×

Używamy ciasteczek, aby ulepszyć LingQ. Odwiedzając stronę wyrażasz zgodę na nasze polityka Cookie.


image

Íslensk málvísindi. Eiríkur Rögnvaldsson - fyrirlestrar, Hljóðritun og alþjóðlega hljóðritunarkerfið

Hljóðritun og alþjóðlega hljóðritunarkerfið

Góðan dag. Þessi fyrirlestur fjallar um hljóðritun og alþjóðlega hljóðritunarkerfið. Byrjum á að velta fyrir okkur hvað hljóðritun sé og hvaða tilgangi hún þjóni. Við vitum náttúrulega að talmálið er undanfari ritmálsins, menn byrjuðu að tala löngu áður en þeir byrjuðu að skrifa, en menn hafa lengi kunnað aðferðir til þess að breyta töluðu máli í ritað og það eru ýmis kerfi til. Menn byrjuðu með einhvers konar myndletri. Síðan hafa þróast aðrar gerðir eins og atkvæðaskrift og fleira og fleira, en sú aðferð sem við notum og er náttúrulega langútbreiddust er að nota bókstafi, láta bókstafi, sem sagt tákn sem við köllum bókstafi, standa fyrir ákveðin hljóð. Þannig að við getum skipt ritmáli og talmáli í einingar, þar sem að, að eining í ritmáli, þar að segja, tákn, bókstafur, svarar til ákveðinnar einingar í talmáli, sem er þá hljóð. En því fer þó fjarri að þarna sé einkvæm samsvörun á milli. Það er að segja þannig að til eins og sama hljóðsins svari ávallt einn og sami bókstafurinn. Ef svo væri, þyrftum við ekki að útbúa einhver sérstök hljóðritunarkerfi. Þá væri nóg að nota bara venjulega stafsetningu. En vandinn er hins vegar sá að, að stafsetningin er ekki svona. Það er algengt í stafsetningu, að minnsta kosti stafsetningu íslensku og allra mála í kringum okkur, og líklega allra mála í heiminum, þar sem að bókstafaskrift er notuð á annað borð, er algengt að eitt og sama táknið, einn og sami bókstafurinn svari til fleiri en eins hljóðs og jafnframt að sama hljóðið sé ekki alltaf táknað með sama bókstafnum. Og við höfum ýmis dæmi, einfalt að sýna ýmis dæmi um þetta úr íslensku. Ef við lítum á bókstafinn g sem vissulega er líklega einn sá fjölhæfasti að þessu leyti, og athugum til hvaða hljóða hann svarar, þá kemur í ljós að hann getur svarað til fimm, kosti fimm mismunandi hljóða, fimm eða sex eftir því hvernig á það er litið. Við höfum hér á glærunni sex orð þar sem bókstafurinn g kemur fyrir í þeim öllum en í engum tveimur svarar hann til sama hljóðsins. Í orðinu „gata“ er, stendur g fyrir uppgómmælt, ófráblásið lokhljóð [g] [g] [g] „gata“. Í orðinu [c] „geta“ stendur g fyrir framgómmælt ófráblásið lokhljóð [c] [c] „geta“. Í „síga“ stendur g fyrir uppgómmælt raddað önghljóð, „síga“ [ɣ], „síga“ [ɣ]. Í „sagt“ stendur g-ið fyrir uppgómmælt óraddað önghljóð, [x] „sagt, sagt“. Í „bogi“ stendur g fyrir framgómmælt raddað önghljóð [j] [j] „bogi, bogi“, og í „margt“ stendur g-ið ekki fyrir neitt. Það er segja það er ekki borið fram, það er ekki borið fram neitt hljóð á milli r og t. Það segir enginn „markt“ eða „marght“ eða neitt slíkt. Þannig að, að hér höfum við einfalt dæmi um það að, hvernig, hvernig stafsetningin er ónothæf til þess að gegna því hlutverki að vera hljóðritun, þar sem að, þar sem að eitt tákn svarar til eins hljóðs. Og þá getur maður spurt ja, hvað það gerir það til? Við erum ekki í neinum vandræðum með að lesa rétt úr þessu. Við erum ekki að, að ruglast á þessu, við berum ekki „gata“ fram „ghata“ eða „hata“ eða neitt slíkt eða, eða „síga“ fram „síka“ eða „sígha“ eða neitt í þá átt. Stafsetningin dugir okkur alveg til þess að bera þetta rétt fram. Af hverju ættum við þá að vera að búa til eða læra eitthvert sérstakt kerfi? Og við því eru svo sem mörg svör en eitt er náttúrulega það að þetta er gagnlegt þegar menn eru að læra erlent tungumál, að vegna þess að, að samsvörun eða tengslin milli bókstafa og hljóða eru mismunandi í ólíkum málum. Við erum ekki í neinum vandræðum með að bera öll þessi orð með g rétt fram af því að við höfum lært, án þess að gera okkur grein fyrir því, yfirleitt, höfum lært hver samsvörunin er milli bókstafa og hljóða í íslensku. En þeir sem eru að læra íslensku sem erlent mál hafa ekki lært þær reglur og til þess aðstoða þá við tungumálanámið er mjög gagnlegt að geta haft hljóðritun þar sem menn geta áttað sig á framburði orðanna með því að skoða hljóðritun á, á blaði án þess að, að vera búnir að læra allar reglur málsins um samband bókstafa og hljóða. Þannig að þetta er ástæðan fyrir því að það eru útbúin sérstök hljóðritunarkerfi þar sem að er verið að festa þetta samband milli hljóðs og tákns. Og til þess að, að gera það þá þarf að búa til fjölda nýrra tákna vegna þess að, að alþjóða hljóðritunarstafrófið, international phonetic alphabet, sem er það langútbreiddasta af þessu tagi, því er ætlað að duga til þess að hljóðrita öll heimsins tungumál. Og í öllum heimsins tungumálum er mikill fjöldi hljóða þannig að það þarf að hafa mikinn fjölda tákna. Skulum nú aðeins skoða þetta kerfi. Hérna höfum við alþjóðlega hljóðritunarkerfið eða sem sagt samhljóðahlutann af því til að byrja með, þar sem að, að það er búið að íslenska heiti, fræðiheiti, heiti á, á tegundum hljóða, lokhljóð, nefhljóð og svo framvegis. Og, þetta eru myndunarhættir hljóða og hér eru svo myndunarstaðir, tvívaramælt, tannvaramælt og svo framvegis. Og þið sjáið hér uppi slóðina á þetta og getið farið á þessa síðu, og æft ykkur sjálf á þessu kerfi. Það sem að er nefnilega gagnlegt við þessa síðu er að þar getur maður heyrt hljóðin, með, e ef maður fer með músina yfir hljóðtákn þá hljómar þetta hljóð. Athugið að þegar maður kallar síðuna upp getur tekið smástund fyrir hljóðin að hlaðast inn, en þegar þau eru komin getið þið heyrt þau með því að fara með, með músina yfir. Og eins og hér stendur, ef bendillinn er færður yfir hljóðtákn heyrist hljóð í framstöðu, smellið hér til að heyra hljóðin í innstöðu. Og, þannig að, að maður heyrir hérna ef maður smellir á, á, eða fer með músina yfir p heyrir maður ýmist „pa“ ef það er í framstöðu eða „apa“ ef það er í innstöðu. Hér á neðri hluta síðunnar eru svo sýnd sérhljóð og þar er sömuleiðis hægt að víxla, það er að segja heyra hljóðin ýmist borin fram með fallandi tón eða jöfnum tón. Og þá er bara smellt hér til þess að skipta þar á milli. Það er mjög gagnlegt og nauðsynlegt að æfa sig í hljóðheyrn, æfa sig í því að greina mismunandi hljóð og þessi síða, hún nýtist vel til þess af því að maður getur sem sagt hlustað þarna á hljóðin. Það er líka önnur síða sem er jafnvel enn gagnlegri, hún er reyndar á ensku þannig að þar hafa heiti hljóðanna, sem sagt heiti á myndunarstöðum og myndunarháttum, ekki verið íslenskuð, en það er nú gagnlegt að átta sig á þeim á ensku. Það er þessi síða hér, þar sem er hægt að smella á mismunandi þætti, mismunandi kerfisins, og þið sjáið, sjáið sem sagt slóðina hér uppi. Og svo ef þið farið með músina hérna yfir mismunandi hluta þá verður, verða þeir bláir og þið getið smellt þarna á, og, getur tekið örstutta stund að hlaðast inn, en síðan er hér hægt að fara með músina á, á bæði, sem sagt heiti myndunarhátta og myndunarstaða, og þá kemur þarna stutt lýsing, á ensku, vissulega, á því sem um er að ræða, þeim myndunarháttum og myndunarstöðum sem, sem um er að ræða. Ef þið farið svo á tákn fyrir einstök hljóð, þá fáið þið þarna lýsingu á hljóðinu, og ef þið smellið fáið þið, þá heyrið þið hljóðið. Og sum þeirra, sem sagt í, eða öll í framstöðu og innstöðu, sum í bakstöðu líka, það er að segja aftast í orði. Hér er, þetta voru samhljóðin. Hérna eru sérhljóðin, sömuleiðis hægt að smella á þau og, og fá skýringar á myndun þeirra og það er hægt að smella á hljóðin og fá þau bæði með jöfnum og fallandi tón. Það er, síðan eru fleiri hlutar hér, samhljóða og sérhljóðana, þar sem við þurfum á að halda fyrst og fremst fyrir íslensku. En hér eru ýmis, ýmsar aðrar tegundir hljóða sem eru, kom fyrir í öðrum tungumálum. Implosives eru hljóð sem eru mynduð á innsoginu, til dæmis svo er, og hér eru nokkur, nokkur önnur tákn sem við þurfum nú, svo sem lítið að hugsa um fyrir íslensku að minnsta kosti. En hér eru hér eru svokölluð stafmerki, diacritics á ensku, og það eru semsagt tákn sem er hægt að bæta á aðaltáknin til þess að tákna hljóð sem er, ja, í grundvallaratriðum það sem aðaltáknið segir, en samt á einhvern hátt frábrugðið. Það, og sumt af þessu er notað í íslenskri hljóðritun, eins og við sjáum aðeins á eftir. Þar er einkum er um að ræða þennan hring hérna sem táknar raddleysi eða afröddun, táknar sem sagt að hljóð sem venjulega er raddað, eða þar sem, táknið stendur fyrir raddað hljóð. Ef að þessi hringur er settur með tákninu þá sýnir það að þetta er tákn um óraddað hljóð, í þessu tilviki. Hringurinn er oftast settur fyrir neðan táknið en ef táknið er með legg niður úr þá er hringurinn settur fyrir ofan, þá er ekki pláss fyrir hann fyrir neðan og hann settur fyrir ofan. Annað sem er notað í íslenskri hljóðritun, annað stafmerki, er þetta litla h sem er svona hér ofan línu og táknar fráblástur eins og í, í íslensku, eins og í [tʰ] „tala, tala“, og [pʰ] „pera“, og [cʰ] „kala“, og eitthvað slíkt, þar sem að, að upphafshljóðin eru fráblásin, það er að segja það er þessi loftgusa sem köllum fráblástur og er nú, verður nú fjallað um í fyrirlestri um íslensk, íslensk lokhljóð. En síðan eru þarna ýmis önnur tákn sem er gott að vita af án þess að þau séu nú mikið notuð í íslenskri hljóðritun. Hér er til dæmis hægt að, að sýna að hljóð sé kringdara heldur en grunntáknið gefur til kynna eða, hérna, less rounded, minna kringt, þetta er tákn fyrir o hér, og með þessu hérna fyrir neðan er, er sýnt að þetta o sé minna kringt, það er að segja minni stútur á vörunum heldur en venjulegt er fyrir o. Gæti svo sem alveg átt við í íslenskri hljóðritun vegna þess að íslenskt o er ekki mjög kringt. Það er, það er hérna, líka tákn fyrir það sem heitir raised og lowered og þau eru stöku sinnum notuð í íslenskri hljóðritun til þess að tákna svokallað flámæli. Flámæli felst í því að, að hljóðin i og e annars vegar og svo u og ö nálgast hvort annað. Þar að segja að, að menn hætta að gera mun á i og e, innbyrðis mun, og hætta að gera mun á u og ö, og það þýðir þá að, að nálægara heldur en venjulega, það er þá raised, i verður kannski aðeins fjarlægara en venjulega, það er þá lowered, og mætti nota þessi tákn, þessi stafmerki, til þess að sýna það, þurfum nú ekki að fara langt út í það núna. Nú hérna, þetta litla j, það er palatalized eða framgómað. Það má hugsa sér að nota þetta til þess að, að tákna ákveðinn framburð í íslensku þar sem að, að orð eins og „tjald“ eru borin fram „tjald“, eða eitthvað slíkt, en, og, og tvöfalda vaffið fyrir varamælt. Það er stundum notað til að tákna svokallaðan kringdan hv-framburð, menn segja „hver, hver“, eða eitthvað svoleiðis. Bugðan hérna, er notuð til að tákna það að hljóð séu nefjuð eða nefkveðin, þar að segja að hluti af loftstraumnum berist út um nefið í staðinn fyrir að fara bara um munninn, þannig að í staðinn fyrir að segja e segja menn a a eða eitthvað í þá átt. Það má heyra dæmi um þetta allt saman með því að smella á þessi hljóð, þá fáið þið dæmi um það sem að, það sem að verið er að fjalla um og getur verið mjög gagnlegt til að átta sig betur á þessu. Nú þá er nú flest komið nema þetta hérna, suprasegmentals, sem er aðallega tónar, sem við þurfum ekki hafa miklar áhyggjur af í íslenskri hljóðritun, en, en sem sagt í, sum mál, eins og kínverska til dæmis, eru tónamál þar sem að það skiptir máli fyrir merkinguna hvort hljóð er borið fram með, með lágum eða háum tón eða rísandi eða fallandi og svo framvegis. Þarna eru dæmi um þetta allt saman og ýmislegt fleira. Þannig að, að hér er semsagt hægt að heyra dæmi, sjá dæmi um, um öll tákn í alþjóðlega hljóðritunarkerfinu og heyra dæmi um öll þessi hljóð. Það er samt kannski þægilegra að takmarka sig við þetta hérna, bæði af því að skýringarnar eru á íslensku og, og þarna eru svona færri hljóð og fyrst og fremst, eða öll þau hljóð sem við þurfum á að halda er að finna hér.

Hljóðritun og alþjóðlega hljóðritunarkerfið Phonetik und das Internationale Phonetische System Phonetics and the International Phonetic System

Góðan dag. Þessi fyrirlestur fjallar um hljóðritun og alþjóðlega hljóðritunarkerfið. Byrjum á að velta fyrir okkur hvað hljóðritun sé og hvaða tilgangi hún þjóni. Let's start thinking about what recording is and what purpose it serves. Við vitum náttúrulega að talmálið er undanfari ritmálsins, menn byrjuðu að tala löngu áður en þeir byrjuðu að skrifa, en menn hafa lengi kunnað aðferðir til þess að breyta töluðu máli í ritað og það eru ýmis kerfi til. We naturally know that spoken language is the precursor to written language, people started talking long before they started writing, but people have long known methods to change spoken language into written language and there are various systems. Menn byrjuðu með einhvers konar myndletri. Humans started with some form of hieroglyphs. Síðan hafa þróast aðrar gerðir eins og atkvæðaskrift og fleira og fleira, en sú aðferð sem við notum og er náttúrulega langútbreiddust er að nota bókstafi, láta bókstafi, sem sagt tákn sem við köllum bókstafi, standa fyrir ákveðin hljóð. Other forms have since developed, such as syllabic writing and more and more, but the method we use and is naturally the most widespread is to use letters, let letters, so to speak, symbols that we call letters, stand for certain sounds. Þannig að við getum skipt ritmáli og talmáli í einingar, þar sem að, að eining í ritmáli, þar að segja, tákn, bókstafur, svarar til ákveðinnar einingar í talmáli, sem er þá hljóð. So we can divide written language and spoken language into units, where a unit in written language, i.e. a symbol, a letter, corresponds to a certain unit in spoken language, which is then a sound. En því fer þó fjarri að þarna sé einkvæm samsvörun á milli. But it is far from there being a unique match between them. Það er að segja þannig að til eins og sama hljóðsins svari ávallt einn og sami bókstafurinn. That is to say, the same letter always corresponds to the same sound. Ef svo væri, þyrftum við ekki að útbúa einhver sérstök hljóðritunarkerfi. If it were, we wouldn't need to devise any special recording systems. Þá væri nóg að nota bara venjulega stafsetningu. Then it would be enough to just use normal spelling. En vandinn er hins vegar sá að, að stafsetningin er ekki svona. But the problem is that the spelling is not like that. Það er algengt í stafsetningu, að minnsta kosti stafsetningu íslensku og allra mála í kringum okkur, og líklega allra mála í heiminum, þar sem að bókstafaskrift er notuð á annað borð, er algengt að eitt og sama táknið, einn og sami bókstafurinn svari til fleiri en eins hljóðs og jafnframt að sama hljóðið sé ekki alltaf táknað með sama bókstafnum. It is common in spelling, at least the spelling of Icelandic and all things around us, and probably all things in the world, where the alphabet is used differently, it is common that one and the same symbol, one and the same letter corresponds to several but of the same sound and also that the same sound is not always represented by the same letter. Og við höfum ýmis dæmi, einfalt að sýna ýmis dæmi um þetta úr íslensku. Ef við lítum á bókstafinn g sem vissulega er líklega einn sá fjölhæfasti að þessu leyti, og athugum til hvaða hljóða hann svarar, þá kemur í ljós að hann getur svarað til fimm, kosti fimm mismunandi hljóða, fimm eða sex eftir því hvernig á það er litið. If we look at the letter g, which is certainly probably one of the most versatile in this respect, and check which sounds it responds to, it turns out that it can respond to five, maybe five different sounds, five or six depending on the situation little. Við höfum hér á glærunni sex orð þar sem bókstafurinn g kemur fyrir í þeim öllum en í engum tveimur svarar hann til sama hljóðsins. Í orðinu „gata“ er, stendur g fyrir uppgómmælt, ófráblásið lokhljóð [g] [g] [g] „gata“. In the word "street", the g stands for the voiced, unvoiced final sound [g] [g] [g] "street". Í orðinu [c] „geta“ stendur g fyrir framgómmælt ófráblásið lokhljóð [c] [c] „geta“. Í „síga“ stendur g fyrir uppgómmælt raddað önghljóð, „síga“ [ɣ], „síga“ [ɣ]. In "gypsies", the g stands for a voiced voiced gasp, "gypsies" [ɣ], "gypsies" [ɣ]. Í „sagt“ stendur g-ið fyrir uppgómmælt óraddað önghljóð, [x] „sagt, sagt“. Í „bogi“ stendur g fyrir framgómmælt raddað önghljóð [j] [j] „bogi, bogi“, og í „margt“ stendur g-ið ekki fyrir neitt. Það er segja það er ekki borið fram, það er ekki borið fram neitt hljóð á milli r og t. Það segir enginn „markt“ eða „marght“ eða neitt slíkt. That is, it is not pronounced, there is no sound between r and t. No one says "markt" or "marght" or anything like that. Þannig að, að hér höfum við einfalt dæmi um það að, hvernig, hvernig stafsetningin er ónothæf til þess að gegna því hlutverki að vera hljóðritun, þar sem að, þar sem að eitt tákn svarar til eins hljóðs. So, here we have a simple example of that, how, how the spelling is unusable to play the role of phonetic writing, where that, where that one symbol corresponds to one sound. Og þá getur maður spurt ja, hvað það gerir það til? And then you can ask, well, what does that do? Við erum ekki í neinum vandræðum með að lesa rétt úr þessu. We have no problem reading this correctly. Við erum ekki að, að ruglast á þessu, við berum ekki „gata“ fram „ghata“ eða „hata“ eða neitt slíkt eða, eða „síga“ fram „síka“ eða „sígha“ eða neitt í þá átt. We're not, getting confused about this, we're not "gata" pronounced "ghata" or "hata" or anything like that or, or "sigh" pronounced "sika" or "sigha" or anything like that. Stafsetningin dugir okkur alveg til þess að bera þetta rétt fram. The spelling is quite enough for us to pronounce it correctly. Af hverju ættum við þá að vera að búa til eða læra eitthvert sérstakt kerfi? Why then should we be creating or learning any particular system? Og við því eru svo sem mörg svör en eitt er náttúrulega það að þetta er gagnlegt þegar menn eru að læra erlent tungumál, að vegna þess að, að samsvörun eða tengslin milli bókstafa og hljóða eru mismunandi í ólíkum málum. And there are so many answers to that, but one thing is naturally that this is useful when people are learning a foreign language, because the correspondence or the relationship between letters and sounds is different in different languages. Við erum ekki í neinum vandræðum með að bera öll þessi orð með g rétt fram af því að við höfum lært, án þess að gera okkur grein fyrir því, yfirleitt, höfum lært hver samsvörunin er milli bókstafa og hljóða í íslensku. We have no problem pronouncing all these words with g correctly because we have learned, without realizing it, usually, we have learned the correspondence between letters and sounds in Icelandic. En þeir sem eru að læra íslensku sem erlent mál hafa ekki lært þær reglur og til þess aðstoða þá við tungumálanámið er mjög gagnlegt að geta haft hljóðritun þar sem menn geta áttað sig á framburði orðanna með því að skoða hljóðritun á, á blaði án þess að, að vera búnir að læra allar reglur málsins um samband bókstafa og hljóða. Þannig að þetta er ástæðan fyrir því að það eru útbúin sérstök hljóðritunarkerfi þar sem að er verið að festa þetta samband milli hljóðs og tákns. Og til þess að, að gera það þá þarf að búa til fjölda nýrra tákna vegna þess að, að alþjóða hljóðritunarstafrófið, international phonetic alphabet, sem er það langútbreiddasta af þessu tagi, því er ætlað að duga til þess að hljóðrita öll heimsins tungumál. And in order to do that, a number of new symbols have to be created because the international phonetic alphabet, which is the most widespread of its kind, is supposed to be enough to record all the world's languages. Og í öllum heimsins tungumálum er mikill fjöldi hljóða þannig að það þarf að hafa mikinn fjölda tákna. And in all the languages of the world there are a large number of sounds, so it is necessary to have a large number of symbols. Skulum nú aðeins skoða þetta kerfi. Hérna höfum við alþjóðlega hljóðritunarkerfið eða sem sagt samhljóðahlutann af því til að byrja með, þar sem að, að það er búið að íslenska heiti, fræðiheiti, heiti á, á tegundum hljóða, lokhljóð, nefhljóð og svo framvegis. Here we have the international phonetic system or, as it were, the consonantal part of it to begin with, where the Icelandic name, the academic name, the name of, the types of sounds, final sounds, nasal sounds and so on. Og, þetta eru myndunarhættir hljóða og hér eru svo myndunarstaðir, tvívaramælt, tannvaramælt og svo framvegis. And, these are the formation methods of sounds and here are the places of formation, bilabial, dental labial and so on. Og þið sjáið hér uppi slóðina á þetta og getið farið á þessa síðu, og æft ykkur sjálf á þessu kerfi. And you can see the link to this up here and you can go to this page, and train yourself on this system. Það sem að er nefnilega gagnlegt við þessa síðu er að þar getur maður heyrt hljóðin, með, e ef maður fer með músina yfir hljóðtákn þá hljómar þetta hljóð. What is useful about this page is that there you can hear the sounds, with, if you move the mouse over a sound icon, this sound will sound. Athugið að þegar maður kallar síðuna upp getur tekið smástund fyrir hljóðin að hlaðast inn, en þegar þau eru komin getið þið heyrt þau með því að fara með, með músina yfir. Note that when you call up the page, it may take a while for the sounds to load, but when they do, you can hear them by moving the mouse over. Og eins og hér stendur, ef bendillinn er færður yfir hljóðtákn heyrist hljóð í framstöðu, smellið hér til að heyra hljóðin í innstöðu. And as it says here, if the cursor is moved over a sound symbol, a sound will be heard in forward position, click here to hear the sounds in inward position. Og, þannig að, að maður heyrir hérna ef maður smellir á, á, eða fer með músina yfir p heyrir maður ýmist „pa“ ef það er í framstöðu eða „apa“ ef það er í innstöðu. And, so that you hear here if you click on, on, or move the mouse over p, you either hear "pa" if it's in front position or "ape" if it's in back position. Hér á neðri hluta síðunnar eru svo sýnd sérhljóð og þar er sömuleiðis hægt að víxla, það er að segja heyra hljóðin ýmist borin fram með fallandi tón eða jöfnum tón. Here in the lower part of the page, vowels are shown and there you can also switch, that is, you can hear the sounds pronounced either with a falling tone or an even tone. Og þá er bara smellt hér til þess að skipta þar á milli. And then just click here to switch between them. Það er mjög gagnlegt og nauðsynlegt að æfa sig í hljóðheyrn, æfa sig í því að greina mismunandi hljóð og þessi síða, hún nýtist vel til þess af því að maður getur sem sagt hlustað þarna á hljóðin. It is very useful and necessary to practice hearing, to practice distinguishing different sounds and this site, it is useful for that because you can, so to speak, listen to the sounds there. Það er líka önnur síða sem er jafnvel enn gagnlegri, hún er reyndar á ensku þannig að þar hafa heiti hljóðanna, sem sagt heiti á myndunarstöðum og myndunarháttum, ekki verið íslenskuð, en það er nú gagnlegt að átta sig á þeim á ensku. Það er þessi síða hér, þar sem er hægt að smella á mismunandi þætti, mismunandi kerfisins, og þið sjáið, sjáið sem sagt slóðina hér uppi. There is this page here, where you can click on different elements, different parts of the system, and you can see, as it were, see the path up here. Og svo ef þið farið með músina hérna yfir mismunandi hluta þá verður, verða þeir bláir og þið getið smellt þarna á, og, getur tekið örstutta stund að hlaðast inn, en síðan er hér hægt að fara með músina á, á bæði, sem sagt heiti myndunarhátta og myndunarstaða, og þá kemur þarna stutt lýsing, á ensku, vissulega, á því sem um er að ræða, þeim myndunarháttum og myndunarstöðum sem, sem um er að ræða. And so if you mouse over here over the different parts, they'll, they'll turn blue and you can click there on, and, it might take a little while to load, but then here you can hover over, on both, so to speak the name of the method of formation and the place of formation, and then there is a short description, in English, of course, of what is involved, the methods of formation and the places of formation that are in question. Ef þið farið svo á tákn fyrir einstök hljóð, þá fáið þið þarna lýsingu á hljóðinu, og ef þið smellið fáið þið, þá heyrið þið hljóðið. If you go to the icon for individual sounds, you will get a description of the sound, and if you click, you will hear the sound. Og sum þeirra, sem sagt í, eða öll í framstöðu og innstöðu, sum í bakstöðu líka, það er að segja aftast í orði. Hér er, þetta voru samhljóðin. Here, these were the consonants. Hérna eru sérhljóðin, sömuleiðis hægt að smella á þau og, og fá skýringar á myndun þeirra og það er hægt að smella á hljóðin og fá þau bæði með jöfnum og fallandi tón. Here are the vowels, you can also click on them and, and get explanations of their formation, and you can click on the sounds and get them both with equal and falling tones. Það er, síðan eru fleiri hlutar hér, samhljóða og sérhljóðana, þar sem við þurfum á að halda fyrst og fremst fyrir íslensku. That is, then there are more parts here, the consonants and the vowels, where we need them primarily for Icelandic. En hér eru ýmis, ýmsar aðrar tegundir hljóða sem eru, kom fyrir í öðrum tungumálum. But here there are various, various other types of sounds that are, appeared in other languages. Implosives eru hljóð sem eru mynduð á innsoginu, til dæmis svo er, og hér eru nokkur, nokkur önnur tákn sem við þurfum nú, svo sem lítið að hugsa um fyrir íslensku að minnsta kosti. Implosives are sounds that are formed on the inhalation, for example it is, and here are some, some other symbols that we need now, so little to think about for Icelandic at least. En hér eru hér eru svokölluð stafmerki, diacritics á ensku, og það eru semsagt tákn sem er hægt að bæta á aðaltáknin til þess að tákna hljóð sem er, ja, í grundvallaratriðum það sem aðaltáknið segir, en samt á einhvern hátt frábrugðið. But here are here are so-called diacritics, and they are basically symbols that can be added to the main symbols to represent a sound that is, well, basically what the main symbol says, but still somehow different. Það, og sumt af þessu er notað í íslenskri hljóðritun, eins og við sjáum aðeins á eftir. That, and some of these are used in Icelandic notation, as we'll see a little later. Þar er einkum er um að ræða þennan hring hérna sem táknar raddleysi eða afröddun, táknar sem sagt að hljóð sem venjulega er raddað, eða þar sem, táknið stendur fyrir raddað hljóð. In particular, we are talking about this circle here, which represents voiceless or unvoiced, so to speak, represents a sound that is usually voiced, or where the symbol stands for a voiced sound. Ef að þessi hringur er settur með tákninu þá sýnir það að þetta er tákn um óraddað hljóð, í þessu tilviki. If this circle is placed with the symbol, it shows that it is a symbol for an unvoiced sound, in this case. Hringurinn er oftast settur fyrir neðan táknið en ef táknið er með legg niður úr þá er hringurinn settur fyrir ofan, þá er ekki pláss fyrir hann fyrir neðan og hann settur fyrir ofan. The circle is usually placed below the symbol, but if the symbol has a leg downwards, the circle is placed above, then there is no room for it below and it is placed above. Annað sem er notað í íslenskri hljóðritun, annað stafmerki, er þetta litla h sem er svona hér ofan línu og táknar fráblástur eins og í, í íslensku, eins og í [tʰ] „tala, tala“, og [pʰ] „pera“, og [cʰ] „kala“, og eitthvað slíkt, þar sem að, að upphafshljóðin eru fráblásin, það er að segja það er þessi loftgusa sem köllum fráblástur og er nú, verður nú fjallað um í fyrirlestri um íslensk, íslensk lokhljóð. Another thing that is used in Icelandic phonetics, another character symbol, is this little h which is like this above a line and represents an exhalation like in, in Icelandic, like in [tʰ] "talk, talk", and [pʰ] "pear" , and [cʰ] "kala", and something like that, where ot, that the initial sounds are blown, that is to say it is this gas of air that we call blowing and is now, will now be discussed in a lecture on Icelandic, Icelandic final sounds. En síðan eru þarna ýmis önnur tákn sem er gott að vita af án þess að þau séu nú mikið notuð í íslenskri hljóðritun. But then there are various other symbols that are good to know about, even though they are not currently widely used in Icelandic recording. Hér er til dæmis hægt að, að sýna að hljóð sé kringdara heldur en grunntáknið gefur til kynna eða, hérna, less rounded, minna kringt, þetta er tákn fyrir o hér, og með þessu hérna fyrir neðan er, er sýnt að þetta o sé minna kringt, það er að segja minni stútur á vörunum heldur en venjulegt er fyrir o. Gæti svo sem alveg átt við í íslenskri hljóðritun vegna þess að íslenskt o er ekki mjög kringt. Here, for example, it is possible to show that a sound is more rounded than the basic symbol indicates or, here, less rounded, this is a symbol for o here, and with this below is, it is shown that this o is less round, that is to say smaller nozzles on the lips than usual for o. It could just as well be true in Icelandic phonetic writing because the Icelandic o is not very round. Það er, það er hérna, líka tákn fyrir það sem heitir raised og lowered og þau eru stöku sinnum notuð í íslenskri hljóðritun til þess að tákna svokallað flámæli. There is, there is here, also a symbol for what is called raised and lowered, and they are occasionally used in Icelandic phonetics to represent the so-called flá meter. Flámæli felst í því að, að hljóðin i og e annars vegar og svo u og ö nálgast hvort annað. Flamography consists in the fact that the sounds i and e on the one hand and then u and ö approach each other. Þar að segja að, að menn hætta að gera mun á i og e, innbyrðis mun, og hætta að gera mun á u og ö, og það þýðir þá að, að nálægara heldur en venjulega, það er þá raised, i verður kannski aðeins fjarlægara en venjulega, það er þá lowered, og mætti nota þessi tákn, þessi stafmerki, til þess að sýna það, þurfum nú ekki að fara langt út í það núna. To say that, that people stop making a difference between i and e, an internal difference, and stop making a difference between u and ö, and that means that, closer than usual, it is then raised, i will maybe only more distant than usual, it is then lowered, and you could use these symbols, these character symbols, to show it, we don't have to go into it far now. Nú hérna, þetta litla j, það er palatalized eða framgómað. Now here, this little j, it's palatalized or frontalized. Það má hugsa sér að nota þetta til þess að, að tákna ákveðinn framburð í íslensku þar sem að, að orð eins og „tjald“ eru borin fram „tjald“, eða eitthvað slíkt, en, og, og tvöfalda vaffið fyrir varamælt. It is conceivable to use this to represent a certain pronunciation in Icelandic, where words like "tjald" are pronounced "tjald", or something like that, but, and, and double the waff for spoken words. Það er stundum notað til að tákna svokallaðan kringdan hv-framburð, menn segja „hver, hver“, eða eitthvað svoleiðis. Bugðan hérna, er notuð til að tákna það að hljóð séu nefjuð eða nefkveðin, þar að segja að hluti af loftstraumnum berist út um nefið í staðinn fyrir að fara bara um munninn, þannig að í staðinn fyrir að segja e segja menn a a eða eitthvað í þá átt. Það má heyra dæmi um þetta allt saman með því að smella á þessi hljóð, þá fáið þið dæmi um það sem að, það sem að verið er að fjalla um og getur verið mjög gagnlegt til að átta sig betur á þessu. You can hear examples of all this by clicking on these sounds, then you will get an example of what is being discussed and can be very useful to understand this better. Nú þá er nú flest komið nema þetta hérna, suprasegmentals, sem er aðallega tónar, sem við þurfum ekki hafa miklar áhyggjur af í íslenskri hljóðritun, en, en sem sagt í, sum mál, eins og kínverska til dæmis, eru tónamál þar sem að það skiptir máli fyrir merkinguna hvort hljóð er borið fram með, með lágum eða háum tón eða rísandi eða fallandi og svo framvegis. Now, most of it has been done except for this here, suprasegmentals, which are mainly tones, which we don't have to worry much about in Icelandic notation, but, as I said, some languages, like Chinese for example, are tonal languages where it matters for the meaning whether a sound is pronounced with, with a low or high tone or rising or falling and so on. Þarna eru dæmi um þetta allt saman og ýmislegt fleira. Þannig að, að hér er semsagt hægt að heyra dæmi, sjá dæmi um, um öll tákn í alþjóðlega hljóðritunarkerfinu og heyra dæmi um öll þessi hljóð. So, here you can hear examples, see examples of all symbols in the international phonetic system and hear examples of all these sounds. Það er samt kannski þægilegra að takmarka sig við þetta hérna, bæði af því að skýringarnar eru á íslensku og, og þarna eru svona færri hljóð og fyrst og fremst, eða öll þau hljóð sem við þurfum á að halda er að finna hér. It is still perhaps more convenient to limit ourselves to this here, both because the explanations are in Icelandic and, and there are fewer sounds and, first of all, or all the sounds we need can be found here.