Rannsóknaraðferðir til að skoða heilann, (2)
Og þarna sjáið þið einmitt á þessari mynd, þarna er teiknað upp, teiknar, teiknar tækið í rauninni upp mynd þarna af, af heilavef.
Þarna sést munurinn á frumubolunum sem liggja utar og, og, og svo símunum fyrir innan.
Við sjáum þarna heilahólfin í miðjunni sem eru þá vökvi og þarna er einmitt verið að greina heilaæxli og þá sér maður það litað þarna vinstra megin.
Segulómun er gjarnan notuð líka til að skoða heila og heilavef, gefur nákvæmari mynd af heilavefnum en, en CT sem við vorum að skoða hérna áðan.
Í segulómun þá er sterkt segulsvið sent í gegnum líkamsvefinn.
Það hefur áhrif á, á hvernig vetnisatóm snúast.
Segulómtækið, það nýti sér þessa, þessa eiginleika vetnisatómanna og notar, notar það til þess að teikna upp mynd af heilanum vegna þess að vetnisatóm eru sem sagt í ólíkum styrk í ólíkum vefjum líkamans.
Þannig að þá er hægt að nota þær upplýsingar til þess að, að, að skrá og teikna upp mynd af heilanum.
Og svo er þriðja leiðin sem gjarnan er notuð, það er að segja mun sjaldnar en, en, en hinar tvær sem við nefndum hérna áðan. Það er sveimisegulómskoðun, hún er aðallega notuð í rannsóknarskyni enn sem komið er.
Sú að notast við MRI tæki, eins og við vorum að tala um hérna áðan, segulómtæki, en það er aðlagað.
Þessi greining gengur út á það að, að greina í rauninni síma, hvernig þeir liggja og þið sjáið það þarna á myndinni.
Það er að segja hvernig taugasímar liggja hjá fólki.
Þá er tækið stillt þannig að það getur numið stefnu vatnssameindanna sem eru í mýlisslíðrinu, mýlisslíðrið sem liggur utan um taugasíma á taugafrumum.
Og stefna þessara vatnssameinda er alltaf í þá átt sem taugaboðin berast og það er hægt að stilla, sem sagt, segulómtækið þannig að það taki upp þessa stefnu og þá er hægt að teikna upp svona kort af taugasímum og stefnu þeirra, hvaðan símarnir eru að fara og hvert þeir eru að fara.
Og þá er hægt að teikna upp svona fallegar myndir eins og við sjáum hérna að neðan.
Og þetta getur verið mjög gagnlegt til þess að skilja svona ferli í heilanum og hvernig, hvernig taugafrumur tengjast, hvert þær liggja, hvar, hvar er upphafsstaður og annað slíkt.