×

Мы используем cookie-файлы, чтобы сделать работу LingQ лучше. Находясь на нашем сайте, вы соглашаетесь на наши правила обработки файлов «cookie».


image

Hamfarir, 1. Þáttur - Gunnar Jökull (2)

1. Þáttur - Gunnar Jökull (2)

Að vissu leyti mætti bera þessa plötu saman við kvikmyndina The Room, sem er af mörgum talin vera versta kvikmynd allra tíma. Sú kvikmynd er unnin af álíka einlægni, þar sem leikstjórinn Tommy Wiseau, einstaklega sérvitur náungi, lagði allt í sölurnar til að koma myndinni út og fjármagnaði hana alveg sjálfur. The Room er alveg einstaklega slæm kvikmynd en þó á hún sér dyggan aðdáendahóp sem elskar hana, fer á kvikmyndasýningar og kastar plastskeiðum á tjaldið. The Room hefur neflilega einhvern eiginleika sem gerir hana alveg ótrúlega skemmtilega, og fólk hefur raunverulegra gaman af henni.

Hamfarir Gunnars Jökuls bera með sér sömu einkenni að mínu mati. Það er sannarlega einhver ástæða fyrir því af hverju fólk vill hlusta á hana aftur og aftur. Það eru ákveðin snilldaraugnablik á plötunni sem fá mann til að hugsa hvort Gunnar Jökull hafi verið misskilinn snillingur.

🎵Kaffið mitt🎵

Það er eitthvað við þessa plötu, einhver X-factor sem erfitt er að skilgreina en gerir plötuna mjög ánægjulega hlustun. Einhver barnaleg einfeldni, einhver falleg einlægni sem skín í gegn. Hamfarir koma beint frá hjartanu og það heyrist.

Það er eitthvað, það er eitthvað við þetta. - Já hún, hún er, hún er skemmtileg sko. Textarnir svona einhvernveginn beint af kúnni og ... - já - En hann náttúrulega trommar ekkert sjálfur sko. Það er kannski leiðinlegt. - Já hann er með einhvern trommuheila þarna. - Ja þetta er dálítið svona skemmtara, skemmtarapopp.

Því miður er erfitt að nálgast plötuna í dag, það eru til nokkur lög á Youtube og nokkur eintök af plötunni í umferð, sem eru ómetanlegur dýrgripur fyrir alla áhugamenn um hamfarapopp. Ég var svo heppinn að geta náð í stafrænt eintak af plötunni í gegnum Tónlist.is fyrir mörgum árum síðan, en þeirri síðu er því miður búið að loka.

Gunnar lést á Landspítalanum við Hringbraut 22.september árið 2001 og skildi eftir sig stóra arfleifð.

Þessi þáttur fjallaði um hið merkilega líf tónlistarmannsins og hamfarapopparans Gunnars Jökuls, og söguna á bak við plötuna Hamfarir. Ef þið viljið koma með ábendingar eða hugmyndir um aðra þætti þá heiti ég @helgijohnson á Twitter. Þið getið einnig lækað Facebooksíðuna mína Hamfarir og smellt á Following-hnappinn, og þá sjáið þið þegar að næsti þáttur kemur út.

Fleira er ekki í þessum þætti. Verið þið sæl.


1. Þáttur - Gunnar Jökull (2) 1. Folge - Gunnar Jökull (2) 1\. Episode - Gunnar Jökull (2) 1. Aflevering - Gunnar Jökull (2) 1. Avsnitt - Gunnar Jökull (2) 1. Bölüm - Gunnar Jökull (2)

Að vissu leyti mætti bera þessa plötu saman við kvikmyndina The Room, sem er af mörgum talin vera versta kvikmynd allra tíma. To some extent, this album could be compared to the movie The Room, which is considered by many to be the worst movie of all time. Sú kvikmynd er unnin af álíka einlægni, þar sem leikstjórinn Tommy Wiseau, einstaklega sérvitur náungi, lagði allt í sölurnar til að koma myndinni út og fjármagnaði hana alveg sjálfur. That film is made with similar sincerity, as director Tommy Wiseau, an extremely eccentric fellow, went all out to get the film out and financed it all by himself. The Room er alveg einstaklega slæm kvikmynd en þó á hún sér dyggan aðdáendahóp sem elskar hana, fer á kvikmyndasýningar og kastar plastskeiðum á tjaldið. The Room is an extremely bad movie, yet it has a loyal fan base that loves it, goes to screenings and throws plastic spoons at the screen. The Room hefur neflilega einhvern eiginleika sem gerir hana alveg ótrúlega skemmtilega, og fólk hefur raunverulegra gaman af henni. The Room definitely has some quality that makes it incredibly fun, and people actually enjoy it more.

Hamfarir Gunnars Jökuls bera með sér sömu einkenni að mínu mati. Gunnar Jökul's disaster has the same characteristics in my opinion. Það er sannarlega einhver ástæða fyrir því af hverju fólk vill hlusta á hana aftur og aftur. Það eru ákveðin snilldaraugnablik á plötunni sem fá mann til að hugsa hvort Gunnar Jökull hafi verið misskilinn snillingur. There is definitely a reason why people want to listen to it over and over again. There are certain moments of genius on the album that make you wonder if Gunnar Jökull was a misunderstood genius.

🎵Kaffið mitt🎵

Það er eitthvað við þessa plötu, einhver X-factor sem erfitt er að skilgreina en gerir plötuna mjög ánægjulega hlustun. There is something about this album, some X-factor that is hard to define but makes the album a very enjoyable listen. Einhver barnaleg einfeldni, einhver falleg einlægni sem skín í gegn. Hamfarir koma beint frá hjartanu og það heyrist.

Það er eitthvað, það er eitthvað við þetta. - Já hún, hún er, hún er skemmtileg sko. Textarnir svona einhvernveginn beint af kúnni og ... - já - En hann náttúrulega trommar ekkert sjálfur sko. Það er kannski leiðinlegt. - Já hann er með einhvern trommuheila þarna. - Ja þetta er dálítið svona skemmtara, skemmtarapopp. There's something, there's something about this. - Yes, she is, she is fun. The lyrics somehow straight from the cow and ... - yes - But of course he doesn't do any drumming himself. It may be boring. - Yes, he has some drum brains there. - Yes, this is a bit more fun, fun pop.

Því miður er erfitt að nálgast plötuna í dag, það eru til nokkur lög á Youtube og nokkur eintök af plötunni í umferð, sem eru ómetanlegur dýrgripur fyrir alla áhugamenn um hamfarapopp. Unfortunately, the album is hard to come by today, there are a few songs on Youtube and a few copies of the album in circulation, which are priceless treasures for any disaster pop enthusiast. Ég var svo heppinn að geta náð í stafrænt eintak af plötunni í gegnum Tónlist.is fyrir mörgum árum síðan, en þeirri síðu er því miður búið að loka. I was lucky enough to be able to get a digital copy of the album through Totsik.is many years ago, but that site has unfortunately been closed.

Gunnar lést á Landspítalanum við Hringbraut 22.september árið 2001 og skildi eftir sig stóra arfleifð. Gunnar died at Landspítalan at Hringbraut on September 22, 2001, leaving behind a large legacy.

Þessi þáttur fjallaði um hið merkilega líf tónlistarmannsins og hamfarapopparans Gunnars Jökuls, og söguna á bak við plötuna Hamfarir. This episode discussed the remarkable life of the musician and disaster popper Gunnar Jökuls, and the story behind the album Disaster. Ef þið viljið koma með ábendingar eða hugmyndir um aðra þætti þá heiti ég @helgijohnson á Twitter. Þið getið einnig lækað Facebooksíðuna mína Hamfarir og smellt á Following-hnappinn, og þá sjáið þið þegar að næsti þáttur kemur út. If you want to make suggestions or ideas for other episodes, my name is @helgijohnson on Twitter. You can also download my Facebook page Hamfarir and click the following button, and then you will see when the next episode is released.

Fleira er ekki í þessum þætti. Verið þið sæl.