðmælt en, en það kæmi þó til greina með hljóð eins og [oe]

að minnsta kosti,

en svona er venja að setja íslenska sérhljóðakerfið upp.

Það er sem sagt tvískipting þá í, í frammælt og uppmælt og skilin eru hér, þar að segja [i] [ɪ] [ɛ] [ʏ] og [oe]

eru talin frammælt,

þó að það sé nú spurning með, með [oe] eins og ég nefndi.

[u] [ɔ] og [a] eru talin uppmælt.

Síðan eru [i] og [u] talin fjarlæg, talin nálæg, fyrirgefið þið,

[a] er talið fjarlægt,

önnur hljóð eru þá miðlæg en

það kæmi til greina að tala um fleiri opnustig þarna, tala um hálfnálæg og hálffjarlæg og svo framvegis. En

þessi mynd hér svona,

eða þessi tafla hér svarar nokkuð til,

sem sagt stöðu tungunnar, mismunandi stöðu tungunnar við myndun hljóðanna,

eins og nánar er fjallað um í fyrirlestri um sérhljóð.

Og þá

látum við þessu lokið.