Að vakna og fá sér morgunmat
Ofureinföld íslenska
1. [eitt] Að vakna og fá sér morgunmat
Ég vakna um morguninn. Ég fer á fætur. Ég fer í sturtu. Ég borða morgunmat. Ég bursta tennurnar. Ég klæði mig í föt. Ég fer í vinnuna.
Ég er svangur. Ég vil borða. Ég tek brauðsneið. Ég tek hníf og dollu af smjöri. Ég nota hnífinn til að smyrja smjörinu á brauðið. Ég borða brauðið.
Það er líka hægt að segja þetta svona. Ég hef lyst á mat. Ég vil fá mér mat. Ég næ í brauðsneið. Ég næ í hníf og dollu af smjöri. Ég smyr smjörinu á brauðið með hnífnum. Ég fæ mér brauð með smjöri.