Íslensk hljóðskipun
Góðan dag. Í þessum fyrirlestri er fjallað um íslenska hljóðskipun, það er að segja hvaða reglur gildi um gerð íslenskra orða og svo um dreifingu hljóða, það er að segja í hvers konar hljóðfræðilegu umhverfi tiltekin hljóð geti komið fyrir. Byrja á að velta aðeins fyrir okkur meginreglum um gerð íslenskra orða. Hvernig geta íslensk orð verið? Er hægt að taka málhljóð, öll málhljóð íslenskunnar, og raða þeim á hvaða hátt sem er til þess að búa til orð? Augljóslega ekki. Svona til að nefna einfalt dæmi þá vitum við að í hverju orði verður að vera að minnsta kosti eitt sérhljóð. Það er ekki hægt að mynda orð úr eintómum samhljóðum. En það er ekki heldur hægt að raða saman mörgum sérhljóðum. Og tilfellið er að aðeins brot af fræðilegum möguleikum er nýtt. Það, það er, ef við tækjum einhver, einhver fimm íslensk málhljóð af handahófi, prófuðum að, að raða þeim saman í orð á alla hugsanlega vegu, þá yrði, yrðu mjög, væntanlega mjög fáir af þessum möguleikum sem myndu samsvara raunverulegum orðum í málinu. Þessir möguleikar sem eru ekki nýttir skiptast í tvennt, eða það má skipta þeim í tvennt. Annars vegar er það sem er kallað tilviljanagöt. Það eru sem sagt orð sem gætu verið til en eru það ekki, orð sem brjóta engar íslenskar reglur, orð sem samrýmast alveg íslenskum, öðrum íslenskum orðum. Dæmi um það er orðið „flok“ sem ég veit ekki til að sé íslenskt orð en það verður ekki séð neitt í vegi fyrir því að það gæti verið íslenskt orð. Við höfum orð sem eru mjög svipuð, orð sem byrja á sama hátt á „flo“, „flot“ og „flog“. Við höfum orð sem enda á „ok“ eða orð sem enda á lo, „lok“, það er að segja orðið „lok“, og orð sem enda á „ok“, orð eins og „rok“ og „fok“. Það er sem sé ekkert, ekkert athugavert við orðið „flok“ og eins víst að það verði tekið upp einhvern daginn sem heiti á einhverju, einhverju nýju fyrirbæri sem orð vantar yfir. Kerfisgöt eru aftur á móti orð sem eru óhugsandi í íslensku vegna þess að þau brjóta einhverjar reglur málsins. Sem dæmi um það er orðið „tlok“, það gæti ekki verið til vegna þess að ekkert íslenskt orð hefur t l í framstöðu. Prófið bara að fletta upp í hvaða orðabók sem er og ég get ábyrgst að þið finnið ekkert íslenskt orð sem byrjar á t l. Þannig að í slíku tilviki er sagt að um kerfisgat sé að ræða, kerfið, hljóðskipunarreglur málsins, leyfa ekki slík orð. Við getum aðeins litið á helstu, einstöku reglur um hvað er leyfilegt í málinu. Til dæmis hér, leyfilega framstöðuklasa í íslensku, samhljóðaklasa sem geta verið í upphafi orðs. Það er, lengstu framstöðuklasar sem til eru í málinu eru fjögur samhljóð en slíkir klasar lúta miklum hömlum. Ef um er að ræða fjögurra samhljóða klasa í framstöðu þá verður fremsta hljóðið að vera s og næsta hljóð verður að vera eitthvert af p, t, k, og þriðja hljóðið er þá, verður að vera eitthvert hljómandi hljóð og fjórða hljóðið, það sem er næst sérhljóðinu, verður að vera j. Við höfum orð eins og „skrjóður“ og „strjúka“. Í þriggja samhljóða klösum þá eru líka miklar hömlur, það er hægt að búa til þriggja samhljóða klasa með s-i fremst og j-i eða v-i næst sérhljóðinu, og svo framvegis, ekki ástæða til að fara í gegnum alla þessa möguleika, það sem að, að skiptir máli er að átta sig á því að, að hljóðin raðast í, út frá sérhljóðinu, í ákveðna flokka. Það er að segja að, að ef að j, og þetta, þetta er sem sagt þannig að ef að j og v eru í klasanum verða þau að vera næst sérhljóðinu. Og þá er rétt að hafa það í huga, eins og kemur fram í fyrirlestrum, ýmsum fyrirlestrum um hljóðfræði, að j og v hafa dálitla sérstöðu í málinu. Þó að þau séu venjulega flokkuð sem önghljóð þá voru þau í fornu máli hálfsérhljóð, einhvers konar millistig milli samhljóða og sérhljóða. Og í nútímamáli virðast þau oft kannski frekar vera nálgunarhljóð en önghljóð og sú sérstaða kemur fram á ýmsan hátt, meðal annars í þessu, að, að þau verða í svona klösum að standa næst sérhljóðinu. Hljómendurnir leyfa ekkert á milli sín og sérhljóðsins nema j og v. Þessi hljóð hérna, lokhljóðin, og auk þess órödduðu önghljóðin, f, þ og h, þau leyfa ekkert á milli sín og sérhljóðsins nema hljómendur og j og v, en síðan er s, sem er svona, hefur flesta möguleika, leyfir alls konar hljóð á milli sín og sérhljóðsins. Og hérna eru bara svona dæmi um fjögurra samhljóða klasa, þriggja samhljóða klasa og tveggja samhljóða klasa. Og þið sjáið að öll þessi dæmi lúta þessum, þessum reglum sem ég var að nefna. En lítum svo á dreifingu einstakra hljóða. Getum fyrst litið á, á lokhljóð. Í framstöðu koma öll lokhljóðin fyrir. En það er þó, eins og hefur komið fram í, í öðrum fyrirlestrum, ákveðnar takmarkanir á dreifingu framgómmæltu hljóðanna, [cʰ] [c]. Þau koma ekk, koma fyrst og fremst fyrir, þarna, á undan frammæltum ókringdum sérhljóðum og svo undan æ líka, sem er af sögulegum ástæðum. En í þeirri stöðu koma, koma uppgómmæltu hljóðin yfirleitt ekki fyrir, ekki nema þá í, í einstöku tökuorðum eins og, eins og „gæi“ og „gæd“, skammstöfunum eins KEA og annað slíkt. En í máli meirihluta landsmanna koma fráblásnu lokhljóðin aðeins fyrir í framstöðu. En, en þeir sem eru harðmæltir, sem kallað er, nota þau líka í innstöðu og í bakstöðu. Það er líka rétt að athuga að löng ófráblásin lokhljóð, að þau geta komið fyrir í innstöðu og bakstöðu hjá öllum, hvort sem þeir eru harðmæltir eða linmæltir, en ekki í framstöðu, það er, það er ekkert, ekkert orð í íslensku sem byrjar á löngu b-i eða löngu d-i eða löngu g-i. En hins vegar höfum við þetta í innstöðu eins og, eins og „gabba“ og „gaddur“ og „rugga“, sem sagt löng ófráblásin lokhljóð, og, og það gildir sama um harðmælta og linmælta, enginn munur á því. Nú, svo er nauðsynlegt að athuga að lokhljóðin eru aldrei fráblásin á eftir órödduðum hljóðum. Ekki heldur í máli þeirra sem eru harðmæltir. Þannig að þar er enginn mállýskumunur. Í orðum eins og „spara“, „aftur“, „rektu“, „harpa“, þá er lok, eru lokhljóðin, standa lokhljóðin eftir órödduðum hljóðum og eru alltaf ófráblásin. Það segir enginn, „spara“, „aftur“, „rektu“, „harpa“ eða neitt slíkt. Allir hafa sama framburð á þessu, og sama með orð eins og „mjólkin“, „skemmtun“, „svunta“, „traðka“. Þarna í neðri línunni eru orð með órödduðum hljómendum og, og þ-i. En þeir sem hafa rödduð hljóð í þessum orðum og öðrum svipuðum, þeir hafa aftur á móti fráblásin hljóð þarna eftir, segja: „mjólkin“, „skemmtun“, „svunta“, „traðka“. Og svo er mjög mikilvægt að muna að frá blásin hljóð, lokhljóð, geta ekki verið löng. Ekki í máli neinna, ekki heldur í máli í harðmæltra. Þar sem að stafsetningin hefur tvírituð p p, t t og k k gæti maður kannski ímyndað sér að væri um löng hljóð að ræða en það er ekki. Þetta, í þeim orðum kemur fram þessi svokallaði aðblástur sem felst í því að það kemur fram h, h-hljóð á undan lok, lokhljóðinu, það er sem sagt stutt lokhljóð en h á undan því, „ka, kappi, kappi“, „hattur, hattur“, „ekkja“, „sokkar“. Það sem sagt kemur þarna þessi óraddaði blástur, h, á undan lok, lokhljóðinu. Og sama máli gegnir um orð sem hafa p, t og k plús l eða n. Eins og eh, „epli“, „ætla“, „ekla“, „opna“, „vatn“, „vökna“. Þetta er sem sagt, mikilvægt að, að muna eftir þessu og hafa þetta í huga, sem er enginn vandi að heyra í sjálfu sér en manni hættir til að gleyma að þarna er, eru ekki löng hljóð heldur aðblástur. Lítum svo á t annvaramæltu önghljóðin. Þar höfum við óraddaða hljóðið f sem kemur fyrir í framstöðu, eins og „fer“ og, og „færa“, „flytja“, og svo framvegis, og svo í innstöðu á undan órödduðum hljóðum eins og í „haft“, „hafs“ og annað slíkt. Það eru til dæmi um f á milli sérhljóða en það er, þau eru undantekning, það er þá í einstöku tökuorðum, eins og orðinu „sófi“, „sófi“. Langt f kemur fyrir í, í innstöðu eins og í „kaffi“ og „gaffall“ og í bakstöðu eins og „stroff“ og, en, en alls ekki í framstöðu. Það er ekkert orð sem byrjar á löngu f-i. Og rétt líka að hafa í huga að f skiptist á við varamælt lokhljóð, ófrábles, blásið eða fráblásið eftir, eftir mállýskum, í orðum eins og „æpa“, „æpti“, þar sem að, að kemur önghljóð á undan, undan lokhljóðinu. Við höfum sem sagt „æpa“ með, með varamæltu lokhljóði en „æpti“ með önghljóði. Raddaða hljóðið, raddaða tannvaramælta önghljóðið v [v], það kemur fyrir svo í framstöðu, eins og í„vera“, „væla“, og í innstöðu á undan rödduðum hljóðum eins og „hefja“ og „hafði“, og í bakstöðu. Það eru til dæmi um það, á undan s í máli sumra, „efstur“ segja sumir, en, en svona venjulegur framburður er „efstur“ með órödduðu, enda samræmist það þeirri meginreglu að, að á undan órödduðum hljóðum er tannvaramælta hljóðið, önghljóðið óraddað. Langt v kemur, því bregður fyrir, en aðeins í gælunöfnum og, og slettum, slettum eins og heavy eða eitthvað svoleiðis. Þ, sem sagt, ef við komum að tannbergsmæltu önghljóðunum, hljóðunum, þá kemur þ fyrir í, í framstöðu í upphafi orða og í upphafi orðhluta í samsettum orðum, sem sagt framstöðu eins og eins og í, í „Þórður“, „þá“, „þegar“, „þessi“, „þak“ og svo í upphafi orðhluta í samsettum orðum eins og, eins og Alþingi og, og slíkt. Það kemur líka fyrir á undan gómmæltu lokhljóði í órödd, órödduðum framburði með orðum eins og „traðk“ og „blaðka“. Í rödduðum framburði er þarna ð, „traðk“ og „blaðka“. Og síðan kemur, getur þ-ið komið fyrir í innstöðu á undan sérhljóði í, í fáeinum tökuorðum eins og, eins og „kaþólskur“. Ð kemur nú aðallega fyrir í, í innstöðu og, og bakstöðu, sem sagt innstöðu eins og „veður“, „víða“, og það er rétt að hafa í huga að ð-ið, sem sagt raddaða hljóðið, raddaða tannbergsmælta önghljóðið, kemur líka fyrir á undan órödduðum hljóðum, öfugt við vara, við tannvaramælta önghljóðið, sem sagt, við segjum „blaðs“ en ekki „blaðs“. Og síðan kemur, er ð notað í bakstöðu, og svo í upphafi áherslulausra orða sem, sem annars hafa þ, annars hafa óraddaða hljóðið. Sem sagt „það“ er, er borið fram „ðað“ eða „ða“ í, í samfelldu máli, áhersluleysi í samfelldu máli. Og þá er það s, tannbergsmælta önghljóðið s, og það er skemmst frá því að segja að, að s kemur fyrir mjög víða, í mjög fjölbreyttu umhverfi, það kemur fyrir í framstöðu, innstöðu og bakstöðu, á undan bæði radd, rödduðum og órödduðum hljóðum og er yfirleitt, hefur yfirleitt mjög mikið frelsi um það hvar það getur komið fyrir. Við sáum rétt áðan að s leyfir mörg hljóð á milli sín og sérhljóðs og er, er sem sagt mjög sveigjanlegt hljóð að þessu leyti. Þá eru það framgómmæltu önghljóðin, [ç]. Óraddaða hljóðið, það kemur eingöngu fyrir í, í framstöðu á undan sérhljóði. Það er að segja í, sem sagt, í orðum sem hafa h j eða h é í stafsetningu, eins og, eins og „hjá“ og „hjóla“ og „hér“ og „héðan“, „héla“. Svo kemur það líka stundum fyrir í aðblæstri í staðinn fyrir h og, og framgómmælt lokhljóð „ekki, ekki“, í staðinn fyrir „ekki“. En það er nú kannski ekki, svona, viðurkenndur framburður eða ekki, ekki venjulegur framburður. Raddaða hljóðið, j, það kemur fyrir á undan sérhljóði bæði í framstöðu og innstöðu. Við sáum áðan að, að j gerir þá kröfu að standa yfirleitt næst sérhljóði, leyfir yfirleitt engin hljóð á milli sín og sérhljóðs, og það getur komið fyrir í bakstöðu en, en er mjög sjaldgæft, við höfum svona upphrópanir eins og „oj“ og „foj“, og síðan orð sem, ja, menn deila um hvo, hvort séu í raun og veru til. Kannski helst orð sem eru, sem eru mynduð af sögnum með því að sleppa nafnháttarendingunni, orð eins og „grenj, grenj“, sem yfirleitt, já, sem, sem getur brugðið fyrir en, en eru svona á mörkunum að vera leyfileg íslensk orð, kannski. Og j skiptist oft á við [ɣ], við uppgómmælta önghljóð, raddaða öng, öng, önghljóðið, þannig að, að j-ið kemur fram ef að i fer á eftir en annars [ɣ]. Við höfum orð eins og „hagi“ og „haga“, þar sem [ɣ] kemur fyrir í öllum myndum nema þar sem að i fer á eftir, þá þá togar i-ið önghljóðið til sín, gerir það framgómmælt af því að i er frammælt sérhljóð. Uppgómmæltu önghljóðin, þar höfum við [x], óraddaða hljóðið, sem að hjá, í framburði meginhluta landsmanna kemur, kemur eingöngu fyrir í innstöðu, á undan tannbergsmæltu lokhljóði eins og, eins og „taktu“, „vigta“ og annað slíkt. Hjá sumum kemur það einnig fyrir á undan s-i, ef við erum að segja „buxur“, „kex“, en stór hluti landsmanna, að minnsta kosti yngra fólk, notar núna lokhljóð í þessum orðum: og segir „buxur“, „kex“. Þetta er, er málbreyting sem er að ganga yfir, áður var þarna önghljóð, áður sögðu allir „buxur“ og „kex“, en það er að breytast. Nú, í svokölluðum hv-framburði þá kemur þetta óraddaða, uppgómmælta öng, önghljóð líka fyrir í framstöðu, þar sem menn segja: „hvað“, „hvað“, „hver“, þar sem meginhluti landsmanna hefur kv-framburð og segir „hvað“, „hver“. Og, og þetta hljóð, það skiptist oft í beygingu orða á við uppgómmælt lokhljóð, þá ýmist fráblásið eða ófráblásið eftir mállýskum, eins og eins og „taka“, „taktu“, „reka“, „rektu“ og svo framvegis. [ɣ], raddaða uppgómmælta önghljóðið, það kemur aldrei fyrir í framstöðu, kemur nær eingöngu fyrir í, í innstöðu á undan rödduðum hljóðum og svo í bakstöðu. „Sagði“, „saga“ og „lag“, og það skiptist oft á við bæði óraddað önghljóð, eins og í „sagði“, „sagt“, og við lokhljóð eins og í „saga“, „sagna“ og „segull“, „segli“, og svo framvegis. Raddbandaönghljóðið h. Það kemur nú aðallega fyrir í framstöðu, á undan sérhljóðum og svo í, í upphafi orðhluta í samsetningum, eins og, eins og þ, eins og í, í „snjóhús“ eða eitthvað slíkt. Og svo náttúrulega í aðblásturssambandi, við töluðum um aðblásturinn áður. Þar, þar kemur h í innstöðu á undan lokhljóði, „kapp“, „kappi“, „epli“. Hins vegar er rétt að athuga að í samböndunum, þeim samböndum sem að í stafsetningu eru skrifuð h j, h l, h r, h n og h é, þá er ekki ekki borið fram h, heldur eru borin fram órödduð hljóð. Sem sagt [ç] [l̥] [r̥] [n̥], eins og „hjá“, „hlaupa“, „hress“, „hnýta“. Og svo er rétt að nefna að, að áherslulítil orð, aðallega svona persónufornöfnin „hann“ og „hún“, sem sem hefjast á h, svona ein og sér, að þau missa oft þetta h í, í samfelldu máli, verða bara „ann“ og „ún“. Og eitt þekktasta dæmið það, um þetta er nú úr texta Stuðmanna, „Úti í Eyjum“, þar sem er línan „ann ann enn enn“, en ekki „ann hann henni enn“. Nefhljóð eru næst og, m og n, sem sagt varamæltu og tannbergsmæltu rödduðu nefhljóðin, koma fyrir í mjög fjölbreyttu umhverfi og eru einu nefhljóðin sem geta verið löng í inn stöðu og bakstöðu. Og, og eins og, eins og „dimmur“, „vinna“, „skömm“, „inn“. Framgómmælt og uppgómmælt nefhljóð standa nær eingöngu með samsvarandi lokhljóðum, eins og í „lengi“ og „löng“. Þar sem framgómmælt nefhljóð á undan framgómmæltu lokhljóði, uppgómmælt nefhljóð á undan uppgómmæltu lokhljóði. En þar að auki geta uppgómmæltu lokhljóðin stundum staðið á undan öðru samhljóði ef lokhljóðið fellur brott úr klasa, eins og í eignarfallinu af „vængur“, „vængs“, „vængs“. Órödduðu nefhljóðin, þau koma fyrir á undan ófráblásnum lokhljóðum, eða þar sem er p, t, k í stafsetningu, eins og, og, og, eins og „hempa“, „vanta“, „banki“, og svo óraddað n í, í framstöðu í orðum með, sem hafa h n í stafsetningu, eins og var nefnt áðan, orðum eins og „hnífur“ og „hneta“. Og svo í bakstöðu þar sem að, að á eftir samhljóði, þar sem að það, n afraddast oft eða alltaf, „ofn, ofn“. Um hliðarhljóðin gildir í raun veru mjög svipað og um nefhljóðin. Raddaða hliðarhljóðið kemur fyrir í mjög fjölbreyttu umhverfi, það, bæði í framstöðu, innstöðu og bakstöðu, eins og, eins og „lifa“ og „væla“ og „ból“. Og það getur verið langt eins og í, í innstöðu eins og í „halló“ og „Villi“, og í bakstöðu eins og í „ball“. Óraddaða hliðarhljóðið kemur fyrir í upphafi orða sem hafa h l í stafsetningu eins og [l̥] hljóð, og svo á undan ófráblásnum lokhljóðum eins og „hjálpa“ og „piltur“ og „mjólk“. Það er að segja í, í framburði þeirra, hjá þeim sem hafa óraddaðan framburð, og svo í bakstöðu á eftir órödduðum hljóðum eins og í „skafl“. Raddaða sveifluhljóðið r kemur fyrir í, í fjölbreyttu umhverfi líka, í framstöðu, innstöðu og bakstöðu, eins og í, í „raka“, „vera“ og „stór“, og það getur verið langt eins og í „urra“ og „verra“. Og óraddaða sveifluhljóðið [r̥], að það kemur fyrir í upphafi orða sem hafa h r í stafsetningu eins og „hress“, og svo á undan ófráblásnum lokhljóðum, og líka á undan s, sem er ólíkt því sem að er með hliðarhljóð og nefhljóð. Segjum sem sagt „verpa“, „jurt“, „hark“ og „vors“ en l og nefhljóðin afraddast ekki á undan s-i, við segjum „háls“, „víns“ en ekki „háls“, „víns“. Og svo missir r-ið stundum röddun í bakstöðu, „bor“. Og hér er bara yfirlit yfir þau samhljóð sem geta verið löng, hefur nú komið fram mestan part áður. Ófráblásnu lokhljóðin geta verið löng, eins og „gabb“, „nudd“, „eggja“ og „rugga“. Órödduðu önghljóðin f og s geta verið löng eins og „töff“ og „blessa“. Rödduðu nefhljóðin m og n, „amma“ og „sunna“. Rödduð hliðar- og sveifluhljóð, „ball“ og „hærra“, en önnur samhljóð geta aðeins verið stutt, kom alls ekki fyrir löng í málinu. Það er að segja, það eru öll fráblásnu lokhljóðin, það eru rödduðu önghljóðin og flest þau órödduðu líka, öll nema f og s eins og áður er nefnt. Og síðan öll órödduð nefhljóð, hliðarhljóð og sveifluhljóð, þau geta aðeins verið stutt, og svo uppgómmælt og framgómmælt nefhljóð. Lítum að lokum aðeins á dreifingu sérhljóða, bæði einhljóða og tvíhljóða. Öll einhljóð átt, einhljóðin átta og svo tvíhljóðin ei, æ, au, ó og á hafa mjög fjölbreytta dreifingu, það er að segja, þau geta komið fyrir nánast hvar sem er, koma fyrir í framstöðu, innstöðu og bakstöðu og geta verið löng og stutt í, í öllum þessum stöðum. Og þarf ekki að tína til dæmi um það, það er mjög auðvelt að finna þau. Það er þó ein takmörkun á þessu, að einhljóð koma yfirleitt ekki fyrir á undan framgómmæltum og uppgómmæltum nefhljóðum, og svo j, þar koma tvíhljóð í staðinn, það er að segja í máli flestra landsmanna. Það er að segja flestir segja „langur“ en ekki „langur“ flestir segja „bogi“ en ekki „bogi“, og svo framvegis. Og, en svo eru tvö, þessi tvö tvíhljóð sem eru talin þarna neðst, [ʏi] og [oi], þau koma aðeins fyrir á undan j. Þau eru sem sagt hljóðbrigði af einhljóðunum [ʏ] og [ɔ], sem standa aðeins í þessu ákveðna umhverfi. Og þá látum við lokið þessari umfjöllun um dreifingu íslenskra málhljóða.