Pepsí eða kók?
HVORT ER BETRA PEPSÍ EÐA KÓK?
- Já. Þá höldum við áfram hér í morgunútvarpinu og nú ætlum við að ræða mjög merkilegt málefni og það eru kóladrykkir. Hvort er betra pepsí eða kók? Þetta hafa nú margir rætt í gegnum tíðina og sitt sýnist hverjum. Sumir eru kókmenn og aðrir eru pepsímenn.
- Já, menn rífast gjarna um þetta.
- Menn rífast gjarnan um þetta. Það eru náttúrlega til fleiri kóladrykkir; Royal Crown Cola, Ískóla, Spurkóla en tveir kóladrykkir eru langvinsælastir og það eru pepsíkóla og kókakóla. Og sumir drekka pepsí, aðrir drekka kók og hefur þú ekki lent í þessari rökræðu einhvern tímann [-Jú, jú, jú.] á ævinni? [-Jú, jú, jú.] Hvort er betra? [Heldur betur.] Jú, jú, maður hefur hitt svona forfallnar kókmanneskjur, kókista, og svo hefur maður hitt svona pepsíista.
- Aðdáendur eða áhangendur öllu heldur. [Jahá.]
- Svo er bara þrasað um þetta. Við ákváðum bara að fá fagmenn til þess að ræða þetta mikilvæga mál. Þeir eru sestir hérna hjá okkur. Pétur Helgason frá Vífilfelli sem er kókmaður og hann er þar gæðastjóri, matvælafræðingur. Velkominn, Pétur.
- Þakka þér fyrir.
- Og kollegi þinn, Ágúst Óskar Sigurðsson, matvælafræðingur, frá Ölgerðinni og yfirmaður rannsóknastofu þar.
- Þakka þér fyrir.
- Bara, við spyrjum bara í lokin núna. Þið fáið stuttan tíma til að svara, Ágúst og Pétur. Hvort er betra pepsí eða kók?
- Ja, pepsí er langbest.
- Og af hverju?
- Það ... Mér finnst það bara ... fellur best að mínum smekk vegna þess að það er sko ... mér þykir sko ... sítrónukeimurinn og það ... það svona fellur mér í geð sko.
- Já. Pétur?
- Já, ég drekk náttúrlega bara kók og finnst það að sjálfsögðu best. En ég er að svara fyrir sjálfan mig. En hinsvegar náttúrlega verðum við líka að taka tillit til þess að ... Hvað segir meirihluti Íslendinga? Þeim finnst kók betra.
- Já. Þetta er persónubundið en Pétur Helgason og Ágúst Óskar Sigurðsson. Takk fyrir þetta skemmtilega spjall.