Lágmarkspör og íslenskt hljóðkerfi (2)
hljóðbrigði af lokhljóðinu
g, lokhljóðsfóneminu g,
og, og
[ɣ] kemur aldrei fyrir í framstöðu
og [x] reyndar ekki heldur nema í, í svokölluðum ókringdum hv-framburði eins og „hver“, „hvaða“,
en
sá kostur er nú ekki tekinn hér. Það er að segja, hér er gert ráð fyrir að [ɣ] sé sjálfstætt fónem, en, en
hitt, hinu hefur verið, hitt hefur verið lagt til líka.
Svo er það
nefhljóðin.
Hér var gert ráð fyrir að
framgómmælt og uppgómmælt nefhljóð væru hljóðbrigði
af þeim tannbergsmæltu
og varðandi
framgómmæltu nefhljóðin, [ɲ], raddað og óraddað,
gengur það alveg upp, held ég.
Það er að segja,
[n] og [ɲ] standa algerlega í fyllidreyfingu.
Þetta er svolítið snúnara með uppgómmæltu nefhljóðin.
Þau eru vissulega að mestu leyti í fyllidreifingu við þau tannbergsmæltu vegna þess að uppgómmæltu nefhljóðin koma
nánast eingöngu fyrir á undan
samsvarandi lokhljóðum, það er að segja uppgómmæltum
lokhljóðum,
eins og „vængur“ og „langur“
og
„tankur“ og svo framvegis,
en
stundum ef að
til verður samhljóðaklasi,
þá
má búast við brottfalli innan úr slíkum klasa
og slíkt brottfall getur leitt til þess að það verði til lágmarkspar svona hljóðfræðilega.
Sem sagt
ef við, ef við lítum á
„væns“ sem er eignarfall þá af lýsingarorðinu „vænn“
og „vængs“, sem er
eignarfallið af nafnorðinu „vængur“. Í
„vængur“ er
klasinn
„ng“ og nefhljóðið þar verður uppgómmælt sjálfkrafa á undan,
undan uppgómmælta lokhljóðinu.
En þegar
eignarfalls s-ið bætist við er kominn þriggja samhljóða klasi. Lokhljóðið fellur venjulega brott
en það skilur eftir sig
spor á nefhljóðinu. Það er að segja,
það, það,
uppgómsmælis, -mælisþátturinn verður eftir í nefhljóðinu.
Þannig að nefhljóðið
heldur áfram að vera uppgómmælt þótt, þótt hljóðið sem olli því að, að það varð uppgómmælt sé fallið brott,
og þá fáum við sem sagt lágmarksparið „væns“ og „vængs“ þar sem eini munurinn er á tannbergsmæltu og uppgómmæltu nefhljóði og þetta, þessi orð merkja ekki það sama.
Sama má segja um, um orðið „leynt“
og
„lengt“
af, af „lengja“,
þar
fellur líka
lokhljóðið brott
og eftir stendur
uppgómmælt óraddað nefhljóð.
Og það er lágmarkspar á milli þess og
tannbergsmælts óraddaðs nefhljóðs í „leynt“.
Þannig að, að þarna
er svona vafamál, það er að segja fyllidreifing að mestu leyti en einstöku lágmarkspör finnast samt.
Síðan eru það
raddaðir og óraddaðir
hljómendur, það er að segja nefhljóð, hliðarhljóð og sveifluhljóð sem eru að verulegu leyti í fyllidreifingu,
en, en, það er að segja að verulegu leyti fyllidreifing á mill i rödduðu og órödduðu afbrigðanna. En það eru þó til lágmarkspör í, í innstöðu. Við höfum orð eins og
„kemba“
og „kempa“
þar sem eini munurinn er,
er, er sem sagt rödd, á rödduðu og órödduðu varamæltu
nefhljóði.
Við höfum „orga“ og „orka“,
raddað og óraddað r.
„Hanga“
og „Hanka“
og við höfum þetta líka í framstöðu,
„lið“ og „hlið“,
eini munurinn raddað og óraddað h, raddað og óraddað l, fyrirgefið, „rá“ og „hrá“,
„nota“ og „hnota“.
Þetta eru sem sagt
ýmis mál sem við skiljum eftir hér óleyst.
Svona, við getum sagt vafamál eða ágreiningsatriði um það
hvernig eigi að greina íslenskt hljóðkerfi, hvaða hljóðön séu í málinu.
En við látum þessu lokið.