Gjaldþrotaskiptalög - 39.grein
Þá er næst að fjalla um hundrað þrítugustu og níundu grein. Þrítugasta og níunda grein er frábrugðin öðrum riftunarreglum gjaldþrotaskiptalaga. Þar sem hún tekur til ráðstafana sem eiga sér stað. þetta er orðalag úr fyrstu málsgrein, hundrað þrítugustu og níundu greinar, „krefjast má riftunar á greiðslu skuldar, ef greitt var eftir frestdag nema reglur sautjánda kafla hefði leitt til þess að skuldin hefði greiðst við gjaldþrotaskipti. Nauðsynlegt hefði verið að greiða, til að komast hjá tjóni eða sá sem greiðslu naut hafi hvorki vitað að komið hafi fram beiðni um heimild til greiðslustöðvunar eða til að leita nauðasamnings eða krafa um gjaldþrotaskipti“. Auðvitað þarf að taka fram allar þessar aðgerðir þar sem greiðslustöðvun er nauðasamning, af því að hugsanlega getur verið að frestdagur markist af greiðslustöðvunarbeiðni, sem síðan leiðir til nauðasamninga og sótt til gjaldþrotaskipta og það á akkúrat við um Móa sem fór í greiðslustöðvun og síðan þaðan í nauðasamninga og svo í gjaldþrotaskipti. Og við erum með einmitt dóm sem fjallar um það, sem við skoðum á næstu, já, næstu glæru. En það er hins vegar, það er sem sagt þið takið eftir að það er greiðsla skuldar, ekki með einhverjum tilteknum hætti. Þetta er huglæg afstaða síðan líka, sem þá hjá riftun, riftunarþola, en getur sýnt fram á að greiðslan, skuldin hefði greiðst við gjaldþrotaskipti eða þá að nauðsynlegt hefði verið að greiða hana til að komast. Menn oft byggja á því að, það sé nauðsynlegt að að það sé nauðsynlegt að greiða einhverjum tiltekna skuld af því að til dæmis, segjum í tilviki Móa að þá hefði fóðurframleiðandi sagt, það varð að borga þessa skuld af því að annars hefðu kjúklingarnir dáið. En það er það þröng túlkun á þessu skilyrði. En sem sagt reglur sautjánda kafla eru reglur um kröfuhafa röðina, hundruðustu og níundu til hundruðustu og fjórtándu grein, þannig að það þarf bara að skoða, ef þetta er forgangskrafa þá kannski og í búi sem hvort eð er allar kröfur greiðast að þá er ekki rift kröfu eða greiðslu skuldar eftir frestdag ef þetta er til dæmis launakrafa ef allar aðrar launakröfur greiðast. Nú, það er sem sagt líka, endurgreiðsla skuldar sem svo í annarri málsgrein hundrað þrítugustu og níundu grein er talað um riftun og öðrum ráðstöfunum. Það er svo með svipuðum skilyrðum aðeins vægari en þið bara skoðið þau, nema ráðstöfun hafi verið nauðsynleg, eðlileg af tilliti til sameiginlegra hagsmuna lánardrottna eða til að fullnægja daglegum þörfum. Þá Og hérna, þar er líka svona vitneskja þess sem tekur við sem að getur líka stöðuna ef sá sem að tók við greiðslu telur að, að hún hafi þessi skilyrði hafi átt við og hann vissi ekki, eða vissi ekki eða mátti ekki vita um heimild til að leita greiðslustöðvunar eða nauðasamnings. Greiðsla skuldar í fyrstu málsgrein, aðrar ráðstafanir í annarri málsgrein og svo í þriðju málsgrein, „ef aðstoðarmaður skuldarans við greiðslustöðvun eða umsjónarmaður með nauðasamnings umleitunum hans hefur samþykkt greiðslu eða ráðstöfun, verður ekki rift nema samþykkið hafi bersýnilega verið gefið“, afsakið, „í andstöðu við heimildir laga þessara til ráðstafana“, þarna er verið að styrkja þetta kerfi sem við erum búin að áður fjalla um í nítjándu til tuttugasta og fyrstu grein laganna sem fjalla um þær ráðstafanir sem að skuldara er heimilt að grípa til á greiðslustöðvunartíma og ég vísaði til þessara reglna, þær eru sambærilegar reglur sem gilda um ráðstafanir þess sem hefur óskað eftir og fengið heimild til að leita nauðasamninga. Að þarna eru þá takmarkanir á ráðstöfunarrétti þeirra, hafi umsjónarmaðurinn samþykkt þær að þá er erfiðara að komast hjá erfiðara að, að hérna, fallast á riftun. Vegna þess, ef að illa fer, og þessi greiðslustöðvunar, félag sem tók, fór í greiðslustöðvun eða félag sem er að leita nauðasamninga, að það er erfiðara fyrir skiptastjórann að fara fram á riftun ef aðstoðarmaður eða umsjónarmaður hafi samþykkt ráðstafanirnar. Það, það er þá áskilið það að samþykkið hafi bersýnilega verið gefið í andstöðu við heimildir laganna. Nú, þá er kannski, það er sem sagt nokkur atriði, og ég, þið munið eftir því, ef að til dæmis ég væri að fara fram á greiðslu á minni skuld og hún fengist ekki greitt að þá mundi ég fara með það í innheimtumál fyrir dómstóla. Svo og fá árangurslaust fjárnám fyrir kröfunni og svo mundi ég fara fram á, gjaldþrotaskipti. Og þá mundi ég allt í einu fá greidda kröfuna, síðan mundi ég afturkalla gjaldþrotaskiptabeiðnina og viku seinna mundi annar kröfuhafi sem á kröfu á hendur þessum þrotamanni fara fram á gjaldþrotaskipti. Þá er ég komin í slæm mál, því þarna er ég búin að fá greidda skuld eftir frestdag, því frestdagurinn, mótast að minni beiðni. Því að ný krafa kemur inn, innan mánaðar frá því að mín, sem sagt frá því upphaflega krafan var afturkölluð. Þannig að það, það er sem sagt þetta að hundrað þrítugasta og níunda grein tekur til ráðstafana sem gerðar eru eftir frestdag. Og af hverju eru svona strangari reglur? Af hverju er verið að taka til ráðstafana eftir frestdag? Nú af því að hérna eru vandamálin farin að aukast, þrota maðurinn er kominn í mun verri stöðu. Og hérna eykst freistingin til þess að gera vel eða greiða velviljuðum kröfuhöfum eða traustum vinum rétt fyrir gjaldþrotið, eða greiða þeim sem þú vilt áfram geta átt góð viðskipti við þegar að gjaldþrotaskiptin er lokið, gjaldþrotaskiptum er lokið. Er lokið Nú, oftast líður ekki langur tími frá frestdegi þar til bú er tekið til gjaldþrotaskipta svo þessi, þetta á nú kannski ekkert að vera mjög flókin athugun, að þessi tími sé mun lengri og við sjáum það á eftir í dómnum, þrjú hundruð fjörutíu og þrjú, tvö þúsund og níu, Móar gegn Lýsingu. en það er segja að það eru svona líkurnar eru með því að um er að ræða riftanlega ráðstöfun ef að greiðsla fer fram eftir frestdag og það er þó sá sem riftunarkrafan beinist gegn, sem þarf að sýna fram á og hefur sönnunarbyrðina um að, að þessi undantekningartilvik eigi við. Og það, í þessum dómi Pólstjörnunnar, þá tókst það ekki, þar var sem sagt, þetta er mál milli þrotabús Pólstjörnunnar og Sölusamtaka lagmetis, Sölusamtökin sem sagt fluttu út afurðir Pólstjörnunnar og þau höfðu heimild til að taka fé upp í eldri skuldir. Þetta er svona tryggingarréttur, þeir gerðu samning við Pólstjörnuna um að ákveðinn, svona, partur af andvirði vörunnar, myndi greiðast til Sölusamtakanna. Sem sagt, andvirði var notað til að greiða eldri skuldir. Og síðan var óskað eftir hérna gjaldþrotaskiptum á Pólstjörnunni og það í sjálfu sér, fyrst, aðdragandinn að þeim gjaldþrotaskiptum, fyrst var leitað eftir greiðslustöðvunar og síðan gekk það upp í gjaldþrotaskipti. Og hæstiréttur segir bara, þegar að, þegar að, greiðslustöðvunartímabilið hófst, að þá féll, þá var Pólstjörnunni óheimilt að greiða gjaldfallnar skuldir sínar og þar með féll sjálfkrafa niður heimildin hjá Sölusamtökunum til að taka til sín hluta af söluandvirði vörusendinga frá Pólstjörnunni upp í eldri skuldir. Og það skipti engu máli hvort að það hefði verið gerður þarna samningur, raunverulega féll niður þessi tryggingar ráðstöfun eða þessi heimild að taka af verðmæti farmsins sem að Sölusamtökin voru að selja. Þá er dæmi um að heimilt að taka fé upp í eldri skuldir hafði fallið niður. Það er kannski áhugavert líka að, þið getið sett það á spássíuna, í þessum dómi var, var hérna spurning um hvort að þá Sölusamtökin vildu halda því fram að í þessum samningi fælist yfir þessum hluta af sölu verðmæti farmsins sem að var klipið af þarna upp í eldri skuldir, eignarréttarsamningur, sambærilegt hundruðustu og níundu grein. En það, bara því er algerlega vísað frá í rómverskum tveimur, í Hæstarétti er sagt: þetta er ekki eignarréttar krafa, þetta er krafa og hún sem sagt, Og þessum greiðslum rift. En það er kannski áhugaverðara af því að við erum að tala hér um rift greiðslu sem eiga sér stað eftir frestdag og það vantar svona, það er áhugavert að skoða mörkin á milli þessarar riftunarreglu og svo hinna hlutlægu riftunarreglnanna sem að taka til ráðstafana sem eiga sér stað samkvæmt skýru orðalagi þeirra, á síðustu sex mánuðum fyrir frestdag. Tökum sem dæmi greiðslu með óvenjulegum greiðslueyri. Það er alveg hugsanlegt að það fari fram greiðsla með óvenjulegum greiðslueyri eftir frestdag og hvernig á þá að skýra orðalag ákvæðisins? Og það eru, ég tók hérna, það er náttúrulega fleiri dómar en þessir eru mjög skýrir sem þarna eru í, á glærunni. Það er annars vegar nítján hundruð níutíu og níu á blaðsíðu sautján hundruð áttatíu og tvö, þar var í reynd bæði byggt á hundrað þrítugustu og fjórðu grein og hundrað þrítugustu og níundu grein. Þetta snýst um, þetta er reyndar, heitir Íslenska ríkið gegn þrotabúi Skeiðarinnar en þetta þrotabú Skeiðarinnar hét áður Skútan í Hafnarfirði sem var svona veitingastaður. Það hafði sem, veitingastaður og það var gert fjárnám hjá sýslumanninum í Hafnarfirði hjá þeim í nóvember níutíu og sex. Og það kemur fyrirsvarsmaður félagsins og segir að það sé hætt starfsemi. Og þarna er fjárnáminu lokið án árangurs og það er Sýslu maðurinn í Hafnarfirði sem síðan krefst gjaldþrotaskipta á búi félagsins, gerir það í janúar níutíu og sjö, og það er, þar er verið að lýsa kröfum um opinber gjöld og ýmislegt, virðisaukaskattur og fleira. En síðan er þessi, þessi krafa um gjaldþrotaskipti hún er afturkölluð í nóvember, níutíu og sex en, en hérna, það gerist síðan að, að, krafist aftur hjá þeim gjaldþrotaskipta og það er tekið til úrskurðar um gjaldþrotaskipti á búinu í mars níutíu og sjö. Það sem gerðist sem sagt á þess, þessum viðkvæma tíma, þarna frá því að, að gjaldþrotaskipta krafan fyrri kemur fram í janúar, níutíu og sjö, til þess að gjaldþrotaskipti voru úrskurðuð aftur í mars níutíu og sjö. Að þá er, félaginu eða þrotabúinu eða Skútunni sem sagt sem er núna þrotabú Skeiðarinnar. Þá barst þeim greiðsla upp á eina milljón, og tæplega ein milljón og sjö hundruð þúsund, og þarna er þessi peningur að mestu leyti notaður til að borga kröfu til sýslumannsins í Hafnarfirði, upp í Og það er liggur, lá lá fyrir í niðurstöðu, sem sagt Hæstiréttur kemst að því, það, það er grundvelli gagna málsins að eina eign þrotabúsins var þessi víxill sem að þeir fengu greidda upp á tæpa eina komma sjö milljónir. Og það er reyndar svo er upplýst um hverjar voru, það er lýst sem sagt kröfum upp á fjórtán komma tvær milljónir tæpar, og þarna engar engar eignir, og það er bara sem sagt fallist á það að greiðslan sem fór til Þrot, Sýslumannsins í Hafnarfirði hafi skert greiðslugetu félagsins verulega. Þannig að þetta er, þið getið þá bara bætt við þessa dóma sem fjallað er um í, í fyrstu málsgrein hundrað þrítugustu og fjórðu greinar. Þetta er sem sagt dómur sem fjallar um að skerða greiðslugetu þrotamanns verulega. Nú, þá er spurningin sko, það er sagt hér að, að sýslumanninum hlyti að hafa verið ljóst að Skeiðin eða sem sagt Skútan var í fjárhagslegum kröggum, því hann hafði bæði látið gera árangurslaust fjárnám og sjálfur farið fram á gjaldþrotaskipti. Þannig að hann gæti ekki borið fyrir sig að hafa ekki vitað að félagið væri í greiðslu erfiði, erfiðleikum með greiðslur og þess vegna greiðsla með engu móti verið venjuleg eftir atvikum. Og svo segir bara Hæstiréttur og slengir því fram að samkvæmt framansögðu er fullnægt skilyrðum fyrstu málsgreinar hundrað þrítugustu og fjórðu greinar, til þess að rifta umræddum greiðslum en því ákvæði verður beitt jöfnum höndum um greiðslur sem eru inntar af hendi fyrir frestdag og eftir það tímamark. Þannig að þarna var bara raunverulega fallist á riftun á grundvelli hundrað þrítugustu og fjórðu greinar, jafnvel þótt að greiðslan hefði fari fram eftir frestdag. Það var síðan, í, í síðan, í dóminum frá, þrjú hundruð fjörutíu og þrjú, tvö þúsund og fimm, það er þrotabú Móa gegn Lýsingu og við höfum áður komið að þrotabúi Móa, svo sem af því að við skoðum það, munið þið, það nauðasamningurinn nauðasamningurinn klikkaði hjá þeim af því að sýslumaðurinn, tollstjórinn í Reykjavík hafi lýst kröfu ef þið munið eftir þeim dómi þrjú hundruð og þrjú, tvö þúsund og þrjú tollstjórinn hafði lýst forgang eða búskröfu sinni sem almennri kröfu og hafði þar með, með bindandi hætti, ráðstafað hagsmunum sínum. Þar með var þessi krafa ekki. Hún var raunverulega ekki sem sagt var í reynd samningskrafa oft og taka þátt í atkvæðagreiðslunni um nauðasamninginn Það var aftur litið til þess að þetta félag fór í gjaldþrotaskipti og í þessum dómi hér hefur verið að fjalla um viðskipti þrotabús Móa við Lýsingu, en Lýsing hafði lánað félaginu mikið af tækjum og tólum til þess að reka þetta kjúklingabú og þau, það var, félagið Lýsing, sem sagt Móa, voru komin í stórkostlega skuld við Lýsingu. Og þarna er verið að gera upp þessar greiðslur, annars vegar með sölu eða afhendingu eða reyndar búning kaupsamnings, eða Lýsing er að kaupa fasteign af Bæjarflöt í Reykjavík af Móum og þetta var greitt niðurtöku skulda og síðan var gefinn afsláttur af vanskilum Í sjálfu sér var þessu, þessu var, sem sagt, dreift á grundvelli hundrað þrítugustu og fjórðu greinar og fallist á endurgreiðslukröfu að svo miklum leyti sem þarna var verið að yfirtaka skuldir. Síðan Auðvitað, það þurfti að skoða hvenær frestdagurinn var og það er fjallað um það í rómverskum tveimur og þegar farið er út í það að frestdagurinn við skiptin hafi verið nítjánda desember, tvö þúsund og tvö vegna þess að það er þá sem að fyrsta beiðni um greiðslustöðvun kemur fram, og þetta er keðja. Sem sagt, fyrst kemur greiðslustöðvun, nauðasamningur og gjaldþrotaskipti. Þannig að frestdagurinn var nítjánda desember, tvö þúsund og tvö. Og þessi viðskipti með fasteignirnar voru þrítugasta ágúst, tvö þúsund og tvö. Þannig að þau sannarlega áttu sér stað fyrir frestdag. En síðan gerist það að hafna stoppa öll viðskipti eftir að umsjóna, sem sagt eftir að aðstoðarmaður Móa á greiðslustöðvunar tímabili hann, hann stöðvaði upplýsti um það að viðskiptabanki félagsins hafi stöðvað öll viðskipti við Móa á þessum tíma þegar þeir voru í, í greiðslustöðvun og þess vegna hafi verið samið við það, við stærstu viðskiptavinum félagsins að þeir myndu borga fyrir vörur sem að þeir keyptu, sem sagt, kjúklinga og, og þessa framleiðsluvöru sem Móar bjuggu til. Það er þá breytt yfir í það að þeir sendu Móum bara viðskiptavíxla fyrir vörur sem þeir, hérna, keyptu af Móum. Síðan kemur í ljós upp um þetta fyrr en eftir að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta, að Móar voru að nota þessa viðskiptavíxla. Munið þið, þetta eru víxlar sem að einhver annar en Mói, Móar skulda, þetta eru víxlar sem annar aðili skuldar. þetta sem greiðslu og í þessu tilviki, þá voru sjö víxlar að nafnvirði tuttugu og tvær milljónir. Móar tóku þessa víxla, fyrirsvarsmenn Móa, og afhentu, hérna, Lýsingu, sem greiðslu upp í viðskiptaskuld við félagið. Og það er í sjálfu sér, þarna er fallist á, af hálfu Hæstaréttar, að þetta var greitt með óvenjulegum greiðslu eyri og það hafði ekki getað farið framhjá Lýsingu, hver fjárhags staða félagsins var á þessum tíma og þarna var ekkert verið að fylgja einhverjum greiðslu, hvorki verið að fylgja gjalddögum eða fjárhæðum, fjármögnunarleigu samningsins, það var bara verið að slumpa inn á þessa skuld. Þannig að Hæstiréttur segir „Þetta var ótvírætt um að ræða greiðslu á vanskila skuld“. Og, og síðan heldur Hæstiréttur áfram og segir: „Til þess að greiðslurnar væru heimilar, urðu aðstoðarmaður við greiðslustöðvun og umsjónarmaður með nauðasamningsumleitunum að samþykkja þær“. Umsjónarmaðurinn kemur og segir: „Hann, ég samþykkti þetta aldrei, aldrei nokkurn tímann.“ Og það var ósannað að aðstoðarmaður á greiðslustöðvunar tímabili hefði samþykkt þessi greiðslur. Og þá segir Hæstiréttur: „Verður ekki annað af gögnum málsins ráðið en að riftun þessara greiðslna sé heimil, hvort heldur er samkvæmt hundrað þrítugustu og fjórðu grein eða hundrað þrítugustu og níundu grein gjaldþrotaskiptalaga.“ Þannig að þarna, og, Hæstiréttur heldur áfram og segir: „Hér er um að ræða sjálfstæðar og valkvæðar heimildir.“ Þannig að þarna var fallist á riftun og það reyndar er sératkvæði eins dómara en Hæstiréttur hér, meiri hlutinn er að staðfesta við að halda áfram því sem komið var í í, þarna, nítján hundruð níutíu og níu, sjö, sautján hundruð áttatíu og tvö. Þrotabú Skeiðarinnar, sem var áður Skútan í Hafnarfirði. Yfir ritað, staðfesta það, Hér er um að ræða sjálfstæðar og valkvæðar heimildir. Það er ekki. Þarna segir Hæstiréttur beinlínis: „Þessar heimildir í hundrað þrítugustu og, eða sem sagt, hundrað þrítugustu og fjórðu eða, eftir atvikum, hundrað þrítugustu og sjöundu grein. Þær eiga líka við eftir“ Að vísu, nú skulum við aðeins, það var ágætt fyrir ykkur að muna það og tengja hér þessa umfjöllun við endurgreiðslureglurnar. Þið munið hvað stendur í hundrað fertugustu og annarri grein. Ef að um er að ræða endurgreiðslu eftir hundrað, eftir, eftir hlutlægu reglunum, þá segir hundrað fertugasta og önnur grein að það sé endurgreiðsla auðgunar, um er að ræða endurgreiðslu eftir hundrað þrítugustu og níundu eða hundrað fertugustu og fyrstu, þá er það almennar skaðabætur. Svo getur þú líka krafist, reyndar, ef þú getur sýnt fram á grandsemi viðtakanda, að þá er hugsanlegt, líka, varðandi hlutlægðarreglurnar, að byggja á bótum. Það getur, sem sagt, skipt máli varðandi endurgreiðslukröfurnar, hvort að skiptastjóri beitir hundrað þrítugustu og níundu eða hund, eða þessum hlutlægu reglum. Hann kann að gera það. Nú, síðan eru bara, hérna, undantekningar eins og, ég bara, taka upp það sem á glæruna þar sem stendur í, í ákvæðinu. Það verður að skýra þetta út frá reglum fjórða kafla gjaldþrotaskiptalaga um réttrar til greiðslustöðvunar og svo nauðasamninga. Þessi skuld hefði greiðst við gjaldþrotaskipti. Forðast tjón, grandleysi þess sem greiðslu naut, svo samþykki að þú varst aðstoðarmanns á greiðslustöðvunartíma eða umsjónarmanns með nauðasamnings umleitunum. Síðan varðandi aðra málsgrein, hundrað þrítugustu og níundu greinar. Verið að tína upp það sem stendur í ákvæðinu. Það þarf að hafa í huga, þetta er sem sagt, riftanlegu ráðstafanir eru ekki tilgreindar en þetta ákvæði þarna er bara til að ítreka að það er ekki talning í, í hérna. Það er ekki tæmandi talning í ákvæðinu. Í fyrsta málsgrein hundrað þrítugustu og níundu greinar, það geta hugsanlega aðrar ráðstafanir þarna En þarna þarf alltaf að vera þessi almennings, almennu skilyrði riftunar um aukningu eigna eða aðra aukna möguleika lánardrottna til að fá fullnustu krafna sinna. Yrði. Ég ætla aðeins, bara varðandi, eða lokum, varðandi hundrað þrítugustu og níundu grein, þá langar mig að benda ykkur á upp um glæru og fara aftur í þessar undantekningar, bara, hafið í huga, grandleysi, það er að segja, þarna getur, það þarf að skoða tengslin hér við hundrað fertugustu og fyrstu grein. Þarna er grandleysi, sem sagt, grandleysið þarna, Þetta krefst aðeins nánari útskýringar. Grandleysi við beitingu á fyrstu málsgrein og annarri málsgrein, hundrað þrítugustu og níundu greinar, lýtur að því. Að sá sem fékk greiðslu hafi hvorki vitað né mátt vita að komið hafi fram beiðni um heimild til greiðslustöðvunar til að leita nauðasamnings eða krafa um gjaldþrotaskipti. Í máli hundrað og tólf, tvö þúsund og níu sem við skoðum varðandi hundrað fertugustu og fyrstu grein. Þar var, þannig háttaði til þar að móttakandi greiðslu sagði: „Ég vissi af fjárhagslegum vandræðum félagsins, ég vissi bara ekki að, það væri komi fram, þarna, krafa.“ Þá segir Hæstiréttur, af því að grandsemi skráin í hundrað fertugustu og fyrstu grein er almennari og þar er nóg að sá sem þar, þar er, sem sagt, grandleysi eða, sem sagt, að sá sem tekur á móti riftanlegri ráðstöfun hafi mátt, hvorki mátt né vita um ógjaldfærni þrotamanns. Sama grandleysisviðmiðið í hundrað þrítugustu og níundu grein og hundrað fertugustu og fyrstu grein lýtur ekki að sömu [UNK] Bara hafa það í huga, það skýrist nánar á eftir þegar við förum yfir hundrað fertugustu og fyrstu grein.