×

Używamy ciasteczek, aby ulepszyć LingQ. Odwiedzając stronę wyrażasz zgodę na nasze polityka Cookie.


image

Leiðarvísir í ástamálum - Karlmenn, Íþróttir

Íþróttir

Íþróttir.

Eg hefi þegar tekið það fram, að fríðleikur er ekki nauðsynlegt skilyrði til þess, að vinna hylli kvenna. Hins vegar getur líkamsfegurð og jafnvel göngulagið eitt komið hjarta hennar til að slá örar.

Heilbrigð kona og fjörug, getur alls eigi orðið hrifin af manni, sem alt af er feiminn og vandræðalegur.

Frá alda öðli hefir konan bundið hugsjón sína við þann mann, sem hefir hreinan og karlmannlegan svip og hraustan líkama.

Iðkaðu því íþróttir og hertu líkama þinn. Konum fellur það vel í geð. Þær krefjast þess meira að segja, að karlmaðurinn hafi stælta vöðva og sterka hnefa, svo að hann geti varið þær, ef á þarf að halda. Konan er veikbygð og veit það vel, — þess vegna ætlast hún til, að karlmaðurinn sé sterkari.

Iðkið íþróttir, sagði eg. Já, gott og vel! En þar með er ekki sagt, að eigi megi of langt ganga í því efni. Tökum til dæmis knattsparkið hérna í Reykjavík, sem iðkað er nú orðið af meira kappi en forsjá. Að mínu áliti gerir knattspark í óhófi menn eintrjáningslega og einhliða. Þeir geta eigi um annað hugsað né talað. Geta má nærri, að konur hafa lítið gaman af því. Eg vil því gefa þér eitt heilræði, ungi maður: Ef þú vilt ná hylli kvenna, þá stundaðu enga íþrótt svo mikið, að hún taki hug þinn svo föstum tökum, að þú verðir þræll hennar.

Legðu stund á leikfimi, glímur og sund. Það stælir vöðvana, gerir líkamann liðugan og bakið beint.

Íþróttir Sport Sports Sport Sporty

**Íþróttir. **

Eg hefi þegar tekið það fram, að fríðleikur er ekki nauðsynlegt skilyrði til þess, að vinna hylli kvenna. Hins vegar getur líkamsfegurð og jafnvel göngulagið eitt komið hjarta hennar til að slá örar.

Heilbrigð kona og fjörug, getur alls eigi orðið hrifin af manni, sem alt af er feiminn og vandræðalegur.

Frá alda öðli hefir konan bundið hugsjón sína við þann mann, sem hefir hreinan og karlmannlegan svip og hraustan líkama.

Iðkaðu því íþróttir og hertu líkama þinn. Konum fellur það vel í geð. Þær krefjast þess meira að segja, að karlmaðurinn hafi stælta vöðva og sterka hnefa, svo að hann geti varið þær, ef á þarf að halda. Konan er veikbygð og veit það vel, — þess vegna ætlast hún til, að karlmaðurinn sé sterkari.

Iðkið íþróttir, sagði eg. Já, gott og vel! En þar með er ekki sagt, að eigi megi of langt ganga í því efni. Tökum til dæmis knattsparkið hérna í Reykjavík, sem iðkað er nú orðið af meira kappi en forsjá. Að mínu áliti gerir knattspark í óhófi menn eintrjáningslega og einhliða. Þeir geta eigi um annað hugsað né talað. Geta má nærri, að konur hafa lítið gaman af því. Eg vil því gefa þér eitt heilræði, ungi maður: Ef þú vilt ná hylli kvenna, þá stundaðu enga íþrótt svo mikið, að hún taki hug þinn svo föstum tökum, að þú verðir þræll hennar.

Legðu stund á leikfimi, glímur og sund. Það stælir vöðvana, gerir líkamann liðugan og bakið beint.