Lágmarkspör og íslenskt hljóðkerfi (1)
Góðan dag.
Í þessum fyrirlestri er fjallað um lágmarkspör,
og hvernig þau eru
notuð til þess að greina hljóðön,
og síðan um íslenskt hljóðkerfi og eindir þess.
Lágmarkspör eru eitt helsta hjálpartækið sem er notað til þess að greina fónem, eða hljóðön, tungumáls
og lágmarkspör eru,
eru sem sagt mynduð
af tveimur orðum
sem eru eins, sem að innihalda öll sömu hljóð
nema eitt,
það er að segja að, að sömu hljóð og í sömu röð
nema
það er munur á einum stað.
„Til“ og „tal“ er þannig lágmarkspar vegna þess að eini munurinn felst í sérhljóðinu, upphafs- og lokahljóðin eru þau sömu.
„Sel“ og „söl“ er líka lágmarkspar,
„pera“ og „bera“ er lágmarkspar, þar er
„era“ sameiginlegt en bara munur á upphafshljóðinu.
Sama er með „lifa“ og „rifa“
og svo „ból“ og „bók“. Í „ból“ og „bók“ er
ó sameiginlegt,
munurinn felst eingöngu í lokahljóðinu.
Það sem að við gerum þá er að, að skoða hvort við getum fundið slík pör og hvort
er merkingarmunur á þeim.
Og röksemdafærslan er sem sagt þessi
merk, ef er merkingarmunur, þá hlýtur hann að eiga rætur sínar að rekja til þess sem munar á orðunum, ekki til þess sem er sameiginlegt.
Í „pera“ og „bera“ er „era“ sameiginlegt
en
munurinn felst bara í upphafshljóðinu. Við vitum samt að þessi orð merkja ekki það sama.
Þannig að það hlýtur að vera
munur p og b sem ber ábyrgð á
því. Sá munur er þá merkingargreinandi og, og við segjum
sem sagt
p og b eru þá mismunandi hljóðön
í
íslensku.
Til þess að, að finna fónem er líka,
fónem eða hljóðön, er líka hægt að útvíkka lágmarkspörin og búa til svokallaðar umskiptaraðir sem eru
í raun og veru nákvæmlega sama fyrirbærið, nema þar er stillt upp fleiri en tveimur orðum
til þess að skoða
hvort,
hvort sé hægt að skipta á einhverju einu hljóði og fá út
merkingarmun.
Það er hægt að búa til
slíka röð í íslensku
með einum sextán samhljóðum,
orðin „sóla“, „fóla“, „jóla“, „hjóla“, „hóla“, „kóla“, „góla“, „kjóla“, „gjóla“, „tóla“, „dóla“, „póla“, „bóla“, „róla“, „móla“, „nóla“ eru öll íslensk orð,
misþekkt og misalgeng,
og hvert þeirra hefur sína merkingu. Í þeim öllum er
„óla“ sameiginlegt, eini munurinn
felst í upphafshljóðinu.
Þar með erum við búin að sýna fram á að öll þessi sextán hljóð,
þessi sextán hljóð séu
fulltrúar sextán mismunandi hljóðana,
í íslensku.
Þegar
tvö hljóð
eru
hljóðbrigði eins og sama hljóðansins þá er aftur á móti,
þá, þá geta þau ekki komið fyrir
á þennan hátt, geta þau ekki staðið í sömu stöðu í orðinu,
og,
heldur
standa þau oftast nær í því sem er kallað fyllidreifing.
Hljóð sem standa í fyllidreifingu þau hafa þá ákveðna verkaskiptingu þannig að, að
annað hljóðbrigðið
kemur fyrir í tilteknu umhverfi
þar sem að hitt
getur ekki komið fyrir.
Þetta þýðir sem sagt að, að hljóðbrigði tvö ef, ef um er að ræða tvö, geta svo sem verið fleiri,
en algengast að þau séu tvö,
þetta þýðir að hljóðbrigðin tvö standa aldrei í sama umhverfi.
Og ef þau standa aldrei í sama umhverfi
þá geta þau aldrei myndað merkingargreinandi andstæðu,
vegna þess að, að forsendur
fyrir því að þau myndi merkingargreinandi andstæðu er einmitt þessi, að þau standi í sama umhverfi, standi á sama stað í orði.
Ef við lítum til dæmis á uppgómmæltu önghljóðin
[x]
og [ɣ] þá stendur
óraddað
[x]
á undan
órödduðum hljóðum
eins og í „sagt“,
en raddað
[ɣ]
stendur á undan rödduðum hljóðum og í bakstöðu,
eins og í
„sagði“, „saga“, „sag“,
og það sem að, að
óraddaða hljóðið getur ekki staðið.
Og, og þau eru þess vegna
stöð, það sem er kallað stöðubundin afbrigði sama hljóðans eða stöðubundnir fulltrúar sama hljóðans, hafa með sér þessi,
þau standa í fylligreiningu, hafa með sér þessi, þessa verkaskiptingu
sem þarna er.
Það er líka möguleiki
á því sem er kallað frjáls dreifing.
Þá
er um það að ræða að hljóð í frjálsri dreifingu þau standa í sama umhverfi
án þess að það leiði til þess að merkingarmunur sé, komi fram.
Það, þannig til dæmis
er það með
tannbergsmælta sveifluhljóðið [r]
og svo úfmælta sveifluhljóðið [ʀ]
í íslensku.
Þetta úfmælta sveifluhljóð er reyndar ekki hluti af,
svona venjulegu íslensku hljóðkerfi en, en er notað í máli þeirra sem eru kverkmæltir eða skrolla.
Þau,
það má segja að þessi hljóð standi í frjálsri dreifingu,
vegna þess að „fara“ og „fara“
og „fara“
merkir alveg það sama. Það er aldrei hægt að búa til tvö orð
með mismunandi merkingu
þar sem að eini munurinn er sá að annað hefur tannbergsmælt sveifluhljóð og hitt hefur úfmælt sveifluhljóð.
Og
við getum líka litið á
dæmi sem við vorum með áðan um [x] og [ɣ].
Ég sagði að [ɣ] kæmi fyrir í bakstöðu, á undan rödduðum hljóðum og í bakstöðu,
eins og í „sag“ og „lag“.
Hins vegar er það svo að
í bakstöðu
þá er mjög algengt að rödduð önghljóð missi röddunina að einhverju leyti eða jafnvel öllu leyti, geta orðið algerlega órödduð.
Þannig að við fáum „sag“ og „lag“.
Að því leyti
geta
þessi hljóð komið fyrir í sama umhverfi,
sem sagt í bakstöðu, en það sem skiptir máli er að milli þeirra getur aldrei verið merkingargreining. Það er að segja að það er óhugsandi í íslensku
að hafa
tvö orð
þar sem að munur [x] og [ɣ] er það eina sem greinir
milli orðanna.
Við getum fengið framburðinn „lag“ með rödduðu og „lag“ með órödduðu
en það er alltaf sama orðið.
Það er aldrei, það getur aldrei verið merkingargreining þar á milli þannig að, að,
að lag hafi eina merkingu en „lag“ aðra
og stundum er, er,
er dreifing hljóða frjáls sums staðar í í ákveðnu umhverfi,
en merkingargreinandi andstæða annars staðar. Við getum tekið bara
bara
fráblásin og ófráblásin lokhljóð. Þau eru mismunandi hljóðön í íslensku, eins og við sáum á dæminu [pʰ]
„pera“ og [p] „bera“ sem merkja ekki það sama, þetta er lágmarkspar þar sem að
er mismunandi merking.
Í innstöðu milli sérhljóða
er hins vegar ekki merkingargreinandi andstæða milli þessara, milli fráblásinna og ófráblásinna hljóða. Það er að segja, að við getum sagt
„tapa“
með ófráblásnu eða „tapa“ með fráblásnu
og
það merkir nákvæmlega það sama. Það er aldrei hægt að
búa til tvö orð
sem hafa mismunandi merkingu á þennan hátt, þar sem að, að andstaðan fælist í muninum á fráblásnu og ófráblásnu lokhljóði í innstöðu milli sérhljóða.
Það er sem sagt þannig að
tvö hljóð
eru yfirleitt talin vera hljóðbrigði sama hljóðans ef þau
standa annaðhvort í fyllidreifingu eða frjálsri dreifingu
og
það er einhver hljóðfræðilegur skyldleiki á milli þeirra.
Sem sagt, tökum dæmi af [x] og [ɣ]. Þau standa í fyllidreifingu
svona að mestu leyti. Það má segja að í bakstöðu standi þau í frjálsri dreifingu.
Og það er klár hljóðfræðilegur skyldleiki á milli þeirra, þau eru náskyld, eini munurinn felst í því að [x] er óraddað en [ɣ] raddað.
Það er ekki nóg
til þess að telja hljóð,
tvö hljóð vera hljóðbrigði sama hljóðans að þau séu í fyllidreifingu
ef að þau eru ekkert hljóðfræðilega skyld.
H og uppgómmælt nefhljóð [ŋ]
standa til dæmis í fyllidreifingu í íslensku
því að h kemur aðeins fyrir á undan sérhljóðum en [ŋ] kemur aldrei fyrir á undan sérhljóðum.
En það er engin hljóðfræðilegur skyldleiki ekki á milli þeirra og þess vegna dytti engum í hug að fara að segja
að, að þau væru, þetta væru fulltrúar sama hljóðansins þó svo að þau standi í fyllidreifingu. Þannig að, að sem sagt
forsenda fyrir því að, að það sé hægt
að telja hljóð,
fulltrúa sama hljóðans,
er að þau standi í fyllidreifingu eða frjálsri dreifingu,
en það er ekki nægileg forsenda, hljóðfræðilegur skyldleiki þarf líka að koma til.
Þetta eru hljóðin sem
hér, ég geri hér ráð fyrir að séu í íslenska hljóðkerfinu, það er að segja annars vegar hljóðönin og svo hins vegar
málhljóðin sem
sem sagt eru fulltrúar þessara hljóðana.
Og þarna
sjáið þið að það er gert ráð fyrir,
gert ráð fyrir
sex
lokhljóðshljóðönum
þó að lokhljóðin séu
átta hljóðfræðilega, það er sem sagt ekki gert ráð fyrir að,
að framgómmæltu
lokhljóðin
standi fyrir sérstök hljóðön.
Það er gert ráð fyrir
sjö
önghljóðshljóðönum þótt önghljóðin séu hljóðfræðilega tíu.
Það er sem sé
gert ráð fyrir að þ og ð
séu hljóðbrigði af ð-i,
hljóðanið, hljóðunin ð,
gert ráð fyrir að [ç] og j
séu hvort tveggja hljóðbrigði af j
og síðan er gert er ráð fyrir
hljóðaninu [ɣ] sem birtist þá ýmist sem [x] eða [ɣ].
Svo er gert ráð fyrir
bara tveimur nefhljóðshljóðönum,
þó að nefhljóðin séu átta.
Það er sem sé gert ráð fyrir að bæði rödduð
og órödduð,
eða felur í sér bæði rödduð og órödduð hljóðbrigði og jafnframt að framgómmæltu og uppgómmæltu nefhljóðin séu hljóðbrigði
af því tannbergsmælta.
Hliðarhljóð og sveifluhljóð, þar er bara gert ráð fyrir einu í hvorum flokki og, sem sé að bæði radd,
það, þau eigi sér bæði rödduð og órödduð afbrigði.
Einhljóðin eru átta, bæði hljóðön og hljóð, það er að segja það er enginn vafi á því að öll
einhljóðin eru sjálfstæð hljóðön,
og tvíhljóðin
eru hins vegar,
tvíhljóðshljóðönin eru fimm hér,
þó að
tvíhljóðin sjálf séu
hér talin sjö, það er að segja [ʏi] og [oi]
er stöðubundin afbrigði af
einhljóðunum u og o en ekki, ekki sjálfstæð hljóðön.
Þetta er sem sagt yfirlit yfir þetta,
sex lokhljóðshljóðön og sjö önghljóðshljóðön,
en það eru ýmis vafamál í sambandi við stöðu bæði fram- og uppgómmæltra hljóða, við komum að því rétt á eftir.
Tvö nefhljóðshljóðön, eitt hliðarhljóðs og eitt sveifluhljóðs, þrettán sérhljóðshljóðön,
þar af átta einhljóð og fimm tvíhljóð.
Stundum er talað um það sem er kallað yfirhljóðan, þegar hljóð standa
að mestu leyti í fyllidreifingu en ekki alveg,
og þannig er það nú einmitt með sum af þessum hljóðum.
Þið munið að
í hljóðkerfinu sem sýnt var hér að framan þá var ekki gert ráð fyrir því að framgómmæltu
og uppgómmæltu hljóðin væru fulltrúar sérstakra hljóðana heldur
afbrigði af,
fyrirgefið, að framgómmæltu hljóðin væri ekki fulltrúar sérstakra hljóðana heldur afbrigði af uppgómmæltu hljóðunum.
Og tilfellið er að þessi hljóð eru að mestu leyti í fyllidreifingu,
það er að segja að framgómmæltu lokhljóðin koma fyrst og fremst fyrir á undan
frammæltum
ókringdum sérhljóðum
eins og í „Kína“,
í „kisa“,
„ker“, „keyra“.
Þau uppgómmæltu koma fyrir
annars staðar,
en þó
finnast
lágmarkspör þarna á milli.
Við höfum pör eins og „kör“ og „kjör“,
þar sem að, að
„ör“ er sameiginlegt, eini munurinn er á upphafshljóðinu.
Við höfum pör eins og „góla“
og „gjóla“ þar sem „óla“ er sameiginlegt,
eini munurinn á upphafshljóðinu líka, og þó nokkur fleiri eða fáein fleiri lágmarkspör.
Þannig að, að
það,
þetta gæti bent til þess að fyrst það eru þarna lágmarkspör á milli þá,
já, er maður kannski neyddur til að segja að þetta séu tvö mismunandi hljóðön.
En samt sem áður, af því þetta er að mestu leyti í fyllidreifingu,
þá er líka freistandi að segja að þetta, þetta séu afbrigði sömu hljóðana og,
og þá verður maður að skýra þessi lágmarkspör, sem þó eru til, á einhvern annan hátt.
Ég ætla ekki að fara út í það núna
en bara benda á þetta að, að þarna er óleyst vandamál. Það eru rök fyrir því að, af því að þessi hljóð eru að mestu leyti í fyllidreifingu, þá eru rök fyrir því að greina þetta sem hljóðbrigði sömu hljóðana
en, en það er samt eru ljónin á veginum.
Svipað er með rödduð og órödduð
framgómmælt önghljóð.
Þau eru
að mestu leyti í fyllidreifingu líka en það eru samt til,
í fyllidreifingu þannig að, að
[ç] stendur eingöngu í framstöðu, [j] stendur í
innstöðu
en getur þó staðið í framstöðu líka og við getum fengið
lágmarkspör eins og „hjá“ og „já“, „hjól“, „jól“ og nokkrum fleiri
þannig að
það þarf líka að
að beita einhverjum hundakúnstum ef á að greina þetta sem hljóðbrigði sama hljóðans.
Nú, uppgómmælt önghljóð, [x] og [ɣ].
Það væri hugsanlegt að greina þau sem hljóðbrigði
uppgómmæltra lokhljóða, segja sem sagt að, að,
að [ɣ] í „saga“ væri