×

Ми використовуємо файли cookie, щоб зробити LingQ кращим. Відвідавши сайт, Ви погоджуєтесь з нашими cookie policy.


image

Lögfræði. Ása Ólafsdóttir - fyrirlestrar, Svör við fyrirspurnum um efnið

Svör við fyrirspurnum um efnið

Þetta er síðasta upptakan í bili, ég, nema ég fái einhverja nema ég fái einhverja brýna spurningu frá ykkur, þá að sjálfsögðu skal ég setja inn eina til viðbótar. En þetta er svona svokölluð lokakennsluglæra um það sem ég hefði sagt við ykkur í síðasta tímanum. En því miður getum við ekki gert það núna. Mér þykir það afar leitt. sannarlega að þið hafið getað nýtt ykkur þessar upptökur sem að ég hef sett inn. Og sum ykkar voruð svo væn að senda mér tölvupósta með fyrirspurnum. Um svona einhver atriði sem að vöfðust fyrir ykkur eða þið voruð að velta fyrir ykkur. Ég ætla aðeins að þær í þessari, þessari upptöku. Það var reyndar einn tölvupóstur til viðbótar þar sem mér var bent á að það vantaði upptöku af hluta af námsefninu og ég er búin að bæta úr því með annarri upptöku. En þetta eru þeir tölvupóstar sem beinlínis voru svona fyrirspurnir eða vörðuðu efnið. Það er einn sem spurði hérna og sendi mér um, fyrirspurn um upphafsaðgerðir skiptastjóra, og þá sérstaklega upplýsingabeiðnir eftir áttugustu og annarri grein gjaldþrotaskiptalaga. Spurningin er hvernig það horfir við þegar að stofnanir innheimta gjald fyrir samantektir á gögnum. Og þá gert er, hvort, ráð fyrir því gert að skiptastjóri fá aðgang án greiðslu og verði viðkomandi greiðsla þá að búskröfu og þetta er ágætis spurning og svona hugleiðing. Mér finnst einhvern veginn orðalagið í áttugustu og annarri grein gera ráð fyrir að þessi skylda sé óháð gjaldtöku. En þar segir það vitaskuld ekki berum orðum. Og svona, ég held að, svona, besta leiðin til þess að svara þessari spurningu er að hafa það í huga fyrst og fremst að með áttugustu og annarri grein er verið að aflétta mjög ríkri þagnarskyldu af tilteknum stéttum og Ég get sagt ykkur þegar ég, hérna, byrjaði að starfa við svona eins og þið eru að gera núna, mörg ykkar, laganemi, ég starfaði við skipti á stórum búum fyrir átján árum síðan. Þá stóð mjög í bönkum og fjármálafyrirtækjum hreinlega að afhenda skiptastjórum þessar upplýsingar. Þeir sögðu að við erum bundin mjög ríkum trúnaði sem fjármálastofnun og upplýsum ekki um þessi atriði. En þarna er verið að, þetta er mjög rík skylda og menn vilja þá tók ég þessa gömlu sögur af mér en ég var að vinna við þetta níutíu og níutíu og þrjú og fjögur og þá eru þessi lög ný sett og þá gat ég, ef að trompið mitt, alltaf að segja. Jú, það er mjög rík upplýsingaskylda í fyrstu málsgrein áttugustu og annarri greinar. Ég fæ afl frá tollinum, bönkum, hverju sem ég vil, sem sagt, og öðrum sem geta haft vitneskju um eignir og skuldir þrotabúsins. En, en það má segja svona aðaltilgangurinn með því að setja þessa grein, áttugustu og aðra grein að það er sem sagt þetta að tryggja það að skiptastjórar geti fengið þessar upplýsingar frá opinberum stofnunum. En áður var það oftast skiptaréttur sem var bara sérdómstóll sem var, fékk þessar upplýsingar. Þarna er lögmönnum eða öðrum þeim sem starfa sem skiptastjórar veittur mjög ríkur réttur. Síðan getur þá bara farið eftir sérlögum og þeim, sem sagt, lögum sem gilda um viðkomandi stofnanir hvort að teknar eru saman, sem sagt, greiðslur fyrir að veita þessar upplýsingar. Og þá er það bara litið á það sem svo, eða sem sagt. Það sem ég er að segja hér, það er ekki hægt að draga neina ályktun af áttugustu og annarri grein um það að þetta eigi að veita endurgjaldslaust. Stóra þýðingin sem maður dregur af áttugustu og annarri grein er að menn eiga þá alla vega rétt á að fá þessar upplýsingar. En, en, eða sem sagt, ég held að það yrði þá litið á þetta sem kostnað af skiptunum eftir öðrum tölulið, hundruðustu og tíundu greinar gjaldþrotaskiptalaga. Já, ég ætlaði líka að segja frá því, fyrir þá sem hafa áhuga, að þá er áhugavert, er mjög góður dómur sem fjallar um, um mörkin sem sagt þetta horfir við þegar menn eru að kalla eftir upplýsingum og hvað menn geta fengið og, og, og svona hvernig þetta horfir við réttarfarinu. Ég er, að sjálfsögðu ekki, að fara að spyrja um þetta á prófi eða ætlast til þess að þið þekkið þetta en þær reglur, þær Hæstaréttardómur númer hundrað þrjátíu og tvö, tvö þúsund og sextán hundrað þrjátíu og tvö, tvö þúsund og sextán sem fjallar um þetta og líka mörkin, sem sagt, á milli þessara reglna sem er þá áttugasta og önnur grein gjaldþrotaskiptalaga og reyndar líka áttugasta og fyrsta grein um, um, um upplýsingaskyldu þrotamanns á, og svo á móts við reglur laga um meðferð einkamála um vitnaskyldu og hvaða skyldur hvíla á vitnum og öðrum til að upplýsa mál. Dómur hundrað þrjátíu og tvö, tvö þúsund og sextán. Það var annar sem spurði hérna og var að velta fyrir sér hvort að ég væri of hörð og væri eitthvað að segja, væri hérna algjörlega Já, ég var nú kannski, pælingin er við, ég er að fjalla þarna um laun og annað endurgjald og við kannski rifjum upp, ég er að fjalla þarna á glærunni, þetta er um stöðu, eða sem sagt, kröfuröðina. Þá er ég að fjalla um bónusgreiðslu og dóm Hæstaréttar, þrjú hundruð sjötíu og tvö, tvö þúsund og ellefu. Og ég er spurð hvort, að þarna, þessi dómur sé hreinlega rangur. Þetta snerist um bónusgreiðslur sem að voru, þetta voru tvær bónusgreiðslur starfsmanns Kaupþings. Önnur var, sem sagt, fallin í gjalddaga og greidd raunar þegar að bankinn er tekinn til slita en, en hin sem að deilan snerist um var fallin í gjalddaga en ógreidd þegar að var tekið til slita en í samningi hafði verið sagt að það ætti að fara með greiðsluna eins og launagreiðslu og Hæstiréttur sagði að þetta er þá raunverulega forgangskrafa. Og ég, í sjálfu sér er ekkert að segja, ég held ég hafi nú ekki tekið svo djúpt í árinni að segja að þetta hafi verið röng niðurstaða. Ég hins vegar benti á að það eru, sem sagt, þegar ég var að fjalla um, sem sagt, kröfuhafaröðina þá er það er þar sem að ekki verður skýrt með rýmri hætti, orðalagið, það er, það er, það er sem sagt þessar greinar, hundraðasta og níundu til hundraðasta og fjórtándu grein gjaldþrotaskiptalaga sem fjalla um réttinda röðina við gjaldþrotaskipti. Þær reglur verða ekki skýrðar rýmra en orðalagið þeirra gefur til kynna. Það, það er, sem sagt, þess einkum og sér í lagi við þær reglur sem að þetta á við að, að, sem sagt, það sé ekki rúm textaskýring, það er ekki pláss fyrir það í þeim reglum. Þess vegna, pælingin hjá mér, mér var bara þessi, hvort menn geta samið sig undir þessar reglur. Ég, hérna, þessari spurningu fylgdi pæling, sko, og, og þarna er, er pæling hvort að menn gætu hugsanlega og spurningin er útvíkkuð í svona smá greinargerð, þetta var mjög fagleg fyrirspurn. Spurningin til mín var: „Myndi það breyta einhverju, að þínu mati, ef um fasta greiðslu væri að ræða, algerlega óháð árangri starfsmannsins eða félagsins svo lengi sem starfsmaður væri enn starfandi fyrir félagið þegar greiðslan ætti að koma til? þá verið um einhvers konar hlunnindi að ræða sem flokkast undir annað endurgjald? Þá væri starfsmaðurinn búinn að vinna fyrir greiðslunni en hún hefur einhverjum ástæðum ekki verið greidd.“ Og ég held bara svarið við þessu er ekkert annað en, ég veit það ekki. Það fer eftir túlkun Hæstaréttar á fyrsta tölulið. Og þarna mundi, sem sagt, ef við skoðum hvað stendur í fyrsta tölulið hundruðustu og tólftu greinar: „Krafa um laun eða annað endurgjald fyrir vinnu í þjónustu“, og þá bara er, þungamiðjan er þetta krafa um laun eða er þetta, sem sagt, krafa um laun eða annað endurgjald fyrir vinnu í þjónustu þrotamanns og þetta myndi bara, ég held að það sé erfitt að koma bónusgreiðslum og öðrum svona, svona há, háum greiðslum þarna undir. Það er svona erfiðara myndi ég segja. Þetta þarf að vera vinna vinna þrot, fyrir þrotamanninn, vinna starfsmannsins fyrir hið gjaldþrota félag. Það er ekki útilokað en, en það, það er alla vega á brattann að sækja. En ég, sem sagt, gagnrýni mín var sá þáttur varðandi þennan dóm, þrjú hundruð sjötíu og tvö, tvö þúsund og ellefu, að leggja svona mikið upp úr því að í samningnum hefði verið sagt að það hefði átt að fara með þessa greiðslu eins og um launakjör væri að ræða. Það finnst mér svolítið skrýtið en að menn geti samið sig undir þessa reglur, út frá þessum pælingum sem ég var með um að þær sé, eigi ekkert að túlkast með víðum hætti, eða rúmum hætti. Já, þetta var mjög góð. Þetta eru mjög góðar spurningar. Hér er önnur spurning og þetta er svona almennt. Sem ég skil vel. Þið eruð að velta fyrir ykkur að fyrsta tvær sem ég setti á sömu glærur. Mig langar að athuga hvort það séu einhverjir kaflar úr bókinni hans Viðars, Endurheimt verðmæta, sem við eigum að leggja sérstaka áherslu á. Og síðan er önnur fyrirspurn: „Ég hef ekki sérstakar spurningar varðandi námsefnið, annað, en, en mér þætti gott að fá svona prófa undirbúningstíma, eins og síðasti tíminn er oft, umræður um prófið, til hvers er ætlast og kannski hvort að prófspurningar verði birtar. Þá væri gott að fá fram, í ljósi umræðunnar undanfarna daga og með pósti rektors fyrr í dag, hvernig námsmati verði háttað í áfanganum.“ Þetta finnast mér góðar spurningar. Og ég er bara með, eigum við kannski, ég ætla, ég er með svona smá glærur núna í lokin. Ég mun líka senda ykkur tilkynningu, auðvitað. Þetta er náttúrulega er að mótast núna, En fyrst varðandi hvort það séu einhverjir kaflar í bókinni í að, sko, eiginlega og nú er ég að svara út frá öllu námsefninu, þið verðið svolítið að velja það sjálf, sko bókin hans Viðars er frábær og, í, allt, allt sem er í henni er gott til undirbúnings. En þetta er samt ekki ritgerðarpróf. Þið eigið að, þið fáið spurningarnar fyrir fram, þið vinnið svörin fyrir fram og þá getið þið nýtt ykkur allar þessar heimildir sem að eru á leslistanum til þess að undirbúa ykkar svör sem þið, síðan, verðið spurð að í munnlega á prófinu. Þannig að þetta er svolítið sjálfsmat og, eða vinna ykkar og mat ykkar sjálfra á því hvaða heimildir henta best sem undirbúningur eða þegar þið eruð að undirbúa svörin við spurningunum sem verða birtar. En varðandi síðan Þetta, þessi fyrsti kafli er nú í sjálfu sér það sem ég var að segja. Það eru allar, allar, allt undir í sjálfu sér. Ef þið hafið skoðið bókina hans Viðars þá er svona af mikið af dóma reifunum aftast þannig að hún er nú styttri en maður heldur. heldur á henni svona og er ekki búinn að opna. En, en Ég er búin að skipta þessu upp í fimm parta og ég, sem sagt, það er allt undir, í sjálfu sér, og allt námsefnið, þá á ég við glærur, dómar, fræðirit, tímaritsgreinar og það sem er fjasað hér um á, á upptökum. Ég vil fá skilning og ég vil fá þekkingu og ég vil að þið skilið mér þeirri fullvissu þegar þið talið við mig, Benedikt og Markús í prófi, sem prófdómari, skilið mér því að þið skiljið efnið og markmiðið er að þið hafið grundvallarþekkingu á þessu sviði réttarfars. Þið fáið fyrir fram spurningar. Ég er búin að ræða við Benedikt. Við höfum ákveðið að senda þessar spurningar í lok þessarar viku. Þá fáið þið þessar spurningar inn á Ugluna. Þetta eru, annað hvort fimmtán eða sextán spurningar, minnir mig. Kannski hef ég þær færri, ég þarf aðeins að skoða. En, þið, alla vega spurningarnar eru birtar fyrir fram og þið hafið þá rúman tíma til þess að huga að því hvernig þið viljið undirbúa okkur og hvernig þið vilji haga uppsetningu á svörum. Þið megið, þetta vinnið þið, það, próf undirbúningurinn ykkar felst þá í því að lesa ykkur til og setja upp svör við þessum spurningum. Við vitum vel að við höfum spurt að þessum sömu, sumar spurningarnar hafa komið oftar en einu sinni. Við höfum heyrt af því og vitum vel að krakkar eða nemendur eru að skiptast á svona, einhverjum, próflyklum. Ég bið ykkur um að hafa allt í próflyklunum eitthvað sem þið skiljið og eruð örugg með að sé rétt. Ekki taka eitthvað upp úr eldri lykli af því það lítur flott út eða Þetta er eitthvað, svona, voðalega viturlegt. Skiljið þið allt sem þið setjið í lykilinn. Hafið þið þekkingu á því sem þið setjið inn, hafið skilning og grundvallarþekkingu á því sem þið setjið í lyklana. það nú fyrir mig. Nú, þið getið líka unnið þetta saman, það er, það er alveg prýðisgóð aðferð innan tveggja metra og, og eða þá í Skype-i eða á rafrænum hætti. Það er að segja, undirbúningurinn er ekkert verri þó þið talið saman um efnið, það er bara til þess fallið að treysta betur þekkinguna og festa hana betur í minni og það jafnvel dýpkar skilninginn. Síðan er það fyrirkomulag prófsins, það er það er stóra spurningarmerkið. Ég geri ráð fyrir því að það komi, ég veit, sem sagt, eins og þið vitið að, að rektor sagði að, að það verða ekki próf í húsakynnum háskólans og þetta er munnlegt próf sem ég er hér að lýsa fyrir ykkur. Ég, við verðum, sko, venjulega er það þannig að þið mynduð koma, og og vera hjá mér í, í munnlegu prófi og þar yrði prófdómari og, og svo Benedikt. Við erum þrjú inni. En það er útilokað og við bara urðum að finna leið þar sem þið fáið mat fyrir áfangann og getið þreytt prófið án þess að það sé hætta á smiti eða þið séuð að stefna heilsu ykkar eða annarra í hættu. Mér finnst líklegt og ég bara bíð eftir formlegri tilkynningu frá háskólanum en það er líklegt að þetta verði þá gert með rafrænum hætti, þá hugsanlega þannig að þið séuð í, í einhvers konar Skype eða eða fjarfunda í tengslum við okkur þrjú á prófstað. allt eftir að útfæra, en fyrir lok vikunnar verður sent tilkynning um þetta. Þannig að Þetta verður skýrt í lok, það er alla vega ljóst að það verður próf, það verður með eins hefðbundnum hætti og kostur er. Við munum gera allt til þess að, að, að liðka til fyrir um að, að þetta gangi að þetta gangi, þá þurfum við að fá liðsinni ykkar. Það getur verið að við þurfum að fá hjá ykkur address-ur eða upplýsingar um hvar hægt er að ná í ykkur í til þess að taka prófið. Við bara vinnum það saman og við hjálpumst að. En, sem sagt, það, það vitum við þá fyrir lok þessarar viku og, og við látum þetta ganga. Það, það er bara, eru mín skilaboð til ykkar. Og eins og þið vitið, þá er þetta próf á bæði á föstudegi og laugardegi, þannig við, svona, ef það kom upp einhver tækni vandamál á föstudeginum, þá eigum við laugardaginn inni. Svo við skulum bara anda rólega, finnum út úr þessu fyrir lok þessarar viku. Spurningarnar koma í lok þessarar viku. Þið eruð nú komin með upptökur úr öllu efninu og þið getið farið að vinna lyklana saman, bara núna strax um helgina. Svo er þarna, að lokum, og það er svo sem ekkert annað en ég vildi fá að þakka ykkur. Mér þykir leitt að þakka ykkur fyrir að, að hafa setið námskeiðið. Mér þykir, að sama skapi, mjög leitt að hafa misst af ykkur og ekki getað verið með ykkur í kennslustofunni á þessari önn. Þau ykkar sem að eruð að, jafn vel, ljúka námi er ég þá að ekki að sjá aftur fyrr en þá að ég rekst á ykkur sem starfandi lögfræðinga eða mikla spekinga með, með mörg próf upp á vasann. Ég óska ykkur bara velfarnaðar í lífi og starfi og hlakka til að sjá ykkur aftur við prófborðið.


Svör við fyrirspurnum um efnið

Þetta er síðasta upptakan í bili, ég, nema ég fái einhverja nema ég fái einhverja brýna spurningu frá ykkur, þá að sjálfsögðu skal ég setja inn eina til viðbótar. En þetta er svona svokölluð lokakennsluglæra um það sem ég hefði sagt við ykkur í síðasta tímanum. En því miður getum við ekki gert það núna. Mér þykir það afar leitt. sannarlega að þið hafið getað nýtt ykkur þessar upptökur sem að ég hef sett inn. Og sum ykkar voruð svo væn að senda mér tölvupósta með fyrirspurnum. Um svona einhver atriði sem að vöfðust fyrir ykkur eða þið voruð að velta fyrir ykkur. Ég ætla aðeins að þær í þessari, þessari upptöku. Það var reyndar einn tölvupóstur til viðbótar þar sem mér var bent á að það vantaði upptöku af hluta af námsefninu og ég er búin að bæta úr því með annarri upptöku. En þetta eru þeir tölvupóstar sem beinlínis voru svona fyrirspurnir eða vörðuðu efnið. Það er einn sem spurði hérna og sendi mér um, fyrirspurn um upphafsaðgerðir skiptastjóra, og þá sérstaklega upplýsingabeiðnir eftir áttugustu og annarri grein gjaldþrotaskiptalaga. Spurningin er hvernig það horfir við þegar að stofnanir innheimta gjald fyrir samantektir á gögnum. Og þá gert er, hvort, ráð fyrir því gert að skiptastjóri fá aðgang án greiðslu og verði viðkomandi greiðsla þá að búskröfu og þetta er ágætis spurning og svona hugleiðing. Mér finnst einhvern veginn orðalagið í áttugustu og annarri grein gera ráð fyrir að þessi skylda sé óháð gjaldtöku. En þar segir það vitaskuld ekki berum orðum. Og svona, ég held að, svona, besta leiðin til þess að svara þessari spurningu er að hafa það í huga fyrst og fremst að með áttugustu og annarri grein er verið að aflétta mjög ríkri þagnarskyldu af tilteknum stéttum og Ég get sagt ykkur þegar ég, hérna, byrjaði að starfa við svona eins og þið eru að gera núna, mörg ykkar, laganemi, ég starfaði við skipti á stórum búum fyrir átján árum síðan. Þá stóð mjög í bönkum og fjármálafyrirtækjum hreinlega að afhenda skiptastjórum þessar upplýsingar. Þeir sögðu að við erum bundin mjög ríkum trúnaði sem fjármálastofnun og upplýsum ekki um þessi atriði. En þarna er verið að, þetta er mjög rík skylda og menn vilja þá tók ég þessa gömlu sögur af mér en ég var að vinna við þetta níutíu og níutíu og þrjú og fjögur og þá eru þessi lög ný sett og þá gat ég, ef að trompið mitt, alltaf að segja. Jú, það er mjög rík upplýsingaskylda í fyrstu málsgrein áttugustu og annarri greinar. Ég fæ afl frá tollinum, bönkum, hverju sem ég vil, sem sagt, og öðrum sem geta haft vitneskju um eignir og skuldir þrotabúsins. En, en það má segja svona aðaltilgangurinn með því að setja þessa grein, áttugustu og aðra grein að það er sem sagt þetta að tryggja það að skiptastjórar geti fengið þessar upplýsingar frá opinberum stofnunum. En áður var það oftast skiptaréttur sem var bara sérdómstóll sem var, fékk þessar upplýsingar. Þarna er lögmönnum eða öðrum þeim sem starfa sem skiptastjórar veittur mjög ríkur réttur. Síðan getur þá bara farið eftir sérlögum og þeim, sem sagt, lögum sem gilda um viðkomandi stofnanir hvort að teknar eru saman, sem sagt, greiðslur fyrir að veita þessar upplýsingar. Og þá er það bara litið á það sem svo, eða sem sagt. Það sem ég er að segja hér, það er ekki hægt að draga neina ályktun af áttugustu og annarri grein um það að þetta eigi að veita endurgjaldslaust. Stóra þýðingin sem maður dregur af áttugustu og annarri grein er að menn eiga þá alla vega rétt á að fá þessar upplýsingar. En, en, eða sem sagt, ég held að það yrði þá litið á þetta sem kostnað af skiptunum eftir öðrum tölulið, hundruðustu og tíundu greinar gjaldþrotaskiptalaga. Já, ég ætlaði líka að segja frá því, fyrir þá sem hafa áhuga, að þá er áhugavert, er mjög góður dómur sem fjallar um, um mörkin sem sagt þetta horfir við þegar menn eru að kalla eftir upplýsingum og hvað menn geta fengið og, og, og svona hvernig þetta horfir við réttarfarinu. Ég er, að sjálfsögðu ekki, að fara að spyrja um þetta á prófi eða ætlast til þess að þið þekkið þetta en þær reglur, þær Hæstaréttardómur númer hundrað þrjátíu og tvö, tvö þúsund og sextán hundrað þrjátíu og tvö, tvö þúsund og sextán sem fjallar um þetta og líka mörkin, sem sagt, á milli þessara reglna sem er þá áttugasta og önnur grein gjaldþrotaskiptalaga og reyndar líka áttugasta og fyrsta grein um, um, um upplýsingaskyldu þrotamanns á, og svo á móts við reglur laga um meðferð einkamála um vitnaskyldu og hvaða skyldur hvíla á vitnum og öðrum til að upplýsa mál. Dómur hundrað þrjátíu og tvö, tvö þúsund og sextán. Það var annar sem spurði hérna og var að velta fyrir sér hvort að ég væri of hörð og væri eitthvað að segja, væri hérna algjörlega Já, ég var nú kannski, pælingin er við, ég er að fjalla þarna um laun og annað endurgjald og við kannski rifjum upp, ég er að fjalla þarna á glærunni, þetta er um stöðu, eða sem sagt, kröfuröðina. Þá er ég að fjalla um bónusgreiðslu og dóm Hæstaréttar, þrjú hundruð sjötíu og tvö, tvö þúsund og ellefu. Og ég er spurð hvort, að þarna, þessi dómur sé hreinlega rangur. Þetta snerist um bónusgreiðslur sem að voru, þetta voru tvær bónusgreiðslur starfsmanns Kaupþings. Önnur var, sem sagt, fallin í gjalddaga og greidd raunar þegar að bankinn er tekinn til slita en, en hin sem að deilan snerist um var fallin í gjalddaga en ógreidd þegar að var tekið til slita en í samningi hafði verið sagt að það ætti að fara með greiðsluna eins og launagreiðslu og Hæstiréttur sagði að þetta er þá raunverulega forgangskrafa. Og ég, í sjálfu sér er ekkert að segja, ég held ég hafi nú ekki tekið svo djúpt í árinni að segja að þetta hafi verið röng niðurstaða. Ég hins vegar benti á að það eru, sem sagt, þegar ég var að fjalla um, sem sagt, kröfuhafaröðina þá er það er þar sem að ekki verður skýrt með rýmri hætti, orðalagið, það er, það er, það er sem sagt þessar greinar, hundraðasta og níundu til hundraðasta og fjórtándu grein gjaldþrotaskiptalaga sem fjalla um réttinda röðina við gjaldþrotaskipti. Þær reglur verða ekki skýrðar rýmra en orðalagið þeirra gefur til kynna. Það, það er, sem sagt, þess einkum og sér í lagi við þær reglur sem að þetta á við að, að, sem sagt, það sé ekki rúm textaskýring, það er ekki pláss fyrir það í þeim reglum. Þess vegna, pælingin hjá mér, mér var bara þessi, hvort menn geta samið sig undir þessar reglur. Ég, hérna, þessari spurningu fylgdi pæling, sko, og, og þarna er, er pæling hvort að menn gætu hugsanlega og spurningin er útvíkkuð í svona smá greinargerð, þetta var mjög fagleg fyrirspurn. Spurningin til mín var: „Myndi það breyta einhverju, að þínu mati, ef um fasta greiðslu væri að ræða, algerlega óháð árangri starfsmannsins eða félagsins svo lengi sem starfsmaður væri enn starfandi fyrir félagið þegar greiðslan ætti að koma til? þá verið um einhvers konar hlunnindi að ræða sem flokkast undir annað endurgjald? Þá væri starfsmaðurinn búinn að vinna fyrir greiðslunni en hún hefur einhverjum ástæðum ekki verið greidd.“ Og ég held bara svarið við þessu er ekkert annað en, ég veit það ekki. Það fer eftir túlkun Hæstaréttar á fyrsta tölulið. Og þarna mundi, sem sagt, ef við skoðum hvað stendur í fyrsta tölulið hundruðustu og tólftu greinar: „Krafa um laun eða annað endurgjald fyrir vinnu í þjónustu“, og þá bara er, þungamiðjan er þetta krafa um laun eða er þetta, sem sagt, krafa um laun eða annað endurgjald fyrir vinnu í þjónustu þrotamanns og þetta myndi bara, ég held að það sé erfitt að koma bónusgreiðslum og öðrum svona, svona há, háum greiðslum þarna undir. Það er svona erfiðara myndi ég segja. Þetta þarf að vera vinna vinna þrot, fyrir þrotamanninn, vinna starfsmannsins fyrir hið gjaldþrota félag. Það er ekki útilokað en, en það, það er alla vega á brattann að sækja. En ég, sem sagt, gagnrýni mín var sá þáttur varðandi þennan dóm, þrjú hundruð sjötíu og tvö, tvö þúsund og ellefu, að leggja svona mikið upp úr því að í samningnum hefði verið sagt að það hefði átt að fara með þessa greiðslu eins og um launakjör væri að ræða. Það finnst mér svolítið skrýtið en að menn geti samið sig undir þessa reglur, út frá þessum pælingum sem ég var með um að þær sé, eigi ekkert að túlkast með víðum hætti, eða rúmum hætti. Já, þetta var mjög góð. Þetta eru mjög góðar spurningar. Hér er önnur spurning og þetta er svona almennt. Sem ég skil vel. Þið eruð að velta fyrir ykkur að fyrsta tvær sem ég setti á sömu glærur. Mig langar að athuga hvort það séu einhverjir kaflar úr bókinni hans Viðars, Endurheimt verðmæta, sem við eigum að leggja sérstaka áherslu á. Og síðan er önnur fyrirspurn: „Ég hef ekki sérstakar spurningar varðandi námsefnið, annað, en, en mér þætti gott að fá svona prófa undirbúningstíma, eins og síðasti tíminn er oft, umræður um prófið, til hvers er ætlast og kannski hvort að prófspurningar verði birtar. Þá væri gott að fá fram, í ljósi umræðunnar undanfarna daga og með pósti rektors fyrr í dag, hvernig námsmati verði háttað í áfanganum.“ Þetta finnast mér góðar spurningar. Og ég er bara með, eigum við kannski, ég ætla, ég er með svona smá glærur núna í lokin. Ég mun líka senda ykkur tilkynningu, auðvitað. Þetta er náttúrulega er að mótast núna, En fyrst varðandi hvort það séu einhverjir kaflar í bókinni í að, sko, eiginlega og nú er ég að svara út frá öllu námsefninu, þið verðið svolítið að velja það sjálf, sko bókin hans Viðars er frábær og, í, allt, allt sem er í henni er gott til undirbúnings. En þetta er samt ekki ritgerðarpróf. Þið eigið að, þið fáið spurningarnar fyrir fram, þið vinnið svörin fyrir fram og þá getið þið nýtt ykkur allar þessar heimildir sem að eru á leslistanum til þess að undirbúa ykkar svör sem þið, síðan, verðið spurð að í munnlega á prófinu. Þannig að þetta er svolítið sjálfsmat og, eða vinna ykkar og mat ykkar sjálfra á því hvaða heimildir henta best sem undirbúningur eða þegar þið eruð að undirbúa svörin við spurningunum sem verða birtar. En varðandi síðan Þetta, þessi fyrsti kafli er nú í sjálfu sér það sem ég var að segja. Það eru allar, allar, allt undir í sjálfu sér. Ef þið hafið skoðið bókina hans Viðars þá er svona af mikið af dóma reifunum aftast þannig að hún er nú styttri en maður heldur. heldur á henni svona og er ekki búinn að opna. En, en Ég er búin að skipta þessu upp í fimm parta og ég, sem sagt, það er allt undir, í sjálfu sér, og allt námsefnið, þá á ég við glærur, dómar, fræðirit, tímaritsgreinar og það sem er fjasað hér um á, á upptökum. Ég vil fá skilning og ég vil fá þekkingu og ég vil að þið skilið mér þeirri fullvissu þegar þið talið við mig, Benedikt og Markús í prófi, sem prófdómari, skilið mér því að þið skiljið efnið og markmiðið er að þið hafið grundvallarþekkingu á þessu sviði réttarfars. Þið fáið fyrir fram spurningar. Ég er búin að ræða við Benedikt. Við höfum ákveðið að senda þessar spurningar í lok þessarar viku. Þá fáið þið þessar spurningar inn á Ugluna. Þetta eru, annað hvort fimmtán eða sextán spurningar, minnir mig. Kannski hef ég þær færri, ég þarf aðeins að skoða. En, þið, alla vega spurningarnar eru birtar fyrir fram og þið hafið þá rúman tíma til þess að huga að því hvernig þið viljið undirbúa okkur og hvernig þið vilji haga uppsetningu á svörum. Þið megið, þetta vinnið þið, það, próf undirbúningurinn ykkar felst þá í því að lesa ykkur til og setja upp svör við þessum spurningum. Við vitum vel að við höfum spurt að þessum sömu, sumar spurningarnar hafa komið oftar en einu sinni. Við höfum heyrt af því og vitum vel að krakkar eða nemendur eru að skiptast á svona, einhverjum, próflyklum. Ég bið ykkur um að hafa allt í próflyklunum eitthvað sem þið skiljið og eruð örugg með að sé rétt. Ekki taka eitthvað upp úr eldri lykli af því það lítur flott út eða Þetta er eitthvað, svona, voðalega viturlegt. Skiljið þið allt sem þið setjið í lykilinn. Hafið þið þekkingu á því sem þið setjið inn, hafið skilning og grundvallarþekkingu á því sem þið setjið í lyklana. það nú fyrir mig. Nú, þið getið líka unnið þetta saman, það er, það er alveg prýðisgóð aðferð innan tveggja metra og, og eða þá í Skype-i eða á rafrænum hætti. Það er að segja, undirbúningurinn er ekkert verri þó þið talið saman um efnið, það er bara til þess fallið að treysta betur þekkinguna og festa hana betur í minni og það jafnvel dýpkar skilninginn. Síðan er það fyrirkomulag prófsins, það er það er stóra spurningarmerkið. Ég geri ráð fyrir því að það komi, ég veit, sem sagt, eins og þið vitið að, að rektor sagði að, að það verða ekki próf í húsakynnum háskólans og þetta er munnlegt próf sem ég er hér að lýsa fyrir ykkur. Ég, við verðum, sko, venjulega er það þannig að þið mynduð koma, og og vera hjá mér í, í munnlegu prófi og þar yrði prófdómari og, og svo Benedikt. Við erum þrjú inni. En það er útilokað og við bara urðum að finna leið þar sem þið fáið mat fyrir áfangann og getið þreytt prófið án þess að það sé hætta á smiti eða þið séuð að stefna heilsu ykkar eða annarra í hættu. Mér finnst líklegt og ég bara bíð eftir formlegri tilkynningu frá háskólanum en það er líklegt að þetta verði þá gert með rafrænum hætti, þá hugsanlega þannig að þið séuð í, í einhvers konar Skype eða eða fjarfunda í tengslum við okkur þrjú á prófstað. allt eftir að útfæra, en fyrir lok vikunnar verður sent tilkynning um þetta. Þannig að Þetta verður skýrt í lok, það er alla vega ljóst að það verður próf, það verður með eins hefðbundnum hætti og kostur er. Við munum gera allt til þess að, að, að liðka til fyrir um að, að þetta gangi að þetta gangi, þá þurfum við að fá liðsinni ykkar. Það getur verið að við þurfum að fá hjá ykkur address-ur eða upplýsingar um hvar hægt er að ná í ykkur í til þess að taka prófið. Við bara vinnum það saman og við hjálpumst að. En, sem sagt, það, það vitum við þá fyrir lok þessarar viku og, og við látum þetta ganga. Það, það er bara, eru mín skilaboð til ykkar. Og eins og þið vitið, þá er þetta próf á bæði á föstudegi og laugardegi, þannig við, svona, ef það kom upp einhver tækni vandamál á föstudeginum, þá eigum við laugardaginn inni. Svo við skulum bara anda rólega, finnum út úr þessu fyrir lok þessarar viku. Spurningarnar koma í lok þessarar viku. Þið eruð nú komin með upptökur úr öllu efninu og þið getið farið að vinna lyklana saman, bara núna strax um helgina. Svo er þarna, að lokum, og það er svo sem ekkert annað en ég vildi fá að þakka ykkur. Mér þykir leitt að þakka ykkur fyrir að, að hafa setið námskeiðið. Mér þykir, að sama skapi, mjög leitt að hafa misst af ykkur og ekki getað verið með ykkur í kennslustofunni á þessari önn. Þau ykkar sem að eruð að, jafn vel, ljúka námi er ég þá að ekki að sjá aftur fyrr en þá að ég rekst á ykkur sem starfandi lögfræðinga eða mikla spekinga með, með mörg próf upp á vasann. Ég óska ykkur bara velfarnaðar í lífi og starfi og hlakka til að sjá ykkur aftur við prófborðið.