Riftunarreglur 132 og 133
Þá að halda áfram með riftunarreglurnar og nú ætla ég að fjalla um hér hundrað þrítugasta og aðra og hundrað þrítugustu og þriðju grein gjaldþrotaskiptalaga. Það eru nú ekki margir dómar og engir sem ég vísa til í kennslunni um hundrað þrítugustu og aðra grein en ég vek athygli á því að bæði hundrað þrítugasta og önnur og hundrað þrítugasta og þriðja grein fjalla um framsal eða afhendingu verðmæta án þess að endurgjald komi fyrir. Þetta eru sérreglur og ef að þær, ekki, ef það væri ekki til að dreifa þessum reglum um hundrað og þrítugasti annar og hundrað þrítugasta og þriðju grein þá gætu þær í sjálfu sér fallið undir hundrað þrítugustu og fyrstu grein. Hins vegar létta þær sönnun og eru sértækari þannig það ætti að vera auðveldara að sýna fram á tilvik sem þá gætu hugsanlega verið riftanleg eftir þessum ákvæðum. Í hundrað þrítugustu og annarri grein eru í raun tvær riftunarreglur. Það er heimild um að rifta afsali arfs og svo hins vegar heimild til að rifta eftirgjöf réttinda við fjárslit vegna sambúðarslita eða skilnaðar. Það má kannski varðandi hundrað þrítugustu og aðra grein þá er rétt að taka það fram að, að það þarf bara að skoða til dæmis að hverjum, fyrsta lagi að hverjum þessi ráðstöfun eða riftun beinist. Það þarf að skoða þá bara til dæmis ef um er að ræða afsal arfs þá, það fer eftir því hver nýtur hags af þeirri ráðstöfun. Er þetta [HIK: arsal], afsal arðs er til hagsbóta fyrir einn tiltekinn aðila þá er hægt að beina riftun að honum. En ef þetta er almennt afsal þá þarf að skoða það hverju sinni. Þetta eru sjálfu sér þið bara lesið það sem Viðar Már skrifaði um þessa reglu. Í sjálfu sér er augljóst að ef þetta eru fjárslit að þá eru það, sem sagt fjárslit milli maka eða sambúðarfólks þá er þetta regla sem snýr að nákomnum. En það er ekki svona eins og varðandi arfinn, þá vek ég athygli á annarri málsgrein hundrað þrítugustu og annarrar greinar, þar sem segir að krefjast megi riftunar á [HIK: arf] arfsali sem hefur verið gefið sex til tuttugu og fjóra mánuði fyrir frestdag nema leitt sé í ljós að þrotamaðurinn hafi þá verið gjaldfær og það þrátt fyrir arfsafsalið. Þarna er ekkert verið að vísa til nákominna, þarna er það lengt upp í tuttugu og fjóra mánuði. En þá vegna þessara sérstöku tilvika það er verið að, þetta er í eðli sínu svona líkurnar eru með því að þarna sé milli fólks sem eru nákomin, nákomnir eða nákomið eða í sambærilegri stöðu. Nú, frá hvaða tíma reiknast þessir frestir? Það er nú bara frá því að yfirlýsing um afsal arfs hefur verið gefin og munum það eru formkröfur líka í erfðalögum. Og síðan til samningar um skilnaðarkjör eða sambúðarslit, þeir eru oftast skriflegir, hægt að miða við það, en hérna þurfið þið líka að hafa í huga ákvæði hundruðustu og fertugustu greinar gjaldþrotaskiptalaga. Nú, varðandi hundrað þrítugustu og þriðju grein þá er aftur um að ræða sérstakt tilvik. Þarna er riftunarregla sem tekur eingöngu til nákominna. Og þið munið eftir dóminum þar sem við vorum að fjalla um hugtakið nákomna. Og þetta sneri, sá dómur sneri að riftun á kaupauka til fyrrverandi starfsmanns Landsbankans sem var yfirmaður verðbréfasviðs. Þarna féll málið á því að hann var ekki nákominn og þar með gat þrotabúið ekki komið fram með riftunarkröfu á grundvelli hundrað þrítugustu og þriðju greinar. Þetta sem sagt tekur bara til nákominna. Hvað ef ákvæðið ætti efnislega við en einhver annar en nákominn væri móttakandi hinna háu launa. Þá gæti það hugsanlega verið hundrað þrítugasta og fyrsta grein en það auðvitað, það er þá, geta verið knappari tímafrestir þegar að þar um teflir. Nú, þetta er til þess að auðvelda riftun, það gæti verið erfitt að sýna fram á sko ef þetta eru nákomnir, þeir gætu, gætu til þess að hjálpa skiptastjóra að koma fram riftunarkröfu þegar um er að ræða nákomna, sem hafa reiknað sér hærri laun í aðdraganda gjaldþrotaskipta. Ef við nú skoðum efnisinnihald greinarinnar þá er þarna verið að tala um að það eigi að rifta greiðslu á vinnu, endurgjaldi fyrir vinnu, eftirlaunum eða launum. Þannig að þarna endurgjaldið fyrir vinnu [UNK] verktakagreiðslur stjórnarlaun, annars konar þóknun, til dæmis hlunnindi og eftirlaun [UNK] sem sagt, getur verið um ýmislegt. [HIK: þa] það er sem sagt rúm túlkun og þarna er tekið fram að starfslokasamningar myndu falla þarna undir. Þetta eru ekki bara venjulegar lífeyrisgreiðslur og lífeyris, viðbótarlífeyrissparnaður heldur bara sérstaklega umsamdar lífeyris- eða eftirlaunagreiðslur. Og, nú það á að [UNK] allra heldur það sem er, sá hluti launanna sem er bersýnilega [HIK: sa] sem er vissulega hærri en sanngjarnt er. Þannig að það er einhver mismunur þarna sem menn áskilja sér sem hægt er að rifta. Og við hvað á að miða þegar við skoðum sanngirnina? Það er miðað við hvað hún var hærri en sem sagt miðað við vinnuna, tekjur af atvinnurekstrinum og önnur atvik. Þarna er ákveðið að beina okkur að ákveðnum stikum, við eigum að skoða vinnuna, tekjur af atvinnurekstrinum og önnur atvik. Þannig að það er kannski erfiðara að beina því að koma því á framfæri eða fá viðurkennda háar launakröfu bara vegna þess að það hafi orðið erfitt að reka fyrirtækið vegna þess að það var að verða gjaldþrota og mikið áhlaup kröfuhafa byrjað. Það er ekki [HIK: ha] hægt að nota til að hækka launin sín samkvæmt þessu ákvæði. Því að það, tekjur af atvinnurekstrinum sannarlega leyfa ekki hækkun launa í þessum skilningi. Nú, eins og ég segi þá var þessi dómur þarna um Steinþór í Landsbankanum sem við fórum yfir varðandi nákomna sem gæti hér fallið undir. Féll þó á því að hann var ekki talinn nákominn. Ég hef í mínum fyrri störfum, þegar ég var skiptastjóri, þá fór ég með fram eitt slík riftunarmál. Það var á hendur eiganda og fyrrum framkvæmdastjóra [HIK: tölvubú], búðar eða tölvufyrirtækis, Reykjavík. Og þar höfðu hann og dóttir hans hækkað launin sín um nær helming síðustu sex eða sjö mánuðina fyrir gjaldþrotið. Og þá var rift. Það var bara skoðað hvað þetta fólk hafði haft í laun á síðustu mánuðum áður en að hækkunin varð og síðan var það mínusað þá frá þeim launagreiðslum sem voru greiddar á síðustu mánuðunum fyrir gjaldþrot. Og þar kom út mismunur og það var honum sem rift og í reynd þá, málin voru höfðuð en þau voru bæði sætt þannig að því miður komu ekki fordæmi út úr því en það er dæmi um að þetta er raunhæft að það er hægt að byggja á þessari reglu eða þessu ákvæði fyrir dómstólum.