Áhersla og lengd (1)
Góðan dag.
Í þessum fyrirlestri er talað um áherslu og lengd
en fyrst skulum við byrja á því að
átta okkur á því að
einkenni hljóða
eru ýmist föst eða afstæð.
Þegar [UNK] talað um föst einkenni hljóða,
þá er átt við þau einkenni sem eru óháð umhverfi,
hljóðfræðilegu, setningarlegu umhverfi.
Það eru til dæmis atriði eins og myndunarstaður hljóðs,
myndunarháttur, hvort það er raddað eða ekki, og eitthvað slíkt.
Þetta er, við, við
tökum hljóð eins og, eins og [s] s, þá er það
alltaf tannbergsmælt,
alltaf önghljóð, alltaf óraddað,
og svo framvegis.
En síðan eru, til þess að hljóðlýsingin sé fullkomin, þá þarf líka að hafa í huga og gera grein fyrir afstæðum einkennum, það er að segja þeim einkennum hljóða sem miðast við hljóðfræðilegt eða setningarlegt umhverfi.
Það er til dæmis lengd.
Það er ekki hægt að segja hvort hljóð er langt eða stutt
nema að bera það saman við hljóðin í kring. Vegna þess að, að,
ja, til dæmis að talhraði getur verið mjög mismunandi,
þannig að, að hljóð sem er, er langt í, í,
í hröðu tali,
það getur vel verið styttra,
í millisekúndum, en hljóð sem er stutt í hægu tali.
Sama má segja um áherslu. Það er ekki hægt að segja hvort hljóð ber áherslu eða ekki nema bera það saman við önnur hljóð í umhverfi sínu, önnur hljóð í sama atkvæði.
Af því að, að hvorki
lengd né áhersla eru bundin við einhverjar ákveðnar mælieiningar. Það er ekki þannig að hljóð sem er
x margar millisekúndur eða meira sé langt en það sem er minna en
x margar millisekúndur sé stutt, eða
eitthvað, eitthvað annað, eitthvað sambærilegt í sambandi við áherslu. Sama gildir um, um tónhæð.
Hvað er hár tónn og hvað er lágur? Það er ekki hægt að
að segja það nema út frá, út frá samhengi.
Ef við, ef við skoðum eitt, eitt hljóð
í samhengi, án samhengis, hljóð út af fyrir sig,
þá er lítið hægt að segja um tónhæðina því hún er
afstæð í íslensku. Það eru hins vegar til mál þar sem að
tónar eru fastir á hljóðum, en það er annað mál og fyrir utan okkar verksvið.
Og svo eru ýmis fleiri atriði
sem koma til í samfelldu tali eins og alls konar brottföll, hljóðasamlaganir og fleira og fleira.
En
byrjum nú á áherslunni.
Í árherslunni
er yfirleitt talið að það spili saman þrír þættir, áhersla sé samsett úr þremur þáttum. Það er í fyrsta lagi styrkur, sem sagt krafturinn í hljóðmynduninni, krafturinn í hljóðmynduninni,
krafturinn í, í hljóð
sveiflum,
sameindasveiflunum.
Það er síðan
tónhæðin,
aukin áhersla getur fólgist í aukinni tónhæð.
Og
svo er
lengd.
Það eru tengsl á milli lengdar og áherslu, eins og við fjöllum um á eftir.
Þannig að áherslan getur verið, verið samspil af þessu þrennu og misjafnt, kannski, hvaða þættir vega þyngst.
Og áherslan getur líka verið, getur verið einkum tvenns konar,
það er að segja, það er orðáhersla svokölluð, sem sagt hlutfallið milli atkvæða í orði,
og svo er það setningaáhersla, sem sagt hlutfall milli orða í setningu.
Þar að auki getur komið til það sem er kallað andstæðuáhersla, það sem maður leggur áherslu á atkvæði sem að jafnaði
ber ekki áherslu til að gera skýrara hvað maður var að meina, til þess að mynda andstæðu við eitthvað annað sem, sem hefði getað verið sagt.
Dæmi eins og „ég sagði fariin, ekki farinn“,
þar sem er verið að leggja áherslu á að lýsingarorðið sé í kvenkyni, ekki í karlkyni.
Það er svo meginregla í íslensku að aðaláhersla, sem er táknuð með svona lóðréttu striki fyrir framan,
upp, efst í línu fyrir framan atkvæði,
aðaláhersla er á fyrsta atkvæði,
og þetta fyrsta atkvæði er oftast rót en, en það getur líka verið forskeyti ef um forskeytt orð er að ræða.
En þar fyrir utan er sterk tilhneiging til svokallaðrar víxlhrynjandi, sem sé að það komi aukaáhersla, sem er táknuð með
lóðréttu striki
á undan atkvæðinu hérna neðst í línunni. Aukaáhersla á oddatöluatkvæðin, sem sé á þriðja, fimmta, sjöunda atkvæði.
Þetta er það sem er [HIK: köll], kölluð hrynræn áhersla.
En svo kemur það til að
mismunandi tegundum myndana er miseðlilegt að hafa áherslu. Það er að segja, rótum er eiginlegt að bera áherslu. Það má segja að rætur séu með innbyggða áherslu.
En endingum, beygingarendingum, er eiginlegt að vera áherslulausar og, og sama gildir um ýmis smáorð eins og forsetningar, samtengingar
og mörg fornöfn.
En þessi,
þetta tvennt, annars vegar þessi tilhneiging til víxlhrynjandi og svo hin innbyggða áhersla róta, getur rekist á.
Ef við erum til dæmis með
samsett orð
sem hafa einkvæðan fyrri lið, fyrri lið sem er bara eitt atkvæði, sem er þá rótin,
þá koma koma tvær rætur, tvö rótaratkvæði í röð. Það er að segja ef að fyrri liðurinn er bara rótin, bara eitt atkvæði,
og síðan hefst seinni liður einnig á rót, þá, þá koma tvö
atkvæði sem er eðlilegt að bera innbyggða áherslu,
en það vinnur auðvitað gegn því að áhersla og áhersluleysi skiptist á, vinnur gegn víxlhrynjandinni. Og þá getur verið svolítið misjafnt hvað kemur út.
Þetta eru orð eins og „háskóli“,
„búsáhöld“,
og í slíkum orðum
er mjög algengt að [HIK: víxlhrynjan], hrynjandin verði sterkari en rótaráhersla seinni hlutans.
Þannig að í „háskóli“
verði ekki
mikil áhersla á „skó“
heldur komi frekari auka, aukaáhersla á
síðasta atkvæði í lið.
Þannig að í staðinn fyrir „háskóli“ segi menn „háskóli, háskóli“,
og þá
[HIK: verð], verður
ó-ið
sem sagt áherslulítið og, og hefur þá tilhneigingu til einhljóðunar.
Og í staðinn fyrir „búúsáhöld“
segja menn „búsáhöld, búsáhöld“,
þar sem að, að kemur
sterkari, miklu sterkari áhersla á „höld“ heldur en „á“.
Nú, svo
er setningaáhersla sem áður var nefnd. Hún kemur til sögunnar þegar, þegar orðið stendur ekki lengur eitt heldur sem hluti stærri heildar,
og þá er nú tilhneigingin sú að, að mikilvægustu orðin, sem sagt inntaksorð eins og nafnorð og sagnir, fái mestu áhersluna en, en svokölluð kerfisorð, forsetningar, samtengingar og, og fornöfn, mörg, séu frekar áherslulítil eða áherslulaus. En þetta getur allt saman
ruglast, eða það er að segja, tilhneigingin til víxlhrynjandi hefur áhrif á þetta, þannig að það er, er, getur verið mjög misjafnt hvernig þetta kemur út.
Síðan eru, komið að lengd hljóða,
það er, íslensk mál hljóð eru ýmist stutt eða löng.
Öll sérhljóð geta verið ýmist stutt eða löng og, og mörg samhljóð, þó ekki öll,
geta ekki öll samhljóð í íslensku verið löng.
En þetta er, sem sagt miðast við önnur hljóð innan sama atkvæðis,
af því að lengd er, er sem sagt afstætt fyrirbæri, og hlutfallið þarna er,
það er ekki þannig að, að þau hljóð sem eru kölluð löng séu tvöfalt lengri heldur en stuttu hljóðin. Hlutfallið er frekar á bilinu þrír á móti fimm
til jafnvel fjórir á móti fimm. Þannig að, að oftast nær, svona við venjulegan talhraða, eru löngu hljóðin
á bilinu hundrað og fimmtíu til þrjú hundruð millisekúndur.
Millisekúndur sem sagt þúsundustu hlutar úr sekúndu, þannig að, að
þau er á bilinu,
eins og ég segi, hundrað og fimmtíu til þrjú hundruð millisekúndur. Stuttu hljóðin eru oftast á bilinu hundrað til hundrað og fimmtíu millisekúndur.
Undantekning frá því er þó stutta r-ið
sem við höfum nefnt í, í
öðrum fyrirlestrum að er
styttra en önnur hljóð,
oft aðeins, jafnvel aðeins þrjátíu til fjörutíu millisekúndur. En það er rétt að leggja áherslu á að bæði hlutfallið
og lengdin er háð talhraða.
Sem sagt ef að ég tala mjög hratt, þá geta,
geta hljóðin verið
stytt, talsvert styttri en þarna er nefnt, og ég tala mjög hægt geta þau orðið lengri.
Og
þetta, hraðinn hefur líka, líka áhrif á hlutfallið.
Þannig að, að
hlutfallslegur munur verður meiri við minni talhraða.
Lítum hérna bara á nokkur dæmi um
löng og stutt hljóð sem eru borin saman löng og stutt. Hér er
parið „mara“ og „marra“.
Og þar sjáum við að,
að r-ið,
sem sagt a-ið hérna,
langa a-ið er
þrjú hundruð og þrjátíu millisekúndur.
stutta r-ið er bara sextíu. Hérna í „marra“ er stutt a og langt r. Og þá er hlutfallið,
a-ið, stutta a-ið
hundrað millisekúndur, langa r-ið tvö hundruð.
Hérna höfum við
„gabba“,
nei, „gapa“, fyrirgefið þið, og „gabba“,
„gapa“ hér og „gabba“,
þar sem við berum saman sérhljóð og varamælt lokhljóð, fyrst langt sérhljóð og stutt lokhljóð.
Langa sérhljóðið er tvö hundruð og sjötíu millisekúndur, stutta lokhljóðið hundrað og þrjátíu, og svo stutt sérhljóð, langt lokhljóð.
Hérna í, á neðri hlutanum er svo
„asa“ og „assa“
og „ana“
og „Anna“,
og þið sjáið sem sagt, lengdina alls staðar, alls staðar merkt hér
og löngu
hljóðin þarna oftast, svona, á bilinu tvö hundruð til þrjú hundruð, þrjú hundruð millisekúndur,
þau stuttu
dálítið mislöng,
frá sextíu millisekúndum, stutta r-ið,
og upp í,
hérna, hundrað og níutíu millisekúndur,
stutta, stutta s-ið. En allt, alls staðar,
sem sagt er, er
[HIK: hlut], er, þar sem hljóð sem á að vera langt það er lengra heldur en stutta hljóðið í viðkomandi atkvæði.
En þið sjáið hérna að í
„asa“
er hlutfall s-hljóðsins af, af lengd,
miðað við lengd
langa a-hljóðsins, ansi hátt.
Lengd sérhljóða í íslensku er stöðubundin, það er að segja,
hún ræðst af því hvað fer á eftir sérhljóðinu. Það eru, það er, er,
og hér er sem sagt verið að tala um
afstæða lengd, það er að segja hlutfallslega miðað við umhverfið,
og reglurnar
um þetta eru þær
að sérhljóðin eru löng
í bakstöðu aftast í orði,
orð eins og „grá“, „ný“, „sko“.
Þarna standa sérhljóðin aftast og eru alltaf löng.
Sérhljóð eru líka löng á undan
einu stuttu samhljóði,
eins og í „hús“
og „tala“.
Í báðum tilvikum fer bara eitt
samhljóð á eftir, ekki samhljóðaklasi. Hérna er,
í „hús“ er bara eitt samhljóð og svo lýkur orðinu, í „tala“ bara eitt samhljóð og svo kemur aftur sérhljóð.
Þar að auki
eru sérhljóðin löng
á undan klösum þar sem fyrra hljóðið er eitt af p, t, k eða s
og seinna hljóðið eitt af v, j eða r.
Í orðum eins og „lepja“
og „vökva“,
við segjum, þarna koma tvö samhljóð á eftir.
Við segjum „lepja“ með löngu e en ekki „leppja“, við segjum „vökva“ með löngu ö en ekki „vökkva“.
Í,
við aðrar aðstæður eru
sérhljóð stutt, það er að segja á undan samhljóðaklasa
eða löngu, einu löngu samhljóði.
Eins og „þrusk“,
þar er stutt u á undan
samhljóðaklasa, „stóll“, stutt ó á undan samhljóðaklasa
og „nudd“, stutt u á undan
löngu samhljóði.
Og öll sérhljóð í íslensku geta verið bæði löng og stutt, lengd þeirra sem sagt fer bara eftir,
eftir umhverfi, eftir því sem á eftir kemur.
Hérna er sagt að lengdin sé stöðubundin. Þetta var öðruvísi í fornu máli, forníslensku, þá var lengd sérhljóða föst, það er að segja, sum hljóð voru
stutt, alltaf stutt, og önnur alltaf löng. En það breyttist
á sextándu öld eða svo.
Það er rétt að, að
athuga það að lengdarreglan, hún gildir um, fyrst og fremst, um áhersluatkvæði, það er að segja fyrsta atkvæði í ósamsettum orðum, eins og við höfum nefnt,
og stundum fyrsta atkvæði í, í seinni lið samsetninga.
En í áherslulausum
atkvæðum
eru öll hljóð stutt.
Það er að segja, ef við tökum orð eins og „himinn“,
sem er skrifað með einu n-i í [HIK: nefni], tveimur n-um í nefnifalli og einu í þolfalli,
þá er þetta
yfirleitt alltaf borið eins fram í
venjulegu tali
og,
borið fram með
bæði stuttu i og stuttu n í lokin. Það er að segja það er langt i, fyrra i-ið er langt, af því þar fer bara eitt samhljóð á eftir,
En,
seinna i-ið er áherslulaust og stutt.
Þetta er hvort tveggja borið fram bara „himinn“. Vissulega getum við
beitt þarna andstæðuáherslu eins og áður var nefnt og sagt: Ég sagði „himinn“ ekki „himiin“.
En, en þannig er það ekki í eðlilegum framburði.
Það er líka rétt að nefna að,
að lengd í samsettum orðum
er
oft á reiki.
Það er sem sagt upp og ofan hvort að lengdarreglan miðast við